Robert Mugabe virðist eiga fá vernd gegn lögsókn, fá að halda öllum eignum, og ásamt fjölskyldu að dvelja áfram í landinu

Valdaránið í Zimbabwe virðist líkjast meir og meir - innanflokks átökum í valdaflokki landsins, Zanu PF. En mig grunar í vaxandi mæli að lítið breytist annað en það, að 75 ára karl sé forseti landsins og í stað 93 ára karls.
--Að áfram sé sami flokkur við völd, Zanu PF.

Robert Mugabe offered immunity from prosecution after resigning

 

Emmerson  Mnangagwa og Robert Mugabe - á góðum degi

http://img.bulawayo24.com/articles/Mnangagwa-Mugabe-Shakehands.jpg

Þó rétt sé að hafa í huga, að Financial Times var að ræða við sérstakan talsmann Roberts Mugabe - fullyrðingar George Charamba virka þó á mann afar sjálfsöruggar!

George Charamba: "There will not be a repudiation of Robert Mugabe. Forget it, forget it," - "Mr Charamba...said that once the “madding crowd had calmed down”, they would forget their criticisms of Mr Mugabe who, like the late Chinese leader Mao Zedong, would remain a core element of the ruling Zanu-PF’s ideology and legacy."

Áhugaverð samlíking - við goð valdaflokksins í Kína.

Nýr forseti landsins, starfaði öll 37 valdaár Mugabe honum við hlið - auk þessa barðist hann með Mugabe þar á undan, er þeir báðir voru skæruliðaforingjar gegn hvítu minnihlutastjórninni í því er þá hét - Ródesía.

Skv. þessu, að Mugabe fái að lifa óáreittur í landinu og eiginkona. Það verði alger friðhelgi eigna og gagnvart lögsóknum.
--Þá sé líklega trúverðug fullyrðing Charamba, að Mugabe verði ekki felldur af stalli.

Og þar með getur vel verið að líking hans við Mao sé ekki út í hött.
Að Zanu PF muni í framtíðinni, draga upp helgimynd af Mugabe.

Það þíddi auðvitað - ef maður geri ráð fyrir að Kína sé fyrirmyndin - að flokkurinn stefni að því að einoka völdin í landinu áfram.
--Að einungis hafi verið skipt um einræðisherra.

En vart verður með öðrum hætti tryggt að goðinu sé ekki steypt af stalli.

 

Niðurstaða

Það virðist í vaxandi mæli sennilegt að valdaskiptin feli einungis í sér skipti á einstaklingi á sjálfum toppnum. Fremur en eiginlega stórfellda breytingu á stjórnarfari. Að líklega tryggi Zanu PF sér áfram völdin í landinu - með aðstoð öryggissveita, annarra þeirra tækja sem stjórnin þar ráði yfir.
--Að annar einræðisherra sé tekinn við.
Eins og þegar valdaskipti verða innan kínverska valdaflokksins.

Kv.


Bloggfærslur 24. nóvember 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband