Maduro forseti Venezúela að undirbúa gjaldþrot?

Nicolas Maduro sendi frá sér yfirlýsingu sem vakti athygli - en hann sagðist vilja endurskipuleggja skuldir landsins. Það væri sambærilegt við þá aðgerð sem Argentína fór í - kjölfar skuldavanda sem það land lenti í ca. 2000. Síðan tóku við afar langar deilur við kröfuhafa landsins, þ.s. hópur svokallaður "holdouts" hélt landinu nánast í gíslingu árum saman þangað til að eftir langan dúk og disk, veitti Argentína þeim hópi verulega eftirgjöf - þó ekki hafi að fullu verið gengið að þeirra kröfum.
--Hinn bóginn er Venezúela í sérstökum vanda, fyrir refsiaðgerðir sem Donald Trump forseti fyrirskipaði fyrir ekki löngu síðan, en skv. þeim er bandarískum fjármálafyrirtækjum - bannað að eiga viðskipti með, nýjar útgáfu ríkisbréfa Venezúela sem og nýjar útgáfur skuldabréfa ríkisolíufélags landsins.
--Það geri bandarískum aðilum, sem hafa keypt mikið af útgáfum ríkisbréfa Venezúela, vegna þess væntanlega að vextir á þeim hafa verið háir, það ókleyft að taka þátt í nokkurri slíkri skuldaendurskipulagningu.

  • Slík aðgerð, telst alltaf vera "default" skv. reglum AGS.
    --Þ.s. þá sé landið að fá fram samþykki kröfuhafa fyrir því, að þeir fái ekki fullt virði skulda sinna, greit eftir allt saman.

Venezuela to restructure foreign debt, default looms as possibility

Venezuela aims to restructure all foreign debt

IMF crunches the numbers for possible Venezuela rescue

 

AGS áætlaði nýverið hver væri þörf Venezúela fyrir erlenda fjárhagslega aðstoð!

This is going to be Argentina meets Greece in terms of complexity,” -

  1. "Shortages of foreign currency have slashed imports by 80 per cent in five years, leaving the country teetering on the brink of default and suffering extreme shortages of food and medicine."
  2. "Venezuela is all but shut out of international capital markets, and a controversial debt placement earlier this year with Goldman Sachs had an estimated yield of 48 per cent."
  3. "The scale of Venezuela’s needs will probably also be an issue." - "That adds up to a total possible multiyear package of around $32bn."
  4. "But Venezuela would probably need that annually."

Árleg þörf miðast af því að fjármagna nægan innflutning til að binda endi á matvæla- og lyfjaskort, sem og til að hefja endurreisn nauðsynlegra innviða í landinu sem víða séu afar fúnir orðnir -- auk þess þurfi að greiða af skuldum landsins.
--Klárlega muni þurfa rýflega skulda-afskrift.

  1. "Venezuela’s total debt load is some $140bn, including $70bn of traded bonds, bilateral Chinese and Russian loans, promissory notes issued to unpaid suppliers, and compensation claims from nationalised companies.
  2. "That is equivalent to 116 per cent of GDP with debt service payments of about 75 per cent of the value of Venezuelan exports..."

Þetta er í raun og veru - ótrúleg staða fyrir land, að 3/4 gjaldeyristekna fari í greiðslur af erlendum skuldum.
Á sama tíma, og landið sé háð innflutningi fyrir flesta hluti.
--Slíkt ástand sé klárlega ósjálfbært.

Sem sjáist af sífellt versnandi heilbrigðisástandi í landinu, þ.s. læknanlegir sjúkdómar breiðast sífellt víðar út, auk þess að vannæring er orðið óskaplega alvarleg - það vandamál fari einnig versnandi.

--Það sé því vart furða að landið sé nú loks komið að niðurlotum.
Það sé ekki unnt að kenna nokkrum öðrum en landsstjórnendum, sem ráku landið árum saman á sífellt hækkandi skuldum.
Þegar síðan heims olíuverð féll 2015, hefur ástandið í landinu versnað hratt ár frá ári.

  • Yfirleitt er talið erfitt fyrir land, að viðhalda hærri greiðslubyrði en 20% af erlendum gjaldeyristekjum.
    --Venezúela er með rúmlega 3-falda þá greiðslubyrði.

Áætlun AGS á skuldum Venezúela er hærri en þær áætlanir sem ég hef áður séð.
Þar virðist muna einna helst um, að AGS gerir ráð fyrir kröfum erlendra fyrirtækja - þeirra eignir í Venezúela voru ríkisvæddar af stjórnvöldum þar, að því er virðist bótalaust.
--Greinilega hafa stjv. Venezúela yfirtekið með eignarnámi umtalsverðar eignir erlendra fyrirtækja.

 

Niðurstaða

Loks virðist hylla undir þann atburð sem margir hafa í nokkur ár verið að spá, þ.e. ríkisþroti Venezúela. En ekkert land getur til lengdar haldið það út að greiða í skuldagreiðslur - 75% sinna gjaldeyristekna. Sérstaklega ekki þegar það land er ákaflega háð innflutningi fyrir nánast allt.
--En það sé hið óvenjulega ástand mála í Venezúela að í stóru og fjölmennu landi, sé nánast ekkert lengur framleitt -- meira að segja fluttur inn matur í landi er hefur gnægt auðugs ræktarlands.
--Ástandið sé það slæmt, að meira að segja í landbúnaðarhéröðum, sé matarskortur.

Það þarf mjög sérstaka óstjórn til þess að auðugt landbúnaðarland, brauðfæði sig ekki.
Einnig mjög sérstaka óstjórn til þess að gera land sem ræður yfir gjöfulustu olíulyndum heims, gjaldþrota.
Þetta er land nægilega stórt til þess að grundvöllur ætti að vera fyrir margvíslega innlenda framleiðslu, fyrir utan það að það á ekki að þurfa að nota gjaldeyri til matarinnflutnings þegar skortur á gjaldeyri er þetta alvarlegur. En slík sé óstjórnin, að nánast öll framleiðsla í landinu hafi lagst af, og meira að segja gjöful landbúnaðarhéröð framleiði ekki nægan mat fyrir íbúa þeirra héraða.
--Þessu öllu hafa stjórnvöld þar afrekað!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 88
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 847081

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 417
  • Gestir í dag: 81
  • IP-tölur í dag: 77

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband