Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Þ.e. mikill misskilningur, að Icesave hafi e-h að gera, með vandræði með að fjármagna framkvæmdir hérlendis.

En, þetta blaðrar ríkisstjórnin samt sí og æ.

 

Hver er þá vandinn?

  • Við áramót voru viðskipti við útlönd 50 milljarðar í mínus, þegar tekið er tillit til fjárhagstekna.
  • Þarna koma til greiðslur vaxta af skuldum, sem eru það háar, að 90 milljarða hagnaður af vöruskiptum, verður 50 milljarða halli samt.

 

Þarf ekki að leita lengra að skýringum.

  • Enginn lánar aðila, sem er svo djúot sokkinn í skuldir, að þegar í dag, á hann ekki einu sinni nægar tekjur fyrir vöxtum.
  • Að halda því fram, að Icesave, hafi e-h með þetta að gera, er mjög villandi.
  • Þó lán kæmu frá Norðurlöndum, og AGS, breytti það þessari stöðu í engu.
  • Við værum eftir sem áður, í sömu stöðu að vextir af skuldum væru yfir tekjustreymi.
  • Bankar myndu eftir sem áður, neita að fjármagna þessar framkvæmdir.


Niðurstaða

Líklega verður ekki af þeim.

  • Ég vísa til ummæla viðskiptaráðherra í vikunni á undan, þess efnis að ef til vill væri mögulegt að leisa þetta vandamál, með því að bjóða erlendum fjárfestum eignaraðild að þeim virkjunum, sem stendur til með að reisa.
  • Þetta er auðvitað hugsanleg lausn, en þá þarf náttúrulega að deila hagnaðinum af þeim virkjunum, með þessum meðeigundum. Einnig, má velta fyrir sér, hvort við erum til í að bjóða upp á slíkt, þ.s. væri í reynd, að deila arðinum af okkar auðlyndum með slíkum fjárfestum.
  • Ljóst er, að þetta mál leisist ekki, nema einhver djörf ákvörðun verði tekin.
Ef ekki verður af þessum framkvæmdum, er ekkert annað í boði, en áframhaldandi samdráttur í okkar hagkerfi, næstu árin.

 

Kv.

Alrei eins mikið verið gefið út af ríkisskuldabréfum - Kína tekur við af Japan sem næststæra hagkerfi heim á næsta ári - Vandræði Evrunnar!

Áhugaverðar greinar, af vef Financial Times.

Sovereigns: Debt levels raise fears of further downgrades

 
Þetta er mögnuð grein, en höfundur greinarinnar fjallar um þá staðreynd að það stefnir í aldrei nokkru sinni hafi verið gefin út meira af ríkisskuldabréfum, sem ríkissjóðir Evrópuríkja ætla sér að selja á markaði.

Þetta muni setja þrýsting - upp á við - á þá vexti er ríkin neyðast til að bjóða, svo fjárfestar kaupi.

Meira að segja, Þýskaland hafi lent í vandræðum með útgáfu.

 

"This year the Organisation for Economic Co-operation and Development forecasts $16,000bn will be raised in government bonds among its 30, mostly industrialised, member countries." - "For example, Germany suffered two bond auction failures last year as not enough investors turned up to buy their debt. For Europe’s benchmark economy to suffer such an embarrassment is a telling sign of the strains in the market."

Einhverjar áhugaverðar útkomur munu klárlega verða. En, ef Þýskaland er ekki lengur öruggt meö sölu, þá er enginn í Evrópu lengur öruggur. Hver sem er, getur lent í vandræðum með útgáfu, og neyðst til að hækka vaxtakjör.

En, því hærri sem vextirnir verða, því erfiðara verður fyrir ríkin, að fjármagna sig.

Hættan er augljós, að e-h ríki lendi í alvarlegum vandræðum.

-----------------------------------------

Grein eftir George Soros.

The euro will face bigger tests than Greece

"A fully fledged currency requires both a central bank and a Treasury. The Treasury need not be used to tax citizens on an everyday basis but it needs to be available in times of crisis. When the financial system is in danger of collapsing, the central bank can provide liquidity, but only a Treasury can deal with problems of solvency." - "Germany is adamantly opposed to serving as the deep pocket for its profligate partners. Therefore makeshift arrangements will have to be found." - "...makeshift assistance should be enough for Greece, but that leaves Spain, Italy, Portugal and Ireland. Together they constitute too large a portion of euroland to be helped in this way. ...It is clear what is needed: more intrusive monitoring and institutional arrangements for conditional assistance. A well-organised eurobond market would be desirable. The question is whether the political will for these steps can be generated."

 

Soros er greinilega þeirrar skoðunar, að Evrusamstarfið hafi verið alvarlega gallað frá upphafi. Hann telur nauðsynlegt, að búa til e-h konar sameiginlega stofnun, er geti gripið inn eins og ríkissjóðir. Hafi sem sagt, nægilegt fjármagn. Auk þessa þurfi mun meira eftirlit, og sameiginlegan Evru-skuldabréfa markað.

Þarna er Soros að tala um breytingar, sem mjög erfitt verður fyrir ríkin 27 að afgreiða með nokkru hraði, því þarna er verið að tala um umtalsverða tilfærslu á fullveldi yfir til stofnana Evrópusambandsins.

Slíkar ákvarðanir, eru aldrei innan ESB teknar með hraði. Vanalega taka samningaviðræður um svo stórfelldar tilfærslur, einhver ár.

En, ESB hefur ekki slíkann tíma.

----------------------------------------------------

Á næsta ári, missir Japan greinilega þann status, að vera næst stærsta hagkerfi heims, og Kína tekur við þeim kyndli í staðinn.

Japan calm as treasured status slips away

 

"While policymakers and business people will hardly be taken by surprise by the statistical re-ordering, Hirotami Murakoshi, a member of the Diet for the ruling Democratic party, says the fall to third place in the GDP stakes will make a deep impression on a wider public less familiar with China’s rapid rise." - "“I think it will have a big effect on Japanese thinking,” he says. “Many people still think of China as the bicycle kingdom.”" - "Of course, China’s rise to GDP second place is much more a function of size than success. Even after three decades of economic expansion, Chinese per capita GDP at market prices is still less than a 10th of that of its eastern neighbour." - "Naoto Kan, deputy prime minister and finance minister..." - "“To give up that status to China . . . to be honest, I do have a certain feeling of regret,” he said."

----------------------------------------

Síðan mjög áhugaverð umfjöllun um Kína, þ.e. stöðu hagkerfisins og framtíðarhorfur.

China: No one home

Titillinn vísar til draugabæja, nýbyggðir, þ.e. enginn býr þar enn, sem rísið hafa upp í Kína.

Spurningin er, hvort Kína sé að leggja of mikið undir þannig að þar stefni í hrun með brauki og bramli, eða hvort að vöxtur Kína haldi áfram.

 

""While some regard China as having made forward-looking investments in infrastructure and urban planning that will lay the foundations for a new burst of growth, others fear last year’s recovery is really a mirage based on an investment bubble. It is also a crucial question for the fragile global economy. If China’s rebound were to fizzle, it could easily drag the rest of the world into a double-dip recession."" - "Historical comparisons suggest there is something unprecedented in China’s investment boom. Even before last year’s surge, the Economist Intelligence Unit notes, China’s investment-to-GDP ratio was the same as Thailand’s on the eve of the 1997-98 Asian financial crisis, or Japan’s at its peak during its high investment phase in the 1960s." - "The second worry from the stimulus is thus that it creates financial bubbles, especially in real estate (see below). Beyond that, the third fear is that the flood of new lending will end up as bad debts. This is particularly the case for local governments, which have been at the heart of most of the infrastructure spending, usually through thousands of specially created investment vehicles funded by bank loans." - "Peng Wensheng, an economist at Barclays Capital in Hong Kong, says sceptics worrying about excessive investment in infrastructure forget that in development terms China is more like Japan of the 1950s and 1960s, not the bubble-era 1980s. In other words, large parts of the country are still in dire need of infrastructure." - "So who is right? The figures are inconclusive but they do suggest China still has some breathing room. If the economy were drowning in overcapacity, there would be a dramatic decline in efficiency and returns on investment, suggesting much slower growth in the future." - "Yet unless the bad debts become an avalanche, China has the ability to absorb a large number of non-performing loans without it undermining the financial system. With $2,400bn in foreign exchange reserves, it can easily recapitalise the banks if they run into problems. Indeed, that is exactly what it did in the early part of the last decade after the main banks became technically insolvent from a previous credit binge."

 

Þ.e. að sjálfsögðu góður punktur, að Kína hefur enn mikið eftir að gagnlegum framkvæmdum eftir, sem koma til með að nýtast seinna. En, hafandi í huga, að hve mikill munur sé á hagþróunar status svæða innan Kína, sé mikið borð fyrir báru enn, fyrir Kína að nota verklegar framkvæmdir til að blása lífi í svæði, sem enn eru vanþróuð. Í Kína sé ekki enn, svo komið, að verið sé að leggja vegi - brír eða járnbrautir, til hvergi.

Síðan,  $2,400 milljarðar dollara, í gjaldeyrisvarasjóði - það sé kappnóg fé, til að endurfjármagna bankakerfið í neyð.

En, á móti kemur eitt atriði sem greinin fjallar ekki um, þ.e. hvað kæmi fyrir Dollarinn, ef Kína seldi svo mikið af þeim bandar. ríkisskuldabréfum er kínv. ríkið á?

 

Kv.

Kv.


Ríkisstjórnin ætlar sér að valta yfir þjóðina!

Mér sýnist ljóst af viðbrögðum Jóhönnu og Steingríms, í Silfrinu, að þau tvö hafi ekki lært nokkurn skapaðann hlut annan, en þann; að reyna eina ferðina enn, en nú með svipuna svo hátt á lofti, að enginn stjórnarliða, þori annað en að sytja og standa eins og þau segja.

 

  • En hvernig skilja menn annars, orð hennar um að "Þétta raðirnar".

Silfur Egils - Flokksforingjarnir -- Álitsgjafarnir.


En úrslitin tala sínu máli
:

Nei - 93% þáttakenda.

- 2% þátttakenda.

Þáttaka - cirka 60%.

 

Þ.e. sannarlega enginn bilbugur á ríkisstjórninni, Steingrímur ætlar að bretta upp ermarnar eina ferðina enn. Jóhanna, ætlar að þétta raðirnar. Nú, á að koma málum af stað.

Afgreiða Icesave, síðan endurreisa atvinnulífið, bjarga fjölskyldunum - og, ef ekkert af þessu gengur eftir, þá er það allt öllum hinum að kenna.

En, virkilega, það hljómarði algerlega, eins og þau hafi ekki lært nokkurn skapaðann hlut.

Ég veit ekki á hvaða vegferð þetta þjóðfélag er á.

En, ef ekki er gerð e-h róttæk stefnubreyting, þá er eitt fullkomlega öruggt, að við erum á kúrs fram af öðru hengiflugi. Við nálgumst það einnig óðfluga.

Verður uppreisn?

 

Frétt BBC:  Iceland rejects plan to repay Icesave debts

Financial Times:  Iceland rejects Icesave repayment deal

Aljazeera: Iceland holds 'Icesave referendum'

Guardian: Icelanders to vote no on debt deal.

Telegraph: Icelanders reject plan to repay £3.5bn to Britain and Netherlands

Spiegel-International:  'The Payback Scheme Is Blackmail'

 

Kv.


Ólafur Ragnar, svarar Jóhönnu Sig. - Þjóðaratkvæðagreiðslan ekki markleysa!

Forseti okkar, svarar fullyrðingum Jóhönnu Sigurðardóttur þess efnis, að þjóðaratkvæðagreiðslan sé markleysa. 

 

  • Get ekki verið meira sammála honum.
  • Geri hans svar að mínu.
  • Það gott svar, að ég hef engu við þetta að bæta.

Ég bendi að sjálfsögðu á, að Doktor Ólafur Ragnar, er einn fremsti stjórnmálafræðingur þjóðarinnar, fyrsti doktor Íslands í stjórnmálafræði, og á sínum tíma fjallaði hann mjög mikið um þróun ísl. stjórnkerfisins, reyndar þegar ég var í námi í HÍ voru bækur hans, enn kenndar.

Hann ætti því, að þekkja ísl. stjórnskipunarlög, sögu þróunar þeirra, ástæður sem urðu þess valdandi, að þau eru eins og þau eru í dag, betur en þeir stjórnmálamenn sem hafa verið að gagnrýna hann, í seinni tíð.

 

Sjá svar Ólafs Ragnars Grímssonar: Frétt

"Aðspurður um fullyrðingar Jóhönnu um að atkvæðagreiðslan sé markleysa, bendir Ólafur á

  • að lögin um Icesave-samninginn hafi tekið gildi.
  • Ekkert frumvarp hafi verið lagt fram um að fella hann úr gildi.
  • Samkvæmt íslenskri stjórnskipun sé það þátttaka fólksins í dag og niðurstaðan sem ráði því hvort lögin  taka gildi.
  • Því geti þetta ekki verið marklaus athöfn. "

 


Til hamingju Ísland með þjóðaratkvæða-greiðsluna.

 

Kv.


Forsætisráðherra, ætlar sér, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, að knýja í gegn samninga við Breta og Hollendinga!

Þ.e. ljóst af orðum forsætisráðherra, í Speglinum, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, ætlar forsætisráðherra sér, með góðu eða íllu, að knýja í gegn nýja samninga við Hollendinga og Breta.

Hlusta á:  Jóhanna Sigurðardóttir og þjóðaratkvæðagreiðslan

 

  • Hún hafnar skilningi Sigmundar Davíðs, að yfirvofandi fall núverandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þíði að samningsmál séu á byrjunarreit.
  • Vart þarf að taka fram, að slík afstaða er Bretum og Hollendingum að skapi, sem munu vera sammála henni um, að þá séu mál stödd á sama stað, og í haust, er þeir höfnuðu fyrirvörunum.
  • Hún virðist halda, að möguleikar séu á að viðhalda samvinnu með stjórnarandstöðunni, en vart þarf að taka fram, að ef hún heldur sig við þessa afstöðu, og að sú afstaða hennar verður ofan á hjá ríkisstjórninni - þá mun stjórnarandstaðan ekki treysta sér til að taka þátt í slíkri samningsgerð, sem verður þá ekkert annað, en nýtt "rerun" um nokkurn veginn sama Icesave samninginn.
  • Þá greinilega, ætlar hún sér að semja eina ferðina enn, en eins og kemur fram hjá henni, telur hún engan tíma meiga missa, að hennar mati sé skortur á samningi um Icesave allt sem miður hefur farið, að kenna - þ.e. að Ísland sé ekki að fá lán, að lánasamningar um virkjanir séu ekki að ná fram, að útlit sé fyrir samdrátt - o.s.frv.
  • Þarna heldur forsætisráðherra sig við eigin ranghugmyndir, en sannleikur máls hefur verið margútskýrður fyrir henni, en hún hefur greinilega bitið í sig - sinn skilning.
  1. En, Ísland í dag, hefur ekki einu sinni tekjur fyrir vöxtum af núverandi skuldum.
  2. Þrátt fyrir afgang af vöruskiptum við útl. um cirka 90 milljarða, var halli í heild á viðskiptum þjóðfélagsins við útlönd, upp á cirka 50 milljarða við árslok.
  3. Starfsmenn erlendra banka, kunna mæta vel að lesa í tölur. Þeir sjá, að hrein bilun er að lána Íslandi pening, þegar Ísland hefur ekki nú þegar, tekjur til að standa undir núverandi skuldum. Fyrirtæki í eigu ríkisins, geta ekki haft lánshæfi sem er hærra en ríkisins, - en, í dag er lánshæfi ríkisins augljóslega ekkert. Þ.e. einfaldlega eðilegt, miðað við aðstæður. Þó forsætisráðherra virðist ekki skija undirliggjandi staðreyndir, og þess vegna hafa algerlega kolrangar hugmyndir, um mikilvægi Icesave saminganna.
  • Mér sýnist því, stefna í að drama síðasta árs endurtaki sig, þ.e. ríkisstjórnin reyni enn eina ferðina, að knýja í gegn samninga sem eru Bretum og Hollendingum að skapi, vegna þess að forsætisráðherra og fjármálaráðherra,vantar allan grunnskilning á því hvernig hagkerfi og hafgfræði virkar.


Aldrei grunaði mig, að forsætisráðherra myndi reynast svona gríðarlega ömurleg, í því hlutverki.

 

Kv.


Áhugaverð kenning, Robers Wade, um af hverju Kínverjar hafa verið svo undarlega áhugasamir um Ísland!

Mjög áhugaverð kenning hjá Prófessor Robert Wade, og hún meira en verið, gæti verið rétt.

Sjá hér að neðan, í heilu lagi:

 

"Iceland will play crucial role in Arctic sea route

Sir, Your article “Exploring the openings created by Arctic melting” (March 2) highlights China’s growing interest in emerging sea routes across the Arctic. One reason is that the distance from Chinese ports to European and east coast North American ports is much shorter across the Arctic than through Suez or around the Horn.

Chinese planners anticipate building giant ice-strengthened container ships able to use the shorter route as the ice melts. But the cargoes would have to be shifted to smaller ships to enter their destination ports. Where would the transshipment port be located? One obvious place is Iceland, which sits at the entrance to – or exit from – the Arctic ocean. It has several fjords suitable for such a port.

This may help explain China’s more-than-usual friendship with tiny Iceland. The Chinese embassy is the biggest in Reykjavik by far. When the president of Iceland paid a state visit to China in 2007 he was received with all the pomp and ceremony of the head of a major state. And when Iceland was campaigning for a seat on the security council in 2008, China backed it publicly and helped to raise support from mini states in the Pacific and Caribbean.

Russia, too, has its own interests in Iceland. It worries that the European Union is trying to become active in Arctic affairs, and may use Iceland as a channel if Iceland joins the EU. Russia regards Iceland as a fellow Arctic country, and is keen to help it stay out of the EU.

British and Dutch negotiators currently trying to drive a hard deal on Icesave should bear in mind Iceland’s growing strategic significance as the Arctic ice melts. Icelanders have long memories, and draw encouragement from Kissinger’s phrase, “the tyranny of the tiny”.

Robert H. Wade,
London School of Economics, UK"

 

Vona að hann hafi rétt fyrir sér, því ef þetta er þ.s. er á bak við áhuga Kínverja á okkur, þá eigum við seinna meir eftir að græða heilann helling, á þessu.

 

Kv.

 


Harkaleg gagnrýni Samtaka Iðnaðarins (SI) á ríkisstjórnina!

Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, í ávarpi sínu á Iðnþingi, var mjög harðorður gagnvart ríkisstjórninni - en þó einkum Vinstri-Grænum.

Sjá frétt Eyjunnar um málið.

 

Það þarf að mynda þjóðstjórn til að leysa þau vandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir. Þjóðina vantar leiðtoga sem geta gefið fólki raunhæfa von.

Alveg sannála honum, um að þjóðina vanti leiðtoga. En, verð að segja að ég hef efasemdir um þjóðstjórn. Augljós hætta í ljósi reynslu umliðins árs, er að slík stjórn verði lömuð til ákvarðanatöku, vegna deilna um markmið - stefnu - og - leiðir að markmiðum.

 

Formaður Samtaka iðnaðarins sagði að brýnasta verkefnið á Íslandi næstu 10 árin væri að skapa 35.000 ný störf. Það þyrfti að gerast hratt og örugglega því annars mundi þjóðinni ekki takast að endurreisa íslenskt efnahagslíf og íslenskt þjóðlíf.

Þarna verð ég að segja, að gæti ef til vill, smá ofurbjartsýni. En, í sjónvarps fréttum, kom fram að hann var að tala um þörf fyrir rúmlega 4-4,5% hagvöxt.

Erfitt að ímynda sér, í ljósi undirliggjandi ástands efnahags lífsins, að slíkt sé hreinlega mögulegt.

 

Bremsur á atvinnulífinu:

  • 50-60% fyrirtækja metin með ósjálfbæra skuldastöðu. Það ástand hefur ekki batnað.
  • Um 33% fjölskyldna, með skuldaklafa er getur enst ævilangt, og gert þeim varanlega ókleypt um, að vera öflugir drifkraftar hagvaxtar.
  • Bankakerfi enn lamað, og ókleyft um að lána fé, og íta atvinnulífinu úr vör.
  • Skattahækkanir, draga enn þar ofan á, þrótt úr atvinnulífinu.
  • Vextir enn of háir, og þeir einnig draga þrótt úr atvinnulífinu.

Reyndarí ljósi þessa ástands, tel ég hagvöxt yfirleitt, vera óraunhæfann - næstu misserin. Einungis frekari samdráttur, vera í boði.

Einungis risaframkvæmdir geta breytt þar nokkru um.

 

Helgi Magnússon sagði að ástæða þess að svo illa gengi að endurreisa efnahag Íslendinga sem raun bæri vitni væri einkum sú að hér væru áhrifamikil öfl sem virtust vera á móti hagvexti og beittu afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins vegna þess að þau teldu að hag landsmanna yrði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Vísaði hann hér til Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Hann telur greinilega VG, vera nokkurs konar höfuðsyndara - þegar kemur að því, að tefja það að stórar framkvæmdir fari af stað.

Ég er samt ekki viss, að þetta sé algerlega sanngjörn gagnrýni. Sannarlega, er VG á móti álverum, þ.e. vitað.

En, þ.e. einnig vitað, að fjármögnun þess hluta er að okkar opinberu fyrirtækjum lýtur, hefur einfaldlega ekki verið að ganga.

Um það, held ég að stór skýringarbreita, sé einfaldlega sú staðreynd að ríkið hefur mjög - mjög - takmarkað lánstraust - erlendis.

Að sjálfsögðu bitnar það á fyrirtækjum í eigu þess.

 

Samtök Iðnaðarins, eru einnig mjög gagnrýnin á skattastefnu ríkisstjórnarinnar, og um það er ég 100% sammála.

Innlent - 4. mars 2010, 15:16

Samtök iðnaðarins hafa eindregið hvatt til þess að leið verðmætasköpunar sé rétta leiðin út úr efnahagsvanda Íslendinga. Við erum mótfallin skattahækkunarleiðinni. Við teljum að umtalsverðar skattahækkanir, eins og nú hefur verið gripið til, geri ekki annað en að dýpka kreppuna. Það er verið að skattleggja samfélagið niður. Okkur er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sveitarfélaga að sjálfsögðu ljós. En við teljum að leysa eigi fjárhagsvanda þeirra með því að breikka skattstofnana með aukinni atvinnu og með öflugri hvatningu til fjárfestinga í atvinnulífinu," sagði Helgi Magnússon, endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, á iðnþingi í dag.

 

Eins og ég sagði, er ég 100 sammála því, að skattahækkana stefna ríkisstjórnarinnar, sé algert óráð.

 

Því miður sé ég ekkert í kortunum, annað en dýpkandi kreppu næstu misserina, ásamt versnandi atvinnuástandi.

 

Kv.


Grikkland hækkar skatta, lækkar laun og frystir greiðslur af lífeyri!

Sjá frétt Financial Times:

Greece unveils new austerity package

"Greece on Wednesday announces a fresh austerity package that inclutes an

  • immediate freeze on pensions,
  • further salary cuts for public sector workers and,
  • sharp increases in excise and value added taxes."

-----------------

Skv. frétt jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu:

"Greece's ambitious programme to correct its fiscal imbalances is now on track," José Manuel Barroso, European Commission president, said in a statement."

"In an almost identical statement, Jean-Claude Junker, chairman of the eurogroup of finance minister",,,"Full and timely implementation of fiscal measures, along with decisice structural reforms,,,is paramount," Mr. Juncker siad. "It is as well important for the overall financial stability of the euro area."

"Olli Rehn, the EU's economics and monetary affaors commissioner, said he believed the Greek measures were - or could become - a turning point in the crisis. He said that he was particularly encouraged by the Greece's move to tackle expenditure side."

------------------

George Papandreou er greinilega að leitast við, að fá þjóðir Evrópusambandsins til að samþykkja að aðstoða Grikkland. Til þess, er hjálp að, að hafa jákvæðann stimpil á aðgerðunum, frá stofnunum ESB.

Ég skil sannarlega þörfina á efnahags aðgerðum, en skattahækkanir eru varasamar, þegar ástand samdráttar ríkir, því þær hafa mjög öflug samdráttaraukandi áhrif.
------------------

 

Is this the turning point for Greece?

"Greek government bonds rallied for a fourth day in a row, suggesting Athens could borrow from the capital markets this week, as investors are more convinched that the government is committed to deficit cuts.",,,"Significantly, Greek government 10-year bond yields, which have an inverse relationship with prices, have fallen to about 6 per cent - the lowest level since February 11."

 

Þessar nýju aðgerðir virðast vera að skila, batnandi ástandi á mörkuðum fyrir grískar opinberar skuldir.
----------------

"Critically, Greece still has much work to do, as bond yields still remain close to 10-year highs. Mr. Papandreou has said he wants to be able to borrow in the capital markets at similar levels to other eurozone countries because of the difficulties for Athens in funding debt at such punitive rates...The country has to pay 2 percentage points more than the next wealest eurozone economy - Portugal - for 10-year debt, an extraordinarily high yield premium over another periperal eruozone economy,,,Strategists say interest payments of 6 per cent to fund 10-year bonds are simply to high and not sustainable over the longer term for a country that has high debt relative to gross domestic product ratios and relies heavily on foreign investment."

En, sérfræðingar telja þó, að markaðir séu enn of óhagstæðir fyrir Grikki, svo að enn sé of dýrt fyrir Grikkland að selja opinber skuldabréf í miklu magni.

Svo, Grikkland er þá ekki enn úr hættu.

 

Kv.


Donald James Johnston, segir Hollendinga og Breta koma ruddalega fram við okkur, hafa miklu veikari málstað en þeir sjálfir halda!

Þið getið einnig lesið þetta á hlekknum:
http://www.dv.is/frettir/2010/3/3/tolvupostur-radgjafa-icesavenefndarinnar/

En, Johnston er í Icesave nefndinni, núverandi.

Ímislegt áhugavert kemur fram um skoðanir hans, sbr. sammála að Hollendingar og Bretar séu með rudda- og yfirgang, - sammála því að taka af hanskana.

En, mér finnsta það þó ekki koma til greina að fresta eða ekki halda, þjóðaratkvæðagreiðsluna. Að halda hana, er að mínu mati, einmitt að taka af silkihanskana.

Að auki, ekki sammála honum um, að fela ríkisstjórninni einni að fara með samingsumboð. Treysti henni, alls ekki.

Mér lýst betur á Lee Busheit - en, hann segir þjóðaratkvæðagreiðsluna, það sem einna helst, er líklegt til að styrkja okkar stöðu. Er sammála því.

Sjá skjal að neðan:

---------------------------------------

"If the British and the Dutch refuse to negotiate further and indeed stick with their "Final Offer" I believe Iceland should stop being "Mr. Nice Guy" and take off the gloves.
At the moment theyr are treating Iceland as ungrateful debtor and a supplicant for mercy.
They try to dictate every aspect of this effort by Iceland to reach an amicable settlement eve to the point of saying how many representative of Iceland can be at the table.
They are behaving with incredible arrogance and convinced that they have an air thight legal case which they do not.
They are both in very unstable political environments and changes of government may very well take place in matter of months (UK) and immediately in the case of the Netherlands.

Their treatment of Iceland has been decried by the most influential journals and that will intensify as if this behavior continues. ("Bullying" come to mind and it is popular word at the moment in the British media).
If there is no breakthrough today, I suggest the minister make the following statement (or something similar) at the press conference flanked by members of all opposition parties:

"It is important for the people of Iceland to understand why an agreement has not been reached with the British and the Dutch establishing how the Icesave dispute can be resolved. The earlier proposed agreement incorporated into legislation on Decemter 30th but not signed by the president is to be put to a national referendum on March 6 in accordance witht he constitutional requirement.

At a meeting in the Hague in mid February the British and the Dutch minister insisted on four conditions to be respected in arriving at satisfactory resolution of the dispute, namely:
1) A full repayment of the principal amounts advanced by their respective governments to ensure the repayment of Landsbanki depositors to the credit insurance limit in their repsective countries.;
II) Reasonable compensation for the cost of the loans (inteest);
III) Cross party support in the Icelandic parliament as well as the support of the president of Iceland;
IV) Solution shall be arrived at in the short term.

We moved rapidly to seek cross party support and after intensive negotiations obtained all party approval for a proposal which:
a) Guaranteed full repayment of the principal amount of some 5,5 billion Dollars through the liquidation of assets of the Landsbanki estate;
B) Any shortfall evident by 2016 to be paid by the Iceland government over a period of years with interst. Some safeguards were built into the payment scheme to protect the integrity of the Icelandic economy in any year of payment;
C) An undertaking to accelerate as much as possible the liquidation and distribution of the bankrupt estate;

The opposition united behind this proposal. However, it was rejected by the British and the Dutch as not meeting their requirements. They returned with a "Final Offer" making some accomodation on interest but falling well short of what could bring cross party consensus, a condition they themselves had insisted upon.
Therefore, to move towards a resolution of this dispute while honoring any obligations Iceland may have and avoiding the necessity of a national referendum, we will immediately present legislation to parliament which will:
I) Repeal the law which is the subject of the referendum and cancel the referendum itself;
II) Set forth the proposal upon which the government and the opposition parties agreed but which was rejected by the British and the Dutch;
III) Set forth other options for settlement which have been developed in cooperation with the opposition parties;
IV) Authorize the government to continue to negotiate and seek a definitive agreement with the British and the Dutch, any such agreement to be subject to ratification by not less tahn ---% if parliamentarians.

In the meantime we will try to expedite the process by proceeding in accordance with the offer made to the British and the Dutch to seek a distribution of the assets of the estate pro rata to them as quickly as possible with interest payable on any shortfall in their advances from 2016 in accordance with out proposal and upon which all parties agree."

-----------------------------

Kv


Innantómt hjal um tilgangsleysi þjóðaratkvæðagreiðslu!

Það er engu líkara, en sumum stjórnarliðum, væri ákveðin svölun í því, að það væri léleg mæting hjá almenningi, næsta laugardag, í kjörklefum.

En, mér sýnist, tilgangurinn, augljóslega einmitt vera sá, að villa fólki um sýn, svo það raunverulega haldi, að atkvæðagreiðslan sé ónauðsynlega, jafnvel fíflaleg.

Nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga, sem þeir sem eru á báðum áttum, mættu íhuga:
----------------------------------------------------------------------------

*Sama fólkið, er að kalla þjóðaratkvæðagreiðsluna tilganglausa, og hefur allt síðasta ár verið að reyna að neyða Icesave samningnum, upp á þjóðina, gegn hennar vilja. Er, enn ástæða til að hlusta á nokkuð, af því sem það segir?

*Þetta sama fólk, er enn að tala á þeim nótum, að upphaflegi samingurinn hafi verið þokkalegur samingsárangur miðað við aðstæður, sbr. þ.s. kom fram í sjónvarpsfréttum í svörum stjórnarliða, þ.s. reynt er að afsaka sig með því, að aðstæður hafi breyst síðan þá, svo nú sé loks hægt að ná skárri samningi. Síðan, er hjalað áfram um, að ef slíkur næst, sé atkvæðagreiðsla ónauðsynleg. Ég virkilega meina, hve oft þurfa sumir, að hafa á röngu að standa, til að ekki sé lengur vert, að taka á þeim mark?

*Að auki, þetta sama fólk, hélt því fram statt og stöðugt, að þeir sem vildu hafna þeim samningi sem nú á að greiða atkvæði um, og reyna að ná betri samningum, væru ábyrðgalausir. Margítrekað, var hamrað á meintum stórfelldum, alvarlegum afleiðingum þess, að draga Icesave málið áfram, að samþykkja ekki þann samning, sem þjóðin getur á laugardaginn, formlega hafnað.

*Nú allt í einu, þegar ljóst er að algerlega öruggt, er að þjóðin mun hafna samingnum, á laugardag. Þá, allt í einu eru menn sammála stjórnarandstöðunni, að samingurinn sé ekki góður, að vert sé að leita betri samninga. En, þá segja þeir, að samt sem áður, að heppilegra sé að ná þeim árangri fyrir kosningadag, og svo aflýsa kosningum.

---------------------------

*Þ.s. þarna hefur gerst, er að stjórnarliðar, hafa neyðst að hopa frá tapaðri stöðu, þ.e. að neyða samingnum upp á þjóðina, þá hörfa þeir einungis á næstu stöðu, þ.e. að kosningin eigi helst ekki að fara fram.

*Síðan, er þeim þá tekst það ekki einu sinni, þá er reynt eins og hægt er, að skemma kosninguna.

*Hvað er þetta fólk, sjáið þið ekki að enn eina ferðina, er verið að reyna að hafa ykkur að fíflum?

---------------------------

*Hvers vegna haldið þið, að þetta vekji svo mikla athygli erlendis, ef þetta skiptir ekki máli? En, hundruðir blaðamanna eru á leið hingað, og verið er að setja upp, aðstöðu fyrir erlenda fréttamenn, búist við að þeir komi í stórum stíl.

*Hvers vegna haldið þið, að þrautreyndur erlendur samningamaður, bandar. formaður samninganefndar, segi okku skýrt og skorinort, að ekkert - alls ekkert- geri meir fyrir samingsaðstöðu okkar, en að halda þessar kosningar, og að niðurstaðan verði skýr og skorinorð?

*Hvers vegna, haldið þið, að Bretar hafi alveg fram á síðasta dag, verið til í að ræða við saminganefnd okkar, ef það skiptir svo litlu máli fyrir þá, að ná samingum, fyrir atkvæðagreiðslu.

*Af hverju eru málsmetandi menn, að koma fram í fjölmiðlum erlendis, og lýsa yfir stuðningi við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.

*Að lokum, af hverju, tala menn í Bretlandi, í áhyggjutón um það, hvaða afleiðingar þessi þjóðaratkvæðagreiðsla geti haft, fyrir breska hagsmuni?

------------------------------

Mæstum öll sömul á laugardaginn, og kjósum - fellum samninginn með mjög sannfærandi meirihluta. Höfum einnig góða mætingu.

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 847101

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband