Harkaleg gagnrýni Samtaka Iðnaðarins (SI) á ríkisstjórnina!

Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, í ávarpi sínu á Iðnþingi, var mjög harðorður gagnvart ríkisstjórninni - en þó einkum Vinstri-Grænum.

Sjá frétt Eyjunnar um málið.

 

Það þarf að mynda þjóðstjórn til að leysa þau vandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir. Þjóðina vantar leiðtoga sem geta gefið fólki raunhæfa von.

Alveg sannála honum, um að þjóðina vanti leiðtoga. En, verð að segja að ég hef efasemdir um þjóðstjórn. Augljós hætta í ljósi reynslu umliðins árs, er að slík stjórn verði lömuð til ákvarðanatöku, vegna deilna um markmið - stefnu - og - leiðir að markmiðum.

 

Formaður Samtaka iðnaðarins sagði að brýnasta verkefnið á Íslandi næstu 10 árin væri að skapa 35.000 ný störf. Það þyrfti að gerast hratt og örugglega því annars mundi þjóðinni ekki takast að endurreisa íslenskt efnahagslíf og íslenskt þjóðlíf.

Þarna verð ég að segja, að gæti ef til vill, smá ofurbjartsýni. En, í sjónvarps fréttum, kom fram að hann var að tala um þörf fyrir rúmlega 4-4,5% hagvöxt.

Erfitt að ímynda sér, í ljósi undirliggjandi ástands efnahags lífsins, að slíkt sé hreinlega mögulegt.

 

Bremsur á atvinnulífinu:

  • 50-60% fyrirtækja metin með ósjálfbæra skuldastöðu. Það ástand hefur ekki batnað.
  • Um 33% fjölskyldna, með skuldaklafa er getur enst ævilangt, og gert þeim varanlega ókleypt um, að vera öflugir drifkraftar hagvaxtar.
  • Bankakerfi enn lamað, og ókleyft um að lána fé, og íta atvinnulífinu úr vör.
  • Skattahækkanir, draga enn þar ofan á, þrótt úr atvinnulífinu.
  • Vextir enn of háir, og þeir einnig draga þrótt úr atvinnulífinu.

Reyndarí ljósi þessa ástands, tel ég hagvöxt yfirleitt, vera óraunhæfann - næstu misserin. Einungis frekari samdráttur, vera í boði.

Einungis risaframkvæmdir geta breytt þar nokkru um.

 

Helgi Magnússon sagði að ástæða þess að svo illa gengi að endurreisa efnahag Íslendinga sem raun bæri vitni væri einkum sú að hér væru áhrifamikil öfl sem virtust vera á móti hagvexti og beittu afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins vegna þess að þau teldu að hag landsmanna yrði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Vísaði hann hér til Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

Hann telur greinilega VG, vera nokkurs konar höfuðsyndara - þegar kemur að því, að tefja það að stórar framkvæmdir fari af stað.

Ég er samt ekki viss, að þetta sé algerlega sanngjörn gagnrýni. Sannarlega, er VG á móti álverum, þ.e. vitað.

En, þ.e. einnig vitað, að fjármögnun þess hluta er að okkar opinberu fyrirtækjum lýtur, hefur einfaldlega ekki verið að ganga.

Um það, held ég að stór skýringarbreita, sé einfaldlega sú staðreynd að ríkið hefur mjög - mjög - takmarkað lánstraust - erlendis.

Að sjálfsögðu bitnar það á fyrirtækjum í eigu þess.

 

Samtök Iðnaðarins, eru einnig mjög gagnrýnin á skattastefnu ríkisstjórnarinnar, og um það er ég 100% sammála.

Innlent - 4. mars 2010, 15:16

Samtök iðnaðarins hafa eindregið hvatt til þess að leið verðmætasköpunar sé rétta leiðin út úr efnahagsvanda Íslendinga. Við erum mótfallin skattahækkunarleiðinni. Við teljum að umtalsverðar skattahækkanir, eins og nú hefur verið gripið til, geri ekki annað en að dýpka kreppuna. Það er verið að skattleggja samfélagið niður. Okkur er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sveitarfélaga að sjálfsögðu ljós. En við teljum að leysa eigi fjárhagsvanda þeirra með því að breikka skattstofnana með aukinni atvinnu og með öflugri hvatningu til fjárfestinga í atvinnulífinu," sagði Helgi Magnússon, endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, á iðnþingi í dag.

 

Eins og ég sagði, er ég 100 sammála því, að skattahækkana stefna ríkisstjórnarinnar, sé algert óráð.

 

Því miður sé ég ekkert í kortunum, annað en dýpkandi kreppu næstu misserina, ásamt versnandi atvinnuástandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Einar ekki heldi að þjóðstjórn komi til með að bjarga einhverju hún gæti gert eitthvað væru hún tímabundið í nokkra mánuði eflaust við aðrar aðstæður og er sammála um það.
Djúpt fannst með teikið í árin með hagvöxtinn svo háan eins og hann nefndi þó væri óskandi að hann kæmi til með að vera svo hár.

Ræðan í heil sinn var góð og þakka góða samantekt.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 5.3.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 831
  • Frá upphafi: 848189

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 802
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband