Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Jóhanna viðheldur spennunni - telur enn koma til greina að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna ekki fara fram!

Ólíkt hafast menn að. Á meðan hún vinkona vors og blóma, Jóhanna Sigurðardóttir, rembist við að fá fram e-h konar samning við Breta; þá fær þjóðin stuðnings kall frá einum helsta dálkahöfundi fréttaveitunnar Bloomberg.

-------------------
Jóhanna útilokar ekki frestun þjóðaratkvæðis ef nýr samningur næst eða áfangar í deilunn
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/johanna-utilokar-ekki-frestun-thjodaratkvaedis-ef-nyr-samningur-naest-eda-afangar-i-deilunni

-------------------
Skoðanir Matthew Lynn, hjá Bloomberg:
http://www.bloomberg.com/news/commentary/lynn.html

-------------------

Mætum öll á laugardag, og greiðum atkvæði gegn samningnum.

Þ.e. mikilvægt, að fá góða mætingu.

Kv.


Allir mæti á kjörstað næsta laugardag, og hafni þessum ömurlega samningi!

Rökin voru þau sem búast mátti við. Hlustið á viðtalið með því að virkja hlekkinn að neðan með því að afrita hann og líma svo inn, í ráparann ykkar.

--------------------

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þjóðaratkvæðagreiðslan
http://dagskra.ruv.is/ras1/4482307/2010/03/01/

--------------------

Helst fannst mér áhugaverð ábending hans, um það að vextir Breta og Hollendinga séu háir, samanborið við lánin frá norðurlöndunum, vegna þess að skv. ábyrgðaákvæðum Icesave samningsins, þá hafa Bretar og Hollendingar allt sitt á þurru.

*En, eins og hann útskýrði þetta, þá fer ákvörðun um vexti á láni, eftir mati á áhættu. En, þ.s. Bretar og Hollendingar, hafi skv. ábyrgðarákvæði Icesave, veð í öllum eignum ríkisins, þá felist ekki í Icesave samkomulaginu nokkur áhætta fyrir Breta og Hollendinga.

*Samanborið við lánin frá Norðurlöndunum, þá hafi þau engin sambærileg veð í eignum ríkisins, og því sé áhætta þeirra af lánum sínum verulega hærri. Það sé því, ákveðin röksemd fyrir því að hærri vextir á þeirra lánum, séu réttlætanlegir.

*Að auki, bendir hann á hve einstök þessi ábyrgðarákvæði eru, þ.e. veð í öllum eignum ríkis, t.d. þegar Bandari.m. hafi stungið upp á sliku, eftir innrásina í Panama, og er her þeirra enn hersat landið eftir handtöku Noriega; hafi forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar neitað að skrifa undir lánasamning, með sambærilegu slíku lánaákvæði.

*Þetta setji aumingjaskap saminganefndar ríkisstjórnar vorrar, í enn sterkara samhengi en áður.

------------------------

*Hvet alla til að hlusta á Sigmund Davíð.

*Hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn, og til að hafna þessum, ömurlega samningi.

Kv.


Skilanefnd Glitnis stefnir að því að selja hlut sinn í Íslandsbanka innan fimm ára!

Svona hljómar undirfyrirsögn, í frétt Fréttablaðsins í dag um málið.

Undirfyrirsögnin, inniheldur að sjálfsögðu aðal atriði málsins, þ.e. að "Skilanefndin" stefni að því að selja hlut sinn.

*En, þ.s. Íslandsbanki er í eigu þrotabús Glitnis, þá eru örlög hans, háð ákvörðun skildanenfdar Glitnis.

*En, ranglega er síðan, rætt um erlenda banka, síðar í fréttinni, eins og þeir séu eigendur Íslandsbanka; en að sjálfsögðu, eru þeir einungis með stöðu kröfuhafa, þ.e. þeir eiga kröfur í eignir í eigu þrotabús Glitnis.

*Sannarlega eru sumir kröfuhafar jafnari en aðrir, þ.e. þeir sem eiga stærstu kröfurnar. Skilanenfndin, sennilega hefur samráð við þá kröfuhafa sem vikta mest, með þeim hætti, er hún tekur slíkar ákvarðanir.

*Samt sem áður, er mjög villandi, að tala um Íslandsbanka og Arion, eins og þeir séu þegar komnir í eigu erlendra aðila.

*Það skapar þá villandi sýn, á stöðu þeirra banka, að þeir séu komnir í einhverja örugga höfn, þegar þvert á móti, staða þeirra er alveg gríðarlega óljós. En, hún getur ekki skýrst fyrr en eignir þrotabús eru seldar, og kröfuhöfum greitt út.

*En, vart er hægt að ímynda sér annað, en að baksamningar þeir sem kröfuhafar Glinis og Kaupþings banka, má vera að hafi gert við skildanefndir þrotabúa þeirra banka, innihaldi fjölmörg rauð strik og skilyrði, sem gefa þeim bönkum mjög auðvelt, að labba frá öllum þeim hugsanlegu skuldbindingum, ef þeim sýnist svo.

*Ákveðin kaldhæðni, í þessu öllu saman, er að það virðist sem að eitt rauða strikið, sé að sala eigna bankans fari fram innan næstu 5 ára...

----------
"Aflétta verður gjaldeyrishöftum eigi kröfuhöfum að takast að selja 95% hlut sinn í Íslandsbanka innan næstu 3.-5. ára."
----------

...fyrir utan villandi orðalag, um sölu hlutar kröfuhafa, þá er þetta athyglisverð setning.

*Þetta gæti þítt að, ef höftin eru ekki afnumin innan 5 ára, þá falli samkomulag skilanefndar Glitnis við kröfuhafa, um sjálft sig.

Kv.


Þá staðar nem! Ef við þá hættum ekki allri vitleysu, glötum við öllu heila klabbinu! 2. hrun er lokaviðvörun!

Eitt sem alls ekki má gerast, eftir að ríkið verður greiðsluþrota gagnvart erlendum skuldbindingum, er að ríkið verði áfram rekið með halla.

*En, fræðilega verður hægt til skamms tíma, að fjármagna halla þess, með söfnun skulda ríkisins gagnvart innlendum aðilum, t.d. bönkum.

*Að auki, er hugsanleg freysting að prenta peninga, og þannig leitast við að viðhalda þáttum í rekstri, sem peningar eru ekki til fyrir.

----------------------

Hættan, er stjórnlaus óðaverðbólga, og frekara hrun ofan á það seinna hrun, er fara mun fram, þegar ríkið verður greiðsluþrota, mjög líklega á næsta ári.

*Slíkt má kalla 3. hrun, sem væri þá hrun þess innanlands kerfis, er ríkið rekur.

----------------------

Annað hrun, sem mun koma í kjölfar greiðsluþrots, ásamt fjöldagjaldþrotum flestra þeirra er skulda verulega í erlendri minnt, verður loka - loka, viðvörun.

*það verður mjög sársaukafullt, en það einfaldlega verður að loka starfsemi á vegum ríkisins, þangað til að jafnvægi er náð.

*Sú aðgerð, þarf að fara fram, þá þegar, vikurnar og mánuðina eftir 2. hrun, þannig að ríkissjóður verði alveg hallalaus, starfsárið á eftir.

*Með þeirri aðgerð, verður tryggt, að þeir þættir þó lifi, er enn verður peningur fyrir.

*Þ.e. líka alger frumforsenda, fyrir endurreisn atvinnulífsins eftir að 2. hrun er um garð gengið, að ríkið sogi ekki strax til sín allt nýtt fé, er verður til.

-----------------------

Alger forsenda endurreisnar, eftir annað hrun, verður einmitt stífasta aðhaldsstefna í rekstri ríkisins, sem átt hefur sér stað hér í áratugi.

*Freystingarnar, til að reka með halla, verða gríðarlega sterkar, því þeir þættir er lenda munu undir egg niðurskurðarhnífsins, verða almennt séð allir, nauðsynlegir - til bráðnauðsynlegir.

*En, skilgreiningin á - hverju ber að halda, og - hvað ber að leggja niður um tíma, verður einfaldlega að miðast við það raunverulega fjármagn, sem eftir verður.

*En, ef menn láta undan freystingunum, sem verða gríðarlega sterkar, ramakveinin mjög há frá samfélaginu, þá er hættan á, að glata öllu heila klabbinu.

*Því ef ríkið sogar til sín allt umframfé, þá heldur samdrátturinn enn áfram, og ríkið drepur atvinnulífið undan sér.

*Ef að auki, ríkið prentar peninga, þá framkallast stjórnlaus óðaverðbólga - ala Zimbabwe.

Niðurstaða yrði, hrun hinna stóru opinberu kerfa - þ.e. skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og tryggingakerfisins. Jafnvel sjálf ríkið, gæti liðið undir lok og upplausn tekið við.

Við gætum farið aftir á byrjunarreit, við upphaf heimstjórnar, 1904. Þegar, einungis voru til upphafs vísar, þessara grunnkerfa.

-----------------------

En, með mjög strangri efnahagsstjórn, þ.s. ríkið yrði rekið hallalaust. Þá, er raunverulega hægt, að byggja Ísland upp, eftir 2. hrun - þ.e. greiðsluþrot ríkisins gagnvart útlöndum.

Þetta verður erfitt, en ef við stöndumst freystingarnar, og höldum ríkinu hallalausu, mun smám saman fara aftur að færast líf í atvinnulífið.

Með aukinni veltu, munu tekjur ríkisins aukast sjálfkrafa vegna hækkunar veltuskatta. Þá, er smám saman hægt, að fara auka á rekstur ríkisins.

En, þannig mun það þurfa að vera, eitt skref í einu, eftir því sem nýfjármunamyndun, skapar ríkinu auknar tekjur miðað við réttmætann skerf þess, af hlutfalli ný-tekjumyndunar.

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 854
  • Frá upphafi: 848176

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 826
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband