Markaðir féllu á mánudag! Stefnir í að Spánn og Ítalía verði hrakin af lánsfjármörkuðum. Evrukrýsan komin á nýtt hættustig!

Það virðist ætla að fara með þeim hætti sem ég taldi líklegt sbr. Neyðarlántaka Spánar getur reynst TVÍEGGJUÐ!.

Öfugt við það sem margir héldu - þá féllu markaðir í dag. Ekki stórt. En samt fall.

Það var reyndar annað útlit á mánudagsmorgun, að fyrstu viðbrögð markaða voru að þeir fóru upp, en þannig var staðan enn við hádegi og fyrri hluta eftirmiðdags, en þá voru þeir þegar farnir að gefa eftir þó enn væru þeir upp, síðan þegar markaðir lokuðu um 4. leitið á evópskum tíma, þá enduðu þeir niður.

Hádegisfréttur RÚV voru því ekki rangar eins og staðan var - þá!

 

Lokastaða dagins á evrópskum mörkuðum:

  • The (British) FTSE 100 lost 0.05pc,
  • the (French) CAC dipped 0.29pc and
  • Spain's IBEX slipped 0.54pc.
  • Italy's FTSE MIB tumbled 2.79pc.
  • Only the DAX escaped the gloom, gaining a modest 0.17pc on the day.  

Staðan á evrópskum mörkuðum um hálf þrjúleitið evrópskum tíma!

  • The FTSE 100 is up just 0.68pc,
  • the CAC is 1.19pc higher and
  • the DAX has gained 1.7pc.
  • Spain's IBEX is up 1.95pc at 6676, having hit a high earlier in the day of 6937.

Staðan um 8 leitið á evrópskum tíma

  • The FTSE 100 was up 1.6pc at 5,524 points shortly after opening,
  • while Spain's IBEX jumped more than 5pc.  

 

Sérstaklega er áhugaverð sveiflan á 10. ára vaxtakröfu Spánar, en skv. fréttum lækkaði um snemma í morgun niður í 5,5536% botnaði í þeirri stöðu, en endaði daginn 6.465% sem er mjög nærri því sama staða og sl. föstudag.

 

Þessi mynd sýnir hreyfingar 10 ára vaxtakröfu spænskra ríkisbréfa í sl. viku!

Eins og sést er lokastaða sl. viku nærri sú hin sama og loksastaða dagsins í dag!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/spanis_10_year_yields.jpg

 

Eins og fram kemur grein minni frá því um helgina, var ég ekki viss hvort það myndi verða svokallað "rallý" og spáði þá skammvinnu ef af því yrði - og skammvinnt var það sannarlega :)

Markaðir opnuðu í bjartsýniskasti sem síðan smá eyddist eftir því sem leið á daginn, og menn virðast hafa íhugað stöðuna betur.

Markaðir eru sem sagt fyrir rest að segja þ.s. ég sagði, að staða Spánar hefur ekki batnað við lánveitinguna.

Þvert á móti er aðferðin við hana verulega gölluð, eins og ég lýsi í grein minni frá því um daginn.

Í reynd hefur staða Spánar versnað! 

Kathleen Brooks, research director at Forex, gives us her take:

The markets have whimpered to the finish line today after a bout of knee jerk euphoria post the announcement of the Spanish banking bailout at the weekend. The markets haven’t perceived the bailout as way to reduce credit risk in the periphery, in fact Spanish bond yields rose to their highest level since the end of May as investors digested the prospect they may not get all of their money back in the event of a Spanish default. And it didn’t stop there. Italian 10-year yields are rising at an alarming rate, and have ended the European session above 6pc, for the first time since January.

 

Takið eftir orðum hennar, þó svo að vaxtakrafan hafi endað á svipuðum slóðum og fyrir helgi, sveiflaðist hún um hríð hærra.

Og krafan fyrir Ítalíu endaði í 6,004% sem er hærra en hún hefur verið síðan um mánaðarmótin desember-janúar.

Niðurstaðan er því, að lántakan hefur gert stöðuna verri ekki bara á Spáni heldur á Ítalíu einnig - alveg eins og var um fyrri lántökur Portúgals, Írlands og Grikklands; vegna þess að skuldir spænska ríkisins verða hærri fyrir bragðið.

Sveiflast nú upp í rétt rúml. 80% og stefna í átt að 90% við árslok.

Það er veruleg hætta á að Spánn endi í rusli áður en árinu er lokið, jafnvel áður en sumrinu er lokið.

 

Niðurstaða

Hreyfingar dagins á mörkuðum á mánudag voru áhugaverðar, þ.e. fyrst þegar virtist vera sterkt "rallý" á mörkuðum, en svo er eins og tvær grímur hafi runnið á menn. Og markaðir fóru að gefa eftir um eftir hádegi, en ein og sést voru enn upp um kaffileitið. En enduðu niður.

Niðurstaðan hvað varðar vaxtakröfu Spánar er sú að hún endaði daginn á nokkurn veginn sama stað og var lokastaða sl. föstudags.

Þannig að sýn markaðarins á útkomu helgarinnar, er eins og ég taldi líklegt - að staðan sé einfaldlega ekki betri en áður.

En eins og ég sagði sl. laugardag, þá er vandi við aðferðina að láta Spán bera ábyrgð á lántökunni, því það þíðir að skuldakrýsa spænska ríkisins versnar - afleiðing þess víxverkar svo aftur til baka til Spænsku bankanna, því þeir eiga svo mikið af spænskum ríkisbréfum. Þannig að frekara verðfall þeirra bréfa sem nú stefnir í, þá þíðir að myndast aftur fjárhagsleg hola í spænska bankakerfinu þó svo þeir fái fjárinnspýtingu, þannig að nettó staðan er ekki betri en áður.

Spænska ríkisstjórninni tókst ekki að sannfæra mótaðila sína við samningsborðið að lána beint til spönsku bankanna, án þess að spænska ríkið tæki ábyrgð á lántökunni. En fyrst að spænska ríkið náði því ekki fram. Þá fellur aðgerðin um sjálfa sig.

Staða Spánar er því nánast óbreytt - nettó. Og þ.s. Spánn er í kreppu, þíðir það í reynd að staðan er verri, því framvinda mála á Spáni er stöðugt verri meðan Spánn er í kreppu.

Það víxverkar svo yfir á stöðu Ítalíu. Óvissan á evrusvæði hefur því ekki minnkað. Og það má reikna með að það muni gerast einnig sem ég taldi sl. laugardag, að út vikuna muni vaxtakrafa Spánar halda áfram að hækka, og nálgast frekar 7%. Það sama ætti þá að gerast fyrir ítölsk ríkisbréf.

Stefnir þá óðfluga á að bæði ríkin verði hrakin af lánsfjármörkuðum!

PS: Staðan er auðvitað verri en áður, því aðgerðin sem átti að bjarga Spáni áður en kosið er í Grikklandi um næstu helgi, er ónýt á hálfum degi - sem hlýtur að vera nýtt met :)

Þannig að nú hlýtur paníkin að vaxa út vikuna. Ég bendi á Árni Páll var einn af þeim sem sáu að þetta var ekki góð aðferð sbr. Spánn þiggur risalán – Öll lönd að skuldsetja almenning til að standa skil á vaxtagreiðslum til þýskra banka en eins og sjá má af athugasemdum á Eyjunni, fögnuðu dæmigerðu kjánarnir aðgerðinni - skildu ekkert í því hvað Árni var að fara með hans eer neikvæðni :)

PS2: Shit, ég var að skoða stöðuna í dag þriðjudag, og vaxtakrafa Spánar er komin í, argh, 6,74% það hæsta í 13 ár, þegar ég skrifa þessi orð. Ég skoða málið aftur seinna í dag. Krafan fyrir ítölsk 10 ára ríkisbréf er einnig upp, eða í 6,14%. Það virkilega virðist stefna í að þessum löndum verði ítt af mörkuðum.

PS3: Evrópskir markaðir hækkuðu aðeins þrátt fyrir að vaxtakrafa Spánar hafi farið upp í það hæsta sem sést hefur síðan Spánn tók upp evru, og vaxtakrafa Ítalíu hafi að auki einnig hækkað.

  • The FTSE 100 rose 0.76pc on the day,
  • Frankfurt's DAX was 0.34pc higher and
  • the CAC in Paris gained 0.14pc during the session.
  • Spain's IBEX has climbed 0.09pc.
Litlar hreyfingar svo ef tekið með verðfalli gærdagsins er staða þeirra lægri en fyrir helgi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi "björgun" var þá eins og að pissa í skóinn sinn.  Þetta er sæmilega þægilegt á meðan hlandið í skónum er volgt en þegar það kólnar verður ástandið alveg djöfullegt...............

Jóhann Elíasson, 11.6.2012 kl. 19:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitthvað á þann veginn. Álitshnekkir fyrir þá fj. aðila, sem gerðu sitt besta til að róma aðgerðina í gær og í morgun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 20:21

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hefur þú lesi þessa grein Einar Björn?

 http://vald.org/greinar/120410/

kær kv

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 21:44

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég kannast við þessa hugsun, en vil samt ekki afnema vexti, eða rétt banka til að lána meir út en þeir í reynd eiga fyrir.

Það þarf að bakka aftur í það far sem var fyrir 1990 að viðskiptabankar og fjárfestingabankar voru aðskildar greinar.

Það þurfa að vera miklu strangari kröfur um eiginfjár- og lausafjárhlutföll, en tíðkuðust eftir 1990.

Þetta þíðir allt að bankalán óhjákvæmilega verða aftur dýr - eins og þau voru alltaf áður fyrr.

Þ.e. einmitt þróunin í átt að því að gera lánsfé ódýrt sem hefur verið svo hættuleg - því það margfaldaði eftirspurn.

Ef lánsfé er dýrt, geta bankar ekki orðið risastórir - þá færðu ekki svona risa fjármálakreppur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 21:55

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tek undir þá hugsun heilshugar að aðskilja viðskipta og fjárfestingarbanka og skil ekki af hverju það var ekki gert við hrunið. Þá var tækifærið.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 22:02

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bankamenn með of mikil ítök innan Samylkingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 22:09

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er þetta gegn samfylkingarhugsun? Ég veit ekki hvaða stjórn það var sem sameinaði viðskipta og fjárfestingarstarfsemi eftir 1990, veist þú það?

Kv.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 22:24

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki fara í baklás. Við erum að tala um þá ríkisstj. sem hafði þann valkost að aðskilja fjárfestingabanka frá viðskiptabönkum, en kaus að gera það ekki. Þú sagðir sjálf, að slæmt hefði verið að það tækifæri glataðist. Bankamenn hafa mikil áhrif innan samfylkingar - annars hefðu ekki svo margir þeirra verið valdir til að veita ríkisstj. ráðgjöf. Þ.e. ekki ósanngjarnt að álykta, að þeirra áhrif hafi hugsanlega haft eitthvað með það að gera, að þetta fullkomna tækifæri glataðis.

Eða hefur þú betri kenningu?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 22:30

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nei, því miður ekki. Þetta er stutta útgáfan, sú langa er auðvitað flóknari, en það hefði þurft hugrekki til þess 2009, sem stjórnvöld höfðu ekki. Efast ekki um að önnur stjórnvöld hefðu endurreist heila báknið.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.6.2012 kl. 22:37

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má vera. En ég er á því að bankamenn hafi frá 2002-2004 verið sterkari en LÍÚ. Þeir eins og aðrar fjársterkar elítur erlendis, styrkja þá flokka sem líklegastir eru til valda. Eins og sást skv. gögnum frá kosningunum á undan, þá fengu 3 flokkar mest frá þeim þ.e. Sjálfs.fl., Samfylking og Framsókn í þessari röð. Eðlilega einbeita þeir sér að þeim flokki sem er við völd hverju sinni.

Með ítök þeirra í huga, þá er auðveldara að skilja af hverju tilteknar ákvarðanir voru teknar. Sama ráðandi elíta - ný stjórn, en sama ráðandi elíta.

Hver veit, kannski að maður eigi að vonast eftir sóra hruninu, svo hún missi völdin. En þá verða aftur þeir sem hafa auðlindir sem bakgrunn, ráðandi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.6.2012 kl. 22:50

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvernig ætli sá veruleiki liti út? Það má spyrja sig...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2012 kl. 00:58

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rökrétt séð ef risafjármálahrun á sér stað, þá er enn til staðar þau framleiðslutæki sem smíðuð hafa verið, einnig vegir - brýr og önnur samgöngutæki. Með öðrum orðum allt sem nýti auðlindir - sem framleiðir og sem flytur, er enn á staðnum.

Við fjármálahrunið rökrétt séð ætti fjármálakerfið og þeir sem eiga peninga, tapa mjög miklum áhrifuym.

En að sama skapi, ættu áhrif þeirra sem standa að baki framleiðslukerfinu að aukast á móti. 

Að einhverju leiti grunar mig að það væri því afturhvarf til fyrra ástands, er sýn framleiðenda var yfirgnæfandi.

Best að skoða 20. aldar söguna til að átta sig á því, hverkonar viðhorf eru þá líkleg til að ríkja.

Ég held að það verði í reynd betra samfélag - þ.e. störf innan fjármálakerfis, hvítflibbastörf hafa verið svo spennandi, en í staðinn ætti virðing fyrir framleiðslustörfum að snúa til baka þ.e. eins og á ensku er kallað "blue-collar."

Ég held að Ísland þurfi einmitt á því að halda, en ég held að okkar hagkerfi gangi best upp sem fraleiðsluþjóðfélag. Á það hef ég áhuga á að stefna.

Það sem ég horfi á - er allt þetta ál sem flutt er út sem hrávara. Ég held að við eigum að fókusa á það, að framleiða úr því.

Á það að verða meir framleiðskufókusað hagkerfi, í reynd iðnríki - ekki ólíkt Þýskalandi í reynd. Ég held það sé mjög vel raunhæft.

Þarf ekki endilega ný álver. Nóg ál þegar framleitt - sjáðu fyrir þér verksmiðjuþyrpingu í grennd við hvert álver. Ekki endilega sótspúandi, því þetta væru allt rafknúin framleiðslutæki.

Þannig að - að því leiti væri það öðruvisi en í Ruhr þ.s. enn er mjög mikið brennt af kolum. Ég meina, að við ættum að geta sloppið við mengunarmóðuna sem oftast nær hefur fylgt iðnstarfsemi.

Tekið kostina og sleppt ókostunum að mestu, nema að það má vera að svigrúm þurfi til að stækka álver sem fyrir eru. Álverin sjálf eru ekki alveg megunarfrý.

En fyrir utan þau, þarf ekki að vera nein umtalsverð aukning á mengun.

Þetta er þ.s. ég sé fyrir mér sem form okkar útflutnings á raforku, þ.e. í því formi að skapa hér iðnað, sem vel getur verið hátækni, lengra fram séð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2012 kl. 01:45

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar, vegna PS-anna: Ætli fjárfestar séu ekki að uppgötva plottið hjá Rajoy; að yfirfæra spönsku bankaáhættuna (tímabundið a.m.k.) til hinna evrulandanna?

Til hvers ætli Rajoy hafi hugsað sér að nota þetta svigrúm?

Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 15:31

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún - nei aðildarlöndin höfnuðu að lána spönsku bönkunum með þeim hætti, að það væri án bakábyrgðar ríkissjóðs Spánar.

En þ.e. einmitt þess vegna, sem lánveitingin er að íta Spáni enn dýpra, flíta fyrir því að Spánn verði hrakin í gjaldþrot.

Þetta var einfaldlega valkostur sem Evr. þjóðirnar stóðu frammi fyrir - að lána án bakábyrgðar spænska ríkisins þannig að skuldir þess hækki ekki, eða heimta að það tæki slíka ábyrgð.

Þ.e. vegna þess að þau völdu seinni kostinn, sem Spánn er að stefna enn hraðar í þrot.

Spurning hvort hin leiðin hefði ekki verið skynsamari fyrir hinar Evr. þjóðirnar, þ.e. að taka að sér að endurfjármagna spænska bankakerfið.

Það hefði hugsanlega virkað - en hin leiðin gerir ástandið á evrusvæði hættulegra, því gjaldþrot Spánar er nær örugglega endalok evrunnar einnig.

Þá erum við að tala um gríðarlegt tjón fyrir hin ríkin - sem kannski var unnt að koma í veg fyrir, ef þau hefðu verið til í að taka á sig kostnaðinn af Spænska bankakerfinu milliliðalaust. 

Meina að það hefði þá verið ódýrara fyrir Evrópuríkin. Hrun verði miklu mun dýrara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2012 kl. 18:22

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka þér fyrir, Einar. Það var einmitt þetta atriði sem var svo misvísandi í fréttum; hvort það voru spönsku bankarnir sem fengu lánið eða spanska ríkið.

Miðað við fögnuð Rajoy mátti skilja að það hefðu verið bankarnir; án ríkisábyrgðar. Sennilega var sá fögnuður þó aðeins til heimabrúks.

Kolbrún Hilmars, 12.6.2012 kl. 21:09

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Spáni er lánað svo Spánn geti notað það fé til að lána eigin bönkum.

Vandi - skuldavandi spænska ríkisins eykst, og það í reynd ónýtir aðgerðina.

Betra hefði verið fyrir spænska ríkið að sleppa að taka þetta lán, stefna þess í stað að endurupptöku pesetans.

En þ.e. eina leiðin til að Spánn geti endurfjármagnað bankastofnanir landsins, ef Spánn hefur fullt seðlabankavald innan sinna landamæra.

Það hefur þau hliðaráhrif að binda enda á evruna og skapa nýja heimskreppu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 47
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 847438

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 293
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 42

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband