Spánn ætti að hætta við svokallað björgunarlán, þess í stað setja á gjaldeyrishöft, og hefja eigin peningaprentun!

Mér sýnist staða Spánar fullkomlega vonlaus. En á miðvikudag hækkaði vaxtakrafa spænska enn á ný, og sveiflaðist milli 6,8% og 6,9%. Staðnæmdist í 6,84%. Þetta er töluverð hækkun frá því daginn áður, er krafan stóð í 6,465%. Önnur eins hækkun, tekur hana upp í rúmlega 7%.

Euro zone bailout for Spain hobbled by technicalities

Fears rise over EU handling of debt crisis

Bundesbank scuppers all talk of EU banking union

Investoren wetten erneut gegen Spanien (ath. þessi grein á þýsku, notið Google translate)

 

Í stað þess að róa ástandið, hefur svokallað björgunarlán - fært krýsuna á enn hættulegra stig en áður!

Eins og fjöldi erlendra fréttaskýrenda hefur útskýrt, þá er hækkun vaxtakröfunnar fullkomlega rökrétt, því skuldir spænska ríkisins aukast - - > Tiltrú á greiðslugetu þess versnar.

Að auki bætist annað við, en hvort sem um er að ræða ESFS eða ES, en óvíst enn hvor sjóðurinn mun verða notaður - þá telst sjóðurinn sjálfur vera forgangskröfuhafi. Þetta er mikilvægt atriði, því þá þrengir 100ma.€ lánið að öðrum kröfuhöfum.

En kröfuhafar í forgangi fá alltaf greitt fyrst, sem magnar upp tjón annarra. Munum einnig að kröfuhafar eru brenndir af því hvað gerðist þegar einkaaðilar voru neyddir til að afskrifa grískar skuldir, án þess að opinberir kröfuhafar hafi nokkuð afskrifað.

Þetta hefur áhrif, því um leið og þeir vita að land er á leið í björgun þá um leið vita þeir, að þeirra hagsmunir eru í stórri hættu.

Svo þeirra lærdómur er að koma sér í burtu frá Spáni!

Þetta var allt fyrirfram vitað - nema í augum tiltekinna aðila innan stofnana ESB, og að því virðist innan þýsku stjórnsýslunnar, sem einfaldlega virðast ómögulega getað lært af reynslunni.

Þannig að sömu mistökin eru endurtekin "ad nauseum."

 

Það er einfalt mál, sú leið að Spánn endurtaki Írlandsleiðina og slái lán hjá aðildarríkjum evrusvæðis, er einungis til glötunar!

Best að Rajoy forsætisráðherra taki sína lexíu. En hann upphaflega vildi að spænskum bönkum væri lánað án atbeina spænska ríkisins. Það vildu einnig Mario Monti, Obama og Hollande. En Merkel vildi ekki heyra á það minnst, ekki fjármálaráðherra hennar heldur. 

Að sögn var henni bent á það, að ef farin væri sú leið að veita Spáni björgunarlán, myndi það akkúrat valda meiri spennu á mörkuðum - ekki það öfuga.

En það virðist að ríkisstjórn Merkelar geti ómögulega lært af reynslunni.

Það virðist verða að endurtaka sömu mistökin - aftur og aftur og aftur.

Mér sýnist einfaldlega orðið ljóst að evran er á leiðinni út úr heimssögunni. Hún sé ekki á vetur setjandi lengur. Það sé ekki á ábyrgð ríkisstjórnar Spánar að halda henni saman.

Þýskaland staðfastlega blokkerar þau úrræði sem myndu getað reddað hlutum fyrir horn. Eins og ég hef oft sagt, þá sníst björgun evrunnar um vilja þjóðanna til að taka á sig þann kostnað, sem þarf að taka á sig - ef bjarga á evrunni.

  • En lykilþjóðin er búin að sýna, að hún er ekki til í slíkt.
  • Það er enginn annar á evrusvæði, sem er fær um að taka þann kaleik upp í staðinn.

Þannig, að eins og staðan er orðin, þá er þetta orðið - - HVER ÞJÓÐ FYRIR SIG.

Ríkisstjórn Spánar þarf nú að gæta hagsmuna spánverja, hætta að taka tillit til hagsmuna hinna ríkjanna, eða þ.s. pólitíkusar þeirra halda að séu hagsmunir þjóða sinna.

Það eru hreinar línur, Spánn getur ekki farið þá leið sem Spáni er upp á lagt - það einfaldlega endurtekur sama ferlið og Grikkland hefur verið í.

  • Svo það er ekki um annað að ræða, en að taka aftur upp Pesetann!
  • Þá réttast, að ríkisstjórn Spánar setji á höft á útflæði fjármagns, þegar í næstu viku eða helgina eftir.
  • Svo tekur ríkisstjórn Spánar einfaldlega upp eigin peningaprentun á ný.

Þá verður unnt að beita þeim sömu aðferðum sem beitt var í Bandar. og í Bretlandi, þegar bankastofnanir í þeim löndum voru endurfjármagnaðar - þ.e. með prentuðu fé.

Samtímis eru hluthafar núllaðir út, í þeim bönkum sem standast ekki kröfur um eigið-fé.

Þannig er unnt að gera þetta án þess að skuldsetja ríkið. 

Afleiðing einhver viðbótar verðbólga.

 

Spánn hefur ágæta möguleika inni í nýjum peseta!

Spánn hefur fjölda góðra fyrirtækja, sem myndu geta hagnýtt sér þau tækifæri sem myndu felast í hagstæðara gengi. Að því leiti stendur Spánn mun betur en Grikkland, sem nánast hefur ekkert annað en ferðamennsku.

Þess vegna hefur Spánn miklu betri hagvaxtarmöguleika en Grikkland, í kjöflar endurupptöku eigin gjaldmiðils.

Að vísu yrðu mjög umfangsmikil hliðaráhrif ef Spánn gerir þetta, þ.e. mjög líklega endalok evrunnar.

Og síðan greiðsluþrot fjölda meðlimaríkja evrusvæðis þ.e. Frakkland, Belgía, Ítalía, Spánn sjálfur, Portúgal, Írland, Grikkland og Kýpur.

Það yrði líka heimskreppa - þannig að allir verða umtalsvert fátækari í Evrópu.

Einnig í heiminum öllum.

En það er ekki á ábyrgð spánverja að halda öllu þessu uppi - þeir hafa ekki burði til þess.

Þó svo allir yrðu fátækari, væri samkeppnishæfni Spánar í kjölfarið miðað við nágrannalönd, mun betri eftir endurupptöku peseta - en við núverandi ástand.

Með svo mörg gjaldþrota lönd, þá verður með tíð og tíma soðin saman ein lausn fyrir þau öll, t.d. eitthvað í líkingu við þá sem Bandaríkin á sínum tíma bjuggu til fyrir S-Ameríku og Afríku sbr. "Brady Bond."

Brasilía þó hún hafi verið í mjög erfiðum málum á 9. áratugnum og fram á þann 10., er í fínum málum í dag - svo dæmi sé nefnt. 

 

Niðurstaða

Ég held að evrukrýsan sé komin á það stig, að best sé að einhver slái hönd í borðið og slái dæmið af.

Ég var í apríl hóflega bjartsýnn um evruna. En nú sýnist mér þetta einfaldlega vera búið.

Allt sem getur bjargað er blokkerað. Þá er ekki um annað að ræða, en að einstök lönd grípi til sinna ráða.

Mario Draghi verður þá síðasti seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, og fær þá það sögulega hlutverk líklega, að vera síðasti maður út úr höfuðstöðvum hans. Og loka á eftir sér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Eru þjóðverjar ekki bara að athuga hversu langt þeir komas með að þvinga löndin.

Þegar kerfið er alveg að komast fram af bjargbrúninni þá verður ákveðið að gefa út sameiginleg evru skuldabréf eða gefa ECB leyfi til þess að prenta massíft.

Kerfið er að komast á bjargbrúnina þannig að það kemur í ljós fljótlega hvernig þjóðverjar hafa hugsað ser að bjarga evrunni.

Hin hliðin er sú að þjóðverjar vilji einfaldlega losna út úr evrusamstarfinu og séu því svona þverir. Ég hallast frekar af fyrri tilgátunni.

Þórhallur Kristjánsson, 13.6.2012 kl. 00:32

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nei, ég held þeir meini raunverulega þ.s. þeir segja þ.e. eftirfarandi komi ekki til greina: evrubréf, banka-samband, ótakmörkuð prentun, að gera björgunarsjóðinn að banka, eða að lána bönkum beint frá björgunarsjóðnum, og ekki síst - ótakmörkuð prentun kemur alls ekki heldur til greina.

Ég sé ekkert eftir. Þjóðverjar vilja ekki gera þ.s. til þarf. Þ.e. mín niðurstaða - nú. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2012 kl. 00:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maður starir og gapir í forundran. Þetta er sennilega fyrirsjáanlegasta krass heimssögunnar.

Vegna þess, þá mun ESB einnig liðast í sundur. En S-Evr. mun ekki fyrirgefa þeim sem fylgu þjóðverjum að málum, og N-Evr. mun þjappa sér að sínum leiðtoga, Þýskalandi.

Svo það verður þá fljótlega N vs. S klofningur.

Bretland mun hætta í ESB.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2012 kl. 00:44

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála Einar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.6.2012 kl. 00:50

5 Smámynd: Bragi

Dökk sýn, Einar Björn, en ef til vill bara sannleikurinn. Ef satt reynist blasir jafnvel við "gjaldmiðlastríð" í Evrópu, þar sem riki keppast við að lækka sitt heimagengi til að örva útflutning og jafnvel lækka raunvirði skulda með verðbólgu. En sjáum til með það.

Maður á alveg óskaplega erfitt með að skilja allar þessar ákvarðanir sem teknar hafa verið og eiga margar spurningar varðandi þær eftir að líta dagsins ljós í framtíðinni. En meðan þetta heldur svona áfram á evrusvæðinu fossblæðir skattborgurum því bankakerfi fá ekki að falla innan evrusvæðisins. Spyrjum bara Írana.

Bragi, 13.6.2012 kl. 01:36

6 identicon

Höfum það hugfast að Þjóðverjar voru þvingaðir til að kasta markinu og taka upp Evruna í skiptum fyrir að fá að sameinast. Eru þeir ekki bara meðvitað að murka lífið úr Evrunni svo þeir geti tekið upp stoltið sitt, Markið sitt aftur? það mun kosta þá eitthvað  en sennilega mun sameinuð Evrópa kosta þá miklu meira því þá þarf sameinað ríki meira og minna að halda suður Evrópu ríkjunum uppi. Er þetta ekki bara leikrit hjá þjóðverjum að láta líta svo út að það séu þeir sem vilji sameina evrópu vera stífir á því að ekki sé prentað og hafa þetta erfitt fyrir hina þannig að það verði einhverjir aðrir en þeir sem sprengi Evrusamstarfið. Höfum það hugfast að þeir sem stjórna Þýskalandi eru ekki kjánar.  

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 07:47

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það virðist annaðhvort vera "fools or villains."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2012 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 847396

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 252
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband