Moody's lækkar mat á lánshæfi Spánar í eitt þrep ofan við rusl, horfur neikvæðar!

Þetta er sennilega megin frétt miðvikudagsins, að eftir að Fitch Rating lækkaði Spán í sl. viku, hefur Moody's nú gert hið sama. Og þeir fella Spán um 3 þrep, úr neðsta stigi A flokks í einungis eitt þrep ofan við þ.s. gjarnan er kallað - "ruslflokkur." 

  • Horfur sagðar neikvæðar sem skv. því sem Moody's gefur upp, þíðir helmings líkur á lækkun eftir 3 mánuði.
  • En það á við venjulegt ástand - miðað við það hve ör niðurspírallinn á evursvæði er þessa dagana, getum við verið að tala um að Spánn verði lækkaður í ruslflokk, mun fyrr en innan næstu 3 mánaða.

 

Moody's áréttar ábendingu fjölda annarra aðila þess efnis, að það sé sjálf lántakan sem sé bein osök versnandi horfa fyrir skuldastöðu spænska ríkisins!

Sjá tilkynningu Mooy's: Moody's downgrades Spain's government bond rating to Baa3 from A3, on review for further downgrade 

"The first key driver underlying Moody's three-notch downgrade of Spain's government bond rating is the government's decision to seek up to EUR100 billion of external funding from the EFSF or ESM... it is clear that the responsibility for supporting Spanish banks rests with the Spanish government. EFSF funds will be lent to the government which will use them to recapitalise Spanish banks. This borrowing will materially worsen the government's debt position: Moody's now expects Spain's public debt ratio to rise to around 90% of GDP this year and to continue rising until the middle of the decade. Stabilising the ratio will be a key challenge for the Spanish authorities, requiring years of continued fiscal consolidation. As a consequence, the government's fiscal and debt position is no longer commensurate with a rating in the A range or even at the top of the Baa range."

Í reynd er Moody's að segja að skuldastaða spænska ríkisins framreiknist yfir í rúml. 100% af þjóðarframleiðslu næstu árin, en segir nú að staðan við næstu áramót verði við 90%.

Þessi nýja staða sé ekki lengur í samræmi við A klassa lánshæfi.

 

"The second driver of today's rating action is the Spanish government's very limited financial market access, as evidenced both by its reliance on the EFSF or ESM for the recapitalisation funds and its growing dependence on its domestic banks as the primary purchasers of its new bond issues, who in turn require funding from the ECB to purchase these bonds. In Moody's view, this is an unsustainable situation. In the absence of positive developments that shore up investor sentiment, such as a resumption of growth or rapid progress in achieving fiscal consolidation objectives, neither of which is likely in the current environment, the government is likely to become increasingly constrained with regard to the terms under which it is able to refinance maturing debt. If unchecked, Moody's believes that the risk of the government losing access to private debt markets on affordable terms and needing to seek direct support from the EFSF/ESM will continue to rise."

Mér finnst reyndar merkilegt miðað við þessa lýsingu, af hverju Spánn er ekki felldur í rusl þegar. En þeir segja sjálfir, að staðan sé ósjálfbær. Á sama tíma, að umtalsverð bót þess ástands sé ekki sjáanleg í náinni framtíð. Þannig að núverandi ástand sé því líklegt að ágerast áfram.

 

Moody's decision to leave the government's rating in investment grade reflects the underlying strength of the Spanish economy and the government's clear desire to reverse the debt trajectory through a strong fiscal consolidation programme. Moody's also acknowledges several factors that differentiate the current programme from the support packages extended to Ireland, Portugal and Greece. In particular, the size of the support package is significantly smaller than it is in the other cases. The maximum amount of EUR100 billion equates to around 10% of Spain's GDP, compared with more than 54% of GDP in the case of Ireland, 114% of GDP in Greece and 46% of GDP in Portugal. Moody's therefore also considers the issue of subordination of bondholders to the senior creditor EFSF/ESM to be less of a negative factor. Senior creditors account for 37% and 40% of total public debt in Ireland and Portugal, while the respective share in Spain is 11% (in case the maximum amount was drawn).

Ég tek undir að þrátt fyrir allt er spænska hagkerfið merkilegra hagkerfi en t.d. hagkerfi Grikklands. Og ríkisstjórnin hefur fullan áhuga á að snúa málum við í betra horf.

En eitt er vilji til verks - annað er geta til þess að skila því verki af sér.

Það þarf nánast kraftaverk til þess að ríkisstj. Rajoy takist að fylgja niðurskurðaráætlun sinni - líkur virðast það háar að það geti talist næsta öruggt, að hann muni ekki ná markmiðum um minnkun halla.

Þá er framvinda skuldamála því líklega enn óhagstæðari starfsm. Moody's nefna í þessu skjali.

Auk þess að það virðist stefna af nær fullkomnu öryggi á að spánarstj. verði hrakin af mörkuðum fyrir skuldabréf.

Þá auðvitað blasir við allt annar og miklu mun stærri björgunarpakki, eða vart undir 40% af þjóðarframleiðslu.

En þeir sjálfir benda á að núverandi ástand er ósjálfbært og ekki í augsýn nein skjót bót þar um.

 

Niðurstaða

Staða mála er í frjálsu falli á evrusvæði þessa dagana. Svo alvarleg er hún, að það þarf að grípa til harkalegra ráðstafana ekki seinna en í næstu viku, beint í kjölfar kosninganna í Grikklandi. En þá munu úrslit liggja fyrir.

Evrusvæði er að bíða eftir þeim kosningaúrslitum, og sagan gengur er sú að hratt versnandi vandi Spánar og Ítalíu sé "contagion" vegna ótta í tengslum við grísku kosningarnar, svo hagstæð úrslit þar fyrir evrusvæði - muni róa ástandið á Ítalíu og Spáni.

En þetta er fantasía, því Spánn er kominn í sinn eigin spíral - sem mun ekki nema staðar þó svo Grikkland kjósi stjórn sem heldur svokölluðu björgunarplani áfram.

Og ef evrusvæði tilkynnir ekki mjög yfirgripsmiklar aðgerðir alls ekki seinna en í á mánudaginn, helgina eftir næstu helgi. Þá óttast ég að allsherjar fjármagnsflótti geti hafist þ.e. stjórnlaust hrun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lítur ekki björgulega út fyrir Spán Einar. Verður ástandið þar ekki rosalegt ef þeir fara í massívan ESB niðurskurð ofan á yfir 20% atvinnuleysið sem ríkir þar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 07:52

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Veðsöfn [bonds] eru metin með tilliti til greiðslu getu þeirra á viðmiðunartímabili. Matsfyrtæki USA og UK mun vera í samræmi við þeir fjárfesta markað. Söluskattsgeirinn í öllu ríkjum heims er bakveð og greiðandi allra Alþjóða skuldbindinga hingað til.  Starfandi hér 2010 voru um 54% íbúatölunni.  Gæði starfa með tilliti til vsk. framleiðslu=raunvirðiaukasköpunar má ræða.    Á Spáni fyrir nokkrum árum þá var kvennfólk yfirleitt heima og  mikið af ungum mönnum lengi í foreldra húsum líka án vinnu. Þá var atvinnuleysi metið öruvísi. Þetta er allt spurning um tekjur í umferð á markaði, sem skila vsk. Vsk. fyritæki sem greiða almenn laun í EU meðalagi.   Ríkið og erlendir fjárfestar lifa á heimavsk. framleiðslu í ríkinu. Ríki fara ekki á hausinn og því hættir ekki. vsk. hlutanum að vaxa sér yfir höfuð.  Þessvegna vilja fjáfestar frekar eiga viðskipti þar sem stjórnir þurfa að axla ábyrgð á fölsuðu [of metnu] eiginfé.  Endurskoðun staðfestir það sem hæfir vita fyrirfram.

Júlíus Björnsson, 14.6.2012 kl. 08:44

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Kristján; atvinnuleysið á Spáni er nú 24-25% og fer að sjálfsögðu hratt vaxandi úr þessu.

Þorgeir Ragnarsson, 14.6.2012 kl. 10:07

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var að kíkja á markaðsfréttir. Það virðist að vaxtakrafa Spánar hafi hoppað í 7% snemma í morgun. Það verður áhugavert að sjá hvort hún helst þar við lok markaða í dag. En þá er líklega komið að því takmarki að Spáni sé ítt af markaði. En hagfræðingar eru almennt sammála að 7% sé algerlega "unaffodrable."

Segjum að ef krafan lækkar ekki í næstu viku niður fyrir 7%, hækkar jafnvel frekar. Þá stendur Spánn frammi fyrir afarkostum.

Full björgun eða að fara þá þegar út úr evrunni, eða hið minnsta mjög fljótlega þaðan í frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2012 kl. 10:39

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, FY.com segir að krafan sé nú í 6,94% eftir að hafa skotist stutt yfir 7% múrinn. Hver veit, hún gæti hækkað aftur eða staðnæmst rétt neðan við 7% í dag, en ljóst þó að lítið þarf til þess hún skjótist upp fyrir t.d. á morgun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2012 kl. 10:46

6 identicon

Takk fyrir Þorgeir, það þýðir að 1 af hverjum 4 er atvinnulaus á spáni, það er hrikalegt.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 10:53

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég á von á því að það fari í 30% - ekki kannski á þessu ári en ef til vill því næsta - ef Spánn velur að taka fullt björgunarprógramm, þannig grísku leiðina.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.6.2012 kl. 11:11

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þumallinn hjá skammtíma fjárfestum Vestanhafs bendi niður gagnvar Spáni næst mánuði. Frakkar[hægri menn] sögðu Þjóðverjum á sínum tíma að Spánn væri ekki Potentiel til teljast jafningi Frakklands og Þýsklands , auðlinda séð. Spán átti þá ríkisrekið olíu og gasinnflutnings fyrirtæki eða viðskipta sambönd til S-Ameríku. Spán og Portugal áttu líka gull í geymslu til að mæta uppskeru bresti gagnvart viðskipta ríkjum. 
Hvað eiga þessi ríki í dag, langtíma viðskiptasambönd í sameiginlegum hlutfallslega kvótaskiptum og verðlagstýrðum evrópskum efnahagsgrunni hráefna og orku.

Ríkið borgar of há laun miðað við rauntekjur Spánska ríkisins.  Með launskerðingu ríkistarfsammana má búa til fleiri störf. til að eyða sýnilegu atvinnuleysi. Tekjur er ekki auka með því að græða á öðrum ríkjum.

Júlíus Björnsson, 14.6.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband