Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2017

Trump segist ætla leita þá uppi sem hafa ítrekað lekið í fjölmiðla <-> Án vafa er fjöldi leyniþjónustu fólks reitt Trump, og það sennilega að hefna sín með því að leka. Ég benti á það í janúar sl. að þannig gæti það einmitt ákveðið að hefna sín!

Þetta kom fram á fréttamannafundi: Full Transcript and Video: Trump News Conference.

Fyrst heldur Trump ræðu - sem inniheldur ágætan slatta af "alternative fact" t.d. fullyrðing sem hann síðan neyddist til að draga til baka, að kosningasigur hans - væri sá mesti síðan Ronald Reagan!
--En fréttamaður benti á, að Obama hefði fengið fleiri kjörmenn í bæði skiptin þ.e. 2009 og 2012, og það hefði George Bush einnig gert í fyrra skiptið er hann náði kjöri.

Þetta er vandamál við Trump - að hann bullar.
Síðan rífur kjaft - að fjölmiðlar flytji rangindi.
--Erfitt að taka mark á manni - sem eiginlega statt og stöðugt er með rangar fullyrðingar.

  1. En svör hans þar sem hann fjallar um -- lekana, vöktu verulega athygli - mína!
  2. En þar kemur skýrt fram - að Trump hefur fyrirskipað innri rannsókn á þeim lekum, og til viðbótar að þeim seku verði refsað!

QUESTION: I’m sorry. What will you do on the leaks?
TRUMP: ...Yes, we’re looking at them very — very, very serious. I’ve gone to all of the folks in charge of the various agencies and we’re — I’ve actually called the Justice Department to look into the leaks...You know what I say, when I — when I was called out on Mexico, I was shocked because all this equipment, all this incredible phone equipment — when I was called out on Mexico, I was — honestly, I was really, really surprised...Same thing with Australia. I said “that’s terrible that it was leaked” but it wasn’t that important...But then I said to myself “what happens when I’m dealing with the problem of North Korea?”...What happens when I’m dealing with the problems in the Middle East? Are you folks going to be reporting all of that very, very confidential information, very important, very — you know, I mean at the highest level? Are you going to be reporting about that too? So, I don’t want classified information getting out to the public and in a way that was almost a test.

--Takið eftir, að Trump fullyrðir að um -leyndargögn- hafi verið að ræða.
Því séu lekarnir - glæpsamlegir!
--Hann ætlar m.ö.o. að nálgast þetta sem, glæparannsókn.

TRUMP: Well the leaks are real. You’re the one that wrote about them and reported them, I mean the leaks are real. You know what they said, you saw it and the leaks are absolutely real. The news is fake because so much of the news is fake.

Pínu sérstakt - að segja lekana raunverulega - - en fréttirnar um þá leka "fake."
--Þetta hljómar þannig í mín eyru - að Trump meini "fake" á þann veg, að hann sé ósammála vangaveltum blaðamanna og jafnvel þeirra niðurstöðum, þegar þeir fjalla um þá leka.

Vandamálið er, að Trump hefur gert mikinn fjölda starfsmanna leynistofnana Bandaríkjanna - bálreiða

Hann hefur ítrekað sakað þær stofnanir um - lygar.
Hann hefur sakað þær um - vanhæfni.

Þær ásakanir hefur hann - margsinnis ítrekað, við margvísleg tilefni.
--Eiginlega í hvert sinn sem - það verður leki! Að auki í mörgum öðrum tilvikum.

  1. Það sem ég held að sé í gangi, sé að starfsfólk leynistofnana.
  2. Sé að hefna sín á Trump.

--Eiginlega rökréttasta hefndin.
--Að leka óþægilegum fyrir Trump - gögnum.

Ég benti einmitt á það, snemma í janúar - að leyniþjónustustarfsmenn, gætu ákveðið að hefna sín á Trump: Trump virðist ætla í hörð átök við helstu leynistofnanir Bandaríkjanna! Viðbrögð Trumps virðast stefna í að verða á formi skipulagðra nornaveiða innan þeirra stofnana!.

En mér virðist það akkúrat - rökrétt hefnd fyrir fólk, með þekkingu á öflun upplýsinga með aðferðum leyniþjónustufólks - að það beiti sér einmitt með þeim hætti, að nota þær aðferðir sem það þekki, til að afla gagna gegn Trump - sem skaði hans orðstír.

  1. Það sem mig grunar t.d. í tilvikum er Trump nefnir, segjum símtölin 2-sem hann kvartar yfir, að efni þeirra hafi lekið í fjölmiðla - lekar er í bæði skiptin voru óþægilegir fyrir Trump.
  2. Að leyniþjónustufólk, hafi verið að verki!

Það einnig veit hvernig á að dylja slóð sína!
Þannig að ég stórfellt efa - að innri rannsókn skili niðurstöðu þeirri er Trump vill.

 

Niðurstaða

Málið er að ég held að þetta -lekavandamál- Trump sé frekar að byrja, en að líkur séu á að hann geti stoppað þá.
Takið eftir er Trump talar um - þennan fína búnað - svo lak samt. En Hvíta-húsið hefur án vafa, góðan samskiptabúnað.
En samt láku símtölin 2.

Það held ég að sé skýr vísbending - að njósnarar í vinnu fyrir stofnanir Bandaríkjanna, séu beinlínis að njósna um - Trump!
--En fullkominn njósnabúnaður, getur örugglega náð símtali af slíku tagi.

Í þessu birtist hefnd þeirra sem vinna fyrir þær stofnanir, yfir því hvernig Trump hafi talað ítrekað um starfslið þeirra stofnana, og einnig um þær sjálfar.
--Og Trump svarar alltaf með því, að gagnrýna starfslið þeirra að nýju.

Sem án vafa, boði frekari líklegar hefndaraðgerðir starfsmanna þeirra.
--Það fólk, svari einfaldlega með því, að gera sitt besta til að eyðileggja orðstír Trumps, og grafa undan trúverðugleika og stuðningi við stjórn Trump.

Með öflun gagna og lekum á þeim gögnum, ef þau eru metin skaðleg fyrir Trump og ríkisstjórn hans.

Trump hafi m.ö.o. skotið sig í fótinn, með því að gera fullt af fólki með þekkingu og reynslu af njósnastörfum - persónulega reitt honum.

 

Kv.


Trump ásakar öryggisstofnanir Bandaríkjanna - fyrir glæpsamlega leka

Höfum í huga, að Trump hefur ekki neitað því - að Michael Flynn hafi verið sekur um það athæfi einmitt, sem Flynn hefur verið ásakaður fyrir.
--Þ.e. að hafa átt símtal seint á sl. ári við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
--Þannig að Trump hefur ekki a.m.k. fram að þessu - þrætt fyrir þann punkt.

Trump renews fight with intelligence agencies

Trump - “The real scandal here is that classified information is illegally given out by ‘intelligence’ like candy. Very un-American!”

Erm, maður veltir því fyrir sér - þar af leiðandi - hvað Trump á við.

  1. En þar sem Trump hefur rekið Flynn, ekki þrætt fyrir sekt Flynn þegar kemur að þessu símtali.
  2. Ekki hefur Trump heldur - þrætt fyrir að efni símtalsins sé það, sem fram kemur að það hafi verið - skv. upplýsingum fjölmiðla.

https://static01.nyt.com/images/2016/01/28/world/28trumpbelgium-web2/28trumpbelgium-web2-facebookJumbo.jpg

Var Trump að reyna að þagga niður þær upplýsingar, sem lekið sannarlega var í fjölmiðla?

En þetta er eina skýringin sem ég kem auga á!
--En staðfest hefur verið, að Trump var varaður við Flynn - af embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna, dögum áður en Trump formlega tók við sem forseti.
--Þannig að Trump vissi um -- athæfi Flynn, áður en hann formlega skipaði Flynn í embætti Þjóðaröryggisráðgjafa.

  1. Það eina sem ég fæ séð úr þeim staðreyndum.
  2. Er að Trump hafi ætlað sér - að þagga málið niður.

Nú þegar hann hafi neyðst til að láta Flynn fara frá sér.
Sé hann fyrst og fremst reiður þeirri útkomu.

Að upplýsingar - sem Trump þræti ekki fyrir.
Hafi verið komið til fjölmiðla - sennilega af einhverjum starfsmanni CIA eða FBI.
Líklega í trássi við fyrirmæli frá Trump sjálfum.

  • Það er að sjálfsögðu hneyksli ef Trump var með yfirhylmingartilraun af slíku tagi.
    --Það eiginlega vekur frekar áhuga manns á þeirri spurningu - hvort Trump veit meira um málið, en hann fram að þessu hefur viðurkennt?
    --Veltir því aftur upp, hvort Flynn var að þessu fyrir Trump, m.ö.o. að Flynn hafi verið að taka fallið fyrir - Trump m.ö.o.

 

Niðurstaða

Mér virðist Trump fyrst og fremst skjóta sjálfan sig í fótinn - með nýjustu árás sinni á öryggis- og njósnastofnanir Bandaríkjanna.
En eina leiðin til þess að ég fái kvörtun Trumps til að ganga upp.
Hafandi í huga að hann - neitar ekki því sem fram hefur komið í fjölmiðlum um símtal Michael Flynns við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
Og hann rak Flynn einmitt þegar málið komst í hámæli - í stað þess að gera tilraun til að koma Flynn til varnar.

--Að Trump sé óbeint að viðureknna - að hafa verið að gera tilraun til að, þagga málið niður innan kerfisins.
--M.ö.o. að málið sé frekar það, að starfsmaður sem lak málinu - sé einungis sekur um að hafa komið Trump í bobba, fyrir að hafa lekið sannleikanum til fjölmiðla.

Að mínu mati, sé það -- skandall.
Að Trump hafi virst ætla að þagga málið í fyrsta lagi.

 

Kv.


Gervallt utanríkismálasvið Bandaríkjanna - virðist höfuðlaus her í augnablikinu, í kjölfar afsagnar Michael Flynn sem öryggisráðgjafi Hvíta-hússins! Hringdi Flynn í Sergey Kislyak fyrir hönd Donald Trumps sjálfs?

Í augnablikinu - virðist gervöll utanríkisstefna Bandaríkjanna, lömuð!

  1. En nýlega, rak Trump skv. fréttum - alla háttsetta yfirmenn Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna eða State-department.
    --Ekki hafi unnist tími til að ráða nýja.
    Stendur sennilega í samhengi við, gagnrýni sem barst frá starfsliði ráðuneytisins - sem sennilega Trump mislíkaði. Ef marka má fréttir, neituðu yfirmenn ráðuneytisins - að reka gagnrýnendurnar, því þeir hafi - ekki brotið starfsreglur ráðuneytisins, fyrir utan að gagnrýni starfsmanna hafi verið birt á sérstökum umræðuvef, sem ráðuneytið heimili starfsmönnum að nota, sem sé lokaður utanaðkomandi - en starfsmönnum hafi verið heimilað að stunda fremur opin tjáskipti um málefni líðandi stundar.
  2. Tillerson, rétt búinn að formlega taka yfir -- hafi ekki enn haft tíma til að ráða sér, næstráðanda þ.e. ráðuneytisstjóra -- hvað þá fylla í skörð yfirmanna sviða, sem Trump hafi snögglega rekið í sl. viku.
  • Skrifstofa -Þjóðaröryggisráðgjafans- hafi hlaupið í skarðið, rétt á meðan, t.d. hafi skrifstofa Flynn verið að undirbúa opinbera heimsókn Netanyahu síðar í vikunni - en nú sé það embætti einnig lamað í augnablikinu.
    --En talið sé að þeir sem Flynn hafi ráðið - aðilar sem hann þekkti, muni fylgja honum út.
    Eftir sé að hefja nýtt ráðningarferli á - ÞjóðaöÖryggisráðgjafa fyrir Hvíta-húsið.
    Þannig að það embætti, verði - lítt eða ekki virkt um þó nokkurn tíma.

--Á sama tíma, muni það taka Tillerson - nokkurn tíma, að yfirfara umsóknir fyrir nýja yfirmenn sviða, eftir að hann hefur ráðið - persónulega aðstoðarmenn og nýjan ráðuneytisstjóra.
--Þannig að óhætt sé að segja - töluvert kaos ríki nú hjá Trump - er kemur að utanríkismálum.

michael_flynn

Brotthvarf Flynn hefur þó vakið nýjar spurningar!
En það er töluvert vinsæl vangavelta að hann hafi tekið fallið fyrir Trump!

Flynn departure erupts into a full-blown crisis for the Trump White House

Trump knew for weeks that aide was being misleading over Russia: White House

Það áhugaverða er - að Trump virðist hafa vitað um ósannsögli Flynn - áður en Trump var formlega svarinn til embættis forseta.
--Þar með, áður en Flynn var formlega veitt embætti - Þjóðaröryggisráðgjafa.

Nú er spurningum beint að ríkisstjórninni - frá einstökum þingmönnum Bandaríkjaþings.
--Hvað vissi Trump - og hvenær?

  1. En símtal Flynn og Sergey Kislyak - sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, vekur töluverða furðu, svo vægt sé til orða tekið, sbr:
    “He’s got to know that the Russian side of the calls are covered. What did he think was going to happen?” the ex-FBI official said. “Everybody in the bureau was like, ‘this guy’s got to be out of his frickin’ mind.’” 
  2. Síðan virðist símtalið - hafa verið hlerað af a.m.k. einni af leynistofnunum Bandaríkjanna.
    --Vart hefði það átt að koma Flynn á óvart, með margra ára reynslu af leynistörfum og verið yfirmaður á því sviði, að það gæti verið að bandarísk leynistofnun mundi hlera símasamskipti við sendiherra Rússlands.

--Að auki var Hvíta-húsinu send skilaboð skömmu eftir embættistökuna - að Flynn gæti átt á hættu "blackmail" frá Rússlandi.
En að sjálfsögðu er slíkt samtal -- hljóðritað af starfsmönnum sendiráðsins.

Þetta hafi skapað vangaveltur um það - að Flynn hafi verið að þessu, fyrir Trump.

  • Einhverjir hafa jafnvel drauma um það - að hægt væri að fá Flynn til þess að vitna gegn Trump, í "impeachment proceedings."

-------------------Þó þetta séu sennilega frekar draumar en líklegur raunveruleiki!
Þá eru háværar kröfur í þinginu að rannsaka mál Flynns - nánar!

Það auðvitað getur skapað nýja vinkla á málið.
Ef Trump tengist málinu að ainhverju öðru leiti.

 

Niðurstaða

Ég man ekki eftir erfiðari byrjun hjá nokkrum nýjum forseta - þ.e. 2-vikur rúmar í embætti. Það sé vöknuð umræða um - hugsanlegan stórskandal, vegna gruns um tengsl Trumps og Flynn - séu meiri en viðurkennt hafi verið fram til þessa. Og Trump er í alvarlegri deilu við bandaríska dómstóla, sem 2 mikilvæg fylki reka gegn ríkisstjórninni.

--Ég hef velt fyrir mér möguleikanum á því að þingið kæri forsetann.
En sjálfsagt þarf meira að gerast, áður en Repúblikanar á þingi fara að styðja slíka hluti.

En hver veit, ef það koma fram upplýsingar - sem benda til þess, að Flynn hafi haft samskipti við sendiherra Rússa -- fyrir Donald Trump, en samskiptin fóru fram eftir forsetakosningarnar þ.e. í desember 2016. Þegar Flynn var þegar orðinn líklegastur sem Þjóðaröryggisráðgjafi.
--En málið er - hvað var rætt.
En umræðurnar snerust um refsiaðgerðirnar gagnvart Rússlandi, og nær ekkert annað.
Og skv. fréttum, lét Flynn í það skýna - að staðan mundi breytast verulega á næstunni Rússum í hag.

Ef Trump vissi af þessu á þeim tíma - gæti það vel gerst að einhverjum Repúblikönum, hætti að lítast á blikuna varðandi tengls Trumps við stjórnvöld í Rússlandi.
--En það þarf ekki nema hluti þingmanna Repúblikana að snúast gegn Trump.

 

Kv.


Trump virðist ætla að fara með silkihönskum um Kanada, meðan hann virðist planleggja að gera miklar breytingar á viðskiptum við Mexíkó

Trump og þeir innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna sem horfa á viðskipti sömu augum - miða allt frá viðskiptajöfnuðinum við einstök önnur lönd.
--M.ö.o. sé það sönnun þess að viðskiptin séu -ósanngjörn- það eitt, ef viðskiptajöfnuðurinn er óhagstæður Bandaríkjunum.

  1. En málið er að viðskiptajöfnuður Mexíkó við Bandaríkin, er óhagstæður Bandaríkjunum, fyrir þá ástæðu einna helst -- að laun eru til muna lægri í Mexíkó.
  2. Enginn munur er á -- viðskiptaumhverfi eða viðskiptareglum innan NAFTA.
  3. Sömur reglur fyrir löndin 3.

Þannig að ef Trump segir -- viðskiptin sanngjörn við Kanada.
En ósanngjörn við Mexíkó.

Sé ég ekki hvað annað hann starir á -- en launabilið milli landanna!
--Það væri ný sýn.
--Að kalla fátækt viðskipta-hindrun, eða krefjast þess - að auðugri lönd, hafi -toll- til að þurrka upp, launamun!

  • Slík sýn er að sjálfsögðu ekki alþjóðlega viðurkennd!
    --Að auðugri lönd - hafi réttmæta kröfu um tollmúra.
    --Gagnvart löndum, með lægri laun.

Ég sé ekki - að launa-lág lönd, hefðu samúð með slíkri kröfu í alþjóðaumhverfinu.
--Að gera tilraun til að, sækja fram með þannig kröfu.
--Líklega leiddi til viðskiptastríðs.
Og viðsnúning heimsviðskipta - aftur bak við, háa tollmúra!

Það getur ekki verið nokkur vafi - að slíkt leiddi til verulegrar aukningar fátæktar heiminn vítt.
Þar sem engin leið væri að forða, heimskreppu - ef hnattrænt viðskiptastríð mundi fara af stað.

Að sjálfsögðu mundi útkoman einnig leiða til lægri kjara í ríkari löndunum.
Fullkomin endurtekning á því hvað gerðist á 4. áratug 20. aldar.
Síðast er tollmúra-stefnu var framfylgt af Bandaríkjaforseta -- þ.e. Herbert Hoover.

  • Útkoma - efnahagslegt sjálfsmorð Bandaríkjanna sjálfra!

"Smoot–Hawley Tariff Act:US imports decreased 66% from $4.4 billion (1929) to $1.5 billion (1933), and exports decreased 61% from $5.4 billion to $2.1 billion. GNP fell from $103.1 billion in 1929 to $75.8 billion in 1931 and bottomed out at $55.6 billion in 1933.[18] Imports from Europe decreased from a 1929 high of $1.3 billion to just $390 million during 1932, while US exports to Europe decreased from $2.3 billion in 1929 to $784 million in 1932. Overall, world trade decreased by some 66% between 1929 and 1934.[19]"

Takið eftir - að bandaríska hagkerfið nærri helmingast - þ.e. minnkar um nærri helming.
--Þetta verður að teljast - mesta efnahagshrap af völdum rangrar efnahagsstefnu, sennilega í sögu Bandaríkjanna.
--Er hvers vegna rúmum 80 árum síðar, enn er litið á Hoover sem misheppnaðan forseta.

Trump expects only &#39;tweaking&#39; of trade relationship with Canada

http://www.map-of-north-america.us/north-america-map.gif

Sannast sagna hef ég enga samúð með afstöðu Trumps þegar kemur að alþjóða-viðskiptum, eða viðskiptum ríkja á milli -- tel hans afstöðu einfaldlega löngu úrelta.
Hann sé að vekja upp -forneskju- hreinlega, með því að endurvekja -- nærri 90 ára gamla stefnu.
Sem fyrir tæpum 90 árum - leiddi til mestu efnahagshörmunga sem Bandaríkin gengu sennilega í gegnum sl. 100 ár a.m.k.

Mér er fyrirmunað að sjá, að ef stefna sú sem innleidd var af Hoover, væri í megin atriðum endurtekin!
--Að útkoman væri önnur í dag en fyrir tæpum 90 árum.

Einmitt rökrétt að útkoman endurtaki sig.
--Ef maður gefur sér það, að Trump takist að hrinda stefnunni af stað -- þ.e. alþjóðlegu viðskiptastríði.

 

Niðurstaða

Trump virðist enn halda að hann hafi öll spilin á hendi, í samhengi NAFTA. En þó svo hann virðist ekki fyrirhuga viðskiptastríð við Kanada.
Þá væri viðskiptastríð til mikilla muna skaðlegra fyrir bandarískan efnahag, en hann virðist halda.
En sl. 25 ár eða þar um bil, hafa hagkerfin bundist mjög nánum böndum.
T.d. er sennilegt að bifreið framleidd í Bandaríkjunum, hafi íhlut framleiddan í Mexíkó. Þ.s. fyrirtækin reka sig beggja vegna landamæra - þá hefur myndast flókið net, þ.s. starfsemin blandast þvers og kruss milli landamæranna.

--Tjón væri meira Mexíkó megin.
En alls ekki - smávægilegt innan Bandaríkjanna.
M.ö.o. að það mundu tapast störf í Bandaríkjunum einnig.

Því fleiri lönd sem Trump hefur viðskiptaátök við -- því stærri neikvæð áhrif á bandar. hagkerfi.
--Þá vex hagkerfis-tjónið fyrir Bandaríkin, eftir því sem löndum sem mundu leggja -hefndartolla- á móti -Trump tollum- fjölgar.

Þá einfaldlega fer af stað -- rennibraut fyrir hagkerfið í Bandaríkjunum, og heimshagkerfið samtímis.
--Sagan mun ekki þakka Trump, fremur en hún hefur fram að þessu - þakkað Hoover forseta.

Trump hefur engan skilning algerlega örugglega á því, hversu fyrirlitinn hann mundi verða í augum komandi kynslóða!
--Hann þarf ekki þó annað að gera, en að máta sig við - Hoover forseta.

 

Kv.


Norður Kórea - réttir fram fingurinn til Donalds Trump

Það vakti athygli um helgina er N-Kórea framkvæmdi enn eitt eldflaugaskot. En þetta er fyrsta slíkt síðan Trump tók formlega við.
--Rétt að taka fram, að þetta var svokölluð -- skammdræg flaug.
En Trump tjáði sig skömmu fyrir embættistöku, er honum var sagt að N-Kórea væri að þróa langdrægar flaugar sem mundu geta náð til Bandaríkjanna: "It won’t happen!"
--Þannig séð, er Trump ekki - ómerkur sinna orða!
Því þetta var ekki tilraunaskot á eldflaug af þesskonar gerð!

  • Það verður samt að líta svo á, að N-Kórea sé samt sem áður -- að rétta upp fingurinn.

Few good options in Trump arsenal to counter defiant North Korea

North Korea says new nuclear-capable missile test successful

North Korea tests ballistic missile; U.S. to avoid escalation

North Korea tests Trump with missile launch

Bendi einnig á umfjöllun mína frá 3/1 sl:

Trump segist ætla hindra N-Kóreu í að smíða eldflaug er geti borið kjarnasprengju til Bandaríkjanna

https://www.sciencenews.org/sites/default/files/2016/01/main/blogposts/010616_ts_NKorea_map_free.jpg

Athygli vekur við viðbrögð stjórnvalda í Washington, er hve þau eru dæmigerð!

Sbr. talað um að standa með Japan og S-Kóreu.
Talað um að ræða málin við Kína.
Og auðvitað - vangaveltur um nýjar refsiaðgerðir.

Nánast eins og - Obama væri enn við völd!

Ákveðinn húmor að íhuga það, en Trump t.d. gagnrýndi Obama fyrir slæglega meðferð á N-Kóreu.

  • En eins og ég benti á í janúar -- þá er í reynd ekkert sem Trump getur gert.
    --Sem hefði eitthvað að nálgast, ásættanlega áhættu.
  1. Kóreustríðinu lauk með vopnahléi - aldrei saminn formlegur friður. Sem þíðir, að allt og sumt sem þarf til að starta því að nýju - að herirnir fari að skjóta.
    --Hafandi í huga að N-Kórea hefur mikið af stórskotaliði í færi við Seoul.
    Þíddi líklega árásir á skotmörk í N-Kóreu, nánast tafarlausa stórfellda eyðileggingu innan borgarmarka höfuðsstaðar S-Kóreu.
  2. Síðan væri engin leið að útiloka, að Kim Jong-un mundi fyrirskipa að skjóta öllum sínum eldflaugum - í einu. Um leið og það fréttist, að bandarískur flugher væri að reyna að eyðileggja þær.
    --Þ.s. þær eru á "mobile launchers" þá væri erfitt að algerlega tryggja, að þær væru allar eyðilagðar - áður en einhver eða einhverjar flaugar kæmust í loftið.
    --Það þarf ekki nema ein sprengja að hitta borg - til þess að drepa mikinn fjölda í S-Kóreu eða Japan.
  3. Svo eins og kortið sýnir vel, er það stutt yfir til Kína - að óhagstæðir vindar gætu borið geyslavirk ský yfir - og eitrað landsvæði þar í landi.
    --Án vafa væri Kínverjum ekki skemmt.
  4. Eða geislavirk ský, gætu borist til Japan - gert það sama þar.

Þá er auðvitað það litla vandamál - hver á að stjórna N-Kóreu, ef landið leggst á hliðina?
En slík yfirtaka - mundi án nokkurs vafa, kosta óskaplegar upphæðir.

 

Niðurstaða

Miðað við það hvað lítið raunverulega er hægt að gera -- var ekki að furða að viðbrögð Trumps væru ekki sérlega mikil, sbr:
"I just want everybody to understand, and fully know, that the United States of America is behind Japan, our great ally, 100 percent,"
Reikna með því, að hann hafi meint -- S-Kóreu einnig!
--Einfaldlega gleymt að nefna það land!
En skv. fréttum var S-Kóreu mönnum ekki skemmt!

--Kannski ætti einhver að hans aðstoðarmönnum, að sína honum -- landakort.
Áður en hann opnar muninn næst!

 

Kv.


Trump virðist hafa hætt við að ögra Kína með Tævan eða deilum um S-Kína-haf, segist nú styðja "Eitt Kína" stefnuna!

Þetta er sennilega merkilegasta frétt vikunnar!
-En rétt fyrir embættistöku Trumps og fyrstu dagana á eftir - var hávær umræða á þann veg úr röðum hópsins í kringum Trump, að viðkvæmni Kína gagnvart málefnum Tævan -- gæti verið hentug hótun í því skyni að þvinga hugsanlega Kína til eftirgjafar á öðrum vettvangi.
-Það var einnig hávær umræða á þann veg, að það þyrfti að mæta Kína með ákveðnum hætti á S-Kína hafi, stöðva uppbyggingu herstöðva Kína þar og notkun Kína á þeim hersvtöðum þar sem Kína þegar hefur reist, auk þess að sýna Kína fram á að Kína ætti ekki roð í bandaríska flotann!
-Með í för var hávær umræða - um vaxandi hættu af Kína, hratt vaxandi herstyrk Kína - meintan eða raunveruleg ógn frá Kína fyrir bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu - o.s.frv.

Valdi þessa samsettu mynd - er sýnir Trump og Xi ánægða með lífið og tilveruna!

https://www.hongkongfp.com/wp-content/uploads/2016/11/POWERPNT_2016-11-14_16-53-49.png

En nú er eins og Trump hafi fallið frá því að sækja að Kína með þessum hætti!

  1. Þetta er mikilvægt, því hótun um - stuðning við hugsanlega sjálfstæðisyfirlýsingu Tævan, hefði án nokkurs vafa, þegar í stað - ræst nýtt Kalt-stríð.
    --Tævan málið hefði einnig getað startað öryggiskrísu, eins hættulegri og Kúpu deilunni.
  2. Varðandi S-Kína-haf, að ef Bandaríkin hefðu mætt þar með heilu flugmóðurskipadeildirnar, en erfitt að sjá að minna hefði getað dugað, þá hefði það án lítils vafa getað ræst ákaflega hættulegt öryggisástand.
    --Sem einnig hefði getað leitt til vopnaðra átaka milli Kína og Bandaríkjanna!

--Trump virðist hafa fallið frá þessum - afar hættulegu hugmyndum, innan ráðgjafa hóps síns.

Trump backs ‘One China’ policy in first presidential call with Xi

Trump changes tack, backs &#39;one China&#39; policy in call with Xi

Rökrétt ályktun virðist mér sú!
Að Trump hafi ákveðið að einbeita sér að - viðskiptadeilunni við Kína.

  1. En vandinn við að -- þrýsta á Kína með Tævan.
  2. Eða senda öflugan bandarískan flota inn á S-Kína haf, og ógna uppbyggingu Kína þar.

--Að um leið og deilan við Kína, hefði þróast í alvarlega öryggiskrísu.
--Hefði viðskiptadeilan - fallið í skugga, fullkomlega óhjákvæmilega.

  • Viðskiptadeilan <--> Hefði þá orðið gísl <--> Öryggiskrísunnar.

Megin afleiðing hefði getað orðið: Að ræsa nýtt Kalt-stríð við Kína. En án þess að ná nokkru fram af þeim - markmiðum á viðskiptasviðinu, sem Trump hefur einnig verið að tala um.

Hvort að Trump áttaði sig á þessu - að þetta væri ekki rétta leiðin!
Eða að honum var lokum bent á það, t.d. af ráðgjöfum hans varðandi viðskiptamál, að það gæti verið ósnjallt - að gera viðskiptadeilu að gísl deilu um öryggismál.
--Get ég ekkert sagt um!

A.m.k. sé það klárt - að það sé ákaflega mikilvæg ákvörðun Trumps.
Að hafna þeim hugmyndum - um nálgun að Kína, sem hefði án lítils vafa framkallað mjög hættulega hernaðarspennu gagnvart Kína.

Trump getur þá raunverulega -- einbeitt sér að viðskiptadeilunni!
--Eftir að hafa náð því, að öryggiskrísa mundi einungis skemma fyrir.

 

Niðurstaða

Eitt stórt -hjúkki- þegar ég frétti það, að Trump virðist hafa hafnað hugmyndum sumra ráðgjafa sinna, sem ráðlögðu að sækja að Kína með hætti - sem ég var fullkomlega öruggur um að mundi framkalla hernaðarspennu Bandaríkjanna við Kína - og mjög líklega Kalt-stríð þeirra á milli.

Í stað þess að stefna beint og nær milliliðalaust á hernaðarspennu við Kína - virðist Trump ætla að einbeita sér að því að ræða breytingar á viðskiptum Bandaríkjanna og Kína.
--Bendi þó á, að viðskiptadeila Bandaríkjanna við Kína, að ef hún fer í alvarlegan baklás - þ.e. viðskiptastríð.
--Þá getur hún einnig leitt til nýs Kalds-stríðs.

En a.m.k. er sú útkoma ekki nærri fullkomlega örugg.
Eins og hefði verið - ef Trump hefði fylgt ráðum róttækustu-Kína andstæðinganna meðal síns ráðgjafa hóps.

A.m.k. þarf viðskiptadeila ekki að enda með þeim hætti.
--Viðskiptadeila getur endað með samkomulagi, án frekari átaka.

Þá væntanlega - þurfa báðir aðilar þ.e. Trump líka, að bakka frá sínum ýtrustu markmiðum.
--Það reyni þá á það hvort Trump hafi - dyplómatíska hæfileika yfir höfuð, en þeir hafa ekki sérdeilis verið áberandi fram að þessu.

A.m.k. óþarfi að spá því að viðskiptadeila Trump starti Köldu-stríði.
Þó sú útkoma sé a.m.k. hugsanleg.

 

Kv.


Trump virðist hafa tapað áfrýjun lögbanns á tilskipun Trumps um bann á þegna 7 ríkja - Trump ætlar greinilega að afrýja á næsta dómstig

Skv. fréttum var afgreiðsla dómaranna í "Ninth US Circuit Court of Appeals" - mótatkvæðislaus.
--Niðurstaðan að auki virðist skýr.

Viðbrögð Trumps voru fyrirsjáanleg:

"Trump tweeted: "SEE YOU IN COURT, THE SECURITY OF OUR NATION IS AT STAKE!""

En það er einmitt hvað honum hefur ekki tekist að sýna fram á!
--Að innra öryggi sé ógnað, ef bannið nær ekki fram að ganga.

Ninth US Circuit Court of Appeals: “(W)e hold that the Government has not shown a likelihood of success on the merits of its appeal, nor has it shown that failure to enter a stay would cause irreparable injury, and we therefore deny its emergency motion for a stay.”

Með öðrum orðum, gátu dómararnir 3-ekki komið auga á að ríkisstjórnin hefði sýnt fram á, að slíkt hættuástand væri til staðar varðandi innra öryggi Bandaríkjanna - að ef krafa ríkisstjórnarinnar um tafarlausa frávísun næði ekki fram að ganga, mundi þar með skapast umtalsverð ógn fyrir almenning innan Bandaríkjanna.

Dómararnir virðast einnig ekki hafa sannfærst um ágæti rökstuðnings ríkisstjórnarinnar - fyrir kröfu um frávísun málflutnings tveggja fylkja gegn ríkisstjórninni.

  1. Mér virðist þar með, dómararnir ekki vera sannfærðir um það - að þörf væri fyrir tafarlaust bann á borgara landanna - 7, skv. tilskipun Trumps.
  2. Né sannfærðir um það, að þær aðferðir notaðar eru við skoðun og mat á þeim sem vilja koma til landsins, séu augljóslega ófullnægjandi - þar með starfsfólk útlendingaeftirlitsins ófært um að vernda borgara landsins skv. þeim ferlum er voru starfandi.

US appeals court denies Trump bid to lift travel-ban freeze

In setback for Trump, U.S. judges reject travel ban

Tvít Trumps - bendir bersýnilega til þess, að Trump ætli sér að halda áfram með málið upp á næsta dómstig.

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að málið allt, sé eitt samfellt risaklúður Trumps og Co. En eins og fólk ætti að vita, þá var tilskipun Trumps - sett fram án þess að hafa þær stofnanir sem áttu að framfylgja henni með í ráðum, og þar með var alfarið látið vera að - vara þá starfsmenn við eða kynna málið fyrirfram fyrir þeim, eða undirbúa framkvæmd hennar að nokkru hinu minnsta leiti.
--Að auki virðist ákvörðun hafa verið tekin af þröngum hópi, þ.e. Bannon - Trump og þeirra nánasta klíku. Sumir ráðherrar hafi ekki einu sinni fengið að vita af málinu - þar með sá ráðherra, sem hafi innflytjendamál á sinni könnu -- svo sérkennilegt sem það er.

Réttast væri að Trump mundi draga tilskipunina til baka.
Síðan gæti hann undirbúið nýja tilskipun - lagfært gallana á þeirri sem hann lagði fram.
Og í þetta sinn, haft sérfræðinga Útlendingamála - með í ráðum.

En sjálfsagt er góð stjórnsýsla -- óhugsandi fyrir þessa ríkisstjórn.
--Sem virðist þeirrar skoðunar, að liðið í Washington - vinni gegn eigin þjóð.

  • M.ö.o. virðist sem að liðið í kringum Trump, hreinlega treysti ekki stjórnsýslunni.
    Vart annars unnt að útskýra, af hverju enginn innan hennar var hafður með í ráðum.

_________
Ps. áhugaverð grein: Trump and Bannon Pursue a Vision of Autocracy.

 

Kv.


Trump virðist byggja lagavörn sína á lögum frá 1952 - meðan lagavörn andstæðinga byggi á lögum frá 1965

Immigration and Nationality Act frá 1952 og Immigration and Nationality frá 1965 -- virðast kallast á.
Eldri útgáfa innflytjendalaga, kemur fram í upphafi McCarty tímabilsins.
Áhugavert er að vitna í þann þingmann - sem var aðalhvatamaður 1952 laganna, Pat McCarran:

"I believe that this nation is the last hope of Western civilization and if this oasis of the world shall be overrun, perverted, contaminated or destroyed, then the last flickering light of humanity will be extinguished. I take no issue with those who would praise the contributions which have been made to our society by people of many races, of varied creeds and colors. ... However, we have in the United States today hard-core, indigestible blocs which have not become integrated into the American way of life, but which, on the contrary are its deadly enemies. Today, as never before, untold millions are storming our gates for admission and those gates are cracking under the strain. The solution of the problems of Europe and Asia will not come through a transplanting of those problems en masse to the United States. ... I do not intend to become prophetic, but if the enemies of this legislation succeed in riddling it to pieces, or in amending it beyond recognition, they will have contributed more to promote this nation&#39;s downfall than any other group since we achieved our independence as a nation."

Þessi ræða mundi passa mjög vel inn í -- innflytjenda-umræðuna í dag!
Nema að umræðan í dag - beinist ekki að A-Evrópu, heldur Mið-austurlöndum og Afríku.

  • Eins og flestir ættu að vita, tók við í kjölfarið -- tímabil innan Bandaríkjanna, þ.s. kommúnista hræðsla var í algleyming.
  • Því má líkja við - Íslam hræðsluna í dag.
  • Lögin voru notuð t.d. til að banna fólki, sem taldist - of vinstri sinnað eða jafnvel hafa einhver hin minnstu -- kommúnista tengsl, að setjast að í Bandaríkjunum.
    --Útgangspunkturinn, var að verja bandarískt samfélag - gagnvart, ytri áhrifum séð sem varasöm.

Það sé þar af leiðandi -ef til vill- ekki furðulegt, að andi 1952 laganna - höfði til Donald Trump, sbr: Trump claims legal authority to impose travel ban.

 

Mikilvæga breytingin með 1965 lögunum!

  1. Bannað að mismuna innflytjendum -- eftir þjóðerni.
    --M.ö.o. var ekki lengur heimilt, að stýra innflutningi til Bandaríkjanna - eftir kynþáttum og þjóðerni.
    --Sem hafði verið praktíserað síðan 1922, en til er enn eldri útgáfa þessara laga.
  2. Til viðbótar, var sett bann við mismunun -- vegna trúar.
    --Sem þíðir, að ekki má setja eiginlegt - múslima bann t.d.

Þess vegna snýst lagadeilan um það -- hvort Trump er að banna Múslima.

Síðan er greinilega augljóslega - sbr. bann við mismunun vegna þjóðernis, að það orkar tvímælis að banna -- heilu löndin.
--Trump og Co. halda fram á móti, að það sé gert vegna -- ytra öryggis Bandaríkjanna, m.ö.o. til að vernda almenning í Bandaríkjunum fyrir hættum.

  • Hinn bóginn -- er sennilega hugtakið -öryggi- sögulega séð, mest misnotaða hugtak heimssögunnar.
  1. Það augljóslega, veikir þá röksemd -- að sl. 30 ár er ekki hægt að rekja eitt einasta hryðjuverk innan Bandaríkjanna til innflutts fólks frá löndunum 7-sem Trump vill banna vegna öryggissjónarmiða, að hans sögn.
  2. Síðan, þarf að hafa í huga, að eftir 9/11 atburðinn - stofnun "Department of Homeland Security" - voru innflytjendamál tekin fastari tökum en áður.
    --Síðan þá hafa ferli til að áhættumeta þá sem vilja heimsækja Bandaríkin, eða setjast þar að -- verið marg-yfirfarin.
    --Bandaríkin hafa sérstakan vara á, þegar íbúar landa sem eru í -áhættuflokki- vilja heimsækja eða setjast að.

Það þarf þá að rökstyðja það - að þær reglur sem notast er við, sem hafa verið lagfærðar endurtekið síðan 2001.
--Séu augljóslega ónothæfar - eða, hriplekt gatasigti.

En hafandi í huga að ekkert hryðjuverk sé unnt að rekja til nýbúa frá löndunum 7.
--Virðist a.m.k. ekki blasa augljóst við -- að stórhættuleg krísa sé til staðar, fyrir innra öryggi Bandaríkjanna frá íbúum þeirra landa.
--Eða að starfsfólk þeirra stofnana, sé ekki mögulegt að verja þegna Bandaríkjanna, með þeim tækjum er það fólk þegar ræður yfir.

  • En nánast eina réttlæting fyrir aðgerð Trumps -- væri stórfellt innra öryggis hættuástand.
    --Sem einfaldlega blasi ekki við að sé til staðar.

--Það sé ekki síst röksemd.
--Að þörfin fyrir svo gríðarlega íþyngjandi aðgerð.
Blasi ekki við að sé til staðar!

 

Niðurstaða

Dómarar svokallað "Nine Circuit Court" ætla að tjá niðurstöðu sína á nk. 2-3 dögum. Fyrirfram augljóslega er ekki hægt að fullyrða neitt hvað þeir muni ákveða.
--En mér virðist a.m.k. ekki til staðar nein augljós þörf fyrir að rugga "status quo."
Það er, ríkjandi til nú nokkurra ára fyrirkomulagi, með svo óskaplega íþyngjandi aðgerð.
Að banna alfarið þegnum 7-landa að koma til Bandaríkjanna, og setjast þar að.

Ef röksemdin er að þörf sé að vernda bandaríska borgara fyrir aðsteðjandi voða.
Fullyrðingin um slíka stórfellda aðsteðjandi ógn, einfaldlega virðist ekki studd af raungögnum.

Að mínu viti ætti það eitt duga til þess, að dómararnir velji að -- verja "status quo."
Þ.e. að hafna aðgerð Trumps!

Sem væntanlega mundi leiða til þess að ríkisstjórn Trumps mundi áfrýgja málinu til Hæstaréttar.

  • Megin röksemd ríkisstjórnarinnar - virðist að Trump megi ákveða þetta - punktur.
    -Meintur voði, séu viðbótar rök. En megin rökin að Trump ráði þessu sem ríkjandi forseti.

--Ef maður eingöngu mundi lesa lögin frá 1952, mundi maður sjálfsagt álykta að svo væri.
En McCarty árin leiddu til þess, að lögin voru endurskoðuð 1965.

 

Kv.


Samkvæmt Viðskiptaráði Bandaríkjanna - hefur útflutningur Bandaríkjanna til Mexíkó aukist 468% síðan 1993, á sama tíma og innflutningur frá Mexíkó hefur aukist 638%

Við þekkjum í dag viðhorf Donald Trump til NAFTA samkomulagsins er tók gildi 1993, þ.e. versti samningur heimssögunnar, að hann hafi verið hræðilegur fyrir Bandaríkin, Mexíkó hafi grætt á honum meðan Bandaríkin hafi tapað.
--Það er eiginlega rauður þráður í gegnum - hugmyndir Trumps um alþjóðaverslun og viðskipti.
--Það er "grievance" túlkun sem hann heldur á lofti, þ.e. hann sakar viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna - almennt um að hafa farið illa með Bandaríkin á viðskiptasviðinu.

  • Mér virðist eiginlega að Trump og þeir sem eru sammála honum - kenna öðrum þjóðum um þær ófarir, sem hann segir að Bandaríkin hafi farið síðan á 6. áratugnum.

Þessi túlkun er að sjálfsögðu, barnalega vitlaus: En Trump er að stara aftur til baka til þess tíma er hann var ungur maður á - tvítugs aldri, eða jafnvel lengra aftur - er hann var unglingur.
--Bandaríkin voru toppurinn á ísjakanum.
En það var vegna tjóns þess sem önnur þróuð iðnríki urðu fyrir í - Seinni Styrrjöld.
M.ö.o. hafi þetta ástand, sem hann og fólk með svipaðar skoðanir, sjá í hyllingum.
Verið fullkomlega - óeðlilegt og einnig fullkomlega ósjálfbært.

  1. En það gat ekki haldist - þegar löndin sem áður voru öflug iðnríki, endurreistu sig úr rústunum - sem þau sannarlega gerðu.
  2. Ég get ekki komið auga á nokkra þá -friðsama leið- sem Bandaríkin hefðu getað farið, til að viðhalda því ástandi.
  • En það mætti ímynda sér, Bandaríkin ca. 1950, umbreyta V-Evrópu, ásamt Japan - í nýlendur.
    --Síðan stjórna þeim svæðum, með sama hætti og gömlu nýlenduveldin stjórnuðu Afríku og Indlandi!
    --Það hefði að sjálfsögðu þítt, hernmám og stöðugar styrrjaldir.
    Sem hefði auðvitað kostað gríðarlega mikið - samtímis og Bandaríkin voru í Kalda-stríði.
    Ég held að það hefði augljóslega - aldrei gengið.
    Með álag af slíkum átökum, ofan á átök við Sovétríkin og Kína þess tíma -- hefðu Bandaríkin hreinlega getað orðið undir --> En þá hefðu þau ekki notið tilstyrks -bandalagsríkja- heldur hefði samskipti Bandaríkjanna og þeirra landa er urðu bandalagsríki þeirra, orðið að nettó kostnaði þ.e. byrði.

--En eins og ég sagði, ég kem ekki auga á nokkra þá friðsömu leið er Bandaríkin hefðu getað farið, til að viðhalda þeirri stöðu er Bandaríkin höfðu á 6. áratug 20. aldar!
--Þau úrræði sem líklega hefði þurt að grípa til, til að viðhalda slíku ástandi líklega með valdi -- hefði án nokkurs vafa valdið Bandaríkjunum gríðarlegum kostnaði og vandræðum, þegar þau vandræði eru hugsuð í samhengi við þau Kalda-stríðs átök er þá stóðu yfir.

Það hafi verið algerlega rétt ákvörðun á sínum tíma af Bandaríkjaforsetum þess tíma.
--Að aðstoða Evrópu og Japan - með efnahags aðstoð, við sína efnahagsuppbyggingu.
--Að gera þau að bandalagsríkjum - með skilgreinda jafningjastöðu.
Hafa m.ö.o. samvinnu við þau lönd - í stað þess að leitast við að halda uppi, drottnunarstöðu.
Þannig hafi þau stutt Bandaríkin í Kalda-stríðinu, og það hafi verið sigur bandalagsins sigurinn í Kalda-stríðinu.
--Að sjálfsögðu þíddi efnahags uppbygging þeirra landa, að þau sneru aftur til baka og gott betur, til þeirrar stöðu er þau áður höfðu!
Þau urðu aftur að -- efnahags keppinautum Bandaríkjanna.

En heilt yfir -- hafi það ekki verið tap fyrir Bandaríkin.
Þó Trump haldi öðru fram!
--Ég sé enga ástæðu til að draga eitthvað úr því, að afstaða Trumps og vinar hans Bannon, sé hreinlega -- algert rugl!
--Að bandamenn Bandaríkjanna, hafi skipulega grafið undan efnahag Bandaríkjanna - með einhvers konar, viðskiptasvikum. Og að hlutfallsleg hnignun Bandaríkjanna, frá ósjálfbærri yfirburða stöðu þeirra á 6. áratugnum, fram á þennan dag -- sé fullkomin sönnun þeirrar fullyrðingar þeirra félaga!

Þegar kemur að afstöðu þeirra félaga til Mexíkó og NAFTA - er afstaða mín sú sama, þ.e. þeir félagar flytji einnig ruglanda!

Viðskiptaráð Bandaríkjanna - U.S.-Mexico Trade Facts

 

Ef maður skoðar fullyrðingar Trumps um viðskiptin við Mexíkó í ljósi talna Viðskiptaráðsins!

ATH, tölur frá 2015.

Heildarviðskipti: 583,6ma.$

  1. Innflutningur til Bandaríkjanna frá Mexíkó: 316,2ma.$.
  2. Útflutningur Bandaríkjanna til Mexíkó: 267,2ma.$.
  • Viðskiptahalli Bandaríkjanna við Mexíkó: 19,2ma.$.

Trump og Bannon, mundu kalla þetta - sönnun þess að viðskiptin séu ósanngjörn.

Innflutningur frá Mexíkó til Bandaríkjanna:
--Aukning 638% frá 1993.

  1. Farartæki: 74ma.$.
  2. Raftæki: 63ma.$.
  3. Aðrar vélar og tæki: 49ma.$.
  4. Eldsneyti: 14ma.$.
  5. Sjóntæki og lækningabúnaður: 12ma.$.

Innflutningur landbúnaðarvara frá Mexíkó: 21ma.$.

  1. Ferskir grænmeti: 4,8ma.$.
  2. Ferskir ávextir: 4,3ma.$.
  3. Áfengi: 2,7ma.$.
  4. Snakk matur: 1,7ma.$.
  5. Unnir ávextir og grænmeti: 1,4ma.$.

Útflutningur til Mexíkó frá Bandaríkjunum: 15,7% heildarútflutnings Bandaríkjanna!
--Aukning 468% frá 1993.

  1. Vélar: 42ma.$.
  2. Raftæki og vélar: 41ma.$.
  3. Farartæki: 22ma.$.
  4. Eldsneyti: 19ma.$.
  5. Plastefni: 17ma.$.

Útflutningur landbúnaðarvara til Mexíkó frá Bandaríkjunum: 18ma.$.
--3. mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn fyrir bandarískar landbúnaðarvörur.

  1. Maís: 2,3ma.$.
  2. Saujabaunir: 1,4ma.$.
  3. Mjólkurafurðir: 1,3ma.$.
  4. Svínakjöt og svínaafurðir: 1,3ma.$.
  5. Nautakjöt og nautaafurðir: 1,1ma.$.

Skv: US farmers rattled by Trump’s Mexico plans.

  1. Mexíkó mikilvægasti markaðurinn fyrir: maís, mjólkurafurðir, svínakjöt og hrísgrjón - frá Bandaríkjunum.
  2. Næst mikilvægasti markaðurinn er Mexíkó fyrir: saujabaunir og hveiti.
  3. Þriðji mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn er Mexíkó fyrir: nautakjöt og baðmull.

 

Tölurnar að ofan segja þó ekki alla söguna!

  1. T.d. þó að bifreið sé framleidd í Bandaríkjunum.
  2. Gæti hún innihaldið íhluti framleidda í Mexíkó.
  1. Og öfugt, að bifreið innflutt frá Mexíkó.
  2. Gæti innihaldið íhluti framleidda í Bandaríkjunum.

Viðskiptin - víxlverka með flóknum hætti fram og til baka.
Þar sem fyrirtæki gjarnan reka starfsemi - beggja vegna landamæra.

  • Inn og útflutningstölur, innihalda mikið af -- einmitt, innan fyrirtækja starfsemi.

Þar sem framleiðsluþættir - geta jafnvel verið í öllum löndunum þrem!
--Þ.e. Mexíkó, Bandaríkjunum, og Kanada - sem tilheyra NAFTA.

Mikið sé um -- sérhæfingu.
Þ.s. framleiðslan -- sé fullkomlega sérhæfð fyrir markaðinn.

Það eigi við innan allra landanna - þriggja.
---------------

Viðskipta-átök hafa því mikla möguleika til að valda umfangsmiklum efnahags truflunum.

  1. Gagnkvæmir refsitollar mundu ekki einungis hækka -- tollaðar fullunnar vörur.
  2. Heldur gæti bifreið framleidd í Bandaríkjunum, einnig hækkað -- vegna íhluta sem framleiddir eru handan landamæra, sem verða dýrari vegna álagðra tolla.
    --Höfum í huga, að í dag eru íhlutir vanalega mun sérhæfðari en áður.
    --Vegna stóraukinna öryggiskrafna, íhluta framleiðendur gjarnan þróa íhlutinn í samvinnu við fyrirtækið sem framleiðir - bifreiðina á endanum; sem þíði að ekki sé endilega mögulegt að skipta um - íhlutaframleiðanda, fyrr en að nýtt módel væri þróað.

 

Niðurstaðan

Mér virðist niðurstaðan af því -- hvort að Bandaríkin hafa tapað á NAFTA augljóslega vera, að svo sé bersýnilega ekki.
--En þó að það sé rétt að viðskiptahalli hafi þróast, og verið viðvarandi í þessum viðskiptum.
Þá sé það í besta falli mjög villandi að -- segja samkomulagið einungis hafa skilað tapi fyrir Bandaríkin.

  1. En greinilega -- hefur orðið gríðarleg verðmæta aukning í útflutningi frá Bandaríkjunum til Mexíkó síðan 1993.
  2. Innflutningur frá Mexíkó -- hafi einfaldlega aukist, enn meir.

M.ö.o. hafi bæði löndin grætt!
--Mexikó einfaldlega - grætt meir.

  1. Höfum þó í huga, að til lengri tíma litið, er nettó gróði Mexíkó umfram nettó gróða Bandaríkjanna -- ekki endilega með augljósum hætti - tap fyrir Bandaríkin.
  2. En aukning velmegunar innan Mexíkó - þíðir að sjálfsögðu að innflutningur til Mexíkó fyrirsjáanlega heldur áfram að vaxa -- ef maður gefur sér að NAFTA haldi áfram án verulegrar truflunar.
  • Það geti vel verið, svo fremi að hagvöxtur í Mexíkó sé áfram hraðari en innan Bandaríkjanna -- að nk. 10 ár verði aukning útflutnings til Mexíkó hraðari!

En því auðugra sem Mexíkó verði -- því stærri verði neytendamarkaður þar!
--Í landi með 122 milljón íbúa.

Trump og Bannon - virðast þeirrar skoðunar, að stuðningur Bandaríkjanna í fortíðinni - við efnahags uppbyggingu fjölda landa, þ.e. fyrst Evrópu og Japans, síðan margra annarra landa sem síðan hafa iðnvæðst -- Mexíkó á síðari tímum.
----> Hafi verið svik Washington elítunnar við bandaríska verkamenn.

  1. Í þeirra hugarheimi -- sé ekkert "mutual gain."
  2. Heldur hljóti -- gróði eins/vera tap annars -- þ.e. bættur efnahagur hinna landanna, hafi verið á kostnað Bandaríkjanna -- m.ö.o. "Zero/Sum" sýn einkenni þá félaga.

Ég er einfaldlega fullkomlega ósammála þess konar túlkun á langtíma efnahags uppbyggingarstefnu fyrirrennara Trumps - alla tíð til baka til Harry Trumans og síðan Eisenhovers forseta.
--Þvert á móti hafi efnahagsuppbygging fjölda landa sem Bandaríkin studdu.
--Stuðlað að gríðarlegri stækkun heildar efnahagskökunnar, sem allir hafi grætt á.

NAFTA -- sé einnig dæmi þess, að heildarkakan stækki.
--Þó að hagkerfi Mexíkó hafi hlutfallslega stækkað hraðar, og hlutfallslega grætt meir.
Hafi Bandaríkin einnig nettó grætt á þeim viðskiptum -- þ.e. raun aukning útflutnings til Mexíkó frá Bandaríkjunum, hafi verið umtalsverð síðan 1993.

Til lengri tíma litið, muni áframhaldandi efnahags uppbygging Mexíkó - stuðla að frekari útflutnings gróða fyrir bandarískt viðskiptalíf.

 

Kv.


Trump og ríkisstjórn hans, einangruð í afstöðu sinni til Írans

Það þurfti ekki mikla spáspeki til að spá því - að fáir mundu elta nýja afstöðu ríkisstjórnar Trumps, þar sem virðist að stefnt sé að því að sveigja stefnuna til baka að þeirri fjandsamlegu stefnu gagnvart Íran sem til staðar var - í forsetatíð George Bush.

http://www.irangulistan.com/cartes/iran2.jpg

Pútín hefur fullkomlega öfuga afstöðu til Írans!

Það átti engum að koma á óvart, að stefnan gagnvart Íran sé með allt öðrum hætti í Rússlandi.
Kremlin says it disagrees with Trump&#39;s assessment of Iran

  1. "The Kremlin said on Monday it did not agree with U.S. President Donald Trump&#39;s assessment of Iran as "the number one terrorist state""
  2. Dmitry Peskov - "Russia has friendly partner-like relations with Iran, we cooperate on a wide range of issues, value our trade ties, and hope to develop them further,"
  3. "It&#39;s no secret for anyone that Moscow and Washington hold diametrically opposed views on many international issues,"
  4. Sergei Ryabkov - "...urged Washington not to try to reopen the Iran nuclear deal..." - "Don&#39;t try to fix what isn&#39;t broken," - "It would be an undesirable and negative turn of events that would only serve to pour oil on the flames in the Middle East."

Það verður áhugavert að sjá, hvernig það gengur upp fyrir Trump -- að ætla að bæta samskipti við Rússland; samtímis og Trump ætlar að vega að "strategic partner" Rússlands í Mið-austurlöndum.

Síðan er greinilega Teresa May ekki sammála Trump um Íran!
Israel&#39;s Netanyahu urges Britain to join Iran sanctions

  1. "May&#39;s spokeswoman..." - "The prime minister made clear that we support the deal on nuclear that was agreed,"
  2. "What happens now is that (the nuclear deal) needs to be properly enforced, and we also need to be alert to Iran&#39;s pattern of destabilizing activity in the region."

Skv. þessu, styður ríkisstjórn Bretlands - 6-velda kjarnorkusamkomulagið við Íran, m.ö.o. styður ekki umkvartanir Donalds Trump þess efnis, að það samkomulag sé hræðilegt og að það einhliða gagnist Íran.
--Litlar líkur séu á að Bretland hefji nýjar refsiaðgerðir gegn Íran.

Kína mótmælir nýjum refsiaðgerðum Trumps gegn Íran
China protests U.S. sanction list on Iran that hits Chinese firms

  1. Lu Kang - "Beijing had lodged a protest with Washington, and that such sanctions, particularly when they harmed the interests of a third party, were "not helpful" in promoting mutual trust."
  2. "Executives of two Chinese companies included on the list said on Sunday they had only exported "normal" goods to the Middle Eastern country and didn&#39;t consider they had done anything wrong."

M.ö.o. að refsiaðgerðirnar skaði kínverska einka-aðila í viðskiptum við Íran.
Með svipuðum hætti og Rússland - hafi Kína vinsamleg samskipti við Íran.
Og samtímis margvísleg efnahags tengsl - þó án vafa séu efnahags tengsl Kína við Íran, mun umfangsmeiri.
--Kína sé að auki eitt af löndunum sem stóð að kjarnorku-samkomulaginu við Íran, og ólíklegt einnig að styðja - endurupptöku þess.


Niðurstaða

Fyrir utan Saudi Arabíu - sem stendur í kalda-stríðs átökum við Íran, og aðra óvini Írans sbr. furstadæmin við Persaflóa, auk Ísraels.
--Virðist ólíklegt að Trump finni mörg önnur ríki sem taka undir hina nýju stefnu stjórnvalda í Washington.
En Trump, án nokkurra sannana, fullyrði blákalt að Íran sé það ríki sem mest ógn stafar af í Mið-austurlöndum, tekur þar með að fullu undir málflutning Ísraels - Saudi Araba og flóa furstadæmanna.
Að auki heldur hann því einnig fram, jafn blákalt, að Íran haldi uppi hryðjuverkasveitum út um heim - einnig án þess að vísa til nokkurra sannana, að því er ég best fæ séð heldur.

Það virðist augljóst að ekkert annað af 6-veldunum svokölluðu, muni hafa áhuga á endur-opnun kjarnorkusamkomulagsins. Að auki virðist afar ósennilegt, að þau lönd muni styðja nýjar refsiaðgerðir gegn Íran.
--Sennilegar að þau muni mæla einni röddu í hvatningu til Trumps, að rugga ekki bátnum.

Kína er það land sem sennilegast einna helst -- græðir á því, ef Trump leitast við að einangra Íran efnahagslega!

  1. Trump getur gert erlendum fyrirtækjum það - að velja milli Bandaríkjanna og Írans með viðskipti.
  2. Trump getur gert Íran nær ómögulegt að eiga í viðskiptum með dollar.

--Tæknilega getur Evrópa samt sem áður, átt í viðskiptum við Íran - með evrum.
--Sama getur Kína, með eigin gjaldmiðli.

Hinn bóginn, grunar mig sterklega, að Kína muni álíta refsiaðgerðir Trumps -tækifæri fyrir Kína- þ.s. að í augum Kína - er Íran að sjálfsögðu ríkt af auðlyndum sérstaklega olíu, auk þess staðsett við Persaflóa -- sem veiti Kína augljóst tækifæri til áhrifa, ef samskipti Kína og Írans mundu fara í verulega dýpkun í kjölfarið, þ.e. ekki einungis viðskiptasviði - heldur grunar mig að Kína mundi vera til í að selja Íran hátæknivopn til að endurnýja úreltan vopnabúnað herafla landsins.
--Íran gæti þá smám saman orðið að -strategic partner- fyrir Kína við Persaflóa.

Útkoma sem yrði verulega Bandaríkjunum til tjóns!
--Þ.e. með stuðningi Kína, gæti Íran elfst mun hraðar.
Og það á kostnað - bandalagsríkja Bandaríkjanna meðal arabalanda.

  • Það blasi ekki endilega við - að Íran velji slíkan farveg --> Ef Trump hættir við slíka stefnu.
    --Eins og ég hef áður sagt, sé hin nýja stefna Trump -lose lose- fyrir Bandaríkin.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 405
  • Frá upphafi: 847046

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 383
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband