Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2015

Kýpur virðist hafa lagt af öll fjármagnshöft

Skv. fréttum gerðist þetta sl. mánudag, og er Kýpur þar með á ný "haftalaust." Ég átti von á að Kýpverjar mundu viðhalda "varnagla-ákvæði" um stórar upphæðir. En þeir hafa felt slík ákvæði niður einnig!

Cyprus lets euro zone's first capital controls go quietly

Cyprus lifts last capital controls after two years

  • Kýpversku höftin - voru í 2 ár.
  • Íslensku hafa staðið yfir í 7.

"But with an incremental relaxation over the past 18 months, banks reported no unusual activity on Monday." - "The last controls to go were regulatory approval to move more than 1 million euros ($1.1 million) out of the country, and a traveller's limit of 10,000 euros per trip."

Það er hugsanlegt - að prentunar-aðgerð Seðlabanka Evrópu, er hófst fyrr á þessu ári, hafi gert Kýpverjum mögulegt að losa höft.

En sú aðgerð -að dæla fé inn í hagkerfi evrusvæðis- sem hefur leitt til þess að gengi evru hefur lækkað um rúmlega 20% miðað við dollar, auk þess að evra hefur einnig lækkað miðað við -Asíugjaldmiðla.

Hefur sennilega aukið tiltrú á getu S-Evrópulanda, en lægra gengi ætti að þíða að S-evr. fyrirtæki hafi betri möguleika til útflutnings, en þegar gengið var hærra.

Að auki -dregur prentunin- úr hættunni á verðhjöðnun festist og verði kerfislæg.

Þannig hafi prentunin aukið tiltrú innan kerfisins - - sem sérstaklega hafi verið mikilvæg vítamínsprauta fyrir hagkerfi S-Evrópu. Þar sem tiltrú, hafi einna helst skort.

Það hafi leitt til - - aukinst trausts á stöðu fjármálakerfisins. Sem í tilviki Kýpur - hafi verið lykilatriðið.

 

Niðurstaða

Ísland er þá eina landið í innan OECD með fjármagnshöft! Þau stafa af því, að enn hefur ekki verið leyst úr því með hvaða hætti losað verður um svokallaðan "skafl." En sú aðgerð verður ekki framkvæmd án þess að hún bitni á einhverjum. Hvernig sá kostnaður dreifist - þarf ekki að koma fram með stórri gengisfellingu.

En Ísland þarf að velja, hvernig kostnaðinum verður dreift á landsmenn og aðra.

Annars erum við að velja það að láta allt sitja fast hér áfram.

 

Kv.


Ótti minn við verulega gengisfellingu síðar á árinu hefur vaxið, ekki minnkað

Við skulum skoða stöðuna eins og hún kemur fram í þeim gögnum sem allir geta séð á netinu, en skv. Hagstofu Íslands þá var viðskiptahalli á Íslandi fyrstu 2-mánuði þessa árs. Og launavísitala sl. árs hækkaði að meðaltali um 6,4%. Hafið i huga að þó að kjarasamningar sérfræðistétta hafi farið fram á sl. ári - þ.s. kennarar og læknar fengu 30% eða gott betur. Þá er eftir að gera kjarasamninga við fjölmennustu hópana á vinnumarkaði. Þeir samningar eru útistandandi í ár.

  1. "6,6 milljarða króna halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo mánuði ársins." Rétt að árétta að fyrstu 2-mánuðirnir gefa ekki endilega rétta mynd af stöðunni. Á hinn bóginn, er það rökrétt - að ef laun hækka að meðaltali meir en nemur prósentu aukningi gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Að þá leiði sú þróun á enda til viðskiptahalla. Því fylgi þaðan í frá óhjákvæmilega - gengisfelling, þegar gengur á gjaldeyrisforða. En innflutningu vex alltaf þegar laun hækka, ef hann vex hraðar en nemur vexti gjaldeyristekna, þá verður viðskiptahalli alveg án nokkurs vafa fyrir rest.
  2. "Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%." Hafið í huga að stóru hóparnir á vinnumarkaði koma inn þetta ár.
  3. "Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 3 milljarða króna árið 2014 eða 0,2% af landsframleiðslu." Mun minni halli en árið á undan, en samt halli. 
  4. Vaxandi innflutningur er að draga niður hagvöxtinn, það skýrir líklega af hverju hagvöxtur mælist mun minni en væntingar voru til um. Það þíðir væntanlega að ef viðskiptahalli skapast að þá -hverfur hugsanlega mældur hagvöxtur alfarið: Hagvöxturinn árið 2014 var 1,9%. "...þannig að þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 128 milljarða króna, dró utanríkisverslun hagvöxtinn niður." - > Það kemur kannski einhverjum á óvart, að vöxtur neyslu minnki hagvöxt skv. ísl. þjóðhagsreikningum. En þ.e. rökétt ef fólk man eftir því að -nær allar neysluvörur eru innfluttar.- Það þíðir að ekki er hægt á Íslandi að keyra upp hagvöxt á neyslu. Þvert á móti gæti vaxandi neysla, keyrt Ísland í nýja kreppu. En ef gríðarlegar launahækkanir á þessu ári munu valda neyslusprengingu er keyrir innflutning upp mjög mörg prósent yfir aukningu gjaldeyristekna, þá mun sú aukning neyslu umfram prósentu aukningu gjaldeyristekna - - raunverulegs skapa frádrátt (innflutningur dregst frá) þegar útreikningar á hagvexti fara fram. Þá gæti hagvöxtur á Íslandi orðið -neikvæður- jafnvel á þessu ári. Síðan snögg gengisfelling - eins og ég hef óttast í um tæpt ár.
  5. "Rætt við Gylfa Arnbjörnsson" - "Það er mín skoðun að aðildarfélög ASÍ eigi við þessar erfiðu aðstæður að horfa til skammtímasamnings, helst ekki lengri en til loka nóvember. Það er ljóst að það má ekki standa upp frá þessu borði öðruvísi en að okkar fólk hafi fengið leiðréttingu sinna kjara m.v. það sem gerst hefur í kjarasamningum annarra, þ.e. kennara og lækna. Það er ekkert réttlæti í því að tekjulægsta fólkið eigi eitt að axla ábyrgð á stöðugleikanum með hógværum launahækkunum á meðan aðrir fái ríflegar launahækkanir með kaupmáttartryggingu." - "Varðandi afleiðingar af þessari stöðu vitnaði Gylfi í fyrrum formann Dagsbrúnar, Guðmund J. Guðmundsson, þegar hann svaraði spurningum blaðamanna um ávinninginn af Þjóðarsáttarsamningunum. Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á því að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að einhverjir sérhópar keyri áfram og valti yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu."
  6. "Stefnir í átök á vinnumarkaði" - Gylfi Arnbjörnsson "Ekkert samfélag þolir það að gerðir séu samningar upp á þrjú prósent á annan vænginn og upp á 30 prósent á hinn vænginn og út úr því komið eitthvað sem heitir sátt í samfélaginu. Slíkt samfélag er ekki til."
  7. "Guðmundur Ragnarsson, formaður VM" - "Sú aðferðafræði að launafólk eigi eitt að bera ábyrgð á stöðuleikanum hefur ekki gengið upp. Það verða allir í samfélaginu að axla ábyrgð og taka þátt í verkefninu, fyrr mun ekki takast að koma á stöðuleika í íslensku hagkerfi."

Það sem ég les út úr afstöðu forsvarsmanna hópa sem á eftir að semja við - er að þeir sætti sig ekki við það að þeirra félagsmenn fái minna í prósentulegu tilliti heldur en "læknar" eða "kennarar" sem fengu mjög rýflegar hækkanir á sl. ári - eða eins og Gylfi Arnbjörnsson segir

  • "Háskólamenn hjá sveitarfélögunum riðu á vaðið með ríflega 9% launahækkun í árssamningi og síðan kennarar á öllum skólastigum með um 30% launahækkun í 2,5 ára samningi. Lokapunkturinn var síðan kjarasamningur lækna sem tryggði 30% launahækkun fyrir hóp sem er með um 1,2 milljónir króna að meðaltali í mánaðartekjur."

Verkalýðsforingjarngjarnir virðast sammála því að það eigi að vera stöðugleiki.

En á sama tíma, leggja þeir áherslu á að - jafnvægi verði að viðhalda milli hópa.

Ekki megi sumir hópar fara fram úr - > Á þessu ári verði að svara framúrkeyrslu sérfræðistéttanna með því að -jafna kjör lægri tekjuhópanna hlutfallslega til jafns."

Úr orðum Gylfa má lesa það út mjög skýrt - að hann "Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu" gerir sér fulla grein fyrir því, að það verður hrun og verðbólga.

Ég get einnig ekki heldur lesið annað úr orðum verkalýðsforingjanna - en að þeir muni í framtíðinni ekki sætta sig við -lágar hækkanir- nema að sérfræðihóparnir spili með í því.

  1. Ég veit, að sérfræðihóparnir voru með mjög harðar yfirlýsingar um brottflutning úr landi.
  2. En ég sé ekki að það sé mögulegt að lyfta þeim umfram lágtekjuhópana, þegar svo gersamlega skýrt er að lágtekjuhóparnir eru ekki til í að sætta sig við það að, sérfræðihóparnir hækki að hlutfalli umfram þá.
  • Þá leiðir þessi -leiðréttingartilraun- launa lækna og kennara, til þess einmitt sem ég hef óttast síðan ég frétti af samningum kennara - - þess: að það verði gengisfelling.

Mér virðist allt vera að koma fram sem ég óttaðist.

Eins og það sé kominn af stað skriða - sem ekkert fær stöðvað.

Gylfi bersýnilega skilur þetta allt mæta vel, einnig -verðbólguafleiðingarnar- sem skella á sbr. orð hans að vilja -skammtímasamninga fram í nóvember.-

Hann veit -eins og ég- að sennilega í millitíðinni, verður gengið búið að falla, og þar með kemur í ljós að -kennarar- og -læknar- fengu raunverulega ekki 30% launaleiðréttingu.

 

Niðurstaða

Eins og ég fæ best séð, er það vísvitandi stefna fjölmennustu hópanna á vinnumarkaði - að knýja fram -stóra gengisfellingu- fyrir haustið, svo að svokölluð -leiðrétting launa- kennara og lækna. Sé þar með eyðilögð.

Þetta er það ástand sem verið hefur lengi, að hver hópur ber sig saman við þann næsta. Og hóparnir geta ekki unnt því, að jafnvægi milli þeirra raskist.

Við erum þarna að tala um, þá sneið af þjóðarkökunni sem kemur til hvers og eins. En ef það hefði raunverulega virkað, að sérfræðihóparnir mundu komast upp með að hækka um 30% meðan lágtekjuhóparnir hækka um 3-4%.

Þá auðvitað hefði sneið sérfræðihópanna af þjóðarkökunni stækkað á kostnað sneiðar lágtekjuhópanna.

Svar lágtekjuhópanna, því þeir vita mæta vel að þjóðfélagið hefur ekki efni á 30% hækkun yfir línuna - - er að knýja fram klassíska gengisfellingu. Og þar með, lækka niður að nýju sérfræðihópana. Svo að jafnvægi milli hópa haldist.

  1. Hvernig á þá að koma í veg fyrir að sérfræðingarnir flytja af landi brott?
  2. Ég hef enga lausn á því vandamáli.
  • Bersýnilega eru lágtekjuhóparnir ekki tilbúnir til þess, að forða þeim brottflutningi með launahækkunum þeirra hópa hlutfallslega umfram kjör þeirra sjálfra.
  • Rökrétt útkoma er þá væntanlega sú, að hér í framtíðinni - verði mikill skortur á sérfræðingum.
  • Það gangi erfiðlega að manna stöður kennara og lækna, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

 

Kv.


ISIS virðist hafa náð heilu hverfi í höfuðborg Sýrlands

Þó þetta tæknilega nefnist flóttamannabúðir, hafa Palestínumenn búið nú þarna í marga áratugi. Fólkið sem býr þarna hefur fasta búsetu, það býr í húsum.

Það sem vekur að sjálfsögðu athygli, er að ISIS skuli nú vera að sækja fremur hratt fram þessa dagana innan Sýrlands.

Yarmouk hverfið má sjá á þessu korti af Damaskus

Eins og sjá má, þá er Yarmouk utarlega í borginni - en það þíðir samt að ISIS er nú statt einungis í nokkurra kílómetra fjarlægð frá jaðri miðborgarinnar. Sem hlýtur að veikja tak stjórnarinnar á borginni.

Áður en stríðið skall á 2011, bjuggu þarna skv. fréttum um 160þ. manns, en skv. frétt séu einungis um 18þ. eftir - langsamlega flestir íbúanna séu flúnir.

Það er áhugavert að meðan að stjórnvöld í Bagdad, hafa tekið landsvæði af ISIS - - virðist ISIS vera að sækja fram innan Sýrlands.

Þetta kort á að sýna í grófum dráttum stöðu mála undir lok janúar sl.

Ef ISIS er komið að Damskus - þá hefur yfirráðasvæði þeirra samtaka í Sýrlandi teigt sig töluverðan spöl síðan undir lok janúar í átt til höfuðborgarinnar.

Þó svo að mikið sé um ISIS liða frá öðrum löndum - þá er erfitt að sjá annað en að fjöldi Sýrlendinga hljóti að berjast með ISIS.

Annars væri erfitt að trúa því að her ISIS væri fær að ná þessum áragnri.

Islamic State Seizes Palestinian Refugee Camp in Syria

 

Niðurstaða

Ég vara fólk við þeirri hugsun - að lausn liggi í stuðningi við ríkisstjórn Assads. En stríðið hefur í dag mjög sterkan -trúarstríðs- undirtón. Með róttæka Shíta í Hesbollah hreyfingunni að berjast við hlið hermanna Assads - - sem í dag kvá flestir vera skipaðir hópi Alavíta sem kvá hafa eigin sértrú af meiði Íslam. Umdeilt hvort trú þess hóps skal teljast sértrú af stofni Shíta, eða alveg - sér útgáfa af Íslam út af fyrir sig.

En punkturinn er sá, að þessi hópur milli 10-12% íbúa. Meðan að Súnní arabar eru kringum 70% íbúa. Þá hefur þessi 10-12% íbúa samt um áratugi haldið meirihlutanum niðri með klassískum aðferðum lögregluríkis.

Það sé hatrið á minnihluta stjórn Assadanna - - sem reki Súnní araba meirihluta til fylgis við ISIS.

Svo að jafnvel þó að ISIS hópurinn viðhafi ógnarstjórn á sínum svæðum, virðast margir íbúa landsins samt líta á ISIS sem skárri kostinn. Það eiginlega setur í samhengi, hve sterkt hatrið á milli íbúahópa virðist orðið.

  • Ég efa að hægt sé að koma á friði í þessu landi.
  • Án þess að skipta því upp eftir íbúasamsetningu.

 

Kv.


Bandaríkin og Kína - í skemmtilegri viðskiptakeppni

Ég fjallaði fyrir skömmu síðan um hinn nýja Asíu-þróunarbanka í eigu Kína nefndur - "AIIB" eða "Asian Infrastructure Investment Bank."

Eins og kemur fram í pistli mínum frá 17/3 sl. þá hafa nokkrar Evrópuþjóðir ákveðið að taka þátt í Asíu-þróunarbanka Kína, Bandaríkjunum til nokkurrar skapraunar:

Frakkland, Þýskaland og Ítalía - ákveða að verða meðlimir að "AIIB" Asíuþróunarbankanum, stofnað til af Kína - Bretland var áður búið að kynna þátttöku

Það sem minni athygli hefur vakið - er að Bandaríkin eru samtímis að leitast við að -efla áhrif sín í Asíu. Og vilja standa fyrir stofnun viðskiptaklúbbs og eru að róa árum að fá þjóðir Asíu til að taka þátt í.

En sá nefnist "T.P.P." eða "Trans-Pacific Partnership" og eins og nafnið bendir til, er ætlaður þjóðum Asíu.

"A.I.I.B." sem Kína er aðaleigandi af, þó um sé að ræða þróunarbanka, þá má alveg líta svo á að tilgangur Kína sé einnig sá, að efla sín áhrif innan Asíu.

Round two in America’s battle for Asian influence

 

Réttara að tala um -viðskiptakeppni- fremur en -viðskiptastríð-

Það blasir ekkert við sem augljóslega hindrar sömu lönd í því að taka þátt í "A.I.I.B." og vera meðlimir að "T.P.P." samtímis.

Mig grunar að flestar Asíuþjóðir - muni velja þann kost, að taka þátt í þeim klúbbum sem risaveldin hvor um sig standa fyrir og bjóða þeim þjóðum þátttöku í.

Þó ekki væri annað en það sjónarmið, að vilja forðast að reita annað risaveldið til reiði. Og samtímis virðist fátt benda til annars, en að risaveldunum 2-sé annt um að fá sem flesta meðlimi.

Þannig að -takmarkandi- skilyrði virðast ekki ætla að þvælast fyrir.

  1. Það skemmtilega er þó, að sá klúbbur sem Kína hefur stofnað - gerir ekki ráð fyrir því að Bandaríkin verði meðlimur.
  2. Og samtímis, er Kína ekki boðin aðild að "T.P.P."

Það er meir atriði til að -brosa af- heldur en að ástæða sé að pyrrast.

  • En þó svo að "A.I.I.B." sé -banki- ekki viðskiptaklúbbur. Þá er alveg ljóst, að Kína reiknar með því, að hann muni stuðla að eflingu viðskipta Kína við þau lönd, sem sækja fjármögnun í hann.
  1. Eigum við ekki að fagna því, ef samkeppni risaveldanna einkennist af samkeppni af þessu tagi?
  2. Frekar en að snúast um -ógnarvopn- og -stríð í 3. löndum-?

Þó að öllum sé augljóst að Bandaríkin og Kína eru í vaxandi mæli að keppa um áhrif - þá hefur sú samkeppni a.m.k. fram að þessu ekki takið á sig þá andstyggilegu mynd, sem samkeppni Sovétríkjanna og Vesturvelda tók nánast strax.

Og það þarf ekki endilega að fara svo að samkeppni Kína og Bandaríkjanna, leiðist út í hernaðarbrölt.

Eða, a.m.k. er möguleiki að hún haldist á viðskiptasviðinu. Meðan að hún helst einna helst þar, þá er sú samkeppni ekki endilega slæm fyrir heiminn.

En ef hún felst í -keppni milli Bandaríkjanna og Kína um að bjóða 3-löndum sífellt hagstæðari kjör eða í því að bjóða þeim -fjármagn- á hagstæðum kjörum - - > Þá líkist sú samkeppni meir keppni milli fyrirtækja um viðskiptavini. En þeirri samkeppni sem var á milli Sovétríkjanna og Vesturvelda í Kalda-Stríðinu.

 

Niðurstaða

Þó að maður óttist þann möguleika að samkeppni Kína og Bandaríkjanna leiðist út í hernaðarbrölt og stríðsbrölt. Virðist a.m.k. enn sem komið er, sá möguleiki fyrir hendi. Að þeirra samkeppni haldist innan viðskiptageirans! Eða með öðrum orðum, snúist um þ.s. á ensku nefnist "soft power."

Meðan að svo er, þá getur sú samkeppni verið frekar til gagns, en ógagns.

 

Kv.


Mér virðist samningur 6-veldanna og Írans - rjúfa einangrun Írans

Ég held þetta sé ekki of stór ályktun. En skv. honum virðast Íranar fá fulla afléttingu viðskiptahamla ESB aðildarríkja. Aflétting viðskiptahamlana af vegum Bandaríkjanna - mun taka lengri tíma. Höfum í huga - að þrátt fyrir deilur Vesturvelda og Rússlands, hefur Rússland verið þátttakandi í samningaferlinu þ.e. - Rússland er 6-veldið.

  1. Mér virðist afar ólíklegt að það gerist - að Íran virði ekki samkomulagið af sinni hálfu. Einfaldlega vegna þess, að Íran - græði svo mikið á því að samningurinn nái fram að ganga.
  2. Ég er ekki viss um að það sé svo mikil áhætta til staðar frá Bandaríkjunum. Þó svo að allir þegar yfirlýstir áskorendur til forsetaframboðs á vegum Repúblikanaflokksins hafi líst samkomulagið óalandi og óferjandi, sama gildi um meginþorra þingmanna Repúblikana.
  • Þá er ég ekkert viss um að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Íran, þó að Bandaríkin haldi áfram - - viðskiptahömlum af sinni hálfu.
  • Þar sem, í því tilviki að Bandaríkin -einhliða ganga út úr samkomulaginu- virðist mér afskaplega ólíklegt að Evrópa mundi fylgja þeirra fordæmi - þannig að viðskipti Írans og Evrópu væru þá ekki í neinni augljósri hættu.
  • Að sama skapi -í því tilviki að Íran í engu augljósu vanvirðir samninginn- en Bandaríkin hafa sjálf rofið hann; þá sé ég ekki fyrir mér að samstaða innan Öryggisráðs SÞ sé líkleg - um að endurreisa refsiaðgerðir af hálfu SÞ.

Áframhaldandi viðskiptabann Bandaríkjanna - væri einfaldlega ekki nóg til þess að viðhalda viðskiptalegri einangrun Írans.

Þvert á móti, gæti ruddaskapur Repúblikana -ef þeir komast aftur til valda í Bandaríkjunum- skapað Íran fremur víðtæka samúð meðal ríkja heims.

Ef Bandaríkin mundu beita þvingunum, eins og t.d. að banna fyrirtækjum sem starfa í Bandaríkjunum að eiga í viðskiptum við Íran - - til þess að þvinga erlend fyrirtæki starfandi í Bandaríkjunum til þess að fylgja banni Bandaríkjanna. Þá gæti það skaðað samskipti Bandaríkjanna við sér veinveitt lönd.

Þetta auðvitað leysist af sjálfu sér - ef næsti forseti Bandaríkjanna verður Demókrati!

Í því tilviki, gætu þó Repúblikanar á þingi, leitast við að tefja í lengstu lög, afléttingu viðskipta-hamlana á Íran - - á hinn bóginn mundi vinveittur forseti samt hafa svigrúm til þess að hindra beitingu af hálfu Bandar. á þvingandi aðgerðum á 3-ríki. Til þess að fá þau til að hætta viðskiptum við Íran.

  • Repúblikanar geta með öðrum orðum, hindrað að það opnis á viðskipti milli Bandaríkjanna og Írans - - en þeir ættu ekki að geta hindrað að það opnist á viðskipti Írans, og annarra landa!
  • Þó að hugsanlegt sé að Repúblikana forseti mundi leitast við að skaða viðskipti 3-landa við Íran. Í tilviki að um væri að ræða lönd verulega háð viðskiptum við Bandaríkin.
  • Það samt dugi líklega þó ekki, til þess að hindra - - mjög umtalsverða opnun viðskipta Írana og annarra landa en Bandaríkjanna!

A Foreign Policy Gamble by Obama at a Moment of Truth

Iran Agrees to Detailed Nuclear Outline, First Step Toward a Wider Deal

Smart money over Iran should be on Obama

‘Framework’ nuclear deal agreed with Iran

 

Niðurstaða

Ég held að það sé kominn tími til að rjúfa einangrun Írans. En margir gleyma því að Vesturlönd studdu árásarstríð Saddams Huassian gegn Íran á 9. áratugnum. Hundruð þúsunda Írana létu lífið í þeim átökum.

Íranar hafa því ástæðu til reiði og haturs. Sú ástæða sem Bandaríkin höfðu á móti - gísladeiluna - þegar starfsmönnum sendiráðs Bandaríkjanna var haldið í gíslingu í um ár. Getur vart dugað sem tilefni!

Þegar menn halda því fram að Íran standi fyrir útbreiðslu hryðjuverka - þá er rétt að ryfja það upp, að Íran hafði gilda ástæðu meðan að stríðið við Saddam Hussain stóð yfir, og Vesturlönd dældu peningum í stríðsrekstur stjórnvalda í Írak.

Sannarlega er það rétt, að Lýbanon - Sýrland og Írak, teljast nú stórum hluta til áhrifasvæða Írans. Það er því rétt, að áhrif Írans hafa verið að eflast á seinni árum.

Á hinn bóginn, virðist að Íranar hafi fyrst og fremst verið duglegir í því að -græða á mistökum annarra. T.d. voru það Bandarikin sem lögðu óvinveitta ríkisstjórn Saddams Hussain í rúst - það var nákvæmlega Íran sem á endanum græddi á þeirri niðurstöðu. Sama á við um innrás Ísraels inn í Lybanon og hersetu þeirra þar á 9. áratugnum, að sú herseta stuðlaði að tilkomu Hesbollah hreyfingarinnar - sem hefur síðan þá verið tæki Írana til áhrifa í því landi.

Nýjasta dæmið er Yemen, en ríkisstjórnir þær sem Saudi Arabía hefur stutt þar sl. 25 ár, hafa beitt minnihluta Shíta í því landi - yfirgangi og ofstopa. Sem er að sjálfsögðu bakgrunnur þess, af hverju sá hópur byggði upp öfluga andstöðuhreyfingu svokallaðir Houthi menn. Klofningur síðan innan valdastéttar Súnníta, leiddi til þess að Houthi menn hafa náð bandalagi við hluta hennar. Sem leiyy hefur til þess að mikilvægir hlutar hers landsins hafa gengið þeim á hönd! Það bandalag er það sem hefur nú ráð völdum í því landi.

Á sama tíma virðist að Írönum hafi tekist að forðast sjálfir að framkvæma afrifarík mistök.

  1. Þvert ofan í fullyrðingar um annað.
  2. Virðist utanríkisstefna Írana, þaulhugsuð.
  3. Ekki er að sjá að hegðan íranskra stjórnvalda sl. 20 ár, markist af órökréttum hugsunarhætti!

En það að veldi og áhrif Írana hafi vaxið þrátt fyrir samfellt viðskiptabann í yfir 30 ár. Sannar það fullkomlega að Íranar hafa spilað með sín spil, með miklum árangri.

Það ber vott um mikla rökhyggju í þeirra uranríkisstefnu. Sú hefur gjarnan verið köld! En sú rökhyggja hafi ekkert endilega verið kaldari en sú rökhyggja er Bandaríkin sjálf hafa beitt!

 

Kv.


Loftárásir Saudi Araba virðast ekki megna að stöðva framsókn bandamanna Írans í Yemen

Það er merkilegt að verða vitni að því - hve veldi Írans fer hratt vaxandi. En í dag er shíta ríkisstjórnin í Íran - raunverulega bandamaður Írans. Ef út í þ.e. farið gerði George Bush Írönum stórfenglegan greiða, með því að leggja í rúst ríkisstjórn Saddams Hussain.

Það sýndi vel hve lítinn skilning hinir svokölluðu -ný íhaldsmenn- höfðu á Mið-Austurlöndum, að þeir virtust ekki hafa nokkurn hinn minnsta skilning á því; hverjar mundu verða líklegar afleiðingar þess - að leggja Bath flokkinn er tryggði áður yfirráð minnihluta Súnní Araba í Írak í rúst.

  1. En mér virtist þá þegar - sterkar líkur á að ef ríkisstjórn væri valinn í gegnum kosningar.
  2. Þá mundi það leiða óhjákvæmilega til þess, að flokkar meirihluta Shíta mundu þar með komast til valda.
  3. Og það virtist rökrétt að það mundi leiða til þess að stjórnvöld Írak yrðu þá vinveitt Íran.

Það var aldrei neinn vottur þess að -ný íhaldsmennirnir- skildu þetta einfalda grunnatriði.

Þetta auðvitað leitti til þess - að valdahlutföll milli Írans og Súnní-araba ríkja, röskuðust.

Alla tíð síðan hefur verið völlur á Írönum - og enn virðast þeir vera að efla áhrif sín!

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Bandamenn Írans virðast nú vera við það að taka næst stærstu borg Yemen!

Rebels in Yemen Battle for Control of Strategic Port City

Yemen’s Houthi and Saleh rebels tighten grip on Aden

"Houthi fighters backed by tanks pushed into the center of Aden on Wednesday and were battling for control of the southern port city, despite a weeklong Saudi military offensive against them." - "Witnesses reported fierce street battles and high civilian casualties in the Yemeni city on Wednesday night, including in the Khormakser district along the coast." - "Local journalists said the Houthis were facing stiff resistance from fighters allied with the exiled president, Abdu Rabbu Mansour Hadi."

  1. Saudi Arabar ætluðu að nota -Aden- sem 2-höfuðborg landsins, en fyrir rúmum mánuði færðu þeir sendiráð sitt þangað, og það gerðu einnig Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.
  2. Ég geri ráð fyrir að þeim sendiráðum hafi nú verið lokað - en skv. fréttum standa nú yfir harðir bardagar um borgina.
  3. Liðssveitir þess sem var forseti landsins, þar til Houthi menn tóku höfuðborgina seint á sl. ári - - verjast enn innan Aden. Ef marka má þessar fréttir.

Það er rökrétt að leitast sé eftir því, að sækja fram meðfram ströndinni. Því eðlilega vill stjórnin í Sana -undir stjórn Houthi manna- ná hafnarmannvirkjum Aden borgar.

En ef þau falla til þeirra, þá er þar með fallin eina djúpsjávar höfnin í landinu.

Það þíðir að þar með loka væntanlega Houthi menn á þann möguleika - að nýstofnaður sameinaður herafli arabaríkja undir stjórn Saudi Arabíu - - geti sent lið til Yemen með þeirri þægilegu aðferð, að skipa liðinu á land þar sem til staðar eru nægilega umfangsmikil hafnarmannvirki, og legupláss fyrir stór skip.

Það væri sennilega umtalsverður -strategískur- sigur fyrir hin nýju stjórnvöld í Yemen.

En með falli Aden - þá verður væntanlega til mikilla muna erfiðara fyrir Saudi Araba og bandalagsríki Saudi Araba að velta stjórninni í Sana úr sessi.

  1. En þá væntanlega þarf að safna liðinu saman - annars staðar.
  2. Þar sem þessi lönd ráða ekki yfir tækjum til að gera innrás af hafi!
  3. Þá er vart um annað að ræða, en að safna saman her á landamærum Saudi Arabíu og Yemen.

Eins og sést á kortinu að neðan, þá þarf innrásarher sem sækir úr norðri!

Að sækja inn á hálent svæði, ef sá sækir í átt til Sana!

Það væri alls ekki auðvelt mál, að safna nægilegu liði - til þess að sækja síðan Suður yfir landamærin, síðan inn á fjall-lendið í átt til höfuðborgar Yemen.

En reikna má með því að - lið verði til varnar.

Ég eiginlega hallast gegn því, að bandalag Sauda leggi í slíkt verkefni. Þess í stað verði loftárásum líklega haldið áfram - samtímis fari Saudar og flóa Arabar í þann gýr sem þeir þekkja í Sýrlandi - - að fjármagna innlenda óvini hinnar nýju ríkisstjórnar Yemen, ásamt því að senda þeim hópum vopn.

Ahuga vekur að, Al-Qaeda, er ákaflega virk í Yemen. Og hefur haldið uppi árásum á Houthi menn, þar á meðal beitt sjálfsmorðsárásum innan Sana borgar.

Spurning hvort að Saudar - - þori að magna upp jihadistan, rétt Sunnan við eigin landamæri.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið, að ef Saudar fara í þann gýr að efla sem mest upplausn á svæðum í Yemen, sem ekki lúta hinni nýju stjórn í Sana. Þá er langt í frá loku fyrir skotið. Að -jihadista hópar- gætu reynst stjórnvöldum í Saudi Arabíu sjálfum skeinuhættir, innan Saudi Arabíu. Í þeirri útkomu væri ef til vill - ákveðið skáldlegt réttlæti.

 

Kv.


Sterk staða Írans - virðist koma fram í ákvörðun Obama, að færa frestinn til að ljúka viðræðum milli Írans og 6 veldanna, til nk. þriðjudags

Mér virðist flest benda til þess að samkomulag verði á endanum náð fram - en að það muni fela í sér mjög mikla eftirgjöf gagnvart Íran! Miðað við þá afstöðu til samninga sem Vesturveldi lögðu af stað með í upphafi.

  1. En þá átti að tryggja að Íran geti ekki smíðað kjarnavopn.
  2. En það atriði virðist vera búið að gefa eftir, en skv. því hvernig ramminn lítur úr miðað við fréttir - þá er miðað við það að Íran þurfi a.m.k. 1-ár til að smíða sprengju.
  1. Það sem síðan gerðist um daginn, og hefur valdið vandræðum í viðræðum síðustu dagana. Er að Íranar hafa bakkað frá hugmyndum um að samþykkja að - - auðgað úran verði sent úr landi.
  2. Nú vilja þeir halda í landinu, þeim birgðum auðgaðs úrans sem munu safnast!

Það auðvitað þíðir! Fyrst að Íran má halda getu til að auðga nægilegt magn úrans - þannig að Íran þurfi ca. 1-ár til að smíða sprengju. Að tæknilega gæti þá Íran á 10 árum þeim sem samningurinn á að gilda, auðgað nægilegt magn úrans til að smíða 10 sprengjur.

  • Það verður sennilega komið á fyrirkomulagi þar sem auðgaða úranið verður varðveitt í sérstökum hyrslum innsigluðum - og það verði reglulegt eftirlit með því að það sé ósnert.
  • Eðlilega mundi slíkt eftirlit ekki gilda nema meðan samningurinn heldur gildi.
  1. Það áhugavrerða við það atriði - - er að með þessu getur það verið, að Íran skapi sér -öfluga hvatningu- fyrir Bandaríkin - að standa við samninginn fyrir sitt leiti.
  2. Jafnvel þó næsti forseti væri andvígur honum.
  3. Því ef honum væri sagt upp einhliða - mundu Íranar væntanlega rjúfa innsiglin og reka eftirlitsmenn úr landi.

Það sem þetta sýni - ef til vill!

Er að Íranar hafa meir en í fullu té við samningamenn Vesturvelda!

As Nuclear Talks Drag on, U.S. and Iran Find It Harder to Hear Each Other

Iran Nuclear Talks Extended to Wednesday, Negotiators Say

‘Magnificent’ Iranian negotiators haggle down to the wire

"“The Iranians are magnificent negotiators,” says Mark Fitzpatrick, head of non-proliferation and disarmament programme at the think-tank IISS, and the US state department’s former nuclear chief. “They are tactically brilliant. But the problem is sometimes that tactical brilliance can get in the way of achieving the preferred strategic outcome.”"

"The Iranian team in Lausanne...are “playing a smart game” says Mr Fitzpatrick, “but if they don’t agree to the compromises they are going to miss the opportunity . . . the opportunity of a lifetime. This deal isn’t coming around again.”"

  • Sjálfsagt er það rétt hjá Fitzpatrick að Vesturveldi hafa einhver rauð strik!
  • Hinn bóginn, er smávegis óljóst hvar þau eru - þ.s. Vesturveldi hafa að því er best verður séð, bakkað frá því sem þau sögðu í upphafi að þau væru.

Íranar virðast aftur á móti vera að leitast við að kalla fram -sem mesta eftirgjöf Vesturvelda- samtímis og þeir lágmarka þær fórnir sem þeir færa fram!

Þeim virðist miða afskaplega vel!

 

Niðurstaða

Hvernig Vesturveldi fara að því er best verður séð, halloka fyrir Íran við samningaborðið. Er sennilega birtingarmynd þess - hve valdastöðu Vesturvelda fer hratt hnignandi. En þ.e. alveg ljóst að Vesturveldi ætla ekki í stríð við Íran. Þó svo að Saudi Arabía og bandamenn þeirra í furstadæmunum við Persaflóa - hafi nýverið formgert formlegt bandalag gegn Íran. Ásamt því að það arababandalag hefur hafið formleg átök við bandamenn Írana í Yemen - þ.s. þeir írönsku bandamenn á sl. ári náðu völdum. Útkoma sem virðist vera að leiða til - nýrrar stigmögnunar átaka Írans og bandalags þess sem Saudi Arabar stjórna.

  1. Það virðast bara 2-útkomur í boði, að Vesturveldi geri samkomulag við Íran, um frið!
  2. Eða að Íran sennilega hallar sér að Kína!

Það að Íran sennilega hefur þann valkost, sennilega er ástæða þess hve sterk staða Írans er við samningaborðið.

Vesturveldi hafi enga góða hótun!

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 256
  • Frá upphafi: 847397

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 253
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband