Bandaríkin og Kína - í skemmtilegri viðskiptakeppni

Ég fjallaði fyrir skömmu síðan um hinn nýja Asíu-þróunarbanka í eigu Kína nefndur - "AIIB" eða "Asian Infrastructure Investment Bank."

Eins og kemur fram í pistli mínum frá 17/3 sl. þá hafa nokkrar Evrópuþjóðir ákveðið að taka þátt í Asíu-þróunarbanka Kína, Bandaríkjunum til nokkurrar skapraunar:

Frakkland, Þýskaland og Ítalía - ákveða að verða meðlimir að "AIIB" Asíuþróunarbankanum, stofnað til af Kína - Bretland var áður búið að kynna þátttöku

Það sem minni athygli hefur vakið - er að Bandaríkin eru samtímis að leitast við að -efla áhrif sín í Asíu. Og vilja standa fyrir stofnun viðskiptaklúbbs og eru að róa árum að fá þjóðir Asíu til að taka þátt í.

En sá nefnist "T.P.P." eða "Trans-Pacific Partnership" og eins og nafnið bendir til, er ætlaður þjóðum Asíu.

"A.I.I.B." sem Kína er aðaleigandi af, þó um sé að ræða þróunarbanka, þá má alveg líta svo á að tilgangur Kína sé einnig sá, að efla sín áhrif innan Asíu.

Round two in America’s battle for Asian influence

 

Réttara að tala um -viðskiptakeppni- fremur en -viðskiptastríð-

Það blasir ekkert við sem augljóslega hindrar sömu lönd í því að taka þátt í "A.I.I.B." og vera meðlimir að "T.P.P." samtímis.

Mig grunar að flestar Asíuþjóðir - muni velja þann kost, að taka þátt í þeim klúbbum sem risaveldin hvor um sig standa fyrir og bjóða þeim þjóðum þátttöku í.

Þó ekki væri annað en það sjónarmið, að vilja forðast að reita annað risaveldið til reiði. Og samtímis virðist fátt benda til annars, en að risaveldunum 2-sé annt um að fá sem flesta meðlimi.

Þannig að -takmarkandi- skilyrði virðast ekki ætla að þvælast fyrir.

  1. Það skemmtilega er þó, að sá klúbbur sem Kína hefur stofnað - gerir ekki ráð fyrir því að Bandaríkin verði meðlimur.
  2. Og samtímis, er Kína ekki boðin aðild að "T.P.P."

Það er meir atriði til að -brosa af- heldur en að ástæða sé að pyrrast.

  • En þó svo að "A.I.I.B." sé -banki- ekki viðskiptaklúbbur. Þá er alveg ljóst, að Kína reiknar með því, að hann muni stuðla að eflingu viðskipta Kína við þau lönd, sem sækja fjármögnun í hann.
  1. Eigum við ekki að fagna því, ef samkeppni risaveldanna einkennist af samkeppni af þessu tagi?
  2. Frekar en að snúast um -ógnarvopn- og -stríð í 3. löndum-?

Þó að öllum sé augljóst að Bandaríkin og Kína eru í vaxandi mæli að keppa um áhrif - þá hefur sú samkeppni a.m.k. fram að þessu ekki takið á sig þá andstyggilegu mynd, sem samkeppni Sovétríkjanna og Vesturvelda tók nánast strax.

Og það þarf ekki endilega að fara svo að samkeppni Kína og Bandaríkjanna, leiðist út í hernaðarbrölt.

Eða, a.m.k. er möguleiki að hún haldist á viðskiptasviðinu. Meðan að hún helst einna helst þar, þá er sú samkeppni ekki endilega slæm fyrir heiminn.

En ef hún felst í -keppni milli Bandaríkjanna og Kína um að bjóða 3-löndum sífellt hagstæðari kjör eða í því að bjóða þeim -fjármagn- á hagstæðum kjörum - - > Þá líkist sú samkeppni meir keppni milli fyrirtækja um viðskiptavini. En þeirri samkeppni sem var á milli Sovétríkjanna og Vesturvelda í Kalda-Stríðinu.

 

Niðurstaða

Þó að maður óttist þann möguleika að samkeppni Kína og Bandaríkjanna leiðist út í hernaðarbrölt og stríðsbrölt. Virðist a.m.k. enn sem komið er, sá möguleiki fyrir hendi. Að þeirra samkeppni haldist innan viðskiptageirans! Eða með öðrum orðum, snúist um þ.s. á ensku nefnist "soft power."

Meðan að svo er, þá getur sú samkeppni verið frekar til gagns, en ógagns.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 170
  • Sl. sólarhring: 231
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 846891

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband