Ótti minn við verulega gengisfellingu síðar á árinu hefur vaxið, ekki minnkað

Við skulum skoða stöðuna eins og hún kemur fram í þeim gögnum sem allir geta séð á netinu, en skv. Hagstofu Íslands þá var viðskiptahalli á Íslandi fyrstu 2-mánuði þessa árs. Og launavísitala sl. árs hækkaði að meðaltali um 6,4%. Hafið i huga að þó að kjarasamningar sérfræðistétta hafi farið fram á sl. ári - þ.s. kennarar og læknar fengu 30% eða gott betur. Þá er eftir að gera kjarasamninga við fjölmennustu hópana á vinnumarkaði. Þeir samningar eru útistandandi í ár.

  1. "6,6 milljarða króna halli á vöruskiptum við útlönd fyrstu tvo mánuði ársins." Rétt að árétta að fyrstu 2-mánuðirnir gefa ekki endilega rétta mynd af stöðunni. Á hinn bóginn, er það rökrétt - að ef laun hækka að meðaltali meir en nemur prósentu aukningi gjaldeyristekna þjóðarbúsins. Að þá leiði sú þróun á enda til viðskiptahalla. Því fylgi þaðan í frá óhjákvæmilega - gengisfelling, þegar gengur á gjaldeyrisforða. En innflutningu vex alltaf þegar laun hækka, ef hann vex hraðar en nemur vexti gjaldeyristekna, þá verður viðskiptahalli alveg án nokkurs vafa fyrir rest.
  2. "Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,4%." Hafið í huga að stóru hóparnir á vinnumarkaði koma inn þetta ár.
  3. "Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 3 milljarða króna árið 2014 eða 0,2% af landsframleiðslu." Mun minni halli en árið á undan, en samt halli. 
  4. Vaxandi innflutningur er að draga niður hagvöxtinn, það skýrir líklega af hverju hagvöxtur mælist mun minni en væntingar voru til um. Það þíðir væntanlega að ef viðskiptahalli skapast að þá -hverfur hugsanlega mældur hagvöxtur alfarið: Hagvöxturinn árið 2014 var 1,9%. "...þannig að þrátt fyrir verulegan afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári, eða 128 milljarða króna, dró utanríkisverslun hagvöxtinn niður." - > Það kemur kannski einhverjum á óvart, að vöxtur neyslu minnki hagvöxt skv. ísl. þjóðhagsreikningum. En þ.e. rökétt ef fólk man eftir því að -nær allar neysluvörur eru innfluttar.- Það þíðir að ekki er hægt á Íslandi að keyra upp hagvöxt á neyslu. Þvert á móti gæti vaxandi neysla, keyrt Ísland í nýja kreppu. En ef gríðarlegar launahækkanir á þessu ári munu valda neyslusprengingu er keyrir innflutning upp mjög mörg prósent yfir aukningu gjaldeyristekna, þá mun sú aukning neyslu umfram prósentu aukningu gjaldeyristekna - - raunverulegs skapa frádrátt (innflutningur dregst frá) þegar útreikningar á hagvexti fara fram. Þá gæti hagvöxtur á Íslandi orðið -neikvæður- jafnvel á þessu ári. Síðan snögg gengisfelling - eins og ég hef óttast í um tæpt ár.
  5. "Rætt við Gylfa Arnbjörnsson" - "Það er mín skoðun að aðildarfélög ASÍ eigi við þessar erfiðu aðstæður að horfa til skammtímasamnings, helst ekki lengri en til loka nóvember. Það er ljóst að það má ekki standa upp frá þessu borði öðruvísi en að okkar fólk hafi fengið leiðréttingu sinna kjara m.v. það sem gerst hefur í kjarasamningum annarra, þ.e. kennara og lækna. Það er ekkert réttlæti í því að tekjulægsta fólkið eigi eitt að axla ábyrgð á stöðugleikanum með hógværum launahækkunum á meðan aðrir fái ríflegar launahækkanir með kaupmáttartryggingu." - "Varðandi afleiðingar af þessari stöðu vitnaði Gylfi í fyrrum formann Dagsbrúnar, Guðmund J. Guðmundsson, þegar hann svaraði spurningum blaðamanna um ávinninginn af Þjóðarsáttarsamningunum. Ef einhver hópur fer að vaða upp í hækkunum fyrir ofan almennt verkafólk, þá er þetta búið. Menn þurfa að átta sig á því að það verður að byggjast á gagnkvæmu jafnræði á milli hópa. Það þýðir ekki að einhverjir sérhópar keyri áfram og valti yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu."
  6. "Stefnir í átök á vinnumarkaði" - Gylfi Arnbjörnsson "Ekkert samfélag þolir það að gerðir séu samningar upp á þrjú prósent á annan vænginn og upp á 30 prósent á hinn vænginn og út úr því komið eitthvað sem heitir sátt í samfélaginu. Slíkt samfélag er ekki til."
  7. "Guðmundur Ragnarsson, formaður VM" - "Sú aðferðafræði að launafólk eigi eitt að bera ábyrgð á stöðuleikanum hefur ekki gengið upp. Það verða allir í samfélaginu að axla ábyrgð og taka þátt í verkefninu, fyrr mun ekki takast að koma á stöðuleika í íslensku hagkerfi."

Það sem ég les út úr afstöðu forsvarsmanna hópa sem á eftir að semja við - er að þeir sætti sig ekki við það að þeirra félagsmenn fái minna í prósentulegu tilliti heldur en "læknar" eða "kennarar" sem fengu mjög rýflegar hækkanir á sl. ári - eða eins og Gylfi Arnbjörnsson segir

  • "Háskólamenn hjá sveitarfélögunum riðu á vaðið með ríflega 9% launahækkun í árssamningi og síðan kennarar á öllum skólastigum með um 30% launahækkun í 2,5 ára samningi. Lokapunkturinn var síðan kjarasamningur lækna sem tryggði 30% launahækkun fyrir hóp sem er með um 1,2 milljónir króna að meðaltali í mánaðartekjur."

Verkalýðsforingjarngjarnir virðast sammála því að það eigi að vera stöðugleiki.

En á sama tíma, leggja þeir áherslu á að - jafnvægi verði að viðhalda milli hópa.

Ekki megi sumir hópar fara fram úr - > Á þessu ári verði að svara framúrkeyrslu sérfræðistéttanna með því að -jafna kjör lægri tekjuhópanna hlutfallslega til jafns."

Úr orðum Gylfa má lesa það út mjög skýrt - að hann "Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu" gerir sér fulla grein fyrir því, að það verður hrun og verðbólga.

Ég get einnig ekki heldur lesið annað úr orðum verkalýðsforingjanna - en að þeir muni í framtíðinni ekki sætta sig við -lágar hækkanir- nema að sérfræðihóparnir spili með í því.

  1. Ég veit, að sérfræðihóparnir voru með mjög harðar yfirlýsingar um brottflutning úr landi.
  2. En ég sé ekki að það sé mögulegt að lyfta þeim umfram lágtekjuhópana, þegar svo gersamlega skýrt er að lágtekjuhóparnir eru ekki til í að sætta sig við það að, sérfræðihóparnir hækki að hlutfalli umfram þá.
  • Þá leiðir þessi -leiðréttingartilraun- launa lækna og kennara, til þess einmitt sem ég hef óttast síðan ég frétti af samningum kennara - - þess: að það verði gengisfelling.

Mér virðist allt vera að koma fram sem ég óttaðist.

Eins og það sé kominn af stað skriða - sem ekkert fær stöðvað.

Gylfi bersýnilega skilur þetta allt mæta vel, einnig -verðbólguafleiðingarnar- sem skella á sbr. orð hans að vilja -skammtímasamninga fram í nóvember.-

Hann veit -eins og ég- að sennilega í millitíðinni, verður gengið búið að falla, og þar með kemur í ljós að -kennarar- og -læknar- fengu raunverulega ekki 30% launaleiðréttingu.

 

Niðurstaða

Eins og ég fæ best séð, er það vísvitandi stefna fjölmennustu hópanna á vinnumarkaði - að knýja fram -stóra gengisfellingu- fyrir haustið, svo að svokölluð -leiðrétting launa- kennara og lækna. Sé þar með eyðilögð.

Þetta er það ástand sem verið hefur lengi, að hver hópur ber sig saman við þann næsta. Og hóparnir geta ekki unnt því, að jafnvægi milli þeirra raskist.

Við erum þarna að tala um, þá sneið af þjóðarkökunni sem kemur til hvers og eins. En ef það hefði raunverulega virkað, að sérfræðihóparnir mundu komast upp með að hækka um 30% meðan lágtekjuhóparnir hækka um 3-4%.

Þá auðvitað hefði sneið sérfræðihópanna af þjóðarkökunni stækkað á kostnað sneiðar lágtekjuhópanna.

Svar lágtekjuhópanna, því þeir vita mæta vel að þjóðfélagið hefur ekki efni á 30% hækkun yfir línuna - - er að knýja fram klassíska gengisfellingu. Og þar með, lækka niður að nýju sérfræðihópana. Svo að jafnvægi milli hópa haldist.

  1. Hvernig á þá að koma í veg fyrir að sérfræðingarnir flytja af landi brott?
  2. Ég hef enga lausn á því vandamáli.
  • Bersýnilega eru lágtekjuhóparnir ekki tilbúnir til þess, að forða þeim brottflutningi með launahækkunum þeirra hópa hlutfallslega umfram kjör þeirra sjálfra.
  • Rökrétt útkoma er þá væntanlega sú, að hér í framtíðinni - verði mikill skortur á sérfræðingum.
  • Það gangi erfiðlega að manna stöður kennara og lækna, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

er ekki þessi prosentuhækkun grunnvandi launafólks--þ.e. bilið stækkar alltaf.

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.4.2015 kl. 15:18

2 Smámynd: Þórhallur Kristjánsson

Það sem er að mynda neikvæðan vöruskiptajöfnuð fyrstu tvo mánuði ársins eru flutningatæki. Við erum búin að eyða 17 milljörðum meira í flutningatæki þá væntanlega skip og flugvélar heldur en 2014. Éf þessir liðir eru teknir út þá virðast vöruskiptin lítið vera að breytast. Það hlítur að koma að því að íslendingar verði búnir að endurnýja flugvéla og fiskiskipaflotann. Varla kaupa íslendingar flugvélar og skip í hverjum mánuði fyrir 8 milljarða.

Þórhallur Kristjánsson, 6.4.2015 kl. 16:45

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Edda, hlutfallið er það sama rökrétt séð en það eru að sjálfsögðu stærra bil í krónum talið. Spurning hvað menn líta á - hlutfallslegan stöðugleika, eða þann fjölda króna er skilur á milli.

-------------------

Þórhallur, það getur einmitt verið að þetta tímabil sé tími þegar fyrirtæki útvega sér aðföng - á hinn bóginn er það eigi að síður rökrétt að ef laun prósentum talið hækka umfram prósentu aukningu gjaldeyristekna, að þá rökrétt skili það viðskiptahalla fyrir rest - - > Spurning hve stór afgangurinn af gjaldeyristekjum var fyrir auðvitað, og hve lengi kauphækkanir í prósentum talið hækka umfram prósentu aukningu gjaldeyristekna. En ef það ástand að laun hækka hlutfallslega meir en nemur prósentu aukningu gjaldeyristekna - helst nægilega lengi, er enginn vafi að viðskiptahalli verður fyrir rest. Einnig auðvitað, getur stór launasveifla yfir línuna -ef hún er nægilega stór- leitt fram þá sveiflu yfir í viðskiptahalla í einum rykk. Þannig að þó viðskiptahalli sé ef til vill ekki kominn núna, verður hann sennilega kominn síðar á árinu - ef prósentu hækkun upp á 30% eða jafnvel meir, gengur yfir niður allan kjaraskalann.

------------

Ekki misskilja það að ég hafi ekki skilning á því að launafólk í lægri tekjum, vill ekki sjá aðra fá hlutfallslega mun meir en það! Það leiðir fram þá afstöðu, að ef við getum ekki fengið sambærilegt, þá sé rétt - að þrýsta hinum niður svo hinir fái ekki hækkun umfram þ.s. við fáum - þ.e. með gengisfellingu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.4.2015 kl. 17:45

4 Smámynd: Hörður Þórðarson

Færsla Erlu er góð vegna þess að hún sýnir rót vandans. Hún, og svo margir aðrir hafa ekki fengið neina menntun í fjámálum. Þetta á jafnvel við um þá sem stjórna landinu. Þeir hafa ekki þá þekkingu sem til þarf.

"Jesus said, "If a blind man leads a blind man, they will both fall into a pit."'

Hvað þurfa íslendingar oft að detta ofan í þessa verðbólgu holu til þess að þeir vakni?

Hörður Þórðarson, 7.4.2015 kl. 20:32

5 Smámynd: Snorri Hansson

Það var afar óheilbrigt þegar yfirmenn fyrirtækja hækkuðu um tugi prósenta,rétt eftir að sömu fyrirtæki sömdu um 3,5% við aðra starfsmenn.

Aftur á móti get ég ekki séð að samningarnir við lækna eigi að taka í dæmið vegna þess að þeir voru eifaldlega að flytja úr landi og þá værum við öll í slæmum málum og við þá hafði ekki verið samið í nokkur ár.

Samningarnir við framhaldskennara átta ég mig ekki á. Ég held að margir hugsi með hryllingi til verðbólguskots sem hækkar lánin og verðin uppúr öllu valdi. Ef hægt er að komast hjá því. Það eru margir reiðir og stjórnarandstaðan og verkalíðsforkólfar spóla í þeim

Snorri Hansson, 10.4.2015 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 740
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband