Mér virðist samningur 6-veldanna og Írans - rjúfa einangrun Írans

Ég held þetta sé ekki of stór ályktun. En skv. honum virðast Íranar fá fulla afléttingu viðskiptahamla ESB aðildarríkja. Aflétting viðskiptahamlana af vegum Bandaríkjanna - mun taka lengri tíma. Höfum í huga - að þrátt fyrir deilur Vesturvelda og Rússlands, hefur Rússland verið þátttakandi í samningaferlinu þ.e. - Rússland er 6-veldið.

  1. Mér virðist afar ólíklegt að það gerist - að Íran virði ekki samkomulagið af sinni hálfu. Einfaldlega vegna þess, að Íran - græði svo mikið á því að samningurinn nái fram að ganga.
  2. Ég er ekki viss um að það sé svo mikil áhætta til staðar frá Bandaríkjunum. Þó svo að allir þegar yfirlýstir áskorendur til forsetaframboðs á vegum Repúblikanaflokksins hafi líst samkomulagið óalandi og óferjandi, sama gildi um meginþorra þingmanna Repúblikana.
  • Þá er ég ekkert viss um að það hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Íran, þó að Bandaríkin haldi áfram - - viðskiptahömlum af sinni hálfu.
  • Þar sem, í því tilviki að Bandaríkin -einhliða ganga út úr samkomulaginu- virðist mér afskaplega ólíklegt að Evrópa mundi fylgja þeirra fordæmi - þannig að viðskipti Írans og Evrópu væru þá ekki í neinni augljósri hættu.
  • Að sama skapi -í því tilviki að Íran í engu augljósu vanvirðir samninginn- en Bandaríkin hafa sjálf rofið hann; þá sé ég ekki fyrir mér að samstaða innan Öryggisráðs SÞ sé líkleg - um að endurreisa refsiaðgerðir af hálfu SÞ.

Áframhaldandi viðskiptabann Bandaríkjanna - væri einfaldlega ekki nóg til þess að viðhalda viðskiptalegri einangrun Írans.

Þvert á móti, gæti ruddaskapur Repúblikana -ef þeir komast aftur til valda í Bandaríkjunum- skapað Íran fremur víðtæka samúð meðal ríkja heims.

Ef Bandaríkin mundu beita þvingunum, eins og t.d. að banna fyrirtækjum sem starfa í Bandaríkjunum að eiga í viðskiptum við Íran - - til þess að þvinga erlend fyrirtæki starfandi í Bandaríkjunum til þess að fylgja banni Bandaríkjanna. Þá gæti það skaðað samskipti Bandaríkjanna við sér veinveitt lönd.

Þetta auðvitað leysist af sjálfu sér - ef næsti forseti Bandaríkjanna verður Demókrati!

Í því tilviki, gætu þó Repúblikanar á þingi, leitast við að tefja í lengstu lög, afléttingu viðskipta-hamlana á Íran - - á hinn bóginn mundi vinveittur forseti samt hafa svigrúm til þess að hindra beitingu af hálfu Bandar. á þvingandi aðgerðum á 3-ríki. Til þess að fá þau til að hætta viðskiptum við Íran.

  • Repúblikanar geta með öðrum orðum, hindrað að það opnis á viðskipti milli Bandaríkjanna og Írans - - en þeir ættu ekki að geta hindrað að það opnist á viðskipti Írans, og annarra landa!
  • Þó að hugsanlegt sé að Repúblikana forseti mundi leitast við að skaða viðskipti 3-landa við Íran. Í tilviki að um væri að ræða lönd verulega háð viðskiptum við Bandaríkin.
  • Það samt dugi líklega þó ekki, til þess að hindra - - mjög umtalsverða opnun viðskipta Írana og annarra landa en Bandaríkjanna!

A Foreign Policy Gamble by Obama at a Moment of Truth

Iran Agrees to Detailed Nuclear Outline, First Step Toward a Wider Deal

Smart money over Iran should be on Obama

‘Framework’ nuclear deal agreed with Iran

 

Niðurstaða

Ég held að það sé kominn tími til að rjúfa einangrun Írans. En margir gleyma því að Vesturlönd studdu árásarstríð Saddams Huassian gegn Íran á 9. áratugnum. Hundruð þúsunda Írana létu lífið í þeim átökum.

Íranar hafa því ástæðu til reiði og haturs. Sú ástæða sem Bandaríkin höfðu á móti - gísladeiluna - þegar starfsmönnum sendiráðs Bandaríkjanna var haldið í gíslingu í um ár. Getur vart dugað sem tilefni!

Þegar menn halda því fram að Íran standi fyrir útbreiðslu hryðjuverka - þá er rétt að ryfja það upp, að Íran hafði gilda ástæðu meðan að stríðið við Saddam Hussain stóð yfir, og Vesturlönd dældu peningum í stríðsrekstur stjórnvalda í Írak.

Sannarlega er það rétt, að Lýbanon - Sýrland og Írak, teljast nú stórum hluta til áhrifasvæða Írans. Það er því rétt, að áhrif Írans hafa verið að eflast á seinni árum.

Á hinn bóginn, virðist að Íranar hafi fyrst og fremst verið duglegir í því að -græða á mistökum annarra. T.d. voru það Bandarikin sem lögðu óvinveitta ríkisstjórn Saddams Hussain í rúst - það var nákvæmlega Íran sem á endanum græddi á þeirri niðurstöðu. Sama á við um innrás Ísraels inn í Lybanon og hersetu þeirra þar á 9. áratugnum, að sú herseta stuðlaði að tilkomu Hesbollah hreyfingarinnar - sem hefur síðan þá verið tæki Írana til áhrifa í því landi.

Nýjasta dæmið er Yemen, en ríkisstjórnir þær sem Saudi Arabía hefur stutt þar sl. 25 ár, hafa beitt minnihluta Shíta í því landi - yfirgangi og ofstopa. Sem er að sjálfsögðu bakgrunnur þess, af hverju sá hópur byggði upp öfluga andstöðuhreyfingu svokallaðir Houthi menn. Klofningur síðan innan valdastéttar Súnníta, leiddi til þess að Houthi menn hafa náð bandalagi við hluta hennar. Sem leiyy hefur til þess að mikilvægir hlutar hers landsins hafa gengið þeim á hönd! Það bandalag er það sem hefur nú ráð völdum í því landi.

Á sama tíma virðist að Írönum hafi tekist að forðast sjálfir að framkvæma afrifarík mistök.

  1. Þvert ofan í fullyrðingar um annað.
  2. Virðist utanríkisstefna Írana, þaulhugsuð.
  3. Ekki er að sjá að hegðan íranskra stjórnvalda sl. 20 ár, markist af órökréttum hugsunarhætti!

En það að veldi og áhrif Írana hafi vaxið þrátt fyrir samfellt viðskiptabann í yfir 30 ár. Sannar það fullkomlega að Íranar hafa spilað með sín spil, með miklum árangri.

Það ber vott um mikla rökhyggju í þeirra uranríkisstefnu. Sú hefur gjarnan verið köld! En sú rökhyggja hafi ekkert endilega verið kaldari en sú rökhyggja er Bandaríkin sjálf hafa beitt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 845415

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband