Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Það eru raddir uppi að Vesturlönd séu afskaplega heimsk - að smala Rússlandi til Kína!

Þær raddur segja, að með því að Rússland nk. ár sennilega kúpli frá því að selja Evrópu gas og olíu, snúi sér staðinn til Kína - sem sannarlega getur keypt allt það gas og þá olíu sem Rússland getur framleitt; þá myndist bandalag Rússlands og Kína, sem komi til með að ógna og það verulega stöðu Vesturlanda á nk. árum!

Sagt er, að Vesturlönd hafi verið afar heimsk, að hafa -eins og þ.e. túlkað- ýtt Rússlandi til Kína!

 

Þessi áhugaverða mynd sýnir fólksfjölda dreifingu innan Rússlands!

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/7/74/Russia%27s_population_density_by_region.jpg

Góð spurning - - en hver er þá hinn heimski?

  1. Kína er 10-falt fjölmennara land. Takið eftir því hve A-héröð Rússlands eru fámenn.
  2. Á sama tíma, er efnahagur Kína rúmlega 10-falt stærri, samtímis mun hagvöxtur í Kína verða nk. 10 ár miklu mun meiri en hagvöxtur innan Rússlands. Bilið breikkar.
  3. Allir bankar í Kína eru í eigu stjórnvalda Kína - það þíðir að það eru kínv. stjv. sem á endanum taka ákvörðun um lán kínv. banka til erlendra stjv.
  4. Kínv. stjv. taka sér auk þessa þann rétt, að hafa lokaorð um fjárfestingar kínv. fyrirtækja á erlendri grundu.
  5. Það þíðir - að eftir því sem Rússland verður háðara fjármögnun í gjaldmiðli Kína, og fjárfestingum kínv. fyrirtækja - - > Því meiri verða áhrif stjv. Kína á þróun efnahagsmála innan Rússlands.
  6. Því stærri hluti útflutnings Rússlands - streynir til Kína. Og því hærra hlutfall fjárfestinga eru kínv. Og að auki, því hærra hlutfall lána eru kínv. Því umfangsmeiri verða pólit. áhrif Kína - - innan Rússlands.
  • Ég sé alveg fyrir mér þann möguleika, að t.d. eftir 10-ár verði kínverjar starfandi í A-héröðum Rússlands, fjölmennari heldur en rússn. íbúar þeirra svæða.
  • Að ca. eftir þann tíma, verði megin þorri fjárfestinga á vegum kínv. fyrirtækja í A-héröðum Rússlands.
  • Það tel ég -í ljósi mikillar opinberrar spillingar í Rússlandi- leiða til þess, að kínv. aðilar og því kínv. stjv. - - mundu í reynd frá þeim punkti, ráða því sem þau ráða vildu, innan A-héraða Rússlands.

Rússar gjarnan tala digurbarklega með þeim hætti, að víðáttur Rússlands hafi ávalt unnið sigur á hverri erlendri innrás.

En Rússar hafa aldrei áður verið að kljást við veldi - sem er allt í senn, 10-falt fjölmennara, með 10-falt öflugara hagkerfi, og sennilega að auki 10-falt meiri hagvöxt.

Ég virkilege tel að Kína sé það land, sem geti ráðið við víðáttur Rússlands. Kína hafi nægilegan mannafla, til þess að víðáttur Rússlands séu alls - alls engin hindrun!

Það getur vel verið rétt, að Vesturlönd eigi eftir að tapa á þessu

En Rússland mun grunar mig verða hinn stóri tapari!

 

Niðurstaða

Hinn stóri misskilningur rússneskra þjóðernissinna er sá, að Kína og Kínverjar séu vinir Rússa eða Rússlands. Það sést t.d. á hvað komið hefur fyrir Tíbet - hvað það getur þítt þegar Kína gleypir land. Ég hef sagt það oft áður - - að Kína er langsamlega stærsta ógnunin við Rússland. Að auki á Kína gamla harma að hefna gagnvart Rússlandi, sjá gamla umfjöllun:

Að halla sér að Kína getur verið leikur að eldinum fyrir Rússland

Ég held að Kína muni þiggja með þökkum rússn. olíuna og gasið, en á sama tíma -tryggja sér næg áhrif í landsstjórnmálum Rússlands, svo að stefnumótun Rússlands verði í framtíðinni í samræmi við hagsmuni Kína.

Hvernig Rússar una því ástandi að verða leppríki Kína, mun koma í ljós.

 

Kv.


Mér finnst afar merkileg sú hugmynd að rétt sé að styðja stjórn Assads í Sýrlandi, því hún sé hinn skárri valkostur

Þetta er gjarnan sett fram með þeim hætti að þessi leið sé sú eina raunhæfa. Því fylgja gjarnan ásakanir um -kjánaskap- ef maður maldar í móinn. Síðan hef ég veitt því athygli að margir þeirra er virðast styðja þessa hugmynd - eru hallir undir Rússland í Úkraínudeilunni. Og hafa and-amerískar skoðanir og lífsviðhorf - - > Og gjarnan reiðir yfir aðgerðum Vesturlanda t.d. í Líbýu þegar Gaddhafi flosnaði frá völdum, og auðvitað stríðinu gegn Saddam Hussain á sínum tíma, og auðvitað stuðningi Vesturlanda við suma uppreisnarhópa í Sýrlandi.

Þessir hópar eru að auki, gjarnan afar uppsigað við "íslamisma" aðhyllast harðar aðgerðir gegn Íslamistum. Það er einmitt ábending þeirra, að -Assad sé að berjast við Íslamista. Hann sé að þeirra mati sá öflugasti í því á svæðinu, fyrir utan herforingjana í Egyptalandi.

  1. Hugsunin með öðrum orðum, virðist mér svipuð þeirri sem Bandaríkjamenn viðhöfðu í Kalda-Stríðinu, er kanar studdu Somosa í Nígaragúa, eða Pinochet í Chile, eða herforingjana í Argentínu, eða Marcos á Filippseyjum, eða Suharto í Indónesíu - - að það að þeir væru öflugir and kommúnistar, réttlætti allt saman - - > Þ.e. fjöldamorðin, ófrelsið, lögregluríkið.
  2. Með öðrum orðum, að rétt sé að styðja "morðstjórn" Assads, vegna þess að hún sé að berjast við Íslamista - - > Virðist þá engu máli skipta hve marga sú stjórn hefur drepið af eigin landsmönnum. Öllu því sé sópað undir það teppi, að stimpla þá "íslamista." Eins og á dögum Kalada-Stríðsins, skítugu stríðin í S-Ameríku eða í Indónesíu, voru réttlætt með því, að verið væri að drepa kommúnista eða stuðngingsmenn þeirra.
  • Ég bendi á þetta samhengi, því að í eðli sínu er alls enginn munur á því, að styðja einræðisstjórn sem viðheldur lögregluríki og ógnarstjórn - sem drepur sína samborgara; og réttlæta að það sé rétt "vegna þess að þetta séu kommúnistar eða fylgismenn þeirra" eða réttlæta það með því "að þetta séu íslamistar eða stuðningsmenn þeirra."

Syrian civil war.png

Current military situation: Red: government, Green: rebels, Yellow: Kurds (Rojava), Grey: Islamic State of Iraq and the Levant, White: al-Nusra Front; Brown: disputed areas (for a more detailed map, see Cities and towns during the Syrian Civil War).

 

Það sem mér finnst merkilegast af öllu, er að þeir sem hafa gagnrýnt Bandaríkin fyrir sitt framferði - - virðast alveg til í að styðja nákvæmlega sömu aðferðir!

Eini munurinn er að nú er vondi hópurinn með aðra hugmyndafræði "íslamisma."

Skv. SÞ hefur 220.000 manns látið lífið í borgarastríðinu í Sýrlandi.

Það borgarastríð hófst 2011, fyrst með fjölmennum mótmæla-aðgerðum tengt svokölluðu "lýðræðis vori" í Mið-Austurlöndum. En viðbrögð Assad stjórnarinnar voru ákaflega hörð - svo hörð að sú harka leiddi til þess að mótmæla-aðgerðir þróuðust yfir í vopnaða uppreisn.

Her landsins í reynd klofnaði og verulegur hluti hans reis upp gegn stjórnvöldum. Fjöldi almennra borgara einnig reis upp, og ásamt hermönnum sem tóku þátt í uppreisninni.

Myndaði hinn svokallaða "Frjálsa sýrlenska her." Því miður árið eftir fóru margvíslegir utanaðkomandi "íslamískir" hópar að blanda sér í átökin, sem hefur flækt málin.

Og 2013 kom "ISIS" hreyfingin fram á sjónarsviðið - - réðist að uppreisnarhópum. Þau landsvæði sem "ISIS" ræður hefur sá hópur hrifað af "öðrum uppreisnarmönnum."

  • Þannig hefur hin upphaflega uppreisn verið milli 2-ja elda!
  • Ræður hún nú einungis - - grænu svæðunum.

 

Til þess að skilja af hverju Assad stjórnin brást svo hart við, þarf að skilja að hún er í reynd einungis ríkisstjórn "Alavíta" ca. 12% íbúa landsins!

Kortið sýnir hvað "Alavítar" búa innan Sýrlands! Eins og sést halda svæði þess áfram Tyrklandsmegin landamæranna!

  • Þegar þú ert með stjórn "þjóðernis-minnihluta" sem einokar stjórn landsins.
  • Þá ertu ekki að gefa eftir mótmælum "sem krefjast aukinna lýðréttinda, því þ.e. alveg klárt að þjóðernis minnihluti 12% landsmanna - - getur ekki haldið völdum ef komið er á auknu lýðræði.
  • Þegar á sama tíma, 74% landsmanna eru Súnní Arabar. Þá er alveg ljóst að "lýðréttindi" þíða að sá þjóðernishópur sem inniheldur meirihluta landsmanna, mundi þá ráða landinu.

Þetta skýrir örugglega hin gríðarlega hörðu viðbrögð gegn mótmæla-aðgerðum, sem fyrst voru friðsöm - sumarið 2011 áður en vopnuð átök hófust.

Þetta líklega einnig skýrir - - af hverju "hersveitir skipaðar einkum alavítum" hafa verið til í að beita "mjög mikilli grimmd" gegn vopnuðum andstöðuhópum - - einkum þjóðernis meirihluta araba.

Þ.s. eftir allt saman - - væru alavítarnir ekki að drepa sitt fólk - heldur hina!

  1. Auk alavíta ca. 12% íbúa.
  2. Styðja líklega kristnir ca. 2% íbúa einnig stjórnina.
  3. Og það getur verið að Túrkmenar ca. 4-6% íbúa geri það einnig.
  • Kúrdar eru hlutlausir!
  • Samanlagt gæti stuðningur verið á bilinu 15-20% íbúa.

Á sama tíma séu uppreisnarmenn - - úr röðum Súnníta eða 74% íbúa!

 

Það er þessi staða sem fær mig til að hafna þeirri kenningu, að stuðningur við Assad sé rétta leiðin!

  1. Menn verða að átta sig á því að þarna er um að ræða - uppsafnað hatur. Fyrst vegna áratuga ógnarstjórnar. En eina leiðin fyrir þjóðernis minnihluta sem er þetta lítið hlutfall íbúa. Er að stjórna með harðri hendi - halda öðrum niðri með óttann að vopni.
  2. Síðan eftir að átök eru hafin, hefur her sá sem stjórnin notar í stríðinu - hersveitir skipaðar "alavítum" gengið gríðarlega hart fram og drepið af fullkomnu miskunnarleysi mikinn fjölda íbúa þeirra svæða þ.s. uppreisnarmenn hafa náð völdum. Það auðvitað magnar hatrið upp í enn hærri hæðir.

Þetta hlýtur að skýra það af hverju "ISIS" samtök róttækra Súnníta - ná svo miklum árangri í Sýrlandi. En þ.e. ekki nokkur möguleiki annar en að fjöldi sýrlenskra uppreisnarmanna hafi gengið í þeirra raðir - - ekki ósennilega vegna þess að þeir sjái "ISIS" sem helstu vonina um sigur yfir stjórnvöldum.

  1. Það sem menn þurfa að pæla í, er hvað mundi líklega gerast. Ef farið væri að ráðum þeirra sem vilja styðja Assad til sigurs.
  2. En stjórn Alavíta hefur haldið velli - með miklum stuðningi Hesbollah hóps lýbanskra Shíta, og Írans. Hafa fjölmennar hersveitir Hesbollah tekið þátt í bardögum, síðan 2013.
  3. Þetta að sjálfsögðu - - undirstrikar "sectarian" eðli stríðsins!
  • Á sama tíma -styðja arabaríkin við Persaflóa uppreisnarhópa með vopnum og peningum.

Það blasir við - - ef Vesturlönd færu að styðja stjórn Assads.

Þá væri litið á það mjög víða meðal Súnníta í Mið-Austurlöndum, sem að Vesturlönd væru að styðja árás á trúbræður þeirra.

  • Með öðrum orðum - -> Við erum að tala um, beina þátttöku í trúarstríði.

Klingja nú varúðarbjöllur?

Líklegasta afleiðingin af því, ef Vesturlönd mundu blanda sér í það trúarstríð, sem geysar í Sýrlandi - - en borgarastríðið í Sýrlandi hefur þróast í "hrein trúarátök milli Shíta og Súnníta.

Væri mjög líklega -tel ég- að magna stórfellt upp spennu milli Vesturlanda og Súnní Íslam trúarhópa, bæði í Mið-Austurlöndum - en einnig meðal Múslíma íbúa Evrópu sjálfrar.

Ég tel raunverulega þá hugmynd afskaplega "næíva" að stríðið í Sýrlandi snúist um að berjast gegn róttækum Íslamisma - - þvert á móti eru þarna Hesbollah sem eru róttækur Shíta Íslamisma hópur, og ríkisstjórn undir stjórn trúarhóps Alavíta, með stuðningi Írana þ.e. Shíta.

  1. Þetta sé ekki barátta milli "secular ríkisstjórnar" eins og gjarnan er haldið fram - - og hættulegra Íslamista.
  2. Heldur hreint trúarstríð milli Shita og Súnníta.

Og það væri gríðarlega hættulegt, fyrir Vesturlönd - - að blanda sér inn í þau átök, með beinni þátttöku til stuðnings við annan trúarhópinn.

  • Hver sá her sem sendur væri til Sýrlands - - til stuðnings Sýrlandsstjórn, yrði óhjákvæmilega "stimplaður" óvinaher af Súnní meirihluta íbúa.
  • Því dýpri sem þátttaka Vesturlanda við hlið "Shíta" yrði - - því hættulegra yrði haturs ástandið meðal róttækra hópa Súnní Múslima gagnvart Vesturlöndum.

Slík þátttaka mundi mjög líklega - verða vatn á myllu hættulegra Súnní öfgahópa starfandi meðal Múslíma í Evrópu.

Og því af háum líkindum, auka mjög verulega á hættuna frá hættulegum öfgahópum af þeim meiði.

Að auki, tel ég afar - afar ólíklegt, að slík stríðs þátttaka mundi veikja "ISIS" - - þvert á móti tel ég að "ISIS" mundi nærast á því aukna haturs ástandi gagnvart Vesturlöndum er mundi í kjölfarið grassera í vaxandi mæli meðal Súnní Múslima í Mið-Austurlöndum, sem og í Evrópu.

 

Niðurstaða

Í stuttu máli lít ég á það sem afar afar slæma hugmynd, að styðja ríkisstjórn Assads í Sýrlandi. Það sé það allra síðasta sem Vesturlönd eiga að gera. Sú túlkun á átökunum, að stjórnin sé "secular" og því and íslamísk - - sé afar grunnhyggin. Í reynd röng, þ.s. kjarni stjórnarinnar, er hennar eigin trúarhópur "Alavíta" fólkið - sem mér skilst að sé sértrúarhópur af stofni Shia Íslam. Stuðningur lýbanskra Shíta og Írans - - leiði til þess að átökin séu í reynd "hrein trúarátök" Shita Íslam og Súnní Íslam.

Þarna takist á 2-hættulegar íslamista hreyfingar, hvor af sínum stofni - - þ.e. Hesbollah samtök róttækra Shíta, og "ISIS" samtök afar róttækra Súnníta.

Svo styðji ríkisstjórn Írans ríkisstjórnina, Íran er auðvitað Shia Íslam - - meðan að arabaríkin við Persaflóa, Súnní Íslam - - styðji Súnní uppreisnarhreyfingar.

Vesturlönd eigi alls alls all ekki - - að snerta á þessu stríði með beinum hætti!

 

Kv.


Marine Le Pen virðist hafa meira mælt fylgi heldur en Hollande og Sarkozy

Kannanir benda nú til þess - að Marine Le Pen fái mest fylgi í 1-umferð forsetakosninga. Ef mótframbjóðendur hennar verða þeir "Sarkozy" og "Hollande."

Miðað við nýlegar fylgiskannanir - þá bendi margt til þess að "Hollande" nái ekki inn í 2-umferð. Þ.e. hann lendi í 3-sæti.

Sem þíðir að kosið yrði milli Sarkozy og Le Pen í 2-umferð.

Marine Le Pen lays out radical vision to govern France

 

Financial Times var með áhugavert viðtal við Marine Le Pen!

Marine áréttar stefnu sína - - að hætta í Evrunni. Segir að það mundi leiða til endaloka hennar. Hún blæs einnig á að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Frakkland.

"We are told it is going to be catastrophic — that it will rain frogs, that the Seine will turn into a river of blood. It is the apocalypse, according to Barroso, Juncker and Co. There aren’t that many practical problems.”"

  1. "Leaving the euro would mean the end of the eurozone, she says, but it would allow France to boost exports with a weaker Franc."
  2. "Because nearly all public debt would be converted into the Franc, the overall burden would remain unchanged, she insists."
  • " When asked about the risk that foreign investors, who hold about two-thirds of French sovereign debt, might refuse to roll over loans or demand higher interest rates, she replies: “Of course there are issues but the benefits are much greater.”"

----------------------------

Hún telur stefnu Vesturlanda gegn Rússlandi - - alvarleg strategísk mistök. Hún afneitar því ekki, að Pútín -sé einræðisherra- en segir að Vesturlönd séu að hrekja Rússland á náðir Kínverja - - og Vesturlönd eigi eftir að sjá eftir því.

"Putin is most probably an authoritarian leader, but is it possible to govern Russia without being authoritarian? To reject Russia the way we do . . . is pushing Russia into the arms of China. And we will kick ourselves.”"

Hún telur að ESB hafi valdið krisunni í samskiptum við Rússland - - með því að gera sér ekki grein fyrir því, að Rússland mundi líta á tilboð ESB til Úkraínu sem "ógn."

Það má sannarlega lesa úr úr hennar næstu ummælum- - andstöðu við Bandaríkin.

  1. "She calls the US “the most discredited power in the [Middle East] region” and says it cannot be seen as a partner in the global struggle against jihadis.
  2. Instead, defeating the Islamic State of Iraq and the Levant, the group known as Isis, will only be achieved by involving Russia."
  3. "Ms Le Pen also wants a radical overhaul of French foreign policy in which relations with the regime of Syrian president Bashar al-Assad would be restored..."

Skv. þessu - þá mundi hún taka þann pól í hæðina, að leggjast á árarnar með Rússlandi, í stuðningi við stjórn Assads í Damaskus.

----------------------------

Það blasir við þegar maður heyrir hana tala um -efnahagsmál- að hún ætlar að endurreisa þjóðernis sinnaða efnahagsstefnu.

"Globalisation has brought more pain than happiness . . . the pendulum is swinging back. It is the nations’ time. It is the Front’s moment.”" - "I am not against Germany. I think Germany defends its interests. What I see is that France does not defend its interests.”"

Hún vill lágt gengi - til að auka útflutning. Ef út í þ.e. farið, sama stefna og Kína hefur fylgt

Það má lesa út úr ummælum hennar "verndarstefnu" sjónarmið - ef ég hugsa út í það, minna hugmyndir hennar um margt á það hvernig stefna Frakklands var á árum áður.

Þá er ég að vísa til þess tímabils - er "De Gaulle" var forseti Frakklands.

"De Gaulle" - var einnig mjög andsnúinn Bretlandi og Bandaríkjunum, t.d. beitti hann neitunarvaldi á inngöngu Bretlands í ESB - - meðan hann var forseti.

Þ.e. alls ekki nýtt í franskri þjóðernis sinnaðri hægri stefnu - - andstaða við "engilsaxa." Eins og þetta er gjarnan kallað, er Bretlandi og Bandaríkjunum er slengt saman.

  • Hugmyndir um samstarf við Rússland, hljóma einnig töluvert líkar stefnu Frakklands á öldum áður.
  • En stefna Frakklands -snerist alltaf um að efla Frakkland- og, Frakkland var alltaf í andstöðu við sérhvert það veldi, sem stjórnendur Frakklands töldu veikja stöðu Frakklands - - > Sem stjórnendur Frakklands fyrri alda litu alltaf á að ætti með réttu að vera "fremsta ríki V-Evrópu."
  1. Þannig mynduðu Frakkar bandalög gegn Habsborgurum, þegar veldi þeirra var talið ógna Frakklandi.
  2. síðar, þegar Bretar voru taldir helsta ógnin, þá reyndu þeir ítrekað að mynda bandalög gegn Bretum.
  3. Á miðri 19. öld kom tími er Rússland virtist stærsta ógnin, þá myndaði Frakkland stutt bandalag við Breta - og það sigraði í Krím-stríðinu.
  4. Svo eftir 1870, vinguðust Frakkar fyrst við - Rússa, gegn Þýskalandi. Þegar Þýskaland var megin ógnin.

Í því samhengi - er það rökrétt "frá gamallri franskri hugsun" að vingast við Rússland.

Í von um að veikja Þýskaland. Þar sem Þýskaland sé sannarlega í dag, valdamesta ríki V-Evrópu. Frakkland á öldum áður, sé ávalt í andstöðu við það land sem sé sterkast. Leitist við að veikja það með bandalögum.

Að einhverju marki, virðist Le Pen einnig sjá hugsanlegan vinskap við Rússland - - sem leið að öðru markmiði, að veikja Íslam!

Sannast sagna er ég þó 100% viss um, að bandalag við Rússland, um að styðja við stjórn Assad - - mundi ekki leiða til þess að róttækir íslamistar mundu verða sigraðir.

En þarna gæti þróast nýtt "Víetnam stríð" þ.e. engin leið -tel ég- sé að Assad sigri í einhverjum skilningi án beinnar aðstoðar - þá dugi vopn líklega ekki til. Heldur þurfi hermenn.

Slíkur her mundi líklega koma til með að verða fyrir alveg sambærilegum árásum, og her Ísraela varð fyrir er sá her í um áratug hersat stór svæði í Lýbanon.

Og slík herseta, mundi alveg örugglega einnig -stórefla róttækan íslamisma í Frakklandi sjálfu. Hafa alveg öfug áhrif!

 

Niðurstaða

Að mörgu leiti virðist mér stefna Le Pen viðsnúningur til fortíðar. En mér virðist stefna "Le Pen" í reynd ekki neitt róttækari en stefna hershöfðingjans fyrrverandi "De Gaulle" var á sínum tíma, er hann sat sem fyrsti forseti 5-lýðveldisins.

En svo þjóðernissinnuð stefna - bæði í efnahagsmálum, og í utanríkismálum. Mundi augljóslega skapa deilur.

Og það getur því verið alveg rétt hjá henni. Að slík stefna leiddi til endaloka ESB.

Þannig að þ.e. töluvert í húfi 2017 þegar kosið verður til forseta í Frakklandi. Þ.e. sjálf framtíð Evrópu - - hvorki meira né minna!

 

Kv.


Samningur Vesturvelda og Írans, sem virðist rétt handan við hornið, er líklegur til að draga úr spennu í Mið-Austurlöndum

Við verðum að muna forsögu deilna Írans og Vesturvelda. En þær hefjast í kjölfar írönsku byltingarinnar 1979, sem mögnuðust síðan frekar í tengslum við fræga gíslatöku er starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna voru teknir í gíslingu og það ástand varaði í um ár - - síðan studdu Vesturveldi Saddam Hussain í stríði hans gegn Íran. Það stríð hófst einungis nokkrum mánuðum eftir að byltingin fór fram, og var því hafið meðan að gísladeilan var enn í gangi.

  • Þessi mál hafa skilið eftir sig mikla biturð og tortryggni.
  • En gísladeilan leiddi til viðskiptabannsins sem síðan hefur verið viðhaldið.
  • Biturð Írana út af stuðningi Vesturvelda við "árásarstríð" Saddam Hussain - er skiljanleg. Enda er lauslega áætlað að allt að milljón manns samanlagt af beggja hálfu, hafi látið lífið. Mannfall Írana talið meira.

Í þessu samhengi tengjast einnig deilur Írana og Arabaríkjanna við Persaflóa, en þau einnig studdu árásarstríð - Saddam Hussain. Ætli það sé ekki óhætt að segja, að Íranar hafi ekki fyrirgefið flóa-aröbum allt fram á þennan dag.

En alla tíð síðan, hefur verið í bakgrunni leiksviðs Mið-Austurlanda, leynistríð Írans og Saudi Arabíu. En síðan stríðið í Sýrlandi hófst, virðist það leynistríð hafa farið stigmagnandi.

  1. En Sýrlandi er stjórnað af harðstjórn þjóðernisminnihluta alavíta sem eru af meiði Shia Íslam, sértrú þar innan.
  2. Í gegnum Sýrland og nú vinveitt stjv. Íran í Írak, hefur Íran aðgang að Hesbollah samtökum lýbanksra shíta, sem eru sterkari heldur en her Lýbanon.
  3. Á sl. ári, náði hópur sem talinn er vinveittur Íran, þjóðernishópur shíta í landinu Yemen á Suður landamærum Saudi Arabíu, yfirráðum yfir höfuðborg landsins.
  • Það hafa verið grunsemdir uppi, að Saudi Arabar hafi stutt a.m.k. framanaf - ISIS hreyfinguna. En vitað er að hún fær mikið fé frá Saudi-Arabíu. Eða hefur - þó það sé sagt frá koma frá margvíslegum sjálfstæðum aðilum. Þá geta slíkir vel verið "framhlið" fyrir leynilega fjármögnun á vegum stjv. Saudi Arabíu.
  • En vöxtur þeirrar hreyfingar, með því að ógna stjv. í Bagdad og stjv. í Damascus - virðist þar með, ógna -valdstöðu Írans í þeim sönu löndum.

Ég get sjálfsögðu ekki fullyrt þetta - en mér hefur fundist þetta a.m.k. "áhugaverð tilviljun." En framrás "ISIS" í Írak - hefur klárlega veikt möguleika Írans til að styðja við stjórnina í Damascus. Gert það að verkum t.d. að íraskir shítar sem voru farnir að streyma til Sýrlands til að taka þátt í Sýrlandsstríðinu - - þurfa í staðinn að verjast heima fyrir.

  • Þetta hefur hljómað á mig sem - tit for tat.

En punkturinn er sá - - að sú stigmögnun átaka er hefur virst í gangi.

Er augljóslega orðin - - verulega háskaleg.

Ein leiðin til að beinda endi á átök - - er klárlega samningaleiðin.

http://www.nickpapagopolos.com/wp-content/uploads/2012/07/Middle-East-map-CIA.jpg

Ég lít svo á að megin tilgangur samninga við Íran, sé að hindra að átök í Mið-Austurlöndum, milli fylkinga Súnní Íslam og Shia Íslam, þróist yfir í allsherjar Mið-Austurlandastríð

  1. Eins og ég skil niðurstöðu samninga milli Írans og Vesturvelda - er virðist við blasa.
  2. Þá hafa Vesturveldi bersýnilega gefið eftir - kröfuna að hindra það að Íran geti mögulega orðið kjarnorkuveldi.

Það er rökrétt niðurstaða, ef þ.e. ekki lengur aðal markmiðið að hindra að Íran geti þróað og smíðað kjarnavopn.

Heldur sé meginmarkmiðið orðið að, stöðva frekari stigmögnun átaka Shia Íslam og Sunny Íslam.

Ég er í reynd - ekki ósáttur við þá útkomu.

  1. Íranar virðast fá að halda milli 6-7.000 svokölluðum skilvindum, sem notaðar eru við auðgun á úrani.
  2. Sem gerir það tæknilega mögulegt að smíða kjarnasprengju á einu ári.
  3. Samningur gildi annað hvort í 10 ár eða 15.
  • Á móti fá Íranar, verulegar tilslakanir á viðskiptabanninu.

Það sem ég tel mikilvægast í þessu, er að fá - samvinnu Írana við það verk.

Að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. Binda endi á stríðin í Sýrlandi og Írak.

Það hlýtur eiginlega að vera hluti af pakkanum, samvinna við Íran - og í gegnum Vesturveldi, við Flóa-araba, við það verkefni - - að draga úr spennu.

  1. Rökrétt, ætti þessi samvinna - ásamt verulegri losun refsiaðgerða.
  2. Að bæta samskipti Írans og Vesturvelda.

Vonast er til þess, að við þetta - batni efnahagur Írans.

Og það leiði til þess, að núverandi þjóðkjörin stjv. Írans - styrkist af vinsældum. En þau eru talin, tiltölulega hófsöm.

http://miangin.persiangig.com/nostradamus/cheats/Iran-topographic-Map.gif

Vandamálið við Benjamin Netanyahu er líklega að hann áttar sig ekki á því, að hagsmunir Ísraels -eins og hann skilgreinir þá- eru ekki lengur í fyrsta sæti af mikilvægi

Eina hliðin sem hann skoðar, virðist vera möguleikinn að Íran verði kjarnaveldi. Hann og hægri menn á Bandar.þingi heimta - harðari refsiaðgerðir gegn Íran. Til að knýja fram frekari tilslakanir.

  1. En þ.s. þeir leiða hjá sér - er að samningsstaða Írans er alls ekki veik.
  2. Íran er eitt auðugasta olíuríki í heimi, sama hversu menn velta því lengi fyrir sér, þá skiptir það atriði miklu máli - - og verðmæti þeirra auðlynda fer ekki minnkandi.
  3. Menn geta verið vissir um, að Íran mun geta selt sína olíu áfram. Sama hve mikið refsiaðgerðir eru hertar.
  4. En augljósi valkostur Írans - - væri að halla sér að Kína. Ef valkosturinn, að vingast við Vesturlönd - - ekki til staðar. En Kína getur keypt olíu af Íran, utan við gjaldmiðla Vesturlanda.
  5. Síðan er rétt að benda á, að átök Vesturvelda við Rússland. Hafa líklega styrkt samningsstöðu Írans. Því að Íran blasir við sem valkostur við Rússland - - en umræða er í Evrópu að sækja gas til Kaspíahafs. Íran hefur strandlengju einnig við Kaspíahaf, og þ.e. því unnt að leggja leiðslu frá strönd Írans við Kaspíahaf - sækja gas til Túrkmenistan eins og Evrópumenn eru nú að tala um. Sigla síðan með það frá strönd Írans við Persaflóa. En að auki á Íran einnig að líkindum umtalsvert magn af gasi. Punkturinn - - tæknilega væri unnt að leysa gasvandamál Evrópu með því að kaupa gas í gegnum og af Íran - í staðinn.
  • Svo má ekki gleyma því, að Íranar lærðu af mistökum nágrannalanda sinna - og mikilvægir þættir kjarnorkuprógramms. Voru grafnir undir fjöll. Þar sem engin leið er að eyðileggja með loftárásum.
  • Skilvindur Írana eru t.d. í slíku neðanjarðarbyrgi - sem er gersamlega óhult fyrir lofthernaði.

Eina leiðin að eyðileggja kjarnorkuprógramm Írans - - væri innrás. Sem þíddi einmitt það allsherjar Mið-Austurlandastríð, sem Vesturlönd vilja forða.

Ég sé enga möguleika á að unnt sé að herða refsiaaðgerðir frekar, og þannig knýja fram frekari tilslakanir. Líklega mundu Íranir - frekar gefast upp á þessari samningatilraun.

Og velja - - Plan B.

 

Eini möguleikinn í stöðunni, fyrir Vesturlönd, að hafa áhrif á kjarnorkuprógrammið, liggi því einmitt í þeirri tilraun, að gera tilraun með friðsöm samskipti

Menn geta verið gersamlega vissir um, að Vesturlönd hafa ekki áhuga á því risastóra Mið-Austurlanda stríði, sem mundi leiðast fram - - ef gerð væri innrás í Íran.

  1. Það sem upp úr því hefðist, væri að Íran raunverulega yrði þá óvinur Vesturlanda.
  2. Og slíkt stríð, mundi líklega ekki koma í veg fyrir að Íran yrði kjarnorkuveldi. Heldur miklu mun frekar, afnema allan ágreining meðal Írana um sprengjuna. Þ.e. skapa þjóðarsamstöðu um að færa þær fórnir sem til þyrfti.
  3. Það má gera ráð fyrir, að í slíkri sviðsmynd - mundi Íran halla sér að Kína og Rússlandi, sem mundu selja Íran vopn og Kína er mundi kaupa olíu.

Í sviðsmyndinni - - friðsöm samskipti. Eða tilraun til slíkra.

Er a.m.k. möguleiki, að sú tilraun heppnist.

Og að Íran því verði ekki að óvinveittu kjarnorkuveldi.

En friðsöm samskipti gætu sannfært Írani um það, að þeir þurfi ekki á kjarnavopnum að halda, til að vera öruggir. En þ.e. öryggi gegn árásum eða innrásum, sem þjóðir gjarnan sækjast eftir - þegar þau vilja verða kjarnorkuveldi.

Hafandi í huga að Íran varð fyrir innrás, og hefur staðið undir ítrekuðum hótunum um árásir, þá er ekki endilega stórfurðulegt að Íranir hafi haft áhuga á sprengjunni.

 

Niðurstaða

Ég er bjartsýnn á að samningar Írana og Vesturvelda fari alla leið á leiðarenda. Mín ályktun byggist á því að það virðist stórfelldur hagur beggja aðila - þ.e. Vesturvelda og Írans. Að samningar komist alla leið á þann leiðarenda.

Það að Íran hefur sjálft ákveðið að semja - þíðir að líkindum að samningar við Vesturveldi séu "Plan A." Eða með öðrum orðum, sá valkostur sem Íran vill fremur.

En á sama tíma, sé samningsstaða Írans - - alls, alls ekki veik.

Útkoman virðist sýna að svo er - - fyrst að Vesturveldi virðast hafa gefið umtalsvert mikið eftir gagnvart Íran, þ.s. Íran virðist fá að halda getu til þess að tæknilega smíða kjarnavopn eitt stykki per ár.

Þeir sem segja þetta "óásættanlegt" virðast ekki átta sig á því, að Íran hefur líklega "valkost B" og það þíði - - að kröfur forsætisráðherra Ísraels, mundu ekki stuðla að því að minnka líkur þess að Íran verði að kjarnorkuveldi, heldur þvert á móti.

Eina leiðin sé að sannfæra Írani um að þeir þurfi ekki á sprengjunni að halda til að vera öruggir.

Það getur ekki gerst nema í gegnum leið friðsamlegra samskipta.

Allt annað, leiði til þess að Íran verði alveg örugglega kjarnorkuveldi, og því harkalegar sem farið yrði með Íran -- því óvinveittara slíkt yrði Íran.

 

Kv.


Sérkennileg krossferð Netanyahu gegn tilraunum Vesturvelda að semja við Íran

Benjamin Netanyahu var staddur í Washington á þriðjudag, og fékk að ávarpa bandaríska þingið. Þar varaði hann við samningum við Íran - sem staðið hafa nú yfir um töluverðan tíma.

Að sögn Netanyahu er engin leið að treysta því að Íran virði nokkra samninga. Ekkert minna dugi en að - gersamlega taka kjarnorkuprógramm Írana í sundu stykki fyrir stykki, flytja öll kjanakleyf efni frá Íran. Samt eigi að viðhalda refsiaðgerðum áfram, því að Íran - styðji Hesbollah og stjórnina í Damaskus.

Þetta var víst - í stuttu máli boðskapur Netanyahu á Bandaríkjaþingi!

WASHINGTON, DC - MARCH 03: Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu speaks about Iran during a joint meeting of the United States Congress in the House chamber at the U.S. Capitol March 3, 2015 in Washington, DC. At the risk of further straining the relationship between Israel and the Obama Administration, Netanyahu warned members of Congress against what he considers an ill-advised nuclear deal with Iran. (Photo by Win McNamee/Getty Images)

Vandamálið við þetta er náttúrulega að, slík stefna mundi alveg örugglega leiða til stríðs við Íran. Og þ.e. einmitt það síðasta sem Vesturlönd þurfa á að halda!

  1. En það er ekki endilega það versta, því að kjarnorkuprógramm Írana er grafið inn í fjöll, svo djúpt á þeirra best vörðu stöðvar - að þær verða ekki eyðilagðar með venjulegum sprengjum.
  2. Það þíðir, að ekkert minna dugar heldur en - innrás. Tæknilega þarf það ekki að vera herseta, heldur mundi tæknilega duga að senda her inn - láta hann taka tiltekna mikilvæga staði. Halda þeim í nokkrar vikur - - síðan láta liðið hörfa.

Þetta er með öðrum orðum - - gersamlega snargalin stefna!

Um hvað eru þá Vesturlönd að semja við Íran?

  1. Íran hefur þegar samþykkt, að draga verulega mikið úr auðgun á Úran.
  2. Það verða til staðar eftirlitsmenn, sem fá að skoða staði. Fylgjast með því að samkomulagið sé virt.
  3. Miðað við útlínur er liggja fyrir, mundi skilvindum Írana fækka niður í að -tæknilega væri mögulegt fyrir Íran að búa til sprengju með 1-árs fyrirvara. Það sé talið ásættanlegur fyrirvari.
  4. Samningur mundi gilda í 10 ár.
  5. Íran fær verulegar tilslakanir á refsiaðgerðum - sem ætti að leiða til betri efnahags Írans. Og styrkja lýðræðisleg stjórnvöld í Íran.

Enn séu þættir óljósir - t.d. akkúrat hve hratt verður dregið úr refsiaðgerðum, og hve mikið.

Það ber enn eitthvað á milli, um það hve mikið úran Íran má geta auðgað per ár.

Sjá hve Íran er fjöllótt! Íran væri Afganistan, bara enn verra!

http://miangin.persiangig.com/nostradamus/cheats/Iran-topographic-Map.gif

Það sem vinnst við þetta!

Það er ekki einungis það að losna við - hugsanlegt stríð. Heldur sá möguleiki að Íran verði í framtíðinni - vinveitt land Vesturveldum. En höfum í huga að samanborið við t.d. Saudi Arabíu er Íran miðja frjálslyndis. Þegar kosið er í Íran - virðast kjósendur hafa raunverulega valkosti. Þannig er íran t.d. verulega frjálsara heldur en Rússland Pútíns er í dag.

Batnandi samskipti Vesturvelda og Írans, gæti stuðlað að frekari eflingu lýðræðis þar. Og því að Íran smám saman verði að þeim kyndli lýðræðis í heimi Múslima. Sem Vesturveldi hafa verið að leita að um nokkurt skeið.

  1. Það auðvitað blasir við, að Íran gæti orðið miklu mun áhugaverðari bandamaður en Ísrael.
  2. Eftir allt saman, hefur Íran - - tvær strandlengur. Þ.e. ekki bara við Persaflóa. Heldur einnig við Kaspíahaf. Og þar er einnig olíu að finna!

Það sé því margt hugsanlega að vinna fyrir Vesturlönd.

Í því að feta friðsamlegu leiðina gagnvart Íran.

 

Niðurstaða

Það ætti að blasa við, að þegar Vesturlönd standa frammi fyrir þvi vali - þ.e. leið Netanyahu sem þíddi nær öruggt stríð við Íran. Eða þá leið sem Vesturlönd eru að gera tilraun með, að semja við Íran - - og a.m.k. standa frammi fyrir þeim möguleika að eiga friðsamleg og síðar batnandi samskipti við Íran. Þá virðist valið auðvelt - - að velja þá leið þ.s. friður er a.m.k. hugsanlegur, í stað þeirrar leiðar þ.s. stríð verður að teljast alveg öruggt!

 

Kv.


Viðtal var tekið við Boris Nementsov 4 dögum áður en hann var skotinn til bana

Það sem vekur athygli mína, er hve skoðanir Nementsov eru ákveðnar, settar fam algerlega skýrt og skorinort! Þarna var hann ekki að mála hlutina -gráum litum- heldur svörtum.

 

Nementsov talaði um það sjónarspil sem Rússland hefur orðið fyrir, fyrir tilstuðlan skipulagðs áróðurs

Boris Nementsov - "Compared with 2012, we live in a different country. A country of war, of humiliated, hypnotised people, who in 2011 were nostalgic about the empire and now think of themselves as great. Mass hysteria about annexation of Crimea, aggressive propaganda — that the west is the enemy, and Ukrainians fascists etc.

Putin uses this — he’s following the principles of Goebbels: propaganda must be primitive, the truth has no significance, the message has to be simple, and must be repeated many times. And must be extremely emotional.

Putin has brought Nazism into politics."

Nementsov taldi Pútín afskaplega kaldrifjaðan karakter

Boris Nementsov - "He is (Putin) a totally amoral human being. Totally amoral. He is a Leviathan."

Hann sagði Pútín hafa fært öll völd til sinnar persónu

Boris Nementsov - "Putin is very dangerous. He is more dangerous than the Soviets were. In the Soviet Union, there was at least a system, and decisions were taken in the politburo. Decisions about war, decisions to kill people, were not taken by Brezhnev alone, or by Andropov either, but that’s how it works now."

Varð þetta til þess að Nementsov var drepinn? Rannsókn hans á feluleik rússneskra stjórnvalda með greftrarstaði fallinna rússneskra hermanna vegna átaka í Úkraínu

Boris Nementsov - "They are burying them (Russian soldiers killed in action in Ukraine) quietly, because he understands that. That’s why he hides this. I am working on this now."

Boris Nementsov hafði ekki mikið álit á fólkinu í kringum Putin

Boris Nementsov - "The people around Putin are rich and weak. There has been a selection. There is not a single bold person left who can influence him. They’ve all left to somewhere. Including [former finance minister Alexei] Kudrin, the boldest of all. So they can’t influence him, they can only adapt."

Nementsov taldi að það muni taka langan tíma að fjara undan Pútín

Boris Nementsov - "So I think the key thing will be that Putin’s rating will fall, gradually. That will take years.

Look at [Serbian president Slobodan] Milosevic and sanctions. Within one-and-a-half years or two, the people will start understanding that Putin is responsible. Therefore, my job as a politician and a blogger is simple: Show them that Putin means crisis, Putin means war . . ."

Það er óhætt að segja, að Nementsov hafi fullkomlega fyrirlitið ríkissjónvarp Rússlands

Boris Nementsov - "State TV as developed by Putin — that’s a diabolic machine. [All the disinformation programmes about Ukraine] This is recruiting for death. The people who produce this — they are criminals. The west needs to stop treating them like journalists. I’ve told those morons that they have to understand that these people are not journalists, they are propagandists. They work in the FSB, in the presidential administration, they are not journalists. Why are you not putting them under sanctions?"

  • FSB - - er leyniþjónusta Rússlands.

Hann sagði með öðrum orðum, að -RT- starfi í nánu samstarfi við leyniþjónustu Rússlands, og embætti forseta Rússlands - að málflutningur -RT- í tengslum við Úkraínu, sé skipulagður áróður.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé óhætt að segja að Nementsov hafi líst Pútín sem "einræðisherra." Að hans mati snúist stefna Pútíns - - um persónu Pútíns. Þ.e. tilgangur Pútíns sé að halda völdum. Um það snúist öll hans stefna.

Hann sé með öðrum orðum, að leika hinn klassíska leik, að "búa til erlenda óvini" síðan æsa upp "hysteríu" innan landsins, gegn erlendum óvinum.

Ríkisfjölmiðlarnir -sem Nementsov kallaði að ofan talsmenn illskunnar- séu þar í meginhlutverki. Dæli áróðri yfir almenning, sem sé vísvitandi hannaður til þess - - að skapa æsing gegn Vesturlöndum. Þá hugsun að Rússland sé umkringt óvinum.

Pútín sé þá - vörn Rússlands gagnvart þeim óvinum.

-------------------

Ef þetta er rétt - þá er það "afar hættulegur leikur" því rökrétt þarf slíkur einræðisherra að taka vaxandi áhættu, til þess að viðhalda andrúmslofti æsingar.

Ef það ástand, sé nú orðið - að megin rökunum fyrir áframhaldandi völdum.

 

Kv.


Lét Pútín drepa andófsmanninn Boris Nementsov?

Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér, sérstaklega í ljósi þess að Boris Nementsov sjálfur sagði að hann óttaðist um líf sitt, og nánar tiltekið að hann óttaðist að Pútín hefði áform uppi að láta myrða hann: Fear Envelops Russia After Killing of Putin Critic Boris Nemtsov.

Margir munu líta á það sem sönnun að Boris Nementsov skuli hafa verið drepinn.

Vinir hans segja að hann hafi verið að vinna að rannsóknargreinargerð sem átti að birtast á næstunni - um þátttöku Rússlands í Úkraínu-stríðinu.

"Russians created a memorial to opposition leader Boris Y. Nemtsov on Saturday at the site of his death in central Moscow. A number of theories have begun to circulate on how he was killed. Credit Sergei Ilnitsky/European Pressphoto Agency."

 

Hvar morðið fór fram er áhugavert, á brú rétt við Rauða-torgið í miðborg Moskvu, með dómkirkju Sankti Basils í bakgrunni - sjá mynd.

"Investigators gathered near the body of Boris Nemtsov, an opposition leader and a former deputy prime minister, who was fatally shot in the back on Friday night near Red Square in Moscow. Credit Pavel Golovkin/Associated Press."

Það er erfitt að finna "táknrænni stað" fyrir slíkan glæp, frásögn vina Nementsovs er að hann hafi verið milli vonar og ótta um líf sitt dagana fyrir morðið."Mr. Nemtsov at an opposition rally last year. He was scheduled to lead a protest against the war in Ukraine this weekend. Credit Yuri Kochetkov/European Pressphoto Agency."

Pútín segist sjálfur ætla að stjórna glæparannsókninni

  1. Það finnst mér óneitanlega sérstakt - en ég spyr, mundi forsætisráðherra eða forseti Íslands taka að sér forsæti glæparannsóknar? Nei - alveg af og frá. Sama gildir í öllum vestrænum ríkjum, vegna þess að í vestrænum ríkjum er "3-skipting valds." Þar sem dómsvald, saksókn mála, og einnig rannsókn sakamála - er haldið utan við pólitík. Það að Pútín taki rannsókn sakamáls að sér - segir áhugaverða sögu um Rússland.
  2. Jákvæð túlkun á því væri að taka orð Pútíns "bókstaflega" en hann hefur í ræðu í kjölfar morðsins, fordæmt þann glæp og farið lofsamlegum orðum um Boris Nementsov kallað hann föðurlandsvin og sagt hann hafa verið einlægan í skoðunum sínum. Slík jákvæð túlkun mundi þá túlka þátttöku forseta Rússlands í glæparannsókn - sem hans vilja til að beita sér í því skyni að tryggja að hið sanna komi í ljós. Að hann sé með öðrum orðum, annt um að málið sé rannsakað með hraði, því morðið hafi komið við hann sjálfan. Svona Rússland vilji hann ekki.
  3. Á hinn bóginn, er einnig til staðar augljós neikvæð túlkun, en ef Pútín lét drepa Boris Nementsov, þá væri tilgangur Pútíns með þátttöku í dómsrannsókn allt annar en sá að tryggja að sá seki finnist - - þvert á móti væri þá tilgangurinn sá að tryggja að sá seki finnist ekki, því sá seki væri þá eftir allt saman hann sjálfur. Hans orð er hann fordæmdi morðið, og fór fögrum orðum um Nementsov - lístu þá ákaflega kaldrifjuðu hugarfari. Einstaklings er bæri enga virðingu fyrir mannslífi, og hagaði orðum sínum í tagt við það sem væri pólitískt hentugt hverju sinni.
  4. Ef maður heldur áfram með þá samsæriskenningu - þá kemur líklega fljótlega í ljós. Að morðið hafi verið framið af aðila sem tilheyrir skipulögðum glæpahópum í Moskvu eða nágrenni, eða jafnvel að tilraun verði gerð til þess að klína glæpnum á t.d. úkraínska þjóðernis ofsamenn - að tilgangur þeirra væri þá að sverta orðstír Rússlands.
  5. Ef það væru skipulögð glæpasamtök, sem yrðu tengd málinu, ef samsæriskenningunni er fram haldið, þá gæti það hugsast að stjórnvöld hafi fengið þau til þess, að samið hafi verið við gerandann, að sá taki á sig sök gegnt því að séð verði um fjölskyldu viðkomandi. Eða að sá verður drepinn, til að tryggja að hann segi ekki aðra sögu síðar - - og síðan séð um fjölskyldu hans. Eða jafnvel, sá verði drepinn - og fjölskylda hans hundsuð.

Ég get ekki sagt að ég viti hvort er réttara!

Á hinn bóginn, ef ég mundi tjá tilfinningu mína, þá held ég að ef Pútín hefði með engum hætti tengst málinu, þá hefði hann látið dómsrannsókn afskiptalausa.

Vegna þess ef stjórnvöld sjálf væru ekki sek, þá væri ekki líkur á að dómsrannsókn mundi geta beinst að þeim sjálfum. En það gætu sannarlega verið líkur á því, ef þau eru sek. Og rannsókn væri framkvæmd af hæfum einstaklingum.

Slík útkoma yrði þá umtalsverður álitshnekkir fyrir stjórnvöld Rússlands.

Jafmvel í því tilviki að morðið hafi verið framið af einum af stuðningshópum stjórnvalda í Moskvu, ekki með vilja Pútíns endilega, t.d. rússneskum þjóðernissinnum er tengjast stjórn Pútíns. Þá gæti tilgangur stjórnvalda að forða því að hið sanna leiðist fram, verið sá að forða álitshnekki. Eða því að hugsanlegur klofningur við slíkan þjóðernisofsahóp - ágerist frekar og veiki hugsanlega Kremlarstjórnina.

 

Niðurstaða

Mig grunar að hið sanna um það hver lét drepa Boris Nementsov, muni ekki birtast út úr niðurstöðu glæparannsóknar stjórnvalda í Kreml. Að hið sanna komi hugsanlega aldrei fram. Eða að það komi ekki fram. Nema að núverandi stjórnvöld falli í einhvers konar biltingaratburði og síðar í kjölfar á slíkum - verði gögn stjórnvalda aðgengileg. Eins og var um hríð í valdatíð Boris Jeltsín - en það voru nokkur ár eftir hrunið 1991 þegar skjöl KGB voru öllum aðgengileg. Þau fáu ár kom mjög margt merkilegt fram.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 467
  • Frá upphafi: 847114

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 443
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband