Mér finnst afar merkileg sú hugmynd að rétt sé að styðja stjórn Assads í Sýrlandi, því hún sé hinn skárri valkostur

Þetta er gjarnan sett fram með þeim hætti að þessi leið sé sú eina raunhæfa. Því fylgja gjarnan ásakanir um -kjánaskap- ef maður maldar í móinn. Síðan hef ég veitt því athygli að margir þeirra er virðast styðja þessa hugmynd - eru hallir undir Rússland í Úkraínudeilunni. Og hafa and-amerískar skoðanir og lífsviðhorf - - > Og gjarnan reiðir yfir aðgerðum Vesturlanda t.d. í Líbýu þegar Gaddhafi flosnaði frá völdum, og auðvitað stríðinu gegn Saddam Hussain á sínum tíma, og auðvitað stuðningi Vesturlanda við suma uppreisnarhópa í Sýrlandi.

Þessir hópar eru að auki, gjarnan afar uppsigað við "íslamisma" aðhyllast harðar aðgerðir gegn Íslamistum. Það er einmitt ábending þeirra, að -Assad sé að berjast við Íslamista. Hann sé að þeirra mati sá öflugasti í því á svæðinu, fyrir utan herforingjana í Egyptalandi.

  1. Hugsunin með öðrum orðum, virðist mér svipuð þeirri sem Bandaríkjamenn viðhöfðu í Kalda-Stríðinu, er kanar studdu Somosa í Nígaragúa, eða Pinochet í Chile, eða herforingjana í Argentínu, eða Marcos á Filippseyjum, eða Suharto í Indónesíu - - að það að þeir væru öflugir and kommúnistar, réttlætti allt saman - - > Þ.e. fjöldamorðin, ófrelsið, lögregluríkið.
  2. Með öðrum orðum, að rétt sé að styðja "morðstjórn" Assads, vegna þess að hún sé að berjast við Íslamista - - > Virðist þá engu máli skipta hve marga sú stjórn hefur drepið af eigin landsmönnum. Öllu því sé sópað undir það teppi, að stimpla þá "íslamista." Eins og á dögum Kalada-Stríðsins, skítugu stríðin í S-Ameríku eða í Indónesíu, voru réttlætt með því, að verið væri að drepa kommúnista eða stuðngingsmenn þeirra.
  • Ég bendi á þetta samhengi, því að í eðli sínu er alls enginn munur á því, að styðja einræðisstjórn sem viðheldur lögregluríki og ógnarstjórn - sem drepur sína samborgara; og réttlæta að það sé rétt "vegna þess að þetta séu kommúnistar eða fylgismenn þeirra" eða réttlæta það með því "að þetta séu íslamistar eða stuðningsmenn þeirra."

Syrian civil war.png

Current military situation: Red: government, Green: rebels, Yellow: Kurds (Rojava), Grey: Islamic State of Iraq and the Levant, White: al-Nusra Front; Brown: disputed areas (for a more detailed map, see Cities and towns during the Syrian Civil War).

 

Það sem mér finnst merkilegast af öllu, er að þeir sem hafa gagnrýnt Bandaríkin fyrir sitt framferði - - virðast alveg til í að styðja nákvæmlega sömu aðferðir!

Eini munurinn er að nú er vondi hópurinn með aðra hugmyndafræði "íslamisma."

Skv. SÞ hefur 220.000 manns látið lífið í borgarastríðinu í Sýrlandi.

Það borgarastríð hófst 2011, fyrst með fjölmennum mótmæla-aðgerðum tengt svokölluðu "lýðræðis vori" í Mið-Austurlöndum. En viðbrögð Assad stjórnarinnar voru ákaflega hörð - svo hörð að sú harka leiddi til þess að mótmæla-aðgerðir þróuðust yfir í vopnaða uppreisn.

Her landsins í reynd klofnaði og verulegur hluti hans reis upp gegn stjórnvöldum. Fjöldi almennra borgara einnig reis upp, og ásamt hermönnum sem tóku þátt í uppreisninni.

Myndaði hinn svokallaða "Frjálsa sýrlenska her." Því miður árið eftir fóru margvíslegir utanaðkomandi "íslamískir" hópar að blanda sér í átökin, sem hefur flækt málin.

Og 2013 kom "ISIS" hreyfingin fram á sjónarsviðið - - réðist að uppreisnarhópum. Þau landsvæði sem "ISIS" ræður hefur sá hópur hrifað af "öðrum uppreisnarmönnum."

  • Þannig hefur hin upphaflega uppreisn verið milli 2-ja elda!
  • Ræður hún nú einungis - - grænu svæðunum.

 

Til þess að skilja af hverju Assad stjórnin brást svo hart við, þarf að skilja að hún er í reynd einungis ríkisstjórn "Alavíta" ca. 12% íbúa landsins!

Kortið sýnir hvað "Alavítar" búa innan Sýrlands! Eins og sést halda svæði þess áfram Tyrklandsmegin landamæranna!

  • Þegar þú ert með stjórn "þjóðernis-minnihluta" sem einokar stjórn landsins.
  • Þá ertu ekki að gefa eftir mótmælum "sem krefjast aukinna lýðréttinda, því þ.e. alveg klárt að þjóðernis minnihluti 12% landsmanna - - getur ekki haldið völdum ef komið er á auknu lýðræði.
  • Þegar á sama tíma, 74% landsmanna eru Súnní Arabar. Þá er alveg ljóst að "lýðréttindi" þíða að sá þjóðernishópur sem inniheldur meirihluta landsmanna, mundi þá ráða landinu.

Þetta skýrir örugglega hin gríðarlega hörðu viðbrögð gegn mótmæla-aðgerðum, sem fyrst voru friðsöm - sumarið 2011 áður en vopnuð átök hófust.

Þetta líklega einnig skýrir - - af hverju "hersveitir skipaðar einkum alavítum" hafa verið til í að beita "mjög mikilli grimmd" gegn vopnuðum andstöðuhópum - - einkum þjóðernis meirihluta araba.

Þ.s. eftir allt saman - - væru alavítarnir ekki að drepa sitt fólk - heldur hina!

  1. Auk alavíta ca. 12% íbúa.
  2. Styðja líklega kristnir ca. 2% íbúa einnig stjórnina.
  3. Og það getur verið að Túrkmenar ca. 4-6% íbúa geri það einnig.
  • Kúrdar eru hlutlausir!
  • Samanlagt gæti stuðningur verið á bilinu 15-20% íbúa.

Á sama tíma séu uppreisnarmenn - - úr röðum Súnníta eða 74% íbúa!

 

Það er þessi staða sem fær mig til að hafna þeirri kenningu, að stuðningur við Assad sé rétta leiðin!

  1. Menn verða að átta sig á því að þarna er um að ræða - uppsafnað hatur. Fyrst vegna áratuga ógnarstjórnar. En eina leiðin fyrir þjóðernis minnihluta sem er þetta lítið hlutfall íbúa. Er að stjórna með harðri hendi - halda öðrum niðri með óttann að vopni.
  2. Síðan eftir að átök eru hafin, hefur her sá sem stjórnin notar í stríðinu - hersveitir skipaðar "alavítum" gengið gríðarlega hart fram og drepið af fullkomnu miskunnarleysi mikinn fjölda íbúa þeirra svæða þ.s. uppreisnarmenn hafa náð völdum. Það auðvitað magnar hatrið upp í enn hærri hæðir.

Þetta hlýtur að skýra það af hverju "ISIS" samtök róttækra Súnníta - ná svo miklum árangri í Sýrlandi. En þ.e. ekki nokkur möguleiki annar en að fjöldi sýrlenskra uppreisnarmanna hafi gengið í þeirra raðir - - ekki ósennilega vegna þess að þeir sjái "ISIS" sem helstu vonina um sigur yfir stjórnvöldum.

  1. Það sem menn þurfa að pæla í, er hvað mundi líklega gerast. Ef farið væri að ráðum þeirra sem vilja styðja Assad til sigurs.
  2. En stjórn Alavíta hefur haldið velli - með miklum stuðningi Hesbollah hóps lýbanskra Shíta, og Írans. Hafa fjölmennar hersveitir Hesbollah tekið þátt í bardögum, síðan 2013.
  3. Þetta að sjálfsögðu - - undirstrikar "sectarian" eðli stríðsins!
  • Á sama tíma -styðja arabaríkin við Persaflóa uppreisnarhópa með vopnum og peningum.

Það blasir við - - ef Vesturlönd færu að styðja stjórn Assads.

Þá væri litið á það mjög víða meðal Súnníta í Mið-Austurlöndum, sem að Vesturlönd væru að styðja árás á trúbræður þeirra.

  • Með öðrum orðum - -> Við erum að tala um, beina þátttöku í trúarstríði.

Klingja nú varúðarbjöllur?

Líklegasta afleiðingin af því, ef Vesturlönd mundu blanda sér í það trúarstríð, sem geysar í Sýrlandi - - en borgarastríðið í Sýrlandi hefur þróast í "hrein trúarátök milli Shíta og Súnníta.

Væri mjög líklega -tel ég- að magna stórfellt upp spennu milli Vesturlanda og Súnní Íslam trúarhópa, bæði í Mið-Austurlöndum - en einnig meðal Múslíma íbúa Evrópu sjálfrar.

Ég tel raunverulega þá hugmynd afskaplega "næíva" að stríðið í Sýrlandi snúist um að berjast gegn róttækum Íslamisma - - þvert á móti eru þarna Hesbollah sem eru róttækur Shíta Íslamisma hópur, og ríkisstjórn undir stjórn trúarhóps Alavíta, með stuðningi Írana þ.e. Shíta.

  1. Þetta sé ekki barátta milli "secular ríkisstjórnar" eins og gjarnan er haldið fram - - og hættulegra Íslamista.
  2. Heldur hreint trúarstríð milli Shita og Súnníta.

Og það væri gríðarlega hættulegt, fyrir Vesturlönd - - að blanda sér inn í þau átök, með beinni þátttöku til stuðnings við annan trúarhópinn.

  • Hver sá her sem sendur væri til Sýrlands - - til stuðnings Sýrlandsstjórn, yrði óhjákvæmilega "stimplaður" óvinaher af Súnní meirihluta íbúa.
  • Því dýpri sem þátttaka Vesturlanda við hlið "Shíta" yrði - - því hættulegra yrði haturs ástandið meðal róttækra hópa Súnní Múslima gagnvart Vesturlöndum.

Slík þátttaka mundi mjög líklega - verða vatn á myllu hættulegra Súnní öfgahópa starfandi meðal Múslíma í Evrópu.

Og því af háum líkindum, auka mjög verulega á hættuna frá hættulegum öfgahópum af þeim meiði.

Að auki, tel ég afar - afar ólíklegt, að slík stríðs þátttaka mundi veikja "ISIS" - - þvert á móti tel ég að "ISIS" mundi nærast á því aukna haturs ástandi gagnvart Vesturlöndum er mundi í kjölfarið grassera í vaxandi mæli meðal Súnní Múslima í Mið-Austurlöndum, sem og í Evrópu.

 

Niðurstaða

Í stuttu máli lít ég á það sem afar afar slæma hugmynd, að styðja ríkisstjórn Assads í Sýrlandi. Það sé það allra síðasta sem Vesturlönd eiga að gera. Sú túlkun á átökunum, að stjórnin sé "secular" og því and íslamísk - - sé afar grunnhyggin. Í reynd röng, þ.s. kjarni stjórnarinnar, er hennar eigin trúarhópur "Alavíta" fólkið - sem mér skilst að sé sértrúarhópur af stofni Shia Íslam. Stuðningur lýbanskra Shíta og Írans - - leiði til þess að átökin séu í reynd "hrein trúarátök" Shita Íslam og Súnní Íslam.

Þarna takist á 2-hættulegar íslamista hreyfingar, hvor af sínum stofni - - þ.e. Hesbollah samtök róttækra Shíta, og "ISIS" samtök afar róttækra Súnníta.

Svo styðji ríkisstjórn Írans ríkisstjórnina, Íran er auðvitað Shia Íslam - - meðan að arabaríkin við Persaflóa, Súnní Íslam - - styðji Súnní uppreisnarhreyfingar.

Vesturlönd eigi alls alls all ekki - - að snerta á þessu stríði með beinum hætti!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég segi að við eigum ekki að snerta þetta með priki.

Það er misskilningur að flestu leiti að þetta sé eitthvert trúarstríð - þetta eru einskonar ættbálkaerjur frekar, svona keimlíkt því sem gerist í Afríku.

Málið er að ættbálkarnir hafa tamið sér hver sína útgáfu af Islam, og sumir eru hreint ekkert múslimar, heldur fá að vera í friði... eða fengu það þar til Daash mættu á svæðið.

Þetta stríð hefur staðnað, og mig grunar að það eigi eftir að enda með landið skift nokkurnvegin eins og það er.  Eftir ráðandi ættbálkum.

Hezbola er vissulega ða styrðja við Assad & félaga, en ekki mikið - þeir ru reyndar það öflugir að þeir gætu haft veruleg áhrif á stríðið, Assad í hag, en hann er of secular fyrir þá.  Hann er samt stuðpúði milli þeirra og erki-óvina þeirra, Sunni manna.

Á hinum endanum sérðu hver tyrkir virðast vera að styðja daash óvitahópinn, sem fer mikinn ennþá.  Það táknar ekkert að Tykrir og Daash séu einhverjir vinir.  Tyrkir eru bara að lofa þeim að murka lífið úr kúrdum, sem tyrkir hata.  Tyrkir hata alveg fullt af fólki.

Talandi um daash: við ættum að lofa fólki frá evrópu að ganga til liðs við þann hóp.  Hvetja þá sem eru þannig innstilltir til þess.

Og dunda okkur svo leynt og ljóst við að myrða þessa sömu aðila um leið og þeir eru komnir til Sýrlands, með köldu blóði eða heitu.  Og alla sem standa umhverfis þá.  Helst áður en þeir gera einhvern skandal.

Landhreinsun.

Það er líka versta hugmynd á jörðinni að skifta sér af deilu Rússa & Úkraínumanna.  Það hefur verið að malla lengi milli þeirra, og verður að vera leyst af þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2015 kl. 19:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Af hverju? Þ.e. ágætis fordæmi fyrir því frá Afganistan - að þegar Rússar eru með her í öðru landi að þá sé unnt að skemma það fyrir þeim, með því að vopna landsmenn i því landi til þess að þeir séu öflugari í því að standa í hárinu á Rússum. Sé ekki af hverju það sama ætti ekki að virka í Úkrainu - - án aðstoðar á hinn bóginn, enda Rússar með því að hafa nær allskostar við Úkraínumenn. Þá verður samkomulag á endanum þ.s. Pútín hefur heimtað allan tímann - - að takmarka sjálforræði Úkraínu. Spurning hvort að Evr. þorir að skapa það fordæmi en það gæti alveg haft víðtækari afleiðingar en bara að eiga við Úkraínu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.3.2015 kl. 20:43

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Við, sem Íslendingar eigum að forðast þetta - með viðskiftahagsmuni báðu megin.  Og þetta er merkilaga smátt í sniðum, miðið við hagsmunina sem eru í húfi fyrir *Ríkin.*

Annað gildir mjög líklega um *fólkið* í þessum ríkjum.  Ég hef einhvern ekkert svo lúmskan grun um það.

Þetta endar líklegast á því að Rússar ná undir sig þeim svæðum sem þeir vilja, (iðnaðarhéruðin) en skilja hitt allt eftir - enda engin ástæða til að hirða alla Úkraínu.

Þetta er ekki Afganistan.  Allir íbúarnir eru ekki beinlínis á móti Rússum.  Og rússar eru ekki beinlínis í þessu til þess að útrýma íbúunum, á hvaða bandi sem þeir svosem eru.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2015 kl. 22:32

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur, það hafa rúmlega milljón manns flúið A-Úkraínu til annarra hluta Úkraínu. Þ.e. megin flóttamannastraumurinn, í Vestur átt. í samanburðir er straumurinn Austur miklu mun smærri ef marka má tölur SÞ.

Þetta segir að það sé langt í frá að "svokölluð uppreisn" hafi stuðning íbúa A-Úkraínu. Mér virðist allt benda til þess að það séu róttækir hópar með afar lítinn stuðning. Enda hefur alveg frá byrjun þurft að senda þeim aðstoð í formi þessara svokallaðra "concerned individuals" eins og rússn. fjölmiðlar hafa nefnt þá "mercenaries" sem Rússar hafa sent frá upphafi. Það sé sennilega einmitt vegna þess hve þeir hópar hafa verið fáliðaðir - - síðan í ágúst virðist að heilar sveitir rússn. hersins hafi komið yfir landamærin og að þaðan í frá séu rússn. hersveitir er bera megin þungann.

Þannig að þetta sé einmitt Afganistan sviðsmyndin.

    • Aftur á móti er ég alveg sammála þér, að ef Vesturlönd veita ekki Úkraínu sambærilegan stuðning, og þau veittu andstöðuhópum í Afganistan.

    • Þá munu Rússar hirða af Úkraínu þau héröð sem þeir vilja - sennilega alla leið til borgarinnar Odessa.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 8.3.2015 kl. 14:35

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Apríl 2024
    S M Þ M F F L
      1 2 3 4 5 6
    7 8 9 10 11 12 13
    14 15 16 17 18 19 20
    21 22 23 24 25 26 27
    28 29 30        

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (24.4.): 0
    • Sl. sólarhring: 3
    • Sl. viku: 26
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 26
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband