Viðtal var tekið við Boris Nementsov 4 dögum áður en hann var skotinn til bana

Það sem vekur athygli mína, er hve skoðanir Nementsov eru ákveðnar, settar fam algerlega skýrt og skorinort! Þarna var hann ekki að mála hlutina -gráum litum- heldur svörtum.

 

Nementsov talaði um það sjónarspil sem Rússland hefur orðið fyrir, fyrir tilstuðlan skipulagðs áróðurs

Boris Nementsov - "Compared with 2012, we live in a different country. A country of war, of humiliated, hypnotised people, who in 2011 were nostalgic about the empire and now think of themselves as great. Mass hysteria about annexation of Crimea, aggressive propaganda — that the west is the enemy, and Ukrainians fascists etc.

Putin uses this — he’s following the principles of Goebbels: propaganda must be primitive, the truth has no significance, the message has to be simple, and must be repeated many times. And must be extremely emotional.

Putin has brought Nazism into politics."

Nementsov taldi Pútín afskaplega kaldrifjaðan karakter

Boris Nementsov - "He is (Putin) a totally amoral human being. Totally amoral. He is a Leviathan."

Hann sagði Pútín hafa fært öll völd til sinnar persónu

Boris Nementsov - "Putin is very dangerous. He is more dangerous than the Soviets were. In the Soviet Union, there was at least a system, and decisions were taken in the politburo. Decisions about war, decisions to kill people, were not taken by Brezhnev alone, or by Andropov either, but that’s how it works now."

Varð þetta til þess að Nementsov var drepinn? Rannsókn hans á feluleik rússneskra stjórnvalda með greftrarstaði fallinna rússneskra hermanna vegna átaka í Úkraínu

Boris Nementsov - "They are burying them (Russian soldiers killed in action in Ukraine) quietly, because he understands that. That’s why he hides this. I am working on this now."

Boris Nementsov hafði ekki mikið álit á fólkinu í kringum Putin

Boris Nementsov - "The people around Putin are rich and weak. There has been a selection. There is not a single bold person left who can influence him. They’ve all left to somewhere. Including [former finance minister Alexei] Kudrin, the boldest of all. So they can’t influence him, they can only adapt."

Nementsov taldi að það muni taka langan tíma að fjara undan Pútín

Boris Nementsov - "So I think the key thing will be that Putin’s rating will fall, gradually. That will take years.

Look at [Serbian president Slobodan] Milosevic and sanctions. Within one-and-a-half years or two, the people will start understanding that Putin is responsible. Therefore, my job as a politician and a blogger is simple: Show them that Putin means crisis, Putin means war . . ."

Það er óhætt að segja, að Nementsov hafi fullkomlega fyrirlitið ríkissjónvarp Rússlands

Boris Nementsov - "State TV as developed by Putin — that’s a diabolic machine. [All the disinformation programmes about Ukraine] This is recruiting for death. The people who produce this — they are criminals. The west needs to stop treating them like journalists. I’ve told those morons that they have to understand that these people are not journalists, they are propagandists. They work in the FSB, in the presidential administration, they are not journalists. Why are you not putting them under sanctions?"

  • FSB - - er leyniþjónusta Rússlands.

Hann sagði með öðrum orðum, að -RT- starfi í nánu samstarfi við leyniþjónustu Rússlands, og embætti forseta Rússlands - að málflutningur -RT- í tengslum við Úkraínu, sé skipulagður áróður.

 

Niðurstaða

Ég held að það sé óhætt að segja að Nementsov hafi líst Pútín sem "einræðisherra." Að hans mati snúist stefna Pútíns - - um persónu Pútíns. Þ.e. tilgangur Pútíns sé að halda völdum. Um það snúist öll hans stefna.

Hann sé með öðrum orðum, að leika hinn klassíska leik, að "búa til erlenda óvini" síðan æsa upp "hysteríu" innan landsins, gegn erlendum óvinum.

Ríkisfjölmiðlarnir -sem Nementsov kallaði að ofan talsmenn illskunnar- séu þar í meginhlutverki. Dæli áróðri yfir almenning, sem sé vísvitandi hannaður til þess - - að skapa æsing gegn Vesturlöndum. Þá hugsun að Rússland sé umkringt óvinum.

Pútín sé þá - vörn Rússlands gagnvart þeim óvinum.

-------------------

Ef þetta er rétt - þá er það "afar hættulegur leikur" því rökrétt þarf slíkur einræðisherra að taka vaxandi áhættu, til þess að viðhalda andrúmslofti æsingar.

Ef það ástand, sé nú orðið - að megin rökunum fyrir áframhaldandi völdum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafðu þökk, frændi, fyrir að sýna okkur þetta. Í athugasemdum á bloggsíðu minni hafa birst upplýsinga um sláandi breytingar á yfirlýsingum Pútíns varðandi ESB 2004 og núna. Ég hef verið að blogga um nauðsyn þess að reyna að skilja hugarheim Rússa, sem í gegnum aldir hefur byggst á ótta við innrásir og ásælni erlendra stórvelda. 

Á það spilar Pútín og það verða Vesturveldin að taka með í reikninginn. Ég fór í stutta vetrarferð um Rússland 2009 og kynntist undravel miðað við skamma dvöl ástandinu meðal fólks jafnt í Moskvu sem langt úti í dreifbýli rússneska vetrarins. Þá var Pútín yfirþyrmandi sem íðilslægur einvaldur, sem sveipar völd sín inn í eins flottar umbúðir og unnt er. Siðan hefur þetta bara versnað.  

Ómar Ragnarsson, 3.3.2015 kl. 08:04

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Nementsov er mjög vinsæll á vesturlöndum og enginn vafi að hann yrði forseti Rússlands ef vestrænir fjölmiðlar og stjórnmálamenn mundu kjós forseta Rússlands.

Nementsov hefur lika fengið frekar milda umföllun í rússneskum fjölmiðlum ,eins og til siðs er um dauða menn.

En þau 55% rússa sem  vita hver hann er mundu fæstir kjósa hann til nokkurra trúnaðarstarfa.Samkvæmt skoðanakönnun treysta um það bil 1-2,5% manna þessu ágæta líki.

Flestir rússar annaðhvort hata hann eða fyrirlíta eftir mínum heimildum af götunni..

Það sem hinn almenni rússi sér fyrir sér þegar talað er um þennan mann er maður sem seldi lífsviðurværi rússa til einkaaðila fyrir ca 12% af raungildi.

Þessi ágæti herra sat í hásætinu þegar flokkar rússneskra og erlendra oligarka flæddu yfir landið og rændu öllu sem hönd á festi,bæði ríkið og almenning.

Þessi drengur var vonarstjarna Margrtar Tatcher og óska kandidat hennar í embætti forseta og það segir okkur kannski hver þankagangur hans var.

Nementsov var Margret Tatcher "on steroids" meðan hann var við völd

Þetta man rússnesur almenningur og kann honum litlar þakkir fyrir,en þetta muna líka vestrænir ologarkar og horfa til þessa tíma með saknaðarblik í auga.

En þeir muna líka að það var Putin sem stoppaði ránin og kunna honum litlar þakkir.Síðan hefur vestræana pressan sem er öll í eigu þessara oligarka og stjórnmálamenirnir sem eru flestir líka í eigu þessara oligarka verið í stanslausri herferð gegn honum.

Það var ráðuneytið sem Nementsov var hátt settur í sem "seldi" Kordokovski megnið af olíuauð Rússlands í tveimur skömmtum,þann fyrri á ca 10% af raungildi og þann seinni á ca 15%.   Seinna reyndi svo Kordokovski að sameinast BP að mig mynnir og við vitum öll hvað það þýðir .Olíuauðurinn sem er lifibrauð flestra rússa og undirstaðan undir rússneska velferðarkerfinu hefði flætt óskattllagður úr landi.

Það er sagt að Kordakofski hafi greitt fyrir olíuauðinn úr veltu á innan við sex mánuðum.

Bresk stjórnvöld voru ekki hrifin,það hefði munað þokkalega um þetta fyrir þá.Gamla nýlendustefnan er enn í fullu gildi.

Ómar, breytingar á afstöðu Putins til ESB stafa af því að ESB er í stríði við rússa,þeð ar ekki hægt að kalla það neitt annað en stríð að ESB gerir allt sem það getur til að leggja efnahag Rússlands í rúst. Ég hugsa að Esb yrði býsna óvinsælt hér á landi við sömu aðstæður. Mig mynnir til dæmis að vinsældir Gordons Brown hafi verið takmarkaðar hér á landi þegar hann gerði efnahagslega árás á okkur.

Þetta er einkennileg blinda að finnast það óeðlilegt að afstaða þjóðar eða stjórnmálamanna í Rússlandi breytist þegar ESB er að reyna leggja efnahag landsins í rúst.

Þetta hlýtur að vera einhverskonar afbrygði af "exeptionalisma" að við eigum heimtingu á að við getum þjarmað að fólki eða þjóðum án þess að það bregðist við.

Hvílík móðgun við okkur,við erum jú salt jarðar og eigum heimtingu á virðingu.

Áhyggjur rússa af innrásum og ásælni erlendra ríkja er ekki nein ástæðulaus hysteria,þeir hafa þvet á móti ítrekað þurft að reka af höndum sér innrásarheri ,aðallega úr vestri og eins og horfir núna gætu þeir þurft að gera það einu sinni enn.

Stefna vesturlanda gagnvar rússum er og hefur alltaf verið nýlendustefna.Rússland er fullt af auðlindum sem Evrópu skortir tilfinnanlega og í gegnum tíðina hafa vesturlandabúar viljað komast yfir þessar auðlindir,í stað þess að kaupa afurðir þeirra.

Eftir valdatöku Putins hefur ekki verið neitt vandamál að kaupa allt frá Rússlandi á gangverði og arðurinn hefur svo farið í að byggja upp þjóðina ,sem hefur gengið ágætlaga að mörgu leiti.Alltof stór hluti af þessu hefur þó farið í að fóðra oligarka,sem urðu einmitt til undir handarjaðri Nementsovs.  Vandamálið er að vestrænir oligarkar vilja ekki kaupa rússneskar vörur á gangverði,þeir vilja eignast auðlindirnar sjálfar og hirða arðinn af þeim og fara með hann heim til sín.

Ómar mig minnir að þú hafir einhverntíma skrifað um hversu ósáttur þú ert við skattaundanskot álfyrirtækjanna. Það er nákvæmlega þetta sem rússnesk stjórnvöld eru að reyna að forðast,og oligarkarnir eru æfir og nota fjölmiðlana sína og stjórnmállamennina sína til að berja stöðugt á rússneskum stjórnvöldum. Og það eru ekki bara vestrænir oligarkar sem eru æfir ,heldur líka þeir rússnessku af því að þeim er stakkur skorinn hvernig þeir geti ráðstafað ránsfengnum.

Ég legg til að menn hugleiði aðeins hver afdrif íslensk þess stjórnmálamanns yrðu sem mundi selja Landsvirkjun fyrir 15% af verðmæti til kuningja síns. Ætli að hann yrði ekki bara drepinn,allavega mundi hann eiga í erfiðleikum við að ná endurkjöri held ég.Samt eru það hlutfallslega bara smámunir miðað við það sem gekk á í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna.

Borgþór Jónsson, 3.3.2015 kl. 14:57

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Ragnarsson - Pútín virðist vera að búa til sambærilegan ljóma í kringum sig og "Kimmarnir" í N-Kóreu hafa haldið uppi. Þetta er ekki gengið eins langt enn, heldur færir hann sig skref fyrir skref upp það skaft.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.3.2015 kl. 11:15

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, það eina sem Pútín hefur gert, er að færa þær eignir frá þeim einka-aðilum, yfir til sinna eigin valinna handbenda. Þeir aðilar í engu stjórna þeim fyrirtækjum nær hagsmunum Rússa. Heldur eru þeir ef e-h er enn hrokafyllri en fyrirrennararnir.

Og þeir eru verri að einu, þ.s. þeir eru innan stjórnkerfisins - - eiga þeir greiða leið í vasa almennings, þannig þeir græða bæði á spillingunni innan kerfisins og síðan á því að nota þessi ríkisfyrirtæki sem þau væru þeirra eign.

    • Þ.s. voðalega lítið að marka það almennings álit - sem fram kemur á götum í Rússlandi.

    • Þ.s. það markast af áróðri þeirra lygaveitna sem rússn. ríkismiðlar eru orðnir að - að nýju.

    • Rússum er sem sagt -sagt hverju þeir eiga að trúa- og hvað það er, eru stórum jafnvle stærstum hluta lygar.

    Pútín lætur þær lygaveitur sá hættulegum lygum um sína pólit. andstæðinga innan landsins, sbr. þetta "5-herdeildar" tal sem nú er uppi, og er sérstaklega "nastí."

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 4.3.2015 kl. 11:21

    5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Mér virðist Rússland á öruggri leið með að þróast yfir í "fasistaríki" ef það á ekki þegar að teljast vera slíkt, þ.e. að Pútín sé sambærilegur við Franko á Spáni t.d. og flokkur hans því við Falange hreyfinguna spænsku.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 4.3.2015 kl. 11:22

    6 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Einar ,það sem þú ert að segja við Ómar um persónudýrkunina er tóm steypa.Þvert á móti forðast Putin þetta eins og heitann eldinn. Mér vitanlega er engin stytta af Putin í Rússlandi og ef svo er þá hefur hún ekki verið gerð með tilstuðlan eða samþykki Putins af því hann neitar alltaf um það sé um það beðið.

    Það eru heldur engin önnur mannvirki af neinu tagi nefnd eftir honum með hans samþykki. Hinsvegar hefur hann lagt töluvert upp úr að byggja upp ákveðna ímynd sem er ekki ætluð til persónudýrkunar ,það er nær að hún eigi að tákna "Þú gengur ekki yfir mig" og það er held ég nokkurn veginn rétt mynd,eins og margir hafa fengið að reyna.

    Allir sem fylgjast með Rússlandi vita um það þegjandi samkomulag sem gildir á milli Putins og oligarkanna,sem gengur í stuttu máli út á það að oligarkarnir fá að halda ránsfengnum ,en verða að halda sig frá stjórnmálum.þeir sem hafa reynt að svikja þetta samkomulag hafa hrökklast frá með þokkalegar blóðnasir.

    Þetta verður að teljast rausnarlegt tilboð hjá Putin þar sem þessir menn höfðu svikið þessar eignir út úr ríkinu með grófum hætti.

    Ég kíkti aðeins betur á viðskiftin með Yukos ,en Marshall Goldman hagfræðiprófessor við Harvard telur að Yukos sem var 5 milljarða dollara virði, hafi verið keyft frá ríkinu á tæplega 7% af verðmæti sínu með sýndaruppboði.

    Sömu leið fór Sibneft olíufélagið 3 milljarða dollara virði til Boris Berezovsky á rúm 3% af verðmæti. Til að toppa allt þá voru skattarnir sem átti að greiða af þessum viðskiftum aldrei innheimtir.

    Nementsoov var einn af æðstu mönnum Rússlands á þessum tíma og átti að gæta hagsmuna skattgreiðenda.   Spilling my ass.

    Það er líka rangt hjá þér að fyrirtækin hafi verið færð nýjum oligörkum af því að eftir því sem ég kemst næst eru bæði stóru orkufyrirtækin nú undir stjórn rússneska ríkisins,þó að hluti þeirra sé í einkaeign bæði rússa og erlendra eigenda. Þessi fyrirtæki standa undir svo til allri velferð í Rússlandi eins og þú veist.Það sem endurheimtist t.d. úr Yukos rann að lokum inn til ríkisins.

    Það er engum blöðum um að fletta að fjölmiðlar eins og RT til dæmis eru "pro russian " eins og sagt er og þeir túlka aðalega sjónarmið Rússlands og rússneskra stjórnvalda. En þó verður að segja um þá ,að RT lætur ummæli og stundum heilu ræður Kerys, Obama eða einhverra annarra vestrænna stjórnmálamanna koma fram á vefnum sínum. 'Eg held að það frysi fyrr í helvíti áður en að blaðamannafundur með Putin væri sýndur í vestrænum fjölmiðli.

    Hins vegar hafa þessir fjölmiðlar reynst mikilvægir þegar breskir og bandarískir stjórnmálamenn hafa veri að veifa fölsuðum sönnunargögnum sem hafa runnið áreyslulaust og án nokkurra spurninga í gegnum veastrænu fjölmiðlana.  Ég horfi stundum á fréttamannafundi sem er stjórnað af frú Psaki heldur fyrir hönd utanríkisráðuneytis US.

    Þeir fara þannig fram að Psaki flytur pistil um það sem henni finnst markvert og flestir fara heim með það.Það eru einungis tveir fréttamenn sem spyrja spurninga,það er fréttamaður RT og einn annar sem ég veit ekki fyrir hvern er.Einstöku sinnum spyr einhver annar og mér virðist að það sé oftast ef heimaland viðkomandi hefur verið til umfjöllunar í viðkomandi pistli.Oftast er þetta um að Putin hafi skotið niður flugvéla eða að það séu eitt þúsund fjörtíu  tonna rússneskar vígvélar og 9000 hermenn sem eru á svæði á stærð við Árnessýslu,en það sé því miður ekki hægt að finna þær svo við verðum að sýna falsaðar myndir af þeim sem teknar voru í Tsétseníu eða Rússlandi.

    Þetta er nú fjölmiðlaheimurinn okkar í hnotskurn,enginn spyr spurninga eða gerir tilraun til að hugsa neitt,Við lesum bara í fjölmiðlum að það séu eitt þúsund rússneskar vígvélar að spúa eldi og eimiru í A Úkrainu ,en þær séu því miður ósýnilegar þó þær standi í hnapp á tiltölulega litlu svæði.

    Reyndar er þessum fréttamönnum vorkunn af því að þeir vita að ef þeir reyndu að grafst eitthvað fyrir um hvernig hlutirnir raunverulega eru væri það skorið niður í ritstjórn og þeim síðan sagt upp ef þeir láta sér ekki segjast,með enga von um að fá aðra vinnu í faginu.

    En það eru ekki bara þessir nýju fjölmiðlar sem eru gagnrýnir á þetta stöðuga ofbeldi bandarískara stjórnvalda,það er líka mikill fjöldi fræðimanna á stjórnmálasviðinu, stjórnmálamenn og aðrir sem gagnrýna þetta harkalega. Þessa aðila sjáum við nánast aldrei í vestrænum fjölmiðlum samt eru þeir ekki fáir eða neitt feimnir að segja skoðun sína. Það er ekkert hægt að afgreiða þá með því að þeir horfi of mikið á RT eða þeir séu á mála hjá Putin,þeim er bara haldið skipulega frá fjölmiðlum.

    Þetta er farið að líkjast grunsamlega Sovétríkjunum sálugu,Sýndarlýðræði, þungvopnuð lögregla,persónunjósnir,sorterað inn í fjölmiðla og vopnuð útbreiðsla á stjórnmálaskoðunum.

    Svo er það með sjónarmiðin. Við erum orðin vön því að það sé bara eitt sjónarmið ,og það sé sjónarmið bandarískra stjórnvalda. Svo koma þessir nýju fjölmiðlar sem eru að ná nokkurri útbreiðslu og segja okkur að það séu önnur sjónarmið og aðrir hagsmunir. Kerry og frú Clinton og fleiri bera sig ákaflega illa af því að þau eru vön að ráða alfarið hvað fólk heyrir og sér í fjölmiðlum.

    Nú er allt í einu  komin upp sú staða að þau geta ekki logið hverju sem er í okkur.Reyndar eru þau ekki búin að átta sig fyllilega á þessu og eru þess vegna hvað eftir annað gerð afturreka með lygar sem hefðu runnið ljúflega í gegn fyrir nokkrum árum.

    Hefði til dæmis ekki verið ágætt að hafa einhverja fjölmiðla þegar Powell sat með glasið með "sönnunargögnunum" hjá sameinuðu þjóðunum og laug í þingheim að þetta væru Íröksk efnavopn með tilheyrandi stríðsrekstri sem fylgdi því. Þá væri örugglega ekkert ISIS.

    Eða þegar Samantha Power sat fyrir framan sama þingheim og laug því að Assad hefði gert efnavopnaáras á íbúana og það þyrfti að bregðast við strax. það gekk ekki eftir,en fyrir nokkrum árum hefði þessi lygi haft sinn gang óáreitt.

    Allt tal um fimmtu herdeildir er nastí ,en eingöngu fyrir þá sem gera út slíkar herdeildir.

    Það er löngu vitað að bandaríkjamenn hafa áratugum saman gert út slíkar "herdeildir" í fjölda landa. Þetta hefur oft verið staðfest bæði af þeim sem hafa orðið fyrir þessu og einnig af þeim sem hafa staðið fyrir verklega hlutanum af þessu, svo það þarf svo sem ekkert að deila um það.

    Án nokkurs vafa er slík "herdeild" að störfum í Rússlandi, annað væri í fullu ósamræmi við það sem á undan er gengið.

    Ég las um daginn í Mogganum viðtal við Kasparov um morðið á Nementsov. Þar sagði hann að með dauða hans væri sennilega farið síðasta tækifærið til að skifta um stjórnvöld í Rússlandi

    Ég set þetta ekki í gæsalappir af því ég er er ekki viss um að ég muni þetta alveg orðrétt.

    Hvað var Kasparov að tala um,hann tilheyrir hópi sem hefur um 5% fylgi og rússar kæra sig alls ekkert um.Rússneskur almenningur á enga samleið með neo liberalisma og hefur megnustu skömm á honum og þaðan af síður Tatcherisma Nementsovs.

    Varla er hann að tala um kosningar,með þetta fylgi.Var hann kannski að tala um stjórnarskifti a la Úkraina. Hópur fasista mætti til að taka þátt í sorgargöngunni,en var vísað frá.

    En Kasparov var ekki spurður,menn með svona skilaboð eru ekki spurðir.

    Af því að þú hefur svo mikinn áhuga á Rússlandi þá ættir þú að mennta þig svolítið í þessu landi.

    Fyrst væri ágætt fyrir þig að átta þig á að þrátt fyrir ýmsa ágalla er Rússland lýðræðisríki og Vladimir Putin var kosinn forseti þar með 64% atkvæða að mig mynnir fyrir tveimur árum.

    Hann nýtur líka mikils trausts meðal landsmanna ,eða 86% þó að fylgi hans í kosningum sé minna.Þetta þýðir að eins og oft er sagt að hann nýtur trausts út fyrir flokksraðir.

    Líklega stafar þetta af því að Rússland liggur nú undir árásum og það þjappar rússum alltaf saman,það er augljóst að þeim líkar flestum hvernig hann heldur á málum.

    Allt píp um að það þurfi að skifta um forseta þarna er því hjómið eitt.   Fyrir hvern?    Ekki þarf þess fyrir landsmenn,þeir kusu þennan forseta og hafa mikið dálæti á honum.

    Þarf þess kannski bara fyrir 1% á vesturlöndum sem hafa allt annað álit á honum og hann er svolítið mikið fyrir þeim? En þeir eru ekki kjósendur í Rússlandi,á þá að nota einhverjar aðrar aðferðir en lýðræði við stjórnarskiftin?

    Ég held að það sé ekki úr vegi að rússneskir kjósendur ráði hver er forseti í því ágæta landi. Viljum við ekki hafa það svoleiðis hjá okkur? 

    Kannski getum við bara látið Ástþór Magnússon ráða þessu,hann var með svipað fylgi og þeir félagar Kasparov og Nementsov samanlagt.

    Borgþór Jónsson, 4.3.2015 kl. 23:34

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (29.3.): 1
    • Sl. sólarhring: 1
    • Sl. viku: 28
    • Frá upphafi: 1

    Annað

    • Innlit í dag: 1
    • Innlit sl. viku: 27
    • Gestir í dag: 1
    • IP-tölur í dag: 1

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband