Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Seðlabanki Evrópu íhugar að þrengja að ríkisstjórn Grikklands

Ég er hér að vísa til -útgáfu ríkisstjórnar Grikklands á skammtíma ríkisbréfum- sem ríkisstjórn Grikklands, er að nota til að fjármagna sig - meðan viðræður standa milli grísku ríkisstjórnarinnar og meðlimaríkja evrusvæðis um skuldir Grikklands.

  • Punkturinn er sá, að Seðlabanki Evrópu - getur lokað á þessa fjárgátt.
  • Og er að íhuga að einmitt að loka henni.

ECB weighs curbs on Greek banks’ government debt purchases

  1. "The T-bill issue has become a central faultline in Greece’s relations with its creditors. Athens had been hoping to use such short-term debt issuances to finance itself while negotiating a revision of its bailout."
  2. "But the ECB has resisted on the grounds that Greek banks are the only buyers of the government-auctioned bills."
  3. "Those banks are being kept afloat by loans from the Greek central bank, and central bank funds cannot legally be used to fund a sovereign government in the eurozone."

Skv. lögum um Seðlabanka Evrópu - er honum bannað að með beinum hætti, fjármagna aðildarríkin. Regla sem á sínum tíma, var sett - skv. þrýstingi frá Þýskalandi. Þetta er hluti af stofnsáttmála um evruna.

Vegna þess að grísku bönkunum er haldið á floti með "ELA" þ.e. neyðarfjármögnun í gegnum útibú Seðlabanka Evrópu í Aþenu, skv. heimild höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu.

Og að eina fjármagnið sem grísku bankarnir hafa til umráða til að kaupa skammtímaríkisbréf grísku ríkisstjórnarinnar - er einmitt neyðarfjármagn Seðlabanka Evrópu.

  • Þá verður því vart neitað - - að þá fjármögnun er unnt að skilgreina sem brot á lögum um Seðlabanka Evrópu.
  1. En Seðlabanki Evrópu samtímis hefur erfitt val, því ef hann skrúfar fyrir -lögformlega- þessa fjármögnunarleið grískra stjv. - - en tilmælin "ECB" til grísku bankanna um að hætta þeim kaupum, eru ekki "lagalega" bindandi.
  2. En "ECB" geti gefið út skuldbindandi skipanir. Þá sé áhættan sem "ECB" tekur hugsanlegt ríkisþrot Grikklands, brotthvarf landsins úr evrunni. Og "ECB" hefur a.m.k. ekki enn, virst til í að hætta á þá útkomu.
  • Höfuðstöðvarnar eru þá að vandræðast með þetta, því þær vita að -líklega- mun gríska ríkisstjórnin, skipa grísku bönkunum að leiða -óskuldbindandi- fyrirmæli hjá sér, og halda áfram að kaupa skammtíma-bréf gríska ríkisins.

Ef "ECB" lokar á gríska ríkið - - þá virðist enginn vita nákvæmlega hvenær gríska ríkið mundi verða uppiskroppa með fé.

En það gæti verið svo snemma sem nk. mánuð!

Þó svo að í gildi sé samkomulag við aðildarríkiun sem gildir í 4-mánuði, til að gefa tíma fyrir viðræður. Þá virðast þær viðræður ekki hafa a.m.k. fram að þessu, virst líklegar til að skila lendingu sem aðilar geta verið sáttir við.

Ekki endilega virst líklegar til að skila slíkri útkomu.

 

Niðurstaða

Grikkland er stöðugri fjármögnunar-krísu þessa mánuði, meðan deilur ríkisstjórnar Grikklands og meðlimaríkja evrusvæðis standa enn yfir. Þ.e. eiginlega erfitt að ráða í ummæli sem birtast í fjölmiðlum t.d. nýleg ummæli fjármálaráðherra Belgíu - að ESB geti vel ráðið við það áfall sem mundi fylgja ríkisþroti Grikklands.

Aðildarríkin virðast halda Grikklandi í afskaplega þröngri stöðu hvað fjármögnun varðar, þannig að - tæknilega ólögleg aðferð grískra stjv. að láta grísku bankana kaupa skammtíma ríkisbréf fyrir neyðarfé Seðlabanka Evrópu - virðist þessa dagana eina féð sem gríska ríkið hefur aflögu.

Svo að þegar höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu eru að pæla í að loka á þá fjármögnun, þá eru þær höfuðstöðvar sennilega einnig að velta upp því hvort þeir sem þar starfa, vilja kalla fram gjaldþrot Grikklands og brotthvarf þess úr evrunni.

En það veit í reynd enginn hvort þ.e. rétt ályktað að hættan af brotthvarfi Grikklands úr evru, ásamt gjaldþroti þess lands - - sé í reynd óveruleg, eins og margir halda fram.

Svo þ.e. ekki undarlegt að það sé hik á starfsmönnum höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu, um það hvernig þeir eiga að höndla þessa - funheitu kartöflu.

 

Kv.


Netanyahu formlega drepur hugmyndir um ríki Palestínumanna

Tek fram að ég hef verið samfellt þeirrar skoðunar að 2-ja ríkja lausnin væri dauð síðan Aril Sharon hóf að reisa svokallaðan aðskilnaðarmúr rétt eftir 2000. Með öðrum orðum, samfellt í ca. áratug. En Sharon hóf til vegs og virðingar samtök svokallaðra "landnema" sem síðan hafa samfellt haft mjög öflugan pólitískan stuðning á hægri væng ísraelskra stjórnmála. Reyndar hefur nánast samfellt síðan verið hægri stjórn í Ísrael - þó stöku sinnum hafi hún verið samsteypustjórn Likud og ísraelska Verkamannaflokksins.

Síðan þá hafa nýbyggðir gyðinga sprottið upp innan um byggðir Palestínumanna á Vesturbakka, nú búa -nokkur hundruð þúsund Gyðingar- allt í allt í þeim nýbyggðum sem reistar hafa verið síðan Aril Sharon var við völd.

Í hvert skipti eru byggðir Palestínumanna, múraðar af - til þess að tryggja öryggi -nýbyggða.-

Þannig að svo er komið að Vesturbakkinn er orðinn að kraðaki hólfa, lönd þau sem Palestínumenn hafa aðgang að - hafa sama skapi minnkað, jafnt og þétt.

  • Það hefur verið alveg augljóst, að samfelld stefna ísraelskra stjv. hefur verið sú - að tryggja að engin leið verði "nokkru sinni" að stofna til formlegs ríkis Palestínumanna.
  • Ég botna samt ekki almennilega í þeirri hreyfingu sem hefur verið í gangu um að viðurkenna ríki Palestínumanna.
  • Því það ríki er þá ríki, án lands, án getu til þess að tryggja innra öryggi eigin borgara - - þ.e. alveg ný leið, að viðurkenna tilvist ríkis, sem ekki hafi neina landfræðilega tilvist.

Slík leið - lýsir hreinni örvæntingu þeirra, sem enn styðja 2-ja ríkja lausnina.

Því eiginlega - hve fullkomlega vonlaus sá málsstaður virðist vera!

Forvitnilegt kort af Ísrael og byggðum Palestínumanna

Topographical map of Israel

Berið saman kortin, og sjáið hvernig hæðirnar þ.s Palestínumenn búa gnæfa yfir láglendið sem er megnið af Ísrael

Það sem þetta líklega þíðir er, að Jórdan dalurinn, myndar nokkurs konar dauðagildru.

Fyrir hvern þann her sem vill ráðast inn í Ísrael. Ef Ísrael hefur her í hæðunum.

En að auki þíðir þetta, að stórskotalið staðsett á hæðunum, ef þ.e. undir stjórn óvinveitts liðs.

Þá getur það skotið á nánast hvern blett á láglendingu við ströndina!

Þetta er að mínu viti -mikilvægt atriði- því að þetta sé nánast eina varnarlínan í þessu landi, sem sé til staðar frá náttúrunnar hendi.

Gólan hæðir, mynda síðan annan -fasta punkt- sem felur í sér -vörn frá náttúrunnar hendi á landamærum Ísraels gagnvart Sýrlandi.

Í átt til Egyptalands séu það stórar auðnir þ.e. Sínæ skaginn sé að mestu þurr auðn. Í þá átt einna helst skorti Ísrael -landamæri sem innibera varnarlínu frá náttúrunnar hendi.

Mig hefur lengi grunað, að eingöngu út frá - - varnarsjónarmiðum.

Sé afar, afar - ólíklegt að Ísraelar nokkru sinni, gefi eftir að hafa hernaðarleg yfirráð yfir hæðunum þ.s. byggðir Palestínumanna eru á Vesturbakkanum.

Rökrétt ákyktun er - - að þetta land þurfi að vera, eitt ríki.

Eins ríkis lausn, með öðrum orðum.

Einungis sem heild, hafi það verjanleg landamæri.

 

Nokkrar tilvitnanir í Netanyahu

Hann virðist hafa á síðustu dögunum - hafa rekið kosningabaráttu er einkenndist af "hræðsluáróðri" eða "alarmism."

Deep Wounds and Lingering Questions After Israel’s Bitter Race

Netanyahu Says No to Statehood for Palestinians

  1. "In interviews with the Israeli news media that Mr. Netanyahu usually shuns, he complained of a conspiracy of left-wing organizations funded from abroad and foreign governments out to topple him."
  2. Eitruð ummæli um arabíska Ísraela - “Right-wing rule is in danger,” he said. “Arab voters are streaming in huge quantities to the polling stations.” - "He said they were being bused to polling stations in droves by left-wing organizations in an effort that “distorts the true will of the Israelis in favor of the left, and grants excessive power to the radical Arab list,” referring to the new alliance of Arab parties."
  3. "He said that if his Likud Party won Tuesday’s national elections, he would never allow the creation of a Palestinian state," - "“I think that anyone who is going to establish a Palestinian state today and evacuate lands is giving attack grounds to the radical Islam against the state of Israel,” he said in a video interview published on NRG, an Israeli news site that leans to the right. “There is a real threat here that a left-wing government will join the international community and follow its orders.”"

Það virðist að þessi -ýkti málflutningur- hafi fallið í góðan jarðveg.

Og dugað Netanyahu til sigurs í 4-sinn. Sem er víst met í Ísrael.

Ummæli hans gagnvart ísraelskum aröbum eru ekkert annað en "rasismi."

 

Niðurstaða

Það að Netanyahu nái kjöri út á "lofoð um að heimila aldrei stofnun ríkis Palestínumanna." Í kosningabaráttu, þ.s. hann beitti að því er virðist - skefjalausum hræðsluáróðri, um meinta hættu af "palestínsku ríki" - meinta hættu af Íran - meinta hættu frá ísraelskum aröbum.

Hann virðist hafa höfðað til allra verstu kennda ísraelskra kjósenda.

Og haft sigur út á akkúrat það.

Ég held að eðlileg ályktun sé að líta á þennan kosningasigur - sem loka líkkystunaglann í vonir um sérstakt ríki Palestínu skv. 2-ja ríkja lausninni.

Framtíðar barátta hlýtur því að snúast um - 1 ríkis lausn.

 

Kv.


Hræðsluáróður Pútíns

Það hefur vakið töluverða athygli - sjónvarpsþáttur sem fluttur var í rússneska ríkissjónvarpinu sl. sunnudag, þ.s. er langt viðtal við Pútín - sem lét að sjálfsögðu ekki tækifærið sleppa frá sér að látta hluti flakka!

Ukraine conflict: Putin 'was ready for nuclear alert'

Putin Claims He Was Ready to Break Out the Nuclear Weapons Over Crimea

Vladimir Putin says Russia was preparing to use nuclear weapons 'if necessary' and blames US for Ukraine crisis

Putin was ready to put nuclear weapons on alert in Crimea crisis

Russian President Vladimir Putin chairs a meeting with the government - 4 February 2015

Mesta athygli hafa vakið eftirfarandi ummæli:

Þegar hann var spurður út í hvort hann hafi verið tilbúinn í að hóta beitingu kjarnavopna - “We were ready to do this ... (Crimea) is our historical territory. Russian people live there. They were in danger. We cannot abandon them.”  

"Mr Putin said that Moscow had been prepared to use any military means necessary to defend Crimea against “the nationalists” in Kiev and their “puppet masters”: the US government."

“You are where? Thousands kilometres away?” Mr Putin said, addressing the US in the broadcast. “We are right here. This is our land . . . We were ready for the worst possible scenario.”

  • Svo vekur einnig athygli - að hann hefur formlega nú loks viðurkennt, að rússneskum Speznak sveitum var beitt á Krím-skaga, þó hann haldi því "ranglega fram" að beiting þeirra hafi ekki verið "innrás."

 

Ég lít á kjarnorkutal Pútíns sem augljósan hræðsluáróður

Ég hef heyrt það umtal á netinu, að ef Vesturveldi fara að aðstoða með vopnasendingum her Úkraínu - - gæti það leitt til "kjarnorkuárásar."

Í sjónvarpsþættinum á Rás 1 rússn. sjónvarpsins, virðist Pútín - - leggja deiluna um Krím-skaga, og, um A-Úkraínu.

Að jöfnu við Kúpudeiluna á 7. áratugnum, þegar heimurinn virkilega rambaði á barmi kjarnorkustríðs.

Ég aftur á móti lít á umræðu Pútíns - sem "bravado" - sem tilraun til að skapa þá hræðslu að hans viðbrögð séu "óútreiknanleg."

Þess vegna, geti verið að - átökin leiði alla leið í það versta mögulega!

  1. Slíkt gæti verið útreiknað, úthugsað - til þess að skapa "lamandi ótta" hjá lýðræðiskjörnum stjórnendum í Evrópu, og Bandaríkjunum.
  2. Í von um, að óttinn mundi "varna mönnum sýn" um það hve gersamlega órökrétt slík viðbrögð væru.
  3. Og því hve afskaplega ólíklegt sé, að Rússlandsstjórn hafi raunverulega verið alvarlega að íhuga að hóta beitingu kjarnavopna - eða jafnvel íhuga beitingu þeirra í hugsanlegri sviðsmynd, að átökin vaxi stig af stigi.

 

Pútín vs. Hitler!

Ég held að flestir samþykki að Adolf Hitler hafi verið - galnasti leiðtogi evrópsks ríkis á 20 öld. Að auki samþykkja líklega flestir - að Pútín sé ekki eins galinn og Hitler.

  1. Staðreynd 1, er sú að Hitler réð yfir eiturgas vopnum, hans vísindamenn höfðu þróað gasvopn sem voru mun hættulegri en þau er beitt var í Fyrri Heimsstyrrjöld, og einnig miklu mun mannskæðari - taugagas sem drepur ef það snertir bert hörund. Svo mannskæð - - að nánast engin vörn hefði verið möguleg.
  2. Samt fyrirskipaði Hitler aldrei nokkru sinni beitingu þeirra vopna gegn herjum Vesturverlda, né gegn borgum í Bretlandi eða annars staðar í Evrópu.
  3. Ekki beitti hann heldur þeim vopnum, loka ár stríðsins - - þegar herir Vesturvelda og Sovétríkjanna, réðust inn fyrir landamæri Þýskalands.
  4. Ekki einu sinni, þegar skriðdrekar Rauða-hersins voru að skjóta Berlín í rústahrúgu, þegar síðasta örvæntingarfulla orrusta herja Hitlers stóð yfir örfáum dögum áður en hann svipti sig lífi.
  • Við getum verið viss um, að Hitler tók ekki þessa ákvörðun vegna þess að hann væri mannvinur.
  • Nei, hann vissi að það sama gilti gagnvart eitur-árás frá herjum og flugherjum Vesturvelda, að engin raunhæf vörn væri heldur fyrir hendi fyrir borgara Þýskalands, eða hans eigin hermenn. Þ.s. eftir allt saman, höfðu Vesturveldi einnig þróað fullkomnari gasvopn eins og Þjóðverjar.

Í þessu felst punkturinn!

Að til þess að fá menn til að trúa því, að raunhæft sé að ætla að Pútín beiti kjarnavopnum vegna deilunnar í Úkraínu!

Þá þarf maður að trúa því, að Pútín sé eftir allt saman - galnari en Hitler!

En rökin gegn beitingu kjarnavopna eru þau nákvæmlega sömu - að gegn þeim er engin vörn!

Engin leið því - að tékka af tjónið!

Þ.e. á þessum punkti - sem hræðsluáróður Pútíns bregst, og maður einfaldlega brosir út í annað, er maður fréttir af hótunum af þessu tagi! Algerlega ótrúverðug hótun!

 

 

Niðurstaða

Það séu hreinar línur, að ekki komi til greina að Rússland eða Pútín, sé tilbúinn í að taka áhættu á -gereyðingu- út á Úkraínu eða Krím-skaga.

Hvorki Krím-skagi né A-Úkraína, sé þess virði að hætta á gereyðingu Rússlands.

Þetta sé alveg augljóst!

 

Kv.


Frakkland, Þýskaland og Ítalía - ákveða að verða meðlimir að "AIIB" Asíuþróunarbankanum, stofnað til af Kína - Bretland var áður búið að kynna þátttöku

"AIIB" eða "Asian Infrastructure Investment Bank" er stofnun ætlað að efla áhrif Kína í Asíu - þ.e. áhugavert að meginþjóðir Evrópu, skuli ákveða allar að gerast meðlimir, skömmu eftir stofnun hans - af hálfu Kína.

Rétt að geta þess, að þetta gera Evrópulöndin, í andstöðu við Bandaríkjastjórn.

Europeans defy US to join China-led development bank

"Australia,...that it will now rethink that position. "

"The European decisions represent a significant setback for the Obama administration, which has argued that western countries could have more influence over the workings of the new bank if they stayed together on the outside and pushed for higher lending standards."

  • Þ.s. er áhugavert við þetta, er að ríkisstjórn Bandaríkjanna, hefur verið að beita bandalagsþjóðir sínar þrýstingi, að ganga ekki inn í hinn nýja þróunarbanka fyrir Asíu, sem Kína hleypti af stokkunum seint á sl. ári.
  • Skv. frétt með 50 milljarða dollara stofnframlagi.
  1. Ég held að Evrópuþjóðirnar hljóti að telja að nýtt kalt stríð sé ekki væntanlegt alveg á næstunni.
  2. Að Kína sé fyrst og fremst, að leitast við að -efla áhrif sín- í gegnum viðskipti.
  3. Rétt að benda á, að þó svo að Kína hafi gert nýlega samninga um kaup á gasi af Rússlandi, þá hefur Kína ekki með neinum beinum hætti - stutt Rússland í deilum þess við Vesturlönd. Kína hafi kosið að sytja á hliðarlínunni.
  4. Kína virðist ekki vera -með neinum augljósum hætti- að stefna að átökum við Vesturlönd, í gegnum hugsanlegt bandalag við Rússland - heldur sé Kína sennilegar að notfæra sér aðstæður Rússlands, til þess að gera hagstæða samninga.

Allar þessar Evrópuþjóðir, hafa í seinni tíð - viðhaft þá stefnumörkun, að efla sem allra mest, viðskipti við Kína. Sem og fjárfestingar Kínverja í sömu Evrópulöndum.

Þ.e. augljóst að auki - samkeppni uppi milli þeirra, um athygli Kína - sbr:

"Britain tried to gain “first mover advantage” last week by signing up to the fledgling Chinese-led bank before other G7 members."

Með öðrum orðum, að Bretland hafi haft einhverja vitneskju um fyrirhugaða ákvörðun Frakka, Ítala og Þjóðverja - - ákveðið að verða aðeins á undan.

  • Þó svo að Evrópulöndin, séu að stefna að viðskiptum við Kína, þá má velta því fyrir sér, hvernig það tengist því - að leggja fé til "AIIB" bankans, sem á að fjármagna verkefni í Asíulöndum -utan Kína.
  • Hugsanlegt geti verið, að með því að með þessum hætti, að veita verkefni stuðning sem kínversk stjórnvöld séu að standa fyrir - vonist Evrópulönd til þess að græða góðvilja meðal valdamanna innan Kína.
  • Hafandi í huga, að þ.e. valdaflokkurinn í Kína, sem á endanum ræður til hvaða landa kínversk fyrirtæki beina sínum fjárfestingum - - > Þá er það ekki endilega galin hugmynd, að ætla að efla góðvilja meðal kínv. valdamanna, ef evrópsku löndin eru að vonast eftir fjölgun framtíðar fjárfestinga á vegum kínv. aðila í þeim sömu Evrópulöndum.

Augljóslega þíði þetta þó það - - að þessi lönd munu halda gagnrýni á Kína í lágmarki.

Enda mundi það skaða sérhverja tilraun til að afla sér góðvilja valdamanna í Kína.

Það þíðir væntanlega að auki, að hratt minnkandi líkur séu á að þessi Evrópulönd, muni veita málsstað Tíbets stuðning eða samúð, eða taka formlega á móti Dali Lama, eða styðja lýðræðisöfl í Kína.

 

Niðurstaða

Það virðist ljóst, að meginþjóðir Evrópu ætla allar samtímis að fókusa á eflingu viðskipta við Kína. Mér virðist að auki að sú stefna geri það afar líklegt - að þær sömu þjóðir verðir tregar á allra næstu árum a.m.k. til að vera gagnrýnar á utanríkisstefnu Kína. Auk þess á ég von á, að Evrópuþjóðirnar muni lítt eða ekki hafa sig frammi á nk. árum, til að styðja kínv. andófsmenn eða lýðræðisöfl innan Kína.

Mjög sennilega felist í þessari stefnu evr. þjóðanna, að auki það veðmál að Kína hafi fyrst og fremst áhuga á að efla áhrif sín - í gegnum viðskipti.

Að nýtt kalt stríð sé ólíklegt í náinni framtíð.

  • Ég á alls ekki von á að þetta þíði, að evr. þjóðirnar - - séu að velja Kína umfram Bandaríkin.
    Heldur að þær telji sig ekki þurfa að velja þarna á milli.

 

Kv.


Viðræðuferli Íslands við ESB er sennilega ekki slitið

Ég vildi ekki vera of snöggur að tjá mig um mesta hitamál sl. viku, bréf utanríkisráðherra til ESB: 12.3.2015 - Ísland verði ekki lengur í hópi umsóknarríkja.

En mín reynsla er sú, að þ.e. mjög auðvelt að gera sig að fífli með því að tjá sig of fljótt.

Nú hef ég haft tíma til að lesa og heyra viðbrögð annarra, og þar með láta þau viðbrögð hafa áhrif á mína túlkun!

Minn skilningur -eftir vandlega íhugun- er sá að bréf utanríkisráðherra, sé í reynd -beiðni til Evópusambandsins, um að taka Ísland formlega af lista yfir ríki, sem ESB skilgreinir sem umsóknarríki.-

Bréfið sem slíkt, sé ekki -formleg slit á viðræðum- það tjái eindregna afstöðu ríkisstjórnarinnar, að Ísland skuli ekki eiga sína framtíð sem aðildarland ESB, og að hún hafi ekki í hyggju að hefja aðildarviðræður að nýju - - > Allt sem þegar lá fyrir.

Það nýja, sé sú beiðni/ósk til ESB sem felst í bréfinu, um - - > formleg viðræðuslit.

  • Það er hægt að túlka þ.s. visst veikleikamerki, að ríkisstjórnin láti það vera að láta Alþingi sjálft - formlega slíta viðræðuferli Íslands.
  • Óski þess í stað eftir því, að ESB sjálft það geri!
  • Það gefur ef til vill þá vísbendingu, að ríkisstjórnin óttist að hafa ekki þingmeirihluta fyrir ályktun um formleg viðræðuslit. Þannig að óvissa sé um vilja Alþingis - þar af leiðandi.
  • Það sé ef til vill, veikleikamerki hjá ríkisstjórninni, að hafa ekki farið í það ferli að nýju, að knýja í gegn nýja þingsályktun.

Þá auðvitað velti ég fyrir mér líkum þess, að stækkunarstjóri ESB, láti það eftir ríkisstjórn Íslands - formlegri ósk utanríkisráðherra - að taka Ísland af þeim lista. En þ.e. hans embætti sem -lagatæknilega- mundi óska eftir þeirri breytingu til Ráðherraráðs og svokallaðs Evrópuþings, að samþykkja að Ísland sé ekki lengur umsóknarland!

  1. Mig grunar sterklega, að viðbrögð stækkunarstjóra og embættis hans, verði á þann veg að bíða fram yfir kosningar á Íslandi 2017.
  2. Stækkunarstjórinn mun væntanlega veita því athygli, að ekki liggur fyrir ný þingsályktun. Að ríkisstjórnin valdi þessa aðferð í stað þess að láta aftur reyna á það hver vilji Alþingis er. Þessi óvissa um vilja Alþingis - gæti því orðið vatn á myllu þeirrar afstöðu, að láta vera að slíta viðræðuferlinu.
  3. Síðan hafa skoðanakannanir sýnt undanfarið heildarfylgi stjórnarflokkanna, vel neðan við þau mörk, sem leiða til -þingmeirihluta.- Líkur virðast um að, ef marka má kannanir undanfarna mánuði, að nýr meirihluti verði sennilega a.m.k. hlynntur viðræðum.
  4. Að auki mælist fylgi ríkisstjórnarinnar í öllum könnunum undanfarið, neðan við 40%.
  • Í ljósi þessara atriða. Finnst mér líklegra en ekki, að stækkunarstjóri ESB muni ekki leggja það til, að viðræðuferli við Ísland skulu formlega slitið, og Ísland þar með tekið af lista yfir lönd sem séu í viðræðuferli.
  • Það sé alls óvíst, að stækkunarstjóri eða embætti hans, svari formlega bréfi utanríkisráðherra -þó það mætti túlka þ.s. dónaskap- gæti verið að þeim aðilum virðist það vera sú leið sem skilar minnstri áhættu, að sýna engin viðbrögð, að svara engu.

 

Vonandi skannast skjalið vel inn!

Það kom best út að skanna skjölin inn sem myndir.

-------------------

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bref_utanrikis_0001.jpg

Eins og ég sagði, þá virðist þetta bréf vera - beiðni eða ósk um tiltekna lagatæknilega breytingu af hálfu ESB á stöðu landsins, eða með öðrum orðum, um viðræðuslit af hálfu ESB.

Skv. því, þá er það ekki rétt sem utanríkisráðherra fullyrðir, að þetta bréf leiði sjálfkrafa til viðræðuslita, þannig að Ísland geti ekki hafið aðildarviðræður að nýju, nema að hefja ferlið frá byrjunarreit.

  • Það sé háð viðbrögðum ESB hvort að bréfið leiði til viðræðuslita eða ekki!
  • Mig grunar að þau viðbrögð -eins og útskýrt að ofan- verði á þá leið, að bíða og sjá fram yfir nk. Alþingiskosningar 2017, í von um að næsti þingmeirihluti verði vinsamlegur aðildarviðræðum.
  • Í ljósi skoðanakannana, eins og ég bendi á, getur svo farið!
  • Þetta er líka í takt við hvernig ESB nálgast svokallaða "kreppu" þ.e. mikilvægum ákvörðunum er gjarnan frestað, vandamálum ýtt áfram! Í von um að þau leysist sjálfkrafa síðar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/bref_utanrikis_0002.jpg

Takið eftir þessari málsgrein:

"Í ljósi framangreinds er það bjargföst afstaða ríkisstjórnarinnar að ekki skuli líta á Ísland sem umsóknarríki ESB og lítur hún svo á að rétt sé að ESB lagi verklag sitt að þessu."

Ég get ekki betur séð, en það sé algerlega skýrt af þessari málsgrein, að bréfið er -beiðni- þannig að það sem slíkt - - > Breyti ekki endilega stöðu Íslands gagnvart ESB.

Fyrst að ríkisstjórn Íslands -virðist ekki tibúin í að gera aðra tilraun til þess að koma í gegnum Alþingi "tillögu til þingsályktunar um viðræðuslit" sem mundi leiða til þess án nokkurs vafa að stofnanir ESB mundu líta svo á að viðræðum hafi verið slitið af Íslands hálfu!

Í ljósi aðferðar ríkisstjórnarinnar, sem sé augljóst að túlka sem veikleikamerki, að óska eftir því við ESB að sambandið slíti viðræðferli Íslands með formlegum hætti.

Sé það alfarið í valdi stofnana ESB, hvort farið sé eftir þeirri beiðni eða ekki.

Það sé því alls ekki -vonlaus- tilraun stjórnarandstöðunnar, að senda af sinni eigin hálfu bréf til að skýra sína afstöðu, og koma með eigin túlkun stöðu Íslands.

Sérstaklega í ljósi skoðanakannana undanfarið, sem benda til þess að líkur séu á að næsti þingmeirihluti Alþingis, verði hlynntur áframhaldandi aðildarviðræðum.

Þá -eins og ég sagði að ofan- grunar mig sterklega að stofnanir ESB muni láta vera af því að afnema stöðu Íslands sem umsóknarríki! Eða með öðrum orðum, láta vera að formlega slíta viðræðuferlinu, í von um að Alþingiskosningar 2017 leiði til þeirrar niðurstöðu að viðræðum verði framhaldið.

 

Niðurstaða

Hún er sú, að líklega leiði bréf utanríkisráðherra ekki til formlegra viðræðuslita. Stofnanir ESB muni humma af sé beiðni utanríkisráðherra, að þær slíti formlega viðræðuferlinu. Í von um að Alþingiskosningar 2017 leiði fram nýjan þingmeirihluta, sem sé áhugasamur um að halda viðræðum áfram. Það verði ekki farið að beiðni ríkisstjórnar Íslands!

Þannig að útkoman verði óbreytt!

  • Tek fram að ályktanir mínar eru alltaf mínar eigin, algerlega því á mína ábyrgð!

 

Kv.

 


Bretland gerist meðlimur að nýjum þróunarbanka fyrir Asíu stofnaður af Kína

Um er að ræða stofnun sem nefnist "Asian Infrastructure Investment Bank" skammstafað "AIIB." Kína hefur verið að bjóða ríkjum í Asíu að gerast meðlimir, þar á meðal Nýja-Sjálandi og Ástralíu - - kannski til þess að pyrra Bandaríkjamenn!

Það áhugaverða er, að í vikunni kynnti David Cameron þá formlegu ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar - að Bretland muni verða eitt af meðlimum "AIIB", skv. talsmanni kínv. stjv. má vænta að aðild Bretlands taki formlegt gildi fyrir nk. mánaðamót.

"The official British explanation is that the UK wants to make sure the AIIB is transparent, ethical, environmentally sound with good governance structures."

"The UK’s relationship with China changed fundamentally in 2013 when David Cameron’s government decided to push hard to become Beijing’s international investment destination of choice."

  1. Sennilegast virðist, að þetta sé þáttur í -viðskiptastefnu- bresku ríkisstjórnarinnar.
  2. En sbr. að ofan, virðist sú stefna fela það í sér, að laða kínverska aðila að fjármálamiðstöðinni í London, og auðvitað - kínverskar fjárfestingar almennt til Bretlands.
  • Það bendir flest til þess að Washington hafi beitt Bretland þrýstingi til þess að ganga ekki í AIIB. En bresk stjv. látið þ.s. vind um eyrun þjóta.
  • Formleg kvörtun barst á fimmtudag frá ríkisstjórn Bandar. - þ.s. kvartað var undan "stöðugri undanlátssemi Breta við Kína."

"A senior US administration official...(said)..that the British decision was taken after “virtually no consultation with the US” and at a time when the G7 had been discussing how to approach the new bank." - "“We are wary about a trend toward constant accommodation of China, which is not the best way to engage a rising power,” the US official said."

Það virðist með öðrum orðum - - gæta pyrrings út í Breta!

"British officials were publicly restrained in criticising China over its handling of Hong Kong’s pro-democracy protests..." - "...while Mr Cameron has made it clear he has no further plans to meet the Dalai Lama, Tibet’s spiritual leader..."

  • "“Joining the AIIB at the founding stage will create an unrivalled opportunity for the UK and Asia to invest and grow together,” Mr Osborne said."

Bretar hafa bersýnilega ákveðið - - að þeirra fókus gagnvart Kína, verði á viðskipti.

Bretar vilja fá kínverska peninga til Bretlands!

 

Niðurstaða

Bretland er langt í frá eina Evrópulandið sem hefur verið að leggja áherslu á Kína-viðskipti. En mig grunar að með inngöngu í "AIIB" hafi Bretland gengið skrefinu lengra - en hinir.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu - en sjálfsagt felst í ákvörðun Breta, það veðmál að það stefni ekki í "kalt stríð" milli Bandaríkjanna og Kína - - alveg á næstunni.

En ef vaxandi spenna milli risaveldanna tveggja leiðir til alvarlegrar spennu þeirra á milli, yrði Bretland að velja!

En meðan að spenna er ekki talin líkleg að færast á hættulegt stig, sjálfsagt sér Bretland ekkert hundrað í hættunni - - að stefna að því að verða megin fókus kínversks fjármagns í Evrópu.

 

Kv.


ESB heimtar breytingar á samningi Rússlands og Ungverjalands um nýtt kjarnorkuver

EURATOM hafnaði hluta samningsins, þannig að um þann hluta samningsins þarf að semja að nýju við Rússland - ef samningurinn um kjarnorkuverið á að fást samþykktur af kjarnorkumálastofnun ESB. En þ.e. kvöð innan ESB um samþykki þeirrar stofnunar á samningum um ný kjarnorkuver!

EU blocks Hungary nuclear deal with Russia

Þetta að einhverju leiti minnir á það er "samkeppnisyfirvöld í ESB" lögðu stein í götu samnings Rússlands við Serbíu og Búlgaríu - um svokallaða "South Stream" leiðslu. Þar var einnig um "tæknilega mótbárur að ræða" þ.e. evrópsk samkeppnisyfirvöld heimtuðu, að GAZPROM heimilaði "keppinautum sínum" að samnýta leiðsluna sem GAZPROM hugðist standa allan straum af að leggja. Það var á grunni þess að GAZPROM væri leiðandi fyrirtæki á þeim mörkuðum.

  • Það hefur síðan verið hætti við "South Stream" verkefnið af hálfu Rússlands.

Það verður forvitnilega að vita, hvaða áhrif mótbárur EURATOM hafa á samkomulag Rússlands og Ungverjalands - um nýtt kjarnorkuver!

"Euratom refused to approve Hungary’s plans to import nuclear fuel exclusively from Russia."

Það fylgir ekki sögunni, akkúrat hvaða ástæður EURATOM nefnir fyrir því, að -beita neitunarvaldi- út á þetta atriði.

"The decision, details of which were kept secret, came at a meeting in Brussels last week of all 28 EU commissioners..."

Ástæðurnar með öðrum orðum hafa ekki verið gerðar opinberar!

"The result is to block the whole Paks II expansion. To revive it, Hungary would need to negotiate a new fuel contract or pursue legal action against the commission."

Það verður þá að koma í ljós - hvort að Rússar eru til í að sætta sig við það, að samningur um kjarnorkueldsneyti til nýja kjarnorkuversins, verði boðinn út á evr. efnahagssvæðinu?

En ef "Rosatom" fær ekki samning um að útvega eldsneyti til nk. 30 ára - þá væntanlega dregur úr hagnaði "Rosatom" af þeim samningi að reisa kjarnorkuver fyrir Ungverja.

  • Það er þó alls ekki unnt að slá því föstu að mótbárur EURATOM - dugi til að slá samkomulagið af - - eins og mótbárur evr. samkeppnisyfirvalda dugðu til þess að slá af "South Stream" gasleiðsluna er áður var fyrirhuguð.

 

Niðurstaða

Það er ekkert leyndarmál, að stofnanir ESB hafa haft áhyggjur af samningi Ungverjalands við Rússland, um nýtt kjarnorkuver - - en Ungverjaland þegar fær 60% af gasi og 80% af olíu frá Rússlandi.

Menn óttast með öðrum orðum, að Ungverjaland verði nokkurs konar "leppríki" Rússlands -þó það sé meðlimur að ESB. Þannig að Rússland geti beitt Unverjalandi fyrir sig - þegar Rússland vill trufla ákvarðanatöku innan ESB um eitthvert tiltekið málefni.

 

Kv.


Ráðgjöfum um mannréttindamál, hótað málsókn af rússneskum yfirvöldum, fyrir að benda á að meintir morðingjar Boris Y. Nemtsov hafi verið pyntaðir

Mér fannst þetta afskaplega áhugaverð frétt, en rannsókn í tengslum við morðið á Boris Y. Nemtsov, hefur leitt til hantöku 3-ja Téténskra einstaklinga - - sem sagðir eru af yfirvöldum hafa játað sig seka, örfáum dögum eftir handtöku.

  1. "Two Russian presidential advisers on human rights have been threatened with a criminal investigation after raising concerns over potential mistreatment of the suspects in the murder of opposition politician Boris Nemtsov..."
  2. "Andrei Babushkin, a member of the Kremlin’s human rights advisory council, said on Wednesday there were “reasonable grounds to believe” that Zaur Dadayev, Anzor Gubashev and Shagid Gubashev, three of the five suspects who have been arrested, were tortured."
  3. "Mr Babushkin’s comments came after he and a colleague visited the three detainees in prison on Tuesday."
  4. "The Federal Investigation Committee which reports directly to President Vladimir Putin, said the two human rights commissioners had exceeded the scope of their responsibilities and meddled in the investigation and would therefore be probed themselves."

Blacklist 1,000 Putin loyalists, says Navalny

  1. "Andrei Babushkin, a rights activist, said that the men had suffered multiple injuries after their arrest." 
  2. "Mr. Babushkin also reported that another man arrested at the same time as Zaur S. Dadayev, the main suspect, had disappeared..."
  3. "The Investigative Committee, which is responsible for looking into the Feb. 27 killing of the opposition figure, Boris Y. Nemtsov, near the Kremlin, accused Mr. Babushkin and Eva Merkacheva, another rights official, of violating the law."
  4. "The statement issued by the committee questioned the motives of Mr. Babushkin and Ms. Merkacheva, hinting that they could face charges of trying to hinder the investigation of a crime..."

Suspect in Nemtsov Killing Was Most Likely Forced to Confess, Rights Activist Says

Rétt er að benda á, að fyrir nokkrum árum var rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya myrt með ekki ólíkum hætti, og þá hlutu 5-Téténar fangelsisdóma fyrir að vera tengdir því morði.

Síðan er einnig vert að nefna, að niðurstaða liggur nú fyrir í tengslum við dómsrannsókn á morði á rússneska andófsmanninum Alexander Litvinenko - en þar kemur fram að enginn vafi sé á að geislavirkt Polonium-210 sem notað var, hafi komið frá stöð rekin á vegum rússneska ríkisins, í borginni Avangard.

  • Þ.e. nefnilega málið, að Nemtsov er 3-háværi stjórnarandstæðingurinn, sem hefur verið myrtur á undanförnum 10 árum. Litvinenko hafði flúið til Bretlands af ótta um líf sitt. Polonium-210 er svo hættulegt, að þeir læknar sem rannsökuðu líkið urðu að nota sérstaka varnarbúninga svo þeir fengu ekki sjálfir hættulega geisla-eitrun. Litvinenko hefur einfaldlega látist af "geislun." Sem örugglega er óþægilegur dauðdagi.

Eitt áhugavert -tvist- í Nemtsov málinu, eru ummæli leiðtoga Téténíu - maður sem settur var í embætti af Pútín sjálfum, á allt sitt undir Pútín - - þess efnis að einn mannanna sagður hafa drepið Nemtsov, sé sannkallaður föðurlandsvinur!

Kadyrov’s intervention raises more questions over Nemtsov’s murder

Skv. þeirri frétt, er einn hinna handteknu - maður að nafni Zaur Dadayev, og staðfesti Kadyrov að Dadayev hafi þar til nýlega - verið foringi í öryggislögreglusveit á vegum Innanríkisráðuneytis Téténíu: - - "...he confirmed that Mr Dadayev had until recently been deputy commander of the “North Batallion”, part of a Chechen Republic’s interior ministry force fiercely loyal to the Chechen leader."

 

Málið virðist allt hið furðulegasta!

Fyrir utan að það sé afskaplega undarlegt - að rannsókn á morði sé rekin undir forsæti forseta Rússlands, sjálfs. Og sé rekin því -undir beinni stjórn Kremlar.

  1. En slík tilhögun á málsrannsókn, væri algerlega óhugsandi í nokkru Vestrænu landi.
  2. Þ.s. tíðkast 3-skipting ríkisvalds.

Svo vitnast, að einn hinna handteknu sé fyrrum foringi í öryggislögreglu Téténíu - - og leiðtogi þess héraðs, var settur til valda af Pútín. Ramzan Kadyrov leiðtogi héraðsin, eiginlega réttar nefndur - einræðisherra þess. Kallar sinn mann - - óvéfengjanlegan þjóðernissinna þess þjóðernishollusta sé hafin yfir allan vafa.

  • Þetta mál - æpir allt á hugtakið "sviðsetningu."

Sérstaklega þegar afhjúpun mannréttindaráðgjafanna, Babushkin og Merkacheva, er höfð einnig í huga.

Þegar maður fréttir af því að rannsókn sé hagað með slíkum -endemum- þá virkilega á maður ekki von á því að hugtakið -réttvísi- sé lýsandi fyrir það ferli sem sé í gangi.

 

Niðurstaða

Því miður lítur málsrannsókn á morðinu á Boris Y. Nemtsov þannig fyrir manni, að afar sennilega sé verið að "hengja bakara fyrir smið." Helst dettur manni í hug, að Ramzan Kadyrov hafi sent síina menn til Moskvu. Það þurfi ekki einu sinni að vera að þeir hafi "tekið í gikkinn." Með því að lísa einn þeirra -sannkallaðan föðurlandsvin- sé hann ef til vill, að óska eftir myldum dómi, án þess að þora að segja það beinum orðum.

 

Kv.


Stríð Saudi Araba og Írana, um Yemen að hefjast?

Undir lok síðasta árs, tóku svokallaðir "Houthi" menn höfuðborg Yemen -Sana- herskyldi. Þeir eru þjóðflokkur talinn hliðhollur Íran - enda shítar. Það er hugsanlegt, að Íran sé að takast að skapa sér sambærilega hreyfingu í Yemen, við Hesbollah -hreyfingu lýbanskra shíta, sem hefur verið ákaflega öflugur bandamaður Írans í Lýbanon. Og síðan 2013 - beinn þátttakandi í borgarastríðinu í Sýrlandi!

  • Þegar Sana var tekin herskyldi - féll ríkisstjórn landsins, sem hafði verið studd af Saudi Aröbum og Bandaríkjamönnum, og forseti landsins var tekinn höndum.
  • Í síðasta mánuði, tókst forseta landsins að flýja til borgarinnar -Aden, á strönd Yemen við Indlandshaf, gömul flotahöfn frá nýlendutímanum.
  • Í þessum mánuði, náði fyrrum varnarmálaráðherra landsins, bandamaður forsetans, einnig að flýja frá Sana - til Aden: Yemen's defense minister escapes Houthi-controlled Sanaa
  • Bandaríkin og Evrópulönd -þau sem áttu sendiráð í Sana, Þýskaland, Bretland, Frakkland- lokuðu þeim í janúar sl., skv. fréttum hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin opnað nýtt sendiráð þeirra landa í Aden, og það sama hefur Saudi Arabía gert. Meðan að hvorki Bandaríkin né þau Evrópulönd eru áttu áður sendiráð í Sana - hafa gengið það langt í því að taka beina afstöðu.
  • Byltingaráð Houthi manna, hefur lýst Abd-Rabbu Mansour Hadi forseta - flóttamann og lögbrjót, segja hann undir rannsókn, og þeir hafa ekki virst liklegir til þess að láta undan kröfum Arabaríkja við Persaflóa, að yfirgefa Sana. Í sl. mánuði var að auki gefin út yfirlýsing Öryggisráðs SÞ þess, að Houthi menn ættu tafarlaust að gefa eftir Sana: Yemen Slides Toward Breakup as Hadi Rallies Support in South
  • Skv. frétt, þá hefur íransk flugfélag hafið reglulegar áætlunarferðir til Sana: Two rulers, two capitals

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Valdabarátta Írana og Flóa-araba, með Sauda í broddi fylkingar

...virðist vera að valda vaxandi upplausn í Mið-Austurlöndum. En síðan 2011, höfum við orðið vitni að því - hvernig samkeppni arabalandanna við Persaflóa og Írana um völd og áhrif í Mið-Austurlöndum. Hefur umbreytt borgarastríðinu í Sýrlandi - - í trúarbragðastríð milli Shíta og Súnníta.

Þ.s. við höfum nú tvær öfgafylkingar sem takast á - - þ.e. róttækir Shítar, í formi Hesbollah hreyfingarinnar - og á hinn bóginn, afar róttæka Súnníta í hreyfingu er nefnist, íslamska ríkið.

Bæði Íranar og Saudar, og bandamenn Sauda við Persaflóa - - virðast beita sér til ýtrasta í þeim átökum.

  • Og nú virðist veruleg hætta á að landið Yemen, verði næsti baráttuvöllur þessara andstæðu Póla í Mið-Austurlöndum.
  1. En það virðist margt stefna í þá átt, með bandamenn Írans við stjórn í Sana, og svæðum í N-Yemen.
  2. Og andstæðingar Írana, er flykkjast utan um "forseta" landsins, eða fyrrum forseta landsins, eftir því hver segir frá, í borginni Aden - - hefji stórfelld átök. Virðast báðar fylkingar nú vera að safna liði.

 

Ef stríð hefst í Yemen, verður stríðsástand í alls 4-löndum í Mið-Austurlöndum

  1. Sýrland, þ.s. þessi átakabylgja hófst 2011.
  2. Írak þangað sem stríðið í Sýrlandi barst um mitt ár 2013.
  3. Lýbýa - en þau átök virðast ekki tengjast átökum Írana og fylkingar Sauda, með neinum beinum hætti.
  4. Yemen!

3-þessara stríða verða þá tengd átökum Írana og Sauda, og bandamanna þeirra við flóann.

Eins og ég hef áður sagt, hefur -kalt stríð- staðið yfir milli Írans og Saudi Araba, alla tíð síðan ca. 1980.

En Íranir hafa aldrei fyrirgefið Saudum og flóa aröbum, stuðning þeirra við innrásarstríð Saddam Hussain - gegn Íran.

En þessi átök virðast hafa farið í hraða stigmögnun, síðan stríðið í Sýrlandi hófst 2011.

  • Það verður að segjast, að hættan á allsherjar stríði - fylkinganna. 
  • Hljóti að teljast mjög umtalsverð - þ.e. trúarbragðastríði þeirra.

 

Niðurstaða

Ef Vesturlönd ætla með samningum við Íran, að kæla niður ástandið í Mið-Austurlöndum. Liggur þeim á, því hitastigið virðist ekki fara lækkandi. Heldur virðast átökin vera við það að dreifast til - enn eins landsins. Þ.e. Yemen á S-landamærum Saudi Arabíu.

  • Að einhverju leiti má skoða þetta sem hugsanlegan mótleik Írana.
  • Ef maður lítur svo á, að Íranir telji víst að Saudar standi að baki upprisu ISIS.

 

Kv.


Forseti Brasilíu virðist vísvitandi hafa logið að kjósendum

Ef einhver man, þá heitir forseti Brasilíu -Dilma Rousseff- fremur ömmuleg útlits. Hennar vandi er sá, að Brasilía er á leið inn í kreppu. Talið að samdráttur verði í ár á bilinu 0,7-1%. Á sama tíma mælist verðbólga nú 7% - sumir hagfræðingar spá 8%.

http://blogs-images.forbes.com/chriswright/files/2014/10/dilma-rousseff.jpg

Ég fæ ekki betur séð en hún hafi logið að kjósendum!

En þ.e. ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún náði endurkjöri - - með mjög litlu atkvæðahlutfalli. Sigur mjög naumur, með öðrum orðum.

Þá nefndi hún ekki einu orði, að kreppa væri á næstunni. Kreppa var ekki til í hennar orðabók meðan kosningabaráttan stóð yfir.

Að auki, nefndi hún hvergi - - fyrirhugaðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir, m.a. sparnaður í formi velferðar útgjalda.

Heldur talaði hún um batnandi efnahag og velferð!

  1. En líklega hefði hún ekki náð kjöri, ef hún hefði sagt kjósendum sannleikann.
  2. Sl. sunnudag, ávarpaði hún þjóðina - og talaði á allt öðrum nótum, um þörf fyrir sparnað og ráðdeild, og kynntar voru aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla - aðgerðir lítt til vinsælda fallnar. Og viti menn, fjölmenn mótmæli spruttu upp í fjölda brasilískra borga.
  3. Svo bætist við, að hún er óheppin - - hneyksli er í gangi í tengslum við stærsta fyrirtæki landsins, "Petrobras" eða ríkisolíufélagið, en það virðist að það hafi greitt fjölda pólitíkusa mútur. A.m.k. einhverjir þeirra tengjast flokki forsetans. Ætli það megi ekki segja - að þetta auki á almenna óánægju með pólitíkusa landsins. Og geti verip hluti ástæðunnar, að almenningur brást þetta harkalega við ræðu forsetans.

 

Alvarleg kreppa?

Líklega ekki, Brasilía eins og Ísland - er auðlyndahagkerfi, þó um aðrar auðlyndir sé að ræða - einna helst útfluttar landbúnaðarafurðir svo sem kaffi, og olíu í seinni tíð.

Brasilía virðist ekki ætla verða meiriháttar iðnveldi. Hversu mikið sem Brassar rembast.

  1. Það sem er að gerast, er að verð fyrir útfluttar afurðir hafa lækkað.
  2. Það eins og á Íslandi - leiðir til verðlækkunar gjaldmiðilsins. Realið hefur fallið um nærri 15% síðan sl. áramót.
  3. Það leiðir eðlilega til - innflutnings á verðbólgu, þ.e. innfluttar vörur hækka.
  4. Að auki hefur ríkisstjórnin, hækkað gjöld, og þannig framleitt nokkuð af verðbólgunni sjálf.

Við könnumst við þetta allt hér!

Eins og Ísland, er Brasilía háð verðlagi á helstu útflutningsafurðum - hagkerfið fer upp þegar verðin hækka, niður þegar þau lækka.

Gjaldmiðillinn styrkist þegar verðin fara upp, fellur er þau lækka.

  • Þegar menn halda því fram að óstöðugleiki Ísland, sé einhver einstakur hlutur.
  • Þá er gott að bera Ísland við--önnur lönd sem eru auðlyndahagkerfi eins og Ísland.
  • Þ.e. mun vitrænni samanburður, en að bera Ísl. við lönd, sem ekki eru auðlyndahagkerfi - jafnvel þó þau eigi að vera sögulega skildari okkur.

 

Niðurstaða

Ísland er ekki eina óstöðuga landið í heiminum. En margir halda því fram, að óstöðugleiki landsins - sé eingöngu vegna efnahagslegrar óstjórnar. En ef maður skoðar lönd - víðar en þessi dæmigerðu Evrópulönd. Þá er unnt að finna dæmi um alveg sambærilegan óstöðugleika og Ísland reglulega gengur í gegnum.

Þá þarf ekki að finna einhver vanþróuð 3-heims lönd!

Ég hef trú á að Brasilía komist í gegnum þessa kreppu. Eins og Ísland nær alltaf sér á strik aftur, ef það hefur skollið á timabundin kreppa vegna - fallandi verða.

En auðlynda hagkerfi eðlilega eru háð hagsveiflunni í þeirra helstu útflutningslöndum.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband