Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

3/4 þeirra unglinga sem áróður "ISIS" kveikir í eru "athei-istar"

Tók eftir þessu á vef Der Spiegel, í viðtali við franska konu sem rekur "hjálparlínu" í Frakklandi sem fólk getur hring í, til að segja frá sorg sinni yfir eigin börnum sem hafa gengið í lið með "ISIS" -- "Now three-quarters of them come from atheist families."

--------------------------------------

The Lost Children: France Takes Stock of Growing Jihadist Problem

"In the spring, when cases of minors who had secretly left the country were mounting, Bouzar set up a hotline for family members seeking advice. About five new families call the hotline every week. But Bouzar also receives calls from young girls wanting to know what to do about female friends who have stopped wearing makeup and no longer want to go to the movies. Instead, they say, the girls are now covering their entire bodies with loose-fitting robes."

  1. "Radicalization used to be limited to the poor and the uneducated, says Bouzar. Immigrants from Muslim backgrounds were usually the ones who joined jihadist groups. But the situation has changed today, she explains. "Now three-quarters of them come from atheist families."
  2. They include Christians and Jews, and almost all are from the middle class, with some coming from upper-class families, the children of teachers, civil servants and doctors. Bouzar is even familiar with a case involving an elite female university student. It also appears that more and more girls and young women are fantasizing about jihad."
  • "The process of brainwashing usually follows the same principles, not unlike the approach taken by sects.
  1. First the victim, be it a boy or a girl, is isolated from his or her surroundings.
  2. The young people are pressured to sever all ties to family and friends.
  3. Then the indoctrination begins, through videos about genetically engineered food or alleged conspiracies.
  4. The goal is to make the victims believe that the world is evil and that only they have been chosen to make it a better place."
  • "As a result of this brainwashing, the young women and men gradually lose their connection to everyday life and their old identities. Once a new identity has been created, they often see themselves as members of a chosen group of fighters for a better world."
  • "Bouzar has found that the radicalized young women have a common trait: They are all interested in careers in social work or humanitarian aid."
  1. "As soon as these aspirations become apparent, through such channels as a Facebook profile, the Islamists begin casting their nets.
  2. They masquerade as "sisters in spirit" and become friends with the young women.
  3. During this initial phase, the conversations do not revolve around religious issues, but around an emotional world that is being created.
  4. The recruiters foster feelings of dismay, using images of children gassed by the Syrian regime, for example.
  5. Only when the victims have become sufficiently unsettled, and when they begin to question their current world and way of life, does Islam come into play."

"The extremists use the religion to lead their victims to believe in a higher, "godly" objective, she explains. And girls like Sahra, confused and disgusted by the supposed decadence of the West, believe what they hear."

"Extremism expert Bouzar has found that boys and men who join the jihadists do it for different reasons than girls and women. They too often fit the profile of the humanitarian and starry-eyed idealist, but it is less pronounced than the belief that they are "knights" with a mission. Many men become fighters to satisfy their fantasies of omnipotence."

  1. ""It's a question of playing God, of being in control of life and death," says Bouzar."
  2. "Others are simply motivated by a desire to belong, to be part of a group, a clique."

--------------------------------------

Eins og þið vonandi tókuð eftir - þá virðist algengt fórnarlamb vera ung kona eða ungur maður, sem er óánægður eða óánægð með heiminn - upplifir heiminn ósanngjarnan; vildi gjarnan geta breytt honum til hins betra!

Íslamistarnir notfæra sér þessar tilfinningar - hefja fyrst verkið með því að "vingast" við unglingana í gegnum netmiðla - svo þeim sé treyst.

Síðan hefja þeir verkið í smá skömmtum, að "upplýsa" unglingana um það "hve heimurinn er vondur" - - íta að þeim efni um illsku margs þess sem gert er.

En nóg er af illsku í heiminum.

Síðan auðvitað má mistúlka og fara rangt með efni - sem sýnir vondan atburð, með þeim hætti sem þjónar málstað íslamistanna.

Enda vilja þeir efla með unglingunum "hatur" á það samfélag sem þau ólust upp í.

Ekki fyrr en unglingurinn er orðinn nægilega reiður út í eigið samfélag - út í eigið land, út í vonsku heimsins.

Sé hafið að tengja Íslam inn í myndina, löngu eftir að unglingurinn er farinn að treysta íslamista "vini sínum" - sé viðkomandi sagt að "ISIS" sé í reynd baráttusamtök gegn illsku heimsins.

 

Niðurstaða

Þetta er það sem margir skilja ekki, að "ISIS" er ekki bara vandamál fyrir lönd þar sem til staðar er kjarni múslima, hluti íbúa eru múslimar. Þvert á móti virðist "ISIS" skipulega leggjast á viðkvæm og leitandi ungmenni -almennt. Ungmenni sem sé ekki sama um heiminn. Ungmenni sem hafa skoðanir. Ungmenni sem gjarnan vildu bæta heiminn.

Slíkum óskum um betri heim, þátttöku í slíku starfi - - sé umsnúið í þátttöku í grimmdarverkum, fjöldamorðum, fjöldanauðgunum - þátttöku í útbreiðslu haturs.

  • Það áhugaverða er - - að kommúnistar á sínum tíma, höfðuðu mjög gjarnan til svipaðrar manntegundar - þ.e. "unga mannsins" eða "ungu konunnar" sem vildi breyta heiminum.

Það virðist að fólk sem er sjálfhverfara, sé veraldlegra í hugsun - - sé ekki í sambærilegri hættu.

 

Kv.


Réttlæting Pútíns á samkomulagi Stalíns við Hitlers Þýskaland - vekur athygli

Ef eftirfarandi er rétt eftir haft - þá er afstaða Pútíns til skiptingar Póllands 1939 -er her nasista annarsvegar og hinsvegar her Sovétríkja Stalíns, réðst inn í Pólland úr sitt hvorri áttinni og mættust í miðju skv. samkomulagi er utanríkisráðherrar beggja höfðu áður undirritað- - > vægt sagt áhugaverð.

Putin’s defence of Soviet-Nazi pact ramps up security tensions

Pútín:They continue to argue over the Molotov-Ribbentrop pact and accuse the Soviet Union of dividing Poland.” - “Serious research has shown that such methods were part of foreign policy at that time. The Soviet Union signed a non-aggression pact with Germany. They say: ‘Oh, how bad.’ What is wrong here if the Soviet Union did not wish to fight? What is wrong with this?

Það er auðvitað áhugavert að hann láti eins og að það hafi verið - eðlilegasti hlutur í heimi, að plotta við Hitler um að "ráðast á annað land" - "hernema það með öllu" - og - "afnema sjálfstæði þess."

  • Hann virðist réttlæta þetta með því, að Sovétríkin hefðu kosið að ekki að berjast við Hitler - - en á þessum tíma höfðu Sovétríkin margfalt fjölmennari her en Þýskaland og að auki margfalt fleiri skriðdreka og ekki bara það, í engu lakari.
  • En Þýski herinn var 1939 enn ekki nema kominn í besta falli hálfa leið með hervæðingu, flestir þýskir skriðdrekar voru "úreltar týpur" - framleiðsla fullkomnari gerðanna var enn skammt á veg komin.
  • Ályktun: ekki séns að Hitler hefði ráðist á Sovétríkin 1939 eða 1940.

Það sem þarf að hafa í huga er að - - Stalín með því að plotta við Hitler; vonaðist til þess að Hitler hæfi stríð við V-Evrópu. Sem gekk eftir sannarlega.

En síðar réðst hann samt á Sovétríkin?

  1. Var það þá skynsamleg ráðstöfun að semja við Hitler um skiptingu Póllands?
  2. Og þannig hjálpa Hitler að hefja Seinna stríð?
  3. En með því að "aðstoða" þ.s. 1939 var veikur her nasista við það verk að ráða niðurlögum Póllands.
  4. Þá alveg örugglega flýtti Stalín fyrir því að Hitler mundi hefja stríð.

Það má vel vera að Stalín hafi alls ekki reiknað með því að Nasistar mundu sumarið eftir vera eldsnöggir að ráða niðurlögum, Frakklands - Belgíu - Hollands - Noregs - Danmerkur. Þau lönd væru öll gersigruð fyrir upphaf vetrar 1940. Svo Hitler gat þá þegar hafið undirbúning innrásar í Svoétríkin.

  • Þetta sýnir að stríð getur verið ákaflega - - óútreiknanlegt.

Rússland eða Sovétríkin hefðu farið miklu betur út úr þessu - ef þau hefðu gert það sem Frakkar og Bretar reyndu að sannfæra þau um; að mynda bandalag með þeim gegn Hitler.

Hitler hefði aldrei þorað að ráðast gegn svo sterku bandalagi.

Það hefði sennilega aldrei orðið neitt stríð.

 

Það að Pútín viðhafi þessa söguskoðun er samt sem áður áhugaverð í ljósi atburða í Úkraínu

En hann virðist bersýnilega segja - að það hafi verið fullkomlega réttlætanlegt af Stalín, að plotta með Hitler gegn Póllandi, um að ráðast á það land - í þeim tilgangi að leggja það undir sig.

Þessi sýn hans á 20. aldar sögu Evrópu - - verður virkilega áhugaverð í ljósi rásar atburða í Úkraínu.

En það verður þá afar freistandi að álykta svo, að hann væri fær um að réttlæta það að Rússland færði landamæri Rússlands til "með valdi" þannig að viðbótar héröð sem nú tilheyra Úkraínu lendi að baki landamærum Rússlands.

En hann hefur talað um það áður, að stór svæði í Austur og Suður Úkraínu, ættu með rétti tilheyra Rússlandi.

Það er áhugavert að hugsa einnig þá hugsun í ljósi nýlegra ummæla skipaðs forsætisráðherra "Donetsk alþýðulýðveldisins" þess efnis - - að uppreisnarmenn væri tilbúnir til þess að hrekja stjórnarher Úkraínu frá svæðum sem stjórnarherinn ræður í A-Úkraínu, hvenær sem er. Að hann væri að bíða eftir því að Poroshenko mundi afhenda borgir á valdi stjórnarhersins til uppreisnarmanna án bardaga.

  • Í ljósi ummæla Pútíns.
  • Og ummæla leiðtoga Alýðulýðveldisins Donetsk.

Veltir maður fyrir sér - - hvort skammt sé í að vopnahléi ljúki í A-Úkraínu.

Og það verði með þeim hætti, að uppreisnarmenn hefji allsherjar árás á búðir stjórnarhers Úkraínu.

 

Niðurstaða

Í ljósi ummæla Pútíns. Getur það vel verið að dragi til tíðinda í A-Úkraínu á næstunni. Sterkur orðrómur hefur verið uppi þess efnis. Að miklar vopnabyrgðir hafi verið fluttar yfir á svæði uppreisnarmanna meðan vopnahléið hefur staðið. En málið með vopnahlé, er að -þau þurfa ekki endilega vera upphaf að friði- þau geta einnig verið einungis "pása í stríði" - þ.e. aðilar geta allt eins notað eitt slíkt til að safna kröftum til frekari átaka.

Pútín er varla að tjá þessa skoðun sína á aðgerð Stalíns á sínum tíma, af tilviljun einnig.

 

Kv.


Ríkissaksóknari Grikklands fer fram á að flokkur grískra nýnasista sé bannaður

Þetta er áhugavert sakamál - en á sl. ári þá voru þingmenn "Gullinnar Dögunar" flokks nýnasista í Grikklandi sviptir þinghelgi skv. ákvörðun drjúgs meirihluta gríska þingsins. Síðan hafa þingmenn flokksins ímist setið í varðhaldi eða stofufangelsi - eins og hverjir aðrir glæpamenn.

En þ.e. einmitt ásökun grískra yfirvalda - að Gullin Dögun séu skipulögð glæpasamtök.

Ekki stjórnmálaflokkur!

Sun Sets on Golden Dawn: Greek Party Accused in Killings and Racist Attacks

  1. Það sem gerir Gullna Dögun áhugaverða er að sá flokkur er ekki neitt hálfkák, þarna fara alvöru ný-nasista samtök. Sem þíðir að sá flokkur er líklega andstæður lýðræðinu, þó því sé neitað af flokknum opinberlega.
  2. Síðan virðist hann, eins og nasistaflokkurinn sálugi í Þýskalandi, hafa sveitir skipulagðra ofbeldisseggja, sem ef marka má gríska ríkissaksóknkarann, fái þjálfun er um margt líkist herþjálfun. Sá hópur gangi um í sérstökum einkennisbúningum og beri sérstakar kylfur.
  3. Ríkissaksóknarinn tekur einnig fram að flokkurinn sé skipulagður með mjög skírum valdapíramýda og flökksmeðlimum sé einrætt að hlíða flokkstjórnendum án spurninga. Ríkissaksóknarinn vill meina að þetta skipulag líkis skipulagi glæpasamtaka.
  4. Hann vill auk þess meina, að ofbeldisverk framin af hópum merktum flokknum, hafi verið skv. fyrirmælum frá yfirstjórn flokksins.

Það sem kannski er áhugavert við þetta, að það skipulag sem hann talar um, minnir um margt á skipulag flokka kommúnista á árum áður. Meira að segja þess sem áður fyrr var til hér á klakanum. En vitað er að kommúnistaflokkurinn sálugi, hafði skipulagða hópa "rudda" sem fóru eftir fyrirmælum yfirstjórnar flokksins. Sá hópur virðist þó ekki hafa haft sig mikið frammi - - en verulega meira fór fyrir sambærilegum hópum í öðrum löndum.

Ég held að það sé enginn vafi á því að "Gullin Dögun" sé í eðli sínu - - óvinur lýðræðis. Líkleg til að vilja það feigt ef flokkurinn mundi komast til valda.

Á hinn bóginn virðist mér fylgi "Gullinnar Dögunar" sem stundum hefur allra síðustu ár mælst svo hátt sem 15% - - ekki meira en flokkar yfirlístra kommúnista oft fengu í V-Evrópu. En slíkir flokkar komust aldrei til valda í neinu V-Evr. landi meðan Kalda Stríðið stóð yfir.

Það virðist ekki sérdeilis miklar líkur á valdatöku "Gullinnar Dögunar" vegna þess að í Grikklandi sé enginn flokkur er gæti hugsað sér að vinna með ný-nasistum.

Sá róttæki flokkur sem líklegur virðist til að ná hugsanlega völdum - - Syriza eða flokkur róttækra vinstrimanna og and-glóbalista; sé alfarið á móti ný-nasistum.

Það sé á hinn bóginn langt í frá víst, að grískir ný nasistar tapi á því - - ef flokkurinn væri bannaður. En grískir ný-nasistar geta alltaf stofnað nýjan flokk. Og þó foringjar "Gullinnar Dögunar" fengu allri fangelsisdóma. Þá mundu líklega stíga fram nýir foringjar.

Flokksmenn leitast við að spila málið með þeim hætti, að um skipulagðar ofsóknir sér að ræða gegn flokknum. Sem er ekki endilega - - ósatt.

Það er auðvitað erfitt að hafa nokkra samúð með svona hóp. Á hinn bóginn er rétt að árétta að flokkar kommúnista er einnig vildu lýðræðið feygt voru yfirleitt heimilaðir í V-Evrópu. Ég sé heldur enga ástæðu til samúðar með þeim sem flykktust á sínum tíma um þá flokka.

  • Menn verða auðvitað vega og meta hvað er lýðræðiskerfinu fyrir bestu.
  • En meginvandamálið í Grikklandi sé hið gríðarlega atvinnuleysi, sem skapi það fylgi sem ný-nasistar nú hafa. 2009 hafi fylgi þeirra verið innan við 1%. Það hafi rokið upp í mest 15% eftir að kreppan í Grikklandi skall á.
  • Ef kjósendum ný-nasista virðist sem að flokkurinn sé að sæta ofsóknum, þá gæti alveg farið svo að ný-nasista fengu samúðar-fylgi.
  • Hið minnsta, að svo lengi sem hið mikla atvinnuleysi er til staðar, séu líkur á því, að flokkar ný-nasista í Grikklandi muni reynast vera eins og margra höfða hýdra, þ.e. er einn flokkurinn væri afnuminn, væri sá næsti stofnaður. Og sá hefði nánast samstundis sambærilegt fylgi.

Punkturinn er sá, að ég er ekki viss að sú aðferð að banna "Gullna Dögun" sé líkleg til að vera sérlega skilvirk, meðan það ástand sem skapar fylgi við ný-nasista er enn til staðar.

Betra sé að glíma við það ástand, afnema það sem fyrst. Þá mundi fylgi við ný-nasista einnig fljótlega í kjölfarið gufa upp.

 

Niðurstaða

Ég efa ekki um að einhverjir veltu því fyrir sér í Kalda stríðinu að banna flokka kommúnista - fyrir að vilja lýðræðið augljóslega feigt. Fyrir að styðja Sovétríkin opinberlega. Sú leið var ekki farin í V-Evrópu.

Ég lít ekki á "Gullna Dögun" sem augljóst hættulegri hóp heldur en t.d. flokk kommúnista á Íslandi á 4., 5. og 6. áratugnum. Sem þíðir ekki að ég haldi gríska ný-nasista meinlausa. Þeir séu sennilega raunverulega varasamur hópur.

Punkturinn er frekar sá - - hvað er snjallt fyrir lýðræðið. Eitt málstæki: "Better the devil that you know." Sem má eiginlega segja að hafi verið ríkjandi mottó. Flokkar komma voru heimilaðir. En það var fylgst með þeim þ.e. njósnað um þá - eins og eðlilegt var því þetta voru raunverulega varasamir hópar. Þeir sem brutu lög lögsóttir.

Spurning hvort að snjallara sé ekki að nota sömu aðferðafræði á gríska ný-nasista, því að ég efa virkilega að það að banna "Gullna Dögun" sé líklegt til að veikja að ráði hreyfingu grískra ný-nasista. Meðan að kreppuástandið hefur ekki enn lagast í Grikklandi.

Þess í stað gætu áhrifin orðið þveröfug að auka fylgið. Hugsanlega einnig þau að gera þann hóp hugsanlega "enn róttækari" því enn hættulegri. "Terror" vandamál væri alveg hugsanlegt. Ég held sérstaklega að óttinn við það hvað mundi gerast ef flokkum komma væri ýtt undir yfirborðið. Hafi verið ástæða þess að þeir voru alltaf heimilaðir.

Grísk stjórnvöld eigi að einbeita sér að því að minnka frekar atvinnuleysið í Grikklandi, það sé líklegasta leiðin til að minnka áhrif ný-nasista. Sem þrífist fyrst og fremst í því slæma ástandi sem sé til staðar.

 

Kv.


Hagvöxtur á evrusvæði einungis 0,8% í ár

Skv. nýrri hagspá Framkvæmdastjórnar ESB verður hagvöxtur á evrusvæði 0,8% í ár -> 1,1% 2015 - > 1,7% 2016. Rétta að hafa í huga að þessi spá er lægri en sú sem kom fram fyrr á árinu er Framkvæmdstjórnin spáði 1,2% vexti á evrusvæði á þessu ári.

Einna mesta athygli vekur mikil lækkun í áætluðum hagvexti þessa árs í Þýskalandi, þ.e. 1,3% í stað 1,8% sem áætlað var fyrr á árinu. Á næsta ári er hagvöxtur áætlaður 1,1% í stað áður áætlað 2%.

Spá fyrir Frakkland er einnig lakari en áður, þ.e. 0,3% í stað 1%. Hagvöxtur nk. árs í Frakklandi er einnig færður niður, þ.e. í áætlaðan 0,7% í stað 1,5%.

Ítalía hefur ekki neinn hagvöxt í ár, samdrátt upp á 0,3% í stað 0,6% vaxtar.

Verðbólga er áætluð 0,5% þetta ár og 0,8% 2015.

European Commission cuts forecasts, euro zone recovery delayed

E.U. Lowers Growth Forecasts

European Commission slashes eurozone forecasts

 

Deilan við Rússland á einhvern þátt í þessu

Þó svo að Rússland sé eitt af meginviðskiptalöndum ESB megin hluta vegna gríðarlegra viðskipta með gas og olíu - þá er útflutningur töluverður til Rússlands. Þó Rússl. sé ekki eitt af 10 stærstu útfl. löndum ESB.

Þannig að það má vel vera að minni hagvöxtur upp á 0,3% heilt yfir - áberandi að Þýskaland verði fyrir mesta áfallinu; sé deilunni við Rússland að kenna.

Mönnum sýnist auðvitað sitt hvað um orsakir þeirrar deilu - - en minn skilningur er sá, að það hafi verið Rússland er hóf þá deilu. Set upphafspunkt við það er Pútín beitti fyrrum forseta Úkraínu þrýstingi m.a. í formi efnahagsrefsiaðgerða til þess að fá Úkraínu til þess að falla frá samningi sem var fullfrágenginn við ESB.

Við þá aðgerð hafi deilan farið af stað og staðið yfir æ síðan, þó hún hafi gengið nú í gegnum nokkra fasa.

Mín skoðun er sú, að þetta hafi verið afskaplega röng ákvörðun af Pútín fyrir hagsmuni Rússlands. En til stóð af hálfu ESB að hefja viðræður um nánari viðskiptatengsl við Rússland - - í kjölfar þess að samn. v. Úkraínu væri frágenginn.

Rússlandi stóð til boða, dýpri efnahags tengsl við Vesturlönd - - ég get ekki skilið ákvörðun Pútíns með öðrum hætti. En hann hafi tekið þá ákvörðun að "slíta á þau tengsl" að miklu leiti.

En hann gat vart reiknað með öðru en því, að Vesturlönd mundu beita mótaðgerðum í tengslum við Úkraínumálið - sem síðan hafa færst stig af stigi, eftir því sem deilan hefur undið upp á sig.

Það verður að koma í ljós hvernig þessi deila á eftir að þróast - þ.e. auðvitað góð spurning við hvað akkúrat Pútín var hræddur, er hann virðist hafa ákveðið að - - fjarlægast Vesturlönd með svo eftirminnilegum hætti.

En ef hann óttaðist of mikil efnahags áhrif Vesturlanda innan Rússlands - - þá er ég ekki viss um að hann sé ekki að færa Rússa frá öskunni í eldinn, er hann þess í stað velur nánari viðskipti við Kína. En Kína er nú vaxandi mæli drottnandi yfir Mið-Asíu þ.s. áður Rússar réðu öllu. Og mig grunar að efnahags áhrif þeirra innan A-héraða Rússlands fari hratt vaxandi.

Og Kína hefur 10-faldan fólksfjölda Rússlands - ef ég væri Rússi mundi ég meta ógnina stærri frá Kína.

En ég sé fyrir mér þann möguleika að A-svæði Rússlands, sem eru ákaflega strjálbýl en auðlindarýk, geti orðið að kínv. svæðum í framtíðinni - - ef Rússland heldur sig við þ.s. ég tel mundi þróast í drottnunartengsl v. Kína.

Ég virkilega held að Pútín hafi tekið arfa slaka ákvörðun fyrir hönd rússn. þjóðarinnar, er hann ákvað að hefja slaginn við Vesturlönd - - og þar með koma af stað mestu milliríkjadeilu Vesturlanda og Rússa síðan í tíð Kalda Stríðsins.

  • Útkoman getur í versta falli endað í Kreppu í Evrópu.
  • En ég sé ekki að Vesturlönd geti bakkað í málinu, án þess að tapa trúverðugleika - þannig að ég sé ekki fyrir mér neitt bakk.
  • Þegar er orðið umtalsvert lífskjarahrap í Rússlandi. Ef Pútín hefði ekki hrundið þeirri deilu af stað, hefði það hrap kjara almennings í Rússlandi - ekki orðið. Rússar hefðu getað staðið frammi fyrir áframhaldandi hagvexti, í nánara sambandi við Vesturlönd.

Það eina sem ég er viss um - er að Pútín var ekki að verja hagsmuni almennings.

Þeir sem líklega mest græða á þessu, eru Kínverjar. En þeir hafa þegar grætt mjög hastæðan viðskiptasamn. um sölu á gasi, sem kvá vera á mjög hagstæðum kjörum - því að sama skapi óhagstæðum fyrir Rússa. Síðan verða kínv. fjárfestar nánast þeir einu sem Rússlandi muni bjóðast. Sem skýrir af hverju mér finnst eins og að Pútín hafi fært Kínverjum Rússland á silfurfati. Spurning sem ég velti upp - er Pútín að vinna fyrir Kínverja?

 

Eins og ástandið sýnir þá er ESB mjög nærri stöðnun

Þetta er talið geta skapað vandræði fyrir Hollande forseta Frakklands, því að skv. spá Framkv. stjv. fyrir nk. ár í Frakklandi - - er hagvöxtur áætlaður það ár lakari en franska ríkisstjórnin miðar við. Sem þíðir að sennilegt er að Framkv.stj. ESB - krefji franska ríkið um aukinn útgjaldaniðurskurð vegna þess að annars sé útlit fyrir að hallinn á franska ríkinu verði nær 5% en 4,3% sem franska ríkið miðar við. En áður hefur Framkv.stj. krafið franska ríkið um endurskoðun á útistandandi en ósamþykktum fjárlögum - - sjálfsagt þarf Hollande að skera meir niður en hann hafði fram að þessu ráðgert. Þá er auðvitað spurning hvort að vöxtur nk. árs verði ekki enn lakari en nú er spáð.

Með þetta lítinn vöxt - - þá minnkar lítt atvinnuleysi í aðildarríkjum ESB.

Óánægja meðal atvinnulausra er því líkleg að halda áfram að hlaðast upp.

Fylgi jaðarflokkar mun því sennilega halda áfram að vaxa.

 

Niðurstaða

Það er alveg hugsanlegt að deilan milli Rússlands og Vesturlanda, megni að ýta ESB aftur inn í kreppu og evrusvæði í verðhjöðnun. En vegna þess hve vöxturinn var lítill fyrir, verðbólgan lág fyrir - - mátti hvorugt við stóru áfalli.

Ef svo verður getur málið endað með því að bæði Rússland og ESB verði í kreppu á nk. ári.

Þó það þurfi ekki að fara með þeim hætti.

Eitt virðist víst að líklega slær ekki á næstunni á fylgisaukningu jaðarflokka innan aðildarríkja ESB. En til þess að sú sveifla snúist við - - þurfa ríkisstj. aðildarríkjanna að skapa atvinnulausum von um betri framtíð. En án vonar þá hallar sá hópur sér að hinum pólit. jaðri.

Ef það ástand heldur áfram, gæti það alveg farið svo, að jaðarflokkar nái völdum í einhverju aðildarlandi evru - - sem gæti vel skapað nýja krísu. En fólk gæti ákveðið að kjósa slíka flokka til valda, í von um að "hrista upp í ástandinu."

Þetta er auðvitað af hverju, það liggur á að skapa atvinnulausum nýja von.

 

Kv.


Hvenær er að marka kosningar og hvenær ekki? Skv. útgefnum niðurstöðum í A-Úkraínu eru leiðtogar uppreisnarmanna endurkjörnir með háu hlutfalli atkvæða

Skv. opinberum tölum frá svæðum uppreisnarmanna -

  1. "The central election committee in Donetsk said that the separatist leader Aleksandr Zakharchenko, the prime minister of the breakaway region called the Donetsk People’s Republic, had won the balloting there with about 78 percent of the vote. He will now have the title of head of the region."
  2. "In the other breakaway region, Luhansk, election officials said Igor Plotnitsky had been elected as leader with about 63 percent of the vote."

Vandinn við þetta er að sjálfsögðu sá að afar fátt bendir til þess að þessar kosningar hafi verið það sem kallað er "frjálsar kosningar." En þetta sannarlega voru "kosningar."

Það virðist eins og ef marka má suma "netverja" að það eina sem til þurfi svo um lýðræði sé að ræða séu "kosningar" en í Sovétríkin höfðu reglulega kosningar, það hefur Kína, og svo annað dæmi sé nefnt þá voru reglulegar kosningar í tíð eins flokks kerfis í Mexíkó sem stóð í um 80 ár eða svo.

Það sem þær kosningar eiga sameiginlegt er, að þær voru ekki frjálsar - ekki í Kína, ekki í Sovétríkjunum og að sjálfsögðu ekki meðan Mexíkó hafði eins flokks kerfi.

Ukraine Rebels Keep Power in Elections in Breakaway Regions

Moscow recognises Ukraine separatist vote

Ukraine crisis deepens after rebel elections in the east

A pro-Russian separatist stands guard during the self-proclaimed Donetsk People's Republic leadership and local parliamentary elections at a polling station in the settlement of Telmanovo, south from Donetsk November 2, 2014.  REUTERS/Maxim Zmeyev

"A pro-Russian separatist stands guard during the self-proclaimed Donetsk People's Republic leadership and local parliamentary elections at a polling station in the settlement of Telmanovo, south from Donetsk November 2, 2014. "
  1. Eitt vekur athygli, að á sama tíma og kjör fór fram - - voru matarúthlutanir í kosningamiðstöðvum. En dagana á undan skv. fréttum höfðu bílalestir með matvæli komið frá Rússlandi. Það veit enginn hvort að þær fluttu einnig vopn - en það getur vel verið. En leiðtogi t.d. Donetsk Alþýðulýðveldisins, Alexander Zakharchenko, var kokhraustur - sagði að uppreisnarmenn væru tilbúnir til þess að ná öllu héraðinu á sitt vald. Þeir biðu þess að stjórnvöld í Kíev afhentu borgir á þeirra valdi án bardaga. Ef e-h er að marka þá rödd, þá er sennilega töluvert að marka þann orðróm að miklar vopnabirgðir hafi á undanförnu streymt til uppreisnarmanna. 
  2. Eins og sjá má á mynd, þá sáu fréttamenn vopnaða uppreisnarmenn inni í kosningamiðstöðvum - - ekki bara fyrir utan. Það má ætla að þannig skapist andrúmsloft ótta. Borgarar koma til þess að fá mat - síðan sjá þeir vopnaða verði út um allt með hríðskotariffla um hönd. Það getur mjög vel þítt, að fólk hafi kosið af "ótta." Frekar en vilja.
  3. Stofnanir á vegum SÞ hafa kvartað yfir því að sveitir uppreisnarmanna handtaki fólk án dóms og laga. Að auki hafa borist skýrar vísbendingar um nauðungarvinnu. Fyrir utan að fregnir hafa borist af því að fólk hafi verið tekið af lífi - einnig án dóms og laga. Með þetta í huga, munum að í grimmum húmor kalla "öryggissveitir" Donesk Alþýðulýðveldisins sig "NKVD" í höfuðið á leynilögreglu Stalíns. En þekktasti yfirmaður hennar Bería var þekktur blóðhundur. Jafnvel þó það sé e-h húmor við þetta af grimmu tagi, þá eru það samt sem áður "skilaboð" til fólks í því héraði, að meðlimir þeirra sveita noti það nafn - jafnvel þó það eigi að kallast grín. Önnur vísbending um andrúmsloft ótta.
  4. Það er rétt að nefna, að það séu ekki vísbendingar þess - - að aðrir en uppreisnarmenn hafi rekið kosningabaráttu á svæðum uppreisnarmanna í Luhansk eða Donetsk. En lykilatriði í því að kosningar séu frjálsar. Er að þeir sem eru á öðru máli, fái að halda sínum málstað á lofti og kynna fyrir kjósendum. En það eru engar vísbendingar þess að svo hafi verið. Það sama átti við kosningarnar á Krím-skaga þegar þær fóru fram.

Þannig er það, að þegar kosningar eru ekki frjálsar, þegar þær fara fram í andrúmslofti ótta eða góð ástæða er að ætla að svo sé, og ekki síst - þegar skýrar vísbendingar eru þess efnis að kjósendum hafi verið mútað til að mæta á kjörstað. Þá er ákaflega erfitt að mæla með því að mark sé tekið á úrslitum.

Ég vil meina að nákvæmlega ekkert sé unnt að fullyrða um þau úrslit. Það sé allt hugsanlegt, frá því að þau séu "rétt mæling á vilja kjósenda" yfir í að þær hafi verið eins marklausar og kosningar í Sovétríkjunum voru. Með öðrum orðum, að ekki sé unnt að stóla á að úrslitin séu rétt.

Það þíðir eiginlega að - ekki sé unnt að líta á þær sem markstækar. Þegar ekki er unnt að sína fram á að þær séu það, verði að álykta á þann veg, að þær séu það líklega ekki. En þegar kemur að kosningum þá er rétt að hafa sönnunarbyrði "öfuga" þ.e. ef ekki sé unnt að sanna að kosning hafi farið rétt fram.

 

Niðurstaða

Ef maður ber þessar kosningar við nýlega afstaðnar kosningar í meginhluta Úkraínu. Þá er almennt talið að þær hafi farið rétt fram þ.e. verið frjálsar og heiðarlegar. En það var fjöldi eftirlitsmanna með þeim kosningum frá öðrum löndum. En gengið var úr skugga um að aðilar fengu tiltölulega jafnan aðgang að fjölmiðlum. Andstöðuflokkur var til staðar og sá fékk óhindrað að keppa um hylli kjósenda. Hann fékk tæplega 10% atkvæða - - meirihluta á sumum svæðum í A-Úkraínu t.d. í Luhansk og Donetsk þ.s. stjórnarherinn ræður. Síðan vekur athygli að flokkur forsætisráðherra fékk milli 20-30% atkvæða. Meðan að flokkur forsetans fékk ívið minna en einnig milli 20-30%. Aðrir flokkar minna. Þarna séu ekki á ferð úrslit sem slá mann sem "greinilega ótrúleg."

Það er alltaf ástæða til að sjálfvirkt tortryggja úrslit, sem sína að einn aðili fái mun hærra hlutfall en 50%, þegar um er að ræða kosningar um "raunverulegar valdastöður." En slíkar eru ávalt mun umdeildari en virðingarstöður sem lítil völd fylgja.

En slík úrslit eru einmitt dæmigerð fyrir "ófrjálsar kosningar" þ.s. valið er í reynd ekki frjálst, úrslit jafnvel fölsuð.

 

Kv.


Þessi pirrandi umræða um sæstreng til Bretlands

Nýlega kom út skírsla á vegum Hagfræðideildar Landsbanka um hugsanlegan sæstreng til Bretlands: Sæstrengur gæti orðið mjög arðsöm framkvæmd. Þeir vitna til skírslu Hagfræðideildar HÍ sem unnin var fyrir Landsvirkjun - - nota sömu forsendur.

Fréttir í fjölmiðlum:

Sæ­streng­ur til Bret­lands mjög arðsam­ur

Ekki til orka fyrir sæstreng

Eitt er gott við þessa skírslu, það - að þar er gert ráð fyrir þörf fyrir mikla uppbyggingu virkjana samhliða lagningu strengs, svo hann geti borið sig.

Og þ.e. viðurkennt að miðað við forsendur dagsins í dag - þá ber strengurinn sig ekki

  • Þarna er byggt á spá um hækkun orkuverðs í Bretlandi nk. 30 ár eða svo.
  • Svo er bent á samning sem breska ríkið hefur nýverið gert þ.s. kjarnorkuveri sem verið er að reisa í Bretlandi er tryggð örugg sala á orku á hagstæðu verði til nk. 30 ára.
  • Síðan benda þeir á, að breska ríkið hefur boðið aðilum "innan Bretlands" sem reisa virkjanir sem bjóða upp á umhverfisvæna orku, hagstæð verð.

Það er að sjálfsögðu ekki vitað - - hvort að slíkt verð geta staðið "erlendum framleiðanda á orku" - til boða.

Síðan finnst mér áhugavert atriði sem kemur fram á síðustu blaðsíðum skírslunnar - "Norðmenn hafa nú þegar samið um lagningu tveggja 1,4 GW sæstrengja til Bretlands og áætlað er að þeir verði komnir í notkun árið 2020. Framkvæmdirnar munu því auka flutningsgetuna í 6,8 GW árið 2020. Þar að auki eru viðræður hafnar um lagningu fleiri sæstrengja til Bretlands."

  1. Takið eftir, að þarna "blasir við verðsamkeppni við Norðmenn." 
  2. Norðmenn eru í óða önn að gera sem mest úr sínum gasauðlindum, hafa komist að því að hagstæðara sé að flytja gas út sem "rafmagn" en sem fljótandi gas, það eru því að spretta upp gasorkuver í Noregi - - og þeir stefna að því að flytja þá orku út.

Norðmenn hafa að sjálfsögðu getu til þess að framleiða "margfalt það rafmagn" sem við Íslendingar munum nokkru sinni geta.

Mér virðist því í reynd útlit fyrir, að Norðmenn séu að stefna að því að taka að sér þennan markað.

Hafið einnig í huga, að áhætta Norðmanna er nær engin, þegar kemur að hugsanlegu tjóni á náttúrufari - - enda þurfa þeir ekki að reisa nein lón, ekki drekkja neinu landi.

Meðan að líkur á andstöðu hér innanlands við stórfellda uppbyggingu virkjana - - er sannarlega fyrir hendi. Samtímis því, að engin leið er að fullyrða að stuðningur almennings væri nægur við þetta verkefni til þess að það geti komist til framkvæmda - en augljóslega er mjög veruleg pólitísk áhætta til staðar. En verkefnið hefur marga alvarlega galla sem mjög auðvelt er að sína fram á.

 

Ég get ekki ímyndað mér að þetta verkefni geti komist á koppinn, vegna innlendrar andstöðu við framkvæmt

  1. Það fyrsta augljósa er að sjálfsögðu að, ef Ísland er tengt við Bretland - - þá hækkar orkuverð til allra innlendra notenda (nema stóriðju) um prósentu tugi. Að sjálfsögðu - - ef hinar bjartsýnu spár um orkuverð í Bretlandi og þar með hugsanlegan hagnað LV rætast. Þá um leið fela þær spár í sér - - að þær miklu verðhækkanir á rafmagni bitna einnig á íslenskum orkunotendum.
  2. Stóriðjan hins vegar sleppur - - vegna þess að hún hefur samninga um orkusölu næstu áratugi fram í tímann. Bendi á þegar Kárahnjúkavirkjun var reist, þá getur vart annað komið til greina, en að LV hafi samið við Alcoa til langs tíma um orkusölu - - til þess að tryggja LV sem hagstæðasta lánsfjármögnun fyrir það verkefni. Síðan voru samn. LV við álverið í Straumsvík og við Norðurál endurskoðaðir í tíð síðustu ríkisstjórnar, í tilraun til þess að fá meir úr þeim "tímabundið" - en hafandi í huga hve staða ríkisins var tæp á þeim tíma - -> Kemur ekki til greina annað en gengið hafi verið frá þeim samningum til langs tíma, til þess að tryggja að LV mundi halda lánstrausti og þeim hagstæðu lánasamningum sem LV býr að. Þetta umtal að það þurfi að tengja landið við Evrópu með rafstreng vegna þess hve orkan sé seld ódýr til stórra orkunotenda - er því afar villandi svo meir sé ekki sagt.
  3. Þessu fylgir að sjálfsögðu - - veruleg kjaraskerðing almennings, vegna: A)Hækkunar rafmagnsreiknings til heimila. B)En einnig vegna hækkunar matvælaverðs en matvæli þarf að varðveita í kælibúnaði á flestum stigum vinnslu síðan auðvitað í verslunum. C)Síðan auðvitað bitnar hækkun orkuverðs einnig á öllum rekstri í landinu sbr. frystihúsum, fiskvinnslu, þeim sem þurfa að reka mikið af tölvubúnaði - - þessi kostnaður leggst væntanlega á án þess að þau fyrirtæki geti reddað sé með auknum tekjum á móti. Þannig að "launaskerðing blasir við almenningi."
  4. Svo auðvitað, er það allt umhverfistjónið sem mun fylgja nýjum virkjunum á umtalsverðum skala. Við getum tekið víðtæk mótmæli við framkvæmdir - sem gefinn hlut. Sérstaklega þegar við bætast aðrir gallar.

Það er bent á að hagnaður LV aukist, ríkið fái milljarða tugi í kassann:

  • Þá bendi ég á móti á það tjón sem ríkið verður fyrir vegna þess að framlegð fjölda fyrirtækja á landinu mun skerðast - - ríkið verður þá fyrir skerðingu á skatttekjum af þeirra rekstri.
  • Síðan má vænta með því - - að almenningur dragi úr neyslu vegna skerðingar kjara, og þar með skerðist innkoma ríkisins í gegnum VSK.

Svo bendi ég á "spillingarhættuna" sem muni augljóst vera fyrir hendi, en ef það verður rétt að ríkið muni fá aukinn arð frá LV upp á t.d. 30 ma.kr. per ár.

Þá mun statt og stöðugt vera mikill pólitískur slagur um þá peninga.

Ég velti einnig fyrir mér þeim pólitísku áhrifum sem LV getur hugsanlega öðlast, í gegnum það að hafa þær tekjur - - þ.e. hvort að LV geti beitt þeim til þess að hafa áhrif á ákvarðanir ríkisstjórna í gegnum það að veita styrki til pólit. starfs.

  1. Hafandi í huga augljósa óvissu um rafmagnsverð.
  2. Hafandi í huga augljósa óvissu um raunverulegan kostnað við lagningu strengs. En enginn sambærilegur strengur er til í heiminum. 
  3. Hafandi í huga augljósa óvissu um það, að hvaða leiti mögulegt er að fá heimildir til að yfirleitt reisa þær virkjanir sem til þarf.
  4. Ekki síst, hafandi það í huga - að um leið og Ísland er tengt við Bretland með streng. Þá birtast allir þeir gallar sem felast í hærra orkuverði til innlendra notenda. Burtséð frá því hvort orkuverðið er nægilegt í raun og veru til þess að framkalla þann hagnað sem LV heldur á lofti.

Þá get ég ekki séð að þetta sé áhugaverður kostur fyrir Ísland!

En auk allra þeirra galla sem ég hef nefnt, þá get ég bætt því við. Að tenging landsins við Bretland mun væntanlega hindra alla möguleika landsins til þess að "laða atvinnu til Íslands" út á innlenda orku. Til þess að þannig skapa framleiðslustörf á Íslandi.

 

Niðurstaða

Það er afar einfalt. Ég get ekki undir nokkrum kringumstæðum sætt mið við þá hugmynd að tengja Ísland við Bretland með sæstreng. Sú tilhugsun fær fær kaldan hroll renna niður bakið á mér, þ.e. tilhugsunin um það hvaða afleiðingar það hefði í for með sér fyrir almenning í landinu, og að sjálfsögðu ekki síst - - fyrir framtíðar möguleika Íslands til þess að búa til störf.

Bendi á eldri umfjöllun:

Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 500
  • Frá upphafi: 847155

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 476
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband