Ríkissaksóknari Grikklands fer fram á að flokkur grískra nýnasista sé bannaður

Þetta er áhugavert sakamál - en á sl. ári þá voru þingmenn "Gullinnar Dögunar" flokks nýnasista í Grikklandi sviptir þinghelgi skv. ákvörðun drjúgs meirihluta gríska þingsins. Síðan hafa þingmenn flokksins ímist setið í varðhaldi eða stofufangelsi - eins og hverjir aðrir glæpamenn.

En þ.e. einmitt ásökun grískra yfirvalda - að Gullin Dögun séu skipulögð glæpasamtök.

Ekki stjórnmálaflokkur!

Sun Sets on Golden Dawn: Greek Party Accused in Killings and Racist Attacks

  1. Það sem gerir Gullna Dögun áhugaverða er að sá flokkur er ekki neitt hálfkák, þarna fara alvöru ný-nasista samtök. Sem þíðir að sá flokkur er líklega andstæður lýðræðinu, þó því sé neitað af flokknum opinberlega.
  2. Síðan virðist hann, eins og nasistaflokkurinn sálugi í Þýskalandi, hafa sveitir skipulagðra ofbeldisseggja, sem ef marka má gríska ríkissaksóknkarann, fái þjálfun er um margt líkist herþjálfun. Sá hópur gangi um í sérstökum einkennisbúningum og beri sérstakar kylfur.
  3. Ríkissaksóknarinn tekur einnig fram að flokkurinn sé skipulagður með mjög skírum valdapíramýda og flökksmeðlimum sé einrætt að hlíða flokkstjórnendum án spurninga. Ríkissaksóknarinn vill meina að þetta skipulag líkis skipulagi glæpasamtaka.
  4. Hann vill auk þess meina, að ofbeldisverk framin af hópum merktum flokknum, hafi verið skv. fyrirmælum frá yfirstjórn flokksins.

Það sem kannski er áhugavert við þetta, að það skipulag sem hann talar um, minnir um margt á skipulag flokka kommúnista á árum áður. Meira að segja þess sem áður fyrr var til hér á klakanum. En vitað er að kommúnistaflokkurinn sálugi, hafði skipulagða hópa "rudda" sem fóru eftir fyrirmælum yfirstjórnar flokksins. Sá hópur virðist þó ekki hafa haft sig mikið frammi - - en verulega meira fór fyrir sambærilegum hópum í öðrum löndum.

Ég held að það sé enginn vafi á því að "Gullin Dögun" sé í eðli sínu - - óvinur lýðræðis. Líkleg til að vilja það feigt ef flokkurinn mundi komast til valda.

Á hinn bóginn virðist mér fylgi "Gullinnar Dögunar" sem stundum hefur allra síðustu ár mælst svo hátt sem 15% - - ekki meira en flokkar yfirlístra kommúnista oft fengu í V-Evrópu. En slíkir flokkar komust aldrei til valda í neinu V-Evr. landi meðan Kalda Stríðið stóð yfir.

Það virðist ekki sérdeilis miklar líkur á valdatöku "Gullinnar Dögunar" vegna þess að í Grikklandi sé enginn flokkur er gæti hugsað sér að vinna með ný-nasistum.

Sá róttæki flokkur sem líklegur virðist til að ná hugsanlega völdum - - Syriza eða flokkur róttækra vinstrimanna og and-glóbalista; sé alfarið á móti ný-nasistum.

Það sé á hinn bóginn langt í frá víst, að grískir ný nasistar tapi á því - - ef flokkurinn væri bannaður. En grískir ný-nasistar geta alltaf stofnað nýjan flokk. Og þó foringjar "Gullinnar Dögunar" fengu allri fangelsisdóma. Þá mundu líklega stíga fram nýir foringjar.

Flokksmenn leitast við að spila málið með þeim hætti, að um skipulagðar ofsóknir sér að ræða gegn flokknum. Sem er ekki endilega - - ósatt.

Það er auðvitað erfitt að hafa nokkra samúð með svona hóp. Á hinn bóginn er rétt að árétta að flokkar kommúnista er einnig vildu lýðræðið feygt voru yfirleitt heimilaðir í V-Evrópu. Ég sé heldur enga ástæðu til samúðar með þeim sem flykktust á sínum tíma um þá flokka.

  • Menn verða auðvitað vega og meta hvað er lýðræðiskerfinu fyrir bestu.
  • En meginvandamálið í Grikklandi sé hið gríðarlega atvinnuleysi, sem skapi það fylgi sem ný-nasistar nú hafa. 2009 hafi fylgi þeirra verið innan við 1%. Það hafi rokið upp í mest 15% eftir að kreppan í Grikklandi skall á.
  • Ef kjósendum ný-nasista virðist sem að flokkurinn sé að sæta ofsóknum, þá gæti alveg farið svo að ný-nasista fengu samúðar-fylgi.
  • Hið minnsta, að svo lengi sem hið mikla atvinnuleysi er til staðar, séu líkur á því, að flokkar ný-nasista í Grikklandi muni reynast vera eins og margra höfða hýdra, þ.e. er einn flokkurinn væri afnuminn, væri sá næsti stofnaður. Og sá hefði nánast samstundis sambærilegt fylgi.

Punkturinn er sá, að ég er ekki viss að sú aðferð að banna "Gullna Dögun" sé líkleg til að vera sérlega skilvirk, meðan það ástand sem skapar fylgi við ný-nasista er enn til staðar.

Betra sé að glíma við það ástand, afnema það sem fyrst. Þá mundi fylgi við ný-nasista einnig fljótlega í kjölfarið gufa upp.

 

Niðurstaða

Ég efa ekki um að einhverjir veltu því fyrir sér í Kalda stríðinu að banna flokka kommúnista - fyrir að vilja lýðræðið augljóslega feigt. Fyrir að styðja Sovétríkin opinberlega. Sú leið var ekki farin í V-Evrópu.

Ég lít ekki á "Gullna Dögun" sem augljóst hættulegri hóp heldur en t.d. flokk kommúnista á Íslandi á 4., 5. og 6. áratugnum. Sem þíðir ekki að ég haldi gríska ný-nasista meinlausa. Þeir séu sennilega raunverulega varasamur hópur.

Punkturinn er frekar sá - - hvað er snjallt fyrir lýðræðið. Eitt málstæki: "Better the devil that you know." Sem má eiginlega segja að hafi verið ríkjandi mottó. Flokkar komma voru heimilaðir. En það var fylgst með þeim þ.e. njósnað um þá - eins og eðlilegt var því þetta voru raunverulega varasamir hópar. Þeir sem brutu lög lögsóttir.

Spurning hvort að snjallara sé ekki að nota sömu aðferðafræði á gríska ný-nasista, því að ég efa virkilega að það að banna "Gullna Dögun" sé líklegt til að veikja að ráði hreyfingu grískra ný-nasista. Meðan að kreppuástandið hefur ekki enn lagast í Grikklandi.

Þess í stað gætu áhrifin orðið þveröfug að auka fylgið. Hugsanlega einnig þau að gera þann hóp hugsanlega "enn róttækari" því enn hættulegri. "Terror" vandamál væri alveg hugsanlegt. Ég held sérstaklega að óttinn við það hvað mundi gerast ef flokkum komma væri ýtt undir yfirborðið. Hafi verið ástæða þess að þeir voru alltaf heimilaðir.

Grísk stjórnvöld eigi að einbeita sér að því að minnka frekar atvinnuleysið í Grikklandi, það sé líklegasta leiðin til að minnka áhrif ný-nasista. Sem þrífist fyrst og fremst í því slæma ástandi sem sé til staðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta er rétt hjá þér. Þótt enginn hafi samúð með nýnazistum, þá er það dæmigert fyrir leppstjórnirnar í aðildarríkjum ESB að reyna að þurrka út sjúkdómseinkennin í þjóðfélaginu frekar en að lækna orsökina. Líkt og heimilislæknar gera, ávísa pillum sem slæva einkennin í staðinn fyrir að reyna að komast að orsökum sjúkdómanna.

Aztec, 6.11.2014 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 65
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 847058

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband