Þessi pirrandi umræða um sæstreng til Bretlands

Nýlega kom út skírsla á vegum Hagfræðideildar Landsbanka um hugsanlegan sæstreng til Bretlands: Sæstrengur gæti orðið mjög arðsöm framkvæmd. Þeir vitna til skírslu Hagfræðideildar HÍ sem unnin var fyrir Landsvirkjun - - nota sömu forsendur.

Fréttir í fjölmiðlum:

Sæ­streng­ur til Bret­lands mjög arðsam­ur

Ekki til orka fyrir sæstreng

Eitt er gott við þessa skírslu, það - að þar er gert ráð fyrir þörf fyrir mikla uppbyggingu virkjana samhliða lagningu strengs, svo hann geti borið sig.

Og þ.e. viðurkennt að miðað við forsendur dagsins í dag - þá ber strengurinn sig ekki

  • Þarna er byggt á spá um hækkun orkuverðs í Bretlandi nk. 30 ár eða svo.
  • Svo er bent á samning sem breska ríkið hefur nýverið gert þ.s. kjarnorkuveri sem verið er að reisa í Bretlandi er tryggð örugg sala á orku á hagstæðu verði til nk. 30 ára.
  • Síðan benda þeir á, að breska ríkið hefur boðið aðilum "innan Bretlands" sem reisa virkjanir sem bjóða upp á umhverfisvæna orku, hagstæð verð.

Það er að sjálfsögðu ekki vitað - - hvort að slíkt verð geta staðið "erlendum framleiðanda á orku" - til boða.

Síðan finnst mér áhugavert atriði sem kemur fram á síðustu blaðsíðum skírslunnar - "Norðmenn hafa nú þegar samið um lagningu tveggja 1,4 GW sæstrengja til Bretlands og áætlað er að þeir verði komnir í notkun árið 2020. Framkvæmdirnar munu því auka flutningsgetuna í 6,8 GW árið 2020. Þar að auki eru viðræður hafnar um lagningu fleiri sæstrengja til Bretlands."

  1. Takið eftir, að þarna "blasir við verðsamkeppni við Norðmenn." 
  2. Norðmenn eru í óða önn að gera sem mest úr sínum gasauðlindum, hafa komist að því að hagstæðara sé að flytja gas út sem "rafmagn" en sem fljótandi gas, það eru því að spretta upp gasorkuver í Noregi - - og þeir stefna að því að flytja þá orku út.

Norðmenn hafa að sjálfsögðu getu til þess að framleiða "margfalt það rafmagn" sem við Íslendingar munum nokkru sinni geta.

Mér virðist því í reynd útlit fyrir, að Norðmenn séu að stefna að því að taka að sér þennan markað.

Hafið einnig í huga, að áhætta Norðmanna er nær engin, þegar kemur að hugsanlegu tjóni á náttúrufari - - enda þurfa þeir ekki að reisa nein lón, ekki drekkja neinu landi.

Meðan að líkur á andstöðu hér innanlands við stórfellda uppbyggingu virkjana - - er sannarlega fyrir hendi. Samtímis því, að engin leið er að fullyrða að stuðningur almennings væri nægur við þetta verkefni til þess að það geti komist til framkvæmda - en augljóslega er mjög veruleg pólitísk áhætta til staðar. En verkefnið hefur marga alvarlega galla sem mjög auðvelt er að sína fram á.

 

Ég get ekki ímyndað mér að þetta verkefni geti komist á koppinn, vegna innlendrar andstöðu við framkvæmt

  1. Það fyrsta augljósa er að sjálfsögðu að, ef Ísland er tengt við Bretland - - þá hækkar orkuverð til allra innlendra notenda (nema stóriðju) um prósentu tugi. Að sjálfsögðu - - ef hinar bjartsýnu spár um orkuverð í Bretlandi og þar með hugsanlegan hagnað LV rætast. Þá um leið fela þær spár í sér - - að þær miklu verðhækkanir á rafmagni bitna einnig á íslenskum orkunotendum.
  2. Stóriðjan hins vegar sleppur - - vegna þess að hún hefur samninga um orkusölu næstu áratugi fram í tímann. Bendi á þegar Kárahnjúkavirkjun var reist, þá getur vart annað komið til greina, en að LV hafi samið við Alcoa til langs tíma um orkusölu - - til þess að tryggja LV sem hagstæðasta lánsfjármögnun fyrir það verkefni. Síðan voru samn. LV við álverið í Straumsvík og við Norðurál endurskoðaðir í tíð síðustu ríkisstjórnar, í tilraun til þess að fá meir úr þeim "tímabundið" - en hafandi í huga hve staða ríkisins var tæp á þeim tíma - -> Kemur ekki til greina annað en gengið hafi verið frá þeim samningum til langs tíma, til þess að tryggja að LV mundi halda lánstrausti og þeim hagstæðu lánasamningum sem LV býr að. Þetta umtal að það þurfi að tengja landið við Evrópu með rafstreng vegna þess hve orkan sé seld ódýr til stórra orkunotenda - er því afar villandi svo meir sé ekki sagt.
  3. Þessu fylgir að sjálfsögðu - - veruleg kjaraskerðing almennings, vegna: A)Hækkunar rafmagnsreiknings til heimila. B)En einnig vegna hækkunar matvælaverðs en matvæli þarf að varðveita í kælibúnaði á flestum stigum vinnslu síðan auðvitað í verslunum. C)Síðan auðvitað bitnar hækkun orkuverðs einnig á öllum rekstri í landinu sbr. frystihúsum, fiskvinnslu, þeim sem þurfa að reka mikið af tölvubúnaði - - þessi kostnaður leggst væntanlega á án þess að þau fyrirtæki geti reddað sé með auknum tekjum á móti. Þannig að "launaskerðing blasir við almenningi."
  4. Svo auðvitað, er það allt umhverfistjónið sem mun fylgja nýjum virkjunum á umtalsverðum skala. Við getum tekið víðtæk mótmæli við framkvæmdir - sem gefinn hlut. Sérstaklega þegar við bætast aðrir gallar.

Það er bent á að hagnaður LV aukist, ríkið fái milljarða tugi í kassann:

  • Þá bendi ég á móti á það tjón sem ríkið verður fyrir vegna þess að framlegð fjölda fyrirtækja á landinu mun skerðast - - ríkið verður þá fyrir skerðingu á skatttekjum af þeirra rekstri.
  • Síðan má vænta með því - - að almenningur dragi úr neyslu vegna skerðingar kjara, og þar með skerðist innkoma ríkisins í gegnum VSK.

Svo bendi ég á "spillingarhættuna" sem muni augljóst vera fyrir hendi, en ef það verður rétt að ríkið muni fá aukinn arð frá LV upp á t.d. 30 ma.kr. per ár.

Þá mun statt og stöðugt vera mikill pólitískur slagur um þá peninga.

Ég velti einnig fyrir mér þeim pólitísku áhrifum sem LV getur hugsanlega öðlast, í gegnum það að hafa þær tekjur - - þ.e. hvort að LV geti beitt þeim til þess að hafa áhrif á ákvarðanir ríkisstjórna í gegnum það að veita styrki til pólit. starfs.

  1. Hafandi í huga augljósa óvissu um rafmagnsverð.
  2. Hafandi í huga augljósa óvissu um raunverulegan kostnað við lagningu strengs. En enginn sambærilegur strengur er til í heiminum. 
  3. Hafandi í huga augljósa óvissu um það, að hvaða leiti mögulegt er að fá heimildir til að yfirleitt reisa þær virkjanir sem til þarf.
  4. Ekki síst, hafandi það í huga - að um leið og Ísland er tengt við Bretland með streng. Þá birtast allir þeir gallar sem felast í hærra orkuverði til innlendra notenda. Burtséð frá því hvort orkuverðið er nægilegt í raun og veru til þess að framkalla þann hagnað sem LV heldur á lofti.

Þá get ég ekki séð að þetta sé áhugaverður kostur fyrir Ísland!

En auk allra þeirra galla sem ég hef nefnt, þá get ég bætt því við. Að tenging landsins við Bretland mun væntanlega hindra alla möguleika landsins til þess að "laða atvinnu til Íslands" út á innlenda orku. Til þess að þannig skapa framleiðslustörf á Íslandi.

 

Niðurstaða

Það er afar einfalt. Ég get ekki undir nokkrum kringumstæðum sætt mið við þá hugmynd að tengja Ísland við Bretland með sæstreng. Sú tilhugsun fær fær kaldan hroll renna niður bakið á mér, þ.e. tilhugsunin um það hvaða afleiðingar það hefði í for með sér fyrir almenning í landinu, og að sjálfsögðu ekki síst - - fyrir framtíðar möguleika Íslands til þess að búa til störf.

Bendi á eldri umfjöllun:

Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

út frá eðlisfræðinni einni saman finnst mér þetta sæstrengs-tal vera í hæsta máta vafasamt.

Bara *orkutapið* vegna viðnáms í strengnum sjálfum yrði ein Kárahnjúkavirkjun. Og það er á styztu leið - til Skotlands.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.11.2014 kl. 02:01

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Landsvirkjun ætti kannski fyrst að huga að því hvernig hún ætlar að skaffa það rafmagn sem hún þegar hefur gert samninga um. Tvo síðustu vetur hefur verið alvarlegur orkuskortur í landinu og sumrin vart dugað til að fylla aftur miðlunarlónin. Sú orka sem stóriðjan kaupir sem afgangsorku dugði ekki til, heldur þurfti hún að draga meira úr framleiðslu en sem því nemur, með tilheyrandi kostnaði fyrir Landsvirkjun. Síðasta vetur var ástandið orðið geigvænlegt. Þá þurftu fyrirtæki í fiskiðnaði, sem hafa verið að breyta sínum bræðslum yfir í rafmagn, að keyra þær á olíu. Dýra fjárfestingin fékk að rykfalla. Mörg sveitarfélög urðu að skerða sína þjónustu vegna skorts á rafmagni. Og litlu munaði að skorturinn yrði svo mikill að skerða þyrfti rafmagn til heimila landsins. Það fór ekki hátt um þennan skort, enda forstjóri Landsvirkjunnar verið duglegur að rökstyðja sæstrengsævintýrið með því að tala um sölu á "umframorku", umframorku sem alls ekki er til í kerfinu, þvert á móti er skortur á rafmagni.

Það er hægt að telja fjölda raka gegn sæstrengnum, en einungis ein eru með honum, ímyndaður gróði, byggður á breskum styrkjum. Þó gera bjartsýnustu útreikningar ráð fyrir því að sá gróði muni þó ekki duga til að vinna gegn hækkunm á orkureikningum landsmanna. Aðrir sem reiknað hafa dæmið út hafa komist að því að um verulegt tap muni verða, jafnvel þó til bresku styrkjanna komi.

Ef bretar eru svona orkuþurfi að þeir telji nauðsynlegt að fá rafmagn norðan úr ballarhafi, má alveg hugsa sér að hjálpa þeim. Með því að flytja nokkrar orkufrekar verksmiðjur frá Bretlandi til Íslands, gætu þeir nýtt það rafmagn til heimila landsins. Þá þarf engann streng og við gætum sparað okkur kannski eina eða tvær virkjanir, þar sem ekki þarf þá að framleiða rafmagn í orkutapið sem verður á leiðinni yfir hafið. 

Gunnar Heiðarsson, 2.11.2014 kl. 04:41

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Snjöll hugmynd! En sæstreng til Englands og hafa fengið allar þær upplýsingar sem um það mál hefur verið skrifað- nei-við þeirri ráðstöfun. Hvers vegna tekur þetta apparat í Efstaleiti aldrei svona mál fyrir,segjum 2 gengt hver öðrum í umræðu um það mál.

Helga Kristjánsdóttir, 2.11.2014 kl. 05:03

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Einar Björn ég er svo sammála þér, það er pirrandi að þessi umræða skuli almennt vera lifandi enn.

Ef staðreyndin er sú að nóg eigum við af rafmagni þá á að leyfa Þjóðinni sjálfri að njóta þess í ódýrari rafmagnsverði...

Fyrirtækjum okkar að njóta þess...

Rafmagn hefur margfaldast í verði á síðustu árum hérna hjá okkur, og reglulega fáum við fréttir af hugsanlegum skorti...

Þessi umræða er mjög öfugsnúinn og góð orðin hans Gunnars hérna líka.

Takk fyrir þessa grein.

Kv.góð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.11.2014 kl. 14:46

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Einar,

Ég hef svolítið spáð í þetta. Mér skilst að til þess að þessi strengur beri sig fjárhagslega þá þurfi hann að flytja um 2GW. Ef ég man rétt þá er uppsett afl Kárahnjúka 450MW. Það þarf því 4 Kárahnjúka til að framleiða rafmagnið og ef Ásgrímur hefur rétt fyrir sér, þá þarf 5 Kárahnjúka til að framleiða rafmagnið og fylla upp í það sem tapast. Því er þetta einföld spurning: Hvar á að fá þessa orku?

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 2.11.2014 kl. 20:07

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Arnór, tökum mið af því hvað sagt er í skírslunni sem vitnað er til:

"Helstu forsendur eru að lagður yrði 800 MW strengur og mun fjárfestingin í honum ásamt tveimur umbreytistöðvum á landi sitt hvoru megin við hann nema 278 ma.kr. í meginsviðsmynd Hagfræðistofnunar . Fjárfesting í virkjunum mun nema um 164 ma.kr. en uppsett afl þeirra mun nema 609 MW. "

Þið miða við ca. 2-Kárahnjúka af rafmagni til útflutnings. Þannig að virkja þurfi ca. 1,5 Kárahnjúk. Halda því fram að til staðar sé umframorka í kerfinu upp á ca. hálfan Kárahnjúk.

Miðað við orkuskort innan kerfisins sl. 2 ár. Virðist það ekki rétt. Svo sennilega þarf að virkja fyrir 800MW. Eða 2 Kárahnjúka.

Þeir miða við 50% verði úr virkjun jarðvarma. 1/4 frá vatnsaflsvirkjunum. 1/4 frá vindmyllum.

Skv. því þarf að virkja upp á u.þ.b. 1 Kárahnjúk með jarðgufu.

Augljóslega yrði þetta svakalega umdeild framkv. - ekki síst vegna gríðarlegra umhverfisáhrifa, en að sjálfsögðu einnig vegna varanlegra umfangsmikilla þjóðfélagslegra áhrifa er framkvæmdin mundi hafa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.11.2014 kl. 21:30

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ekki má gleyma þessari setningu á bls. 9 í skýrslunni:

"Við þessa útreikninga á arðsemi er sleppt ýmsum þáttum sem geta haft jákvæð eða neikvæð áhrif á niðurstöðuna."

Skýrslan frá háskólanum er sem sagt hálfkveðin vísa.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.11.2014 kl. 16:05

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gott að þú komst auga á þetta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.11.2014 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 518
  • Frá upphafi: 847173

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 494
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband