Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014

Ég hef afskaplega litla trú á því að bandalag Rússlands og Kína, geti gengið upp til langframa

Ástæða þess að ég nefni þetta er heimsókn varnarmálaráðherra Rússlands til Kína, þar sem hann hitti að máli, æðsta ráðamann Kína. Gefin var út sameiginleg yfirlísing þ.s. nefnt var að þjóðirnar tvær ætluðu að efla samstarf í varnarmálum - standa fyrir sameiginlegu öryggiskerfi í Asíu - standa fyrir sameiginlegum flotaæfingum á Kyrrahafi og Miðjarðarhafi - - > svo vakti athygli mína hvernig utanríkisráðherra Rússlands "talaði um mótmæli lýðræðisinnaðra íbúa Hong Kong."

China and Russia in naval co-operation vow

  1. “Our co-operation in the military spheres has great potential and the Russian side is ready to develop it across the broadest possible spectrum of areas,” - “We see the formation of a collective regional security system as the primary objective of our joint efforts.”
  2. We have taken note of the events that recently took place in Hong Kong and the two ministers acknowledged that not a single country can feel insured against colour revolutions,” - “We believe that Russia and China should work together to oppose this new challenge to our states’ security.

Spurning hvort þetta er ástæða þess, að Rússland virðist hafa ákveðið að stíga nokkur skref til baka frá því - - sem áður leit út fyrir að vera sífellt dýpkandi efnahags samstarf við Vesturlönd - - > Þ.e. óttinn við eigið fólk sbr. yfirlýstur ótti við "flauels byltingar?"

En staðreynd sem lítt hefur vakið athygli, er að áður en deilur vesturvelda og Rússlands um Úkraínu hófust, þá stóð til að hefja samninga milli ESB og Rússlands um nánari viðskiptatengsl, í kjölfar þess að samningum ESB við Úkraínu væri lokið.

En nú hafa samskiptin aldrei verið verri þ.e. síðan áður en Kalda Stríðinu lauk - - > gengi rússn. rúbblunnar hefur fallið um 30%, verðbólga í Rússlandi mili 9-10%, þannig að umtalsverð lækkun kjara almennings hefur orðið.

Rússland hefur síðan undirritað - 2 samninga um framtíðar sölu á gasi til Kína, á -skilst mér- verulega lakari kjörum, en Rússland selur gas til Evrópu. Eins og virðist, þá eru yfirvöld í Rússlandi að velja vegferð sem líklega leiði til verri kjara almennings í Rússlandi ekki til skamms tíma heldur sennilega langframa.

Og ef þ.e. vegna óttans um að missa hugsanlega völdin - - þá eru stjórnendurnir ekki að hugsa um hagsmuni Rússlands, ekki heldur hagsmuni fólksins - - heldur sína eigin.

http://www.lib.utexas.edu/maps/commonwealth/cis_central_asia_pol_95.jpg

Af hverju hef ég svo litla trú á þessu bandalagi? Það er vegna þess, hvernig Kína er skipulega að valta yfir Rússland!

Fyrir 2000 - var ástandið enn þannig, að Rússland réð óskorað yfir Mið-Asíu. Og það viðhafði samband "efnahagslegrar drottnunar" gagnvart þeim löndum -> Sjá kort. Rússar notfærðu sér það, að allar olíu- og gasleiðslur frá þeim löndum, lágu í gegnum Rússland þannig að Rússland var eina leiðin fyrir þau lönd að koma sinni vöru í verð. Rússar keyptu því gasið og oliuna á afskaplega lágu verði en seldu sjálfir áfram á miklu hærra, hirtu stórfelldan gróða.

Í dag er þetta mjög mikið öðruvísi, en Kína hefur skipulega náð til sín nú þegar "allri olíu" og "öllu gasi" frá svæðinu við Kaspíahaf, með alls 4-leiðslum er liggja í gegnum Túrkmenistan, svo í gegnum Úsbekistan, og að lokum Kyrgistan - - til Kína. Sér þetta svæði -skilst mér- Kína fyrir ca. 25% af því náttúrugasi sem notað er í Kína.

Að auki hafa kínv. aðilar mikil áform uppi um að efla gas- og olíuvinnslu við Kaspíahaf, þannig verulega auka vinnslu þar - - þannig að enn meira gas og olía geti streymt til Kína.

  • Þetta auðvitað þíðir að þessi lönd geta vart lengur talist til áhrifasvæðis Rússlands.
  • Tekjutap Rússa, hlýtur að vera mjög umtalsvert.

En Kínverjar eru langt í frá hættir, því þeir eru í óða önn að taka einnig yfir olíu og gas sem dælt er upp úr jörðu í Kasakstan, þegar a.m.k. ein gasleiðsla komin til sögunnar og flr. í vinnslu. Eftir nokkur ár verði líklega Kína búið að ná allri olíu og öllu gasi frá Kasakstan einnig til sín.

  • Þannig fullum yfirráðum yfir Mið-Asíu.
  1. Ég veit, menn gjarnan tala um það - - hve mikið Bandaríkin koma til að tapa í formi valda í heiminum, af vaxandi veldi Kína.
  2. En fram að þessu, virðist mér alfarið klárt, að ekkert land hefur tapað meir á vaxandi veldi Kína - - > heldur en Rússland.
  3. Og þ.s. verra sé fyrir Rússa, að mér virðist flest benda til þess. Að svo verði áfram. Að Rússland verði nk. ár - - helsta fórnarlamb vaxandi áhrifa og veldis Kína.

Það er einmitt það sem mér virðist, að Kínverjar séu að láta kné fylgja kviði gagnvart Rússlandi. Samningar Rússa og Kínverja nýverið séu dæmi um það sbr. það lága söluverð sem Kínverjar virðast hafa knúið fram.

Svo auðvitað, eftir að kínv. fyrirtæki eiga megnið af gas- og olíuvinnslu í Mið-Asíu. Þá virðist mér ljóst, að Rússar muni sjálfir eiga í megnustu vandræðum - - með það að standa á svellinu gagnvart afskaplega fjársterkum kínverskum risafyrirtækjum.

Þegar kemur að uppbyggingu gas- og olíuvinnslu innan Rússlands sjálfs. Það virðist líklegt, að samstarf rússn. og kínv. fyrirtækja mundi vera þannig að eignaraðild væri 50/50 a.m.k. - > á blaði. En, ef kínv. aðili útvegar megnið af fjármagninu, þá er hann sá sem öllu ræður.

  • Þ.e. einmitt þ.s. mér virðist ljóst, að næst munu Kínverjar líta til Rússlands sjálf.
  • Enda eru A-svæðin í Rússlandi rík af auðlyndum - - en samtímis afskaplega strjálbýl.

Þá auðvitað kemur að þeim veikleika, að byggðir Rússa A-megin eru almennt fámennar, langt á milli byggðalaga - - á sama tíma býr 10-faldur íbúafjöldi Rússlands innan Kína.

  1. Það sem ég sé fyrir mér, er að ef kínv. aðilar eignast flest fyrirtæki starfandi í A-Rússlandi.
  2. Þá muni kínv. aðilar í krafti fjármagns, í reynd - - stjórna þeim svæðum. Vegna mikillar opinberrar spillingar. Höfum í huga að rússn. herinn er ekki síður spilltur en rússn. embættismannakerfið.
  3. Þannig að það mundu ekki endilega þurfa að líða mörg ár, áður en að A-svæðin væru ekki lengur nema að nafni til undir stjórn stjv. í Moskvu.

Ég vil eiginlega ekki trúa því enn - - að stjv. í Moskvu sé blind fyrir þessari hættu.

Þannig að þegar á reynir, verði ekki í raun og veru af bandalagi Rússlands og Kína.

  • Stj. í Moskvu séu sennilega að leita að einhverjum millileik, milli þess að "vera of háð Vesturveldum" og þess að "vera of háð Kína."
  • Spurning sé þá hvort - slíkur millileikur sé mögulegur?

 

Niðurstaða

Eins og ég upplifi Rússland þessa daga. Þá sé ég fyrir mér - - tilvistarkreppu.

Ef við ryfjum upp 2013, þá kom forseti Kína í opinbera heimsókn til Evrópu. Þar var honum tekið með kostum og kynjum. Eitt sem hann gerði, er að hann ásamt Angelu Merkel, veitti móttöku með viðhöfn - kínv. lest sem hafði endastöð í Þýskalandi eftir ferðalag í gegnum Rússland. Svokölluð - - silkileið, sem Kína hefur haldið mjðg á lofti seinni ár í samskiptum við Evrópu.

Í því samhengi, skilst mjög vel, af hverju til stóð að hefja nýjar viðræður um dýpri viðskipti milli ESB og Rússlands. Ég er alls ekki að fara með neitt fleipur.

En þessari framtíðarsýn - virðist hafa verið fórnað af stjórnvöldum í Moskvu. Þegar þau ákváðu að "segja stopp" þegar forseti Úkraínu var við það að ljúka við samning sambærilegan við EES við Úkraínu. Næst átti síðan að ræða við Rússland.

Ég er búinn að velta fyrir mér um nokkurt skeið -- af hverju? Því neikvæðar efnahags afleiðingar fyrir Rússland, af þeirri deilu sem hófst í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjv. Rússlands að - gera tilraun til að hindra samninga ESB og Úkraínu, sam hratt af stað deilu er síðan hefur undið upp á sig þannig að Rússland er beitt verulegum viðskiptaþvingunum - - > þær efnahagsafleiðingar eru þegar orðnar umtalsverðar fyrir Rússland og Rússa. Og fátt bendir til þess að þau samskipti lagist í bráð.

Kannski er ótti stjórnvalda í Kreml við svokallaðar "flauelsbyltingar" slíkur - - að þau hafa kosið að "fórna nánum viðskiptasamböndum við Vesturveldi" og "taka á sig þann kostnað sem alvarleg milliríkjadeila hefur í för með sér" - > Þó svo að efnahagslegar afleiðingar séu umtalsverðar.

Og á sama tíma, veikist staða Rússlands gagnvart Kína - - sem sé líklegt að notfæra sér það ástand; á kostnað Rússlands.

En spurningin á móti er þá, hvort að rússneska elítan sem stýri landinu, sé þá ekki að varpa sér úr öskunni í eldinn?

Því að verri kjör hljóta með tíða og tíma, að skapa óánægju almennings í Rússlandi, sem gæti þá einmitt orðið undirrót að byltingu af því tagi, sem ef til vill stjv. þar eru að leita leiða til að forða að af verði.

Í ofanálag, getur það vart verið að rússn. þjóðernissinar bregðist ekki á endanum hart við ágangi Kínverja gagnvart Rússlandi.

  • Samstarf Rússlands og Kína því líklega endi með látum, innan fárra ára. Þó það henti stjv. í Kreml þessa stundina, að halda samstarfi Kína og Rússlands á lofti.

 

Kv.


Merkilegt hvernig þetta lekamál ætlar að vera þrálátt

Eins og hefur komið fram í dag, þá voru áhugaverð samskipti í gangi milli Gísla Freys Valdórfssonar, og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur - sem þá var lögreglustjóri á Suðurnesjum: Gísli Freyr bað Sigríði Björk um greinargerð um Tony Omos.

Það sem gerir þetta sérdeilis áhugavert, er að þau samskipti fara fram - daginn þ.e. 20. nóv. 2013 - er fjölmiðlar fjölluðu um nú frægan leka á gögnum er varða hælisleitandann Tony Omos.

Það sem vekur athygli mína, er hve viðbrögð Sigríðar eru gjarnan túlkuð með ofsalegum hætti af sumu fólki, eins og þarna sé - enn eitt dæmið um spillingu embættismanna, ormagryfju spillingar!

DV virðist vera að túlka rás atburða í samsærisstíl:

Þrjú símtöl á lekadegi

Hringdi í Sigríði, ræddi við ritstjóra Moggans og hringdi svo aftur

Sigríður Björk átti frumkvæði að símasamskiptum og Gísli kannast ekki við að hafa sent skilaboð

En Sigríður virðist hafa hringt í Gísla Frey um morguninn, ekki náð í hann. Ekki er þekkt "af hverju hún hringdi" - - það er ekkert því til fyrirstöðu, að hann hafi áður gert tilraun til að ná í hana. Hún frétt af því.

  • Síðan sendir hún honum gögn, þ.e. lögregluskýrslu um Omos um kvöldið.
  1. En hafið í huga, að þá er lekinn búinn að eiga sér stað.
  2. Það urðu ekki frekari lekar af neikvæðum gögnum um viðkomandi hælisleitanda, svo við verðum að gera ráð fyrir því, að skýrslan hafi ekki stutt frekari aðdróttanir gegn hælisleitanda.

Á þeim punkti - - var engin rannsókn í gangi.

En ég man ekki betur en að Omos hafi kært málið - - eftir að það komst í hámæli.

Engin kæra - engin rannsókn, akkúrat á þessum tíma.

Gísli Freyr er þá ekki undir neinni rannsókn - lögreglan hefur ekki sett hann á nokkurn lista yfir grunaða - hann er aðstoðarmaður ráðherra; þannig að ekkert er að sjá athugavert augljóslega virðist mér við samskipti lögreglustjóra og Gísla Freys þann 20. nóv. 2013.

Varðandi hvort að - hún hafi eða hafi ekki látið rannsóknaraðila vita, síðar meir um sín samskipti þennan áhugaverða dag; er atriði sem við getum ekki vitað.

En fyrir mér blasir ekki neitt augljóst við, sem bendir til þess - að hún hafi staðið sem einhver þrándur í götu réttvísi.

En samskipti milli hennar og rannsóknaraðila, hefðu augljóslega verið - í trúnaði. Óopinber með öðrum orðum, maður verður að reikna með því að lögreglumaður með langa reynslu, vinni í þágu réttvísinnar í landinu - - ekki gegn henni.

  • Ég bendi á að lögreglan hefur líklega fengið einhvers staðar að, ábendingu um að rannsaka aðstoðarmann ráðherra, en sá virðist hafa verið meginfókus rannsóknar nærri frá upphafi.
  • Slík ábending gæti hafa komið frá henni, þannig að hún hafi enginn þrándur réttvísi verið heldur þvert á móti.

 

Niðurstaða

DV má eiga það, að hafa haft rétt fyrir sér í lekamálinu. Að leki varð frá ráðuneytinu. Á hinn bóginn, grunar mig að DV sé að leita að saknæmu þar sem saknæmt sé ekki til staðar, þegar kemur að samskiptum Gísla Freys og Sigríðar Bjarkar.

Það a.m.k. blasir ekki við mér að neitt sé óeðlilegt við þau samskipti.

Það eitt að þau fara fram - tiltekinn dag, þegar leki kemst í hámæli. Í reynd sýnir ekki fram á nokkurn skapaðan hlut. Þ.e. sannarlega áhugavert - en getur verið áhugaverð tilviljun.

Sjálfsagt á einhver eftir að saka mig um "blindu" en þá spyr ég á móti - - hvert væri mótíf Sigríðar? Að taka þátt í aðför gegn Omos?

Getur hann talist það mikilvægur, að löreglustjóri á Suðurnesjum, væri til í að fara á svig við lög og reglu, til að klekkja á honum?

Það virðist a.m.k. afar fjarstæðukennd atburðarás, þrátt fyrir áhugaverða dagsetningu. Sannarlega var hún síðar ráðinn í annað og stærra starf. En það virðist mér einnig afar fjarstæðukennt, að henni hafi verið lofað slíkri stöðu - á þeim tíma, er enginn gat vitað að sú staða yrði laus.

  • Menn mega ekki tína sér alveg í samsæriskenningum.

Málið þarf ekki augljóslega vera stærra en svo, að Gísli Freyr hafi lekið - lekinn hafi verið skv. hans frumkvæði, ráðherra hafi ekki vitað af málinu, málið sé eins og hann síðar segir, dæmi um hans eigin dómgreindarskort þann daginn - mótíf, tja - kannski haldið að hann væri að gera ráðherra greiða - ekkert samsæri.

 

Kv.


Rússar með nýtt gerfihnattavopn?

Rakst á þessa frétt í Financial Times: Object 2014-28E – Space junk or satellite killer? Russian UFO intrigues astronomers. Geimfar sem vestrænir aðilar hafa nefnt "object 2014-28E" hefur sést á ferðinni um himinhvolfið á braut Jarðar. Og vakið athygli vestrænna sérfræðinga.

  1. "The object had originally been classed as space debris, propelled into orbit as part of a Russian rocket launch in May to add three Rodnik communications satellites to an existing military constellation."
  2. "For the past few weeks, amateur astronomers and satellite-trackers in Russia and the west have followed the unusual manoeuvres of Object 2014-28E, watching it guide itself towards other Russian space objects."
  3. "The pattern appeared to culminate last weekend in a rendezvous with the remains of the rocket stage that launched it."
  4. "...interest has been piqued because Russia did not declare its launch – and by the object’s peculiar, and very active, precision movements across the skies."

Það er svo margt sem þessi "hlutur" getur mögulega verið. Allt frá því að vera hannaður til að granda gerfihnetti með árekstri eða með vopni - yfir í að vera tæki ætlað til að "grípa bilaða gerfihnetti" og færa þá til, ef einhverskonar griparmi væri bætt á gripinn.

Jafnvel þó að Rússarnir segi ekki auka tekið orð um "hlutinn" þá er tilvist hans fyrir allra augum ein og sér - - form af skilaboðum.

En þeim hefur vart getað dulist að til hlutarins mundi sjást - - þannig að prógrammið sem hluturinn fór í gegnum, og sýndi þannig færni til að færa sig til á braut Jarðar, nálgast mismunandi rússn. gerfihnetti, og svo að lokum leyfar eldflaugarinnar er skaut honum upp.

Er þá væntanlega fullkomin sönnun þess, ef slíka sönnun vantaði, að Rússar geta grandað vestrænum gerfihnöttum - - jafnvel hugsanlega stolið einum slíkum.

 

Niðurstaða

Það er alveg örugglega ekki tilviljun að Rússar hefja þessa sýningu á braut Jarðar, einmitt þegar deilur milli Vesturlanda og Rússlands standa yfir. Sennilega láta þeir alfarið vera að útskýra í nokkru tilgang hlutarins, og þannig leyfa vestrænum aðilum að ímynda sér -- til hvers hluturinn er. Það auðvitað þíðir að sjálfsögðu, að Rússar viðhalda fullkomnu "deniability" þ.s. þeir geta alltaf haldið því fram að tilgangur hlutarins sé friðsamur. Og það væri á þessari stundu engin leið að afsanna slíka fullyrðingu.

 

Kv.


Gosið í Holuhrauni er orðið að stórgosi á sögulegan mælikvarða

Mér skilst að stærð hraunsins sé a.m.k. 74 ferkílómetrar, sé orðið stærra heldur en Reykjavík + önnur sveitafélög á svæðinu sem nefnist höfuðborgarsvæðið, ef maður ímyndaði sér hraunið lagt yfir Reykjavík og nágrenni þá sennilega þekur það frá Mosfellsbæ og alla leið út fyrir álver við Straumsvík - - þetta er því virkilega stórt hraun, og gosið er ekki hætt.

Jarðfræðingar segja það sennilega orðið e-h rúmur rúmkílómetri að heildarmagni. Sem þíðir að þetta er stærra en nokkurt gos á 20 öld, Surtseyjar gos einnig, og að auki stærra en nokkurt gos á 19. öld -þar með talið gosið í Öskju er leiddi til myndunar Öskjuvatns.

Þessa áhugaverða mynd er á vef Veðurstofunnar

Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur er með aðra áhugaverða mynd

7 okt radar

Á myndinni má sjá glögglega "hraun-á" renna út úr gjánni ca. 400m x 100m þaðan sem vellandi hraunáin streymir stöðugt.

Þetta er sannkölluð -eldgjá- sem sjá má á "stórkostlegu vídeói."

Þ.e. áhugavert að horfa fyrst á "radarmyndina" og síðan á vídeóið - sem er nýlegt, tekið í nóvember.

Haraldur Sigurðsson, segir að þessi gjá - sé 4-5 gígar runnir saman.

Sjálfsagt ef gosið heldur áfram fram í -febrúar til mars- eins og sjá má á áhugaverðu spálíkani Haraldar; þá gæti -eldgjáin- mynnt á hrigg.

Hæsti hluti barmsins er þegar e-h rúmlega 100 metrar.

Ef sú spá stenst - - hafandi í huga að gosið hófst þann 29. ágúst - segjum það hætti við mánaðamótin febrúar/mars.

Þá er gosið einungis - - ca. hálfnað.

Það eru þó vísbendingar -sjá blogg Haraldar Sigurðssonar- að smá hægi á hraunrennslinu - - >En það má samt alveg hugsa sér að heildarmagn nái 2. rúmkílómetrum. Þá gæti hraunið náð 100 ferkílómetrum.

  1. Til að setja það í samhengi - - er stærsta hraun Íslandssögunnar, Þjórárhraunið mikla er rann 140km alla leið til sjávar við Eyrarbakka og Stokkseyri áætlað 30 rúmkílómetrar.
  2. Vatnaöldugosið árið 870, einkum öskugos -svokallað landnámslag- sem finnst víðast hvar um landið, magn áætlað 3,3 rúmkílómetrar af gosefnum.
  3. Hraunið sem kom úr Eldgjárgosinu 934-940, er áætlað 18 rúmkílómetrar. Þar við bætist 5-7 rúmkílómetrar af ösku - - stærsta gos sem vitað er um að tengist Kötlueldsstöðinni. Lítið hefur varðveist af sögulegum heimildum.
  4. Hekla 1104m 2,5 rúmkílómetrar af fyrst og fremst ösku. Þjórsárdalur lagðist í auðn - aska barst um nærri allt land. Það sýnir hve þakklát við getum verið fyrir að þetta gos er hraungos - ekki öskugos frá Bárðarbungu sjálfri.
  5. Öræfajökull 1362, mannskæðasta gos Íslandssögunnar -mannfall óþekkt- en gosið tók af heila sveit, flóð eyddi tugum sveitabýla, gríðarlegt öskugos þ.e. 10 rúmkílómetrar af ösku.
  6. Veiðivötn 1480, 3,5 rúmkílómetrar af ösku - en vatn var í gosrásinni.
  7. Katla 1755, ca. 1,5 rúmkílómetrar af ösku. Stærsta eiginlega Kötlugosið.
  8. Skáftáreldar 29. júlí 1783 - febr. 1784, það hraun að umfangi 565 ferkílómetrar, ca. 14 rúmkílómetrar.

Eins og sést á samanburðinum - - stenst Holuhraunsgosið samjöfnuð við söguleg "stórgos" en á sama tima, er það dvergur við hlið þeirra "risagosa" sem hér verða öðru hvoru.

Hafandi í huga, að mengun frá gosinu hefur borist alla leið til Reykjavíkur, síðan eftir vindáttum í allar áttir - - - > þá sést af því. Að öskugos að sambærilegu rúmmáli hefði dreift öskulagi um nærri allt landið. Þó það hafi minnkað nokkuð tjón, að gosið er um vetur, þá hefðu samt sem áður orðið umtalsverðar skemmdir á gróðri um landið og sveitir þess. Fyrir utan að við hér á höfuðborgarsvæðinu - hefðum fengið yfir okkur ösku eins og stærsti hluti landsins.

 

Niðurstaða

Vegna þess hve gosið í Holuhrauni er afskekkt - en það er sennilega á slóðum sem eru einna lengst frá byggðu bóli á Íslandi; þá er ekki gott fyrir marga að átta sig á því hve magnaður atburður þetta er. Að þetta sé virkilega fyrir framan augum okkar - alvöru stórgos. Þarna sé í gangi sennilega langsamlega stærsta gos sem nokkur núlifandi Íslendinga á eftir að sjá eða upplifa.

 

Kv.


Magnað afrek hjá ESA að lenda á halastjörnunni "67P/Churyumovâ-Gerasimenko"

Halastjarnan sem heitir þessu skemmtílega "þiða" nafni -67P/Churyumov–Gerasimenko- er nefnd eftir rússnesku stjörnufræðingunum sem fundu hana þ.e. Klim Ivanovych Churyumov og Svetlana Ivanovna Gerasimenko. Eftir nákvæma greiningu á ljósmyndum teknum með sjónauka, uppgötvaðist 67P 1969.

Sporbaugur 67P - rauði hringurinn

Ég þekki ekki af hverju "ESA" valdi 67P fyrir Rosetta kannann, en vera má að það stafi af því að 67P hefur síðan 1959 er 67P fór nærri Júpíter, haft tiltölulega lítinn sporbaug eða einungis að meðaltali 1,3AU eða 130% sporbaugur Jarðar.

Það þíðir að 67P tekur 6,45 ár að fara hring um Sólina. Mesti hraði hennar kvá vera 135.000km/kls. þegar hún fer næst Sólinni.

Ummál er áætlað á bilinu 3,5km - 4km.

Áhugavert að það tók Rosetta kannann 10 ár, að hala uppi 67P - - en Rosetta kannanum var skotið á loft 2004.

Hafið í huga að þegar hraði halastjörnunnar er hafður í huga, og fjarlægðir - ekki síst að þyngdarafl er nærri ekki neitt á yfirborðinu; þá er það umtalsvert tæknilegt afrek að ná því að lenda.

Lendingarfarið - - skoppaðir víst tvisvar, endaði á 3-staðnum.

Battery will limit life of Philae comet lander

Scientists will order Philae to ‘hop’ in final bid to save lander

Það stendur til að gera tilraun til þess að færa lendingarfarið Philae til á yfirborði 67P. En vegna þess hve þyngarafl er örlítið. Er alveg hugsanlegt að í stað þess að það verði tilfæring endi Philae á þröngum sporbaug um 67P. Sjálfsagt er það tilraunarinnar virði - fyrst að rafhlöðurnar eru við það að klárast. Ef tilraunin heppnast og lendingarfarið Philae kemst út úr skugga þ.s. er birta, þá gæti farið enst einhverja mánuði á halastjörnunni.

En það væri mikilvægur árangur, því um borð í Philae er lítil rannsóknarstofa, sem getur rannsakað borkjarna tekna af Philae, og efnagreint. En vísindamenn eru sérdeilis forvitnir um nákvæma efnasamsetningu halastjörnunnar.

Það sem veldur ekki síst forvitninni er að vísindamenn telja að í halastjörnum sé að finna vanþróaðsta efnið í sókerfinu, þá í þeim skilningi - að í þeim sé enn að finna efni beint úr frumþokunni er myndaði Sólkerfið í lítt eða óröskuðu formi.

Veit ekki um ykkur - en mér finnst þetta gróflega líkjast samvaxinni kartöflu

Ekki er vitað af hverju 67P hefur þessa lögun, að vera með 2-þykka enda, síðan mjóan háls á milli. Getgátur uppi - - að halastjarnan sé í reynd úr tveim samrunnum klettum - - eða að efni hafi bráðnað og gufap upp af hálsinum t.d. þar hafi verið lag af ís.

Þessi flotta mynd sýnir eina löppina á lendingarfarinu, Philae

http://www.esa.int/var/esa/storage/images/esa_multimedia/images/2014/11/welcome_to_a_comet/15048351-1-eng-GB/Welcome_to_a_comet.jpg

Þessi mynd sýnir hvar talið er að Philae hafi lent

landing location

Niðurstaða

Endurtek að mér finnst það magnað afrek að lenda fari á halastjörnu, sem án efa er umtalsvert erfiðari lendingarpallur heldur en tunglið. Vonandi tekst stjórnendum í stjórnstöð evrópsku geimsannsóknarstofnunarinnar "ESA" að bjarga lendingarfarinu Philae inn í sólarljósið. Þannig að sólarhlöður þess geti haldið Philae virku í mánuði - eins og vonast var til. Á hinn bóginn, þó það takist ekki - liggja þegar fyrir nýjar upplýsingar um eina af halastjörnum Sólkerfisins. Þó svo að ekki reynist mögulegt að halda lendingarfarinu virku.

Rosetta kanninn er nú á sporbaug utan um 67P. Og getur haldið áfram að taka myndir af yfirborðinu, sjá vef ESA: "ESA

-----------------------

Ps: Skv. fréttum hefur lendingarfarið Philae lagst í dvala, eftir að ekki tókst að færa það yfir í sólskin, á síðustu stundu hafi þó tekist að senda gögn yfir í Rosetta frá Philae þannig að rannsókn á sýni sem tekið var úr 67P sé ekki glötuð - heldur séu gögn nú kominn til starfsmanna ESA: Philae sends back comet data before going into hibernation

 

Kv.


John Major óttast að Bretland yfirgefi ESB

Þetta kemur fram á vef Financial Times: John Major warns EU over ‘serious possibility’ of UK quitting. Ef marka má FT þá metur Major helmingslíkur á brotthvarfi Bretlands úr ESB, eins og hann metur stöðuna í dag. En að hans mati, ef samningaviðræður þær sem David Cameron ætlar að hefja við aðildarríkin ganga illa - - þá telur hann líkur á "BREXIT" munu aukast.

http://i2.mirror.co.uk/incoming/article192065.ece/alternates/s2197/john-major-557250059.jpg

Skv. FT eru þetta bútar úr ræðu sem Major ætlar að flytja í Berlín á næstunni.

------------------------------------

For the first time, there is a serious possibility that our electorate could vote to leave,” - “I put the chance of exit at just under 50 per cent.” 

"Sir John will urge EU states to be flexible on two points: the bloc’s commitment to “ever-closer union” and free movement of people."

“Matching migrants to the size of host countries, the UK has accepted one of – if not the – largest population movement in peacetime European history. That is our problem.”

The sheer scale of the influx has put strains on our health, welfare, housing and education services that we struggle to meet – and has held down wages for many of the poorest members of our society.

------------------------------------

Vandamálið fyrir breska Íhaldsflokkinn er auðvitað gríðarlegt fylgi "UKIP" sem mælist í dag stærri en "Frjálslyndi flokkurinn." Það virðist sérstaklega vera "innflytjendamálin" sem styrr stendur um í Bretlandi.

Á sama tíma, hefur hugmyndum Breta um reglubreytingar - verið tekið afar fálega af ríkisstjórnum meðlimalanda ESB. Ekki einu sinnig Norðurlönd hafa ljáð máls á því.

Haft var eftir Merkel nýlega - að ef Bretar héldu þeim hugmyndum til streitu, þá væri hún í fyrsta sinn til í að íhuga "BREXIT."

Þannig að samningaleið lítur ekki sérlega vel út - - þó að vera má að yfirlísingar leiðtoga sé dæmi um svokallað "positioning" þ.e. setja fram ýtrustu afstöðu, áður en samningar hefjast.

  • Á sama tíma eru efnahagshorfur á meginlandi Evrópu - slakar. Það er, þ.s. margir spáðu virðist vera að rætast, að meginland Evrópu sé statt í efnahags stöðnun. Sem fátt líti út fyrir að taki endi á næstunni - jafnvel ekki næstu árum.
  • Þær efnahagshorfur gera það hugsanlega síður áhugavert fyrir Breta, að halda í aðildina.
  • Á sama tíma, að ef fer sem horfir - - að hagvöxtur verður verulega betri í Bretlandi en á meginlandinu. Þá gæti það stuðlað að enn frekari straum innflytjenda til Bretlands frá meginlandinu.

Við þetta má bæta, að vegna efnahagsstöðnunar, grunar mig að framundan sé hægri sinnuð pópúlisma bylgja í stjórnmálum meginlandsins - - sem er alveg hugsanlegt að hrysti upp í málum þar.

En stöðnunin þíðir að atvinnuleysi helst þá mikið áfram, svo að óþolinmæði kjósenda heldur þá áfram að magnast - - þar með pyrringur þeirra út í svokölluð "hefðbundin stjórnmál."

En það eru vísbendingar þegar um fylgisbylgju til hægri sinnaðra jaðarflokka, sem hafa að mörgu leiti verulega aðra efnahagsstefnu en flokkar þeir sem ráða í dag.

Þetta getur þítt, að aðstæður í meginlandsríkjum ESB - - geti undirgengist fremur óvæntar breytingar. Á meðan gæti Bretland litið tiltölulega séð, enn betur.

Til hvers sú bylgja leiðir - - er ómögulegt um að spá. En hún a.m.k. gæti valdið því, að næsta kjörtímabil í evrópskum stjórnmálum verði áhugavert.

Það þíðir væntanlega einnig, að það sé ill mögulegt að spá því einnig, hvaða áhrif sú bylgja mun hafa á afstöðu Breta til veru í ESB.

Hver veit - - en kannski mundi hún valda því, að þróun ESB yrði nær því sem Bretar óska, og þar með minkað líkur á BREXIT. Hún gæti einnig haft öfugt áhrif, að sannfæra Breta um það að þeir vilji ekkert með ESB að hafa.

 

Niðurstaða

Ég efa að Major sé að fara með fleipur. Þegar fylgi UKIP er haft í huga. Þá sé það svo sannarlega að umtalsverðar líkur séu á BREXIT. Áhugamenn um ESB gjarnan koma með mjög dökkar spár um framtíð Bretlands utan ESB.

Það fer auðvitað eftir því hvað gerist á meginlandi Evrópu. En sem dæmi, ef efnahagsstöðnun væri langvarandi á meginlandinu. Þá er það langt í frá augljóst að Bretum mundi vegna verr utan - en innan.

Ef aftur á móti sú pópúlisma bylgja á hægri vængnum sem virðist vera að rísa á meginlandi Evrópu, nær völdum í einhverjum mikilvægum löndum, þá væri búið að opna "Pandórubox" og engin leið væri að spá hvaða áhrif það mundi hafa.

Það gætu þá orðið óvæntar breytingar á sambandinu. Breytingar sem eru ófyrirséðar í dag. Ég þori ekki einu sinni að gera tilraun til að spá - hverjar þær gætu líklega orðið.

 

Kv.


Eiga íslenskir ráðherrar að bera pólitíska ábyrgð á gerðum aðstoðarmanna?

Nú liggur fyrir það sem líklega verða lok svokallaðs "lekamáls" í kjölfar dóms yfir, Gísla Frey Valdórssyni, fékk hann 8 mánuði skilorðsbundna, eftir að hann játaði á sig sök fyrir dómi og baðst afsökunar á að hafa brotið Stjórnsýslulög með því að leka tilteknum gögnum í fjölmiðla, sem viðkoma mál Tony Omos. Skv. frásögn hans hafði Hanna Birna enga vitneskju um brot hans, Hanna Birna enn sem fyrr þverneitar nokkurri vitneskju um lekann fræga. Miðað við játningu Gísla Freys - þá segist hann einn bera fulla sök á máli.

  • Skv. þessu eru engar lagaforsendur fyrir því að krefjast afsagnar Hönnu Birnu.
  • En skv. lögum, þarf ráðherra sjálfur að hafa gerst brotlegur, t.d. ef ráðherra átti hlut að máli.

 

Spurningin um pólitíska ábyrgð

Spurninging um "pólitíska ábyrgð" er þó önnur. Í Bretlandi virðist gilda sú regla að ráðherra beri ábyrgð á embættisverkum sinna starfsmanna - þar með talið, þeirra mistökum.

Þegar rifist er um "ábyrgð" ráðherra, er gjarnan verið að blanda inn í umræðuna - spurningunni um pólitíska ábyrgð.

En ef viðhöfð væri sú regla á Íslandi, að ráðherra væri pólitískt ábyrgur á starfsmönnum ráðuneytis - - þá mundi sjálfvirkt koma upp spurning um hugsanlega afsögn ráðherra. Ef alvarleg afglöp verða af hálfu ráðuneytis þess sem sá ráðherra er ráðherra yfir.

Það má alveg velta því fyrir sér, hvort að ráðherra á ekki a.m.k. að bera pólitíska ábyrgð á sínum nánustu ráðgjöfum - - þ.e. pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum, eins og Gísla Frey.

Hið minnsta er það svo, að vart er unnt að hafa þann hóp sem ráðherra mundi bera pólitíska ábyrgð á, smærri - - en nánustu ráðgjafa og pólitískt ráðna aðstoðarmenn ráðherra.

Sennilega hefur þó aldrei verið komið á fót því prinsippi á Íslandi, að ráðherrar séu pólitískt ábyrgir þegar undirmenn gera mistök, en ef sú regla væri fyrir hendi - - > Þá er svarið ljóst. Hanna Birna ætti mjög sennilega að víkja.

 

Mér hefur gjarnan fundist farið offari með pólitíska ábyrgð í sumum öðrum löndum

Sérstaklega verið áberandi í Bretlandi. Þar sem eru tilvik þess að ráðherra víki vegna atviks er varð innan ráðuneytisins, á ábyrgð starfsmanna. Sem engar líkur eru um að ráðherra hafi verið um kunnugt. Gjarnan einnig svo, að afar ólíklegt hafi verið að ráðherra hafi nokkru sinni hitt viðkomandi, eða vitað af honum. Meira að segja dæmi þess að ráðherra hafi einungis setið í embætti nokkra mánuði.

Það sem virðist gjarnan ráða niðurstöðu í Bretlandi, eru vinsældir viðkomandi ráðherra. Eða með öðrum orðum, hve öflugt er hans pólitíska bakland. Síðan að nokkru, hve óvinsæl ríkisstjórnin er orðin.

Þetta sé alltaf pólitískt reikningsdæmi forsætisráðherra.

Þannig beiting upplifi ég sem - - > Öfgarnar í hina áttina. 

Ef ákveðið verður að viðhafa "prinsippið" pólitíska ábyrgð ráðherra, þá mundi ég ekki styðja að farið væri með sambærilegum hætti með pólitíska ábyrgð ráðherra og gert er í Bretlandi, þ.s. prinsippið um "algera pólitíska ábyrgð ráðherra."

 

Ef menn velta upp hvaða gagn pólitísk ábyrgð getur gert

Þá mundi það ef til vill leiða til þess, að ráðherrar verða vandvirkari í ráðningum pólitískra aðstoðarmanna - þegar þeirra mistök geta komið ráðherra sjálfum í koll. Að auki til þess, að ráðherra fylgist betur með gerðum hinna pólitískt ráðnu aðstoðarmanna, hefi betri gætur á því hvernig þeir leysa sín verkefni af hendi o.s.frv.

Sem alveg hugsanlega væri jákvætt.

Ráðherra -þannig séð- ætti a.m.k. að vera fær um að hafa nána yfirumsjón með sínum allra nánstu samstarfsmönnum.

Kannski mundi það gera hópinn í kringum ráðherra, meira að teimi.

 

Niðurstaða

Lagaformlega virðist ekki unnt að krefjast afsagnar Hönnu Birnu. Þar sem dómsniðurstaða virðist með engum beinum hætti tengja Hönnu Birnu við málið. Gísli Freyr í sinni játningu tók af allan vafa um, að hún hafi ekki haft vitneskju um lekann fræga. Svo það er því ekkert því til fyrirstöðu að Hanna Birna sitji út kjörtímabilið - eins og hún hefur skv. fréttum talað um.

Prinsippið um "pólitíska ábyrgð" virðist ekki gilda á Íslandi.

Það má alveg ræða það, hvort að eigi að taka það upp.

Ef fólk hefur skoðanir á því atriði - má það alveg tjá þær!

 

Kv.


Mun leiðréttingin fara forgörðum?

Ég set þessa spurningu fram til þess að benda fólki á, að leiðréttingin er ekki í höfn nema að unnt sé að verjast því að hún brenni fljótlega upp í verðbólgu. Til þess að hún nái tilgangi sínum að skila lækkun lána sem hafi einhvern varanleik, þá þarf að forða því að síðan komi -fljótlega- bylgja af verðbólgu sem eyði upp lánaleiðréttingunni.

 

Óvinir leiðréttingarinnar

Um getur verið að ræða "meðvitaða óvini" og "ómeðvitaða óvini." Ómeðvitaður óvinur, er þá sá sem vill það sem líklega mun valda því að leiðréttingin fer forgörðum, en er ekki meðvitaður um að forgangsröðun viðkomandi sé ógn við leiðréttinguna. Síðan eru það þeir sem allan tímann hafa verið andvígir lánaleiðréttingu, og eru er til vill "vísvitandi" að stuðla að því, sem er líklegt til þess að hún fari forgörðum.

Ég hef heyrt fólk segja - "mér er sama um leiðréttinguna þar sem ég fæ ekkert út henni."

 

Lág verðbólga er auðvitað grunnforsenda

Verðbólga er lág eins og er, þ.e. tæplega 2%. Á hinn bóginn þá hefur leiðrétting þá afleiðingu að - bæta kjör þeirra sem skulda lán er verða leiðrétt. Það þíðir að leiðrétting er líklega a.m.k. að einhverju marki "neyslu-aukandi" aðgerð. 

Hafa þarf í huga að þjóðfélagið hefur ávalt takmarkuð fjárráð í formi gjaldeyristekna. Þannig að leiðrétting - - minnkar það svigrúm sem er til þess að auka neyslu með öðrum úrræðum. Það þíðir að leiðrétting - - minnkar svigrúm til frekari launahækkana. Þannig að ekki verði af verðbólgubylgja.

Spurning hvort unnt er að beita verkalýðsfélög þeim rökum, að þau ættu að geta sætt sig við "minni launahækkanir" vegna kjarabótarinnar er fylgi leiðréttingunni?

 

Það getur verið að ríkisstjórnin hafi gert alvarleg mistök með samningum við kennara

Málið er að þeir samningar voru langt umfram það 3-4% viðmið sem miðað var við í samningum við ASÍ. Nú stendur þjóðfélagið frammi fyrir því. Að hver hópurinn á eftir öðrum. Vill sambærilegar prósentuhækkanir - þ.e. hækkanir í 2-ja stafa tölu. Og þegar sérfræðihóparnir hafa væntanlega klárað sína samninga. Kemur aftur að ASÍ á nk. ári

Þannig að það virðist alveg ljóst að möguleikinn á verðbólguholskeflu á nk. 12 mánuðum sé til staðar. 

Eins og ég hef bent á, þá gengur ekki tilraun til "leiðréttingar launa upp" nema að aðrar stéttir launamanna - sætti sig um að krefjast þess ekki sama. En þá sjáum við þ.s. svo oft áður hefur gerst, að launahækkanir í 2-ja stafa tölu. Brenna stærstum hluta upp í verðbólgu.

Ef þ.e. engin leið til þess að stöðva þá vegferð er virðist hafin, að hver stéttin komi á fætur annarri, með sambærilega kröfugerð - - þá sannarlega getur það endað þannig.

Að ekki einungis fari leiðrétting launa kennara fyrir bý - - - heldur einnig, leiðrétting lána.

Að verðbólgan sem verði til, ef öllum tekst að knýja fram launahækkun í 2-ja stafa tölu, verði til þess að leiðrétting lána - - brenni einnig upp í sama verðbólgubálinu.

  • Þetta er ekki orðið enn.
  • En um það hindra verðbólguholskefluna hljóti baráttan að snúst um.

Hún geti tapast - en sé ekki töpuð enn!

 

Niðurstaða

Eitt vandamál við "leiðréttinguna" vegna þess að hún er "neyslu-aukandi" er að hún fyrir bragðið minnkar það svigrúm sem til staðar er - til beinna launahækkana. Vegna þess að þjóðfélagið geti einungis aukið neyslu, þar með innflutning, að takmörkuðu leiti - - áður en jafnvægi efnahagsmála er ógnað. Með þetta í huga, og það að svo að leiðrétting gangi upp þarf verðbólga að haldast lág - áfram. Þá kann að vera að stjórnvöldum hafi orðið á alvarlegt axarskaft með samningum við kennara. Því það virðist augljóst - - að ef önnur stéttafélög knýja fram sambærilega kröfugerð. Þá það geta ógnað leiðréttingu lána, leitt til þess að fljótlega verði hún að engu.

Stjórnvöld munu að sjálfsögðu ekki græða fylgislega á leiðréttingu lána.

Nema að sýnt sé fram á að hún hverfi ekki fljótlega.

 

Kv.


Nicolas Sarkozy virðist staðráðinn í að eiga endurkomu í franska pólitík, en það má vart á milli sjá hvor er óvinsælli hann eða Hollande

Ég nefnt það áður, að ég sjái ekki fyrir mér neitt sem geti aukið meir líkur á kjöri Marine Le Pen formanns Front Nationale heldur en að hennar mótherjar verði þeir Sarkozy og Hollande:

Nicolas Sarkozy Aims for a Quick-Fire Political Comeback in France

Alleged Sarkozy plot rocks French political establishment

En það má vart á milli sjá að því er virðist - hvor er óvinsælli, en skv. skoðanakönnunum virðist nærri 60% Frakka vera andvígir endurkomu Sarkozy í franska pólitík.

Hollande virðist njóta stuðnings nærri 30%. Það að nærri 60% Frakka segjast andvígir endurkomu Sarkozy, þíðir ekki endilega að hann njóti hugsanlega stuðning 40%.

  • Það mundi ekki koma mér sérdeilis á óvart, að ef framkv. væri skoðanakönnun.
  • Þá mundi Marine Le Pen raðast ofan við þá báða, þessa stundina.

Á hinn bóginn er nokkur tími til stefnu fram að kosningum 2017. Sarkozy hefur a.m.k. 2-heil ár til stefnu, til þess að undirbúa jarðveginn fyrir sitt framboð til kosninga.
Meðan að þetta er sá tími sem Hollande hefur til stefnu, til að sýna fram á árangur - til þess að skapa einhverja möguleika fyrir sitt eigið framboð.

En eins og mál standa í dag - - gæti það vel farið svo, að Hollande mundi ekki ná inn í 2-umferð kosninga. En eins og flestir ættu að vita, er alltaf kosið aftur milli 2-ja efstu.

Þá má auðvitað reikna með því, að öll franska hefðbundna pólit. elítan þjappi sig um þann frambjóðanda sem verði mótherji - Marine Le Pen. Burtséð frá því hvort það verður Hollande eða Sarkozy.

Tvennt sem mælir gegn Sarkozy augljóslega - fyrir utan aðra þætti:

  1. Hann tapaði fyrir Hollande.
  2. Enginn fyrrum forseti hefur komið fram að nýju og aftur orðið forseti.

Umræðan um mál tengd rannsóknum á tengslum Sarkozy við hugsanleg spillingarmál, hefur verið ákaflega lífleg - ef marka má fréttir. Undanfarna daga hafi t.d. gosið upp fjölmiðlafár út af fundi sem François Fillon -andstæðingur Sakozy innan UMP flokks franskra hægri manna- og Jean-Pierre Jouyet, sem mætti kalla nánasta ráðgjafa Hollande - - áttu á veitingastað.

Skv. blaðamönnum Le Monde átti François Fillon að hafa hvatt Jean-Pierre Jouyet til þess að sjá til þess að aukinn kraftur væri settur í "óháða" dómsrannsókn í gangi á forsetatíð Sarkozy.

Þetta er auðvitað skandall sem litlu máli mun skipta eftir því sem hjá líður.

En virðist a.m.k. þó vera vatn á myllu ásakana, FN, að stærstu flokkarnir tveir - - hafi víðtækt samráð um mörg mál; að lítill munur sé i reynd á flokkunum tveim.

 

Niðurstaða

Fyrir áhugamenn um evru - þá gæti það verið spennandi að veita Frakklandi athygli. En ef þ.e. hætta til staðar fyrir evruna. Þá væntanlega liggur hún í óþoli kjósenda með stöðu mála. En eitt virðist undirstrikað á þessu ári - að ekki sé nein von til þess að nægilega hraður hagvöxtur verði á evrusvæði til þess að minnka að ráði atvinnuleysi í löndum eins og Frakklandi eða Ítalíu eða Spáni.

Marine Le Pen hefur ekki farið í launkofa með að hún vill endurreisa Frankann. Á Ítalíu hefur Matteo Renzy umtalsvert fylgi - þessa stundina. En ef ríkisstjórn hans nær ekki að skila árangri sem eitthvað um munar. Gætu kjósendur á Ítalíu aftur sveiflast til jaðarflokks Peppe Grillo.

Hættan fyrir evruna liggur þá í atvinnuleysinu - - hve lítil von virðist til þess að það minnki að verulegu ráði í bráð. Að örvæntingafullir kjósendur, velji þá flokka í hinum pólitíska jaðri. Í von til þess að þeir hristi upp í ástandinu.

 

Kv.


Heimskasta hugmynd allra tíma - sameining við Noreg?

Það kom fram í vikunni að hópur einstaklinga hefur stofnað vef- og Fésbókarsíðu utan um hugmynd að flokki: Fylkisflokkurinn. Ef það eru "rök" fyrir þeirri sameiningu, þá virðast þau felast fyrst og fremst í því "hvernig þeir vitna í könnun World Economic Forum á samkeppnishæfni landa" - Austur-Evrópskt viðskiptaumhverfi, afríkanskt fjármálalíf og efnahagstaða Karíbahafsins. Þegar maður les þeirra greiningu á niðurstöðum WOF þá les maður úr því 2-megin ástæður fyrir lakari samkeppnishæfni:

  1. Smæð Íslands, sem veldur auknum efnahagsóstöðugleika sbr.v. stærri lönd, sem skapar smáan heimamarkað, sem er stór orsakavaldur að einhæfni atvinnulífs og því líklega a.m.k. hluta orsök þess að hér eru laun lægri en í stærri löndum. Að auki getur smæð vel verið "faktor" í pólit. óstöðugleika. Í veikleika stofnana þannig að eftirlit með samkeppnismarkaði er lakara. Til viðbótar er smæð líklega örsakasamhengi að fákeppni sem hefur verið og er vandamál á Íslandi.
  2. Höftin, mín skoðun er að það sé ekki "krónan" sem sé osakavaldur í því að "þörf verði líklega fyrir einhver höft áfram" - heldur sé aftur "smæð" landsins meginbreytan. Það kemur til af því, að "smæð" landsins þíðir - að landið er og verður áfram, "ákaflega viðkvæmt fyrir tilfærslum fjármagns" - en slík er smæð efnahagslifsins og slík er stærð þess flæðandi fjármagns sem er til staðar í heimskerfinu. Að það þarf ekki sérlega marga milljarða dollara eða evra til að streyma hingað tímabundið. Til þess að setja allt á hvolf. A)Fyrst mundi innstreymið, skapa verðbólu hvort sem er í verðbréfum eða öðrum eignum. B)Svo mundi snöggt útstreymi skapa snöggan skell. C)Snöggt útstreymi gæti alltaf valdið -frekari höftum- þ.e. lokun landsins gagnvart fjárstreymi að nýju, ef við gætum okkar ekki í bóluástandi þ.e. gætum þess ekki að nota ekki það fé sem streymt hefur inn til neyslu þ.e. til að fjármagna viðskiptahalla.
  • Ég neita því ekki, að smæð landsins sé vandamál að mörgu leiti, hafi alltaf verið.
  • En ég sé ekki að innganga í Noreg, leysi þessi vandamál "endilega."

Sjáið loforðalista Fylkisflokksins, hvernig innganga í Noreg á að leysa öll vandamál.

  1. Meginbreyting er Ísland væri hérað í Noregi, væri að Ísland væri "afkekkt hérað" miðað við þungamiðju Noregs sem eru héröðin í kringum Osló. Í noregi eru afskekkt héröð verulega "styrkt" með sameiginlegu skattfé Norðmanna. Þannig er tryggt að fólk í afskekktum héröðum "hafi ekki verulega lægri lífskjör." Þessir styrkir auðvitað kosta Noreg mjög verulegar upphæðir ár hvert.
  2. Ég verð að segja, að ég hef verulegar efasemdir um það, að Norðmenn mundu samþykkja að veita Íslandi aðgang að þessu "styrkjakerfi" þ.e. sameiginlegu skattfé núverandi byggða í Noregi. Þá blasir ekki beint við mér - hvað við aðild að Noregi ætti að vera slík kjarabylting sem stuðningsmenn aðildar að Noregi halda á lofti.
  3. En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að innganga í Noreg - sé líklegi að skapa aukna fjölbreytni atvinnulífs á Íslandi. Sannarlega er heimamarkaður Noregs stærri samt smár á alþjóðamælikvarða - "en sá er megni til þ.s. meginþungamiðja íbúa Noregs er til staðar" þ.e. í "fjölmennustu byggðum Noregs." Með öðrum orðum, í S-Noregi.
  4. Punkturinn er sá, að fyrirtæki koma sér fyrir sem næst meginþungamiðja heimamarkaðarins þ.e. "ekki í afskekktum byggðum" eins og "nyrst í Noregi" en fjarlægð til Ísl. er svipuð miðað við S-Noreg. Heldur á þeim svæðum þar sem meginþungamiðja þéttbýlis Noregs er að finna þ.e. í S-Noregi.

Þó að tæknilega væru Íslendingar með aðgang að stærri heimamarkaði, þá væri það samt alltaf örðugt að halda í fyrirtæki hér sem hefðu þann valkost að koma sér fyrir í S-Noregi.

  1. Það er nálægðin við þéttbýlið sem þá laðar að, þ.e. í grennd við Osló ertu "nálægð við byggðir með meir en milljón íbúa."
  2. En ekki bara það heldur einnig "skammt til Svíþjóðar" og "skammt til Danmerkur." Þau lönd, þ.e. S-Svíþjóð og Danmörk, eru þá hluti "heimamarkaðar fyrirtækja staðsett í grennd við Osló."
  3. Svo má ekki heldur gleyma því, að ef þú ert með þitt fyrirtæki staðsett í grennd við meginþéttleika byggðar, þá ertu einnig með aðgang að fjölbreyttara vinnuafli og að auki smærri líkur á að þú getir ekki útvegað þér þá starfsmenn með þá þekkingu sem þig vanhagar.
  4. Hvað gæti Ísland sem meðlimur að Noregi boðið fyrirtækjum á Íslandi upp á til þess að þau sættust á það óhagræði að vera hér frekar en að vera nærri Osló þ.s. nálægðin við markaði væri meiri, og vegna meiri íbúaþéttleika væri betri aðgangur að fjölbreyttu vinnuafli? Lægri laun er nánast það eina sem Ísland gæti boðið sem hluti af Noregi.
  • Afskekktari byggðir Noregs, hafa einmitt svipuð vandamál og Ísland - að þar sé atvinnulíf fábreytt.
  • Meðan að kjarni Noregs þ.e. svæðin með mestan íbúaþéttleika, þar er umtalsvert einnig fjölbreyttara atvinnulíf.

Upp úr 1970 var munur á lífskjörum í Noregi og Íslandi "miklu smærri" en í dag. Upp úr 1970 fara tekjur af olíuvinnslu að lyfta upp kjörum fólks í Noregi.

Ísland í dag er í sérstöku ástandi, sem dregur niður kjör tímabundið - þ.e. hrun skuldir sem lækka kjör sennilega ca. 20% eða hér um bil.

Á sama tíma, eru "olíutekjur Norðmanna komnar yfir há-punktinn" þ.e. þær lindir sem séð hafa Norðmönnum fyrir gríðarlegum auðæfum - - munu fara að þverra á nk. árum, olíutekjur að minnka.

Ég er ekki að segja Noreg standa frammi fyrir "hraðri hnignun" - - en á hinn bóginn þá verða Norðmenn væntanlega á næstu árum mun meir meðvitaðir um það, að þeir þurfa að halda vel utan um olíusjóðinn sem þeir hafa safnað sér.

Því hann verði á næstu árum í vaxandi mæli "bakgrunnur tekjuöryggis Norðmanna." Sem þíðir að þeir verða ef e-h er, enn varfærnari með notkun hans en hingað til.

  • Það verði því afar afar ólíklegt, að þeir samþykki að styrkja Ísland með stórfé eins og byggðir í N-Noregi, til þess að tryggja tekjujöfnun hér miðað við Noreg.
  • En án þess að fá aðgang að skattfé Norðmanna - - kem ég ekki auga á neitt það sem ætti að lyfta Íslandi upp í hærri lífskjör, þ.e. ég kem ekki auga á hvernig "Fylkisflokkurinn" mundi geta staðið við fullyrðingar á borð við 100% hærri laun.

 

Hvernig sé ég framtíð Íslands sem sjálfstæðs ríkis?

Smæð Íslands hefur alltaf verið vandamál, og það verður það áfram - sbr. smár heimamarkaður, fákeppni, fábreyttni atvinnulífs, sem hefur haldið frekar en hitt niðri kjörum. Ísland væri miklu mun fátækara en það er í dag, ef Ísland nyti ekki tiltekinna auðlynda sbr. "heitt vatn" sem leiðir til mun kostnaðarminni hitunar húsa samanborið við það sem fólk víðast hvar annars staðar býr við, vatnsafl sem hefur skaffað Íslendingum mun lægra orkuverð en fólk víðast hvar annars staðar býr við. Og auðvitað landið sjálft sem gerir það að ferðamannaparadís - - og ekki síst, miðin í kringum landið sem skaffa verulegar tekjur með útflutningi fiskafurða.

Ég held að á nk. árum verði kjarastaða Íslendinga hlutfallslega hagstæðari en hún er í dag, vegna þess að það er að ganga á olíulindir Jarðarbúa "þó svo að -fracking- hafi verið þróuð sem leið til að vinna viðbótar olíu þá líklega einungis frestar það um 20-30 ár þeirri þróun að olíuverðlag verði ákaflega hátt. Hér er tæknilega unnt að rafvæða bílaflotann. Við munum ekki þurfa að innleiða ákaflega kostnaðarsamar aðferðir við framleiðslu á orku til heimilisnota, orkuverð á að geta haldist lágt til heimila "meðan það hækkar annars staðar." Hrunskuldirnar munu hverfa á endanum - þær verða ekki hér til endaloka eilífðar.

Ég held að hér séu vannýtt tækifæri - þá horfi ég til áliðnaðar. En framleiðsla á verðmætri vöru "úr áli" virðist mér augljós leið til þess að bæta kjör Íslendinga. Þó svo að hér væri ekki framleitt nema varningur úr 5% af framleiddu áli. Mundi strax muna um það. "En framleiðsla varnings úr álinu hér framleitt mundi auka útflutningstekur af álframleiðslu." Þannig kjör allra sem hér búa. Þannig að - - því hærra hlutfall af álinu sem við mundum nota til framleiðslu af slíku tagi - - því hærri yrðu kjör landsmanna. Ég er að tala um "iðnvæðingu" að í grennd við hvert álver mundi rísa "iðnaðarhverfi."

Líklega því fjölmenn íbúabyggð, ef fjölmenn íbúabyggð væri ekki fyrir.

Ég er ekki að segja að við munum pottþétt ná hinum Norðurlöndunum.

En við eigum að geta bætt kjör fólks sem býr hér, ef haldið er vel á spöðum.

Mér virðist það með engum hætti ljóst, að Ísland hefði það betur sem "afskekkt hérað í öðru landi" eða sem "afskekkt jaðarland í ESB."

  1. Það sem við höfum úr að spila eru okkar auðlindir - - við getum náð mun meir út úr "álinu" en við hingað til höfum gert.
  2. Fiskimiðin eru fullnýtt - - frekari arðaukning verður sennilega ekki dramatísk.
  3. Við þurfum að gæta þess, að hér sé haldið í "lágt orkuverð" svo að almenningur haldi áram að njóta lágs kostnaðar.
  4. Ferðamennsku er unnt að efla frekar.

Ég skal ekki segja að hér sé ekki unnt að skapa hátæknifyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það blasir aftur á móti ekki við mér neitt samkeppnisforskot sem Ísland hefur fram yfir önnur lönd á slíkum sviðum. Slík fyrirtæki verða alltaf í gríðarlega hörðu samkeppnisumhverfi. Eiginlega því erfiðasta sem til er. Finnland hefur "misst að mestu Nokia" þ.e. það fyrirtæki hefur selt frá sér sína meginstarfsemi. Þetta sýnir hve erfitt samkeppnisumhverfi hátækni-iðnaðurinn er. Það er afar erfitt að tolla á toppnum - - fyrir Bandar. skiptir ekki máli að einu stórfyrirtæki hnignar en t.d. fyrir Finnland þá þíðir það "hagkerfinu öllu hnignar." Líklega er hnignun NOKIA ástæða þess að Finnland er í efnahagsstöðnun og verðhjöðnun núna.

Punkturinn er, að það sé í besta lagi að hafa hátækni-iðnaðinn með. Á sama tíma, sé þetta afar óstöðugur iðnaður - - það komi ört toppar og dalir. Ekki sé unnt að stóla á hann - - í staðinn fyrir allt hitt. Það gæti það alveg sama gerst þegar Ísland stólaði á 3-risa banka, að stór fyrirtæki sem vegnaði vel um tíma - - gætu hrunið á skömmum tíma; ef þau veðja á rangan hest í því tæknikapphlaupi sem er í gangi í heiminum.

Sem segir einnig, að ég hafi ekki beint á móti því "endilega" að hefja aftur "alþjóða bankastarfsemi á Íslandi" - - en við yrðum þá að muna það "að þetta óstöðug starfsemi." Við mættum ekki stóla of mikið heldur á hana.

  1. Það sem ég er að segja - - er að það séu engar töfralausnir sem líklegar eru til að hækka okkar kjör hér með dramatískum hætti.
  2. Við getum styrkt þær stoðir sem hér eru frekar, sbr. ábending um áliðnaðinn. Aukið ferðamennsku frekar.
  3. Við getum fjölgað þeim, sbr. hátækni-iðnað. Hugssanlega aftur að einhverju leiti aftur farið í alþjóða fjármálastarfsemi "en með mun meiri varfærni en áður."

 

Niðurstaða

Ef við höldum vel á spöðum hverfa þær skuldir sem íþyngja okkur smám saman. Það á alveg að vera mögulegt, að viðhalda stöðugri "ekki endilega mjög hraðri" bætingu kjara íbúa landsins næstu áratugina.

Ég veit ekki hvort við náum hinum Norðurlöndunum mokkru sinni.

En við ættum að geta tollað og vel það í hópu efnaðara þjóðfélaga í heiminum.

Ég held að -miðað við örþjóðfélag- þá væri það afar góður árangur.

Ég sé aftur á móti ekki, að innganga Íslands í annað land - - bæti stöðu landsmanna með dramatískum hætti. Að það sé betra að vera "afskekkt hérað" frekar en "afskekkt land." Ókostirnir séu áfram megindráttum þeir sömu í báðum tilvikum.

  • Margir vanmeta það "tækifæri sem felst í sjálfstæðinu" það að geta "samið beint við önnur lönd" - "eða beint milliliðalaust við risafyrirtæki."
  • Að stjórnvald sem staðsett er á Íslandi - - sé líklegra að þjóna hagsmunum "landsmanna" fremur en stjórnvald mun stærra lands - er Ísland væri einungis hérað innan.
  • Nálægð við stjórnvaldið getur sannarlega verið galli - - sbr. kunningjaþjóðfélag. Erfitt er gjarnan að tryggja fullt hlutleysi ákvarðana sem skapar hættu á tiltekinni gerð af spillingu.
  • Á hinn bóginn, ættum við að geta "tryggt minni fyrringu milli stjórnvalds og almennings." Nema auðvitað þeir sem stjórna séu klaufar.
  • En þá er málið að skipta klaufunum út og setja þá til valda sem skilja vanda fólksins. Með öðrum orðum, ef það eru klaufar við völd. Þá er það okkur kjósendum að kenna. Að beita okkur ekki fyrir því að fólk með góða almenna skynsemi sé við völd.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband