Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Í tilefni þess að landsfundur Framsóknarflokksins hefst á morgun og flokkurinn ætlar að vera með útspil fyrir næstu kosningar, í tengslum við aðgerðir sem ætlað er að aðstoða lánveitendur í vanda. Þá hef ég ákveðið að rifja upp gamla tillögu sem ég kom fram með fyrir 3 árum.

7.3.2010 - Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Mjög lauslega byggir þetta á sambærilegri hugmynd við húsnæðisstofnun sem Franklin Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna lét stofna á 4. áratugnum. Sú stofnun var leyst upp fyrir rest. Ekki fyrr en eftir stríð rámar mig. Og skilaði fyrir rest hagnaði.

 

Hver er grunnhugmyndin? 

  1. Vegna þess að fjöldi húsnæðislána er í dag í eigu banka sem seldir hafa verið til kröfuhafa þ.e. vogunarsjóða. Þá mun ríkið þurfa að kaupa í reynd viðkomandi húsnæðislán. Eitt mögulegt form er það, að fólk sæki um úrræðið til tiltekinnar stofnunar; sú stofnun síðan semur við banka viðkomandi um yfirtöku á láninu. Fræðilega getur þetta verið Húsnæðislánasjóður.
  2. Til þess að ríkið geti afskrifað lán viðkomandi, þá sé tilboðið það að viðkomandi afsali sér fasteign sinni á móti, yfir til þeirrar stofnunar sem sér um umsýsluna. En með yfirtöku fasteignar, hefur ríkið þá eign á móti þeirri fjárhagslegu áhættu sem það er að taka.
  3. Bankar tapa ekki endilega á því að semja, því í stað skuldar viðkomandi einstaklings fá þeir þá skuldabréf á ríkið. Ríkið væntanlega yfirtekur lélegustu skuldarana þ.e. þá sem mestar líkur eru á að bankinn tapi á. Þar með styrkist einnig fjárhagsstaða bankanna. Sem a.m.k. hugsanlega gerir þá viljugari til að veita samfélaginu aukna fyrirgreiðslu.
  4. Þeir einstaklingar sem hafa afsalað sér fasteign sinni til viðkomandi umsýslustofnunar, fá að dvelja áfram í húsnæði sínu, gegnt hóflegri leigu sem miðast við áætlaða greiðslugetu viðkomandi.
  5. Eftir t.d. 10 ár, en tímabilið getur verið lengra eða styttra, þá sé húsnæðið sett í almenna sölu. En leigjandinn hafi forkaupsrétt. Ef sá er ekki nýttur - legg ég þó til að annar valkostur geti staðið til boða, þ.e. leiga á fullu markaðsverði ef viðkomandi sækir um það fyrirkomulag. Annars ef forkaupsréttur er ekki nýttur og viðkomandi óskar ekki eftir að fá að leigja áfram. Sé eignin seld og viðkomandi flytur annað.
  • Væntanlega er heppilegast að ríkið láti a.m.k. bankana vita með góðum fyrirvara, ef það stendur til að bjóða upp á slíkt úrræði. En bankarnir þurfa að vilja selja.
  • Nema að sett séu lög sem neyði fram slíka sölu - ef húseigandi vill fá að komast í úrræðið. En þá væntanlega þarf einhverskonar dómhvatta nefnd sem ákveður rétt virði láns. En möguleiki er annars á kærumálum bankanna.

 

Bendi á að það þarf ekki að fara þannig að ríkið tapi á þessu úrræði!

Eftir tíð Roosevelt var stofnunin leyst upp og eignir seldar, eftir að hagkerfið var búið að eflast töluvert. Mig rámar í eftir stríð. 

En húsnæðisverð eru mjög háð hagkerfisástandi. 

Ef við miðum við 10 ár, þá þíðir það að ríkið hefur þann tíma til þess, að skapa forsendur þess að húsnæðið verði umtalsvert meira virði; en það verð sem það tók það húsnæði yfir gagnvart.

Það er að sjálfsögðu langt í frá öruggt, en rökrétt ef tekst að skapa nýjar forsendur fyrir hagvexti.

Þá einnig leiðir það til hækkaðs húsnæðisverðs, með tíð og tíma.

Þannig að þó yfirtakan kosti ríkið töluvert, auki skuldir þess þrátt fyrir að tekið sé tillit til eignanna sem teknar eru yfir á móti.

Þá er alveg unnt að láta dæmið ganga nægilega vel upp, svo að stöðu ríkisins sé ekki ógnað með alvarlegum hætti.

En það byggir að sjálfsögðu á skilvirkni atvinnu- og atvinnulífsuppbyggingarstefnu stjórnvalda, árin eftir að slíkt úrræði er sett á fót. Til þess þó að tapið yrði ekki neitt, þyrfti töluvert öflugan hagvöxt líklega yfir það 10 ára tímabil.

En því meiri sem hann verður á þeim tíma, því minna verður það tap. Fræðilega endar ríkið á ca. sléttu eða jafnvel með smá hagnaði.

 

Má beita þessu til þess að afnema verðtryggingu?

Fræðilega, en það væri þó verulega stærri biti fyrir ríkið að taka öll verðtryggð húsnæðislán yfir, en þá þyrfti að borga bönkunum fullar fébætur sem líklega "dómssátt næst um" en dómsmál væru líklega þá óhjákvæmileg, en það má vel setja lög um slíka yfirtöku. Ekkert ómögulegt við það.

En það er þó hugsanlegt að svo stór biti sé of áhættusamur fjárhagslega fyrir ríkið.

Jafnvel Þó gert sé ráð fyrir aðferðinni að taka yfir eign gegnt því að afskrifa lán.

En segjum að það væri gert, beitt annars ofangreindri leið. 

Þá væri væntanlega nýtt lán ekki verðtryggt sem einstaklingar fá þegar þeir kaupa sína eign á nýjan leik, í lok tímabilsins.

 

Niðurstaða

Ef einhver góður Framsóknarmaður er á fundinum á morgun föstudag. En ég mun ekki mæta fyrr en á laugardag og sunnudag. Þá má viðkomandi taka þessa hugmynd að láni. Og setja hana fram á fundi vinnuhópa sem hefjast þegar á morgun föstudag.

  • Í ljósi þess að flokkurinn ætlar að bjóða upp á lausnir fyrir skulduga - - þá getur tími þessarar hugmyndar nú verið kominn!
--------------------------------------------

Ps: Það var áhugaverð frétt varðandi Írland. En Írar náðu að endurskipuleggja 2% af skuldum sínum. Þó það hljómi ekki mikið. Var þetta mjög dýr skuld á 8% vöxtum og afborgun mjög erfið fyrir írska ríkið þ.e. 3,1ma.€ á ári nk. 10 ár - ef lánið hefði haldið áfram. Greinilegt að það var ekkert elsku mamma hjá Seðlabanka Evrópu er írsk stjv. fengu þetta lán frá stofnuninni. Og örugglega hefur samkomulagið falið í sér fullar uppgreiðslur þessarar skuldar. En hingað til hefur ECB neitað að afskrifa nokkuð eða lækka vexti lána sem hann hefur veitt - skv. þeirra túlkun að "ECB sé bannað að fjármagna ríki." ECB túlkar sem sagt það bann með þeim hætti, að ECB sé óheimilt að veita nokkrar hinar minnstu tilslakanir. 

ECB fær í staðinn nýja skuld til 40 ára á 3% vöxtum. Ríkisstjórn Írlands segir þetta muni spara írska ríkinu 20ma.€ af útgáfum skuldabréfa næstu 10 árin. Mig grunar þó að nýja lánið hljóti að vera upp á hærri upphæð til að dekka vextina sem ECB hefði fengið af hinu láninu svo ECB sé ekki að tapa. Þetta atriði er óskýrt skv. fréttum.

Írska ríkið hefur í leiðinni afskrifað þrotabú Anglo Irish bankans. Sem hrundi svo óskaplega dýrt fyrir nokkrum árum. Er hann nú formlega úr sögunni. Engum til saknaðar.

Ireland Reaches Debt Deal

ECB agrees deal to ease Ireland's debt burden

 

Kv.


Skuldatryggingaálag Ísland komið í 170 punkta!

Þetta er atriði sem lesa má í nýjustu útgáfu Peningamála Seðlabanka Íslands. Sjálfsagt taka flestir eftir vaxtaákvörðuninni. Sömu háu vextirnir áfram eða 7%. En skuldatryggingaálagið er mikilvægt atriði. En skuldatryggingar eru einmitt þ.s. nafnið bendir til, trygging fyrir tapi af því að hafa fjárfest í viðkomandi skuld. Fyrir aðila sem kaupir ríkisbréf lands X. Nú, álagið sveiflast til eftir því, hve mikil áhætta er talin á gjaldþroti viðkomandi aðila.

Lækkandi álag þíðir að áhættan er metin minni.

Þetta segir Seðlabanki Íslands:

"Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands mælist nú 1,7 prósentur og hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008. Álagið hefur lækkað um 0,2 prósentur frá útgáfu Peningamála í nóvember og um 1,2 prósentur frá sama tíma í fyrra. Áhættuálag á skuldbindingar ríkissjóðs samkvæmt vaxtamun fimm og tíu ára skuldabréfs ríkissjóðs í Bandaríkjadölum og sambærilegra bréfa ríkissjóðs Bandaríkjanna hefur einnig lækkað frá því í nóvember og mælist nú um 2%. Nýleg niðurstaða EFTAdóms varðandi Icesave-deiluna ætti að öðru óbreyttu að stuðla að áframhaldandi lækkun áhættuálags á innlendar fjárskuldbindingar og bæta lánshæfiseinkunn ríkissjóðs."

Takið eftir, að álagið á 5 ára bréf hefur lækkað um 20 punkta frá nóvember sl. og 120 punkta frá sama tíma á sl. ári.

Fyrir 10 ára bréf sé álagið í dag 200 punktar.

Ath. þetta hefur verið að gerast þrátt fyrir að vera með ríkisstjórn, sem ekki hefur tekist að ná miklum árangri í því að skapa nýjar útflutningstekjur.

Veltið fyrir ykkur hve mikið þetta getur lækkað, ef tekst að auka þær tekjur að einhverju ráði?

Einnig kemur fram eftirfarandi:

"Frá útgáfu Peningamála í nóvember hefur langtímavaxtamunur gagnvart þýskum ríkisskuldabréfum lækkað um 0,9 prósentur og er nú um 4%. Vaxtamunur á skammtímaríkisskuldabréfum hefur hins vegar hækkað um 0,7 prósentur á sama tíma og mælist nú einnig 4%."

Það er mikið talað um - mun á milli vaxtakostnaðar Evrópulanda og vaxtakostnaðar Þýskalands.

Til samanburðar skv. Financial Times er vaxtamunur eftirfarandi landa sbr. við þýsk ríkisbréf:

  1. Grikkland.....9,15.
  2. Portúgals......4,90.
  3. Spánn..........3,85.
  4. Ítalía............2,96.
  5. Írland...........2,62.
  • Þýskaland.....1,63%
  • Ísland því......5,63%

Vaxtakostnaður Íslands ef það selur skuldabréf er því líklega á þessum slóðum.

Áhugavert er sérstaklega hve traust á Írlandi hefur aukist. Það var hærra en Spánn, en er nú verulega lægra hvað vaxtakröfu.

Skv. þessu nýtur Ísland ívið meira trausts en Portúgal - en örlítið minna en Spánn.

Með öðrum orðum - Ísland er á svipuðum slóðum, og svokölluð lönd í vanda á evrusvæði.

Nema að Írland nú hefur nokkuð meira traust en Ísland.

Það er hugsanlegt a.m.k. að lækkun álags Íslands hafandi í huga að þegar álagið var 1,2% hærra á sl. ári, þá var áhætta okkar einnig á svipuðum slóðum og áhætta Spánar; hafi mest að gera með það að vegna þess að evrukrísan hefur legið niðri um 6 mánaða skeið - séu fjárfestar rólegri almennt.

Frekar en það að þessi ríki séu svo mikið betur stödd - nema kannski Írland.

En ég mundi ekki segja að ástand Íslands sé í reynd áberandi skárra en á sl. ári, nokkurn veginn það sama mundi ég segja.

Áhugavert að sjá mynd sem ég sá á vef ZeroHedge.

http://www.zerohedge.com/sites/default/files/images/user5/imageroot/2011/09/pt%202.jpg

Eins og sést af þessum ferli frá vef ZeroHedge, þá er skuldatryggingaálagið orðið það lægsta sem það hefur mælst síðan fyrir hrun. Enn virðist það smávegis hærra en rétt áður en það fór að hækka hratt í septeber 2008.

  • Áhugavert er þannig séð, hve seint markaðir erlendis vöknuðu við vondan draum - eins og sést, þá kemur óttinn ekki fyrr en lokamánuðinn áður en bankarnir féllu.

Skýring á þessari lækkun skuldatryggingaálags?

Hún er augljós, en gengisfallið sem margir vilja skipta krónunni út fyrir - leiddi til snöggs viðsnúnings í gjaldeyrisneyslu þjóðarinnar. 

Þá á ég við, að halli á viðskiptajöfnuði varð að nægum afgangi - svo að landið gat staðið undir hækkuðum gjaldeyrisskuldum.

Skv. Peningamálum:

"Áætlað er að tæplega 4% afgangur verði á viðskiptajöfnuði á þessu ári þegar leiðrétt er fyrir áhrifum af reiknuðum hreinum þáttatekjum innlánsstofnana í slitameðferð og uppgjöri þrotabúa þeirra ásamt reiknuðum hreinum þáttatekjum lyfjafyrirtækisins Actavis."

Raun afgangur af viðskiptajöfnuði sé um 4%. Þetta virðist duga ríkinu.

Eins og sést á mynd sem dregin er upp á bls. 8 í Peningamálum. Þá virðist að Seðlabankinn stilli af jöfnuðinn við ca. þetta mark sl. 2 ár. En skv. þeirri mynd hefur sveifla verið lítil í kringum þetta bil síðan þá, jöfnuðurinn var greinilega nettó um 6% 2009. En þá hefur líklega verið þörf á hærri. 

Sem líklega þíðir að þetta sé ca. sá afgangur sem sé nauðsynlegur til að tryggja hagsmuni ríkisins.

Þið munið væntanlega hve snögglega gengið lækkaði sl. haust - eftir að sumarvertíðin í ferðamennskunni var búin.

Mér finnst það benda til þess, að þessu bili sé viðhaldið fremur stíft.

Genginu stýrt með þarfir ríkisins í huga!

 

Niðurstaða

Mér finnst það samt viss áfangi að áhættu álag á skuldir ísl. ríkisins sé komið niður fyrir 2% fyrir 5 ára skuld, og komið í 2% fyrir 10 ára. Það er auðvitað ekkert ódýrt fyrir ríkið að taka lán á ca. 5,6%. 

En þetta hefur gerst þrátt fyrir aðgerðalitla ríkisstjórn. Sem afskaplega lítið hefur gert til þess að auka gjaldeyristekjurnar. Hún hefur verið heppin þ.e. fengið makríl og góða loðnuveiði, auk þess að ferðamennskan hefur verið í góðri aukningu. 

Makríllinn og loðnan er lotterí móður náttúru. En ferðamennskan þar er aukningin vegna hagstæðari gengisstöðu fyrir erlenda ferðamenn. 

Án þessarar heppni, væri staða mála töluvert lakari. En skv. Seðlabanka er hagvöxtur lægri en reiknað var með. 2,2% segja þeir á sl. ári í stað 2,5%. Þó eru þetta sennilega ekki lokatölur. Heldur bráðabirgðaálit. Fiskverð fara lækkandi, og en samt telja þeir að heilt yfir minnki tekjur af fiskútflutningi einungis lítið eitt. Hagvöxtur þessa árs 2,1%.

------------------------------

Ef gjaldeyristekjustaðan væri hagstæðari, væri áhættuálag ísl. ríkisins enn lægra. Vegna þess að þá væri unnt að greiða skuldirnar hraðar niður.

Þrátt fyrir ríkisstjórnina hefur álagið minnkað - ef hafin væri miklu mun virkari atvinnuuppbyggingarstefna.

Þá ætti að vera unnt að lækka þetta álag umtalsvert hraðar - - svo mögulegt verði að lækka greiðslubyrði lána enn hraðar, með endurfjármögnun yfir í ódýrari vexti og hagstæðari greiðslukjör.

Þetta skiptir miklu máli, því lækkun greiðslubyrði myndi losa um fjármagn fyrir ríkið - - en sem dæmi. Þá er algert neyðarástand að skella á heilbrigðiskerfinu. Í ljósi hótana 260 hjúkrunarfræðinga um að hætta, og nýlegum fréttum þess efnis að 6 læknar ætli að hætta á bæklunardeild, svo einungis 1 læknir og 1 læknanemi verði eftir. Er ljóst að mikið liggur við, að skapa ríkinu betri stöðu.

  • Það má þó vera að of seint sé að bjarga heilbrigðiskerfin frá umtalsverðu hruni þetta ár. 
  • Það að standa sig ekki vel í gjaldeyrisöflun sé mjög mikill ábyrgðarhluti!

 

Kv.


Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!

Þetta er ályktun sem væntanlega opnar augu einhvers. En þetta byggist á frekar óvæntum mjög ný fram komnum upplýsingum. Sem ekki hafa enn síast inn í alþjóðlega umræðu meðal fjölmiðla nema að litlu leiti. Það er, að fólksfjölgunarþróunar sprengjan sem Kína sjálft bjó til með 1. barn per fjölskyldu stefnunni, er þegar að skella á. Ekki eftir 10 ár. Ekki eftir 20 ár. Heldur nú þegar er þetta hafið.

Þetta kemur fram í mjög merkilegri rannsóknarskýrslu frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum:

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"
  • "The LTP is projected to emerge between 2020 and 2025, when excess supply turns negative (i.e., the labor market moves into excess demand)."

Það sem þetta segir er að Kína stendur nú frammi fyrir mjög hröðu hruni í fjölda reikandi farandverkamanna.

Og að skortur á vinnuafli muni skella á Kína - - tja, frá og með milli 2020 og 2025.

Svo versna hratt!

Segir Ambrose Evans-Pritchard er vakti athygli á þessu - IMF sees 140m jobs shortage in ageing China as 'Lewis Point' hits

 "A decade after that China will face a labour shortage of almost 140m workers, surely the greatest jobs crunch ever seen."

Það sem þetta líklega þíðir - - er hrun í hagvexti!

Kína fer líklega bratt á næstu árum yfir í miklu mun hægari hagvöxt, nær því sem við erum vön á vesturlöndum - þ.e. ekki lengur þær tölur sem sést hafa sl. 20-25 ár.

Kína fer ekki endilega niður í 0 vöxt eins og t.d. Evrópa virðist ætla lenda í. Þar sem Kína á enn eftir að klára mikið af innri uppbyggingu, skortir enn víða á gæði vega og samgöngukerfis. Sem og gæði menntunar. Ekki síst, að Kínverjar eru enn mun fátækari en meðal Evrópumaðurinn eða meðal Bandaríkjamaðurinn.

Þetta þíðir þó, að Kína verður mjög fljótlega - ekki eftir 10 ár eða 20, heldur á allra næstu árum.

Að kúpla algerlega um - aðferð þá sem beitt er við hagvöxt.

Þ.e. landið verður að einbeita sér að eflingu eigin mannauðs!

Eins og ég sagði, enn skortir á menntun sbr. þ.s. telst vera eðlilegt á vesturlöndum. Og eins og ég sagði, ekki er enn búið að fullklára innri framþróun í Kína.

En þetta verður mjög krefjandi tími fyrir kínverska leiðtoga - þ.s. þ.e. ekki auðvelt að kúpla frá því að vera "middle income" land yfir í að vera "high income" land.

Sovétríkin náðu ekki að yfirstíga þann þröskuld - höfðu ekki þann innri sveigjanleika sem til þurfti. S-Ameríka feilaði einnig á 8. áratugnum, í kreppunni frægu sem hófst undir lok þess áratugar í S-Ameríku.

----------------------------

Ef ekki tekst að brúa þetta bil - getur Kína lent í sbr. kreppu við Brasilíu. Þegar eru margvísleg hættumerki uppi. Ekki síst það óskaplega peningamagn sem kínv. stjv. hafa látið bankana búa til. Eins og fram kemur í grein Evans-Pritchard -:

  1. "The balance sheets of China’s banks have been growing by over 30pc of GDP a year since the Lehman crisis and are still growing at a 20pc..."
  2. "Fitch Ratings said fresh credit added to the Chinese economy over the last four years has reached $14 trillion..."
  3. "This extra blast of loan stimulus is roughly equal to the entire US commercial banking system."
  4. "The law of diminishing returns is setting in. The output generated by each extra yuan of lending has fallen from 0.8 to 0.35, according to Fitch."
  5. "Mr Magnus said credit has reached 210pc of GDP - far higher than other developing countries..."

Þetta lítur út eins og klassísk útlánabóla - - og það af algerlega gígantísku umfangi.

Til hvers? Til að viðhalda mældum hagvexti í tölum í kringum rúmlega 8%.

Þetta getur ekki malað á þessum hraða - þegar, þegar er að byrjað að örla á skorti á vinnuafli.

Tja, maður getur séð fyrir sér sbr. bólukrass við þ.s. gerðist í Japan síðla vetrar 1989. Þó að Kína eigi enn - spil á hendi. Þ.e. skuldabréfa eign sín þ.e. bandarísk ríkisbréf. Sem Kína enn á mikið af.

Þannig að Kína getur líklega reddað sér frá því að ríkið drukkni í skuldum eins og það japanska gerði 1989, með því að koma þeim bréfum í verð. Það er þó einungis redding í eitt sinn.

Eftir það yrði þá Kína að reka sjálfbæra stefnu - eða að næsta bólukrass gæti endað í langvarandi skuldavíti, eins og S-Ameríka lenti í v. lok 8. áratugarins.

 

Niðurstaða

Hvað segir þetta okkur? Hið ofsalega hraða ris Kína er við það að taka enda. Og ef Kína tekst að komast hjá krassi sem mörg lönd hafa lent í er þau hafa leitast við að komast yfir "middle income" hjallann, yfir í að verða "high income" land. Þá verður það normal land eins og vesturlönd, með hagvöxt á bilinu 2-3% ekki meir en 4-5% í stað 8-10% sem hefur verið normið sl. 3. áratugi.

Annað sem það þíðir. Er að Kína mun ekki yfirtaka bandaríska hagkerfið að umfangi nærri því strax. Ef Kína það gerir nokkru sinni. Heldur, ef það gerist á annað borð. Þá verður það á lengri tíma vegna þess, að hagvöxtur verður svo mikið hægari en áratugina 3 síðustu.

Síðan, má vera að þ.s. Indland er töluvert á eftir Kína. Að það verði dóminerandi hagvaxtarland næsta áratugar. Þ.e. verði stóra landið með tölur á bilinu 6-10%. Sem gæti gert Indlandi kleyft að ná Kína kannski á 15 árum eða svo. Þá verði það 2 Asíurisaveldi. Hvorugt algerlega dóminerandi.

Bandaríkin geti þá hugsanlega haldið stöðu sinni, sem 3 risaveldið. Verið í engu veikari aðilinn a.m.k. 

-------------------------------------

Ps: Önnur athyglisverð frétt. En Hollande forseti vill að evrusvæði taki upp virka stefnu um gengi evrunnar. En skv. fréttum dagsins, finnst Hollande gengi evrunnar þegar vera orðið of hátt. Þetta kemur kannski ekki á óvart, en hærra gengi evrunnar upp á síðkastið skaðar útflutning fyrirtæka út fyrir evrusvæði. Og Franska hagkerfið er í alvarlegum vanda, skv. flestum óháðum hagtölum komið í hraðan samdrátt. Svo ríkisstjórn Hollande getur verið orðin smávegis "desperat."

Hollande Calls for Policy on Foreign Exchange

"Mr. Hollande said a monetary zone "should have a foreign-exchange policy, otherwise it has an exchange rate imposed on it that does not correspond to the real state of the economy.""

""There's a paradox in asking some countries for a competitiveness effort and at the same time making their exports more expensive," said Mr. Hollande. "Otherwise we are asking countries to make efforts on competitiveness that are annihilated by the value of the euro.""

Gengið of hátt - hann getur ekki sagt það skýrara :)

 

Kv.


Hræðsla við Berlusconi og spillingarmál tengt Mariano Rajoy, myndaði snöggan skjálfta á mörkuðum á mánudag!

Þetta sýnir eiginlega hve viðkvæm staðan á evrusvæði í reynd enn er. Að á mánudag varð verðfall á öllum heimsmörkuðum, og verulegt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Best að taka fram að þrátt fyrir verðfall mánudagsins. Standa markaðir enn miklu hærra en tja, fyrir hálfu ári síðan.

Hverjar eru ástæðurnar?

  1. Spillingarmál á Spáni tengt ríkisstjórn Mariano Rajoy, hefur skapað umtalsverðan óróa. Leiddi til fjölmennra mótmælaaðgerða í Madríd í sl. viku. Og um helgina, neitaði forsætisráðherra Spánar öllum ásökunum. En þessi stormur er ekki a.m.k. enn frá.
  2. Hitt er, að skv. nýjustu skoðanakönnunum. Virðist Silvio Berlusconi vera komin hársbreidd að því, að ná að jafna metin gagnvart megin keppinautnum. Ítölskum krötum, munurinn kominn í einungis 4%. Og það er í reynd mögnuð sveifla. Þíðir að markaðir eru farnir að ókyrrast. 

Skoðið mynd í frétt Daily Telegraph - en hún sýnir verðþróunina frá miðju sl. ári fram í febrúar, og þ.e. greinileg ný uppsveifla í vaxtakröfu fyrir spænsk og ítölsk ríkisbréf:

European markets and euro fall amid investor concern over Spain and Italy

Euro Retreats From $1.37

Spanish Premier Vows Transparency on Finances

Rajoy storm blasts Spanish bonds

Italian elections: Il Cavaliere goes all-in

Global stocks fall sharply

  • Hneyxlið á Spáni stendur í tengslum við "fjármögnun kosningabaráttu" sem er tja verð ég að segja, fremur klassísk tegund af hneyksli. En ég man eftir nokkrum slíkum t.d. frá Frakklandi.
  • Nú skekur slíkt hneyksli Spænsk stjórnmál. Ekki enn ljóst hvort þetta kemur til með að veikja að ráði stjórn Rajoy eða ekki. 

Skv. þessu virðist vera gríðarleg reiði á Spáni - "By Sunday a petition demanding his resignation had collected 769,000 signatures on the activist website Change.org, one of several online campaigns calling for a cleanup of Spain's political institutions."

Engin leið að spá í það hvaða afleiðingar þessi reiðialda hefur - en í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er í spænsku samfélagi, vegna hins hrikalega atvinnuleysis. Þá getur Spánn verið mjög nærri ástandi sem kalla mætti PÚÐURTUNNA. Þannig að tiltölulega lítill atburður geti hleypt af stað miklum óeirðum.

Greinilega óttuðust markaðir á mánudag, að þessi atburðarás geti veikt getu ríkisstjórnar Spánar til að fylgja fram niðurskurðaráætlun sinni.

 

  • Skv. Open Europe: "Crucially, these polls also show that the gap between the centre-left coalition led by Pier Luigi Bersani and Berlusconi's centre-right coalition has narrowed to only 4% (the two blocs are on 32.9% and 28.9% respectively)." = 4% munur.

Athugið að þessi niðurstaða könnunar frá sl. viku, inniheldur ekki viðbrögð kjósenda gagnvart nýjasta útspili Berlusconi. Þar sem hann lofar, að endurgreiða landsmönnum mjög óvinsælan skatt tekinn á sl. ári. Skila fénu - með öðrum orðum: Fyrsta atriðið er nýja loforðið.

-----------------------------------------

Loforða listinn skv. nýjustu uppfærslum

  1. Refund Italians for a levy on first homes (IMU) re-introduced by Mario Monti's technocratic government. Berlusconi had already pledged to scrap the tax, but has now raised the stakes further. 
  2. Scrap Italy's Regional Tax on Productive Activities (Irap, which is levied on businesses) within the next five years.
  3. Launch a full tax amnesty.
  4. Finalise a bilateral agreement with Switzerland allowing the Italian government to tax Swiss-based financial activities of Italian citizens. Berlusconi claims this would grant a one-off revenue of €25-30bn, and some €5bn a year.
  5. Scrap public financing of Italian political parties.
  6. Halve the number of parliamentarians (there are currently 630 MPs and 315 Senators).
  7. Cut public spending by a total €80bn in five years.

-----------------------------------------

Fækkun þingmanna - afnám ríkisstuðnings við stjórnmálaflokka - og afnám þessa sérstaka eignarskatts.

Hljómar mjög klæðskerasniðið til að höfða til óánægðra kjósenda. Sem víst nú er nóg af.

Nú virðist sem að markaðir séu farnir að gera ráð fyrir þeim möguleika, að Silvio Berlusconi vinni sigur þá í 4 sinn á hans ferli. Hann hefur reyndar lofað því að vera einungis ráðherra efnahagsmála. 

Lofaði víst svokölluðu Norðurbandalagi, að fá forsætisráðherrann. Svo þeir samþykktu að taka eina ferðina enn þátt í kosningabandalagi með flokki Berlusconi.

Eitt er víst - að það er hreint magnað hvað karlinn er að afreka í þessari kosningabaráttu. En þegar hann hóf hana, var hann meir en 10% að baki kosningabandalagi ítalskra krata við ítalska vinstri-sósíalista. Nokkurs konar VG Ítala. 

En þarna virðist nú vera kosið milli tveggja framtíðar ríkisstjórna - - þ.e. vinstri stjórn með krötum og vinstri-sósíalistum. Hljómar líkt því sem Ísland hefur búið við undanfarin ár.

Og hinsvegar hægri sinnað flokkabandalag, með öðrum orðum - hægri stjórn.

Miðjuflokkabandalag sem styður Mario Monti. Virðist ekki ætla að ná lykilstöðu þeirri, sem draumur var uppi um að tryggði Mario Monti áfram pólitísk áhrif innan næstu ríkisstjórnar Ítalíu.

Skv. fréttum, virðast samskipti Monti og vinstri bandalagsins, ekki vera góð. Þeir mjög gagnrýnir á hans stjórnarfar. Þó vonir hefðu verið um, að Monti myndi vinna með þeim. A.m.k. vonir evrópskra Evrópusinna.

Samtímis, hellir Berlusconi sig yfir stjórn Monti og hvernig hann segir stjórn hans hafa verið að keyra Ítalíu inn í vaxandi kreppu og atvinnuleysi.

Í staðinn fyrir það sem greinilega var vonast eftir í höfuðstöðvum Brussel valdsins, þá virðist ekki stefna í það að Mario Monti verði ráðherra í næstu ríkisstjórn.

Og það burtséð frá því hvort vinstri bandalagið verður ofan á eða það hægri.

Báðar fylkingar virðast vera að skapa sér sem mesta fjarlægð, við miðjufylkingu Monti. Sem virðist ekki ætla að fá meira en á bilinu 10-15%. Það er ekki alveg þ.s. vonir stóðu til.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með því hvað gerist með þetta hneykslismál á Spáni. En þó ég reikni ekki með því að þetta felli ríkisstjórn hægri manna á Spáni undir forsæti Mariano Rajoy. Þá getur málið hleypt það miklum óróa inn í spænskt samfélag. Að ríkisstjórninni verði erfitt um vik að stjórna.

Síðan er það pólitísk endurkoma Silvio Berlusconi. Karlinn virðist sannarlega hafa 9 pólitísk líf. Búinn skv. könnunum sl. viku að ná fylgismun niður í 4%. Karlinn er örugglega kominn með vatn í munninn. Því skv. þessu. Er vel hugsanlegt að hans flokkabandalag, verði ofan á. Naumlega þó. 

Það er sennilega enginn evrópskur pólitíkus hataðri af evrópsku pólitísku elítunni í Brussel en hann. Ekki vegna þess að hann hafi verið sérstaklega slæmur stjórnandi - ef út í þ.e. farið. Þá hefur hans tíð hvorki verið neitt óskaplega slæm né er um að ræða einhvern stóran afrekalista. Ég hugsa að það sé þetta stöðuga kvennafar sem á honum er - hans augljósa kvenfyrirlitning. Sem gerir hann svo hataðan. Hann virðist mörgum vera - fyrirbæri úr fortíðinni. Sem neitar að hverfa úr nútíðinni.

En hvað um það. Það áhugaverða verður. Hvað Silvio gerir ef hann kemst til valda. En hann hefur farið nokkuð mikinn um það. Að hann vilji snúa frá núverandi stefnu. Og leggja áherslu á hagvöxt.

Miðað við söguna. Er eðlilegt að menn séu smávegis skeptískir. En hans stjórnir eru ekki eins og ég sagði þekktar fyrir mikil afrek. Á hinn bóginn, er þetta hans hinsta tækifæri til að setja mark sitt á ítölsk stjórnmál - lokaséns til að skapa sér annan orðstír en þann er hann hefur fram af þessu haft.

 

Kv.


Ný von í Evrópu?

Það er dálítið verið að tala upp í erlendum fjölmiðlum örlítið jákvæðari teikn um efnahagsframvindu Evrópu sem verið hafa uppi allra síðustu mánuði. En það sem mig grunar að sé í gangi er það. Að síðan evrukrísan hefur legið niðri frá mánaðamótum júlí/agúst 2012 þegar Seðlabanki Evrópu kom fram með loforð um að kaupa án takmarka skuldir ríkja í vandræðum gegnt tilteknum skilyrðum. Í kjölfar loforðs Mario Draghi um miðjan júlí sl. um það að gera hvað sem unnt væri til að bjarga evrunni. Þá sé eðlilegt að ætla að það eitt að sú krísa sé í lægð. Létti örlítið yfir fólki.

Hún hafi verið sjálfstætt rekakkeri, sem hafi verið að hvetja fólk til að halda aftur af sér um fjárfestingar, eða eyðslu o.s.frv. Þannig, að örlítið mildari samdráttur mældur allra síðustu mánuði.

Geti verið algerlega rökréttur, í kjölfar þess að sérstök viðbótar bælandi áhrif evrukrísunnar séu frá - í bili a.m.k.

Bjartsýnismenn vilja túlka mál svo, að minnkun samdráttar nú allra síðustu mánuði, sýni að kreppan sé að ná botni, sé merki þess að viðsnúningur sé að hefjast - þannig að hagkerfi evrusvæðis verði komið í örlítinn hagvöxt á seinni helmingi  2013.

Það er spá Seðlabanka Evrópu - - og t.d. frétt Financial Times í sl. viku, vitnaði einmitt ítrekað í það, að viðsnúningi væri spáð sbr.: Manufacturers start year on solid footing

Önnur frétt um þetta er í Wall Street Journal, þ.s. menn velta fyrir sér hvort það sé viðsnúningur í nánd eða hvort þetta sé skammtímasveifla innan áframhaldandi kreppuástands: Euro-Zone Data Suggest Stabilization

 

Mig grunar að margir séu að vonast mjög stíft eftir UPPGANGI

Það sem þessir tveir fréttapistlar benda á eru niðurstöður fyrirtækisins MARKIT.com, varðandi svokallaða Pöntunarstjóra-vísitölu. Sem mjög margir fylgjast með. Best að setja þær niðurstöður upp:

Bendi á að tölur innan við 50 eru samdráttur/ofan við 50 er aukning.

  • Final Eurozone Manufacturing PMI at 11-month high of 47.9 
Þetta er þ.s. báðir pistlarnir eru að benda á, að samdráttur í pöntunum til iðnfyrirtækja hafi minnkað, sé sá minnsti mældi í 11 mánuði. Ath. þetta er samt samdráttur ofan í samdrátt fyrri mánaða.

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)

  1. Ireland 50.3 9-month low
  2. Netherlands 50.2 4-month high
  3. Germany 49.8 11-month high
  4. Austria 48.6 2-month high
  5. Italy 47.8 10-month high
  6. Spain 46.1 19-month high
  7. France 42.9 4-month low
  8. Greece 41.7 2-month high

Skv. þessum tölum er allt í einu komin aukning í iðnframleiðslu í Hollandi eftir dálítinn samdráttartíma um nokkurra mánaða skeið. Smávægileg aukning heldur áfram í iðnframleiðslu á Írlandi.

Það sem mest er bent á, snarlega dregur úr samdrætti í iðnframleiðslu í Þýskalandi, þ.s. staðan er nærri jafnvægi þ.e. minnkun það lítil að þetta er ca. stöðnun. OK - húrra :)

Takið samt eftr því, að allt þar fyrir neðan eru samdráttartölur - þó Austurríki, Ítalía og Spánn sýni nokkuð minni samdrátt en fyrri mánuði. Er þetta samt sérstaklega á Spáni töluverður samdráttur.

Síðan áhugavert, að aukning er í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja í Frakklandi - úps. Það eru mjög slæm tíðindi. En þetta bendir til djúprar kreppu í Frakklandi - - stórt úps!

Og Grikkland heldur áfram að vera í tómu tjóni, þó einhver minnkun samdráttar sé að ræða er þetta enn mjög ör minnkun pantana þ.e. 8,3% milli mánaða, það ofan á langt samdráttartímabil.

  • Þannig að tölurnar eru skýrar - heilt yfir er kreppa. Þó hún sé nokkuð mildari en þegar evrukrísan var í hámarki.
  • En er það ekki einmitt eðlilegt, að með Seðlabanka Evrópu að baki evrunni sem hefur róað markaði hvað evruna sjálfa varðar, með þá hættu frá að hún myndi snögg hrynja jafnvel; þá hefur það einhver jákvæð áhrif, til minnkunar samdráttar, að sú hræðsla skuli frá? 
  • Það þarf alls ekki vera neitt meira sem er í gangi!
  • Ég meina - ekki viðsnúningur.

Enda eru ríkin í S-Evrópu ekki enn búin að klára innri aðlögun, þ.e. lækkun launa til að kostnaðarjafna við Þýskaland, síðan að ná fram nægum afgangi af útflutningi svo skuldir verði sjálfbærar.

Það má því reikna með áframhaldandi samdrætti í S-Evr. um nokkurt skeið áfram. Hve lengi akkúrat kemur í ljós.

Þetta hægir einnig á í N-Evrópu v. tapaðra viðskipta frá S-Evrópu. Í staðinn er vonast eftir því að vísbendingar um aukin hagvöxt í Kína og Indlandi, skapi ný útflutningstækifæri. En tölur benda til aukins vaxtar aftur í Asíu.

Síðan virðist vonast eftir uppgangi í Bandaríkjunum, en sá er í töluverðri óvissu, vegna deilna á Bandaríkjaþingi um skuldaþak sem virðist farin í farveg endurtekninga á 3. mánaða fresti, meðan að Repbúblikanar þrýsta á um útgjaldaniðurskurð - því meira sem verður af honum, því meir mun sá niðurskurður toga niður hagvöxt ársins þar.

  • Það er einmitt stóra vonin - aukinn útflutningur. 
  • Öll Evrópa ætlar sér að verða eins og Þýskaland. 
  • En ber heimurinn það, að Evrópa fari í þann sama farveg sem heild? 
  • Eða er líklegt að það takist að framkalla slíka útkomu? En benda má á, að Japan er farið að virðislækka sinn gjaldmiðil. Af því leiðir að Japanir gætu nú gerst skæðir keppinautar.
  • Ég á erfitt með að sjá að Asía sé til í að skipta um hlutverk - eða sé til í það akkúrat núna, að verða mjólkurkýr fyrir vesturlönd. Í stað þess að þau noti vesturlönd sem mjólkurkýr.
EUR to USD (Euro to US Dollar) Exchange Rates: Charts and historical data

  • Að auki hefur evran verið í hækkunarferli undanfarna mánuði, og er orðin aftur frekar há gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Málið er, að þetta skaðar samkeppnishæfni Evr. útflutningsfyrirtækja - er ekki þ.s. S-Evr. ríkin þurfa á að halda. Er í reynd samdráttaraukandi.

Það verður forvitnilegt að sjá, hvernig stöðugt hækkandi evra undanfarið - víxlverkar við vanda S-Evr. ríkja, en eðlilegt er að ætla að þetta sé óhagstætt fyrir þau. Og dragi úr möguleikum þeirra til að skapa viðsnúning með útflutningi. Þ.e. áætlunin að herma eftir Þýskalandi.

En erfitt er að sjá hvað annað geti skapað hjá þeim viðsnúning með skuldum vafið atvinnulíf, skuldum vafinn almenning, gríðarlegt atvinnuleysi og ríkissjóði sem eru að skera niður og minnka umsvif.

Svo kemur Japan allt í einu sem skrattinn úr sauðaleggnum, ný stjv. Japans eru að keyra á gengislækkun - til að skapa japönskum fyrirtækjum bætta samkeppnisstöðu. Og það er virkilega slæm tíðindi fyrir áætlanir Evrópumanna um sókn inn á Asíumarkaði.

Að auki skaðar gengishækkun evrunnar einnig útflutning til Bandaríkjanna, sem í staðinn kaupa þá frekar líklega japanskar vörur ef þær verða verulega samkeppnisfærari.

------------------------------

Ég á með öðrum orðum, erfitt að sjá viðsnúning í hagvöxt. 

En kannski er mögulegt að Evrópa nánar tiltekið evrusvæði, smám saman lyfti sér úr samdrætti í stöðnun.

 

Niðurstaða

Málið er að það er rétt að reikna með því að lægð í evrukrísunni, hafi jákvæð áhrif á efnahagsmál. En þegar hún var í hámarki fyrri hl. sl. sumars. Þá er öruggt að óttinn í tengslum við evruna var að framkalla viðbótar efnahagsskaða. Nú 6 mánuðum síðar. Er eðlilegt að minni ótti, meira öryggi - skapi minni samdrátt. Óttinn um stórfellt hrun fór frá, og það eitt dregur örlítið úr svartsýni og minnkar nokkuð samdrátt.

Það þarf með öðrum orðum ekki að vera svo - að minni samdráttur upp á síðkastið sé teikn um viðsnúning.

---------------------

Ég bendi einnig á tölur MARKIT að ofan, t.d. er mjög áhugavert að Frakkland. Í því landi skuli samdráttur pantana nú vera næst mestur.

Ef ég væri áhugamaður um evruna, væri ég nokkuð uggandi um þá stöðu Frakklands. Því Frakkland er eitt hinna nauðsynlegu landa þ.e. án þess getur evran líklega ekki haft það af.

Þær tölur benda til mjög verulegs efnahagssamdráttar í Frakklandi.

  • Þetta getur hleypt evrukrísunni af stað aftur.
  • Eins og er vandi Spánar gaus upp á sl. ári, þá hleypti það evrukrísunni á flug sl. vor og sumar.

Frakkland getur einmitt verið næsta land. Og ofangreindar tölur geta bent sterklega til þess. 

Þá geti lognið um evruna sem varað hefur um 6 mánaða skeið, tekið snögglega endi.

 

Kv.


Verður það hrunstjórn No. 2? Árni Páll formaður Samfylkingar!

Skv. fréttum hefur Árni Páll haft sigur á Guðbjarti með 3474 atkvæðum gegnt 2115. Skv. skoðanakönnunum sem komu fram á sl. föstudag, mælist Samfylking minni en Björt Framtíð í þeim báðum sbr: Framókn græðir á Icesave!. Björt Framtíð er greinilega að toga hægri krata yfir til sín. Sem sést á því að sameinað fylgi þeirra tveggja flokka í sbr. við fylgi Samfylkingar 2009 sem var 29,8% er nærri það sama. En mismunur hefur verið á bilinu 1-4%. Það viðbótar fylgi eru hugsanlega burtflognir Framsóknarmenn.

Hvað á Framsóknarflokkurinn að gera?: Ég held að Framsóknarflokkurinn eigi að búa sig undir annað kjörtímabil í stjórnarandstöðu. Málið er að traust kjósenda á flokknum er enn brotakennt. Enn muna menn hvað gerðist í formannstíð HÁ. Muna Finn Ingólfs og aðra. Málið er að ég er fullviss, að Árni Páll mun fara í viðræður við Bjarna Ben eftir kosningar. Eða jafnvel áður en þær fara fram. Og hann mun vera til í að undirbjóða mjög stíft. En Samfylking þarf einungis að fá utanríkismál og tryggja áframhald aðildarviðræðna. Að landa samningi. Allt annað sé þannig séð "fallít." Ef Framsóknarflokkurinn reynir að fara í slíkan undirboðs slag. Þá verður unnt að leggja flokkinn niður fyrir kosningarnar þar á eftir.

  • Framsóknarflokkurinn geti einungis myndað nýja stjórn við þessar aðstæður - skv. því verði að eyðileggja fyrir fullt og allt, að flokkurinn hafi framtíð umfram næsta kjörtímabil.
  1. Sigmundur Davíð stendur því frammi fyrir erfiðum valkosti - þ.e. unnt að koma í veg fyrir hrunstjórn, en á því verði einungis að svíkja öll kosningaloforð flokksins, og því verði að eftir það eigi flokkurinn enga framtíð hjá kjósendum.
  2. Eða, SDG getur valið stjórnarandstöðu sem þíðir líklega að flokkurinn fær mjög mikið fylgi í kosningunum þar á eftir, sem mig grunar sterkt að verði löngu áður en kjörtímabili lýkur í ástandi "annars hruns."
  • Og þá getur komið löng röð kjörtímabila þ.s. Framsóknarflokkurinn er hið sterka afl í innlendri pólitík. Verkefnið verði - endurreisn.

http://www.mbl.is/frimg/6/56/656094.jpg

Hrunstjórn hin seinni!

Málið er að ég held að það sé enginn möguleiki á vinstri stjórn eftir kosningar. Myndun hennar væri of flókin þ.e. þyrfti a.m.k. 4 flokka jafnvel 5. Stefnan of ósamstæð.

Heldur verði valkostir eingöngu einhvers konar stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Það sem breytist með Árna Pál, er að augljóslega mun Samfylking ekki útiloka lengur stjórn með Sjálfstæðisflokki, eins og líklega hefði verið reyndin ef Guðbjartur hefði orðið ofan á. Og vinstri slagslíðan haldist á flokknum áfram.

Árni er enginn asni, og sér þetta örugglega eins vel og ég - þannig að eftir næstu kosningar. Er það líklega Sjálfstæðisflokkurinn sem stendur með pálmann í höndum.

Ekki Framsóknarflokkurinn - jafnvel þó Framsókn nái fram 20% fylgi eins og hún mælist með nú í nýjustu könnun.

Að auki, Árni Páll tel ég að eigi möguleika til þess, að toga e-h af þeim hægri krötum til baka sem hafa undanfarið verið að leita yfir til Bjartrar Framtíðar.

Þannig að BF sé líklega búinn að toppa - - með Árna þá verði flokkurinn færður aftur til baka nær því sem hann var undir Ingibjörgu Sólrúnu. Og við þær aðstæður.

Muni hægri krötunum sem hafa verið að leita til BF aftur líða ágætlega í Samfylkingu, svo að fram að kosningum mun líklega eiga sér stað slík tilfærsla aftur yfir.

Svo að BF minnkar en Samfylking stækkar að nýju.

En áfram haldist reglan, að BF + Samfylking sé sameiginlegt fylgi Samfylkingar 2009 + e-h lítið.

 

Samningsstaða Samfylkingar verður mjög þröng!

Ég held að eftir kosningar standi landið frammi fyrir tveim valkostum. Samstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks. Eða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Það sem getur ráðið því að Samfylking hafi þannig séð betur, verði að Samfylking er líklega grunar mig til í að slá meir af stefnu sinni, en Framsóknarflokkurinn undir Sigmundi Davíð. Að auki, slá meir af kröfum um ráðuneyti, heldur en Framsóknarflokkur Sigmundar Davíðs (þarna gef ég mér að SDG kjósi að henda ekki framtíð Framsóknar út í hafsauga á altari þess að komast í ráðuneytisstól í eitt kjörtímabil).

  1. Málið er að þetta er lokatækifæri Samfylkingar og þar með aðildarsinna allra, að tryggja að "samningi" um aðild verði landað.
  2. Það er ekkert mál sem er mikilvægara í augum aðildarsinna, og Árni Páll er sannarlega aðildarsinni með meiru.
  • Svo að Árni spái ég að muni bjóða mjög dýrt í samstarf með Sjálfstæðisflokki.

Það þíðir, að það verði þá ekki "helmingaskiptastjórn" þ.e. að Samfylking fái færri ráðuneyti og samtímis lélegri.

Að auki, að staða Samfylkingar í stjórnarsamstarfinu verði veik þ.e. Sjálfstæðisflokkur mjög ríkjandi eða áberandi sterkari aðilinn, um stefnu stjórnarinnar og ákvarðanir.

En þ.e. eins og ég sagði, þetta er lokatækifærið til að tryggja aðildarsamning fyrir lok næsta kjörtímabils - þá muni Samfylking undir Árna Pál, velja að kyssa Sjálfstæðisvöndinn vel og rækilega.

Þetta er einskonar "fullkominn stormur" eða "fullkominn mótbyr."

Árni Páll verður þá utanríkisráðherra, sem líklega yrði þá eina mikilvæga ráðuneytið sem Samfylking myndi hafa, en fyrir utan það verði það eingöngu litlu ráðuneytin.

 

Á Framsóknarflokkurinn að selja sig dýrt einnig?

Því myndi fylgja veruleg áhætta fyrir flokkinn. Þ.s. þá yrði hann að svíkja stóru stefnumálin nærri öll eða jafnvel öll, þau sem flokkurinn mun lofa í kosningabaráttunni framundan.

Rétt er að halda á lofti, að traust kjósenda til flokksins er brotakennt. Eftir formannstíð Halldórs Ásgrímssonar og þá óskaplegu spillingu sem þá einkenndi hans samstjórn með Davíði Oddssyni.

Ef Framsóknarflokkurinn myndi fara í stjórn með Sjálfstæðisfl. upp á þau býti, að gefa nánast allt eftir. Sem hann yrði að gera, ef hann ætti að hafa betur í undirboða samkeppni við Árna Pál.

Þá er ég hræddur um flokkinn - tja, það gæti orðið hans banabiti ef horft er lengra fram.

En ástæða þess að smærri flokkar vanalega eiga erfitt uppdráttar í samstjórn með Sjálfstæðisflokki, er að sjálfsögðu vegna þess að þeir ná færri málum vanalega í gegn. 

Og þau áhrif auðvitað magnast upp, ef menn fara í samstjórn eftir undirboða samkeppni við Árna Pál.

Við bætist síðan þar ofan - sú brothætta staða sem Framsóknarflokkurinn býr við. Eftir óskaplega spillingu formannstíðar Halldórs. Sem enn er fólki í fersku mynni.

Ok, ég skil - það getur komið fram sjónarmið. Að það verði svo alvarlegt fyrir þjóðina ef Árni Páll hefur betur. En á sama tíma, ef Framsókn fer í undirboða samkeppni og klárar hana með því að bjóða enn minna; sem yrði þá ástand þ.s. væntanlega Framsókn hefði nær engin áhrif í stjórnarsamstarfinu.

Þá getum við afskrifað líklega Framsóknarflokkinn - eftir það kjörtímabil.

  • Það sem ég er að segja, eins og ég benti á að ofan, er að Framsóknarflokkurinn eigi að undirbúa sig undir annað tímabil í stjórnarandstöðu.
  • Eina leiðin til að halda í traust gamalla sem nýrra kjósenda. Sé að halda staðfastlega í stefnuna núna.

Það er ekki ástæðulaust að ég kalla þetta "hrunstjórn no. 2" eða "hrunstjórn hina seinni."

Ég held að nær öruggt sé að Framsókn komist til valda, og jafnvel löngu áður en kjörtímabilinu er lokið því næsta.

Ég er nefnilega á því að slík samstjórn eigi eftir að "klúðra stórt."

 

Hvað á ég við með stóru klúðri?

Báðir þessi flokkar eru varnar-menn fjármagnseigenda. Þegar þeir stjórna saman. Er öruggt að hugmyndir að losun fjármagnshafta. Munu fullkomlega lúta hagsmunum eigenda fjármagns.

Og þá verði leitað leiða til þess, að sú losun kosti helst fjármagnseigendur - sem allra minnst.

Það þíðir, að setja í reynd kostnaðinn 100% á skattgreiðendur af losun hafta.

En það er öruggt að inn í ESB kemst Ísland ekki, fyrr en höftin verða losuð. Innan raða Sjálfstæðisflokks eru einnig aðilar, sem eru mjög áhugasamir um "snögga losun hafta."

En þ.e. alls ekki sama hvernig sú losun fer fram.

----------------------------------

Fræðilega er unnt að losa höftin þannig, að það sé gert innan krónu og samtímis sé vísitalan fryst.

Þá raunlækka allar peningalegar eignir og allt bundið í krónum þ.e. skuldir, hlutabréf, innistæður, laun.

Kostnaði er dreift nokkurn veginn jafnt á alla aðila.

Sem þíðir að þessi ríkisstjórn mun ekki vilja feta þá leið, því hún mun vilja vernda þá sem eiga peninga fyrir kostnaðinum - eins og framast er unnt. Þ.e. eins og framast er unnt, að setja allan kostnaðinn á almenning.

----------------------------------

Þess vegna óttast ég að þegar t.d. að ef samningur við ESB t.d. liggur fyrir eftir 1 ár eða 1 og hálft ár. Þá muni aðilar innan Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, sem vilja skjóta losun hafta - ná saman um stefnu.

En með þeim hætti, að fjármagnið verði verndað - eða að þeir munu halda að sú stefna muni vernda hagsmuni fjármagns. Vinna saman að því að losa um höft með þeim hætti.

Og hugsanlega ná fram meirihluta innan ríkisstjórnarinnar um það mál.

Hvernig verða þá höftin losuð - svar þannig

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils getur leitt til algers fjármálahruns á Íslandi, og stærra falls lífskjara almennings en okt. 2008!

Þetta er dellan sem ég held að þessir aðilar muni sannfæra sig um. 

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils.

Af hverju velja þá leið? Eins og ég sagði, til að verja fjármagnseigendur:

  • Málið er að trú aðilanna er - að krónan sé megin vandinn.
  • Það sé nauðsynlegt að fá "alþjóðlega viðurkenndan gjaldmiðil."
  • Þetta er líka sett fram sem sanngirnismál þ.e. "hafa menn ekki rétt á að fá laun sín greidd í alvöru peningum."
  • Þeir sannfærðustu, trúa því að trúverðugleika vandi Ísland felist fyrst og fremst í krónunni, þannig að við það eitt að skipta henni út. Aukist sá trúverðugleiki til muna. Þá verði unnt að fá hingað fjárfestingar og framtíðin fljótt verði betri.
  • Þeir segja e-h á þá leið, að með sömu peningum og t.d. innan Bandaríkjanna, sé engin ástæða fyrir peningaflótta. Þar sem það sé ekki hætta á því að þeir virðisfalli snögglega. Og þá sé því hættan á þeim mikla peningaflótta sem nú blasi við - afnumin. Það sé gengisfallshættan sem er yfirvofandi vilja þeir meina, sem skapi hættuna á því mikla útstreymi sem mun eiga sér stað. Ef höftin séu losuð.

Að baki þessari afstöðu liggur grundvallar misskilningur um það hvað það akkúrat er, sem skapar vandkvæði í sambandi við trúverðugleika.

En þeir sem trúa ofangreindu, eiga þá afskaplega erfitt með að útskýra - af hverju það var á sl. ári fjármagnsflótti frá S-Evrópu til N-Evrópu. Eða hvers vegna það brast á mjög skyndilegur fjármagnsflótti frá Írlandi 2010 eða Grikklandi það sama ár.

  • Punkturinn er að trúverðugleiki liggur í skuldastöðu landa vs. þeirra framtíðartekjur. Þá breytir engu hvaða gjaldmiðill er til staðar hvort þ.e. eigin eða gjaldmiðill einhvers annars.
  • Trúverðugleiki Írlands hrundi 2010 eftir mistök írskra stjv. er þau gengust í allt of miklar ábyrgðir í tengslum við írsku bankana. Á sama tíma, hrundi trúverðugleiki Grikklands vegna uppsöfnunar Grikkja á skuldum vegna óstjórnar vs. skuldasöfnunar v. viðskiptahalla. Á Spáni var vandinn vegna þess, að þar sprakk hagkerfisbóla 2008 og ca. á sl. ári var vandinn vegna kreppunnar sem hefur hafist á Spáni vegna timburmanna sem hafa fylgt því hruni, farinn að skapa ótta um framtíðar greiðslugetu Spánar þ.e. aftur ótti vegna upphleðslu skulda.
  • Ísland er fyrst og fremst með brotakenndan trúverðugleika vegna tæprar greiðslustöðu vegna erfiðrar skuldastöðu.
  • Allt sem eykur á þær skuldir, skaðar þá trúverðugleika Íslands frekar.
  • Og snögg veruleg frekari aukning þeirra skulda, getur skaðað þann trúverðugleika verulega til viðbótar - - m.a. þess vegna sem varð að stöðva Icesave málið. 

Það er einmitt þess vegna, sem mjög hættulegt væri að beita þeirri leið að losa höftin með upptöku nýs gjaldmiðils? Með öðrum orðum, áður en peningaflæðisstýflan hefur verið losuð:

  1. Það er reyndar einnig hugsanlegt að slík ríkisstjórn fari aðra leið, þ.e. að losa höft í krónu.
  2. En með því að skuldsetja almenning 100% fyrir losun hafta.
  • Þá verði það gert þannig, að útistandandi aflandskrónum verði breytt í langtímaskuldir á skattborgara.

Sú leið hefði þó þann galla í augum fjármagnseigenda - að ekki væri komist hjá gengisfalli þegar höftin væru losuð.

Og að sjálfssögðu, myndi ofangreind viðbótar skuldsetning. Leiða til ívið lægri gengisstöðu - en ef höftin eru losuð þannig, að kostnaður fellur á eigendur aflandskróna og deilist á innlenda fjármagnseigendur og íbúa landsins jafnt.

Málið er að ég held að fyrri og verri leiðin höfði til þeirra sem innan Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, vilja nýjan gjaldmiðil sem allra - allra fyrst.

Að sú leið sé ívið líklegri að vera farin.

Þannig séð er skárra að losa höftin með aðferð B í þessu samhengi, en það þíddi langvarandi viðbóta lækkun lífskjara almennings - vegna skuldsetningarinnar sem valið væri að setja á almenning.

Meðan að leiðin myndi óhjákvæmileg tel ég leiða fram "2.hrun" er mun verri, en líklegri þó að verða valin. Vegna þess að ég er á því að meðal andstæðinga krónu. Ráði ýmsar ranghugmyndir. Þ.s. þeir stórfellt ofmeta "hugsanleg" neikvæð áhrif hennar og telja þau jafnvel hinn ríkjandi megin vanda. Og því samtímis þeir stórfellt vanmeta áhættuna af snöggum skiptum á gjaldmiðli.

 

Niðurstaða

Hvaða ástand er ég að tala um ef leið "Annars hruns" yrði ofan á? Ég útskýrði það í færslu minni, sjá aftur: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils getur leitt til algers fjármálahruns á Íslandi, og stærra falls lífskjara almennings en okt. 2008!.

Það sem ég er að veðja á er, að samstjórn þessara tveggja flokka verði svo slæm fyrir almenning. Ofan í það sem gerðist síðast er þeir voru saman í stjórn.

Að ef Framsóknarflokkurinn velji að gefa ekki eftir sína stefnu nú. Að vera þess í stað aftur í stjórnarandstöðu. Þá muni hann uppskera þann stóra kosningasigur sem flokksmenn dreymir um. Og síðan þaðan í frá - nýtt tímabil sterks Framsóknarflokks. Sem yrði þá raunverulega "leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum." Og þá líklega um langan aldur á eftir.

Framsóknarflokknum verði fyrirgefið að fullu. Og þá um leið, í kjölfar þess hruns sem líklega á sér stað. Skapast tækifæri fyrir þær róttæku breytingar sem Frosti Sigurjónsson hefur áhuga á að innleiða.

En þær breytingar eru svo róttækar. Að í eðli sínu. Er mun einfaldara að innleiða þær í því ástandi að verið er að endurreisa innlent fjármálakerfi aftur frá grunni. Því um er að ræða algera grunn skipulags breytingu.

Þaðan í frá gæti kerfið og krónan verið miklu mun stöðugra. Það væri þá ný og endurreist króna, undir fullri stjórn ríkisins sjálf þ.e. þá væntanlega Seðlabanka af ríkinu falið fullt prentunarvald. Bankar reknir í "full reserve" skipulagi. Meginbreyting er þá sú að öðru leiti, að peningamagn verður þá eingöngu aukið af Seðlabanka og það er hlutverk ríkisins að koma því í umferð.

Í því felst viss áhætta - en svo lengi sem ríkið hefur hagkvæma hluti til að framkvæma. Gengur það upp. Enn blessunarlega nóg til af slíku.

------------------------------

Þ.e. auðvitað til önnur leið sem mér einnig finnst koma til greina þ.e. hugmyndir Leigh Harkness:

Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?

Hvaða fyrirkomulag tryggir best að bankar leiki sér ekki með krónuna?

Það má vera að þegar á reynir jafnvel í hrunástandi, verði andstaða öflug við svo róttækar hugmyndir sem "Full reserve" kerfi sannarlega er. Og þá finnst mér leið á grundvelli hugmynda Leigh Harkness ekki vera neitt augljóslega verri.

Það fer þó eftir því - hver eru meginmarkmið. Og hvaða vigt þeim er gefið. Leið Leigh Harkness gefur sbr. aukinn stöðugleika. En á móti halda bankar enn því að búa til peninga. Þeir koma peningamagni í umferð eins og er í dag. En á það eru sett belti og axlabönd hvað þeir geta búið til mikla peninga. Svo bankar geti ekki búið til of mikið af þeim lengur þ.e. útlánabólur heyra sögunni til. Það sama á við í "Full reserve" kerfi að útlánabólur einnig heyra sögunni til. En þá þarf ríkið að koma peningamagninu í umferð. Sú staðreynd ef umræðan kemst á fullt flug milli þeirra valkosta, getur gert leið "Leigh Harkness" áhugaverðari. Eða kannski ekki. Kemur í ljós. Á móti, má skattleggja banka sérstaklega til að hirða af þeim svokallaðan "mynntláttuhagnað." Þeir hafi þá hærri tekjuskatt en annað atvinnulíf auk þess að belti og axlabönd eru á hve mikið þeir geta aukið peningamagn hverju sinni.

 

Kv.


Framókn græðir á Icesave!

Eins og fram kom á Stöð2 þá mælist Framsóknarfl. með 21% fylgi í þeirra nýjustu könnun. Sem unnin er dagana eftir að sigurinn í Icesave málinu liggur fyrir. Ég ætla ekki að halda því fram að þarna sé komin örugg fylgissveifla. En þetta sýnir ef til vill hvað Framsóknarflokkurinn getur átt inni. Ef hann heldur vel á spöðum fram að kosningum - með kosningabaráttu sem er vel rekin og skv. góðum málsstað.

Óvenjuhátt hlutfall þeirra sem neita svara þ.e. 45% í könnun Stöðvar 2, gefur líklega einhverja óvissu um hvert akkúrat fylgi flokkanna er. Í könnun Gallup, er fj. neita að svara eða neita að taka afstöðu, 39,9%.

Sem gerir ekki mikinn mun - skýrir því líklega ekki fylgissveifluna milli kannana. Ef til vill eru margir að bíða eftir kosningastefnu flokkanna.

Á hinn bóginn sýna rannsóknir á kjósendahegðan í gegnum áratugina, að vanalega skiptast óákveðnir og neita að svara á milli flokkanna, í ca. sömu hlutföllum - - sem er sannarlega ekki 100% öruggt.

 

Dálítið sérstak að tvær kannanir koma fram sama dag, í annarri ef Björt Framtíð næst stærsti flokkurinn, en í hinni seinni er Framsóknarflokkurinn í því hlutverki!

Það virðist skýrast af því að könnun Gallup er unnin yfir lengra tímabil, og sennilega er ekki að mæla þá fylgissveiflu sem á sér stað í nýliðinni viku.

Skv. Gallup: Björt framtíð næststærsti flokkurinn

Framsókn: 14%

Sjálfst.fl.: 36%

Samfylking: 16%.

Björt Framtíð: 19%

Vinstri Grænir: 8%.

Áhugavert að Samfó + BF gefa: 35% sem er 5,2% yfir kosningafylgi Samfó 2009, svo þarna er þá BF að fá fylgi einhvers staðar frá utan raða Samfó.

Skv. Stöð2: Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu

Framsókn: 21%

Sjálfst.fl.: 32%

Samfylking: 12%.

Björt Framtíð: 16%

Vinstri Grænir: 11%.

Í þessari könnun er Samfó + BF: 27% sem er 2,8% innan við fylgi Samfó í kosningunum 2009.

Áhugavert að Icesave málið minnkar e-h fylgi BF. Ekki undarlegt að það minnki fylgi Samfó.

  • Best að taka fram - að það er ekkert undarlegt að Framsóknarflokkurinn sé ekki að njóta andstöðunnar við Icesave - fyrr en núna.
  • Það sem kjósendur voru eðlilega nagandi neglurnar yfir dómsniðurstöðunni fram á sl. mánudag, það varð ekki ljóst að Framsókn hafði rétt fyrir sér allan tímann, fyrr en nú.

Þannig séð má vel vera, að þetta verði því ekki skammtímasveifla - þ.e. kjósendur vita nú að stjórnarandstaða Framsóknarfl. sparaði þeim stórfé, og örugglega varði það að lífskjör þeirra súnkuðu ekki enn meir niður, en þau þó hafa gert.

Þó ríkisstjórnin hæli sér af því að vera velferðarstjórn, þá með andstöðu sinni við Icesave, hefur Framsóknarflokkurinn líklega gert velferð kjósenda meira gagn, en seta ríkisstjórnarflokkanna í ráðherrasætum.

 

Niðurstaða

Hin snögga fylgishreyfing sem mælist í könnun Stöðvar2 er trúverðug, vegna þess að núna liggur fyrir loks niðurstaða Icesave málsins. Framsóknarfl. er eini flokkurinn sem frá upphafi hefur fylgt staðfastri andstöðu við málið. Hann einn hefur algeran trúverðugleika þegar að því máli kemur.

Þannig að rökrétt að sá flokkur njóti nú ágóðans, af létti kjósenda.

Að sama skapi er eðlilegt, að ekki fyrr en nú - gat Framsókn farið að njóta þess ágóða.

Því niðurstaða máls liggur ekki fyrir fyrr en nú á síðustu dögum.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að þessi fylgissveifla sé ekki dægursveifla, en það verður að koma í ljós á næstunni. Það er verkefni Framsóknarflokksins að halda vel á spöðunum fram að kosningum, svo hann geti náð því að halda í þetta fólk, sem er svo greinilega ánægt í dag - með afstöðu Framsóknarfl. við Icesave málið, staðfastlega frá byrjun þess til enda.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847112

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband