Mun snarlega hægja á hagvexti í Kína eftir 2020! Fólksfjölgunartímasprengjan er að springa nú þegar!

Þetta er ályktun sem væntanlega opnar augu einhvers. En þetta byggist á frekar óvæntum mjög ný fram komnum upplýsingum. Sem ekki hafa enn síast inn í alþjóðlega umræðu meðal fjölmiðla nema að litlu leiti. Það er, að fólksfjölgunarþróunar sprengjan sem Kína sjálft bjó til með 1. barn per fjölskyldu stefnunni, er þegar að skella á. Ekki eftir 10 ár. Ekki eftir 20 ár. Heldur nú þegar er þetta hafið.

Þetta kemur fram í mjög merkilegri rannsóknarskýrslu frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum:

Chronicle of a Decline Foretold: Has China Reached the Lewis Turning Point?

Bls. 14

  • "China’s excess supply of labor has peaked in 2010 and is on the verge of a sharp decline:
  1. "from 151 million in 2010"
  2. "to 57 million in 2015,"
  3. "and 33 million in 2020"
  • "The LTP is projected to emerge between 2020 and 2025, when excess supply turns negative (i.e., the labor market moves into excess demand)."

Það sem þetta segir er að Kína stendur nú frammi fyrir mjög hröðu hruni í fjölda reikandi farandverkamanna.

Og að skortur á vinnuafli muni skella á Kína - - tja, frá og með milli 2020 og 2025.

Svo versna hratt!

Segir Ambrose Evans-Pritchard er vakti athygli á þessu - IMF sees 140m jobs shortage in ageing China as 'Lewis Point' hits

 "A decade after that China will face a labour shortage of almost 140m workers, surely the greatest jobs crunch ever seen."

Það sem þetta líklega þíðir - - er hrun í hagvexti!

Kína fer líklega bratt á næstu árum yfir í miklu mun hægari hagvöxt, nær því sem við erum vön á vesturlöndum - þ.e. ekki lengur þær tölur sem sést hafa sl. 20-25 ár.

Kína fer ekki endilega niður í 0 vöxt eins og t.d. Evrópa virðist ætla lenda í. Þar sem Kína á enn eftir að klára mikið af innri uppbyggingu, skortir enn víða á gæði vega og samgöngukerfis. Sem og gæði menntunar. Ekki síst, að Kínverjar eru enn mun fátækari en meðal Evrópumaðurinn eða meðal Bandaríkjamaðurinn.

Þetta þíðir þó, að Kína verður mjög fljótlega - ekki eftir 10 ár eða 20, heldur á allra næstu árum.

Að kúpla algerlega um - aðferð þá sem beitt er við hagvöxt.

Þ.e. landið verður að einbeita sér að eflingu eigin mannauðs!

Eins og ég sagði, enn skortir á menntun sbr. þ.s. telst vera eðlilegt á vesturlöndum. Og eins og ég sagði, ekki er enn búið að fullklára innri framþróun í Kína.

En þetta verður mjög krefjandi tími fyrir kínverska leiðtoga - þ.s. þ.e. ekki auðvelt að kúpla frá því að vera "middle income" land yfir í að vera "high income" land.

Sovétríkin náðu ekki að yfirstíga þann þröskuld - höfðu ekki þann innri sveigjanleika sem til þurfti. S-Ameríka feilaði einnig á 8. áratugnum, í kreppunni frægu sem hófst undir lok þess áratugar í S-Ameríku.

----------------------------

Ef ekki tekst að brúa þetta bil - getur Kína lent í sbr. kreppu við Brasilíu. Þegar eru margvísleg hættumerki uppi. Ekki síst það óskaplega peningamagn sem kínv. stjv. hafa látið bankana búa til. Eins og fram kemur í grein Evans-Pritchard -:

  1. "The balance sheets of China’s banks have been growing by over 30pc of GDP a year since the Lehman crisis and are still growing at a 20pc..."
  2. "Fitch Ratings said fresh credit added to the Chinese economy over the last four years has reached $14 trillion..."
  3. "This extra blast of loan stimulus is roughly equal to the entire US commercial banking system."
  4. "The law of diminishing returns is setting in. The output generated by each extra yuan of lending has fallen from 0.8 to 0.35, according to Fitch."
  5. "Mr Magnus said credit has reached 210pc of GDP - far higher than other developing countries..."

Þetta lítur út eins og klassísk útlánabóla - - og það af algerlega gígantísku umfangi.

Til hvers? Til að viðhalda mældum hagvexti í tölum í kringum rúmlega 8%.

Þetta getur ekki malað á þessum hraða - þegar, þegar er að byrjað að örla á skorti á vinnuafli.

Tja, maður getur séð fyrir sér sbr. bólukrass við þ.s. gerðist í Japan síðla vetrar 1989. Þó að Kína eigi enn - spil á hendi. Þ.e. skuldabréfa eign sín þ.e. bandarísk ríkisbréf. Sem Kína enn á mikið af.

Þannig að Kína getur líklega reddað sér frá því að ríkið drukkni í skuldum eins og það japanska gerði 1989, með því að koma þeim bréfum í verð. Það er þó einungis redding í eitt sinn.

Eftir það yrði þá Kína að reka sjálfbæra stefnu - eða að næsta bólukrass gæti endað í langvarandi skuldavíti, eins og S-Ameríka lenti í v. lok 8. áratugarins.

 

Niðurstaða

Hvað segir þetta okkur? Hið ofsalega hraða ris Kína er við það að taka enda. Og ef Kína tekst að komast hjá krassi sem mörg lönd hafa lent í er þau hafa leitast við að komast yfir "middle income" hjallann, yfir í að verða "high income" land. Þá verður það normal land eins og vesturlönd, með hagvöxt á bilinu 2-3% ekki meir en 4-5% í stað 8-10% sem hefur verið normið sl. 3. áratugi.

Annað sem það þíðir. Er að Kína mun ekki yfirtaka bandaríska hagkerfið að umfangi nærri því strax. Ef Kína það gerir nokkru sinni. Heldur, ef það gerist á annað borð. Þá verður það á lengri tíma vegna þess, að hagvöxtur verður svo mikið hægari en áratugina 3 síðustu.

Síðan, má vera að þ.s. Indland er töluvert á eftir Kína. Að það verði dóminerandi hagvaxtarland næsta áratugar. Þ.e. verði stóra landið með tölur á bilinu 6-10%. Sem gæti gert Indlandi kleyft að ná Kína kannski á 15 árum eða svo. Þá verði það 2 Asíurisaveldi. Hvorugt algerlega dóminerandi.

Bandaríkin geti þá hugsanlega haldið stöðu sinni, sem 3 risaveldið. Verið í engu veikari aðilinn a.m.k. 

-------------------------------------

Ps: Önnur athyglisverð frétt. En Hollande forseti vill að evrusvæði taki upp virka stefnu um gengi evrunnar. En skv. fréttum dagsins, finnst Hollande gengi evrunnar þegar vera orðið of hátt. Þetta kemur kannski ekki á óvart, en hærra gengi evrunnar upp á síðkastið skaðar útflutning fyrirtæka út fyrir evrusvæði. Og Franska hagkerfið er í alvarlegum vanda, skv. flestum óháðum hagtölum komið í hraðan samdrátt. Svo ríkisstjórn Hollande getur verið orðin smávegis "desperat."

Hollande Calls for Policy on Foreign Exchange

"Mr. Hollande said a monetary zone "should have a foreign-exchange policy, otherwise it has an exchange rate imposed on it that does not correspond to the real state of the economy.""

""There's a paradox in asking some countries for a competitiveness effort and at the same time making their exports more expensive," said Mr. Hollande. "Otherwise we are asking countries to make efforts on competitiveness that are annihilated by the value of the euro.""

Gengið of hátt - hann getur ekki sagt það skýrara :)

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband