Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Í tilefni þess að landsfundur Framsóknarflokksins hefst á morgun og flokkurinn ætlar að vera með útspil fyrir næstu kosningar, í tengslum við aðgerðir sem ætlað er að aðstoða lánveitendur í vanda. Þá hef ég ákveðið að rifja upp gamla tillögu sem ég kom fram með fyrir 3 árum.

7.3.2010 - Hvernig björgum við húseigendum í vanda?

Mjög lauslega byggir þetta á sambærilegri hugmynd við húsnæðisstofnun sem Franklin Delano Roosevelt forseti Bandaríkjanna lét stofna á 4. áratugnum. Sú stofnun var leyst upp fyrir rest. Ekki fyrr en eftir stríð rámar mig. Og skilaði fyrir rest hagnaði.

 

Hver er grunnhugmyndin? 

  1. Vegna þess að fjöldi húsnæðislána er í dag í eigu banka sem seldir hafa verið til kröfuhafa þ.e. vogunarsjóða. Þá mun ríkið þurfa að kaupa í reynd viðkomandi húsnæðislán. Eitt mögulegt form er það, að fólk sæki um úrræðið til tiltekinnar stofnunar; sú stofnun síðan semur við banka viðkomandi um yfirtöku á láninu. Fræðilega getur þetta verið Húsnæðislánasjóður.
  2. Til þess að ríkið geti afskrifað lán viðkomandi, þá sé tilboðið það að viðkomandi afsali sér fasteign sinni á móti, yfir til þeirrar stofnunar sem sér um umsýsluna. En með yfirtöku fasteignar, hefur ríkið þá eign á móti þeirri fjárhagslegu áhættu sem það er að taka.
  3. Bankar tapa ekki endilega á því að semja, því í stað skuldar viðkomandi einstaklings fá þeir þá skuldabréf á ríkið. Ríkið væntanlega yfirtekur lélegustu skuldarana þ.e. þá sem mestar líkur eru á að bankinn tapi á. Þar með styrkist einnig fjárhagsstaða bankanna. Sem a.m.k. hugsanlega gerir þá viljugari til að veita samfélaginu aukna fyrirgreiðslu.
  4. Þeir einstaklingar sem hafa afsalað sér fasteign sinni til viðkomandi umsýslustofnunar, fá að dvelja áfram í húsnæði sínu, gegnt hóflegri leigu sem miðast við áætlaða greiðslugetu viðkomandi.
  5. Eftir t.d. 10 ár, en tímabilið getur verið lengra eða styttra, þá sé húsnæðið sett í almenna sölu. En leigjandinn hafi forkaupsrétt. Ef sá er ekki nýttur - legg ég þó til að annar valkostur geti staðið til boða, þ.e. leiga á fullu markaðsverði ef viðkomandi sækir um það fyrirkomulag. Annars ef forkaupsréttur er ekki nýttur og viðkomandi óskar ekki eftir að fá að leigja áfram. Sé eignin seld og viðkomandi flytur annað.
  • Væntanlega er heppilegast að ríkið láti a.m.k. bankana vita með góðum fyrirvara, ef það stendur til að bjóða upp á slíkt úrræði. En bankarnir þurfa að vilja selja.
  • Nema að sett séu lög sem neyði fram slíka sölu - ef húseigandi vill fá að komast í úrræðið. En þá væntanlega þarf einhverskonar dómhvatta nefnd sem ákveður rétt virði láns. En möguleiki er annars á kærumálum bankanna.

 

Bendi á að það þarf ekki að fara þannig að ríkið tapi á þessu úrræði!

Eftir tíð Roosevelt var stofnunin leyst upp og eignir seldar, eftir að hagkerfið var búið að eflast töluvert. Mig rámar í eftir stríð. 

En húsnæðisverð eru mjög háð hagkerfisástandi. 

Ef við miðum við 10 ár, þá þíðir það að ríkið hefur þann tíma til þess, að skapa forsendur þess að húsnæðið verði umtalsvert meira virði; en það verð sem það tók það húsnæði yfir gagnvart.

Það er að sjálfsögðu langt í frá öruggt, en rökrétt ef tekst að skapa nýjar forsendur fyrir hagvexti.

Þá einnig leiðir það til hækkaðs húsnæðisverðs, með tíð og tíma.

Þannig að þó yfirtakan kosti ríkið töluvert, auki skuldir þess þrátt fyrir að tekið sé tillit til eignanna sem teknar eru yfir á móti.

Þá er alveg unnt að láta dæmið ganga nægilega vel upp, svo að stöðu ríkisins sé ekki ógnað með alvarlegum hætti.

En það byggir að sjálfsögðu á skilvirkni atvinnu- og atvinnulífsuppbyggingarstefnu stjórnvalda, árin eftir að slíkt úrræði er sett á fót. Til þess þó að tapið yrði ekki neitt, þyrfti töluvert öflugan hagvöxt líklega yfir það 10 ára tímabil.

En því meiri sem hann verður á þeim tíma, því minna verður það tap. Fræðilega endar ríkið á ca. sléttu eða jafnvel með smá hagnaði.

 

Má beita þessu til þess að afnema verðtryggingu?

Fræðilega, en það væri þó verulega stærri biti fyrir ríkið að taka öll verðtryggð húsnæðislán yfir, en þá þyrfti að borga bönkunum fullar fébætur sem líklega "dómssátt næst um" en dómsmál væru líklega þá óhjákvæmileg, en það má vel setja lög um slíka yfirtöku. Ekkert ómögulegt við það.

En það er þó hugsanlegt að svo stór biti sé of áhættusamur fjárhagslega fyrir ríkið.

Jafnvel Þó gert sé ráð fyrir aðferðinni að taka yfir eign gegnt því að afskrifa lán.

En segjum að það væri gert, beitt annars ofangreindri leið. 

Þá væri væntanlega nýtt lán ekki verðtryggt sem einstaklingar fá þegar þeir kaupa sína eign á nýjan leik, í lok tímabilsins.

 

Niðurstaða

Ef einhver góður Framsóknarmaður er á fundinum á morgun föstudag. En ég mun ekki mæta fyrr en á laugardag og sunnudag. Þá má viðkomandi taka þessa hugmynd að láni. Og setja hana fram á fundi vinnuhópa sem hefjast þegar á morgun föstudag.

  • Í ljósi þess að flokkurinn ætlar að bjóða upp á lausnir fyrir skulduga - - þá getur tími þessarar hugmyndar nú verið kominn!
--------------------------------------------

Ps: Það var áhugaverð frétt varðandi Írland. En Írar náðu að endurskipuleggja 2% af skuldum sínum. Þó það hljómi ekki mikið. Var þetta mjög dýr skuld á 8% vöxtum og afborgun mjög erfið fyrir írska ríkið þ.e. 3,1ma.€ á ári nk. 10 ár - ef lánið hefði haldið áfram. Greinilegt að það var ekkert elsku mamma hjá Seðlabanka Evrópu er írsk stjv. fengu þetta lán frá stofnuninni. Og örugglega hefur samkomulagið falið í sér fullar uppgreiðslur þessarar skuldar. En hingað til hefur ECB neitað að afskrifa nokkuð eða lækka vexti lána sem hann hefur veitt - skv. þeirra túlkun að "ECB sé bannað að fjármagna ríki." ECB túlkar sem sagt það bann með þeim hætti, að ECB sé óheimilt að veita nokkrar hinar minnstu tilslakanir. 

ECB fær í staðinn nýja skuld til 40 ára á 3% vöxtum. Ríkisstjórn Írlands segir þetta muni spara írska ríkinu 20ma.€ af útgáfum skuldabréfa næstu 10 árin. Mig grunar þó að nýja lánið hljóti að vera upp á hærri upphæð til að dekka vextina sem ECB hefði fengið af hinu láninu svo ECB sé ekki að tapa. Þetta atriði er óskýrt skv. fréttum.

Írska ríkið hefur í leiðinni afskrifað þrotabú Anglo Irish bankans. Sem hrundi svo óskaplega dýrt fyrir nokkrum árum. Er hann nú formlega úr sögunni. Engum til saknaðar.

Ireland Reaches Debt Deal

ECB agrees deal to ease Ireland's debt burden

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Einar Björn; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Síðan hvenær; ættum við, að trúa fimbulfambinu, frá þessum glæpaflokki, Einar minn ?

Sigmundur Davíð; og slekti hans, ættu að gera þeim Þúsundum manna og kvenna, sem ENN bíða endurgreiðslna Samvinnutrygginga fjárins, áður en þú; jafn greindur og velviljaður maður, skyldir fara að trúa raupinu, í þessu liði, S. D. Gunnlaugssyni og hans kónum, síðuhafi mæti.

Við vitum betur; en svo, Einar Björn !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 02:30

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einar, þessi hugmynd byggir á þeirri staðreynd að lántakinn taki á sig allar byrgðar af stökkbreytingu lánsins. Bara gert í öðru formi og honum tryggt húsnæði til að búa í í tíu ár.

Vandinn er hins vegar stærri og í raun allt annar.

Lántaki, sem nú er að komast í vanda, er sá sem fór varlega fyrir hrun. Þeir sem fóru óvarlega og sýndu ekki forsjá, eru flestir þegar komnir á hausinn.

Fyrir þann sem átti nærri helming sinnar eignar fyrir hrun, en hefur tapað henni að mestu eða öllu til bankans, er þetta engin lausn.

Það verður að halda því til haga í þessari umræðu, að þeir sem ákváðu að geyma sitt sparifé í húseign sinni, hafa tapað henni að fullu og í mörgum tilfellum einnig séreignasparnaðnum, meðan þeir sem ákváðu að geyma sinn sparnað á bankabók fengu greitt að fullu. Það er þarna sem óréttlætið liggur og það er þetta sem þarf að laga.

Staðreyndin er sú að þeir sem fóru varlega fyrir hrun og reystu sér ekki burðarás um öxl, eru nú að komast í vanda. Þeir hafa hingað til getað greitt af sínum lánum, með séreignasparnaði og hertri sultaról. Nú standa þeir frammi fyrir þeirri staðreynd að eiga ekki krónu í sinni íbúð, allur sparnaður farinn og afborgun lánanna hækkar við hver mánaðarmót. Ævisparnaðurinn er horfinni til bankans og framundan auðnin ein.

Fyrir mann eins og mig, sem nálgast hratt seinasta áratug starfsævinnar, er þetta ekki fögur mynd, eftir að hafa í sveita míns andlits lagt allt mitt sparifé í íbúð mína og var kominn í ágæta stöðu fyrir hrun. Nú á ég ekkert, en þarf samt að greiða stórann hluta minna launa til bankans.

Þessi tillaga sem þú viðrar mun vissulega létta á greiðslubyrgði minni, en það stæði á endum að þegar búsetutryggingu minni líkur, fer ég á eftirlaun. Hvernig á ég þá að kaupa mér húsnæði?

Staða mín er það sem talið er góð, af hálfu stjórnvalda. Engin lán tekin á síðustu árum fyrir hrun og engin bílalaán né önnur neyslulán hafði ég tekið. Allt sem keypt var, var greitt út jafn óðum, þó það þýddi að  maður var ekki á splunkunýjum bílum, eða með flott fellihýsi í eftirdragi allt sumarið. En ég var með húsnæðislán, tekið rétt eftir aldamót. Lán sem var þá um 70% af fasteigninni, en hlutfallið komið niður fyrir 60& við hrun. Afborgunin af þessu láni var ekki meir en svo að maður fann varla fyrir henni, nú verð ég við hver mánaðamót að skipuleggja vel hvernig ég ætla að lifa til næstu mánaðamóta, eftir að hafa greitt af láninu og aðra reikninga sem þarf að greiða og bankinn á nánast hverja krónu í húsnæðinu sem ég bý í.

Þegar maður er kominn í þessa stöðu er fátt til bjargar og vilji til að halda áfram að styrkja bankann minnkar við hver mánaðamót.

Það eru þúsundir á svipuðu róli og ég og ef allir tækju þá ákvörðun að hætta að greiða, hrynur bankakerfið. Fyrir okkur er engu að tapa, en fyrir bankana og þjóðfélagið allt að vinna.

Þessum vanda þarf að taka á strax. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn mun ekki gera það, en ef ný ræðst ekki gegn honum strax að lokinni myndun hennar, fer allt til fjandans.

Fólk bíður og fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar mun greina á milli feigs og ófeigs þjóðarinnar!

Vandinn er alvarlegur, grafalvarlegur!!

Gunnar Heiðarsson, 8.2.2013 kl. 06:24

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar - - ef Framsóknarfl. svíkur sín loforð þá verður hann í stöðu þeirri sem VG er í nú að afloknu nk. kjörtímabili. Ég mun að sjálfsögðu benda flokksmönnum á það atriði. Að ef ekki er staðið v. fögru fyrirheitin. Farið í stj. með Sjálfst.fl. án þess að taka loforðin með í þeim pakka er stjórnin er mynduð. Verði unnt að leggja flokkinn niður að afloknu kjörtímabili. Svo fremi sem SDG ætlar sér ekki að vera formaður einungis eitt tímabil enn, heldur miklu lengur en það. Þá eru það hagsmunir hans að tryggja flokknum lengra líf. Og þess vegna þarf hann þá að standa við nægilega mikið hlutfall loforða flokksins. Eða sleppa því að fara í ríkisstj.

Ef maður treystir ekki því hvernig einstaklingar eru byggðir, þá á maður vanalega að gera treyst á hagsmuni þeirra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.2.2013 kl. 11:24

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gunnar - - sparifé í húseign þarf ekki að vera fullu glatað. Ef tekst að framkalla efnahagslegan viðsnúning nk. 10 ár mun eignaverð hækka á ný.

Þ.e. líka annað atriði sem er inni í þessu. Þ.e. hvernig eru höftin losuð.

En ég vil gera það með þeim hætti, að vísitalan sé fryst á maðan t.d. í 2 ár. Má velta fyrir sér hvort á síðan að hafa hana með þaki við 5 eða 6% 2 ár til viðbótar eða nota tækifærið og frysta hana að fullu og öllu.

A.m.k. ef hún er þannig tímabundið fryst. Þá virðislækka launin samhliða þ.s. allt í krónu virðisfellur að sama marki, allir bera kostnaðinn jafnt þ.e. aldraðiðr, launamenn, eigendur skulda, þar á meðal vogunarsjóðirnir og þeir sem taka peninginn sinn úr landi. Reyndar er tjón þeirra sem fara út ekki allra jafnt, þeir fyrstu verða fyrir ívið minna. Svo eðlilega eykst það. Þar til ekki borgar sig lengur að flytja pening úr landi og fjárstreymi stoppar.

Punkturinn er að fræðilegs er unnt að virðislækka skuldir landsmanna með þessum hætti, síðan þegar laun hækka aftur ef tekst að skapa viðsnúning. Þá ættu launamenn að sitja uppi með nettó gróða.

Aldraðir tapa nokkru. Það tap fer ekki á brott. En kannski er mikilvægara markmið að létta undir barnafjölskyldum.

Það eru valkostir. Kannski sleppum við ofangreindu. Og sjáum hvað losun hafta með þessum hætti gerir fyrir skuldara.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.2.2013 kl. 11:35

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Þó svo; meiningar þínar séu góðrar - sem traust til Sigmundar og hans fólks, breytir það ekki því, að þessum mannskap er ekki treystandi, fyrir nokkrum hlutum, Einar Björn.

Reyndar; er lygaloforða gjálfur ALLRA 4urra, rótgrónustu flokkanna allt, af sama meiði, í gegnum tíðina, Einar minn.

Er ekkert að byrja; fyrir þessar kosningar komandi, svo sem, síðuhafi góður.

Með; ekki síðri kveðjum, en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 12:49

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Óskar - ég hef hvorki ákveðið að ég treysti né vantreysti. Gef fólki séns að sanna sig, af eða á. Ákveð ekki fyrifram. Þá má vera að skeptísk afstaða þín sé í réttari átt. En ég ætla að láta það ráðast.

Ég er þó alveg viss að ef SDG endurtekur vegferð VG þá verður útkoman sú sama eftir 4 ár og hjá VG. Það eru rök - SDG þarf auðvitað að meta hvort hann vill bara vera formaður í eitt kjörtímabil til viðbótar, ná að vera ráðherra; eða kannski formaður mun lengur fórna ráðherraembætti nú, ef þ.e. svo að stefnan næst ekki fram. Það eru valkostir sem þessir, þ.e. hvað er valið, sem segja hver þú ert. Hver og einn er þ.s. sá eða sú velur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.2.2013 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband