Getum við losað höftin og lækkað lánin SAMTÍMIS?

Það er í reynd mögulegt. Í gær kom ég fram með hugmynd sem ég hef áður rætt, þ.e. 2010: Hvernig björgum við húseigendum í vanda?. Ég fékk þá mótbáru að sú hugmynd geri ekkert fyrir þann stóra hóp sem stóð alltaf í skilum, fór að í engu óvarlega með nokkrum augljósum hætti, á í dag ekkert í sinni fasteign eða lítið. Eins og allir þekkja þá glataði ríkisstjórnin stóra tækifærinu til að "leiðrétta" lánin, en þegar hún tók við vorið 2009 var ekki enn búið að færa lánin yfir frá þrotabúunum til nýju bankana. Að auki voru allir nýju bankarnir í eigu ríkisins. 

Í dag vegna breytni ríkisstjórnarinnar - eru færir valkostir til þess að leiðrétta, ekki ýkja margir.

En einn þeirra tengist einmitt, afléttingu hafta. 

Og í grunninn er sú leið AFSKAPLEGA EINFÖLD Í FRAMKVÆMD.

  • Ég vona að allir átti sig á því að ekki er til sú leið til losunar hafta - - sem ekki kostar almenning mikið.
  • Spurningin sé einungis - hvaða leið sé minnst slæm. Engin er beint góð.
  • Kostnaður verður alltaf ca. sá sami, meginmunur milli leiða liggur í dreifingu kostnaðar milli hópa.

 

Mín skoðun er að minnst slæma leiðin sé þessi!

  1. Hin fræga vísitala sem hækkar lánin er fryst - en Alþingi getur ákveðið það. Þetta þarf að gera áður en höft eru losuð. Frysting vari í 2 ár - (valkostur að hafa frystingu varanlega).
  2. Höft eru síðan losuð og það alfarið þegar búið er að frysta vísitöluna.
  3. Af hverju 2 ár. Síðast þegar gengið féll stórt, þá var verðbólgan búin á útmánuðum 2010. Ef einhver man svo langt aftur þegar núgildandi kjarasamningar voru gerðir apr. ca. 2010 þá var verðbólga komin í 2%. En hélst þar mjög stutt. Því v. kjarasamninga fór hún aftur upp í 6%.

Hver ber kostnaðinn?:

  • Kostnaður dreifist á alla þ.e. vegna frystingar raunlækka lán að sama marki og nemur lækkun krónunnar, eignir lífeyrissjóða einnig sem leiðir til skerðingar bóta að svipuðu marki, laun lækka að sjálfsögðu í takt við lækkun krónunnar - - en ekki síst, þeir fjárfestar sem færa peninga úr landi þeir tapa, ekki allir því sama þ.s. þeir fyrstu er færa sig eru á hagstæðasta genginu en síðan sífellt minna hagstætt. Svo þeir fá einnig slurk af tapinu.
  • Auðvitað, þ.s. lánin falla að sama marki og laun er engin röskun á stöðu milli launa og lána.
  • Það er þetta sem gerir þessa leið að mínu viti "skásta" þ.e. dreifing tapsins á alla aðila.
  • Þ.e. enginn aðili - ber allt tapið.
  • Með þessu eru fjárfestar á leið úr landi, ekki varðir tapi né allur kostnaðurinn settur á almenning.

En græða skuldarar þá ekki neitt?

Það er unnt að hækka laun t.d. um 10% t.d. hálfu ári áður en frysting er afnumin.

Ath. krónan líklega undirskýtur - þ.e. lækkar um hríð töluvert mikið jafnvel allt að 50%, en síðan réttir við sér aftur.

Ætti að ná aftur jafnvægi á bilinu 10-15% neðan við núverandi gengi. Sú staða ætti að liggja fyrir fremur fljótlega þ.e. innan sama árs og höftin eru afnumin. Sú gengishækkun á ný, ætti að lækka verðbólguna fremur hratt. 

Í reynd - - verði það fjárfestar á leið úr landi sem taka megnið af skellinum.

Með einni 10% hækkun, þ.e. í eitt skipti og aldrei aftur svo há hækkun í einu, má framkalla nettó gróða fyrir launafólk af heildar dæminu. Þannig að lánin verði ívið lægri miðað við launatekjur.

Þ.e. einnig valkostur að sleppa slíkri launahækkun - og treysta einungis á að launahækkanir framtíðar, bæti stöðu skuldugra launamanna. Leggja höfuðáherslu á að ná sem fyrst fram lágri verðbólgu. En 10% hækkunin óhjákvæmilega seinkar e-h því að hún fari niður alla leið í ca. 2%. 

Þ.e. einnig sjónarmið að slík hækkun myndi færa til lífskjör frá öldruðum yfir til launamanna - en milli launamanna og aldraðra er í reynd ákveðin togstreita um skiptingu kjara þ.e. þjóðarkökunnar.

Ég hallast reyndar að því, að þjóðfélagið hafi meiri hagsmuni af því að bæta kjör barnafjölskylda, og þannig - í reynd kjör 2-ja kynslóða. Þ.e. barnanna einnig.

 

Hvað væri verra? Leiðin að verja fjármagnið tjóni?

Að sjálfsögðu verður þetta ekki kynnt þannig -> að við ætlum að lágmarka tjón fjármagnseigenda.

Til standi að launamenn taki kostnaðinn allan - í annað sinn.

  1. Verjendur fjármagnsins, munu halda því fram að ofangreind leið sé sú versta fyrir launamenn - því þeir fá yfir sig launaskerðingu vegna gengisfalls og vegna verðbólgu.
  2. Þeir munu aldrei verja hana þannig, að hún komi ekki til greina vegna þess að hún sé slæm fyrir eigendur fjármagns.
  3. Einnig verður notuð sú röksemd, að verið sé að skerða kjör ellilífeyrisþega. Tja, alveg eins og sagt var des. 2008 er hafnað var að frysta vísitöluna strax í kjölfar hrunsins. Sem þannig séð er rétt, en þá fá þeir sömu skerðingu og launamenn. Sem er ekki ósanngjarnt.
  4. Að auki skerðast kjör annarra þeirra innlendra sem byggja kjör sín á fjármagnseign - um það ca. sama og kjör launamanna.
  • Málið er, að sú leið sem þá þarf að fara - - kostar launamenn mun meir. En þá væru þeir með kostnaðinn allan. Fjármagnið varið.
  1. Líklegasta leiðin er sú, að aflandskrónum er breytt í lán. Hugmynd sem sumir Sjálfstæðismenn hafa rætt, þ.e. að ríkið semji við eigendur aflandskróna um að breyta aflandskrónum í skuld á ríkið t.d. til 20 eða 25 ára: En það þíddi þá lífskjaraskerðingu launamanna yfir sama tímabil. Því á meðan ríkið væri að greiða þyrfti það að viðhafa aukna skatta á launafólk. En að sjálfsögðu væru þá þeir skattar ekki lagðir á fyrirtæki. Ath. skerðing yfir mun lengra tímabil. Að auki líklega meir skorið niður af þjónustukerfi við almenning en annars verður gert.
  2. Síðan væru höftin losuð, án þess að frysta vísitölu. Þó svo að gengissveifla yrði þá líklega veruelga minni en í ofangreindri sviðsmynd. Þá færi aftur allur kostnaðinn á launafólk en einkum skuldara. 2-högg sem sagt.

Mér finnst líklegast að eftirfarandi flokkar vilji fara þessa leið þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Björt Framtíð. En mín skoðun er að þessir 3 flokkar séu vörsluflokkar fjármagnseigenda.
----------------------------------

Það getur kostað umtalsverða baráttu, að fá þá leið í gegn sem ég nefni að ofan.

 

Niðurstaða

Ef höftin eru losuð með því að frysta vísitöluna. Lækkar allt í krónum; laun, lífeyrir, eignir fjármagnseigenda, sem og eignir fjárfesta sem vilja úr landi. 

Þannig séð minnkar heildar-rúmmál fjármagns í landinu miðað við gjaldeyristekjur. Sem gerir hlutfallið í leiðinni milli peninga innan landsins og gjaldeyristekjur - > sjálfbærara.

Þó svo að þetta leiði til skerðingar allra - þá sé sá jöfnuður að skipta kostnaðinum á alla hópa. Í stað þess að velja einn hóp úr og láta hann bera allan kostnaðinn. Sem gerir þessa leið einna minnst ósanngjarna af þeim leiðum sem völ er á.

Hvað sem sagt verður, þá sé þessi leið mun minna kostnaðarsöm fyrir launamenn - en það að skuldsetja þjóðina fyrir aflandskrónum. Svo ég taki dæmi um mögulega aðra leið.

  • Fræðilega er í leiðinni unnt að afnema verðtryggingu fyrir fullt og allt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband