Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Magnað, Dow Jones féll 4,6% eftir að hafa hækkað 4% daginn áður. Hlutabréfavísitölur í Evrópu féllu einnig!

Ég skal viðurkenna að ég er smávegis hissa. Ég hélt á þriðjudagskvöldið, að markaðir væru búnir að ná botni, þannig að smávegis hækkun sem varð þann dag væri vísbending um að kyrrt myndi verða um einhverja hríð. Eða þangað til að næsta neikvæða frétt myndi koma.

En strax daginn eftir á miðvikudag féllu sömu vísitölur aftur til baka, og virðast markaðir víðast nú vera í lægri stöðu en fyrir þriðjudag. 

Svo þrátt fyrir yfirlísingu Seðlabanka Bandaríkjanna á þriðjudag - þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu sé að kaupa á fullu bréf Ítalíu og Spánar, heldur óróleikinn áfram! Krýsan enn á fullum dampi!

 

Stocks Slide 4.6%, Ending at 11-Month Low :

  • "Dow Jones Industrial Average... fell 519.83 points, or 4.62%, to 10719.94 on Wednesday, more than reversing the previous day's exuberant gains."
"Leading the declines were financial stocks, with Citigroup falling $3.33, or 10%, to $28.49; Bank of America off 83 cents, or 11%, to 6.77; J.P. Morgan Chase down 2.03, or 5.6%, to 34.37; and American Express shedding 3.30, or 7.2%, to 42.80."
  • "In Italy, a number of stocks were halted as its FTSE MIB tumbled 6.7% to lead the major market declines in Europe.
  • The Stoxx Europe 600 fell 3.8%
  • while France's CAC-40 index fell 5.5% and
  • Germany's DAX fell 5.1%."

"French-listed shares of Société Générale SA tumbled 15% leading declines across a broad swath of lenders in Italy, Spain and France. Crédit Agricole SA shed 12% and BNP Paribas SA lost 9.5% in Paris, while Intesa Sanpaolo SPA dropped 14% and Banco Popolare SC fell 9.4% in Milan. In Madrid, Banco Santander SA finished down 8.3%."

 

Svo hvað er í gangi? Frakkland!!

Það hefur verið uppi sterkur orðrómur um að Frakkland væri við það að missa 3-A lánshæfis einkunn. Það er eins og að fókus markaða, hafi farið alveg viðstöðulaust á þann orðróm - sannur eða ekki sannur - um að lækkun á mati Frakklands væri á næsta leiti.

Focus of eurozone crisis turns to France

Bréf franskra banka hafa verið að falla stórt undanfarnar tvær vikur

"Société Générale plunging...15 per cent...while Crédit Agricole was off 12 per cent and BNP Paribas down 9 per cent...SocGen’s shares have fallen by third this month..."

Það má vera, að frétt þess efnis að Sarkozy hafi í gær komið úr sumarfrýi, og kallað í gær saman fund ráðherra sinna, en þeir voru víst einnig í sumarfrýi - en skv. fréttum af því sem þar fór fram, var rætt um að framkvæma útgjalda niðurskurð - til þess að sannfæra markaði um, að Frakkland myndi geta náð halla niður í 3%. Ráðherrarnir hafa víst viku til að koma fram með nýjann niðurskurð.

  • En að Sarkozy skuli hafa hvatt ráðherrana úr sumarfrýi - getur hafa gefið orðrómnum ákveðinn viðbótar byr undir vængi!

Skuldir ríkissjóðs Frakklands cirka 82% stefna í 90% við árslok, en hugsanlegt er að 10% bætist við þær skuldir ef Ítalía og Spánn, hætta að geta tekið þátt í uppihaldi sameiginlegra skuldbindinga, af seðlabankakerfinu innan Evrusvæðis. 

Að auki hefur samdráttur í hagvexti í Evrópu sem hófst í maí, og hefur síðan næsti mánuður alltaf verið lélegri en sá síðasti - aukið áhyggjur markaðarins af framtíðar hagvexti í Frakklandi. 

  • Frakkland er ekki endilega alveg á leið með að verða Ítalía.
  • En skuldastaða Frakklands, er samt veikleiki! 
  • En þetta getur þítt að, Frakkland sé ekki fært um að taka á sig þær viðótar byrðar sem til þyrfti - ef bjarga ætti Ítalíu og Spáni!

Það er kannski fókus fjárfestanna - ekki endilega að þeir hafi áhyggjur af því að Frakkland sé að verða gjaldþrota - heldur því að tiltölulega veik staða Frakklands, geti minnkað möguleika til þess að unnt verði að bjarga sjálfri Evrunni!!

En það er klárt að ef bjarga á Ítalíu og Spáni með þeirri aðferð að stækka björgunarsjóð Evrusvæðis, þá erum við að tala um stækkun úr 440ma.€ í eitthvað um 2.000ma.€.

Veik staða Frakkland getur hindrað þann möguleika - klárlega!

Þá er einungis einn gambíttur eftir - massíf peningaprentun - og stór gengisfelling Evrunnar sem þá yrði útkoman - ásamt verðbólgu og hærri bankavöxtum!

 

Niðurstaða

Frakkland er stóra hræðslan núna - ef marka má fréttaskýrendur erlendra fjölmiðla. Ekki hræðslan endilega við þrot þess, heldur það hvað tiltölulega veik staða þess þíðir fyrir hið stærra samhengi evrukrýsunnar.

Þetta er sennilega ástæða þess, að markaðir fóru aftur í bakkgrírinn á miðvikudag.

--------------------

Það virðist klárt að spennan heldur áfram! 

 

Kv.


Wallstreet hækkar um 4% á þriðjudag, markaðir víða hækkuðu aðeins, verðfallið virðist búið a.m.k. í bili!

Það sem virðist hafa haft mest áhrif á aukna bjartsýni á bandar. hlutabréfa markaðinum, var niðurstaða daglangra fundahalda stjórnenda Seðlabanka Bandaríkjanna sbr. "Federal Reserve" um að, halda vöxtum í Bandaríkjunum mjög lágum, út 2013 a.m.k.

Það er uppi vangaveltur, að svör starfsmanna "Fed" gefi vísbendingu um að QE3 sé til skoðunar, en það var rætt um að "Fed" muni halda áfram að fylgjast náið með málum, og ef frekari aðgerða verði þörf - þá sé engin aðgerð fyrirfram útilokuð.

Gull hækkaði í verði - dollarinn féll gagnvart jeni og svissn. franka!

 

Fed Pledges Low Rates Through 2013 :"Fed officials said they expect the weak economy to warrant exceptionally low levels for the federal funds rate "at least through mid-2013." Seven voted in favor of this action, with three voting against.

Bloomberg: Fed to Keep Rates at Lows at Least Through Mid-2013

"“Economic growth so far this year has been considerably slower than the committee had expected,” it said. The Fed also said it expects a “somewhat slower pace of recovery over coming quarters.” The “downside risks to the economic outlook have increased,” the Fed concluded."

Fed holds short-term rates to mid-2013: "The Japanese yen strengthened to Y76 versus the dollar, just below the level at which the Bank of Japan began a market intervention earlier this month."

Swiss franc surges to record highs : "The (Swiss) franc climbed...6.1 per cent at one stage...all-time high of SFr0.7085 against...dollar before easing...to... SFr0.7182 to the dollar..."

Treasury yields plunge to record lows

 - þ.e. bandar. ríkisskuldabréf hækkuðu í verði, með öðrum orðum, vaxtakrafan lækkaði, og varð um tíma sú lægsta sem sést hefur, en náði svo jafnvægi í því lægsta sem sést hefur lengi.

Niðurstaða þriðjudagsins varð, að Dow Jones vísitalan, fór upp um 3,98% og fór aftur upp fyrir 11.000 stiga múrinn, sem hún féll niður fyrir á mánudag. Sbr.: Dow Jumps 4% to Reclaim 11000 Mark

Bloomberg: Stocks Soar Most in Two Years, S&P 500 Up 4.8%

 

Evrópskar vísitölur fóru einnig upp, náðu hluta af fyrra tapi til baka: European Stocks End Losing Streak

  • "Stoxx Europe 600 index ended 1.4% higher at 232.20, following a 4.1% slide Monday..."
  • "The U.K.'s FTSE 100 index rallied 2.1%..."
  • "In Paris, the CAC 40 index rose 1.6% to 3176.19,..."
  • "Germany's DAX was unable to end in positive territory, falling 0.1%..."

Ljóst samt, að miðað við stöðu miðað við upphaf sl. viku - hafa allar vísitölurnar fallið umtalsvert!

En, verið getur, að smá friður skapist um tíma - en vandamálin að sjálfsögðu ekki úr sögunni!

 

Ein mikilvæg spurning, er hvað gera Þjóðverjar?

En það er raunverulega mikil andstaða innan Þýskalands, við hugmyndir þess efnis að Þjóðverjar fjármagni í reynd, ríki í vanda - svokallað "transfer union" eða millifærslu-samband.

Angela Merkel, á nú í glímu við aukna andstöðu meðal raða eigin flokksmanna - og meðlima samstarfsflokksins Frjálsra Demókrata - en andstaða við hugmyndir um stækkun björgunarsjóðs eða um Evrubréf, fer harðnandi!

 

Merkel faces revolt over eurozone deal : "Angela Merkel...face(s) a revolt among...own supporters..."The complex political landscape means...Merkel is determined to resist pressure from her partners, and from the European Commission, for any further measures...for fear of losing...parliamentary majority."

 

Svo það er mjög góð spurning - hvort það sé pólitískt mögulegt fyrir Merkel að stækka björgunarsjóðinn?

En, með 440ma.€ sem þíðir í reynd að hann getur lánað kringum 300ma.€, þá sjá markaðir að fjármagn í spilum, er hvegi nærri nógt - sbr. cirka 2.250ma.€ skuldir Spánar og Ítalíu samanlagt.

Það eru engir augljósir kostir aðrir í stöðunni þar fyrir utan - en að Seðlabanki Evrópu taki upp peningaprentun án takmarkana! 

En, fræðilega getur hann keypt upp allar skuldir Ítalíu og Spánar, en gagnvart þeim tilkostnaði að sökkva evrunni - þá á ég við, gengi hennar - skapa um leið mjög umtalsverða verðbólgu!

 

Beware the ECB’s brave new world :"The ECB...Greece...Irish and Portuguese...Before this week’s intervention, the SMP held €74bn-worth of government securities from these three countries. That is 14 per cent of the around €520bn of bonds they have outstanding..."

  • Martin Sandbu, gefur upp töluna 2.250ma.€ og 14% af því er 315ma.€. 
  • Það er klárt - að 440ma.€ þakið á björgunarsjóðnum, er hvergi nærri nógt, ef inngrip Seðlabanka Evrópu, eiga að vera einhvers staðar sambærileg í hlutfalli sbr. fyrri inngip hans.
  • Og þau inngrip - ef fólk man svo langt aftur - mistókust öll fyrir rest, því í dag eru löndin 3 öll í reynd gjaldþrota, þeirra skuldabréf á markaðsvirði sem er langt fyrir ofan mörk sem ríkisstjórnir þeirra hafa efni á.
  • Sagan vinnur því ekki með ECB - stofnunum ESB - né ríkisstjórnum Evrusvæðis.

 

Niðurstaða

Vandræði Bandaríkjanna, geta hugsanlega farið í smá pásu - eftir yfirlísingu "Federal Reserve" þ.s. hann skuldbindur sig um, að halda vöxtum áfram mjög lágum - það svo lengi sem út 2013 a.m.k.

Þá beinast sjónir okkar aftur að Evrópu, vandræðunum þar. En, inngrip Seðlabanka Evrópu hófust sl. mánudag með kaupum á bréfum Ítalíu og Spánar. Klárt er af litlum samanburði við það hlutfall, sem bankinn keypti að meðaltali af skuldum Grikkland, Írland og Portúgals; að ef hann kaupir sambærilegt hlutfall skulda Ítalíu og Spánar - þá skapast virkilega mjög áhugaverð staða.

En þá, verður hann kominn með svipaða upphæð á sína reikninga af þeirra bréfum, og sem nemur þeirri upphæð sem eftir er í björgunarsjóð Evrópu.

Fjárfestar vita að sú upphæð cirka 300ma.€ er sennilega þak á því sem Seðlabanki Evrópu er til í að kaupa fyrir. En, ef hann kaupir meir - þá getur hann ekki átt möguleika á því, að láta björgunarsjóðinn taka þær skuldbindingar yfir. Nema sá sé stækkaður!

----------------------

Það má því slá því algerlega föstu - að á einhverjum tímapunkti muni fjárfestar láta reyna á málið með stöðutökum gagnvart Ítalíu og Spáni. 

En, ef til vill ekki alveg strax! 

Það getur því verið að friður verði ef til vill út ágúst - einnig á evrusvæðinu.

Áhugaverðir hlutir fari ekki að gerast aftur - fyrr en þjóðþingin koma saman í september.

En þá ætti þegar að liggja dágóður slatti af skuldum Ítalíu og Spánar, á bókum ECB.

Fjárfestar munu auðvitað fylgjast með þeim tón sem umræður á þingunum munu taka - en þörf fyrir það að stækka björgunarsjóðinn ætti að blasa mjög vel við - en ef fjárfestum sýnist klárt að andstaða við slikar hugmyndir sé öflug í tilteknum lykilríkjum, sérstaklega Þýskalandi.

Þá kemur sennilega sú stund - sem fjárfestar láta slag standa!

------------------------------

Spennandi haust - sem sagt!

 

 

Kv.


Markaðurinn á Wallstreet féll 7% í dag, ofan á 11% í sl. viku. Hlutabréf féllu um allan heim. Evrukrýsan að magnast!

Þetta varð sannarlega slæmur dagur í sögu Wallstreet, en ekki einn af svörtustu sögu þess markaðar. Verð á hlutum banka féllu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Evran féll í verði. Gull hækkaði í dollurum talið, aftur í hæsta verð um margra ára skeið.

Ein merkileg þróun, er að verð á bandar. ríkisbréfum hækkuðu þ.e. vaxtakrafan lækkaði þ.e. fjárfestar bregðast við meira óöryggi vegna áhyggna af stöðu stóru hagkerfanna á Vesturlöndum, með því að kaupa meira af bandar. ríkisbréfum. Skuldatryggingaálag Bandar. hreyfðist ekki.

Á hinn bóginn, þá er þetta einnig dagurinn sem að Seðlabanki Evrópu hóf markaðs inngrip, í formi kaupa á skuldabréfum Spánar og Ítalíu. Evrukrýsan klárt á nýju stigi!

 

Yfirlit yfir verðfall dagsins um heiminn vítt!

  • Wallstreet niður 7% - US stocks see worst drop since 2009
  • Verulegt verðfall varð á bréfum í Brasilíu, Aversion to risk batters emerging markets, brassar voru ekki kátir með það, en hvergi annars staðar utan Bandar. varð stærra verðfall, "Brazil’s Bovespa...9.6 per cent, while Prague’s PX index...6 per cent. Mexico’s IPC index ... 3 per cent. South Africa’s JSE FTSE index...3 per cent after losing 6.3 per cent last week. Russia’s benchmark Micex...5.5 per cen...RTS index...7.8 per...Hong Kong’s Hang Seng index...2,8 per cent..."
  • Verðfall varð í Asíu, "FTSE All-World Asia Pacific index excluding Japan...3.6 per cent, deepening last week’s 8.5 per cent tumble" US downgrade unleashes turmoil in Asia.
  • Verðbréf félli einnig skv. stærsta evrópska indexinum, "The FTSE Eurofirst 300,...fell 4 per cent." US stocks see worst drop since 2009 . Global investors run from equities "Germany’s Dax-30...down 5 per cent...France’s CAC-40...off 4.7 per cent..."FTSE 100 in London fell 3.4 per...The S&P 500 was down 5.6 per cent...its worset fall since December 2008."
  • Global investors run from equities "The euro fell 1.3 per cent against the dollar,"

 

Það sem hækkaði:

  • Gullverð, fór í 1.716,19$ per svkölluð troy únsa,  Gold price jumps above $1,700 spá uppi um að gullverð fari jafnvel í 2.500$ á árinu.
  • Svissneski frankinn fór einnig í nýtt metverð, þ.e. verð sem ekki hefur sést lengi, gagnvart dollar Search for shelter drives gold and Swiss franc. Japanska jenið fór upp einnig.
  • Skemmtileg kaldhæðni, að bandar. ríkisbréf l hækkuðu í verði, Wall St fall sends investors to Treasuries haven "“What do you do if the US is downgraded? The answer is, buy more Treasuries. The reality is there is no alternative to the dollar as a reserve currency right now.”"
  • Vissan hátt má kalla verðhækkun bandar. ríkisbréfa, enn einn mælikvarðann á krýsuna, en vaxtakrafan á 10 ára bréfum fór niður í 2,36% er það lægsta sem hefur sést síðan krýsan 2008 var í hámarki. Þannig séð, eru bandar. bréf "safe haven" í augum fjárfesta, sem segir meir um skynjun þeirra á skorti á öryggi annars staðar.
  • Vegna kaupa Seðlabanka Evrópu á skuldabréfum Spánar og Ítalíu, þá lækkaði vaxtakrafa beggja í skv. tölum akkúrat núna 5,23% - 5,35%, Ítalía er hærri. Bréf ítalskra og spanskra banka fóru upp. 

Verður að koma í ljós síðar hve lengi þessi jákvæða verðþróun endist í tilviki Ítalíu og Spánar.

  • En allt er á huldu um hve miklu fé Seðlabanki Evrópu ætlar sér að verja til þessara kaupa, einnig hve lengi hann ætlar sér að standa í þessu.
  • Flest bendir til, að seðlabankinn sé enn ekki 100% að baki, þ.e. enn sé fylgt sömu stefnu og áður er ECB keypti bréf Grikklands, Portúgals og Írlands - á sínum tíma, aðgerðir sem einungis lækkuðu verð um tíma og var einungis ætlað að gefa tíma til annarra aðgerða.
  • Aðgerðirnar séu svipaðar og í hinum skiptunum, þ.e. ekki verið að auka peningamagn í umferð heldur, er þá um að ræða tilfærslu peninga innan seðlabanka kerfisins þ.e. úr vinstri vasanum í þann hægri - og það fé svo nýtt til kaupanna. 
  • Það sem gerir þetta áhugavert, er að slík tilfærsla þíðir að einhver er að lána innan kerfisins, líklega Þýski seðlabankinn, en öll ríkin bera svo sameiginlega ábyrgð.
  • En þ.s. ríkjunum fækkar ört sem standa undir kerfinu þ.e. Grikkland, Írland, og Portúgal eru vart lengur að taka þátt í því að leggja fram skuldbindingar, og nú á það sennilega einnig við Ítalíu og Spán; þá er kostnaðurinn stöðugt að deilast á færri aðila.
  • Og skuldbindingar innan kerfisins fara ört vaxandi. Þetta er ein sprengjan.
  • Italy and Spain respond to ECB treatment - "Some investors have begun to shift their attention to France...“Hedge funds are focusing on France,” Mr Leaviss says." Nýtt drama sem getur verið í uppsiglingu, en Frakkland er að sumu leiti veikast af ríkjunum sem eftir eru.
  • Trichet og aðrir stjórnendur, Seðlabanka Evrópu, hafa verið að leitast við síðan krýsan fór af stað - að íta vandanum yfir á aðildarríkin - þ.e. á neyðarsjóðinn.
  • Þetta er eiginlega spurning um hver borgar!
  • En með neyðarlánunum, hefur verið að leitast við að láta löndin í vanda borga sem mest.
  • Ef seðlabankakerfið sem allir bera jafna ábyrgð á, lendir í að taka skellinn - þá eiga allar þjóðirnar jafnt þ.e. þær sem enn eru ekki orðnar gjaldþrota, kostnaðinn skv. niðurdeilingar-kvóta.
  • Þetta virðist líklegast vera endurtekning á sama leikþættinum sem við höfum séð áður.
  • Það er því líklegt, að tilgangurinn sé einungis að vinna tíma, þar til að þing aðildarríkjanna koma saman í byrjun september, og væntanlega staðfesta breytingar á reglum um neyðarsjóðinn sem samþykktar voru í júlí, sem gefa honum fleiri verkefni - en því miður ekki meiri peninga.
  • Þar stendur einmitt hnýfurinn í kúnni, sjóðurinn á bara eftir heimildir fyrir rúml. 300ma.€ en skuldir Ítalíu og Spánar eru rúml. 2.200 ma.€ samanlagt.
  • Reiknar er með því að fjárfestar muni fljótlega láta reyna á hve sterkur vilji Seðlabankans er til að standa að baki Ítalíu og Spáni. 
  • En það getur komið áhugaverð stund, ef skuldbindingar vegna núverandi kaupa, eru að nálgast heildartöluna 300ma.€ - þannig að það líti ekki út fyrir að ECB geti látið björgunarsjóðinn taka við hallanum.
  • Það fer einnig eftir því, hve langan tíma afgreiðsla þinga aðildarlandanna tekur - en sumir óttast jafnvel að það geti dregið málið fram í nóvember/desember.


Niðurstaða

Fram að þessu er ekkert sem bendir til þess, að núverandi drama í tengslum við Spán og Ítalíu, sé að spilast með öðrum hætti, en fyrri skiptin er Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í vandræði. Í öllum tilvikum, viðhafði Seðlabanki Evrópu takmörkuð inngrip. Núverandi inngrip bankans virðast einmitt vera takmörkuð en þó að sjálfsögðu mun stærri vegna stærri upphæða í spilum, og fylgja mjög sambærlegu prógrammi og áður. 

Svona til að framkalla aðeins meira "deja vu" hafa bæði ríkisstj. Ítalíu og Spánar nú tilkynnt nýjar niðurskurðar aðgerðir. En saga fyrri skipta sýna að 11. stundar aðgerðir - eru einfaldlega um seinan, og hafa í reynd lítil áhrif á ferlið.

Líklega mun Seðlabankinn leitast enn á ný, til að íta boltanum yfir til aðildarlandanna. Fjárfestar sem vita, að "committment" bankans er "limited" en ekki "unlimited" líklega munu láta reyna á viljastyrk bankans fljótlega - með stöðutökum gagnvart Ítalíu og Spáni, sem mun þurfa miklar fjárhæðir til að kollvarpa.

---------------------

Stóra ákvörðunin hefur ekki enn verið tekin. En Seðlabankinn getur alveg með ótakmörkuðum heimildum til að prenta Evrur, sigrað í öllum slíkum viðureignum. 

En, þá þarf hann að gefa eftir núverandi peningastefnu - að auki, ríkin þurfa að vera til í að sætta sig við umtalsvert verðfall evrunnar og tilheyrandi verðbólgu + hærri bankavexti. 

Eða, sem Seðlabankinn er sennilega að leitast við að íta ríkjunum til að gera, þau geta samþykkt að auka verulega það fé sem björgunarsjóðurinn hefur aðgang að - talað um 2.000ma.€ af óháðum aðilum.

---------------------

Það er engin leið að vita fyrirfram hvað gerist - en vegna þess að þarna er um mjög stóra ákvörðun að ræða, hvor leiðin sem yrði valin, þá getur deilan orðið verulega hörð - sem þíðir að ákvörðun getur dregist - jafnvel svo lokaákvörðun liggi enn ekki fyrir við upphaf desember.

Þá getur auðvitað seðlabankinn verið búinn að dæla meira fé í hýtina en nemur þeim rúml. 300ma.€ sem eftir er í björgunarsjóðnum.

Því lengur sem málið dregst - því stærri verður hættan á hruni - því klárt mun spenna vaxa eftir því sem lengra dregur fram á haust og vetur.

Þetta mun hafa neikvæð áhrif á hagvöxt, því fólk mun halda að sér höndum um fjárfestingar - kaup á hlutum og neyslu. Og það ástand, mun þá ágerast eftir því sem spenna magnast.

---------------------

Evrópa gæti farið í "double dip" á nýjan leik. En krýsurnar beggja vegna víxlverka á hvora aðra þ.e. óvissa í Evrópu magnar óvissu í Bandar. og öfugt.

Mér sýnist því, að líklega gerist það sama í Bandar. að aukin óvissa þíði, að aðilar halda að sér höndum.

Hagkerfin líklega halda áfram þeim niðurspíral sem þau fóru í maí sl. 

Akkúrat hvenær bæðri verða komin í "recession" veit ég ekki. En líkurnar eru þónokkrar og vaxandi, eftir því sem óvissan heldur áfram að magnast.

Sjá einnig - Ambrose Evans-Pritchard - European Central Bank must go nuclear to save Europe

 

Ps: Gull er komið í 1.778 fyrir Troy únsu. Verðfall á mörkuðum áfram - í dag.

Fyrstu vísbendingar um að, verðfall sé að ná botni. En hreyfinga upp er farið að gæta. Möguleiki að markaðir loki, örlítið hærri í lok dags, en í lok gærdags. Verðfallið gæti verið að klárast í bili.

Ps2: Fyrir þá sem hafa aðgang að vef Financial Times:

Ottmar Issing Slithering to the wrong kind of union

En Issing var fyrsti seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, og sá er alls ekki par hress með núverandi þróun, að leitast við að nota krýsuna sem einhvers konar bakdyra leið að ríkisvæðingu Evrusvæðis.

 

 

Kv.


Örvæntingar gætir í málflutningi Þorsteins Pálssonar!

Ég er farinn að kenna í brjóst um Þorstein Pálsson, en allt þ.s. hann trúir á er við það að falla, svo þ.e. ekki undarlegt, að gæta megi töluverðrar örvæntingar í málflutningi hans í hans nýjustu lesendagrein á visi.is: Lögmál vindhanans

 

Hvað er að gerast? Ef það hefur farið framhjá einhverjum:

  • Spánn og Ítalíu eru nú í vandræðum, Evran á hraðri leið í raunverulega tilvistarkreppu.
  • Verð féllu stórfellt á mörkuðum í sl. viku ekki síst vegna ótta fjárfesta í tengslum við Evrukrýsuna.
  • Á föstudag eftir að markaðir lokuðu tilkynnti Standars&Poors um lækkun á mati Bandaríkjanna, og búist er við að markaðir muni falla verulega um heiminn vítt, vegna þessa.
  • Að auki, er talið að sá ótti við stöðu Bandar. muni magna upp ótta vegna stöðu Ítalíu og Spánar, svo einnig er reiknað með að verfall verði gagnvart Spáni og Ítalíu.
  • Í dag fer fram G20 fundur ( G20 holds emergency debt talks ) - þ.s. ræddar eru mögulegar eða hugsanlegar aðgerðir, sem hægt er að grípa til af 20 stærstu hagkerfum heims, áður en morgundagurinn rennur upp. Menn eru raunverulega mjög hræddir við morgundaginn.
  • Einnig í dag sitja á fundi ( ECB seeks to prop up Italian bonds to ease eurozone contagion fears ) stjórnendur Seðlabanka Evrópu, og umræðuefnið er - hvort bankinn eigi að hefja massíf kaup á bréfum Spánar og Ítalíu. En ef það verður gert, þá mun það þíða algera stefnubreytingu hjá bankanum, sem þá lætur peningastefnu sína lönd og leið, þ.e. þá stefnu að berjast við verðbólgu, og fer þess í stað á fullt að prenta evrur til að verja - tja evruna sjálfa falli. Ég bendi á, að ef af verður, er þetta dramatísk ákvörðun, og mun valda gengisfalli evrunnar - hve miklu er ekki fyrirfram vitað, mun fara eftir því hve mikið þarf að auka peningamagn til að halda verðum niðri og hvað aðrir seðlabankar gera til að stemma stigu við risi þeirra gjaldmiðla gagnvart evru.

Morgundagurinn getur reynst mjög merkilegur dagur - einn af þessum örfáu sem breyta heiminum!

 

Vandamál við Evruna

  1. Ríki eru eins og bankar að því leiti, að þeirra skuldbindingar eru yfirleitt til tiltölulega skamms tíma, á meðan að mikið af eignum er af tagi sem ekki eru fljótt innleysanlegar. Því eins og bankar geta ríki lent í lausafjárvandræðum, sem getur skapað greiðslufall.
  2. Lausn ríkja sem hafa eigin seðlabanka er, að sá í reynd er þeirra lánveitandi til þrautavara, þ.e. sá getur prentað peninga ótakmarkað og þannig ætíð tryggt lausafé.
  3. Þetta virkar svo lengi sem skuldir þínar eru í gjaldmiðli sem þú hefur full umráð yfir og þú ræður einnig yfir seðlabankanum sem prentar peninga.
  • Vandinn er sá, að þegar seðlaprentunarvaldið var tekið af aðildarríkjunum, þá var í staðinn búin til hætta á greiðslufalli þeirra.
  • En, innan evru eru fullt frelsi til hreyfinga á fjármagni, sem þíðir að það getur flúið mjög hratt frá einum stað til annars - svo hættan á lausafjárkrýsu verður þá veruleg, ef það á sér stað "loss of confidence".
  • Evrusinnar hafa haldið fram, að innan evru komist stjórnmálamenn ekki upp með að beita verðbólgu til að redda sér eða gengisfellingu.
  • Þetta hafa menn meinað að stuðli að auknu öryggi fyrir almenning. Gengisfellingar séu tilræði við almenning eftir allt saman, leið til að flytja kostnað til almennings, sem réttilega á að vera borinn af atvinnulífinu.
  • Andsvarið felst náttúrulega í því sem nú er að gerast, en klárt er að það að taka öryggisventilinn af hagstjórnendum þ.e. að geta reddað hlutum með gengisfellingu, hefur ekki leitt til betri hagstjórnar - heldur virðist útkoman vera sú að án öryggisventils þá einfaldlega vanti reddingu þegar hennar er þörf og í staðinn fyrir að hlutir reddist, verði til mikilla muna stórfelldara tjón bæði fyrir almenning og aðra en ella hefði orðið, ef það hefði verið til staðar gjaldmiðill sem hefði fallið, og þannig reddað hlutum fyrir horn.
  • Maður getur ímyndað sér að búa til ketil án öryggisventils, með þeim rökum að skortur á öryggi leiði til varfærnari notkunar, - bla, bla, bla.
  1. Vextir eru mikilvægt stýritæki, þ.e. hækkaðir vextir gera lánsfé dýrara og minnka því eftirspurn eftir lánum, góð aðferð almennt séð til að kæla hagkerfi.
  2. Ef þú hefur ekki lengur stjórn á vöxtum eins og er innan evru, þá er ekki víst að önnur stýritæki skili sambærilegum árangri í staðinn. Þ.e. hækkun eða lækkun skatta, aukning eða minnkun eyðslu ríkissjóðs, aukning eða minnkun bindisskyldur banka, aukning eða minnkun kröfu um eiginfé hjá bönkum.
  3. Að auki, ef þér tekst ekki að láta eigið hagkerfi fylgja algerlega hagsveiflunni, sem stýrivextir evru miðast við, getur það gerst að þeir séu rangir fyrir þitt hagkerfi þ.e. ef þú ert í kreppu eins og Ítalía séu þeir of háir eða ef hagkerfið er við það að yfirhitna þá séu þeir of lágir.
  4. Vandinn er sá, að ef þeir eru rangir, þurfa færri stýritæki að yfirvinna einnig þann mótvind sem röng peningastjórnun fyrir þarfir þíns hagkerfis skapar, áður en þau tæki fara að bíta á þau vandamál sem við er að glíma innan þíns hagkerfis.
  5. Spurning hvort það einfaldlega takist!
  • Við sjáum í dag þau vandamál sem skapast ef ríki missa stjórn á hagstjórn innan evru, þ.e. "loss of confidence" og í reynd áhlaup fjárfesta á hagkerfið sambærilegt við það áhlaup sem bankar verða fyrir þegar allir vilja taka peninginn út, og síðan hröð þróun yfir í þrot.
  • Menn hafa verið með miklar yfirlísingar um meint öryggi innan evrunnar, líkt krónunni við árabát í hafróti og evrunni við farþegaskip þ.s. farþegarnir geta siglt öruggir í höfn, í skjóli fyrir róti umheimsins.
  • Slíkt er nú afhjúpað sem píp og kjaftæði, þvert á móti sýnist mér að ríki innan evru séu berskjaldaðri en ella, sem sést á þeim áhlaupum sem trekk í trekk eiga sér stað, og ítrekuðum ríkisþrotum.
  • Ég skal taka undir að evran er undratæki - en það undur er allt á hinn veginn, þ.e. hún hefur endurvakið gamlann draug sem lengir var litið á sem óhugandi, þ.e. greiðsluþrot meðal þróaðra ríkja.
  • Fyrsta þróaða ríkið er nú greiðsluþrota - næst mun koma Portúgal - svo Spánn og Ítalía, mjög líklega.
  • Ekkert þessara landa hefði farið í þrot, ef það hefði haft sinn eigin gjaldmiðil.


Niðurstaða

Það er einmitt meinið með evruna, að í tilraun til að afnema eitt vandamál, þ.e. gengisfellingar - skapa stöðugt gengi. Þá skapast annað í staðinn - þ.e. greiðsluþrots hætta.

Og það vandamál, er mun verra sbr. að lækningin virkaði en sjúklingurinn er dauður.

Verður dagsetningin 8.8.11. brennd inn í mynni okkar allra eftir morgundaginn?

Dagsetning sem við munum fyrir lífstíð!

 

Kv.


Er heimskreppa óhjákvæmileg útkoma?

Aðalfréttin um helgina er lækkun mats Standards&Poors á Bandaríkjunum. Þetta virðist fljótt á litið ekki vera dramatískur atburður, það er S&P lækka Bandaríkin úr hæsta stigi þ.e. AAA í AA+ sem er það næst hæsta. Á hinn bóginn, er talið af flestum fréttaskýrendum, að hin þ.e. FitchRating og Moody's muni líklega fylgja í kjölfarið. Horfur áfram neikvæðar.

Mohamed El-Erian, forstjóri fjármálarisans PIMCO, sjá El-Erian: downgrade heralds new era, telur að S&P muni næst fella Frakkland en það sama á við í tilviki Frakklands, að það land eins og Bandaríkin hefur verið á "neikvæðum horfum" þó eins og Bandaríkin hefur fram að þessu, haldið 3-A einkunn en alveg eins og í tilviki Bandaríkjanna fara skuldir Frakklands vaxandi, þar er viðskipta- og fjárlagahalli ekki þó eins mikill og í Bandaríkjunum. Skuldir Frakklands stefna í 90%, samtímis dregur það Frakkland niður að tilheyra Evrunni. En lönd sem tilheyra Evru, sem verður nú að skoðast sem óvéfengjanleg staðreynd, eru í viðbótar gjaldþrots hættu vegna þess að innan Evrusvæðis er ekki enn til staðar, fullnægjandi lánveitandi til þrautavara fyrir sjálf aðildarríkin.

Fyrir land með eigin seðlabanka, getur sá með ótakmarkaðri peningaprentun (fræðilega séð) alltaf tryggt að ríkissjóður hafi fé til að greiða af skuldum, í eigin gjaldmiðli að sjálfsögðu, svo ríki geta hreinlega ekki orðið greiðsluþrota (fræðilega séð) - meðan þau geta ótakmarkað prentað sinn gjaldmiðil og þau passa sig á að skulda fyrst og fremst í honum. Seðlabankinn er þannig þeirra lánveitandi til þrautavara - ekki bara fyrir banka.

Þessu geta aðildaríki evru breytt, einfaldast væri að gefa hinum sameiginlega seðlabanka ótakamrkaðar heimildir til að prenta - og fela honum jafnframt það hlutverk að veita aðildarríkjum sömu þjónustu og bönkum starfandi innan svæðisins. Þá myndi gjaldþrots hættan verða sú hin sama og fyrir ríki er hafa eigin seðlabanka og gjaldmiðil, og það "risk premium" sem markaðir eru nú farnir að setja á aðildarríki Evru myndi einnig hverfa (spurning þó hvort ótakmörkuð seðlaprentun sé í reynd fær leið fyrir risahagkerfi vegna víðtækra áhrifa á 3-aðila). Megin kostnaðurinn væri gengisfall, hugsanlega verulegt, og verðbólga!

Á vef Standards&Poors má sjá í dag hlekk á niðurstöðu S&P um Bandaríkin:

Special Report: U.S. Negative CreditWatch Placement And The Knock-On Effects

  1. "We lowered our long-term rating on the U.S. because we believe that the prolonged controversy over raising the statutory debt ceiling and the related fiscal policy debate indicate that further near-term progress containing the growth in public spending, especially on entitlements, or on reaching an agreement on raising revenues is less likely than we previously assumed and will remain a contentious and fitful process. "
  2. "We also believe that the fiscal consolidation plan that Congress and the Administration agreed to this week falls short of the amount that we believe is necessary to stabilize the general government debt burden by the middle of the decade."

 

  • Eins og fram kemur í skýrslu S&P þá telur fyrirtækið að aðgerðir Bandaríkjaþings og Obama forseta til að draga úr fjárlagahalla séu ófullnægjandi.
  • Þeir telja að auki að pólitíkin í Washington sé það óskilvirk, að frekari aðgerðir verði mjög örðugt að innleiða.
Þeir telja því verulegar líkur á að skuldir alríkisins bandaríska muni áfram fara hækkandi.

  • "Republicans and Democrats have only been able to agree to relatively modest savings on discretionary spending while delegating to the Select Committee decisions on more comprehensive measures."
  • "It appears that for now, new revenues have dropped down on the menu of policy options."
  • "In addition, the plan envisions only minor policy changes on Medicare and little change in other entitlements, the containment of which we and most other independent observers regard as key to long-term fiscal sustainability."

 

S&P klárt telur það galla, að skattahækkanir skuli hafa verið teknar af lista yfir hugsanlegar aðgerðir.

S&P telur einnig að sjálfur sparnaðurinn sem þegar er frágenginn, sé lítilfjörlegur.

Að auki, sé ekki snert við heilögum kúm - sem verði að takast á við ef nokkur von eigi að vera til þess, að snúa stöðunni við.

 

"Under our revised base case fiscal scenario--which we consider to be consistent with a 'AA+' long-term rating and a negative outlook--we now project that net general government debt would rise from an estimated 74% of GDP by the end of 2011 to 79% in 2015 and 85% by 2021" ..."our revised base case scenario now assumes that the 2001 and 2003 tax cuts, due to expire by the end of 2012, remain in place. We have changed our assumption on this because the majority of Republicans in Congress continue to resist any measure that would raise revenues, a position we believe Congress reinforced by passing the act." ... "Key macroeconomic assumptions in the base case scenario include trend real GDP growth of 3% and consumer price inflation near 2% annually over the decade."

 

Þeir reikna greinilega skuldir Bandaríkjastjórnar með öðrum hætti en AGS, en skv. AGS eru skuldir alríkisins þegar rúmlega 100%.

Þeir reikna með að Bush skattalækkunin ófræga, verði endurnýjuð þ.e. falli ekki úr gildi, vegna andstöðu Repúblikana við hverskonar aukningu skatta.

En Demókratar leggja til að sú skattalækkun fái að falla úr gildi eins og mun gerast, nema að hún verði framlengd.

Mér finnst 3% hagvöxtur ívið bjartsýnn. 

 

"Our revised upside scenario--which, other things being equal, we view as consistent with the outlook on the 'AA+' long-term rating being revised to stable--retains these same macroeconomic assumptions. In addition, it incorporates $950 billion of new revenues on the assumption that the 2001 and 2003 tax cuts for high earners lapse from 2013 onwards, as the Administration is advocating. In this scenario, we project that the net general government debt would rise from an estimated 74% of GDP by the end of 2011 to 77% in 2015 and to 78% by 2021."

 

Þeirra mat á horfum batnar ef Bush skattalækkanirnar falla úr gildi. 

Skv. lýsingu þeirra munar verulega um það, hvort Bush skattalækkunin verður framlengd eða að hún fái að falla úr gildi.

Áfram miðað við hagvaxtarhorfur sem mér sýnast ívið bjartsýnar.

 

"Our revised downside scenario--which, other things being equal, we view as being consistent with a possible further downgrade to a 'AA' long-term rating--features less-favorable macroeconomic assumptions, as outlined below and also assumes that the second round of spending cuts (at least $1.2 trillion) that the act calls for does not occur. This scenario also assumes somewhat higher nominal interest rates for U.S. Treasuries. We still believe that the role of the U.S. dollar as the key reserve currency confers a government funding advantage, one that could change only slowly over time, and that Fed policy might lean toward continued loose monetary policy at a time of fiscal tightening. Nonetheless, it is possible that interest rates could rise if investors re-price relative risks. As a result, our alternate scenario factors in a 50 basis point (bp)-75 bp rise in 10-year bond yields relative to the base and upside cases from 2013 onwards. In this scenario, we project the net public debt burden would rise from 74% of GDP in 2011 to 90% in 2015 and to 101% by 2021....our downside case scenario assumes relatively modest real trend GDP growth of 2.5% and inflation of near 1.5% annually going forward."

 

Þessi sviðsmynd er ívið líklegri, en sennilega eru hagvaxtarhorfur enn ívið bjartsýnar. En gríðarlegar skuldir almennings halda aftur af neyslu og líklega munu gera það áfram. Hagvöxtur á þessu ári verður mjög líklega innan við 2% í stað 3,5% sem áður var talið líklegt.

Það er fremur líklegt að hagvöxtur muni haldast mjög slakur áfram þ.e. á bilinu 1,5 - 2% eða eitthvað rúmlega 2%. En kreppa er einnig góður möguleiki, eða nokkuð lakari hagvöxtur en þetta.

Hagfræðingar eru nú farnir að tala um að líkur á samdrætti í Bandaríkjunum hafi aukist, þekktur hagfræðingur sagði hagkerfið á hnífsegg, mat líkur 50/50 á því hvort hagvöxtur haldist eða það verði umsnúningur til samdráttar.

Einnig verður að teljast líklegt að eins og þeir gera ráð fyrir í sviðsmynd 3 að vaxtakostnaður bandar.stj. muni fara upp. Þeirra viðmið þar er síst ofgert.

Því miður byrta þeir ekki mat á þeim möguleika - að ef Bandaríkin fara í kreppu aftur!

Það var kannski of ljótt!

 

Er heimskreppa óhjákvæmileg?

Peningaprentun virðist nauðsynleg til að koma í veg fyrir kreppu í Bandar. og Evrópu:

S&P downgrade gets to the heart of the current financial crisis

"The downgrading of US government debt by Standard & Poor’s gives markets something new to worry about on Monday morning so it would be too optimistic to predict that last week’s carnage, which saw the world’s main equity benchmarks fall by more than 10pc, has run its course just yet"

 

Ég held þetta sé algerlega rétt - að lækkun mats muni leið til frekara verðfalls á mörkuðum á mánudaginn nk.

Síðan bendir hann á, að frekari niðurskurður mun hafa samdráttaráhrif - sem vert er að muna í samhengi við horfur sem nú séu uppi um minnkandi hagvöxt.

Það sé einmitt, hve horfur á hagvexti séu slakar hjá Ítölum og Spánverjum, sem sé ekki síst ástæða þess að fjárfestar hafi verið að fyllast ótta um þeirra framtíðarhorfur - sem hafi verið að skila sér í verðfalli bréfa þeirra.

Ef löndin beggja vegna Atlantshafsins grípa til niðurskurðar-aðgerða samtímis, þá sé ekki unnt að mæta því með öðrum hætti en peningaprentun, ef ekki á að verða viðsnúningur í samdrátt.

 

Peningaprentun hefur á móti ímsar slæmar afleiðingar - kannski er skárra að sleppa henni!

We can't rely on oil prices or more QE to save us from this mess

En eins og þessi greinarhöfundur bendir á, hefur peningaprentun umtalsverðar afleiðingar - þ.e. megin gjaldmiðlar Evrópu og Bandaríkjanna, munu þá falla gagnvart olíu og helstu hrávörum sbr. málma og mat.

Þar sem dollar er viðmið markaða með hrávörur, þá eru verð byrt í dollar. Sem mun þíða, að alþjóðleg dollaraverð á mat, málmum og olíu - mun fara hækkandi.

En ef til vill tóku einhverjir eftir því að alþjóðleg verð á hrávörum lækkuðu í vor, það var er tilkynnt var í Bandar. að ekki yrði framhald á peningaprentun.

Ef önnur lönd, leitast við að verja sína gjaldmiðla gegn því að hækka að ráði gagnvart evru og dollar, þá munu þeir einnig verðfalla gagnvart hrávörum þ.e. hrávöruverðs verðbólgan mun einnig koma til þeirra.

Verðhækkanir olíu, korns, kaffis o.flr. matvæla, ásamt málmum - sem sagt hrávöru, mun þá breiðast um heiminn, framkalla skerðingu lífskjara í flestum löndum heims.

Í síðustu viku framkv. seðlabankar Sviss og Japans aðgerðir, til að stemma stigu við hækkun þeirra gjaldmiðla gagnvart evru og dollar. Nýlega innleiddi Brasilía slíkar aðgerðir.

Það er veruleg hætta á gjaldmiðlastríði!

Svo getur heims viðskiptakerfið hrunið - eins og það gerði snemma á 4. áratugnum, og lönd skellt á viðskiptahindrunum í formi tollamúra.

Þetta er raunveruleg hætta - ef ekki er unnt að koma í veg fyrir viðsnúning til kreppu með öðrum hætti en peningaprentun, í risahagkerfunum beggja vegna N-Atlantshafsins.

Þá getur ekki annað en pressan aukist á gjaldmiðla ríkja sem ekki eru í fjárhagsvandræðum, í hina áttina - það er til hækkunar.

Vegna þess, að ef þeirra gjaldmiðlar hækka mikið gagnvart evru og dollar, þá mun það skaða þeirra útflutning og um leið samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja á heimamarkaði gagnvart innfluttum vörum; þá mun skapast mikil pressa á þau ríki - að gera sitt besta til að draga úr hækkun sinna gjaldmiðla.

Hættan er að þessi spenna milli heimshagkerfanna muni fara vaxandi!

Á endanum - muni ríki þeirra gjaldmiðlar fara hækkandi, grípa til innflutningstakmarkana eða tollamúra, til að verja sína atvinnuvegi.

Og þá, endurtaki sig sagan frá 4. áratugnum -niðurstaðan sú hin sama - þ.e. djúp heimskreppa!

 

Sumir telja að peningaprentun sé of varasöm leið, þegar við erum að tala um risagjaldmiðlana Bandar. dollar og evru, þegar heildarsamhengið er haft í huga!

Það virðist afskaplega líklegt að án peningaprentunar muni hagkerfin beggja vegna N-Atlantshafsins snúa við í kreppu, sem sennilega mun magna upp skuldavanda tiltekinna ríkja, framkalla greiðsluþrot nokkurra 1. heims ríkja.

Þau greiðsluþrot munu líklega framkalla mikið umrót innan fjármálakerfis heimsins, sennilega leiða til gjaldþrots fjölmargra banka.

Mér virðist hæsta máta líklegt, að þetta dugi einnig til að framkalla heimskreppu. 

En kannski lifir heims-viðskiptakerfið af, ef "competitive devaluation" þ.e. gjaldmiðlastríði er forðað.

Kannski hafa þeir sem leggja til harðar samdráttar-aðgerðir einfaldlega rétt fyrir sér.

Því aðrar aðgerðir séu lokuð sund - heildaráhrif enn hættulegri.

En hópur hagfræðinga er þeirrar skoðunar - að ekki sé valkostur um annað en að skera niður og vona að einhverntíma í framtíðinni, verði viðsnúningur af sjálfu sér.

Við erum þá að tala um, að sú kreppa í Bandaríkjunum og Evrópu, sem forðað var með umfangsmiklum aðgerðum ríkisstjórna - verði á endanum ekki forðað.

Við erum að tala um gríðarlega lífskjara skerðingu - sennilega beggja vegna N-Atlantshafsins, og mjög líklega einnig víðar um heiminn. Við hér sleppum ekki því verð krassa.

Niðurstaða ofangreindra vangavelta er - að kannski er það svo að heimskreppu virkilega verði ekki forðað!

Sjá líka: The West's horrible fiscal choice 

 

Niðurstaða

Það getur einmitt verið málið að leið peningaprentunar sé í reynd lokuð fyrir risahagkerfi Norður-Ameríku og Evrópu, vegna þess hve mikil "spill over effect" hún hefur, þ.e. víðtæk hliðar-áhrif.

En án víðtækrar peningaprentunar, sé ég ekki hvernig unnt á að vera að forða því, að víðtækar samdráttar-aukandi sparnaðar-aðgerðir snúi hagvexti yfir í samdrátt beggja vegna Atlantsála. En, þegar hefur mikið hægt á hagvexti beggja vegna. Og nýjustu tölur benda ekki til þess, að vöxtur muni aukast seinni part árs eins og fram að þessu hefur verið talið, af stjv. beggja vegna.

Þær versnandi efnahagshorfur, eru meginástæða þess - að fjárfestar eru allt í einu orðnir til muna skeptískari á stöðu Ítalíu og Spánar, en þeir hafa verið þar til fyrir skömmu. En, þau representa cirka 1/3 af hagkerfi Evrusvæðis, eru stærri biti en svo að líklegt sé að þeim verði bjargað af hinum löndunum.

En freystingin verður mjög sterk bæði í Bandar. og Evrópu, að fara leið peningaprentunar því hún mun virðast, minna sársaukafull. 

Hún verður það, ef önnur lönd sætta sig við afleiðingarnar fyrir þau, þ.e. að þeirra gjaldmiðlar rísa á kostnað evru og dollars, svo þeirra samkeppnishæfni skaðist.

Á hinn bóginn virðist þvert á móti líklegra, að umfangsmikil peningaprentun muni leiða til vaxandi spennu á milli ríkja starfandi innan heimshagkerfisins - svokallað gjaldmiðlastríð muni þá skella á, og hættan muni þá fara vaxandi á því að, á einhverjum tímapunkti stigi einhver stór aðili yfir þann þröskuld að fara beita viðskiptahindrunum.

Þá getur einmitt sagan endurtekið sig frá 4. áratugnum! Heimshagkerfið hrunið. Heims viðskipti hrunið. Hyldjúp heimskreppa tekið við. Heimurinn skipst í lokaða klúbba, með háum tollamúrum á milli.

---------------

Í samanburðinum má vera, að minna hættulegt sé að fylgja módeli niðurskurðar og í stað peningaprentunar, beita íhaldsamri peningastefnu.

Niðurstaðan verður þá sennilega aftur heimskreppa, en ef til vill af tagi sem kannski stendur í skemmri tíma, því í þeirri sviðsmynd ef til vill stendur heims viðskiptakerfið uppi og heimsverslun einnig.

 

Þetta er áhugaverð umræða!

 

Kv.


Framkvæmdi Seðlabanki Evrópu umtalsverð markaðsinngrip í morgun? Berlusconi tilkynnir nýjar efnahagsaðgerðir!

Það var merkilegt að fylgjast með mörkuðum í morgun, en framan-af var atburðarásin eins og síðdegis í gær, þ.e. verð féllu. Vaxtakrafa fór hækkandi fyrir Spán og Ítalíu, og skuldatryggingaálag beggja fór einnig hækkandi. Um hálf ellefu leitið var vaxtakrafa beggja fyrir 10 ára bréf komin í 6,3% og skuldatryggingaálag Spánar nágaðist 440 meðan álag Ítalíu ver rétt neðan við 400.

Síðan um hádegi, voru verð allt í einu verulega lækkuð, þ.e. 6,18% Ítalíu og 6,12 fyrir Spán, meðan að skuldatryggingaálag Spánar var þá í 395 og Ítalíu 382.

Þegar ég gái nú, eru tölurnar Spánn 6,08% og Ítalía 6,15%, skuldatryggingaálag enn óbreytt.

Mér finnst afskaplega líklegt að um inngrip ECB hafi verið að ræða eða einhvers stórs aðila, ECB mun líklegri. 

Á hinn bóginn, þá framkv. ECB einnig inngrip þegar Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í alvarleg vandræði.

  • Vandinn er, að til þess að virka í alvöru - þarf ECB að fá frá aðildarríkjunum heimild til ótakmarkaðra inngripa!
  • Það myndi verðfella Evruna óhjákvæmilega og að auki skapa verðbólgu.
  • Á hinn bóginn, eru stjórnendur ECB miklir anty-verðbólgu haukar, og m.a. þess vegna, ólíklegt að þeir beiti inngripum með öðrum hætti en áður.
  • En það var með þeim hætti, að ekki var um aukningu fjármagns á Evrusvæðinu, heldur nýtti ECB fjármagn innan seðlabankakerfisins, færði fé frá A til B.
  • Það er ekki unnt nema í mjög takmörkuðum mæli - hvergi nærri til þess, að halda Spáni einsömlum á floti nema í skamman tíma, og alls ekki Ítalíu - nema rétt sem mjög skammtíma aðgerð.
  • Eina gagnið er þá að vinna tíma fyrir einhverjar aðrar aðgerðir X.

Italy to announce economic reforms

  1. Talað um að lögfesta í stjórnarskrá að fjárlög verði að vera í jafnvægi.
  2. Svokallaðar "close shops" þ.e. lokaðir vinnumarkaðir, verði opnaðir.
  3. Laun til pólitíkusa og styrkir til flokka verði lækkaðir.
  • Útlínur verða kynntar áður en markaðir loka í dag skv. frétt. En, leitast verði við að koma þessu í lög áður en ágúst er lokið.
  • Auðvitað, er engin leið nú að vita að hvaða marki slíkar breytingar myndu nást fram! 
  • Slíkar breytingar myndu ekki endilega vera gagnslausar þó svo þær taki tíma að skila árangri.
  • Enda lítur markaðurinn fram í tímann, og ef útlitið fyrir framtíðina skánar þá geta mál skánað.
  • Auðvitað þá þurfa aðgerðirnar að vera mjög sannfærandi, og ekki síst framkvæm þeirra einnig.
  • Eigum við ekki að segja að baráttan um framtíð Ítalíu sé að hefjast fyrir alvöru!

 

Ríkisstjórn Spánar - mun sennilega ekki tilkynna um aðgerðir fyrr en eftir helgi eða á sunnudag!

 

Niðurstaða

Ég reikna með því að um inngrip ECB hafi verið að ræða í dag. Hugsanlega - eins og ég sagði - er unnt að vinna einhvern tíma með slíku. Það virðist sem ástandið hafi loks sjokkerað ríkisstjórn Ítalíu nægilega, til að grípa til róttækra aðgerða. Stundum er það einmitt svo, að kreppu þarf til - svo nauðsynlegar breytingar komist til framkvæmda.

Það er enn til staðar smávægilegur séns, að forða Ítalíu frá greiðslufalli með slíkum aðgerðum.

----------------

Ég mynni þó á, að þegar Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í vandræði, var í öllum tilvikum gripið til efnahagsaðgerða til að leitast við, að skapa tiltrú á 11. stundu. En í öllum tilvikum tókst það ekki.

Það eina sem við á Íslandi getum gert er að fylgjast með fréttum af hinni miklu og sögulegu atburðarás á erlendri grundu.

Lesið þessar greinar: Please Europe, either put up or break up

Peterson Institute - Peter Boone and Simon Johnson - Europe on the Brink

 

 

Kv.


Seðlabanki Evrópu að búa til meiriháttar klúður?

Ég veit ekki hvaða leik Seðlabanki Evrópu er að leika, en í dag var vaxtadagur og vöxtum var haldið óbreyttum, sem ekki er gott fyrir löndin í vanda þó skárra að halda þeim föstum en að hækka þá frekar. En, svo var það hin væntu inngrip, jú seðlabankinn hóf aftur inngrip í markaði. En, þau kaup eru einungis á grískum og írskum bréfum.

Í kjölfar ræðu Trichet - hófst skriða verðlækkana á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins, og samtímis versnaði einnig staða Spánar og Ítalíu.

04/08/2011 - Press release: ECB announces details of refinancing operations with settlement in the period from 12 October 2011 to 17 January 2012 - Hér

 

ECB Resumes Bond Buying as Trichet Offers Banks Cash to Stem Debt Crisis :"“With the ECB not daring to touch Italy and Spain and the decision to buy Portugal and Ireland also not taken unanimously, the market looks set to question the ECB’s resolve until it sees the facts,” said Christoph Rieger,"" - "The euro slipped after Trichet’s comments, falling to $1.4161 at 6:37 p.m. in Frankfurt from $1.4202 at the start of the press conference." - "The 23-member Governing Council decided today to extend unlimited allotment in its refinancing operations through the end of the year and offer banks as much money as they need in a six-month tender..."

U.S. Stocks Plunge in Biggest Retreat Since 2009

World stocks sink in global sell-off, bonds soar

Debt crisis: Dow Jones plunges as eurozone contagion spreads

European Central Bank paralysis sparks global crash :"Not since the deepest days of the banking crisis, when we were looking into the abyss of a second Great Depression, have things looked so scary. Policy seems impotent before the storm."

 

Lesið þessa grein, hún lýsir hvernig Seðlabanki Evrópu, hefur átt sinn þátt í gegnum árin í því að búa til það ástand, sem hefur leitt til krýsunnar í dag:

Peterson Institute - Peter Boone and Simon Johnson - Europe on the Brink

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 4/8, 2/8, 25/7, 22/7, 21/7, 18/7

Takið eftir krýsan náði síðast hámarki þann 18/7, takið síðan eftir að núverandi vaxtakrafa Ítalíu er mest, þ.e. hærra en áður er hún fór hæst, og Spánn er á svipuðum slóðum er krafan fyrir Spán áður fór hæst.

Grikkland............15,41% / 15,01% / 14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30%

Portúgal..............11,54% / 11,12% / 11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86%

Írland.................10,60% / 10,68% / 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55%

Spánn..................6,36% / 6,33% / 6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39%

Ítalía...................6,27% / 6,16% /5,67% / 5,40% /  5,36% / 6,01

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Skuldatryggingaálag

Skuldatryggingaálag Ítalíu og Spánar einfaldlega hefur ekki verið hærra!

Álag Spánar er komið hættulega nálægt 450, þegar LHC Clearnet, stærsti brokerinn í Evrópu, mun skv. eigin reglum, krefjast sérstaks áhættuálags á viðskipti sem nýta spönsk bréf.

Eftir að Grikkland, Írland og Portúgal lentu í svipuðu, hækkaði krafan fyrir þau lönd hratt enn frekar!

Markit Itrax Sov - 4/8 kl. 17.30

Markit Itrax Sov - 2/8 kl. 17.00

Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30

Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30

Grikkland...........1.713 / 1.725 / 1.650 / 2.575

Portúgal.............964 / 960 / 965 /1.215

Írland..................835 / 845 / 900 / 1.185

Spánn..................431 / 405 / 335 / 390 (ef nær 450 hljótast viðbótar vandræði af)

Ítalía...................392 /360 / 280 / 333
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)

 

Niðurstaða

Hvað eru eiginlega stjórnendur Seðlabanka Evrópu að hugsa - sjá að neðan orð Trichet?

ECB resumes bond-buying scheme: "Mr Trichet said: “I wouldn’t be surprised that before the end of this teleconference you would see something on the market.”"

Hann segir við fólkið í salnum, og auðvitað í beinni útsendingu í fjölmiðlum, að inngrip í markaði muni fara af stað þá þegar.

Allir vonast eftir, að þau inngrip feli í sér kaup á ítölskum og spönskum bréfum. En, hvað kemur í ljós - kaup á grískum og írskum.

Fjöldi manns hljóta að hafa gapað af undrun. Þetta er næstum eins og að reka fingurinn framan í mannskapinn. Undrun - reiði og síðan hræðsla.

Það er þ.s. við sáum síðdegis, allsherjar hræðslukast á mörkuðum þ.s. Wall Street féll um 500 punkta. Markaðir féllu víðsvegar um heim, gengi Evru féll verulega, og vaxtakrafa sem og skuldatryggingar Spánar og Ítalíu fóru upp.

Nú er álag Spánar komið nærri hættulegum "trigger" punkti þegar LHC Clearnet, mun krefjast áhættuálags á viðskipti þ.s. spönsk bréf eru notuð sem veð, en það felur í sér kröfu um tryggingu sem eykur kostnað þeirra aðila sem nýta spænsk ríkisbréf sem veð - sem einkum eru bankar á Spáni.

Því miður, líklega verður frekara drama á mörkuðum á morgun. En verðfallið hófst síðdegis, þegar það voru ekki margir klukkutímar eftir af opnun. Það getur mjög vel átt eftir að spila sig lengra.

Það getur verið að skuldatryggingarálag Spánar nái 450 punktum á morgun - þannig að lántökukostnaður spænskra banka stórlega aukist, þegar þeir verða tilneyddir til að bjóða hluta upphæðarinnar í hvert sinn - að mótveði hjá LHC Clearnet.

Eftir að Grikkland, Írland og Portúgal lentu í því sama var spírallinn í framhaldinu hraður.

Samskonar atburðarás virðist í endurtekningu!

Útlit fyrir að hrein tilvistarkreppa fyrir evruna verði komin á fullt flug áður en ágúst er allur.

 

Kv.


Reiknað með að Seðlabanki Evrópu, hefji inngrip í markaði í dag fimmtudag! Tilraun til að forða því að Spánn og Ítalía, verði hrakin af mörkuðum!

Þetta er eiginlega eini skammtíma gambítturinn sem Evrusvæðið getur gripið til. En Evrópa hefur verið gripin í bólinu, þ.e. megnið af starfsfólki stofnana ESB í sumarfrýi, það sama á við stofnanir meðlimaríkja einnig, þjóðþing tóku sér einnig frý í ágúst, forsætisráðherra Spánar neyddist til að snúa við í gær - einmitt úr frýi. Ágúst er nokkurs konar allsherjar frý mánuður!

Því miður, er ekki búið að leiða þær aðgerðir sem samþykktar voru af leiðtogum Evrusvæðis í lög, til þess þarf að kveðja þjóðingin saman - en fyrst af öllu þarf að skrifa sjálfann lagatextann.

 

Eurozone moves to prop up rescue fund "“People are working around the clock, night and day,” one European official said, estimating that it was a matter of weeks...before the text was ready...could not say how long it would be before all 17 countries completed the ratification process, particularly given the summer holiday."

 

Það er hreint magnað hve rækilega Evrusvæðislöndin og stofnanir Evrópu voru gripnar í bólinu! En, ekki er að sjálfsögðu hægt að beita nýju reglunum fyrr en, ofangreindu ferli er lokið.

Þannig, að þó standi til að veita björgunarsjóð Evrusvæðis heimildir til inngripa í markaði og til að veita einstökum löndum skammtíma lánalínur - til að brúa eitthvert vandræðaástand; þá verður ekki unnt að beita þeim úrræðum nærri því strax.

Kannski ekki fyrr en fer að nálgast mánaðamót september og október, en björgunarsjóðurinn þarf einnig, að fá tíma til að útvega sér fjármagn - hann þarf að útvega sér það sjálfur, með sölu skuldabréfa út á ábyrgðir sem aðildaríkin hafa veitt.

Paul De Grauwe: Only ECB can halt eurozone contagion

  • Prófessor Grauwe telur að Seðlabanki Evrópu verði að fá fullar heimildir til að verja ríki í vanda, þ.e. sambærilegar heimildir þeim sem hann hefur til að verja banka í vanda.  
  • Það þíðir auðvitað heimild til að prenta það magn af Evrum sem til þarf - svo hann geti drekkt mörkuðum með peningum.
  • Einungis þannig, verði sú markaðs þeysireið sem nú er í gangi stöðvuð.
ECB to protect Europe by buying bonds

Helsta vandamálið er að, ótakmarkaðar heimildir til peningaprentunar - geta leitt til verulegrar aukningar peningamagns í umferð, sem getur valdið verðfalli gjaldmiðilsins og einnig nokkurri aukningu verðbólgu.

Þannig, að seðlabankinn yrði þá að hverfa algerlega frá núverandi stefnu, að berja niður verðbólgu með hækkun stýrivaxta annars vegar og hins vegar með mjög ströngu aðhaldi með peningamagni.

Á hinn bóginn, er óvíst að seðlabankinn þyrfti að beita peningaprentunarheimildum af því tagi - í miklum mæli, þ.s. vera má að það eitt að hann væri búinn að fá slíkar ótakmarkaðar heimildir, geti dugað til að fjárfestar haldi að sér höndum, við það að fara gegn vilja Seðlabankans.

  • Klárt er samt - að Þjóðverjar yrðu að veita slíkar heimildir!
  • Það virðist vera þeir sem raunverulega ráða þessu.
  • Og þeir, hafa mikið antípat á verðbólgu og hafa einmitt verið að þrýsta á Seðlabankann, til að hækka vexti, sína aðhald í peningamálum.
  • Sem dæmi, hefur Seðlabankinn fram að þessu, einungis keypt skuldabréf í mjög takmörkuðum mæli - og skv. kröfu Þjóðverja.
  • Að auki, með þeim hætti að peningamagn hefur ekki aukist.
  • Svo þetta krefst grunnstefnubreytingar hjá Þjóðverjum - sem óvíst er að komi, eða getur dregist úr hömlu.
  • Svo líkur eru til að þær heimildir til inngripa sem Seðlabanki Evrópu fái, fylgi fyrra fordæmi þ.e. verði takmarkaðar - og að auki, að Seðlabankinn verði knúinn til að passa upp á að þær aðgerðir auki ekki peningamagn.
  • Ef þetta verður niðurstaðan - þá munu aðgerðir ECB skorta trúverðugleika.
  • En, fyrri takmörkuð inngrip þegar Grikkland, Írland og Portúgal voru á leið í vanda, skiluðu ekki árangri, nema í mjög takmarkaðann tíma. Breyttu ekki útkomunni.
Bendi á tvær ágætar greinar eftir dálkahöfundinn Abrose Evans-Pritchard!

Ambrose Evans-Pritchard:

  1. Europe's money markets freeze as crisis grows
  2. The West's horrible fiscal choice 

 

Niðurstaða

Það er klárt að skuldakrýsan innan Evrusvæðis, hefur kúplað yfir í til muna hættulegra stig en áður. Nú raunverulega nálgast sú stund að Evran getur mjög raunverulega fallið, þá meina ég hætt að vera til. En, einn vandinn enn ofan í þ.s. kom fram að ofan, er að þar sem skuldbindingum vegna neyðarsjóðs og vegna seðlabankakerfisins, er deilt niður á meðlimaríkin. Þá er ein afleiðing þess, að ríkjum í gjaldþroti fjölgar, að þá detta þeirra skuldbindingar út - og restin af ríkjunum þarf að skipta þeim á milli sín, sem eykur byrði þeirra ríkja sem eftir eru af því að viðhalda Evrukerfinu.

Hagfræðingar hafa bent á, að þetta geti ógnað stöðu Frakklands. En, skv. þeirra lauslegu útreikningum myndi skuldabyrði Frakklands hækka um 10% af þjóðarframleiðslu ef Spánn og Ítalía myndu hætta að vera fær um að bera sinn hluta af skuldbindingum við kerfið. En skv. hagspám nær skuldabyrði Frakklands 90% af þjóðarframleiðslu á þessu ári, + 10% væri 100%.

Sem er ekki nóg til að skapa endilega skuldakrýsu, en það myndi þíða að Frakkar að líkindum myndu missa 3-A "AAA" lánshæfi sitt. Þá myndi björgunarsjóður Evru sennilega einnig missa sinn 3-A status, nema að hann hætti að treysta á ábyrgðir frá Frakklandi, og treysti einungis á ábyrgðir frá Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi. Sem eru þau 3-A lönd sem þá eftir eru. Þá þyrftu þau, að bæta við ábyrgðum ef sjóðurinn ætti ekki að tapa getu til lána.

Það er þarna sannarlega hætta á slæmu dómínó!

----------------------------------

Á hlekknum að neðan, getið þið skoðað hve margar útgáfur skuldabréfa eru eftir á árinu hjá Ítalíu, sem mun gefa nokkra hugmynd um hve mikið magn af Evrum Seðlabanki Evrópu myndi þurfa að prenta eða fá annars staðar frá innan kerfisins, ef hann fær ekki að prenta:

Listi Seðlabanka Ítalíu yfir skuldabréfa-útgáfur á árinu! 

 

Kv.


Ítalía og Spánn á leið í þrot! Vegna rosalegs klúðurs geta björgunaraðgerðir dregist úr hömlu!

Í dag urðu umtalsverðar hækkanir á vaxtakröfu og einnig skuldatryggingaálagi Spánar og Ítalíu. En í augum fjárfesta virðast þessi lönd hanga saman. En ég tengi ástæðu þess að þetta verðfall á sér stað nú, til fréttar er kom sl. föstudag.

European Firms Express Gloom 

En fjöldi stórfyrirtækja gaf út fyrir helgi svokallað "profit warning" þ.e. í þessu tilviki aðvörun til hluthafa - að vænta megi samdráttar í hagnaði seinni hluta árs. En ástæður upp gefnar, virðast hafa mikið að gera við Evru krýsuna, því bankar séu að halda í peninga frekar en að lána þá, lán séu dýrari - viðskiptavinir einnig haldi að sér höndum, fresti kaupum frekar en hitt. Samdráttur pantana bendi til að minna verði að gera hjá fyrirtækjunum á seinni helmingi árs.

Þetta kemur ofan á aðrar slæmar fréttir, sem benda til þess að júlí hafi verið slakari en júní, sem þó var slakari en maí, þó þótti maí slakur.

Miðað við aðvaranir þessara stórfyrirtækja, þá sennilega óttast fjárfestar að evrópska hagkerfið sé enn að spírala niður í hagvexti - ekki sé séð fyrir endann á því.

Að lokum, að um Spán og Portúgal, þá mældist enginn hagvöxtur í júní og það var samdráttur í iðnframleiðslu. Það gefur vísbendingar í samhengi við aðrar upplýsingar að bæði löndin geta verið komin í samdrátt, hafi verið það í júlí.

Einungis lætin í sambandi við Bandaríkin, frestuðu viðbrögðum markaða, þannig að þau komu fram í dag en ekki í gær.

How to Ruin Italy

Ambrose Evans-Pritchard, sjá mynd til hægri, bendir á að peningamagn í umferð á Ítalíu, hafi verið í stöðugum samdrætti, eins og sést á mynd a.m.k. síðan 2009, en hraðinn á samdrættinum hafi farið vaxandi.

Vandi er að, stöðugt minnkandi peningamagn hefur samdráttaráhrif!

Áhrifin hlaðast upp - þ.e. "cumulative".

 

Vaxtakrafa 10. ára bréfa 2/8, 25/7, 22/7, 21/7, 18/7

Takið eftir krýsan náði síðast hámarki þann 18/7, takið síðan eftir að núverandi vaxtakrafa Ítalíu er met, þ.e. hærra en áður er hún fór hæst, og Spánn er á svipuðum slóðum er krafan fyrir Spán áður fór hæst. Á sama tíma, eru krafan fyrir hin löndin í vanda - lækkandi.

Grikkland............15,01% / 14,91% / 14,74% / 16,53% / 18,30%

Portúgal..............11,12% / 11,53% / 11,23% / 11,69% / 12,86%

Írland.................10,68% / 12,08% / 11,98% 12,58% / 14,55%

Spánn..................6,33% / 6,04% /5,79% / 5,77% / 6,39%

Ítalía...................6,16% /5,67% / 5,40% /  5,36% / 6,01

-----------------------

Ísland..................4,993% (5 ára)

 

Skuldatryggingaálag

Skuldatryggingaálag Ítalíu og Spánar einfaldlega hefur ekki verið hærra!

Á sama tíma lækkar það hjá hinum löndunum í vanda.

Markit Itrax Sov - 2/8 kl. 17.00

Markit Itrax Sov - 25/7 kl. 17.30

Markit Itrax Sov - 18/7 kl. 15.30

Grikkland...........1.725 / 1.650 / 2.575

Portúgal.............960 / 965 /1.215

Írland..................845 / 900 / 1.185

Spánn..................405 / 335 / 390

Ítalía...................360 / 280 / 333
------------------------------------------------

Ísland..................231 (maí. 2011 - nýrri tölur ekki komið fram enn)

 

Er reddingin stórt klúður?

Italy, Spain Spreads Widen on Concern Sovereign Crisis ‘Self-Fulfilling’ :“Suddenly, Italy joined the other peripherals,” said Justin Knight, a European rate strategist at UBS AG in London. “Investors are, in general, overweight Italy versus other peripheral markets, and it’s going to be a difficult position to unwind.” 

Við erum að tala um, að 3. stærsta hagkerfi Evrópu og það 5. stærsta, eru á leið í þrot - samtímis! Það er einfaldega versta hugsanlega martraðar útkoman!

  • Ítalía skulda liðlega 1.840ma.€
  • Spánn um 600ma.€
  • Samanlagt rúml. 2.400ma.€

Menn hafa ítrekað sagt, að ef Spánn fer í klúður væri það búið - en þ.e. Spánn + Ítalía!

 

Beware the guns of August :"In August 2008, when Russian tanks rolled into Georgia, David Miliband, Britain’s foreign secretary at the time, had to deal with the crisis on a mobile phone from a holiday villa in Spain."

Italy is the single point of failure. Including its auctions :"No timetable for parliaments across Europe to vote in an expanded role for the EFSF any time soon — therefore you can’t even threaten markets with the idea of EFSF purchases of Italian debt or credit lines."

Listi Seðlabanka Ítalíu yfir skuldabréfa-útgáfur á árinu!

Áhugaverð grafík - tölur frekar úreltar, nema eftirfarandi - hakið við "Debt maturity."

Þá sést að rúmlega 300ma.€ falla á gjalddaga á þessu ári!

Sem þíðir að neyðarsjóðurinn getur einungis haldið Ítalíu uppi um takmarkaðann tíma!

 

Hvað á ég við með klúður?:

  1. Björgunarsjóðurinn fékk ekki viðbótar fjármagn, á leiðtogafundi Evrusvæðis, ræður yfir einungis 440ma.€, en þ.e. þó villandi því vegna fyrri útlána getur hann í reynd ekki lánað nema rúml. 300ma.€. Þ.e. cirka helmingurinn af því sem ríkissjóður Spánar skuldar.
  2. Björgunarsjóðurinn fékk viðbótar verkefni eða fúnksjónir, en þær hafa ekki enn tekið formlega gildi, en til þess að svo verði þurfa þing aðildarríkjanna, að samþykkja samkomulag leiðtoganna.
  3. Þá kemur það súrrealíska - þ.e. skollið á sumarleyfatími innan stofnana ESB, aðildarlönd ESB, hafa einnig tekið upp sama sið - svo stofnanir ESB og Evrusvæðis, þing aðildarlandanna, ráðuneyti aðildarlanda og jafnvel ráðherrar sjálfir; hafa tekið sér sumarfrý og eru ekki við störf, einungis lágmarks starfsemi rekin.
  4. Eins og nú er útlit fyrir, gæti það tekið björgunarsjóðinn 2-3 mánuði, að útvega sér nægilegt fjármagn, og hefja þá viðbótar starfsemi sem honum hefur verið falið - þ.e. inngrip í markaði, veita ríkjum lánalínur til að halda þeim á floti. Þingin taka ekki til starfa fyrr en seint í ágúst eða jafnvel í september, eins og á við um þýska þingið.
  5. Björgunarsjóðurinn, á nefnilega einungis ábyrgðir frá aðildarlöndunum, til að geta lánað þarf sjóðurinn að selja skuldabréf út á þær ábyrgðir. Þetta tekur tíma í venjulegu árferði, en nú er erfitt ástand á mörkuðum. Svo hann getur ekki lánað undirbúningslaust.
  6. En, til að verja Ítalíu og Spán, þarf hann að hafa allt það fé milli handa sem hann mögulega getur haft, svo hann mun þurfa að innleysa allar ábyrgðirnar - til að eiga nokkurn möguleika til að stoppa í gatið. En, sú aðgerð getur í allra fyrsta lagi hafist í september. Þó getur sjóðurinn selt skuldabréf nú þegar, á þeim hraða sem markaðurinn þolir.
  7. Nema auðvitað þing aðildarríkjanna, verði kölluð saman til aukafundar hvert um sig - til að ræða og afgreiða viðbætur þær við björgunaráætlanir Evrusvæðis, sem leiðtogarnir samþykktu. Það skiljanlega getur tekið nokkurn tíma.
  8. Að auki er einnig mögulegt að kalla fólk úr sumarfrýjum, en þ.e. einnig líklegt að taka nokkurn tíma.

In short - Evrusvæðið með allt niður um sig!

Mikil hætta er því, að viðbrögð við hinni nýju krýsu verði sein!

En einnig fumkennd og fálmkennd!

 

Niðurstaða

Klúðrið sem stofnanir ESB og aðildarríkin virðast vera að búa til er hreint magnað. En, þegar þann 25/7 sl. grunaði mig að það stefndi í eitthvað því-um-líkt sbr. : Evrukrýsan heldur áfram - þrátt fyrir hina stóru ákvörðun sl. viku!

Það er útlit fyrir að slæmi spádómurinn sem ég setti þá fram sé akkúrat að rætast!

 

Kv.

 


Báðar deildir Bandaríkjaþings hafa nú staðfest samkomulag Obama forseta, við leiðtoga Demókrata og Repúblikana, um lyftingu skuldaþaks á bandarísku alríkisstjórninni!

Ég sá þessa frétt á "breaking news" á FT.com vefnum. En samkvæmt því klofnaði meirihluti Repúblikana og 66 þeirra greiddu atkvæði á móti, en nægilega margir Repúblikanar og Demókratar kusu með málinu, til þess að úrslitin urðu 261 á móti 161.

Þannig liggur nú fyrir staðfesting beggja þingdeilda Bandaríkjaþings, fyrir lausn þeirri sem um samdist um helgina við Obama forseta.

Svo alríkisstjórnin á ekki að eiga það í hættu að vera greiðsluþrota, út kjörtímabilið. Enda, skuldaþakinu lyft einmitt út kjörtímabil Obama forseta.

Sjá frétt Bloomberg fréttaveiturnnar: House Passes $2.1 Trillion U.S. Debt Ceiling Plan

Undirskrift Obama er vart annað en formsatriði - en samkomulagið verður þá að lögum.

 

Strembið prógramm!

"The measure would raise the debt ceiling in two installments, sufficient to serve the nation’s needs into early 2013. The framework would cut $917 billion in spending over a decade, raise the debt limit initially by $900 billion and assign a special congressional committee to find another $1.5 trillion in deficit savings by late November, to be enacted by Christmas."

"Because any spending cuts would be delayed until 2013, timed to coincide with the expiration of the Bush tax cuts, Republicans would have an added incentive to agree to overhaul taxes, which Democrats want to use for raising revenue." 

 

Sennilega stærsta fréttin við samkomulagið, fyrir utan að Obama fær að nýta 900ma.$ í nafni alríkisstjórnarinnar - að tekið er fyrir skattahækkanir!

Það er ekki 100% öruggt, en Demókratar neyddust til að gefa eftir allar slíkar hugmyndir, að sinni a.m.k., og mjög ólíklegt er að Repúblikanar myndu samþykkja hærri skatta síðar.

Svo fókusinn er á sparnað!

Þær sparnaðaraðgerðir sem nefnd skipuð fulltrúum beggja flokka frá báðum þingdeildum, á að ná saman um, koma ekki til framkvæmda fyrr en 2013 - skv. frétt.

Demókrötum virðist hafa tekist að blokkera framkvæmd mjög umsvifamikilla sparnaðaraðgerða, þangað til að nýtt kjörtímabil Obama væri hafið v. upphaf árs 2013 - þ.e. ef Obama nær endurkjöri.

Til að þetta gangi upp skv. frétt, þá þarf það að virka þannig, að þó svo gengið sé frá samkomulagi um viðbótar sparnað í nóvember, þá komi aðgerðirnar samt ekki til framkvæmda fyrr en þá.

Spurning hvort fréttamenn hafi örugglega tekið þetta rétt niður!

Þá vitum við sennilega eitthvað um hvað verður deilt um, þegar keppst verður um forsetaembættið í það skiptið.

 

"If Congress met that deadline and deficit target, or voted to send a balanced-budget constitutional amendment to the states, Obama would receive another $1.5 trillion borrowing boost."

"In the case of Congress failing to take either step, or not producing debt savings of at least $1.2 trillion, the plan allows the president to obtain a $1.2 trillion debt-ceiling extension. That would trigger automatic spending cuts across the government -- including in defense and Medicare -- to take effect starting in 2013."

 

Þarna er svipan. En ég reikna með að Obama þurfi þennan viðbótar pening svo að alríkisstjórnin lendi ekki í vandræðum, áður en kjörtímabilið er búið.

En Obama á það á hættu, að fá nokkru minna fé þ.e. 1.200ma.$ í stað 1.500ma.$ ef þingmönnum gengur ílla á ná samkomulagi um viðbótar sparnað.

En, mjög líklega verður mjög mikið rifist um hvaða hlutar af kerfinu eiga að verða fyrir mestum niðurskurði.

Obama vill t.d. skera 325ma.$ af hermálum, sem myndi vera mjög tilfinnanlegur niðurskurður á því sviði.

Svo mikill niðurskurður hermála er líklegur til að verða mjög umdeildur meðal Repúblikana sem munu leggja til meiri niðurskurð "MedicAid" og "MedicCare" þjónustu kerfanna, en Demókratar eru í reynd tilbúnir til.

Má reikna með sögulegum deilum um svo mikinn útgjalda niðurskurð.

------------------------

Eitt er þó víst að Alríkisstjórnin fær takmarkaðri "discretion spending" heimildir, en Obama örugglega vildi upphaflega.

Svo, sennilega þíðir það fé sem Obama stjórnin fær úthlutað, að aðhald þarf að vera verulegt hjá Alríkisstjórninni, þá við hennar athafnir aðrar en þær sem viðkoma stóru prógrömmunum, sem hafa sérstakar fjárveitingar á grundvelli samþykktra fjárlaga.

 

Niðurstaða

Stóru þræðirnir:

  1. Greiðsluþroti alríkisins forðað út kjörtímabilið.
  2. Alríkið verður tilneytt til að taka upp aðhald og sparnað.
  3. Hækkanir skatta eru sennilega ekki inni í myndinni.

Mér sýnist að þetta sé þó eftir allt saman nær vilja Repúblikana en Demókrata, miðað við upphaflega stöðu deilenda.

Repúblikanar geti litið á þetta sem sigur fyrir sitt prógramm!

Þó svo að Teboðshreyfingin muni verða annarrar skoðunar og væntanlega brigsla þeim Repúblikönum um svik, sem greiddu atkvæði sitt með samkomulagspakkanum sl. mánudagskvöld.

------------------------

Fyrir heiminn er stóra málið að gríðarlegu ruggi er forðað, Bandaríkin eiga útistandandi mesta magn skuldabréfa í heiminum.

Margar fjármálastofnanir eiga slík bréf, og mynda þau mikilvægann hluta af grunni eignasafns sbr. eiginfé. Auðvitað einnig mýgrútur einstaklinga - sjóða þá ekki síst lífeyris.

Svo er ekki að gleyma, að nokkur fj. ríkja á einnig mikið magn bandar. ríkisskuldabréfa, sem þau hafa verið að nýta til að ávaxta fé í sjóðasöfnun hvort sem það eru svokallaðir "sovereign" söfnunarsjóðir eða að jafnvel þeirra seðlabankar hafa nýtt þetta, til forðasöfnunar enda þessi bréf mjög auðinnleysanleg öllu að jafnaði.

---------------------

Það hefði því haft óskapleg áhrif á alþjóðakerfið, ef Bandaríkin hættu að greiða af þessum bréfum - og þau myndu verðfalla verulega.

Ég treysti mér ekki að fullyrða, að slíkt dygði til að taka alþjóða fjármálakerfið alveg niður.

Við erum samt að tala um mikið rugg, verulega stærra mál en þegar Lehmans bankinn fór í þrot.

Það þyrfti mjög víðtækar aðgerðir til að bjarga alþjóðar fjármála-kerfinu, og síðast var það Bandar. sem áttu mestann þátt í því að forða því frá falli.

---------------------

Svo þetta er klassíska dæmið um að ef Bandar. fá kvef fær heimurinn flensu, o.s.frv.

Svo geta menn skalað það upp!

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband