Örvæntingar gætir í málflutningi Þorsteins Pálssonar!

Ég er farinn að kenna í brjóst um Þorstein Pálsson, en allt þ.s. hann trúir á er við það að falla, svo þ.e. ekki undarlegt, að gæta megi töluverðrar örvæntingar í málflutningi hans í hans nýjustu lesendagrein á visi.is: Lögmál vindhanans

 

Hvað er að gerast? Ef það hefur farið framhjá einhverjum:

  • Spánn og Ítalíu eru nú í vandræðum, Evran á hraðri leið í raunverulega tilvistarkreppu.
  • Verð féllu stórfellt á mörkuðum í sl. viku ekki síst vegna ótta fjárfesta í tengslum við Evrukrýsuna.
  • Á föstudag eftir að markaðir lokuðu tilkynnti Standars&Poors um lækkun á mati Bandaríkjanna, og búist er við að markaðir muni falla verulega um heiminn vítt, vegna þessa.
  • Að auki, er talið að sá ótti við stöðu Bandar. muni magna upp ótta vegna stöðu Ítalíu og Spánar, svo einnig er reiknað með að verfall verði gagnvart Spáni og Ítalíu.
  • Í dag fer fram G20 fundur ( G20 holds emergency debt talks ) - þ.s. ræddar eru mögulegar eða hugsanlegar aðgerðir, sem hægt er að grípa til af 20 stærstu hagkerfum heims, áður en morgundagurinn rennur upp. Menn eru raunverulega mjög hræddir við morgundaginn.
  • Einnig í dag sitja á fundi ( ECB seeks to prop up Italian bonds to ease eurozone contagion fears ) stjórnendur Seðlabanka Evrópu, og umræðuefnið er - hvort bankinn eigi að hefja massíf kaup á bréfum Spánar og Ítalíu. En ef það verður gert, þá mun það þíða algera stefnubreytingu hjá bankanum, sem þá lætur peningastefnu sína lönd og leið, þ.e. þá stefnu að berjast við verðbólgu, og fer þess í stað á fullt að prenta evrur til að verja - tja evruna sjálfa falli. Ég bendi á, að ef af verður, er þetta dramatísk ákvörðun, og mun valda gengisfalli evrunnar - hve miklu er ekki fyrirfram vitað, mun fara eftir því hve mikið þarf að auka peningamagn til að halda verðum niðri og hvað aðrir seðlabankar gera til að stemma stigu við risi þeirra gjaldmiðla gagnvart evru.

Morgundagurinn getur reynst mjög merkilegur dagur - einn af þessum örfáu sem breyta heiminum!

 

Vandamál við Evruna

  1. Ríki eru eins og bankar að því leiti, að þeirra skuldbindingar eru yfirleitt til tiltölulega skamms tíma, á meðan að mikið af eignum er af tagi sem ekki eru fljótt innleysanlegar. Því eins og bankar geta ríki lent í lausafjárvandræðum, sem getur skapað greiðslufall.
  2. Lausn ríkja sem hafa eigin seðlabanka er, að sá í reynd er þeirra lánveitandi til þrautavara, þ.e. sá getur prentað peninga ótakmarkað og þannig ætíð tryggt lausafé.
  3. Þetta virkar svo lengi sem skuldir þínar eru í gjaldmiðli sem þú hefur full umráð yfir og þú ræður einnig yfir seðlabankanum sem prentar peninga.
  • Vandinn er sá, að þegar seðlaprentunarvaldið var tekið af aðildarríkjunum, þá var í staðinn búin til hætta á greiðslufalli þeirra.
  • En, innan evru eru fullt frelsi til hreyfinga á fjármagni, sem þíðir að það getur flúið mjög hratt frá einum stað til annars - svo hættan á lausafjárkrýsu verður þá veruleg, ef það á sér stað "loss of confidence".
  • Evrusinnar hafa haldið fram, að innan evru komist stjórnmálamenn ekki upp með að beita verðbólgu til að redda sér eða gengisfellingu.
  • Þetta hafa menn meinað að stuðli að auknu öryggi fyrir almenning. Gengisfellingar séu tilræði við almenning eftir allt saman, leið til að flytja kostnað til almennings, sem réttilega á að vera borinn af atvinnulífinu.
  • Andsvarið felst náttúrulega í því sem nú er að gerast, en klárt er að það að taka öryggisventilinn af hagstjórnendum þ.e. að geta reddað hlutum með gengisfellingu, hefur ekki leitt til betri hagstjórnar - heldur virðist útkoman vera sú að án öryggisventils þá einfaldlega vanti reddingu þegar hennar er þörf og í staðinn fyrir að hlutir reddist, verði til mikilla muna stórfelldara tjón bæði fyrir almenning og aðra en ella hefði orðið, ef það hefði verið til staðar gjaldmiðill sem hefði fallið, og þannig reddað hlutum fyrir horn.
  • Maður getur ímyndað sér að búa til ketil án öryggisventils, með þeim rökum að skortur á öryggi leiði til varfærnari notkunar, - bla, bla, bla.
  1. Vextir eru mikilvægt stýritæki, þ.e. hækkaðir vextir gera lánsfé dýrara og minnka því eftirspurn eftir lánum, góð aðferð almennt séð til að kæla hagkerfi.
  2. Ef þú hefur ekki lengur stjórn á vöxtum eins og er innan evru, þá er ekki víst að önnur stýritæki skili sambærilegum árangri í staðinn. Þ.e. hækkun eða lækkun skatta, aukning eða minnkun eyðslu ríkissjóðs, aukning eða minnkun bindisskyldur banka, aukning eða minnkun kröfu um eiginfé hjá bönkum.
  3. Að auki, ef þér tekst ekki að láta eigið hagkerfi fylgja algerlega hagsveiflunni, sem stýrivextir evru miðast við, getur það gerst að þeir séu rangir fyrir þitt hagkerfi þ.e. ef þú ert í kreppu eins og Ítalía séu þeir of háir eða ef hagkerfið er við það að yfirhitna þá séu þeir of lágir.
  4. Vandinn er sá, að ef þeir eru rangir, þurfa færri stýritæki að yfirvinna einnig þann mótvind sem röng peningastjórnun fyrir þarfir þíns hagkerfis skapar, áður en þau tæki fara að bíta á þau vandamál sem við er að glíma innan þíns hagkerfis.
  5. Spurning hvort það einfaldlega takist!
  • Við sjáum í dag þau vandamál sem skapast ef ríki missa stjórn á hagstjórn innan evru, þ.e. "loss of confidence" og í reynd áhlaup fjárfesta á hagkerfið sambærilegt við það áhlaup sem bankar verða fyrir þegar allir vilja taka peninginn út, og síðan hröð þróun yfir í þrot.
  • Menn hafa verið með miklar yfirlísingar um meint öryggi innan evrunnar, líkt krónunni við árabát í hafróti og evrunni við farþegaskip þ.s. farþegarnir geta siglt öruggir í höfn, í skjóli fyrir róti umheimsins.
  • Slíkt er nú afhjúpað sem píp og kjaftæði, þvert á móti sýnist mér að ríki innan evru séu berskjaldaðri en ella, sem sést á þeim áhlaupum sem trekk í trekk eiga sér stað, og ítrekuðum ríkisþrotum.
  • Ég skal taka undir að evran er undratæki - en það undur er allt á hinn veginn, þ.e. hún hefur endurvakið gamlann draug sem lengir var litið á sem óhugandi, þ.e. greiðsluþrot meðal þróaðra ríkja.
  • Fyrsta þróaða ríkið er nú greiðsluþrota - næst mun koma Portúgal - svo Spánn og Ítalía, mjög líklega.
  • Ekkert þessara landa hefði farið í þrot, ef það hefði haft sinn eigin gjaldmiðil.


Niðurstaða

Það er einmitt meinið með evruna, að í tilraun til að afnema eitt vandamál, þ.e. gengisfellingar - skapa stöðugt gengi. Þá skapast annað í staðinn - þ.e. greiðsluþrots hætta.

Og það vandamál, er mun verra sbr. að lækningin virkaði en sjúklingurinn er dauður.

Verður dagsetningin 8.8.11. brennd inn í mynni okkar allra eftir morgundaginn?

Dagsetning sem við munum fyrir lífstíð!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er ekki þorsteinn Pálsson hálfgerður VINDHANI ?

Vilhjálmur Stefánsson, 7.8.2011 kl. 22:46

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Miðað við hvað mikið er búið að ganga á í evrulandinu, og lesturs lögmáls Þorsteins Vindhana Pálssonar. Þá verð ég að biðja þennan mann að taka af sér þessi lituðu gleraugu og horfa á heiminn eins og hann er!

Ómar Gíslason, 8.8.2011 kl. 00:53

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

á ekkert að lála heyra í sér eftir daginn það eru fleiri en ég bíða

Kristján Sigurður Kristjánsson, 8.8.2011 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 337
  • Sl. viku: 1399
  • Frá upphafi: 849594

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1290
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband