Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Sumir vilja líkja Evrópu við ástandið í N-Ameríku, rétt áður en svokallaðar nýlendur vesturheims runnu saman í Bandaríkin!

Árin 1787 of 1788 kom fram röð greina í helstu blöðum New York borgar, greinaröð sem í dag gengur undir nafninu "The Federalist Papers" þ.s. rökstutt var nauðsyn þess, að í kjölfar sigurs á Bretum í frelsisstríðinu, væri nauðsynlegt að stíga næsta skref - mynda sambandsríki N-Ameríku.

Þessar greinar voru skrifaðar undir dulnefninu "publius" og bak við þær stóðu N-Amerískir stjórnmálamenn, sem áhuga höfðu á að skapa almenna undiröldu fyrur slíkum hugmyndum.

How to Get Europeans to Care about Europe

  • Greinarhöfundur Der Spiegel er klárlega einn af áhugamönnum um að, ESB eða Evrusvæðið með ákveðnum hætti, stígi stór skref í átt að sambandsríki!
  • Hann hefur rétt fyrir sér að mörgu leiti - að ef af þessu á að verða, þá gangi ekki lengur að láta Evrópusamrunann vera keyrðann áfram, af tiltölulega fámennum hópi teknókrata.
  • Það verði að skapa almennann áhuga - sem því miður að hans mati sé af skornum skammti.
  • Evrópusamruninn hafi fram að þessu að hans mati, að of miklu leiti byggst á því að leitast við að láta íbúa Evrópu, umbera hann í því nafni að þeirra efnahagur sé þannig bættur.
  • Samruninn hafi þannig orðið í augum Evrópubúa fyrst og fremst efnahagsmál, með því að selja hann fyrst og fremst á þeim nótum, sé hætta á að samruninn lendi nú í vanda - þegar sverfur að efnahagslega og almenningi ef til vill virðist sem að "loforðin hafi verið brotin".
  • Það komi nú alltaf stöðugt þessi spurning - hvað mun það kosta?
  • Ástandið sé þannig, að áhugi Evrópubúa sé mun meiri á eigin þjóðþingum en á Evrópuþinginu, á stjórnmálamönnum heima fyrir heldur en forseta Ráðherraráðsins, þátttaka í kosningum til Evrópuþings í öllum aðildarlöndum sé til muna slakari en þegar þeir standa frammi fyrir kosningum til eigin þjóðþinga.
  • Að hans mati sé einmitt þetta áhugaleysi - nú svo varasamt, nú þegar sverfur að.
  • Ekki hafi tekist að skapa útbreidda Evrópuvitund, til að koma í stað þjóðernishyggju. 

"At least now that things are affecting our pocketbooks, we're waking up a bit. We're paying attention and making an effort to get informed....But there is no real debate about the future of Europe."

Það má segja að þegar séu merki uppi um að íbúar Evrópu séu farnir að snúast gegn Evrópusamrunanum - þess sé farið að gæta í því að nú sjást fyrstu merki viðleitni í þá átt að rúlla eintökum þáttum hans til baka, sbr. að nú sverfur að Schengen.

Hvað vill höfundur gera? Leggur til almenna atkvæðagreiðslu í öllum aðildarlöndum, um Evrópusamrunann? Hætta öllum látalátum. Spyrja almenning beint hinna stóru spurninga?

"Europeans need a European referendum. It would ask the question: Should we roll back the European Union, or do we dare to choose more Europe? Do we want a directly elected European president? A real parliament? How about European politicians who are -- at long last -- held accountable when things go wrong? Now is the moment to decide. Such a referendum would finally spark a widespread debate....We have to get away from the economist-dominated debate and into a political discussion."

Ég held að höfundur hafi rétt fyrir sér að því leiti - að slík atkvæðagreiðsla myndi skapa mikla umræðu.

Það er þó nokkur mikilvæg atriði sem gerir mikinn mun á ástandi mála í nýlendum N-Ameríku, í kjölfar sigursins á Bretum, á því millibils ástandi er ríkti í kjölfar sigursins en áður en Bandaríkin voru stofnuð; og ástandi mála í Evrópu.

  1. Stærsta atriðið er sjálft stríðið: En þ.e. ekkert atriði öflugara heldur en styrrjöld við sameiginlegum óvin, í því að skapa samkennd. Nýlendurnar voru nýbúnar að sigrast á sameiginlegum óvin.
  2. Stríðið var sem sagt búið á þessum tímapunkti sem höfundur vitnar til, en stríðið og sú sameiginlega barátta sem þar átti sér stað - var enn öllum í fersku minni, þar með var sú sýn á sameiginlega ógn sem stafaði af breska heimsveldinu enn lifandi meðal fólks - ógn sem þá sannarlega var enn til staðar, að það myndi geta nýtt sér skort á samstöðu nýlendanna sér til framdráttar.
  • Það er einmitt málið - hinn sameiginlegi óvinur - sem Evrópu skortir

Án sameiginlegs óvins - án þess bindandi líms sameiginlegs ótta - án þeirrar samkenndar sem sameiginleg ógn skapar; þá er í Evrópu yfir töluvert mikið hærri vegg að klífa - fyrir þá sem hafa áhuga á að skapa sambærilega vitundarvakningu við þá er átti sér stað í Bandaríkjunum á sínum tíma.

Spurning hvort þeir geti skapað slíkann óvin?

Um hvað ætti þá sú hin sameiginlega barátta að snúast?

En án sameiginlegs óvins - getur verið fjandanum erfiðara að skapa þá samkennd sem höfundur greinar, hefur áhuga á að skapa!

Það má segja - að Evrópusamruninn hafi með vissum hætti misst af lestinni - því sá sameiginlegi óvinur áður var til staðar í Kalda Stríðinu!

  • En það sem gerir þann vegg, sem Evrópa þarf þá að klífa, ekki síst háan - - er sú langa saga sem þjóðríkin hafa. Borgarar hvers og eins þeirra, geta vísað til langrar sögu sameiginlegrar baráttu, og sameiginlegrar tilvistar.
  • Kreppan í dag - hefur því miður fyrir Evrópusamrunann - sundrungar áhrif. 
  • En, þau koma fram þannig, að kreppan skapar ótta og óvissu meðal almennings, og þá leitar almenningur hvers lands um sig, í þau gildi sem standa viðkomandi næst - - sem eru gildi þau sem standa á bakvið hvert land fyrir sig.
  • Það skortir einmitt sameiginlegann óvin - svo óttinn við hann geti fókusað þetta vaxandi óöryggi í átt að, sameignilegri lausn.
  • Án slíks fókus - er raunveruleg hætta á að þjóðernishyggja fari stig vaxandi í aðildarlöndunum, vegna þess að vaxandi kreppa og versnandi efnahagur - skapar óöryggi sem færir almenning í átt að þeim gildum sem þeim enn þann dag í dag, standa á hvað dýpstum rótum í þeirra sálum.
  • Já svo sannarlega - - getur ástandið skapað ógnun fyrir tilvist Evrópusambandsins.
  • Það er svo sannarlega bagalegt fyrir Evrópusamrunann, hvað núverandi kynslóð pólitíkusa virðist skammsýn og hreinlega léleg!
  • Það er enga rödd að sjá, líklega til að hafa þann styrk að keyra á slíkt prógramm, sem höfundur greinar Der Spiegel dreymir um.
  • Krýsan hefur öðlast sitt eigið líf - sinn eigin hrynjanda - - og hún bíður ekkert eftir því, að Evrópa nái áttum!
  • Það er einmitt lokapunkturinn - - að Evrópa er fallin á tíma!

Þær breytingar á sáttmálum, sem framkv. þarf - allar þurfa staðfestingarferli - - mörgum tilvikum þjóðaratkvæðagreiðslur einnig. Það einfaldlega eru ekki lengur - þau 2 ár eða svo sem slíkt ferli í lágmarki tekur.

Tíminn er - ég tel, ekki lengri en fram til næstu áramóta! Jafnvel - má vera að crunch komi mánuði fyrr. Þó, ekki loku fyrir skotið, að hrun í bankakerfi álfunnar, geti átt sér stað jafnvel á næstu vikum, svo hrun eigi sér stað miklu fyrr.

 

Niðurstaða

Það er einmitt svo, að hrun evrunnar á næstunni, getur einnig leitt til hruns Evrópusambandsins. Þá þannig, að það liðist í sundur í nokkra ríkjahópa. 

  • Fyrsta lagi utan um, þá gjaldmiðla sem verða til staðar.
  1. Suður hópur annaðhvort með Ítalíu eða Frakkland sem forysturríki. Mig grunar að Frakkland á endanum muni fylgja S-hópnum, gefa upp það módel sem Frakkland hefur fylgt síðan seinna stríð, þ.e. náið samband við Þýskaland.
  2. Norður hópur, með Þýskaland sem klárt forysturíki.
  • Síðan má þess vænta, að einhverjar þjóðir myndi lauslegt bandalag, með Bretland sem forysturíki. Sá hópur hafi Bandar. sem bakhjarl einnig. Mér sýnist klárt að Ísland hljóti að fylgja þeim hóp. Líklega þjóðir Skandínavíu fyrir utan Finnland, sem muni halla sér að Þjóðverjum.

Það gæti orðið náið samband milli Þjóðverja og Rússa, þ.s. annar fær aðgang að markaði og hinn fær fjárfestingu og aðgang að tækni. En, fyrir báða er sameiginlegur óvinur Kína. Þó ekki sé ógnin alveg svipuð, þ.e. fyrir Rússa snýst málið um að halda í við Kína á hernaðarsviðinu, um að verja sín landamæri og yfirráðasvæði. En fyrir Þjóðverja, er það stærri heimamarkaður - til að styrkja Þýsk fyrirtæki í samkeppni við Kínv.

Norður hópurinn gæti því orðið mjög drottnandi á meginlandi Evrópu. Knúið S-hópinn til að leita sér bandalags við Tyrkland, en veldi þess mun fara mjög vaxandi á næstu árum. Tyrkland á ný er líklegt til að verða langöflugasta ríkið við Miðjarðarhaf.

Þannig geti skapast á ný spenna í Evrópu. En Tyrkir eru líklegir á ný, þegar þeir eru orðnir stórveldi - að fara að skipta sér af gömlum yfirráðasvæðum.

Á meðan væri Atlantshafshópurinn meir áhorfendur. Sá hópur myndi hafa samvinnu um að viðhalda yfirráðum á N-Atlantshafi, vernda siglingar og einnig í Eystrasalti - því ef Svíþjóð verður þar sem mig grunar, þá mun sá hópur hafa samvinnu um að hjálpa Svíum í því, að endurvekja sitt gamla yfirráðasvæði sem var Eystrasaltið og löndin fyrir botni þess, þ.e. Eistland, Lettland og Litáen.

Um þetta svæði er þó stórt spurningamerki - það gæti einnig lent innan N-bandalagsins, og því nær rússneskum og þýskum áhrifum.

Fyrir Ísland er mjög klárt að við hefðum hagsmuni af því að tilheyra Atlantshafshópnum, vegna staðsetningar okkar, en ekki síst einnig vegna þess, að við erum líklegir til að hafa hagsmuni sem líklegir eru til að kljást við hagsmuni Rússa - þ.e. um nýtingu fiskistofna og svo er það spurning um öryggi siglinga í Íshafinu. Við þurfum klárt bandalag, við þjóðir sem eru flotaveldi.

Að auki, þ.s. N-Bandalagið á meginlandi Evrópu, verði með svo mikla hagsmuni sennilega af góðum samskiptum við Rússa, þá yrðu okkar hagsmunir klárt í öðru sæti - alltaf. Því af og frá fyrir okkur, að ganga inn í hið sterka N-bandalag.

Sama ástæða á reyndar við um aðild að ESB, vegna mikilla og vaxandi rússneskra áhrifa í gegnum það hve þýskaland og nokkur önnur ríki Evrópu, eru háð rússn. gasi.

---------------------------

Punkturinn - er að gamla pólitíkin um yfirráðasvæði, mun vakna af dvala - framtíðin að því leiti verða líkari fortíðinni.

 

Kv.


Mun krónan einnig falla þegar evran fellur?

Þegar Evran fellur, munu lífskjör versna til muna í a.m.k. í sumum ríkja Evrópu. Draga úr kaupmætti og kaupgetu almennings þar. Þetta mun leiða til lækkandi raunverða fyrir fisk - héðan. En ég er ekki endilega að tala um að við myndum fá færri evrur, heldur að evran sjálf myndi minnka að verðmæti - sennilega nokkuð hressilega. 

Á hinn bóginn, reikna ég með því að Þjóðverjar og nokkur stöndug ríki yfirgefi Evruna, myndi nýtt sterkt gjaldmiðilssvæði. Viðskipti þangað verða ekki endilega fyrir nærri eins miklu tapi. 

Svo erum við áfram með Bretland - sem ekki er í Evru.

 

Sá vandi sem "versla við Evrópu" stefnan hefur búið til!

Til skamms tíma, munum við ekki eiga úrkosti aðra en að versla áfram, við þá markaði sem við höfum í dag. Það þíðir að við verðum hugsanlega knúin af íllri nauðsyn, til að fylgja evrunni niður - a.m.k. einhverju marki!

  • En, þetta sýnir hættuna við þá stefnu, sem hefur verið ríkjandi - að færa viðskipti Íslendinga til Evrópu.
  • Leynt og ljóst hefur verið unnið að því, að draga úr okkar viðskiptum, sérstaklega við Bandaríkin.

Ég bendi sérstaklega á reglugerð, sem í dag bannar kaup á bandar. heimilistækjum, sem á árum áður voru hér algeng, þ.e. gert með þeim hætti, að reglugerðin kveður á um að tæki þurfi að hafa þann straum sem evr. tæki nota - - en, á árum áður var ekki kveðið á um tiltekinn straum svo heimilt var að nota bandar. tæki með straumbreyti.

Það getur þó reyndar farið enn verr í Evrópu, evran hrunið gersamlega - ekki lengur verið til sem gjaldmiðill. Þá auðvitað, mun skapast ástand til mikilla muna erfiðara. Við skulum halda okkur við þann möguleika, að evran verði áfram til - - en að hún verðfalli verulega, þegar kostnaði við skuldir ríkja í vanda verður ítt út í verðlagið, og þegar viljandi verður prentað til að örva hagkerfin.

Þetta er sá möguleiki sem ég vonast til að verði útkoman - ekki hið stærra hrun.

En ég er ekki lengur á því, að evrunni verði forðað frá öðru hvoru hruninu! Atburðir undanfarinna 2-ja vikna hafa sannfært mig um, að björgun hennar frá hruni sé úr þessu ólíkleg.

 

Þurfum að dreifa viðskiptum

Þetta snýst um að dreifa áhættu - í dag erum við með allt að 70% viðskipta í til aðildarlanda ESB, sem þíðir að við erum með öll þau egg í Evrópukörfunni.

Ef viðskiptin væru dreifð með öðrum hætti, t.d. 25% Bandar., 25% Kína og Asía, 15% annað, Erópa í heild minnkaði í hlutfalli í t.d. 35%.

Reyndar má vera, að innan Evrópu vegna myndunar annars gjaldmiðilssvæðis, þá verði önnur þróun á því svæði - og rétt að líta á norður vs. suður svæðið sem sitthvort markaðssvæðið.

  • Þá myndu sveiflur á einum markaði geta jafnað sveiflur á öðrum!
  • En þ.e. ólíklegt, að allir markaðir myndu þá sveiflast niður á sama tíma - nema auðvitað í heimskreppu.

Í dag erum við með þetta þannig - - að ef að ef Evrópa fer niður öll í einu; þá mun það einnig bitna mjög harkalega á okkur (þ.e. ef það raunverulega gerist að hún fer öll niður í einu).

Einmitt vegna þess, að þ.e. búið að setja svo mörg egg hjá okkur, í Evrópukörfuna!

Þetta hefur að verulegum hluta, verið fyrir tilverknað ísl. ídeólóga - sem segja "við tilheyrum Evrópu" - sem sagt, vilja keyra allt okkar þangað inn!

Svo öll sjónarmið um áhættustýringu, þegar kemur að dreifingu verslunar - eru þá látin fjúka.

 

Þegar Evran fellur!

Ég reikna með, að evran falli þannig, að peningaprentun verði ofan á - sem síðasta sort björgun. En, í reynd er úr sögunni að stækka svokallaðann björgunarsjóð, því Frakkar ráða ekki við það dæmi. Og Þjóðverjar ekki án Frakka. Og nú eftir hrun í hagvexti í Þýskalandi, verða þeir mög tregir til að samþykkja sameiginlega ábyrgð.

  • Reyndar tel ég úr þessu, ólíklegt að sameiginleg ábyrgð sem lausn, verði niðurstaða - vegna mjög harðra skilyrða sem Þjóðverjar munu setja. 
  • Í reynd tel ég, þeir muni vilja hafa fulla stjórn á hlutum - þannig að ríki í vanda afhendi þeim neitunarvald, í eigin innanlandsmálum. 
  • Þeir muni ekki treysta fyrirkomulagi, sem væri á hendi núverandi stofnana ESB, vegna þess að í kreppunni, hafa reglur ítrekað verið brotnar - þegar á þær hefur reynt.
  • Ég er á því, að hin ríkin muni ekki sætta sig við úrlausn mála af þessu tagi.

Ég reikna með niðurstöðunni - peningaprentun. Að þjóðir í vanda, myndi nýjan meirihluta innan Seðabanka Evrópu og knýi slíka ákvörðun fram.

Í kjölfarið, muni Þjóðverjar yfirgefa Evruna - en þeir muni ekki sætta sig við þá verðbólguvél sem þá verður til innan Evru, þ.e. vegna gengisfalls og peningaprentunar sem mun dæla stöðug peningum inn í hagkerfin til að örva þau.

Þeir muni þó taka nokkur ríki með sér - þá verðfellur Evran enn frekar.

 

Spurning um krónuna!

Evrusvæðið klárt fellur - og lífskjör þar dragast verulega saman. Þannig, að óhagstætt verður að selja til Spánar og annarra þeirra landa sem áfram tilheyra Evru.

Spurning hvað gerist innan hins nýja gjaldmiðilssvæðis - þ.e. Þýskalands + þeirra landa sem fylgja þeim þangað inn. Kannski Finnland, Holland, Lúxembúrg, Austurríki - jafnvel Flæmingjaland þ.e. Belgía klofni.

En nýji gjaldmiðillinn yrði mjög sterkur sbr. Evruna, kannski allt að 50% þ.e. evran myndi falla 50% sbr. hann fljótlega eftir að sá væri myndaður. 

Þetta er þó allt mjög óvíst - hann gæti einnig risið minna, ef þ.e. líka að skella á kreppa á norðursvæðinu, samdráttur lífskjara. 

  • En punkturinn er - að með Þýskaland fyrir utan Evru.
  • Bretland fyrir utan Evru.
  • Svo ef við aukum viðskipti v. Bandaríkin aftur.
  • Að auki, aukum viðskipti v. Asíu - sem ég reikna með, að haldi áfram að vaxa ef til vill hægar, en vaxi þó hlutfallslega áfram sbr. ríkin v. N-Atlantshaf. En, viðskipti ættu að verða áhugaverð til þess svæðis, sérstaklega þegar Evrópa og Bandar. dala efnahagslega.

Gengi krónu er einfaldlega háð því - hverjar gjaldeyristekjurnar eru!

Ef við getum aukið þær - með skynsamlegri stýringu á okkar viðskiptum.

Þá hækkar gengið! Og öfugt!

En það getur alveg farið þannig -- að króna styrkist verulega gagnvart evrunni! Eins og ég set upp dæmið!

 

Niðurstaða

Við Íslendingar eigum að fylgja þeirri stefnu að dreifa okkar viðskipta-áhættu með því að dreifa okkar viðskiptum sem mest um heiminn.

Við eigum, að taka upp frýverslun við sem flest svæði - NAFTA væri mjög gott að fá frýverslun við.

Aukin verslun við Kína og Asíu, væri einnig skynsöm stefna. 

Að auki, væri einnig snjallt að auka verslun við S-Ameríku.

Jafnvel, væri ekki galið að stefna að viðskiptum aftur við Afríku t.d. gömlu Nígeríu viðskiptin. En Afríka í dag hefur mikið meiri hagvöxt en Evrópa. Og í Afríku er nú fj. ríkja með hreint ágætann hagvöxt og hratt batnandi lífskjör.

Íslendingar eiga einfaldlega að vera heimsborgarar.

Það er Ísland vs. heimurinn!

Við erum íbúar þessa hrnattar og nánar tiltekið eigum heima á Íslandi, á þessum hnetti.

-----------------------------

Að lokum bendi ég á stórmerka grein Ólafs Margeirssonar hagfræðing. En hann bendir á þátt sem ég hef sjálfur nefnt, þ.e. að verðtryggingin var sett til þess að vernda sparifjáreigendur fyrir Alþingi þ.e. vegna þess að þá voru ákvarðanir vaxta pólitískar. Eftir 1986 þegar bankavextir voru gefnir frjálsir hvarf raunverulega ástæða verðtryggingar. Á hinn bóginn hafa aðilar innan kerfisins viljað halda henni vegna þess, að hún er þeim í hag. Og þeir, hafa haldið á lofti þeirri seinni tíma skýringu að verðtryggingin sé nauðsynleg vegna þess hve krónan sé lélegur gjaldmiðill - sem tilteknir hópar Íslendinga hafa gripið á lofti vegna þess að sú skýring hentar þeirra pólit. markmiðum:

Krónan og verðtryggingin

 

Kv.


Verðfall á mörkuðum hefur nú staðið yfir samfellt 4 vikur! Manni finnst stefna hröðum skrefum í nýja kreppu!

Eins og hefur komið fram, var verðfall föstudags minna en verðfall fimmtudags. Hvort markaðir séu búnir að botna í bili, er alls ekki hægt að ákveða núna. Má allt eins vera, að frekara verðfall verði í næstu viku.

En það sem virðist í gangi er - að markaðir eru að endurprísa skv. nýjum lækkuðum væntingum um hagvöxt næstu 2-3 ára.

  • Nú eru þeir að prísa skv. væntingum - um það að hagvöxtur verði sára lítill næstu misserin - nánast þ.s. við köllum stöðnun.
  • En, ef eins og margir óttast, að útlitið er að dökkna enn frekar, að það stefni í samdrátt - þá getur enn umtalsvert verðfall verið framundan. 
Verð á gulli fór enn einn dagin upp - og heldur áfram klifri í átt að 2.000 dollara múrnum per únsu.

"Gold for December delivery gained $30.20, or 1.7 percent, to settle at $1,852.20 on the Comex at 1:42 p.m. in New York, after touching $1,881.40, the highest ever. Prices have gained 6.3 percent this week, the most since February 2009, and 14 percent this month."

Gold Tops $1,880 in Longest Weekly Rally Since ’07

  • Verð á jeni fór um tíma í það hæsta gagnvart dollar sem sést hefur síðan eftir seinna stríð, en lækkaði síðan aftur til baka og endaði nokkurn veginn á sama stað. Ein myndbyrting hás sveiflustigs markaða.

Yen Climbs to Postwar Record Amid Global Slowdown Concern; Franc Advances

Aðilar eru farnir að óttast um skammtíma fjármögnun evrópskra banka - sérstaklega beinist óttinn að dollara eignum þeirra, en vísbendingar eru um vaxandi tregðu bandar. banka til að lána til evrópskra banka, á svokölluðum endurlána markaði eða millibanka markaði.

Ótti í þessa átt, er talinn verulegur drifkraftur hraps bréf evrópskra banka á föstudag!

"Renewed fears that the euro-zone debt crisis could infect the financial system put pressure on the short-term funding markets on Thursday, forcing some European banks to pay higher rates for U.S. dollar loans."

Some European banks face short-term funding stress

Funding fears hit European bank stocks

Bankahrun í Evrópu - er jafnvel enn hættulegri möguleiki heldur en möguleikinn á gjaldþroti Ítalíu.

En, vandinn er hve djúpstæðar víðtækar innbyrðis tengingar evrópskra banka starfandi innan evrusvæðis eru - - það skapar þá hættu að bankahrun í einu landi geti borist eins og eldur í sinu yfir landamæri, og endað með jafnvel falli allra meginbanka starfandi í evrópu.

Ef þetta gerist - - þá ferst Evran! Hættir að vera til. Evrópa fer í "drepssed" hagkerfis ástand.

 

Verðfall í Bandaríkjunum - föstudag:

Wall Street flat as European stock markets fall at close

Wall Street sinks for fourth straight week

  • "The Dow Jones Industrial Average fell 1.57% to 10817.65 (3.68% at 10,990.58 - fimmmtud.)"
  • "Standards&Poors 500 fell 1.5% to close at 1,123.53." (4.5% lower at 1,140.65 - fimmtud.)"
  • "The Nasdaq Composite, still trading, is currently down 1.6pc." (fell 5.22pc to 2380.43 - fimmtud.)
Eins og sést af sbr. tölum frá í gær, var verðfall föstudag minna en verðfall fimmtudags.
  • "For the week, the Dow ended down 4 percent, the S&P 500 dropped 4.7 percent and the Nasdaq lost 6.6 percent."

Þetta er heildartölur yfir hrap á mörkuðum í Bandar. í vikunni!

Ekki eins slæm vika og sú þar síðasta. En þetta tap er ofan á tap fyrri vikna.

  • "The biggest S&P faller is still computer giant Hewlett Packard, down 20.4pc." - "IBM shares fell 3.8 percent to $157.54, while Intel dropped 2.9 percent to $19.19, and Microsoft lost 2.5 percent to $24.05."

 

Bank of America - "Every recession since 1960 has been preceded by a one-month decline of 6pc or more within the four months prior to the recession. The S&P index is down 13pc since the end of July and would need to recover back to 1250 for this indicator to leave the red zone."

Einmitt það - að það eru vaxandi vísbendingar um að - Bandaríkin og Evrópa séu á leið í kreppu aftur þ.e. "double dip".

Bill Gross, manager of the world's largest bond fund, PIMCO: "(vaxtakrafa bandar. ríkisskuldabréfa) "They certainly reflect, in terms of their yields, not only a potential for a recession but the almost high probability of recession and the result of lowering of inflation -- that is key."" - 

Framkvæmdastjóri eins stærsta fjármálafyrirtækis heims, PIMCO, tók undir þetta - taldi fjárfesta vera farnir að meta hættu á annarri kreppu umtalsverða - það væri að sjáist á verðum bandar. ríkisbréfa, sem aldrei hefðu verið eins lág og í þessari viku - en lágt verð á bandar. ríkisbréfum er eitt klassíska óttamerkið, að fjárfestar flýji í þau - kjósi að vera þar þó gróðinn sé nær enginn, þá fyrir öryggið sem þeir telja þau veiti.

"JPMorgan Chase & Co. cut its U.S. economic growth estimate for the fourth quarter to 1 percent from 2.5 percent and reduced its forecast for the first quarter of 2012 to 0.5 percent from 1.5 percent. "

Það hrúgast nú inn óháðar hagspár - sem spá mjög liltum hagvexti í Bandar. í framhaldinu. 

Það virðist klárt að framundan er annaðhvort stöðnun eða ný kreppa.


Verðfall í Evrópu - föstudag

Wall Street flat as European stock markets fall at close

European Stocks Drop to Two-Year Low; Shell, Lloyds Lead Decline

  • "FTSE 100 index London...ended the day down 1pc at 5040.73." ("4.5 percent" - fimmtud.)
  • " CAC 40 in Paris closed down 1.9pc at 3,016" ("down 5.48pc" - fimmtud.)
  • "Frankfurt's DAX 30 fell 2.2pc to 5480" ("down 5.82pc" - fimmud.)
  • "FTSE Mib in Milan shed 2.46pc to 14,602.33" ("down 6.15pc" - fimmtud.)
  • "Spain's Ibex index also fell 2.1pc to 8,141.9."(down 4.7pc" - fimmtud.)
Eins og sést af sbr. tölum frá í gær, var verðfall föstudag minna en verðfall fimmtudags.
  • "Italy's two biggest banks, Unicredit and Intesa Sanpaolo fell 5.81pc and 5.35pc, while in France, Societe Generale fell 3.38pc, and BNP Paribas and Credit Agricole shed 4.27pc and 1.7pc." - "Essar Energy ended the day dow 8.68pc, while British Airways owner IAG fell 6.3pc and Royal Bank of Scotland fell 5.38pc."

Skuldatrygginga-álag evrópskra banka það hæsta nokkru sinni: "The cost of protecting European financial debt surged to an all-time high today. The Markit iTraxx Financial Index of credit-default swaps linked to senior debt of 25 banks and insurers increased as much as 12 basis points to 243, a record based on closing prices, according to JPMorgan."

Þetta sýnir vel að ótti fjárfesta um stöðu evrópskra banka - fer hratt vaxandi.

Það er örugglega ekki af ástæðulausu - - að sjálfsögðu geta þeir hrunið, ef kreppa hefst - verð eigna þeirra skreppa áfram saman, en skuldir þeirra ekki.

 

Europe's banks cut jobs, snacks to tighten belts :"Many observers reckon that may just be a foretaste of what is to come, as economic recovery wobbles badly." - "In all, European banks in recent months have announced plans to shed over 50,000 jobs, with Lloyds, UBS, Credit Suisse and Barclays all wielding the axe."

Stjórnendur banka vita af því, að vinnustaðir þeirra eru undir þrýstingi - og þeir eru ekki sofandi á verðinum - - en hvort aðgerðir þeirra duga til er önnur saga.

 

Belgium adds to call for euro bonds, bigger bailout :"Belgian Finance Minister Didier Reynders said the bloc should issue common euro bonds and expand its bailout fund to calm repeated market selloffs of government bonds and bank shares of vulnerable debtor countries." - ""Merkel repeated her criticism of proposals for euro zone bonds, telling a rally of her Christian Democrats "Euro bonds would not allow any rights at all to intervene to force discipline on others," she said."" Germany has led resistance to both proposals." - "French Prime Minister backed her view, writing in an editorial published in daily Le Figaro that common euro zone bonds without further fiscal consolidation could threaten France's triple-A credit rating."

 

Sýnir afstöðumun meða ríkisstjórna Evrópu. Merkilegt að ríkisstj. Frakklands kýs að standa með ríkisstj. Þýskalands, a.m.k. að sinni. En, afstaða Þjóðverja - ef eitthvað er - virðist hafa harðnað.

Sem ekki kemur á óvart - eftir að tölur frá upphafi viku sýndu að hagvöxtur í Þýskalandi mældist einungis 0,1% mánuðina - maí, júní, júlí.

 

Niðurstaða

Það virðast uppi mjög sterkar vísbendingar sem benda til mjög snarps viðsnúnings hagkerfa Bandar. og Evrópu yfir í kreppu. En, þ.e. ekki einungis skýr samdráttur hagvaxtar sem hefur verið mjög mikill sl. 3 mánuði. Heldur, að útlitið er versnandi fyrir næstu 3.

Þetta sést af afkomuaðvörunum stærri fyrirtækja - ekki síst í Evrópu, sem hafa varað við samdrætti í pöntunum miðað við - tja - maí, júní og júlí - þegar horft er fram mánuðina 3 þar á eftir.

Það má jafnvel vera - að tölur næsta fjórðungs - muni detta alla leið niður á mínus, þá segjum mínu eitthvað lítið eins og 0,1 - 0,3.

Þá auðvitað falla bréf enn - enn frekar. 

Þetta víxlverkar auðvitað við Evrukrýsuna - gerir stöðuna enn vonlausari. Var hún þá þegar orðin ákaflega vonlítil.

 

Kv.


Verulegt verðfall á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu

Verðfallið átti rót sína að rekja til slæmra frétta frá Bandaríkjunum, en miðað við það hve viðkvæm staðan er - hefðu slæmar fréttir frá Evrópu einnig skilað sambærilegu verðfalli.

  • En það dróg úr sölu á íbúðahúsnæði í júlí í Bandaríkjunum, verð fóru niður, sem eru slæmar fréttir fyrir neyslu í náinni framtíð, því fyrir bandar. efnahag.
Existing Home Sales in U.S. Fell in July

"Purchases decreased 3.5 percent...The median price dropped 4.4 percent from a year earlier,"

  • Ekki síst að það barst út, að verulegur samdráttur hafði orðið á Nýja Englandssvæðinu sbr. myndina að neðan, en þar má sjá samantekt á tölum þess index sem útibú Seðlabanka Bandaríkjanna í Fíladelfíu gefur út.
Bond markets signal 'Japanese' slump for US and Europe

"Markets were stunned by a plunge in the manufacturing index of the Philadelphia Federal Reserve to minus 30.7 in August from plus 3.2 in July, one of the most violent falls ever recorded."

Það er reyndar hreint magnað fall!

  • Verðbólga mældist nokkuð hærri í Bandaríkjunum í júlí, en áður var reiknað með!

Consumer Prices in U.S. Increase More Than Forecast on Energy, Food Costs

  • Að auki bættist við, að það barst út að bandaríska bankaeftirlitið hefði áhyggjur af stöðu bankamála í Evrópu, og ætlaði að vinna sérstaka athugun á stöðu útibúa bandar. banka í Evrópu. 

Funding fears rise on Fed scrutiny of Europe banks

  • Þetta sennilega var trigger fyrir stórt verðfall bankastofnana víðsvegar um Evrópu.
  • Gull fór í 1.820$ per svokallaða troy únsu! Sem er víst metverð á seinni árum!

Gold strikes record as macro unease jolts markets

  • Það var nýtt metverð á skuldabréfum bandar. alríkisins. - "The yields touched the record low of 1.9735 percent, dropping below 2 percent for the first time."
  • En, fjárfestar virðast meta bandar. ríkisbréf - enn sem komið er - sem örugga fjárfestingu. Þeir leita þangað út úr einhverju öðru, sem þeir meta minna öruggt.

Treasuries Soar as 10-Year Yields Fall Below 2% on Signs of Slower Growth

  • Dollarinn fór upp sbr. 6 helstu gjaldmiðla, sem dollarinn er oftast borinn við!

Dollar Strengthens as Growth, Contagion Concern Spur Demand for Treasuries 

"“We’re seeing very strong demand for Treasuries and you need to convert to dollars to buy Treasuries, so that should be supportive of the dollar,” said Eric Viloria, senior currency strategist at Gain Capital Group LLC in New York"

Sem sagt, vegna mikillar eftirspurnar eftir bandar. ríkisbréfum, flótta fjárfesta í meint öryggi sem þau veita sbr. annað sem talið er minna öruggt, þá fór eftirspurn eftir dollar upp - sem leiddi til hækkunar dollars. 

Áhugavert!

  • Svissneski frankinn fór upp einnig - og er aftur kominn í fyrri hæðir frá því um daginn, aðgerðir svissn. seðlabankans til lækkunar hans, þá fyrir lítið.

"The Swiss franc erased earlier losses as investors sought refuge. The currency rose 0.6 percent to 1.1326 per euro, from 1.1398 yesterday. It slipped 0.3 percent to 79.21 centimes per dollar, compared with 79.01 yesterday."

  • Jenið fór upp gagnvart evrunni, og ég reikna með að evran hafi fallið gagnvart dollar, sbr. þ.s. fram kemur að ofan.

"The yen strengthened 1 percent against the euro to 109.45, from 110.50 yesterday."

  • Sænska fjármálaeftirlitið varaði banka í Svíþjóð við möguleika á fjármálakrýsu í Evrópu, og bað banka að búa sig undir mögulegann skell.

Swedish Banks Told to Gird for Second European Credit Crisis, Frisell Says

  • Svo að lokum, áhugaverð frétt um kaup Seðlabanka Evrópu á bréfum Ítalíu og Spánar.

ECB Dare Not Blink First as It Stares Down Bond Market Yields: Euro Credit

"Italy needs to refinance an average of about 7.5 billion euros per week in maturing principal and interest payments for the remainder of this year, according to calculations by Bloomberg News. That’s more than double the weekly average of 3.4 billion euros for Spain."

Þetta auðvitað tekur ekki með í reikninginn, þá fjárfesta sem örugglega eru að notfæra sér kaup ECB, til að losa sig við bréf - meðan kaup ECB halda verðlagi um hríð a.m.k. tiltölulega hagstæðu. 

Svo, þá má bæta einhverjum milljörðum við - ekki ólíklegt að kaup haldi áfram að vera hátt á 20ma.€ per viku sbr. 22ma.€ í síðustu viku. Skv. því verðu ECB búið að verja 300ma.€ cirka í desember - sem þá getur skapað áhugavert ástand, svo meira sé ekki sagt!

 

Markaðir falla í Bandaríkjunum:

Wall Street tumbles on economy, bank worries - U.S. Stocks Tumble on Global Growth ConcernsDebt crisis: live

  • "The Dow Jones Industrial Average has dipped below the 11,000 mark again, closing down 3.68pc at 10,990.58. "
  • The broader Standard & Poor's 500 index finished 4.5pc lower at 1,140.65,
  • "The Nasdaq Composite Index, which is still open, fell 5.22pc to 2380.43"
  • "Top drags on the Dow included shares of IBM, down 4.8 percent at $163.25 and
  • United Technologies, down 5.3 percent at $68.21.
  • On the Nasdaq, shares of Oracle fell 7.8 percent to $25.34."

 

 
Triggerar:

  • Factory activity in the U.S. Mid-Atlantic region plummeted in August, falling to the lowest level since March 2009,
  • while existing home sales unexpectedly dropped in July, tempering hopes for a revival of economic recovery.

Það sem þessi mynd sýnir er iðnframleiðsla á umráðasvæði útibús Seðlabanka Bandaríkjanna í Fíladelfíu, þ.e. á Nýja Englands svæðinu á Vesturströnd Bandaríkjanna. Eins og sést, eru tölurnar sjokkerandi yfir þróun mála undanfarið. Þessar tölur voru inni í þeim neikvæða pakka yfir slæmar hagtölur sem höfðu neikvæð áhrif á markaði í dag. En, að iðnframleiðsla sé svona rækilega á niðurleið á því svæði - eru auðvitað mjög slæmar efnahagsfréttir fyrir Bandaríkin, og þá auðvitað Evrópu um leið. Indexinn fellur frá +3,2 alla leið í -30,7 sem er hreint ótrúleg breyting frá upphafi júlí til ágúst. Þegar maður skoðar þetta svona myndrænt, sést hvað þróunin undanfarið er óhugnanlega lík 2008, virkilega virðist stefna aftur í kreppu!

 

Markaðir falla í Evrópu:

Debt crisis: live - - FTSE makes worst one-day fall since March 2009

  • "Britain's FTSE drops 4.5 percent"
  • "The CAC 40 in Paris: down 5.48pc"
  • "DAX 30 in Frankfurt: down 5.82pc"
  • "IBEX index in Madrid: down 4.7pc"
  • "FTSE Mib in Milan: 6.15pc"
  • "It's been a bank bloodbath today. In the UK, Barclays, RBS and Lloyds closed down 11.5pc, 11.3pc and 9.3pc respectively."
  • "In Italy, Unicredit shed 7.41pc, while Intesa Sanpaolo fell 9.26pc."
  • "Societe Generale shares closed down 12.4pc, while BNP Paribas and Credit Agricole fell 6.76pc and 7.3pc."
  • "German banks also suffered. Commerzbank fell 10.4pc, while Deutschebank shed 7pc."

Eins og vel sést - varð umtalsvert stærra verðfall í Evrópu en í Bandaríkjunum!

Mig grunar að margir fjárfestar sem leituðu inn í dollarinn í dag, yfir í banda. ríkisbréf - hafi komið frá Evrópu, og verið selja sig lausa einmitt í dag.

í Evrópu er fókus á stöðu banka, og það eru fyrst og fremst þeirra bréf sem falla!

 

Niðurstaða

Niðurstaða dagsins sýnir enn eina ferðina, að þrátt fyrir um margt viðkvæma og erfiða stöðu mála í Bandaríkjunum, þá flýgja fjárfestar frekar þangað frá Evrópu - en þ.e. eins og að þegar á bjátar í Bandaríkjunum, séu áhrifin upp mögnuð handan hafsins í Evrópu.

Ég held að það sé evrukrýsan - klárlega - sem skapar þessa uppmögnun, evran með mögnuðum hætti gerir evrópu "less than the sum of it's parts".

Þó svo að Evrópa skuldi í heild minna, þá óttast fjárfestar meir um stöðu mála þar - og þrátt fyrir erfiðann vanda, verða Bandaríkin í samanburðinum "safe haven".

Merkilegt en satt! Mikill er máttur Evrunnar!

 

Kv.


Ég stórlega efa að Evran lifi út árið, með núverandi persónum og leikendum öllum innan borðs!

Það er áhugavert að skoða tölur EuroStat yfir hagvöxt annars fjórðungs þessa árs. Virkjið hlekkinn:

EuroStat press release - 2. Quarter growth figures (pdf)

En, þetta er ekki nema hálf sagan sögð. Hinn hlutinn er, að afkomu aðvaranir stórfyrirtækja frá sl. mánaðarmótum, þ.s. dregur úr pöntunum miðað við - tja - maí, júní og júlí, segir að vont fari versnandi.

Það sé ekki von á bata á næstunni - ekki í haust!

Þegar við bætist þ.s. fram kom í gær á leiðtogafundi Merkel og Sarkozy, þ.s. eitt stefnuatriðið er svokölluð "debt brake" þ.e. að aðildarríki Evrusvæðis verði knúin til að setja í stjórnarskrá reglu um sjálfstæðann niðurskurð, ef skuldir leita yfir ákveðið eða halli ríkissjóðs.

Að stofnanir ESB, hafa verið að beita aðildarríkin öflugum þrýstingi, til að skera meira niður - en skv. fyrirmælum ber þeim að ná halla í 3% ekki seinna en 2013. Sarkozy kom einmitt úr sumarfrýi þegar nýjar hagtölur lágu fyrir í Frakklandi í sl. viku, þ.e. hagvöxtur "0" - en það þíðir einnig að áætlun um minnkun halla var ekki lengur trúverðug; svo hann gaf ráðherrum sínum fyrirmæli um að búa til tillögur um frekari niðurskurð, svo takmarkið skv. fyirmælum Framkvæmdastjórarinnar, gæti náðst.

Vandi er - að með þessum gríðarlegu áherslum á niðurskurð, samhliða því að evrukrýsan er stöðugt að spinna upp á sig - niðurskurður er eftir allt samdráttaraðgerð; þá er veruleg hætta á að í haust eða vetur stefni í samdrátt - vegna víxlverkunar niðurskurðar við neikvæð áhrif sjálfrar evrukrýsunnar!

"Paul Krugman - Eurostall

First we worried about one-size-fits-all policy; then it seemed that the ECB was actually engaged in one-size-fits-one, oriented entirely toward Germany; now growth in Germany and the eurozone as a whole has stalled (pdf). So now it’s one-size-fits-none.

It really is a race between America and Europe: who can make the worst of a bad situation. And both competitors are giving it their all."

Difficult for euro to survive without eurobonds:Stiglitz

"It would actually be better for the euro if Germany left because the consequences of restructuring debt if Greece, Portugal or Ireland were to leave would be very great."

Ambrose Evans-Pritchard - EMU crisis deepens as Europe's AAA core is hit

"The ECB should never have tightened when real M1 deposits were contracting, not only in the eurozone periphery but in the core as well. A rapid reversal is now required to prevent a eurozone recession, and ideally they need to start quantitiative easing too. It's not too late,"

Christine Lagarde - Don’t let fiscal brakes stall global recovery

 " The priorities are clear: credible, medium-term fiscal consolidation, combined with aggressive exploration of all possible measures that could be effective in supporting short-term growth."

Fyrir þá sem muna ekki er Lagarde nú yfirmaður AGS, svo hún er að túlka aðvörun sérfræðinga AGS þess efnis, að niðurskurðar aðgerðir verði að vera með þeim hætti, að þær skaði sem minnst forsendur til hagvaxtar - heildar aðgerðapakki, verði að innihalda trúverðuga áætlun um aukningu hagvaxtar - samhliða því sem áherslan á niðurskurð, verði frekar innan tímabils næstu 2-3 ára fremur en að framkvæma sem mest af honum sem allra fyrst.

Slík áhersla sé aftur á móti varsöm - geti kyrkt hagvöxt - og "who will believe that commitments to cuts are going to survive a lengthy stagnation with prolonged high unemployment and social dissatisfaction?"

  • Orð yfirmanns AGS eru klár gagnrýni á núverandi samdráttar-aukandi niðurskurðar stefnu er ríkir á Evrusvæði.

Svo er það staðreyndin, að þegar Seðlabanki Evrópu hækkaði vexti síðast í júlí - hafði verið samdráttur í peningamangi í Evrópu um nokkurt skeið. Meira að segja í Þýskalandi. Það er standard hagfræði, að þú slakar á peningastefnu ef peningamagn fer minnkandi - því eins og einn þekktur sagði "you can't have capitalism without capital".

  • Samdráttur peningamagns er mjög - samdráttarvaldandi. Gefur vísbendingu um, að - tja - einmitt samdráttur eða hið minnsta minnkun hagvaxtar sé framundan. 
  • Við getum séð það einmitt í tölum.

Efst má sjá aðvaranir nóbelshafanna Krugman og Stiglitz sem hafa verið frekar í ónáð hérlendis meðal evruvina, vegna þess að þeir hafa ekki farið fögrum orðum um ástandið á evrusvæðinu. 

Þjóðverjar hafna algerlega evrubréfum - - takið eftir að Stiglitz segir áframhaldandi tilvist evru mjög örðuga án sameiginlegra ábyrgða á skuldum - til að létta byrðinni af þjóðum í vanda. Á hinn bóginn er skiljanleg tregða Þjóðverja - þ.s. slíkar ábyrgðir myndu hækka þeirra lántökukostnað. Svo, hafa rannsóknir sýnt fram á, að sameiginlegir reikningar - auka eyðslu, sraga úr hvötum til sparnaðar. 

Ég sé ekki nokkurn möguleika á þeim - nema gegn ákaflega ströngum afarkostum af hendi Þjóðverja, svo ströngum að mér sýnist mjög ólíklegt að þjóðirnar geti gengist inn á slíkt:

Kyrrt á vesturvígstöðvunum!

Vandi Frakka sem kom í ljós í sl. viku, að enginn hagv. mælist þar auk vanda bankakerfisins þar, ásamt tölum um mjög lélegann hagvöxt í Þýskalandi. Útilokar mjög líklega björgun Evrusvæðis, með stækkun björgunarsjóðs Evrusvæðis úr núverandi 440ma.€ í cirka 2.000ma.€, sen óháðir hagfræðingar telja lágmark, miðað við vanda Ítalíu og Spánar. 

Þetta er cirka 4,4 föld aukning ábyrgða - ljóst er nú að Frakkland ræður ekki við slíka viðbót. Og svo, ef Frakkland ræður ekki við það dæmi, þá ræður Þýskaland ekki heldur við það - ef Frakkland fellur út. Svo, niðurstaðan er, að þetta er ekki lengur raunhæfur möguleiki.

  • Einmitt þess vegna, hefur umræðan undanfarið, snúist yfir í Evrubréf og sameiginlega ábyrgð.
  • En þ.e. einfaldlega ekki nægur tími til stefnu - til að framkvæma allar þær flóknu breytingar á sáttmálum, sem þyrfti til - svo Þjóðverjar myndu samþykkja.
  • Í dag getur björgunarsjóðurinn veitt cirka 300ma.€ í lán - fræðilega séð. Nú, Seðlabanki Evrópu gaf út á mánudag, að sl. vika hefði kostað hann 22ma.€ í kaupum á bréfum Ítalíu og Spánar. Miðað við það, mun það taka hann 13,7 vikur að verja til þess 300ma.€ að halda þeim löndum á floti. Það deadline verður cirka um eða rétt eftir mánaðamót nóv./des. 2011.
  • Þá er einfaldlega að hrökkva eða stökkva - ég spái því að þá verði Þjóðverjar enn andvígir stækkun björgunarsjóðsins og evrubréfum með sameiginlegri ábyrð; svo eina leiðin verði áframhaldandi kaup Seðlabank Evrópu.
  • Þetta verði ákvörðun nýs meirihluta þjóða í vandræðum, meðal stjórnenda Seðlabanka Evrópu - sem ákveða muni þetta í andstöðu við fulltrúa Þjóðverja og nokkurra annarra ríkja:
  1. Þetta muni nefnilega fela í sér peningaprentun -
  2. að skuldir Ítalíu og Spánar, verði settar í verðlagið -
  3. að auki, að prentað verður til að hvetja hagkerfin.
  • Það er málið, að slík prentun er sennilega eina skammtíma aðgerðin - sem getur forðað allsherjar hruni, sem eftir er.

En Þjóðverjar munu ekki sætta sig við þetta er ég viss!

Því munu þeir, segja bæ - bæ, við evruna - í kjölfar þess að þessi stefnubreyting verður framkv.

Annars verður mjög líklega - allsherjar hrun! Jafnvel áður en nýárið rennur í garð!

 

Niðurstaða

Úr þessu tel ég ekki raunhæft að koma í veg fyrir hrun evrunnar. En peningaprentun mun þíða gengishrun. Ef Þjóðverjar og nokkur önnur ríki fara. Þá verður, enn frekara slíkt hrun. Peningaprentun + gengislækkun, mun leiða til verulegrar verðbólgu og lífskjaraskerðingar. En raunskuldalækkun verður á móti sem og að, samkeppnisstaða atvinnuvega batnar. Líkur á endurkomu hagvaxtar batna.

En, segjum að Þjóðverjar myndu getað blokkerað peningaprentun - á þeim tímapunkti og enn héldu þeir við sinn keip að öðru leiti. Væri stórfelld hætta á öðru og mun verra hrunástandi.

Það er, stjórnlaust hrun - sem þá líklega mun hefjast eins og 1931 í einhverju Evrópulandi á bankahruni. En versnandi ástand, mun skila sér í verði á hlutabréfum sem mun þá lækka enn frekar en orðið er. Á einhverjum tímapunkti geta eignir banka svo rírnað, að einhverjir þeirra fari í eiginfjárstöðu sem ekki gengur. Og þá er líklegt að verði áhlaup á þá banka á einhverjum tímapunkti - viðkomandi ríki þurfi að taka sína banka yfir. En líklegt er að bankakerfi heils lands geti fallið eins og hér. 

En, fall stórs banka mun gera stöðu ríkissjóðs verri - leiða til frekari falls bréfa þess ríkissjóðs, sem mun minnka eiginfé annarra starfandi banka innan hagkerfisins. Líkur eru miklar á að dómínó eða snjóboltaáhrif fari af stað. En þ.s. verra er, vegna mjög náinna tenginga Evruhagkerfanna innbyrðis, fari snjóboltinn eins go eldur í sinu yfir landamæri. Mig grunar að á einungis viku, geti bankakerfi allrar Evrópu fallið.

Ef það gerist, neyðast ríkin til að stöðva fjármagnshreyfingar - setja sem sagt á höft. Og þá, brotnar evrusvæðið upp í sínar einingar. Svo smám saman, fer evra í einu landi að kosta annað en evra í öðru. Þetta verði svipað og þegar rúblusvæðið leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna - eftir eitthvert tímabil, þá neyðast ríkissjóðirnir að láta seðlabanka sína taka upp eigin prentun. 

Þá verður ferlinu lokið, nýir gjaldmiðlar koma til sögunnar. Evran verður alveg farin - þó að vísu hafi rúblan ekki horfið alveg, varð gjaldmiðill Rússlands eins - þá hvarf hún alveg utan Rússlands. Evran getur með sama hætti horfið - nema þá hverfur hún alveg, því enginn einn mun vilja eiga hana.

Við tekur "depression" eða mjög djúp kreppa.

Við skulum vona - að minna slæma útkoman verði niðurstaðan - þá verður þróunin mun minna slæm, kreppa verður ekki djúp - getur meira að segja tekið enda innan fárra ára.

 

Kv.


Fundur Merkel og Sarkozy vonbrigði - Dow Jones féll þegar um 100 punkta er niðurstaðan lá fyrir! Sjokk - hagvöxtur í Þýskalandi einungis 0,1% á öðrum ársfjórðungi

Niðurstaða fundar Merkel og Sarkozy veldur vonbrigðum. Down Jones féll um 100 punkta meðan blaðamannafundur þeirra stóð yfir. Það þurfti ekki lengur að bíða eftir fyrstu viðbrögðum markaða.

Síðan eru það nýjar efnahagstölur: Þessar sjokkerandi tölur komu fram í dag, þ.e. að hagvöxtur á 2. fjórðungi Þýskalandi mældist einungis 0,1% eða skv. árstíðaleiðréttingu 0,5%. Á sama tíma hefur einnig hægt á Evrusvæðinu, mældist hagvöxtur einungis 0,2% yfir sama tímabil. Frakkland, tölur frá sl. föstudegi, þar mældist vöxtur 0. Spánn, þar mældist 0,2% sem einnig er minna en fyrri fjórðung.

Austurríki stóð sig best - með 1% hagvöxt.

Eins og fram kemur í fréttum - sjá virka hlekki - þá fóru bréf bæði í Bandaríkjunum og Evrópu að falla, um leið og fréttir bárust af því að hægt hefði til muna meir á Þýskalandi en reiknað var með.

German Growth Slows

European Economy Slows More Than Forecast as Debt Crisis Saps German Might

U.S. Stocks Fall on Europe Slowdown

Most European Stocks Retreat as Economic Growth Misses Estimates  

Eastern Europe’s Economic Growth Probably Faltered as Rate Bets Reversed

NYSE Euronext, Nasdaq Retreat Amid French-German Plan for Transaction Tax

Nýtt verðfall á mörkuðum, virðist hafið - eftir niðurstöðu leiðtogafundar Merkel og Sarkozy!

Ég á við, að markaðir hafi fallið enn frekar - ofan í verðfall þ.s. áður hafði orðið yfir daginn!

Evran féll gagnvart dollar. Reikna með að hún hafi einnig fallið gagnvart gulli og svissn. franka.

 

Fundur Merkel og Sarkozy

Þau stigu út af fundinum um 5 leitið. Þau töluðu um að þau hefðu samþykkt nýja sameiginlega efnahagsstjórn fyrir evrusvæðið. Létu sem þetta væri stór áfangi til að styrkja framtíð evrunnar. En þetta hljómar reynd þunnur þrettándi.

Að sjálfsögðu er þetta ekki - þ.s. fólk á við þegar talað er um sameiginlega efnahagsstjórnun. Þetta er algerlega "intergovernmental" þ.e. ekki "supra national" og felur í reynd ekki í sér neinar nýjar skuldbindingar - þ.e. Frakkar og Þjóðverjar ætla að þrýsta á þessa niðurstöðu, beita fortölum.

Svokölluð evrubréf eru ekki uppi á borðinu - sem ég reyndar reiknaði með að yrði niðurstaðan.

France and Germany push for European 'economic government'

Debt crisis: live

Stór orð - en ég sé ekki með hvaða hætti þetta bjargar málum nú!

  • Stofnað svokallað "Efnahagsráð" eða "Economic Council". Það mun funda þrisvar á ári. Mun samanstanda af leiðtogaráðinu + fundarstjóra.
  • Herman van Rompuy núverandi forseti Evrópusambandsins, útnefndur sem formaður.
  • Öll 17 meðlimaríki Evru, verða beðin um að leiða í lög fyrir næsta sumar - svokallaða skuldabremsu eða skuldaþak, þannig að niðurskurður verði lögboðin skilda.
  • Sameiginleg tillaga um skatt á fjármagnshreyfingar verður lögð fram í september.
  • Frakkland og Þýskaland, muni setja á stofn sameiginlega nefnd, sem muni samræma fyrirtækja skatta milli landanna, taki gildi frá og með 2013.

Merkel - "it’s not true that eurobonds are the one miracle cure. we cannot solve problems with stopgap solutions – we are looking at real measures that will help us gain back the trust and we don’t think eurobonds are the answer.

Sarkozy - "euro-bonds "won't help us now" and agrees with Merkel. He says eurobonds could be an option "one day" but that would be at the end of the European integration, not at the beginning."

Í þessari niðurstöðu felst engin sjáanleg redding á krýsunni sem geisar núna!

Ég reikna með að stormurinn á mörkuðum - muni fara í fullann gang á morgun.
  • Þetta væri áhugaverð niðurstaða - ef það væri ekki tilvistarkreppa og líf evrunnar jafnvel mælt einungis í vikum.
  • En, eins og ástandið er - þá eru þetta vonbrigði, og sýnir að stjórnmálamennirnir eru ennþá á eftir!

Eins og ég sagði að ofan - viðbótar verðfall varð á mörkuðum um leið og niðurstaðan lá fyrir!

 

Niðurstaða

Útkoman af fundi Sarkozy og Merkel, eru vonbrigði. Ég verð að segja, að enn eina ferðina - valda leiðtogar evrópu vonbrigðum - þeir bregðast ekki við með nægilega öflugum hætti. Þetta sást vel á fyrstu viðbrögðum markaða, sem þegar liggja fyrir.

Það er, nýtt verðfall á mörkuðum hófst þegar - meira að segja áður en blaðamannafundinum var lokið. Ég reikna með, að verðfall muni halda áfram af krafti á morgun.

Ég bendi hér á mjög áhugavert lesendabréf - Gordon Brown:

Saving the Euro Zone

En þetta er mjög gott lesendabréf - hvet fólk til að lesa það!

En málið er - að leiðtogar evrópu eru alltaf stöðugt á eftir, og niðurstaða leiðtogafundar Merkel og Sarkozy krystallar þetta, enn eina ferðina. 

Þau svöruðu ekki kalli tímans - komu ekki fram með neitt það hvað, gat róað ástandið.

------------------------

En, útkoma efnahagsmála í Þýskalandi, hefur þó sennilega bundið hendur Merkel enn fastar, því miðað við þær tölur þ.e. mun slakari vöxt en reiknað var með og slæmum horfum fyrir haustið, sem nú blasa við. Þá minnkar að sjálfsögðu vilji Þjóðverja til að taka á sig aukinn kostnað - tala ekki um stóraukinn. 

Sennilega var pólit. ómögulegt fyrir Merkel, að jánka evrubréfum - a.m.k. á þessum fundi. 

Ég skrifaði í gær um vandann tengdann evrubréfum og af hverju Þjóðverjar munu hafna þeim:

Kyrrt á vesturvígstöðvunum!

------------------------

Mig grunar að á morgun muni aftur ríkja fárviðri á mörkuðum eins og í sl. viku.

Það var eins og að markaðir væru að bíða, gefa Merkel og Sarkozy séns - en nú þegar markaðir sjá, að ekki komu fram neinar ákveðnar aðgerðir af því tagi sem þeir voru að vonast eftir.

Þá, mun stormurinn aftur geyza á morgun af fullum krafti - að auki bætist við auknar áhyggjur af efnahagsþróun í Evrópu skv. nýjum hagtölum sem komu fram í dag!

 

Kv.


Kyrrt á vesturvígstöðvunum!

Það má segja að, allt hafi verið rólegt í dag. Engar stórar hækkanir eða lækkanir, eins og ég upplifi það, þá er þetta sennilega lognið inni í miðjunni á fellibylnum. En það er eins og markaðir séu að halda niðri sér andanum í dag mánudag. Bíða eftir fundi Merkel og Sarkozy á morgun. En, vonast er eftir einhverri stórri ákvörðun þar - þó sannast sagna virðist fátt benda til slíks.

 

Evrubréf

Það sem margir segja í dag: Eina leiðin, evrubréf. Þetta sagði t.d. enginn annar en George Soros í lesendabréfi á Financial Times vefnum.

Það er mjög klár mikill þrýstingur nú á Merkel að samþykkja útgáfu evrubréfa skv. sameiginlegri ábyrgð - en þ.e. einnig klárt að Þjóðverjar eru enn ekki tilbúnir til að samþykkja slíkt. En andstaðan er klár meðal þýskra fjölmiðla og einnig þýskra stjórnmálamanna.

George Soros - Three steps to aid eurozone crisis

  1. Setja upp sameiginlega björgunar-áætlun fyrir bankakerfi álfunnar.
  2. Evrubréf - að hans mati eina leiðin til að hinda gjaldþrot ríkja í vanda, síðan hrun evrunnar.
  3. Svo, búa til leið fyrir ríki til að yfirgefa evruna, með löglegum hætti. Ríki geta farið ef þau treysta sér ekki til að standa undir kröfum, eða hægt að reka einstaka ríki með sameiginlegri ákvörðun. Þannig, ef þú stendur ekki við þitt - þá bæ, bæ.

Þetta er rökrétt, eins langt sem það nær, hugmynd hans að hægt sé að reka ríki. Mig grunar þó að Þjóðverjar muni ekki treysta slíkri reglu, vegna þess að í krýsunni hafa fjölmargar áður heilagar reglur verið þverbrotnar og að því er virðist - fyrirstöðulítið þegar á þær reyndi.

 

Wolfgang Schäuble - "there is no unlimited support"

""I'm ruling out euro bonds for as long as member states pursue their own financial policies and we need differing interest rates (on government bonds) as a way to provide incentives and the possibility of sanctions, in order to enforce fiscal solidity. Without this solidity, the foundations for a common currency don't exist."  - "...On the other hand: We're not going to bail out countries at any price..." - "...Still, we would be a strange government if we didn't prepare ourselves for all eventualities, however unlikely they may be...."

  • Af orðum fjármálaráðherra Þýskalands má ráða hvert hugsanlegt verð Evrubréfa er.
  • Það er, að ríkin sem gangast inn á slíkt prógramm, á móti gefi a.m.k. tímabundið eftir sitt sjálfstæði - þannig að hægt verði að fyrirskipa sparnað eða skattahækkanir eða að stofnun verði seld eða lögð niður o.s.frv.
  • Mig grunar þó að Þjóðverjar muni ekki sætta sig við annað, en að valdið verði í reynd í þeirra höndum, þ.e. löndin í reynd gerist nánast leppríki Þýskalands.
  • Skýrt kemur fram, að það er til staðar einhver takmörk á þeim kostnaði, sem Þjóðverjar eru tilbúnir til að undirgangast. Þannig, að þeir munu ekki verja evruna út í rauðann dauðann.
  • Að auki, að ríkisstjórn Þýskalands er með ótiltekið Plan B í undirbúningi, ef þ.e. ekki þegar tilbúið. Sennilega þíðir það, að Þýskaland er að undirbúa upptöku nýs gjaldmiðils eða búið að því.

 

Mohamed El-Erian - Policy dithering will further fuel the crisis

"Any further mis-steps from American and European policymakers risk converting raging crises within the global economy to a more devastating crisis of the global system. That is how fragile the situation is; and it is why the world risks not just a recession but – even more worrisome – a prolonged one."

Ég hef ekki áður séð El-Erian taka svo ákveðið til máls. En hann er einn af fáum raunverulegum fjármálasnillingum heimsins, rekur risafjármálafyrirtækið PIMCO sem er stærsti aðilinn í heiminum í því, að ávaxta sjóði - veltir í dag þúsundum milljara dollara. Vegna þess, þá er sennilega PIMCO með öflugasta greiningarteymi nokkurs fyrirtækis í heiminum, þ.s. þeirra bissness er að vita betur hvar er rétt að ávaxta sitt pund eða nánar tiltekið annarra, sem þeir fá svo borgað fyrir. 

Svo ef El-Erian segir, að heimskerfið sé nú á gjábarmi. Þá er rétt að taka fullt mark á þeim orðum.

 

Andrew Lilico - Eurobonds: beware of splitting the bill

"Gneezy, Haruvy and Yafe...conducted experiments with diners (strangers to one another), some of whom paid individually whilst others split the bill. Those that split the bill spent about 36 percent more than those that paid individually. That’s right: splitting the bill with strangers adds more than one third to the cost of lunch."

Þetta er góður punktur hjá Lilico, og það sýnir að Þjóðverjar munu aldrei samþykkja evrubréf nema gegn mjög ströngum afarkostum.

Það er því mjög líklega ólíklegt að nokkuð slíkt verði afgreitt á fundi Merkel og Sarkozy á morgun.

 

Wall Street Journal - Disappointment Looms In Paris

Það er því hæsta máta líklegt að svo verði, eins og fram kemur í fréttaskýringu WSJ að fundurinn á morgun, muni valda vonbrigðum.

Þ.e. eins og fjárfestar hafi verið að halda niðri sér andanum í dag - svo á morgun eða jafnvel síðar, þ.e. á miðvikudag, fer eftir hve lengi fundurinn stendur - þá hefjist stormurinn á mörkuðum á ný.

Miðjan á fellibylnum verði farin hjá.


IRWIN STELZER - EU Rescue Deal Won't Be Too Easy This Time

  1. "Only the guarantees of triple-A rated countries (Germany, France, the Netherlands, Austria, Finland and Luxembourg) count when computing what the ESFS can borrow, with France accounting for €158 billion out of €450 billion of guarantees.
  2. If France drops out of that group, points out David Gauthier-Villars, this newspaper's Paris reporter, the remaining five would find their guarantee-burden jumping 54%, in Germany's case to €325 billion, 13% of the nation's GDP, from €211 billion."

Gaman að leika sér að tölum, en margir óháðir hagfræðingar telja að björgunarsjóðurinn verði að fara upp í 2.000ma.€. Það er cirka margfeldið 4,4. Nú 13 sinnum 4,4 er cirka jafnt og 58. Svo við erum að tala um 58% viðbót við þjóðarframleiðslu Þjóðverja, í formi ábyrgða.

Þetta segir einfaldlega að leiðin, að stækka björgunarsjóðinn til að bjarga Ítalíu er ekki fær!

Þess vegna er talið nú komið yfir í Evrubréf - því ofangreint liggur krystal klárt fyrir, öllum ljóst.

En af ofangreindu er einnin klárt, að Þjóðverjar munu ekki heldur undirgangast sambærilegar ábyrgðir í gegnum evrubréf - - nema gegn mjög ströngum afarkostum. 

 

Samkvæmt fréttum í dag - keypti Seðlabanki Evrópu skuldabréf Ítalíu og Spánar fyrir 22ma.€

ECB Settled €22 Billion in Bond Buys

Concerns Mount in Germany Over ECB Bond Buys

ECB buys €22bn in eurozone bonds

  • Ein vika kostar 22ma.€
  • Skv. því mun það taka 13,7 vikur að verja 300ma.€, eða rúml. 3 mánuði.
  • Skv. því mun Seðlabanki Evrópu ná þeim mörkum nálægt mánaðamótum nóvember/desember.

Ástæðan ég nefni þetta, er að björgunarsjóðurinn getur ekki lánað meir en 300ma.€ eða milli 250-300ma.€. Einfaldlega ekki til ábyrgðir í sjóðnum, fyrir upphæðum umfram þetta.

Seðlabankinn ætlar sér ekki að sytja uppi með skaðann - eða hið minnsta virðist það enn stefna hans, að koma dæminu yfir á björgunarsjóðinn.

Sem segir, að aðildarríkin verði að klára einhverskonar stóra ákvörðun síðasta lagi í nóvember.

Vandi er að þjóðþing aðildarríkjanna eiga enn eftir að samþykkja formlega að veita björgunarsjóðnum viðbótar valdheimildir - svo hann geti tekið við núverandi hlutverki Seðlabankans, að kaupa bréf.

Þau koma saman í september, og ferlið getur mjög vel tekið meir en mánuð - þá án þess að gera ráð fyrir tafsömum deilum. 

Björgunarsjóðurinn, þarf tíma til að útvega fjármagn - sem hann gerir með því að virkja veitt veð með sölu skuldabréfa. Þess vegna er svo krítískt að hann haldi 3-A stimpli frá matsfyrirtækjunum, því annars verður fjármögnunarkostnaður sjálfs sjóðsins hærri, sem mun gera lánin dýrari.

Spurning hvort sjóðurinn mun geta selt 300ma.€ í tæka tíð?

Dæmið er allt komið í tímaþröng!

Þetta sjá fleiri - og er enn ein ástæða þess, að verið er að tala um evurbréf - sem reddinguna.

 

Niðurstaða

Klár örvænting liggur í loftinu í dag, meðal aðila á Evrusvæðinu. En í síðustu viku bárust vandræðin til Frakklands. Þannig að vandinn er kominn alla leið inn í innsta hring. Það lokar á stækkun björgunarsjóðsins, sem lausn á vandanum. 

Það í reynd gefur bara 2-kosti - ef halda á evrunni á floti:

  1. Áframhaldandi kaup Seðlabanka Evrópu, sem á einhverjum tímapunkti mun þurfa að setja í verðlagið. Verulegar líkur eru á að klofningur sé kominn fram innan Seðlabanka Evrópu, þ.s. fulltrúar landa í vandræðum, þrýsta á kaup og á endanum eru líklegir til að þrýsta á prentun, gegn andstöðu fulltrúa landa eins og Þýskalands, Finnlands, Austurríkis o.flr. En með Frakklandi í vandræðum í dag, getur verið kominn nýr meirihluti innan ECB.
  2. Evrubréf.

Ég held að það sé klárt þó, sbr. orð fjármálaráðherra Þýskalands , þess efnis að Þjóðverjar munu ekki samþykkja ótakmarkaðann tilkostnað, og einnig að Plan B er annaðhvort langt komið eða þegar tilbúið.

Mér sýnist að flest stefni í að Þýskaland sjálft yfirgefi Evruna!

Þjóðverjar muni ekki sætta sig við peningaprentun - ekki heldur við að þeirra seðlabanki verði neyddur til að kaupa ótakmarkað bréf landanna í vandræðum, en í dag virkar þetta þannig að þegar ECB kaupir er megnið í reynd keypt af "Bundesbank" sem starfar innan ECB.

Ekki heldur muni þeir samþykkja evrubréf nema gegn svo ströngum afarkostum, að fjarskalega ólíklegt virðist manni, að hin ríkin gangist inn á slíkt.

Default niðurstaðan verði - að Seðlabankinn haldi áfram kaupum, í krafti ákvörðunar fulltrúa nýs meirihluta landa í vandræðum innan ECB.

Svar Þjóðverja verði - að segja bæ, bæ!

Spurning hvorum meginn áramóta þetta gerist!

Líklega munu Þjóðverjar leitast við að taka nokkur lönd með sér, oft talað um 5: Holland, Finnland, Austurríki, Lúxembúrg, jafnvel Flæmingja hluti Belgíu, ásamt Þýskalandi.

Þetta er sennilega skársta niðurstaðan - því þetta er ekki algert hrun. Evran verðfellur verulega þá í kjölfarið, sem raunverðfellir skuldir í evrum - kannski á bilinu 30-40%. Lönd sem eftir verða í evrunni njóta einnig þess, að samkeppnishæfni atvinnuvega skánar - sem gefur aukið svigrúm fyrir hagvöxt. Enginn vafi er að þetta myndi duga Ítalíu, sennilega Spáni - Írlandi einnig. Ekki víst að sama eigi við Portúgal og Grikkland, en má vera að samanlögð áhrif myndu duga.

Fyrir löndin sem segja bæ - þá skilar sér einnig gróðinn af raunverðfellingu skulda. 

Djúpri kreppu verður forðað.

 

Kv.


Evrukrýsan bitnar einnig á miðevrópuríkjum utan Evrusvæðis!

Ástæðan er sú, að í ríkjum mið Evrópu var voru svissneskir bankar mjög duglegir að selja húsnæðislán. Á þessu ári hafa orðið miklar hækkanir á svissneska frankanum gagnvart evrunni - eða evrna hefur verið að gengisfalla mikið gagnvart svisseskum franka.

 

Hungary, Poland Aid Borrowers Hurt by Franc's Rise :"The appreciation of the Swiss franc has placed enormous financial pressure on households across Hungary, Poland and Croatia that took out Swiss-franc loans in the middle of the last decade because they had far lower interest rates than loans in their domestic currencies."

 

Málið er að efnahagur þessara landa er svo nátengdur efnahag evrusvæðisríkja, að þeirra gjaldmiðlar hafa annaðhvort verið tengdir við evru, eða markaður hefur séð um að fella þá gjaldmiðla einnig gagnvart svissneska frankanum, eftir því sem hann hefur hækkað gagnvart evru.

Við hér á Íslandi könnumst við þetta vandamál, að hluti húseigenda og bíleigenda tók evrulán, og það varð eins og frægt er misgengi milli krónu og evru.

Nú er að verða sambærilegt misgengi milli svissnesks franka og gjaldmiðla sem fylgja evrunni.

Það bitnar eins og við þekkjum á lánþegum - þ.e. afborganir hækka og lánþegar standa frammi fyrir því að verða rifa seglin eða jafnvel því að fara í þrot.

Nú er verið að grípa til aðgerða sem koma okkur kunnuglega fyrir sjónir í Póllandi og Úngverjalandi.

 

"Starting next month, Hungarians with foreign-currency loans will be able to participate in a repayment program that for three years will fix the exchange rate applied to their outstanding debts at a level far below the prevailing market rates for the Swiss franc and the euro."

 

Miðað við fréttina, virðist þetta vera tímabundin lækkun á greiðslum - ekki lækkun á láni.

Þetta getur verið að sé leyst með smávegis öðrum hætti - en þetta hljómar þó nokkuð svipað og aðgerðir ísl. ríkisstj. þ.s. afborganir eru lækkaðar tímabundið, án þess að lánið sé lækkað.

Sem þíðir að kostnaður færist aftan á lánið.

 

"If this continues, the hit to consumption could be quite high" in Hungary and Poland, said Neil Shearing, senior emerging-markets economist at Capital Economics in London. "The only real way out of this is for the Swiss franc to depreciate, and we don't see that happening soon."

 

Það er einmitt málið, og við hér á landi höfum verið að sjá einmitt sambærilegar afleiðingar.

Þetta segir okkur hvað er varasamt að taka erlend lán - - ef megintekjur þínar eru ekki í þeim sama gjaldmiðli.

Það skapar hættu á misgengi gjaldmiðla.

Sumir hafa verið að segja okkur að tenging við evru myndi koma í veg fyrir slíka hættu.

En klárt á það bara við þegar lánin eru þá í evrum - - eins og sést nú að þegar evran sjálf er að gengisfalla gagnvart svissneskum franka, og lán hafa verið tekin í svissneskum franka.

Evran er sem sagt í reynd að gengisfalla - þ.e. ástæðan fyrir vanda skuldara í Úngverjalandi og Póllandi, og þeirra gjaldmiðlar fylgja evrunni.

  • Þetta sýnir að það einfaldlega er ekki forsvaranlegt að taka erlend lána - - nema tekjur séu einnig í sama gjaldmiðli.
  • Eins og sést þá getur evran einnig gengisfallið - -  ekki síður en krónan, og sannarlega er það einmitt að gerast.


Niðurstaða

Ég held að við á Íslandi þurfum að draga lærdóm af þeim mistökum sem voru gerð hérlendis á sínum tíma, í tengslum við erlendar lántökur. Við sjáum að þau mistök voru einnig gerð í nokkrum erlendum ríkjum.

Hann er sá, að setja takmarkandi reglur um það, að þú verðir að hafa tekjur í sama gjaldmiðli og þú tekur lán í.

T.d. mætti miða við að tekjur yrðu að vera a.m.k. 50% í sama gjaldmiðli.

Þetta ætti almennt við einstaklinga og fyrirtæki.

Það sé einfaldlega of áhættusamt þ.s. gjaldmiðlar geta alltaf farið á mis, og þá lenda aðilar í vandræðum.

Evran - eins og sést í dag - getur allt eins gengið á mis við aðra gjaldmiðla.

--------------------------

Auðvitað getur tenging við evru hrunið, ef við værum með hana. Og þá orðið misgengi evrulána v. krónu-tekjur. En, það getur farið svo að of erfitt verði fyrir okkur sjálf - að halda henni. Það skapist aðlögunarvandi sem krefjist í reynd stórs gengisfalls.

En tenging getur  fallið - ef efnahagsmál þróast of mikið á mis. Margar tengingar í gegnum söguna hafa einmitt hrunið. Tengingar almennt séð - ganga ekki til lengdar nema milli hagkerfa sem sveiflast með sambærilegum hætti.

Svo ég myndi ekki slaka á 50% reglunni - heldur í fræðilegu ástandi, að krónan væri tengd við evru með einhverjum hætti. Því Ísland getur alveg lent í það miklum vanda með þá tengingu, að það yrði að falla frá henni - - á einhverjum tímapunkti.

En Ísland hefur sveiflur sem koma fá atvinnuvegunum - vegna þess að verð á mörkuðum sveiflast annars vegar og hins vegar náttúrufarssveiflur valda sveiflum í veiðum. Þær sveiflur valda einmitt misgengi milli okkar hagkerfis og annarra þegar þær verða.

Það er einungis spurning um tíma hvenær nægilega stór slík yrði!

Ef evran hættir að vera til - áður en þessu ári er lokið eða á næsta, þá auðvitað hættir hún að vera hugsanlegur tengingar möguleiki. En þ.e. önnur umræða.

 

Kv.


Hvað orsakaði umrótið á mörkuðum sl. 2 vikur?

Ég veit að það fyrsta sem kemur upp í hugann er evrukrýsan. En, það er langt í frá eina atriðið sem mér sýnist að hafi spilað inn. Annað stórt atriði sennilega var:

Breytingar á væntingum um framtíðar hagvöxt!

Ég held að þetta hafi spilað stóra rullu. En, ekki má vanmeta yfirlísingu "Federal Reserve" sl. þriðjudag, þ.s. lofað var að halda vöxtum lágum út 2013. En með henni fylgdi greinargerð, sem innihélt mjög dökka lýsingu á horfum næstu misserin í Bandaríkjunum.

  • Á fyrstu mánuðum ársins var veruleg bjartsýni. Spár um hagvöxt í Bandar. voru upp á rúml. 3% - eiginlega á bilinu 3,5-4%. Í reynd frekar góður hagvöxtur.
  • Spár í Evrópu voru ekki alveg í þessum tölum, en þar var verið að tala um á bilinu 2,5-3% á næstu árum, af stofnunum ESB. Meðalvöxtur næstu ára væri einhvers staðar á þessu bili.

Spár beggja meginsvæðanna þ.e. dollara svæðisins og evru, gerði ráð fyrir að vel viðunandi hagvöxtur myndi ríkja, og líkur eru á því að markaðir hafi almennt trúað þessum tölum - enda komnar frá helstu opinberu aðilum beggja vegna.

  • Aftur á móti, frá og með maí hefur hægt mjög á hagvexti bæði í Evrópu og Bandaríkjunum!
  • Bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, hefur verið leitast við af yfirvöldum að viðhalda bjartsýninni um framvinduna - með því að segja að hagvöxtur myndi aukast með haustinu.
  • Að þetta væri "soft patch" sem myndi líða hjá, og við muni taka sá þokkalega viðunandi hagvöxtur sem lofað var.
  • En undanfarnar vikur, hafa komið runur af neikvæðum vísbendingum um framvinduna - þ.e. pantanir frá stórfyrirtækjum, sem gefa vísbendingu um framvinduna hafa verið slakari en búist var við, svo fyrirtæki hafa undanfarið verið að gefa út hagnaðar aðvaranir til fjárfesta.
  • Óháðar vísitölur sem mæla vöxt í greinum, voru fyrir 2. vikum síðan, búnar að sýna að það var samdráttur í vexti iðnframleiðslu í Evrópu í júní.
  • Þegar svo við bætast aðvaranir frá fyrirtækjum, vegna þess að slakar pantanir segja stjórnendum, að sala verði minni á 3. ársfjórðungi en þeir reiknuðu áður með.
  • Þá eru fjárfestar komnir með sterkar vísbendingar um það, að efnahags framvinda haustsins verði einnig slök.


Af hverju skipta væntingar svona miklu máli?

Málið er að fjárfestar horfa alltaf fram í tímann, og prísa fyrirtæki skv. því!

Það getur munað mikið um það - hvort þeir prísa fyrirtæki skv. væntingum um 2,5-3% hagvöxt næstu 2-3 árin, eða hvort þeir prísa þau skv. væntingum um einungis 1,5-2% hagvöxt næstu 2-3 árin.

Þetta getur verið stór hluti ástæðunnar fyrir verðfallinu og umrótinu sem varð á síðustu 2 vikum - - en markaðir virðast enda vikuna sem er að enda nokkurn veginn á sama stað og þeir hófu hana á sl. mánudegi.

Sérstaklega vegur þetta þungt fyrir banka, því ef vöxtur er lélegri - þá verða fleiri lán í vanskilum, veð verða verðminni, eignir bankanna skila minni arði. Það er mjög mikill munur á stöðu banka, eftir því hver efnahagsframvindan verður.

Banki getur meira að segja verið gjaldþrota miðað við væntingar B, meðan hann heldur sjó miðað við væntingar A. Og margir evrópskir bankar - vitað er - að eru í erfiðri stöðu!

Þannig, að það er sennilega rökrétt að sérstaklega stórt verðfall hafi orðið á bréfum banka.

En punkturinn er, að verð allra aðila starfandi innan hagkerfis lækkar - þannig vísitala markaðarins.

 

Evrukrýsan kraumar einnig undir!

Hún auðvitað magnar upp atburðarásina, en því má ekki gleyma að hún er einnig umtalsverð orsök þess, að dregur úr hagvexti - og hefur því orsakasamhengi við þetta endurmatsferli.

Frakkland t.d. skýrði frá því á föstudag, að enginn hagvöxtur hefði mælst þar í landi á 2. ársfjórðungi:

French economy shows zero growth

French economy stalls in second quarter

  • Það á auðvitað ekki eftir að kæta fjárfesta!

En, samtímis er Frakkland undir miklum þrýstingi frá Framkvæmdastjórn ESB, um að framkvæma viðbótar útgjalda niðurskurð - vegna þess að út af lélegri efnahags framvindu er ekki lengur trúverðug fyrri áætlun franskra stjv. um að ná halla niður í 3% fyrir árslok 2013.

  • En frekari samdráttar aðgerðir ofan í efnahagsframvindu sem klárt er á brún þess, að snúast yfir í samdrátt; gefur ekki mikla bjartsýni um framvindu Frakklands á næstunni.
  • Forseti Frakklands kvaddi einmitt ráðherra sína saman í vikunni, og gaf þeim fyrirmæli um að sjóða saman nýjar sparnaðartillögur, gaf þeim 2. vikur!
  • Svo, það má reikna fastlega með því, að fjárfestar vilji næstkomandi mánudag, selja enn meir af bréfum franskra banka - losa sig við þau, sem sagt.

Rome orders €45bn in cuts and taxes : "The Italian government has approved an extensive emergency package worth €45bn in cuts and higher taxes over the next two years." - "Mr Tremonti...would reduce Italy’s deficit to 3.9 per cent...2011...1.4 per cent of GDP in 2012...balanced budget the following year, instead of 2014..."

  • Þetta kemur einnig fram á föstudag, og má reikna með viðbröðum fjárfesta á nk. mánudag.
  • Þarna er einnig verið að bæta við samdráttaraðgerðum á hagkerfi sem er skv. fyrirliggjandi tölum í kyrrstöðu.
  • Fjárfestar hljóta í báðum tilvikum, að reikna niður væntingar um hagvöxt.

Svo má ekki gleyma: Euro-Zone Industrial Output Slumps

"Ben May, an economist at Capital economics said the figures mean euro-zone industrial output grew 0.3% in the second quarter, the weakest expansion since late 2009. He predicted data due Tuesday would show euro-zone economic growth slowed to 0.3% in the second quarter from 0.8% in the first. "We expect the underlying pace of growth to slow further in the second half of the year," he said in a note."

  • Þessar tölur voru að koma í dagsljósið frá Eurostat. En áður voru óháðir aðilar sem byrta vísitölur, búnir að sýna sama trend, svo markaðir voru klárt farnir að reikna með þessu.
  • Það er nefnilega málið - að hagvöxtur er að stefna á "0" í Evrópu í haust!
  • Markaðir eru líklega ekki enn að fullu búnir að prísa inn þessa sveiflu í væntingum - svo frekari lækkanir eru sennilega í kortunum.

Næsta vika getur því einnig reynst vera viðburðarík - því þótt skortsölubann ríkji næstu 2. vikurnar frá nk. mánudegi í Belgíu, Ítalíu, Spáni og Frakklandi - svo ekki er hægt að kaupa sér stöðu sem veðjar á lækkun bréfa - - þá getur enginn bannað fjárfestum einfaldlega að selja bréf sem þeir eiga.

Það er bísna líklegt - - að það geti verið umtalsvert flóð af slíkum sölum á nk. mánudag!

 

Niðurstaða

Mig grunar að sl. 2. vikur hafi komið saman, allt þ.s. hefur verið í gangi, sem haft getur áhrif á væntingar fjárfesta um framtíðina. En þó evrukýsan hafi haft mesta athygli fjölmiðla, þá má alls ekki vanmeta áhrif þess að undanfarnar vikur hefur betur og betur verið að koma í ljós - - að hagkerfin í Evrópu og Bandaríkjunum eru ekki stödd í "soft patch" heldur langvarandi hagvaxtarlegu stöðnunarskeiði.

Fjárfestar hafi verið að endurreikna verðgildi nánast gervallra hagkerfanna í Evrópu og Bandaríkjunum, skv. því þ.e. þeirra aðila sem þar starfa fyrir innan.

Eðlilega lækkuðu markaðir við þetta því sú endurskoðun fól í sér sennilega að flestir starfandi aðilar eru metnir minna virði, en fjárfestar mátu - skv. fyrri væntingum sem byggðu á bjartsýnni væntingum um framvindu næstu misserin.

 

Kv.


Skortsölur bannaðar af; Frakklandi, Belgíu, Spáni og Ítalíu! Snjall leikur eða magnast hræðsla fjárfesta enn frekar?

Skortsala, er að fjárfestir kaupir sér stöðu sem felur í sér, að hann leggur fjárhæð undir spá um að eitthvað tiltekið lækki í verði, og ef spá hans rætist græðir sá, því meir sem lækkunin er meiri. Það kaldhæðna er, að þeir sem stunda þetta eru ekki endilega einhverjir fjárglæframenn - heldur er aðferðin skortsala, gjarnan notuð af stjórnendum risastórra fjármuna þ.e. sjóðum og bönkum, í stýringu á eigin áhættu þeirra fjármuna - sbr. þegar ísl. bankarnir til skiptis tóki stöðu með eða stöðu gegn krónunni.

France, Spain, Italy, Belgium Try to Halt Bank Rout

European quartet bans short selling - "France, Italy, Spain and Belgium enforce a 15-day prohibition"

  • Svo er það samhengi hlutanna - en síðast þegar gripið var til banns á skortsölu var í umrótinu sem varð í kjölfar hruns Leahman fjárfestinga-bankans, 2008.
  • Sem segir - að markaðurinn geti tekið bannið - sem vísbendingu um að, vandinn sem þeir séu að bregðast við, sé jafnvel enn alvarlegri en þeir hugðu.
  • En slíkt bann er neyðar-aðgerð, og óhjákvæmilega leitar hugsunin til þess tíma, er slík aðgerð síðast var beitt - - sem getur þítt að óttinn þvert á móti magnist.

"“EU policy makers don’t seem to understand the law of unintended consequences,” Jim Chanos, the short seller known for predicting Enron Corp.’s collapse, said by e-mail. “The vast majority of short-selling financial shares is by other financial institutions, hedging their counterparty risks, not speculators. The interbank lending market froze up completely in October to December 2008 -- after the short-selling bans.”"
"The gap between the three-month euro interbank offered rate and the overnight indexed swap rate widened yesterday to the most since April 2009, showing that European banks are becoming more reluctant to lend to each other for longer than overnight. The Bloomberg Europe Banks and Financial Services Index, which climbed 3.4 percent yesterday, is down 27 percent this year."

 

  • Gæti sagan endurtekið sig frá 2008, að í kjölfar skortsölubanns, helfrjósi svokallaður millibanka-markaður?
  • En hugsanlegt er, að aðilar á markaði - munum að mjög mikil tortryggni ríkir - fyllist ónotum, maginn fari í hnút - og þeir neiti að lána bönkum í löndunum 4?
  • Þannig, að aðgerðin gæti einfaldlega framkallað þ.s. yfirvöld óttast!

 

En gríðarlegt verðfall hefur verið á bréfum tiltekinna franskra risa-banka, sérstaklega Societe General, sem í dag er einungis á hálfvirði miðað við upphaf árs.

Fall viðkvæmustu bankanna, væri óskaplegt áfall fyrir franska ríkið.

Ef millibankamarkaðurinn frýs, þá munu bankarnir í löndunum 4 lenda upp á náð og miskunn Seðlabanka Evrópu, og þegar það vitnast að þeir bankar hafa þurft að taka neyðarlán - þá er ekki víst að leiðin til baka, í traust - verði greið!

 

Bannið - þó það geti verið réttlætanlegt sem neyðaraðgerð, þá er það tvíeggjað, og það getur alveg sannfært fjárfesta jafnvel enn frekar um að, losa sig við bréf franskra, ítalskra, spanskra og belgískra banka - á nánast hvaða verði sem þeir geta.

 

  • Auðvitað - að ef við erum að sjá fram á alvarlega bankakrýsu í Frakklandi - þá eru allir spádómar út um gluggann á stundinni!
  • En skuldir Frakklands - sem geta aukist lauslega reiknað af hagfræðingi 17% ef Frakkland þarf að taka þátt í aukningu björgunarsjóðs Evrópu í 1500ma.€ - 2.000ma.€ er reyndar af mörgum talið lágmarkið.
  • Í dag eru skuldir ríkissjóðs Frakklands cirka 82%, stefna í 90%. Og ef á ríkið hellist síðan kostnaður vegna björgunar banka - upp á kannski 15-20%?
  • Þó svo að öll 3 stóru lánshæfis-fyrirtækin hafi áréttað óbreytt 3-A lánshæfi Frakklands í dag - þá gerbreytist allt, ef alvarleg bankakrýsa skellur á í Frakklandi.
  • Þá verður alveg algerlega ljóst - að Frakkland getur ekki tekið þátt í björgun Ítalíu og Spánar!

Það verður mjög spennandi að fylgjast með fyrstu viðbrögðum markaða í Evrópu á morgun, en bannið tekur gildi á nk. mánudag - svo enn er tími á föstudaginn til að framkvæma einhver veðköll fyrir bann!

 

Niðurstaða

Bann við skortsölu getur verið aðgerð, sem á eftir að endurvarpast harkalega í andlitin á yfirvöldum í ríkjunum 4.

Ég er ekki að vonast eftir þeirri útkomu. En, fjárfestar munu klárt muna eftir 2008. Hvort þeir fari í þann ham sem ég óttast að geti gerst - er allt annar hlutur. 

Það einfaldlega verður að koma í ljós!

Allir að fylgjast með fréttum!

 

PS: Stórfrétt -- Enginn hagvöxtur í Frakklandi á 2. ársfjórðungi:

French economy shows zero growth

Allar tölur yfir hagvöxt í Evrópu, hafa sýnt minnkun síðan í maí. Með þessu áframhaldi getur orðið viðsnúningur jafnvel yfir í samdrátt með haustinu.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 214
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 846935

Annað

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 284
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 197

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband