Spurning hvort að Trump ræður við þingið - en Trump hefur nú orðið fyrir sínum fyrsta stóra ósigri

Það áhugaverða gerðist á föstudag - að tilraunir Repúblikanaflokksins og Trumps, að afnema lög sem nefnd hafa verið - Obamacare; mistókust gersamlega!
--Það sem er enn áhugaverðara, er að útlit virðist fyrir - að engar frekari tilraunir í þá átt verði gerðar í löngu bili.
Spurning jafnvel hvort það verði nokkuð af því á kjörtímabilinu!

Trump tastes failure as U.S. House healthcare bill collapses

Trump disappointed House conservatives blocked healthcare bill

Trump’s errors sank his healthcare plan

  1. Þrátt fyrir meirihluta í báðum þingdeildum.
  2. Tókst hvorki Trump né Paul Ryan - að tryggja meirihluta fyrir nýrri lagasetningu um - heilbrigðistryggingar.

--Þannig að - Obamacare - gildir þá áfram, að því er virðist - um alla fyrirsjáanlega framtíð.

"Neither Trump nor Ryan indicated any plans to try to tackle healthcare legislation again anytime soon. Trump said he would turn his attention to getting "big tax cuts" through Congress, another tricky proposition."

  1. Fyrst þarf þó að - lyfta svokölluðu skuldaþaki, þ.e. fá í gegnum þingið - nýjar heimildir fyrir ríkið til eigin skuldsetningar.
    --Í tíð Obama varð það oft mjög langvinn þræta.
    Hægri sinnaðir Repúblikanar, svokallaður "freedom caucus" sem stoppaði lagasetningartilraun Trumps á föstudag -- í tíð Obama seldi sig alltaf dýrt, gegnt því að heimila lyftun skuldaþaksins.
  2. Síðan þarf að koma fjárlögum í gegnum þingið.
    --En það gæti einnig reynst vera áhugaverð deila - milli þeirra Repúblikana er vilja ganga lengst í niðurskurði hjá ríkinu - og þeirra sem eru mun nær afstöðu Demókrata um þau mál.
  • Þá fyrst kemur að því - að skoða breytingar á skattalögum.

Höfum í huga að eftir tæðt 1 of hálft ár - hefst kosningabarátta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
--Þ.e. frá og með ca. miðju nk. ári --> Sé sennilega lagasetningargluggi Trumps, búinn!

En þá hugsa þingmenn neðri deildar Bandaríkjaþings -- fyrst og fremst um eigin kosningabaráttu.
Og þá vilja þeir alls ekki samþykkja neitt - er gæti orkað tvímælis í augum kjósenda.

  1. Hafandi þetta í huga!
  2. Getur það vel verið, að -- Obamacare - hreinlega lyfi af þetta kjörtímabil.

Ef Trump kemur ekki þeim stóru lagabreytingum í skattamálum í gegn - heldur.
Þá -ef það verður niðurstaðan- þarf líklega ekki að óttast að hann nái í gegn um þingið -- umdeildum breytingum á viðskiptasamningum við margvísleg önnur lönd!
--Þá yrði Trump sennilega "lame duck."

 

Niðurstaða

Trump virðist búinn að eyða upp miklu af sínu pólitíska "capitali" til einskis nú. Það líklega þíði, að möguleikar hans til dramatískra lagabreytinga á öðrum sviðum - hafa minnkað.
--Það sé þó enn of snemmt, að lísa Trump "lame duck."
Þeirri spurningu verði líklega svarað, þegar kemur að næstu stóru sennu á þinginu.
--En það verður líklega -- umræðan um fjárlög og svokallað "skuldaþak."

Þingið reyndist Obama oft ákaflega erfitt þegar þau atriði voru rædd.
A.m.k. í 2-skipti hótaði þingið að gera alríkið tæknilega gjaldþrota.
--Ef harðlínumenn meðal Repúblikana, sem vilja skera bandaríska ríkið niður stórfellt - einnig reynast Trump erfiðir, eins og þeir reyndust vera er - Trump-care - sigldi í strand.

Þá gæti niðurstaðan orðið sú, að Trump -- takist ekki að hagnýta sér það að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum þingdeildum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er einhver mótbyr í aðsigi gegn Trump. Það var sagt á BBC að hann hefði dregið Health frumvarpið til baka en ég sé ekki minnst á það á FOX. Spurning ef það hafi verið dregið til baka þá má kjósa aftur.? 

Valdimar Samúelsson, 25.3.2017 kl. 06:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það var dregið til baka -- tæknilega má leggja það aftur fram. En þeir virðast ætla bíða með það þangað til -- búið er að afgreiða hin stóru málin, þ.e. fjárlög - skuldaþak og skattalagabreytingar.
--Það er allt líklegt að fela í sér erfiðar sennur í þinginu.

Trump - "We'll probably be going right now for tax reform," - "big tax cuts and tax reform. That will be next."

En fyrst eru fjárlögin og skuldaþakið -- Paul Ryan væntanlega útskýrir það fljótlega fyrir honum.

Trump fullyrðir síðan að Obamacare muni springa - “It’s imploding, and soon will explode, and it’s not going to be pretty,” -- og síðan að Demókratar muni ekki vilja sjá það gerast - “So the Democrats don’t want to see that." -- virðist síðan segja næsta tilraun verði líklega í samvinnu við Demókrata -- "They are going to reach out when they’re ready, and whenever they’re ready we’re ready.”

    • Mér virðist þetta fela í sér - viðurkenningu Trumps sjálfs á því.

    • Að hann ráði ekki við "Freedom Caucus" innan Repúblikanaflokksins.

    En annars ætti hann að geta leyst málið, meðal þingmanna Repúblikana flokksins eingöngu - hafandi í huga að þeir hafa meirihluta í báðum deildum.
    --Ef hann ræður ekki við, harðlínu-Repúblikana í þessu máli.
    --Ræður hann þá nokkuð frekar við þá, í öðrum málum?

    Þ.e. sú spurning sem ég eiginlega set fram.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 25.3.2017 kl. 11:45

    3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Þakka Einar. ....Ræður hann þá nokkuð frekar við þá, í öðrum málum?....

    Það er spurningin.

    Valdimar Samúelsson, 25.3.2017 kl. 13:30

    4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Valdimar, það getur farið einmitt svo að Trump neyðist til að -- taka stórum hluta upp stefnu harðlínu hægri manna innan Repúblikana flokksins.
    --En það geti stefnt í að hann geti einungis valið, að bakka undan þeim.
    --Eða, bakka undan Demókrötum.

    En vart mundu þeir heldur samþykkja ókeipis, að kjósa með einhverju hans þingmála.
    --Trump getur þá lent í því að verða velja -- hvaða kosningaloforð hann svíkur.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 27.3.2017 kl. 03:45

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Mars 2024
    S M Þ M F F L
              1 2
    3 4 5 6 7 8 9
    10 11 12 13 14 15 16
    17 18 19 20 21 22 23
    24 25 26 27 28 29 30
    31            

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (19.3.): 0
    • Sl. sólarhring: 7
    • Sl. viku: 40
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 33
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband