Trump virðist í vandræðum með tilraun til þess að afnema heilbrigðistryggingalög Obama

Ef marka má fréttir - er klofningur meðal Repúblikana sjálfra í málinu, að þvælast fyrir Trump. En skv. greiningardeild þingsins "Congressional Budget Office" -- þá mundi heilbrigðistryggingafrumvarp Trumps, fækka þeim sem hafa - heilbrigðistryggingar, um 24 milljónir.

  1. Annar hópurinn meðal Repúblikana sem hikar við að samþykkja lagabreytinguna -- hefur þrýst á um breytingar á frumvarpinu, í þá átt að skerðingar á tryggingum til einstaklinga - nái ekki fram að ganga.
  2. Meðan annar hópur, svokallaður "freedom caucus" tekur þveröfuga afstöðu - og vill ganga lengra í því að skerða stuðnings til almennra borgara, svo þeir séu líklegri en ella að vera tryggðir.

--M.ö.o. virðist afstaða hvors hópsins -- útiloka hina.
Meðan að Demókratar, hafna alfarið tilraunum til þess að, afnema fyrri lög sem nefnd eru "Obamacare."

  1. Við bætist til að flækja málið, að almenngingur er á móti skerðingum á stuðningi ríkisins við þá sem eiga erfitt með að hafa efni á heilbrigðistryggingum.
  2. 56% á andvíg, meðan einungis 17% styðja málið, 26% óákveðnir - 41% Repúblikana styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar.

Republicans delay healthcare vote as rebels defy Trump

Trump demands do-or-die Friday vote on healthcare plan

Þó það sé engan veginn hægt að fullyrða að Trump verði undir í málinu!
Þá orkar það óneitanlega nokkuð tvímælis, að hann sé að skerða réttindi - er mun bitna á mörgum hans kjósenda!

  • En skerðingarnar koma harðast niður á -- fátækari hópum, hvort sem það eru fátækir eldri borgarar, eða fátækar verkamannafjölskyldur.
    --Margir hvítir eldri borgarar kusu Trump, og töluverður fjöldi einna helst meðal - hvítra verkamanna, sérstaklega karlmanna!
    --Margir af báðum hópum mundu lenda illa úti vegna þessarar lagabreytingar.

Lagabreytingin mundi spara fyrirtækjum - sem verða að bjóða tryggingar.
Umtalsvert fé - sérstaklega ef krafa "freedom caucus" um enn frekari skerðingar, yrði ofan á!

  1. Ef Trump mundi lenda undir, þ.e. frumvarpið dagaði uppi á þinginu án samkomulags.
  2. Þá mundi það væntanlega ekki auka hróður Trumps heldur.

--Mundu þá varpa fram spurningum - um getu hans til að koma breytingum í gegnum þingið.

 

Niðurstaða

Það sem virðist klárlega að koma í ljós - að kjör Trumps sé sennilega ekki gott fyrir þá verkamenn er kusu hann, þ.e. þeir hafi kosið gegn sínum eigin hagsmunum. En fyrirhugaðar lagabreytingar virðast að margvíslegu leiti - skerða kjör verkafólks, í stað þess að bæta þau.
--En þó að skattalækkun gagnist þeim eitthvað -- þá sé það yfirgnæfandi líklegt, að aukinn kostnaður við öflun heilbrigðistrygginga - ef lagabreytingin nær fram að ganga; leiði til nettó kjaraskerðingar fyrir það verkafólk er kaus Trump.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 844893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband