Er eina leið Grikklands að knýja fram eftirgjöf aðildarríkja, að verða of seint með greiðslur til Seðlabanka Evrópu í júlí?

Wolfgang Münchau hjá Financial Times, kemur fram með þá röksemd - að Grikkland tapi sennilega ekki á því, að keyra fram af bjargbrúninni. Að hans mat sé það eina leiðin til þess, að brjóta upp ísvegg andstöðu aðildarríkja evrusvæðis sérstaklega í Þýskalandi og Frakklandi, um að veita umtalsverða eftirgjöf: Greece has nothing to lose by saying no to creditors

Hann bendir á 3-atriði:

  1. Hann bendir á að samanlagt skuldi Grikkland 160 milljarða evra ríkisstjórnum Frakklands og Þýskalands.
  2. Það verði hvorki meira né minna, en stærsta fjárhagslega tap þeirra landa gagnvart öðru landi í mjög langan tíma - - og hljóti að hafa pólitískar afleiðingar innan Þýskalands og Frakklands.
  3. Og hann vill meina, að það blasi ekki endilega við - að Seðlabanki Evrópu muni klippa á naflastrenginn við Seðlabanka Grikklands, þó svo að Grikkland verði seint með greiðslur til Seðlabanka Evrópu í júlí þ.s. Seðlabankinn þarf að sjálfsögðu að meta áhrif brotthvarfs Grikklands úr evrunni á stöðugleika evrusvæðis.

Einungis með því að hafna núverandi - tilboði aðildarríkja, enn eina 11. stundar tilboðið, og keyra síðan fram af þeirri brún, að semja um greiðslur í tæka tíð fyrir greiðsludaginn stóra á lánið í eigu Seðlabanka Evrópu - - > Blasi við staða sem sé nægilega grimm til að leiðtogar Frakklands og Þýskalands, hafi þá afsökun sem þeir leiðtogar þurfa, til að bakka!

  • Hann vill einnig meina, að nýjasta tilboð aðildarlandanna, sé enn það dýrt - - að gjaldþrot sé betri valkostur fyrir Grikkland; þó svo að aðildarlöndin mundu ekki blikka á lokastundu.

"I come to a figure of a cumulative hit on the level of GDP of 12.6 per cent over four years. The Greek debt-to-GDP ratio would start approaching 200 per cent. My conclusion is that the acceptance of the troika’s programme would constitute a dual suicide — for the Greek economy, and for the political career of the Greek prime minister."

  1. Hann bendir einnig á, að Alexis Tsipras þurfi ekki að standa frammi fyrir nýjum þingkosningum fyrr en 19. jan. 2019, m.ö.o. hann hefur rúm 3 - ár til þess að ná fram lágmarks efnahagsstöðugleika eftir þrot.
  2. Ég hugsa að það sé vel gerlegt að ná gríska hagkerfinu inn í ástand sæmilegs stöðugleika að 3-árum liðnum.

 

Nýlega í grein, benti ég á að því fylgi nokkrir kostir fyrir Grikkland að kjósa þrot:

Ég er ekkert viss um -gjaldþrot- sé verri kosturinn fyrir Grikkland

  1. En skv. greiningu sem ég rakst á, þá er megnið af ríkisskuldum Grikklands í erlendri eigu. Þetta er auðvitað afleiðing björgunarprógrammsins svokallaða.
  2. Þegar skuldir eru nær allar í eigu útlendinga, þá þarf gjaldeyrisöflun þjóðarbús að standa undir þeim skuldum.
  3. Því miður er Grikkland lokaðasta hagkerfi ESB, þ.e. hlutfall útflutnings er einungis um 1/3 af þjóðarframleiðslu, sem er lægra en t.d. á Spáni og einnig í Portúgal. Það þíðir að samsetning skulda Grikklands, þ.e. í eigu útlendinga - - gerir greiðslustöðuna til muna erfiðari en ella væri, en ef t.d. helmingur væri í innlendri eigu.
  • Þetta ástand einmitt - - gerir það sérlega freystandi, að velja þrot.

En í stað greiðslubyrði upp á 3,5% af þjóðarframleiðslu, í reynd mun hærra hlutfall gjaldeyristekna - - fari nk. 30 ár til erlendra eigenda skulda.

Þá heldur gríska hagkerfið þessu fé!

  1. Að auki virðist almenningur hafa sent svo mikið fé úr landi síðan evrukrísan hófst, að nú eiga grískar fjölskyldur meir á erlendum bankareikningum en nemur skuldum grískra fjölskylda við erlenda aðila.
  2. Nærri 60% allra innistæðna fyrirtækja í Grikklandi sé einnig varðveittur erlendis, meðan um 80% skulda fyrirtækja sé innan Grikklands. Það þíðir, að grísk fyrirtæki verða fyrir umtalsverðum gengisgróða ef við gerum ráð fyrir skiptum yfir í drögmur, að skuldir þeirra verði að drögmum meðan að peningar þeirra í erlendum bönkum hækkka í virði miðað við drögmu. Grískar fjölskyldur einnig verða fyrir gengisgróða.
  3. Skv. greiningu sem vitnað er til, sé sá gengisgróði um 5% af þjóðarframleiðslu Grikklands, ef gert sé ráð fyrir 30% gengisfalli drögmu.

Þetta mildar skv. þeirri greiningu, það áfall sem grískt hagkerfið og almenningur verður fyrir - fyrsta kastið.

Grísk fyrirtæki ættu ekki að verða fyrir neinu umtalsverðu tjóni - meira að segja bankarnir ættu að standa þetta af sér, ef gert er ráð fyrir skiptum yfir í drögmur.

  • Munchau bendir á, að grísk yfirvöld mundi sennilega gæta þess, að halda áfram að borga af skuldum í eigu - - einkaaðila.
  • Til að missa ekki traust fjárfesta og annarra einkafyrirtækja - - niður úr öllu valdi.

 

Niðurstaða

Ég held að þegar staða Grikkland sé höfð í huga, þ.e. samsetning skulda - það að fyrirtæki og almenningur, virðast hafa gætt hagsmuna sinna og þegar vera búin að koma fé undan til annarra landa í skjól þar.

Þá verði afleiðingar þrots gríska ríkisins gagnvart - "opinberum kröfuhöfum" þ.e. AGS, Seðlabanka Evrópu og ríkissjóðum aðildarlanda; ekki endilega nándar nærri eins hræðilegar fyrir Grikkland og margir halda fram.

Þetta eru eiginlega rök fyrir því - að aðildarlöndin ættu að bakka, þegar Grikkland vísvitandi fer fram af brúninni í júlí nk., þegar kemur að greiðsludeginum gagnvart Seðlabanka Evrópu, er gríska ríkið á að greiða um 3,45 milljarða evra.

Þá verði staðan sett fram eins svörtum litum og hægt er, þ.e. annaðhvort verði veitt eftirgjöf, eða virkilega Grikkland velur þrot.

Þrot sé sennilega raunverulega skárri valkosturinn fyrir Grikkland - nema að opinberir kröfuhafar, veiti umtalsverða eftirgjöf.

Ég hugsa að það þurfi að vera a.m.k. helmings afskrift, til þess að það borgi sig frekar fyrir gríska ríkið - - að greiða.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er ekkert vit í því að gefa afslátt á skuldum Gríska ríkisins og leifa þeim að vera með Evruna áfram. 

Það á að setja skuldir Grikja á núllið og reka þá úr Evru bandalaginu, annað gengur ekkert upp.

Grikkir koma til með að vera eins og Evru ryksuga ef það á að gefa smá afslætti á nokkra ára fresti.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 16.6.2015 kl. 18:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að það sé ekkert dæmi um núllun skulda, nema kannski Þýskaland eftir Seinna Stríð þegar verið var að reisa það úr rústum í fullri merkingu þess. En lönd hafa í tilvikum fengið beinar lækkanir og mörgum tilvikum lánalengingar og lækkun vaxta - sem Grikkland hefur þegar fengið.

Eitt besta dæmið er sennilega "Brady Bond Plan." Er Bandr. með mjög rausnarlegum hætti, aðstoðuðu lönd í S-Ameríku og nokkur í Afríku, til að losna úr skuldakröggum á 9. áratugnum.

Í því tilviki gerðu Bandar. einmitt eitt af því sem Þjóðverjar hafa alltaf hafnað, þ.e. að veita beinar ábyrgðir - engar þeirra féllu á bandar. ríkið. Sem sínir fram á að nýju uppfærðu lánasamningarnir gengu upp.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.6.2015 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband