ISIS virðist farið að veita hefðbundna almenningsþjónustu á umráðasvæðum

Sá þessa áhugaverðu grein á NyTimes: Offering Services, ISIS Digs In Deeper in Seized Territories. Þetta er sennilega snjöll afðerð hjá ISIS.

  • Með því að lagfæra skemmdar lagnir.
  • Koma rafmagni í lag.
  • Handtaka þjófa, tryggja lágmarks öryggi borgara.
  • Borga starfsmönnum laun - sem sjá um slíka þjónustustarfsemi.

Þá græðir ISIS víðtækara samþykki meðal íbúa þeirra svæða, sem ISIS nú ræður yfir.

http://4.bp.blogspot.com/-QrUlqO_2psY/U7WiPAgqByI/AAAAAAAAVQQ/Ndx039udpD4/s1600/Territorial_control_of_the_ISIS.svg_.jpg

Þeir virðast raunverulega hafa metnað til að verða ríki

Það þíðir - að veita alla lágmarks grunnþjónustu. Greiða starfsmönnum laun, sem sjá um þá vinnu. Þannig fjölgar þeim sem eru háðir ISIS - ekki bara hermenn, heldur einnig starfsmenn sveitafélaga á þeirra umráðasvæði.

Þeir séu farnir að mynda - stjórnsýslu.

Þá hefur vaxandi fjöldi fólks, lífsviðurværi sitt af ISIS.

  • Þetta þíðir að sjálfsögðu einnig, að stærri hluti samfélaganna á þeirra umráðasvæði, er þá sennilega tilbúið að - - berjast með þeim.
  • En það að verða samþykktara innan samfélagsins - - væntanlega fylgir sá hliðarágóði, að fá meiri stuðning á því sviði einnig.

Þannig festi ISIS sig í sessi - og það verði enn erfiðara en áður, að losna við það.

Ekki síst, að með því að skjóta þannig rótum innan samfélaganna undir þeirra stjórn - þá er ISIS væntanlega einnig að slíta rætur þeirra samfélaga frá þeim ríkisstjórnum sem hafa ráðið þeim svæðum áður.

  1. Ríkisstj. Sýrlands í Damascus.
  2. Og ríkisstj. Íraks í Bagdad.

Það er í raun og veru algerlega einstakt í seinni tíma sögu, að verða vitni af því - að nýtt ríki sé þannig myndað með valdi.

Áður fyrr var þetta algeng aðferð, en hún hefur mun síður tíðkast seinni ár.

Ef svo heldur sem horfir, þá verður það stöðugt fjarlægara að unnt sé að halda þessum löndum saman, þ.e. Sýrlandi / Írak.

ISIS sé þannig að - - ganga úr skugga um það, smám saman, að þau lönd klofni.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega atriðið sem gerir ISIS algerlega einstakt í sögu rótækra íslamista samtaka, það er sá metnaður ISIS að verða ríki. Í því ástandi að hóparnir sem byggja þau svæði sem ISIS ræður yfir - hata ríkisstjórnir þeirra landa sem þau svæði enn "lögformlega tilheyra" meir heldur en það fólk hugsanlega hatar ISIS; þá sennilega heldur ISIS áfram að skjóta dýpri rótum í þeim samfélögum.

Á einhverjum tímapunkti - verði sennilega ekki aftur snúið.

Verkið verði fullkomnað - íslamska ríkið verði staðreynd.

Og klofningur þeirra svæða sem ISIS ræður yfir frá Sýrlandi og Írak, staðreynd.

Hvort sem sú verður formlega viðurkennd eða ekki.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband