Ég er ekkert viss um -gjaldþrot- sé verri kosturinn fyrir Grikkland

Það var merkileg grein í FT-Alphaville hluta vefsíðu Financial Times: Why Greece might still choose to leave the euro.

En skv. þeirri greiningu er Grikkland í töluvert óvenjulegri aðstöðu:

  1. Megnið af skuldum gríska ríkisins eru nú í eigu - - útlendinga. Því skaðar -greiðsluþrot- fyrst og fremst erlenda eigendur skulda gríska ríkisins. Að auki ef gríska ríkið -velur þrot- þá fyrir bragðið, minnkar verulega fjárstreými úr landi. En ef Grikkland samþykkir -nýjustu úrslitakosti- þarf það að greiða nk. 30 ár eða svo, 3,5% af þjóðarframleiðslu ár hvert til eigenda krafna - - sem fyrst og fremst eru nú ríkissjóðir aðildarríkja ESB.
  2. Skuldir grískra fyrirtækja, eru stærstum hluta innan grískra banka, innan Grikklands, þ.e. 80% skulda grískra fyrirtækja - sem þíðir að ef þær eru færðar yfir í drögmur þá verða grísk fyrirtæki fyrir mjög óverulegu gengistjóni vegna -gengismisvægis. Það má jafnvel vera að þau -nettó græði á því- vegna þess að grísk fyrirtæki virðast varðveita hátt hlutfall sinna peninga í bönkum í öðrum Evrópulöndum - allt að 60% heildarinnistæðna fyrirtækja.
  3. Grískar fjölskyldur -virðast einnig hafa kosið að varðveita verulegt fé í erlendum bönkum- skv. greiningu sé fjármunaeign grískra fjölskylda erlendis, hærri en nemur skuldum grískra fjölskylda í erlendum bönkum. Það einnig þíðir - - að gríska fjölskyldur geta nettó grætt á gengismisvægi þegar eingöngu er horft á fjárhagslegar eignir vs. skuldir.

Þetta skapar það ástand - - að gríska ríkið hafi umtalsverða hvatningu til þess að kjósa gjaldþrot, frekar en að samþykkja - - kostnaðarsama greiðsluáætlun skv. -úrslitakostum kröfuhafa.

En ég sé enga augljósa ástæðu - af hverju útflutningur Grikkja ætti að skreppa saman, í kjölfar þrots - - sem þíði þá að í stað þess að blæða ár hvert 3,5% af þjóðarframleiðslu í formi gjaldeyris.

  • Þá haldi Grikkland því fé eftir - - höfum einnig í huga að útflutningur Grikklands er einungis skv. tölum FT-Alphaville ca. 33% af þjóðarframleiðslu.
  • Skv. tölum fyrir hrun 2010, var hann 23% - - síðan minnkar gríska hagkerfið um ca. 25% án þess að útflutningur skaðist. Sem leiði fram þessa aukningu hlutfalls útflutnings miðað við landsframleiðslu.
  1. Útflutningur Grikkja hafi m.ö.o. verið stöðugur þrátt fyrir kreppuna í landinu.
  2. Þ.e. líka rétt að hafa í huga að 33% hagkerfisins, þurfa þá að standa undir þessum 3,5% af þjóðarframleiðslu greiðslum nk. 30 ár. Þannig að þetta sé í reynd ákaflega þung greiðslubyrði.
  3. Í ljósi þess, sé afar ólíklegt að Grikkland hefði hvort sem er, nokkurt lánstraust yfir það tímabil. Þannig að ég sé það ekki endilega sem stóra -gagnröksemd- að gjaldþrots leiðin muni leiða fram -algert skort á lánstrausti.

 

Hvað segja fréttir af Grikklandi?

Ríkisstjórn Grikklands - virðist hafa ákveðið að slá saman öllum greiðslum sem AGS á inni hjá gríska ríkinu - saman í eina greiðslu fyrir mánaðamót júní:

Greece to delay IMF repayment as Tsipras faces backlash

Þetta hefur lyft brúnum - en Grikkland hefur rétt á að gera þetta skv. reglum AGS, þó að síðast sem slíkt hafi verið gert, hafi verið í tilviki Zambíu 1982.

  • Þá þarf Grikkland að greiða 1,5 milljarð evra um nk. mánaðamót.
  • Mér finnst þetta gersamlega réttlætanleg aðgerð - - hún hefur engin áhrif á stöðu annarra lána gríska ríkisins, þ.s. hún er ekki greiðsluþrot.

En síðan hefur vakið meiri athygli - - að Alexis Tsipras komst ekki á fund með kröfuhöfum sem halda átti föstudagskvöld, vegna uppreisnar innan eigin þingflokks. Hann varð því að vera í Aþenu, til að ræða við sinn eigin þingflokk:

Alexis Tsipras grounded by dissent from within Syriza

En ræða átti á þeim fundi - - nýja úrslitakosti kröfuhafa.

Þar er slakað á kröfu um greiðslur, úr 4,5% af þjóðarframleiðslu niður í 3,5% af þjóðarframleiðslu.

Á hinn bóginn - - er sú tilslökun sennilega ekki nægilega stór.

Á sama tíma, er krafa um - - tafarlausa lækkun lífeyrisgreiðsla í Grikklandi. Sem er mjög óvinsæl krafa innan flokks Tsipras.

Syriza flokkurinn - virðist eiginlega í uppreisn yfir þeim úrslitakostum:

Creditors agree bailout offer for Greece

Tsipras - - sennilega þarf ekki að svara þeim úrslitakostum alveg án tafar.

  • Hann hefur keypt sér smá tíma, með því að - - notfæra sér rétt aðildarríkja AGS, til að fresta greiðslum til síðasta dags mánaðar.

 

Niðurstaða

Eins og ég útskýrði þá eru aðstæður á Grikklandi óvenjulega með þeim hætti - sem sennilega minnkar töluvert áhættu Grikklands af gjaldþrotsvalkostinum. Þó svo að Dragman mundi gengisfalla töluvert án nokkurs vafa - - þá vegi upp á móti því tjóni fyrir kjör á Grikklandi það að peningalegar eignir margra Grikkja erlendis munu þá aukast að verðgildi í samhengi Grikklands, þ.e. kaupmáttur þess sparnaðar varðveittur á erlendri grundu vex þá á móti minnkuðum kaupmætti launa.

Þetta slær þá nokkuð á það hrap kjara, sem launahrap vegna gengisfalls framkallar.

Grísk fyrirtæki auk þessa, ættu ekki að verða fyrir - nettó fjárhagslegu tjóni.

  • Þetta geri gjaldþrot fyrir Grikkland - að meir aðlaðandi valkosti, en ætla mætti af umræðunni vítt og breitt.

Svo þarf þá Grikkland ekki að blæða úr landi í því tilviki 3,5% af þjóðarframleiðslu ár hvert í um 30 ár eða svo. Heldur því fé eftir heima í Grikklandi í staðinn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 32
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 467
  • Frá upphafi: 847114

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 443
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband