Samkvæmt skoðanakönnun, mundi Marine Le Pen vinna Hollande í forsetakosningaeinvígi seinni umferðar

Þetta er alveg nýtt - en Hollande hefur verið a.m.k. í heilt ár skv. skoðanakönnunum, óvinsælasti forseti í sögu 5 lýðveldis Frakklands. En vinældir hans hafa náð enn nýjum lægðum - "...another <poll> on Friday by TNS-Sofres giving Mr Hollande an all-time low approval rating of just 13 per cent."

Til samanburðar þá varð ríkisstjórn Íslands á sl. kjörtímabili aldrei minna vinsæl en milli 20-30%. Ekki er betri til mikilla muna staða líklegasta frambjóðanda hægri manna, Sarkozy. Sem er nú í viðjum "spillingarmála-rannsóknar" sem augljóst veikir stöðu hans - jafnvel þó ekkert komi út úr henni.

Poll shows Le Pen beating Hollande in presidential run-off

"A poll for Ifop, published on Friday, showed that Ms Le Pen would beat Mr Hollande by 54-46 per cent if they were matched today in the decisive second round of the presidential election."

French far-right Marine Le Pen

Það eru þær sérstöku aðstæður, sem óvenjulega miklar óvinsældir foringja stærstu fylkinganna í Frakklandi - skapa! Sem búa til þann möguleika að Marine Le Pen verði hugsanlega næsti forseti Frakklands!

Við helstu flokkana - - loðir einnig "spillingarorð" en í gegnum árin, hafa mörg slík blossað upp - einkum tengd fjármögnun kosningabaráttu, mig rámar einmitt í að málið sem er undir skoðun gegn Sarkozy snúist um slíkt.

Front Nationale - vegna þess að flokkurinn hefur aldrei komist að "kjötkötlunum" getur sett sig fram sem "tiltölulega óspillt afl." 

Síðan er "efnahagsstöðnun í Frakklandi" og óánægja kjósenda með það ástand, ásamt atvinnuleysi og heldur - versnandi kjörum; sýður undir - - og er einnig vatn á myllu Front Nationale.

Svo má ekki gleyma Marine Le Pen sjálfri, en hún hefur fært flokkinn nær miðjunni, þó FN sé langt frá að vera miðjuflokkur, er hann ekki sá "öfgaflokkur" og hann var undir stjórn föðurs Marine.

Hún er einnig "snjöll í tilsvörum" og hefur í seinni tíð, haft lag á að - - laða að flokknum, kandídata sem eru huggulegir í fasi og koma vel fyrir.

Að auki, hefur hún gætt þess, að einblína á gagnrýni á þætti - - sem höfða til óánægðra kjósenda.

  • Þessi staða þíðir ekki endilega, að líkur á kjöri Marine - - séu miklar.
  • En mér virðist afar líklegt, að vinsældir hennar og FN, muni leiða til "óvænts" útspils fyrir nk. kosningar.
  1. En svo óvinsæll er Hollande orðinn - - að hann gæti lent í 3. sæti í fyrstu umferð, þannig að kosningin yrði milli Marine Le Pen og annaðhvort Sarkozy, eða nýs frambjóðanda.
  2. Það þíðir, að það getur skapast krafa innan fylkingar vinstri manna í Frakklandi, að "Hollande dragi framboð sitt til baka." Sem væri auðvitað alveg nýtt í sögu 5-lýðveldisins. Að sitjandi forseti væri ekki frambjóðandi. Eftir að hafa setið einungis eitt kjörtímabil.
  • Ef Hollande, stendur á sínu eða heldur velli í slíkri rimmu, gæti staða hans fyrir kosningar - - veikst enn frekar.
  • Það verður að segjast eins og er - - að Sarkozy er ekki heldur sterkur frambjóðandi, með rannsókn gegn honum í gangi, og hafandi í huga "að hann tapaði fyrir Hollande." Og hann var ekki "vinsæll forseti heldur."
  • En samt virðist a.m.k. hann enn, vera líklegasti frambjóðandi hægri manna.

En, það gæti einnig dregið til tíðinda í hægri fylkingunni, ef "nýr vinsæll frambjóðandi mundi koma fram" - - þá grunar mig að "öll pólit. elítan í Frakklandi mundi sameinast um þann einstakling" til að forða hugsanlegu kjöri Marine Le Pen.

Mig grunar, að það yrði -einmitt einnig þrýstingur innan hægri fylkingarinnar- að finna nýjan frambjóðanda. Það sama gæti gilt um Sarkozy, að ef hann stæði á sínu, tækist að verjast slíkri atlögu - - gæti hann "staðið enn veiklaðri eftir en áður."

 

Niðurstaða

Tek fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður FN eða Marine Le Pen. Bendi einfaldega á að fyrir nk. forsetakosningar - virðist FN standa frammi fyrir algerlega einstæðu tækifæri.

Vegna þess sem mætti kalla "fullkominn storm" - - þ.e. "óvinsælir mótframbjóðendur eins og staðan er nú" - "óvinsælasti forseti í sögu 5 lýðveldisins" - "spillingarrannsókn í gangi gegn frambjóðanda hægri fylkingar" - "staða efnahagsmála vekur óánægju" - "efnahagsstefnan vekur óánægju" - mjög margir Frakkar upplifa Frakkland "ekki á réttum kúrsi." 

Þannig að það virkilega virðist raunhæfur möguleiki á því, að Marine Le Pen verði næsti forseti Frakklands.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ef ég man rétt varstu búinn að spá þessu á blogginu þínu fyrir nokkuð löngu síðan.

Borgþór Jónsson, 6.9.2014 kl. 23:39

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

T.d. þessi: Ætli Marine Le Pen verði réttkjörinn forseti frakklands, maí 2017?

Ég mundi ekki kalla það spá, heldur möguleika. Þ.e. alveg séns enn, að hefðbundnu flokkarnir finni frambærilegri frambjóðendur. Þannig að þessi möguleiki fjarlægist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.9.2014 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 62
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 414
  • Frá upphafi: 847055

Annað

  • Innlit í dag: 58
  • Innlit sl. viku: 392
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband