Vonandi heldur það vopnahlé í A-Úkraínu, sem um samdist á fundinum í Minsk

Ef þetta vopnahlé heldur, þá er það einungis upphaf af löngu ferli - höfum í huga, að deilur milli aðila eru langt í frá leystar. Ef ekkert samkomulag næst, geta átök hafist að nýju. Það sem virðist hafa breyst og geri vopnahlé mögulegt, er sú fjölmenna árás frá svæðinu nærri landamærum Rússlands - er hófst fyrir tveim vikum. Hún virðist studd a.m.k. að einhverju leiti, af rússneskum hermönnum.

Umdeild hve margir þeir eru - eða hve hátt hlutfall af þeim her þeir eru, sem hóf atlögu fyrir tveim vikum.

Vígstaðan er orðin gerbreytt - það getur hafa leitt til þess, að úkraínsk stjv. töpuðu trú sinni á því að geta unnið lokasigur, eins og þau áður stefnu að.

Á hinn bóginn, má alveg búast við því, að spenna milli aðila - - haldist mikil, áfram. Að báðir haldi áfram að vera "gráir fyrir járnum."

Ekki síst, má vera að aðilar - - noti vopnahléið eingöngu til þess, að endurskipuleggja lið sitt.

Ukraine, pro-Russian rebels agree ceasefire deal

 

Þetta getur vel reynst einungis vera - hlé á átökum

Þegar vopnahlé var kynnt, þá höfðu áður borist fréttir af hörðum bardögum við borgina, Mariupol. Sem er hafnarborg á strönd Azovshafs - - byggð ca. 400.000 manns, með ca. 50/50 íbúaskiptingu milli Úkraínumanna og rússn.mælandi.

Í þeirri borg, hef ég virkilega óttast möguleikann á miklu mannfalli, því þar eru báðir hóparnir fjölmennir - annar líklegur að styðja stjórnarherinn, og kannski hinn - uppreisnarmenn.

Skv. SÞ - hafa ca. 2.200 manns fallið heilt yfir í átökunum - þó það geti verið "að þær tölur reynist ónákvæmar."

  • Þannig séð, er það vel mögulegt, að Úkraínumenn - hafi ekki gefið upp þá von, að sigrast á uppreisnarmönnum.
  • Þeir séu, ætli að nota tímann, til að safna kröftum - endurskipuleggja lið sitt - þjálfa nýja hermenn - afla frekari vopna - smíða flr. vopn, o.s.frv.

Síðan er einnig mögulegt, að þeir hafi ekkert slíkt í hyggju - - en stöðugar sögusagnir mundu samt vera í gangi um slíkt, valda spennu meðal uppreisnarmanna.

  • Það getur vel verið, að uppreisnarmenn, hafi slíkar hugsanir einnig - að þjálfa flr. hermenn - afla frekari vopna - endurskipuleggja lið sitt.
  • Og það sama gildir, að víðtækur skortur á trausti, getur skapað sögusagnir - - sem ekki eru endilega sannar.

Þannig getur gagnkvæm tortryggni og sögusagnir, viðhaldið spennunni!

Eins og ég benti á í:  Pútín tók smá leikfléttu þar sem hann sagðist hafa soðið saman 7 punkta fyrir frið í A-Úkraínu á leið heim í flugvél

Þá er fordæmi fyrir því, að stríð - - endir bara með vopnahléi.

Síðan viðhaldist "endalaus spenna" og "tortryggni" - - stríðshætta verði æ síðan, stöðugt viðvarandi.

Að aðilar eins og S-Kórea vs. N-Kórea, haldi áfram að hata hvora aðra, og standa frammi fyrir hvorum öðrum, með fjölmenna heri - tilbúnir til stríðs "án fyrirvara."

-------------------------

Ég ætla ekki að spá neinu slíku - - en hafandi í huga fordæmið frá Kóreuskaganum, það hve aðilar hvor um sig í Úkraínu - - hafa spunnið upp "mikið ofstæki" - "hvor í hins garð" sbr. "að stjv. hafa ætíð kallað uppreisnarmenn hryðjuverkamenn" og "uppreisnarmenn kalla stjv. nær eingöngu nasista eða fasista."

Þá virðist mér kóresk endalaus spenna - - og ástand frosins stríðs.

Alls ekki endilega - - ólíkleg útkoma!

 

Niðurstaða

Miðað við það "gagnkvæma hatur" sem er til staðar í Úkraínu "milli fylkinga" - þ.s. hvor telur hina handbendi "erlends valds" og annars vegar nefna stjórnvöld uppreisnarmenn nær eingöngu "hryðjuverkamenn" og uppreisnarmenn hafa haft þann leiða talsmáta að líkja stjv. og þeirra stuðningsmönnum - statt og stöðugt við, nasista eða fasista.

Þá virðist fremur augljóst - að þrautin þyngri verður að semja um "raunverulegan frið."

En það eru vísbendingar þess, að hvor fylking um sig - - trúi mikið til eigin áróðri, um hina fylkinguna.

Erfitt verður að lækna þessa gagnkvæmu fyrirlitningu, sem skotið hefur rótum. Af völdum þess, vísvitandi hatursáróðurs - - sem báðar fylkingar hafa verið "sekar um."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 36
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 388
  • Frá upphafi: 847029

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 366
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband