Er að draga að endalokum uppreisnar í A-Úkraínu?

Eins og flestir sem fylgjast með fréttum ættu að vita, þá hófst uppreisn í A-Úkraínu ekki löngu eftir að rússneskt herlið "hernam Krímskaga" -að vísu án blóðsúthellinga- og síðan virðist hafa verið sett upp "leppstjórn" flokks er áður hafði afar lítinn stuðning íbúa eða um 6% atkv. síðast er kosið var til þings þess héraðs en sá hópur var einmitt áhugahópur um sameiningu Krímskaga við Rússland er hafði starfað um nokkurn tíma, en eins og ég bendi á, haft -lítið fylgi. 

Það er ekki undarlegt að ég álykta, að þegar foringi þess hóps, er skipaður forystumaður héraðsins Krímskagi á sama tíma og rússn. herlið er skipulega að taka yfir alla stjórn öryggismála þar -samtímis því að öryggissveitir úkraínskra stjv. voru umkringdar í búðum sínum, haldið þar í herkví- að þá sé komin til "valda" þar leppstjórn.

Síðan var haldin almenn atkvæðagreiðsla með niðurstöðum "sem einfaldlega standast ekki tölfræðilega" þ.e. 91% íbúa hafi sagt já með 81% mætingu. En þ.s. rússn.mælandi á Krímskaga eru ekki rétt nema tæp 60% þegar skaginn er tekinn yfir. Þá er augljóst - - að til þess að slíkar tölur gangi upp, þarf að hafa verið veruleg mæting á kjörtað af hálfu "Krím-tatara" og "úkraínsku mælandi" íbúa Krímskaga.

Þ.s. vitað er að sterk andstaða var til staðar meðal þess hluta íbúa skagans - virðast þessar tölur gersamlega ótrúverðugar. 

Á hinn bóginn, hefði yfirlýsing með "sennilegri tölum" þ.e. að nánast eingöngu rússn.mælandi hafi kosið já, sem líklega mundi þíða samþykki um 50% íbúa ef þátttaka var 80%; ekki litið eins vel út.

  • Það sé treyst á að ekki sé mögulegt að sanna að tölurnar hafi verið falsaðar.
  • En ef kjörgögnum hefur verið fargað - þá verður það einmitt útkoman.

Eins og flestir ættu að vita, hafa verið nefndar margvíslegar "ótrúverðugar mótbárur," til að sýna fram á að Rússar hafi orðið að framkvæma þessa yfirtöku!

  1. Herstöðin í Sevastopol, á að hafa verið í hættu. Ég vona að fólk hafi veitt athygli deilu sem er í gangi nú milli ríkisstj. Úkraínu og Gasprom. En Gasprom hefur fellt niður 50% afslátt sem Úkraína áður hafði - í tengslum við langtíma leigusamning á Sevastopol. Þ.s. menn þurfa að átta sig á, er að Úkraína er eitt fátækasta land Evrópu. Íbúa landsins munar heilt helviti mikið um það hvort gas til heimilisnota kostar 50% minna eða 100% meira. Sérhver ríkisstjórn Úkraínu, sem hefði ætlað að "segja upp samningnum um leigu á Sevastopol" hefði vitað nákvæmlega hvað sú uppsögn þíddi, þ.e. 100% hækkun á gasverði. Þ.e. engin leið, að slík ríkisstjórn hefði ekki í kjölfarið uppskorið almenna reiði íbúa - sinna kjósenda. Af því leiðir, að sú sviðsmynd að Úkraína hefði sagt þessum samningi upp - - virkar afar ótrúverðug.
  2. NATO á að hafa verið með eitthvert "secret plan" um að koma Úkraínu í NATO. Ég vona að fólk hafi smá þekkingu á því hvernig NATO virkar. En t.d. þegar lönd A-Evr. gengu í NATO. Þá gerðist það eftir að, hvert og eitt þeirra fór fram á slíka aðild, síðan var sú aðild samþykkt af öllum meðlimalöndum NATO. Reglan innan NATO er "unanimity" þ.e. öll aðildarlönd verða að vera sammála. "Það er af og frá að Bandaríkin - geti einhliða ráðkast með það hvort land fær NATO aðild eða ekki." Það sést t.d. á því, að þegar Bush forseti lagði til NATO aðild Georgíu og Úkraínu - þá var þeirri tillögu hafnað af flestum aðildarþjóðum ESB. Hvers vegna - - vegna þess að ESB vissi upp á hár, að tilraun til að koma Úkraínu í NATO mundi setja samskipti við Rússland í hættu?
  3. Það að sjálfsögðu þíðir einnig, að Evrópuþjóðir höfðu skilning á andstöðu Rússa við NATO aðild Úkraínu. Það sé því einnig af og frá, að þær hafi haft það í hyggju að síðar meir, troða Úkraínu í NATO eða að ógna herstöð Rússa í Sevastopol. "Fyrir utan að þ.e. ekki mögulegt að troða þjóð í NATO." Þjóðir ganga sjálfviljugar í NATO. En ég bendi á að Rússland hefur verið fram að þessu - - 3. mikilvægasta viðskiptaland aðildarþjóða ESB. Það eru einmitt "mikilvægir" viðskiptahagsmunir sem Evrópuþjóðir vilja ekki setja í hættu. Sérstaklega í ljósi efnahagskreppu þeirra landa þá ef e-h er vigtar sú röksemd enn meir.
  4. Síðast en ekki síst, er Úkraínu ekki stjórnað af stórhættulegum öfgamönnum, það standi að sjálfsögðu ekki til "þjóðernishreinsanir" (bendi á að það er rökrétt að óbreittir borgarar leggi á flótta frá hernaðarátökum t.d. flúðu rúml. 300þ. Téténar átökin í Tétníu 1999-2000, ég vænti þess að menn séu ekki að ásaka Pútín á þeim tíma um þjóðernishreinsanir á Téténum) né að gera rússn.íbúa að 2-flokks borgurum landsins. Fyrir utan að "lofsamlega" hefur ESB mjög strangar reglur um það, hvernig má fara með "minnihlutahópa" í aðildarlöndum sínum - - ef Úkraína vill aðild síðar. Þarf Úkraína að fylgja því regluverki. Menn hafa látið töluvert með "frumvarp til laga" sem lagt var fram af þingmanni hægrisinnaðra úkraínskra þjóðernissinna. Sem var aldrei afgreitt sem lög frá þinginu.
  • Punkturinn í þessu er sá - - að þá standa aðrar ástæður að baki aðgerðum Pútíns, en þær sem hafa verið upp gefnar.

Ég bendi fólki á áhugaverða grein í Foreign Affairs: How Putin Won Crimea and Lost Ukraine

Í henni fer fræðimaðurinn Jeffrey Mankoff yfir það hvernig "stefna Pútíns" sé að íta fyrrum meðlimaþjóðum Sovétríkjanna frá nánum samskiptum við Rússland.

En málið er að Rússland virðist líta á þetta "nærsvæði sitt" sbr. "near abroad" sem sitt "yfirráðasvæði" eða með öðrum orðum, að "Rússland hafi rétt til að hlutast til um utanríkisstefnu þeirra landa."

Þær þjóðir eru eðlilega ekki sáttar við slík afskipti - - þannig að slík afskipti séu að skapa vaxandi ástand tortryggni í þeim löndum og andstöðu við - Rússland, og auðvitað Pútín sjálfan, í þeim löndum.

Þ.e. einmitt málið, að -vegna þess að hér er á ferðinni "pattern"- þ.e. Úkraínumálið er langt í frá einstakt, heldur frekar dæmigert - - fyrir utan aðgerðina er Rússland formlega tók yfir Krímskaga.

Þá virðist mér mun trúverðugri en ella væri - ásakanir úkraínskra stjórnvalda gegn ríkisstjórn Pútíns.

 

Ég tel mig vita af hverju Pútín hefur verið að standa í þessu gagnvart Úkraínu, það eru mínar ályktanir

Ég hef ályktað - - > að Rússland hafi skýrt "mótív" til að taka yfir Krímskaga: Yfirtaka Rússlands á Krímskaga, getur hafa snúist um olíu. Rökin eru þau

  1. Að Rússland hefur verið að tapa tekjum af olíu- og gassölu frá Mið-Asíu, eftir því sem Kína hefur verið að taka þá olíu og gas, yfir. Á allra síðustu árum hefur Kína verið að reisa hverja leiðsluna á fætur annarri til þeirra landa. Þannig færast gasviðskipti og olíuviðskipti þeirra landa frá Rússlandi yfir til Kína. Rússland hafði notfært sér það að fram að þeim tíma er Kína fór að reisa slíkar leiðslur, var eina leiðin fyrir þau lönd að flytja út olíu og gas, að flytja það út í gegnum Rússland. Fyrir bragðið gat Rússland sett upp það verð sem það vildi, þannig að Rússland var að hirða meginhluta gróðans af auðlyndum þessara landa. Það að sjálfsögðu þíðir, að Rússland er ekki sérlega vinsælt í þeim löndum, líklega Pútín ekki heldur.
  2. Það að hagvöxtur hefur minnkað í Rússlandi í seinni tíð - sé því líklega ekki tilviljun. Til þess að viðhalda hagvexti, þurfi Rússland á nýjum auðlindum að halda. Þar með sé komið skírt "mótif."

Fyrir mér er þetta svipað og að "fyrirtæki" mundi gera tilraun til "fjandsamlegrar yfirtöku."

  • Mig grunar að Pútín horfi einmitt á þetta með sambærilegum hætti, og aðili í viðskiptum er væri að gera tilraun til "fjandsamlegrar yfirtöku."
  • Þetta sé allt yfirvegað hjá honum - - og samtímis, sé stöðugt verið að vega og meta "líklegan kostnað" vs. "væntingar um ábata." 

Mig grunar að áhættugreining Pútíns í seinni tíð - - sé að meta það svo.

Að frekari stuðningur við "uppreisn í A-Úkraínu" svari ekki kostnaði "miðað við væntingar um ábata."

Pro-Russian separatists flee Ukraine city of Slavyansk

Pro-Russian Fighters Routed From Stronghold, Ukraine Says

Ukraine government forces recapture separatist stronghold

 

Eins og fram hefur komið í fréttum, hafa uppreisnarmenn í A-Úkraínu hörfað frá Slovyanks  og Kramatorsk

Ef þetta er eins og mig grunar, að málið snúist um auðlindir. Sem þá þíði að umræðan í rússn.fjölmiðlum, sé þá til þess að - dreifa ryki. Ástæður sem þar hafi verið upp gefnar séu þær sem ætlað sé "for public consumption" - -> Þ.s. frá sjónarmiði áróðurs "hljómi þær mun betur" en að sem sé líklegri ástæða, að Rússland vilji færa yfir á rússn. umráð.

Auðlyndir þær sem finna má í Luhansk og Donetsk héruðum. En þær eru nokkrar, sbr. enn gríðarlega auðug kolalþg á svokölluðu "Donbas" svæði, síðan skiptir máli iðnaðurinn í þeim tveim héröðum "sem enn framleiðir varning sem sé mikilvægur Rússlandi" sbr. Antonov flutningavélar og Zenit flaugar sem notaðar séu til geimskota. Og ekki má heldur gleyma "Asovshafi" en Rússland eignast öll hafsbotnséttindi þar ef Donetsk hérað gengur í Rússland.

  1. Það er einmitt málið, að ef þetta er "eingöngu" efnahagslegur útreikningur hjá Pútín.
  2. Þá geta "efnahagslegar refsiaðgerðir einmitt virkað."
  3. Því þær "auka kostnað" við aðgerðina - - þannig að ef aðgerðin er stöðugt kostnaðargreind miðað við væntan hagnað, þá geta að auki "hótanir" um frekari refsiaðgerðir - skipt máli. Ef Pútín metur þær hótanir "trúverðugar."

Best er að árétta hvernig Pútín virðist hafa skipulagt aðgerðina í A-Úkraínu með þeim hætti, að "allt sé dæmið fullkomlega -deniable."

Eins og orðið viðurkennt, eru þarna fjölmargir rússn. borgarar þátttakendur - - einstaklingar sem sagðir eru af rússn. fjölmiðlum - óáháðir föðurlandsvinir sem hafi af eigin frumkvæði fullkomlega leitað til A-Úkraínu.

Líklega er engin leið að sanna tengingar þeirra aðila við rússn.stjv. 

  • En t.d. Alexander Borodai sem ræður yfir svokallaðri Vostok liðssveit, er inniheldur m.a. téténska einstaklinga, virðist eingöngu skipuð rússn. borgurum: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku.
  • En mér virðist hann einstaklingur er mundi sóma sér sem karakter í Bond mynd, en hann sást t.d. í Tétníu þ.s. liðssveit er hét Vostok, var einnig til staðar - ekki 100% sannað að það sé sama liðssveit en líkur virðast miklar. Síðan sást til hans í S-Ossetíu, nærri þeim tíma þegar Rússar tóku Georgíu á beinið og rasskeltu. Og til hans sást á Krímskaga, þ.s. hann gegndi um hríð hlutverki ráðgjafa "leppstjórnanda" Rússa þar.
  • Þessi maður er í dag "sjálfskipaður forsætisráðherra -Donetsk Peoples Republic." En Vostok sveitin tók stjórnarbyggingar í Donetsk borg fyrir um mánuði. Virðist hafa verið stjórnarbylting - rak út þá aðila rússn.mælandi Úkraínumenn, er þar höfðu haft aðsetur.

Þegar svona menn eru á ferðinni - má bæta við að yfirmaður herafla uppreisnarmanna, er einnig rússn.ríkisborgari. Þá virðist blasa við - - að ásökun úkraínskra stjv. líklega er sönn.

-----------------------------------

Það sem líklega hafi gerst, sé að í héröðunum tveim - hafi sambærilegir karakterar við þann fámenna flokk sem skipaður hafi verið "stjórnendur Krímskaga að nafni til" þ.e. rússn.mælandi þjóðernissinnar í A-Úkraínu.

Talið sig hafa vilyrði frá Pútín um - - stuðning. Risið upp, því þeir töldu "víst" að eins og gerðist á "Krímskaga" mundu þeir fá að stjórna heima héröðum sínum.

  • Það getur líka vel verið, að þeir hafi haft slík loforð - - þó alveg örugglega "ekki á prenti."

Fyrir tiltölulega fámennan hóp þjóðernissinna, áhugasama um að sameina svæðin við Rússland. Sem hafi fram að þessu - ekki séð miklar líkur til þess að ná völdum í gegnum kosningar.

Hafi það virst augljós leið til áhrifa, að taka að sé þetta verkefni.

  • En mér virðist staða uppreisnarinnar í A-Úkraínu alfarið "consistent" við það, að þeir hópar sem standi að henni, hafi fram að þeim tíma verið tiltölulega fámennir "jaðarhópar." Með lítinn stuðning.
  • En höfum í huga, að "bardagahæfur hluti hers Úkraínu" var bara metinn um 6000, rétt áður en átökin hófust. Jafnvel þó að liðsstyrkur sá hafi verið aukinn - með hugsanlegum sjálfboðaliðum. Þá sé þetta "veikur her."
  • Uppreisnarmenn séu því líklega - færri en 10þ. Kannski ekki nema 4-6þ. Þá er það einmitt rökrétt, að þrátt fyrir sitt "besta sprell" á móti hernum, verði þeir að láta undan síga.
  • Ef í gangi væri "almenn uppreisn" væru uppreisnarmenn, líklega a.m.k. 10-falt fleiri.
  • Það fjölmennir, að slík aðgerð sem nú er í gangi, væri algerlega vonlaus.

En höfum í huga að samanlag búa nokkrar milljónir í héröðunum tveim. 40-60þ. er alls ekki óraunhæfur fj. í sviðsmyndinni útbreidd uppreisn, miðað við slíkan mannfjölda.

Á meðan að miðað við slíkan mannfjölda, bendi talan 4-6þ. til þess, að uppreisnin hafi í reynd "ekki fjöldafylgi" innan þeirra héraða.

Bendi að auki á, að þegar uppreisnarmenn héldu almenna kosningu um framtíð héraðanna - - voru aldrei gefnar upp "tölur um mætingu" kjósenda á kjörstað.

Það vekur augljósar grunsemdir um litla mætingu - jafnvel mjög litla. Kannski 10-20%.

  1. Málið sé þá, að Pútín geti pent afskrifað uppreisnina.
  2. Kannski sé hann búinn að því nú þegar.
  • Sé búinn að ákveða, að láta sér Krímskaga duga.
  • Sem þíði ekki, að rússn. fjölmiðlar og rússn.stjv. muni ekki láta dæluna ganga yfir úkraínsk stjv. - meðan þau eru að kveða uppreisnina niður á næstu vikum. 
  • Græða þannig nokkur áróðursprik.
  • Nema auðvitað, að uppreisnarmenn taki tilboði um "uppgjöf."


Niðurstaða

Það geti verið að Kremlverjar séu búnir að afskrifa uppreisnina í A-Úkraínu. Stuðningi við hana hafi verið hagað með þeim hætti. Að öllu sé mögulegt að afneita.

Ég reikna þó með því, að í Kreml sé lifandi "debatt" í gangi, þ.s. þjóðernissinnaðir stuðningsmenn Pútíns, líklega vilji að Kreml styðji uppreisnarmenn alla leið - jafnvel að Rússland sendi herinn inn í A-Úkraínu, þ.e sviðsmyndin innrás. 

Á meðan sé Pútín líklega að vega og meta málið, algerlega frá ísköldum hagrænum sjónarmiðum. Það sé einmitt vegna þess, að baki liggi sennilega hagræn sjónarmið - - sem refsiaðgerðir Vesturlanda "skipti máli."

Því þær auki kostnað Rússlands. Þá auðvitað verður kostnaðar/hagkvæmni mat, minna hagkvæmt - jafnvel óvissa um það hvort yfirleitt verði hagnaður. Þá sé rökrétt, ef málið sé skoðað á þeim grunni, að hætta við frekari aðgerðir - - ef það er niðurstaðan að aðgerðin "svari ekki kostnaði."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta hljómar eins og skáldsaga hjá þér,  með að Rússar eiga að hafa hertekið Krímskaga, þegar að Rússar hafa verið með 16. þúsund manna herlið á Krímskaga í meira en tíu ár þarna skv. samningum: 
“Facts, and ardent statements by top Russian diplomats were totally ignored by the western ‘war press’. Russian UN Ambassador Vitaly Churkin pointed to the longstanding 25,000 troop allowance while FM Sergey Lavrov stressed the Russian militarystrictly executes the agreements which stipulate the Russian fleet’s presence in Ukraine, and follows the stance and claims coming from the legitimate authority in Ukraine and in this case the legitimate authority of the Autonomous Republic Crimea as well.” (http://rt.com/news/russian-troops-crimea-ukraine-816/) hitt er svo annað mál að Rússneskir hermenn stóðu vakt á meðan atkvæðaafgreiðslan fór fram þarna á Krímskaga. En þú Einar ferð bara eftir FT. NYT og Reuters eða þessum fjölmiðlum er styðja stjórnvöld í Bandaríkjunum og Úkraínu, og þess vegna kemur þú með þetta rugl beint frá þessum fjölmiðlum eða: "..með niðurstöðum sem einfaldlega standast ekki tölfræðilega þ.e. 91% íbúa hafi sagt já með 81% mætingu" í stað þess að koma með hinar réttu niðurstöður: 

"Crimeans got the real thing. International observers praised the process. Voting went peacefully and smoothly.  It was scrupulously open, free, and fair. No irregularities occurred. None were seen. No pressure. No intimidation.  Not a single Russian soldier in sight. None invaded. None occupy Crimea. Claims otherwise are false. They’re Western propaganda. They’re malicious lies.

Turnout was impressive. It was unprecedented. It exceeded 83%. In Sevastopol, it was 89.5%.  Over 1.274 million Crimeans voted. Plus Sevastopol residents excluded from this total.  An astonishing 96.77% chose Russia – 95.6% of Sevastopol voters. A previous article said Russians comprise about 60% of Crimea’s population. Ukrainians around 25%. Tatars 12%.

Results show Crimeans overwhelmingly reject Kiev putschists. Russians, Ukrainians and Tatars agree. Claims otherwise are false.  Referendum Commission chairman Mikhail Malyshev said." (http://www.greanvillepost.com/2014/03/18/fair-and-square-election-in-crimea-chooses-russia-but-american-propaganda-derides-the-result/)

Hún Victoria Nuland aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna opinberaði það á opnum fundi (sjá fund), að Bandaríkjamenn hafa eytt meira en 5. milljörðum dollara fyrir þessa byltingu (Regime Change), því að lita byltingin sem var árið 2004 mistókst eitthvað hjá þeim. Nú eins komið hefur fram þá skipuðu og settu þau Victoria Nuland og Geoffrey Pyatt saman þetta ömurlegu ríkisstjórn landsins sem er við völd í dag (sjá viðtal)
Eitt er þó víst að mikið er í húfi fyrir allt liðið hjá
Council on Foreign Relations, Burisma Holdings, Shell, Chevron og hjá fleiri fyrirtækjum, því að verður örugglega ekki farið í einhverja friða- og samningaviðræðu við aðgerðarsinna á næstunni, þannig að áframhaldandi loftárásir á mannfólkið þarna eiga bara eftir að halda áfram.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 13:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef heyrt þessa hundalógík fyrr:

------------------------

Tökum algerlega sambærilegt dæmi - sem hefði hugsanlega geta gerst. Á 8. áratugnum var við völd á Íslandi ríkisstjórn er vildi segja upp varnarsamningnum við Bandar. og síðan hætta í NATO. Ímyndum okkur að Bandar. hefðu farið eins að og Rússar.

--------------------------

Skv. þinni "hundalógík" er eftirfarandi algerlega ásættanlegt - er ekki innrás, en fyrst að svo er ekki þegar Pútín lætur framkvæma þannig aðgerð á Krímskaga þá væntanlega gildir það sama, ef Bandar. hefði farið svipað að: Ímyndum okkur, að Bandar. hefði ákveðið - að láta herlið sitt á Keflavík sem skv. varnarsamningum Bandar. máttu hafa, taka yfir alla stjórn mála í Reykjavík, vegna þess að Bandar. væru ósátt við hina nýju ríkisstjórn Íslands, að hún væri að fara gegn þeirra hagsmunum, þegar herliðið væri búið að aka til Reykjavíkur, þá væri Alþingi tekið herskildi - stjórnarráðið einnig - helstu lögreglusvöðvar á höfuðborgarsvæðinu umkringdar; síðan komið á nýrri ríkisstjórn á Íslandi er væri skipuð vinum Bandar. - - - > síðan væri tekin ákvörðun um að "innlima Ísland í Bandar." eftir að þingmenn hefðu fyrir framan byssukjafta undirritað ósk um inngöngu í þau. Eftir hvatningu forseta Bandar. samþykktu öll fylkin í Bandar. inngöngu Ísl. og bandar. þingið að auki. Og Ísland væri varanlega hluti af Bandar. þaðan í frá.

--------------------------

Miðað við þín rök - - er ekkert athugavert við slíka aðgerð. Hún er ekki innrás þ.s. herlið var til staðar skv. Keflavíkursamningum, sem heimilaði bandar. að hafa herlið á Kefló. Svo fremi sem að innganga ísl. væri samþykkt í alm. atkvæðagreiðslu, með fölsuð kosningaúrslit upp gefin - - þá gæti enginn kvartað yfir þessu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.7.2014 kl. 17:43

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þú gleymir nokkrum atriðum í þessu samband, því að fyrir það fyrsta þá er og hefur verið Héraðsstjórn á Krímskaga, nú og hún ákvað að láta reka Úkraínska herinn í burtu af skaganum, þar sem að Héraðsstjórn Krímskaga viðurkenndi ekki svona skipaða og ólöglega Ríkisstjórn er tekið hafði völdin í Kænugarði. Hér erum við því ekki að tala um að Pútin karlinn hafi kom þarna að málum, þar sem að það var Héraðsstjórn Krímskaga er ákvað að láta Úkraínska herinn fara, en við atkvæðaafgreiðsluna hins vegar vöktu Rússneskir hermenn skagann í samræmi við vilja Héraðsstjórnar Krímskaga. Það eru hins vegar lyga og áróður frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, að segja að fólk hafi verið ógnað og hótað með byssukjöftum við atkvæðaafgreiðsluna á Krímskaga, því að annað segja vitnisburðir og sjónavottar af atkvæðaafgreiðslunni. Það er nú einu sinni þannig að almenningur þarna á Krímskaga á að hafa alveg sama sjálfákvörðunarrétt eins og aðrir, og það er ekkert sem bannar þeim að hafa svona atkvæðaafgreiðslu á Krímskaga.     
Nú stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi núna borgað meira en 5 milljarða dollara fyrir þessa byltingu (eða coup d'état ) þarna í Úkaínu, og það hefur sannarlega borgað sig að borga öllum þessum mótmælendum 15 til 25 dollara á dag, og þetta hefur greinilega skilað sér til að koma að öllum þessum strengjabrúðu sem eru þarna ennþá í Ríkisstjórn Kænugarðs, og reyndar til að koma á öllum þessum samningum fyrir Shell og Chevron, ekki satt?        

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 19:36

4 identicon

Á sínum tíma árið 1954 þá tróð hann Nikita Kruschev karlinn Krímskaga inn í Úkraínu og það algjörlega gegn öllum vilja fólksins þarna á Krímskaga, en eins og þú veist þá tilheyrði Krímskagi Rússlandi í meira 300 ár, en þetta er allt eitthvað sem að stjórnvöld í Bandaríkjunum get alls ekki skilið, eða af hverju þetta rússneskutalandi fólk þarna vill tilheyra Rússlandi.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.7.2014 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 847146

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 467
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband