Það virðist vera yfirvofandi lokaorusta í átökum í A-Úkraínu

Ef marka má fréttir þá eru uppreisnarmenn á hröðum flótta eftir að hafa gefið eftir borgirnar Slovyansk og Kramatorsk. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa minnkað umráðasvæði uppreisnarmanna um 2/3 síðan vopnahléi var aflýst sl. föstudag - ef þ.e. rétt þá er sókn stjórnarhersins þessa dagana án mótspyrnu.

Pro-Russia Rebels Prepare Last Stand in East Ukraine

Ukraine rebels vow to fight on after abandoning Slavyansk

Ukraine says forces will press forward after taking rebel stronghold

Íbúar virðast fegnir því að bardögum sé lokið:

""Everything is different now. Tonight is the first night with no shelling," said Mikhail Martynenko, 58, a guard at a local market near Slaviansk." - ""People are in a better mood and there are more people on the streets. Everyone was afraid. They had no idea when another mortar would come flying," he said."

Stjórnarherinn stefnir að því að setja borgirnar Luhansk og Donetsk í herkví

"Deputy security council chief Mykhailo Koval said blockades were being prepared around the capitals of the two separatist regions, Donetsk and Luhansk." - ""A complete blockade will be carried out on these cities and corresponding actions will lead to the separatists and bandits being forced to lay down their weapons," Interfax reported him as saying."

Á meðan er stjórnarherinn að handtaka óþekktan fjölda uppreisnarmanna:

"Andriy Lysenko, a senior official of Ukraine's "anti-terrorist operation", said scores of rebels were surrendering and providing information on locations of rebel units and weapons."

Á meðan kvarta uppreisnarmenn undan skorti á viðbrögðum frá Moskvu:

""I'm very disappointed," said Fedor Berezin, rebel deputy defense minister, of Moscow's lack of action. "That means it will be a long and bloody war until we all die valiantly on the barricades.""

Meðan að skipaður þingmaður þeirra taldi enn vera von á aðgerðum yfirvalda í Moskvu:

"A lawmaker representing the far-eastern self-declared “New Russia” confederation, formed last month by the breakaway People’s Republics of Donetsk and Lugansk, urged Russia to intervene." - "“I think we will be able to convince the leadership of the Russian Federation to intervene in this very complicated situation,” Sergey Babryshnikov said by telephone from Donetsk. “If a city of 1m faces such attacks, this will be beyond any international norms,” he added."

-------------------------------------------

Eins og er komið - virðist eina von uppreisnarinnar að Pútín fyrirskipi innrás í A-Úkraínu

Uppreisnarmenn ef þ.e. rétt að umráðasvæði þeirra hafi skroppið saman um 2/3 á örfáum dögum, þá er þetta ekki "undanhald" hjá þeim heldur "flótti."

Þeir séu sennilega að undirbúa varnir í Luhansk og Donetsk borgum - með það litla lið sem þeir þá eiga eftir.

En í ástandi því sem á ensku nefnist "rout" þá er einmitt líklegt að töluverður fj. þeirra sem reyndi að flýja - hafi gefist upp fyrir stjórnarhernum einhvers staðar á leiðinni.

Það sem líklega muni ráða mestu í viðbrögðum almennings, sé líklegt til að verða - - feiginleiki yfir því að bardögum sé lokið - svo að uppbygging geti hafist að nýju - fólk að nýju mætt til vinnu o.s.frv.

  • En vísbendingar eru um að almenningur sé þreyttur orðinn á uppreisninni, þ.s. af hún hafi haft þær afleiðingar - - að klippa á efnahagsleg tengsl við restina af landinu.
  • Sem hafi leitt til mjög mikils atvinnuleysis á umráðasvæðum uppreisnarmanna. Það hafi einnig verið skortur á rafmagni og öðrum nauðsynjum.
  • Fólk hafi hætt að fá bætur svo sem atvinnuleysis - trygginga og elli.

Families caught in crossfire in eastern Ukraine
"Dobrostroy has had no income since the dairy factory where she worked closed at the start of the fighting, and worries about what would become of her children in an unfamiliar place." - ""I have no money at all", the 29-year-old said, adding that her rainy-day fund was now just 20 hryvnia ($1.70)." - "Since the city's takeover by the rebels, who oppose Kiev's pro-Western government, most adults have either lost their jobs or been deprived of access to the pensions or other benefits they would usually receive."

Þetta er einmitt þ.s. er dæmigert fyrir stríð - að það bitnar verst á almennum borgurum. 

Þau áhrif að með því að gera tilraun til að rjúfa sambandið við Úkraínu - að þá hlaut að klippast á alla þá þjónustu við íbúa sem ríkisstjórn landsins hafði fram að þessu veitt sbr. "tryggingabætur" - "bætur til aldraðra." Og að ef klippt væri á markaðinn við restina af landinu, þá hlaut það að skapa mikið atvinnuleysi.

Þá veltir maður fyrir sér - - hvað uppreisnarmenn voru að hugsa. Eða hvort þeir hugsuðu yfirleitt.

Á sama tíma virðast lífskjör í Rússlandi hafa staðnað, jafnvel farin að lækka, spurning hvernig gangi að reka Krím-skaga, en líkur eru á því að einhverju leiti svipuð vandamál geti verið þar - en hann var einnig snögg klipptur út úr efnahagstengingu við Úkraínu, spurning hversu vel gengur að tengja hann efnahagslega við Rússland?  Crimea euphoria fades for some Russians

  • Það getur einnig verið ástæða þess - - að Pútín sé búinn að ákveða að hætta frekari stuðningi við uppreisnina í A-Úkraínu, að refsiaðgerðir Vesturlanda séu farnar að bíta.
  • Hinar snögg auknu vinsældir Pútíns í kjölfar Krímskaga aðgerðarinnar, geti hjaðnað jafn harðan. Ef ástand efnahagsstöðnunar verður að samdrætti. Rússar hafa ekki séð samdrátt um töluverðan tíma. Og það getur því vel verið, að viðbrögð almennings yfir slíkri þróun - geti orðið hörð. Sérstaklega ef almenningur mundi kenna um stefnu eigin stjórnar - - en almenningur er oft fljótur að gleyma því að hafa sjálfur kóað með, aðdáun gæti þá snögglega umpólast í reiði.

Eins og ég benti á síðast þá getur verið að Pútín sé þegar búinn að afskrifa uppreisnina í A-Úkraínu: Er að draga að endalokum uppreisnar í A-Úkraínu?. Mér finnst virkilega að ef Pútín hefði ætlað að senda rússn. herinn inn - sem er margfalt öflugari en stjórnarher Úkraínu. Þá væri hann þegar búinn að því fyrir nokkru síðan.

  • Eitt sem ekki er unnt að útiloka - er að fyrir liggi samkomulag milli forsetanna Pútíns og Poroshenko, sem sé "leynilegt." Það skíri þá af hverju, Poroshenko telur óhætt sl. föstudag að gefa skipun um - framrás hersins.

En það voru símafundir í sl. viku milli Rússl. og Úkraínu, án þess að uppreisnarmenn hafi verið þar nokkurs staðar nærri. Engin leið að vita, hvað kom fram í þeim.

Gagnrýni yfirvalda í Kreml, þ.s. þau halda áfram að gagnrýna stjórnvöld í Kíev - - gæti þá verið "damage control" gagnvart eigin "þjóð" en rússn. stjv. hafa látið rússn. fjölmiðla - - viðhalda sl. mánuði gríðarlega harkalegri gagnrýni á stjv. í Kíev þ.s. orðaleppar eins og "junta" og "fasistar" hafa verið venjulegt orðalag fremur en undantekning.

  • Það líti illa út - - að skipa fjölmiðlum að skipta um prógramm, of snögglega.

Menn þurfi að stýra með einhverri lágmarks varfærni, þeirri "manipulation" á þjóðfélagsumræðunni, sem stjv. í Kreml ástunda.

----------------------------

Þó svo að umráðasvæði uppreisnarinnar geti á næstu dögum - - orðið ekki nema tvær borgir. Og þá jafnvel svo, að þeir ráði ekki nema "svæðum" innan þeirra borga.

Þá samt sem áður, sé líklegt að átök standi einhverjar vikur til viðbótar. En þ.e. rökrétt að svo verði, þ.s. tafsamara er að sækja fram ef herinn hyggst lágmarka manntjón almennra borgara.

Á sama tíma, getur það einnig verið taktík, að halda uppreisnarmönnum í herkví - til að brjóta niður baráttuþrek þeirra. Þ.s. þá smám saman ganga þeirra eigin vistir til þurrðar. Bæði matur og hergögn.

Að auki þá ætti einnig almennum borgurum í þeim hverfum sem uppreisnarmenn ráða yfir - smám saman að fækka eftir því sem þeir flýja í þau hverfi sem fallið hafa til stjórnarhersins og því ekki lengur barist þar. 

Sem þá þíði, að á sama tíma og baráttuþrekið smá fjari eftir því sem vistir þrjóta, þá samtímis minnki líkur á því að framsókn stjórnvalda skapi manntjón almennra borgara - - þannig að herinn gæti því kosið af báðum ástæðum að halda uppreisnarmönnum í herkví um nokkurn tíma.

Áður en herinn leggur til lokaatlögu inn í síðustu hverfin sem uppreisnarmenn mundu ráða yfir. 

  • Það getur þítt að átökum ljúki samt fyrir mánaðamót ágúst/september.

 
Niðurstaða

Skynsamast væri sennilega fyrir uppreisnarmenn sjálfa að gefast upp - sem fyrst. Þar sem þá halda þeir lífi, en ef þeir halda áfram að berjast - - er það ljóst að töluverður fjöldi þeirra sem nú eru lifandi mun ekki verða lifandi er uppreisninni verður lokið.

Það að uppreisn ljúki með sigri stjórnarhers viðkomandi lands - - er sennilega "algengasta útkoman."

  1. Get nefnt borgarastríðið í Bandaríkjunum er stóð í 3 ár - er enn langsamlega blóðugasta stríðið sem Bandaríkin hafa háð, manntjón mun meira meðal uppreisnarmanna.
  2. Uppreisn Tamíla á Sri Lanka sem stjórnarher landsins barði niður fyrir nokkrum árum, flestir þátttakendur í þeirri uppreisn virðast hafa látið lífið - manntjón uppreisnarmanna í háu margfeldi meira en stjórnarhersins.
  3. Svo má ekki gleyma Tétníu stríðunum á 10. áratugnum sem lauk 2000 ca. Áætlað manntjón nálgast 200þ. eða um 20% þjóðarinnar, sem er gríðarlega hátt hlutfall - rússn.herinn virðist hafa drepið langsamlega flesta þá sem voru í her uppreisnarmanna. 

Þátttaka í vopnaðri uppreisn með öðrum orðum - virðist óskaplega áhættusöm.

Ætla uppreisnarmenn í Úkraínu - einnig að berjast þar til yfir líkur? Þá veltir maður fyrir sér - til hvers? En ef eins og virðist, að Pútín hafi afskrifað uppreisnina. Þá eiga hinir fámennu hópar uppreisnarmanna í A-Úkraínu - alls enga von um sigur, virkilega ekki neina. Algerlega rökrétt væri að gefast upp. Meðan að gersamlega órökrétt sé að halda áfram baráttunni þar til yfir líkur.

Von uppreisnarmanna virtist vera sú - að skapa almennan stuðning með uppreisninni, þess í stað virðist líklegt að þegar henni lýkur. Verði almenningur fyrst og fremst feginn því að átökum sé lokið. Þannig að daglegt líf geti að nýju smám saman gengið sinn vanagang.

Ólíklegt virðist í því samhengi að fallnir uppreisnarmenn verði að píslarvottum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Það er aldrei að vita hvernig þetta á eftir að enda allt saman, eða þar sem að stjórnarher Úkraínu myrðir svona miskunnarlaust saklausa rússneskumælandi borgara þarna rétt eins og útrýming eigi sér stað í leiðinni?  En það eru núna allar líkur á því að Petro Poroshenko og hans lið verður sent til Stríðsglæpadómstólsins í Haag ?

Ukraine: Atrocities committed by the US-Supported Ukrainian National Guard



The Poroshenko Butcher

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 11:35

2 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 12:33

3 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 14:00

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

LOL, Þorsteinn, þ.e. alveg sama hve oft ég bendi á Tétníu stríðið þ.s. rúml. 300þ. Téténar flúðu yfir til nágranna héraða, þ.s. Téténar voru um milljón áður en þau stríð hófust. Þá er það rúml. 30% þjóðarinnar sem flýr landið.

Að auki farast um 200þ. manns samanlagt í stríðunum báðum, eða um 20% þjóðarinnar.

Við erum því að tala um, ef tekið er tillit til beggja talna, að um helmingur þjóðarinnar hafi annað af tvennu - - flúið land eða látið lífið.

Í þessu samhengi, verða ásakanir um þjóðarmorð gagnvart Rússum í A-Úkraínu að augljósu rugli - - en til þess að ná sambærilegu hlutfalli hamfara við Tétníu stríðin innan Rússlands.

Þarf manntjón almennra borgara líklega að fara í e-h um 500þ. a.m.k., þ.s. þessi héröð eru töluvert fjölmennari en Tétnía. Að auki mundi fjöldi flóttamanna þurfa að vera a.m.k. heil milljón eða rúm milljón. Þannig að hlutfallið sé svipað.

Þ.s. þú ert ekki að ásaka Rússland um þjóðarmorð á Téténum, er órökrétt að ásaka Úkraínu um þjóðarmorð á Rússum, þegar mannfall er svo hlutfallslega miklu mun minna, að auki hlutfall flóttamanna svo miklu lægra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.7.2014 kl. 14:15

5 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þú hefur greinilega ekki athugað þetta efni varðandi þessa stríðsglæpi þarna, en sem betur fer þá hafa yfir 100 þúsund Rússneskumælandi fólk úr Austurhluta Úkraínu flúið yfir til Rússlands og vonandi hafa fleiri komist í burtu til Rússlands. Hjá mér er það þannig að stríðsglæpir eru alltaf stríðsglæpir burt séð frá því hver fremur þá, því þetta er glæpir, ekki satt?   
Það sem að ég var að reyna bend á voru þessir vitnisburðir og/eða myndbönd, þar sem að Úkraínski herinn stundar aftökur og myrðir saklausaborgara þarna, og til eru eins og segir myndir af því (eða rétt eins og þjóðarmorð eða útrýming) , en ekki um eitthvað annað í sambandi við þessa atburði er eiga sér stað núna í Austurhluta Úkraínu. 

Það er ekki það þetta Úkraínska lið er án efa stórmerkilegt allt saman, eða hérna.

"The oligarchs are doing well in Ukraine, Kolomoisky was given a governorship, Poroshenko himself is the president, Timoshenko was released from prison, and now Yuriy Kosyuk will be responsible for defense issues in the presidential administration. Then there is Alexander Turchinov, who was investigated in February 2006 along with his SBU deputy Andrei Kozhemyakin, regarding destroying FBI files. He was also investigated for destroying documents implicating Yulia Tymoshenko in crimes. Then there are known traitors to Ukraine like the head of the SBU Valentin Nalyvaichenko, who was recruited by the CIA and even provided the CIA with their own room in the SBU headquarters to browse files. Vitaly Klitschko and Arseny Yatsenyuk, who were revealed to be nothing more than puppets for Victoria Nuland and the West, Deputy Prime Minister Aleksandr Sych from Svoboda, as well as many other Svoboda members, such as Andrey Parubiy, Andrei Mokhnyk, Igor Shvaika and Oleg Makhnitsky – all, who were rewarded with top posts, although none of them were qualified. Then there is the leader of the Right Sector Dmitry Yarosh, who was appointed Deputy Secretary of National Security. Dmitry Bulatov from the Ukrainian Union of Nationalists (UNA-UNSO) and his cohort Tatyana Chernovol. So, Ukraine is now being run by traitors, criminal oligarchs, billionaires and CIA assets and the people, who oppose them, are being eradicated and terrorized into submission."(http://www.globalresearch.ca/kiev-promises-war-against-russia/5390108)

We are the 1%! Kiev gives oligarchs top jobs

Jobs for the boys: Biden's son signs for Ukraine gas giant

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.7.2014 kl. 15:54

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Mér sýnist einhvern veginn á skrifunum hjá þér að þú vitir ekki hvernig skilgreiningin á þjóðarmorði er.

Francis Boyle, Professor í International Law at the University of Illinois hittir sennilega naglann á höfuðið þegar hann segir:

Það eru klárlega stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni í gangi þarna NÚNA og hugsanlega þjóðarmorð.

Hann hefur ágætis þekkingu á svona málum enda unnið við málaferli af þessu tagi fyrir alþjóðadómstólum.

Nú hafa hlutirnir breyst eftir að hann sagði þessi orð og það sem er í gangi þarna núna er líklega þjóðarmorð

Það felst í því að á herteknu svæðunum er nú gengið í hús og karlmenn á aldrinum 20 til 60 ára sem eru af rússneskum uppruna eru handteknir og látnir hverfa.Enginn veit hvar þeir eru. Sumir segja að þeir séu skotnir,en það er frekar ósennilegt að það gildi um þá alla,líklega eru þeir í fangabúðum.

Hins vegar er aldrei að vita þegar nasistar eru annarsvegar,þeir hafa svolítið öðruvísi þankagang en venjulegir menn.

Gallinn við alþjóðalög er að ef bandaríkjamenn setja sig upp á móti beitingu þeirra er þeim ekki beitt ,sama hversu alvarlegir glæpirnir eru.

Þess vegna getur Porochenko hagað sér eins og hann vill og hann nýtir sannarlega þá heimild út í ystu æsar.

Borgþór Jónsson, 7.7.2014 kl. 22:26

7 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég rakst á ágæta síðu ,http://genocidewatch.net/genocide-2/8-stages-of-genocide/, þar sem farið er yfir dæmigerðan aðdraganda og framvæmd þjóðarmorðs í 10 þrepum.

Mér synist við fljótlega yfirferð að úkrainsk stjórnvöld hafi lokið fyrstu 8 þrepunum og hugsanlega eru þeir í dag á 9. þrepi,en það á eftir að koma í ljós hvernig því er varið. Ef 10 þrepið gengur vel hjá þeim á hugsanlega eftir að líða langur tími þar til hið rétta kemur í ljós.

Borgþór Jónsson, 7.7.2014 kl. 22:58

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Afskaplega undarlegar ályktanir hjá þeim ágæta prófessor. Eða á hvaða gögnum byggir hann slíkar ályktanir? Tæpast hefur hann sjálfur mætt á staðinn, rannsakað aðstæður - eins og þegar raunverulega slík mál eru rannsökuð. Þegar maður í slíkri stöðu setur slíkar fullyrðingar fram - án gagna í höndum.

Þá setur slíkur maður niður, gerir lítið úr sjálfum sér sem fræðimanni.

------------------------------

Þvert á móti er ekkert sem bendir til þess að í gangi séu sérstakar ofsóknir gegn Rússum í A-Úkraínu.

Það þarf að hafa í huga, að "uppreisnarmenn" eru af rússn.bergi.

Það eru því augljóst að þegar verið er að rannsaka uppreisnarhreyfingu sem inniheldur fyrst og fremst einstaklinga af rússn.þjóðerni. Þá að sjálfsögðu - - verða einstaklingar sem eru af rússn.þjóðerni einna helst undir smásjánni.

En það þarf mikinn vilja til þess að gera það tortryggnilegt, að yfirvöld eru að rannsaka þá hreyfingu sem reis upp, og hóf uppreisn.

Stjórnvöld eru ætíð í fullum rétti, að rannsaka hreyfingar - sem "hvetja til uppþota" og ekki síst "hreyfingar sem hvetja til vopnaðrar uppreisnar."

  • En hvergi á byggðu bóli - er vopnuð uppreisn gegn löglegu stjórnvaldi; lögleg.

Þegar menn eru að rannsaka slíkar hreyfingar - - er einmitt algengt að fólk sé handtekið, meðan mál þess eru rannsökuð. Og það á sérstaklega við þegar vopnuð uppreisn er í gangi, að þá gjarnan hafa stjórnvöld "víðari valdheimildir en ella" til að halda einstaklingum sem verið er að rannsaka - án þess að birta þeim formlega ákæru.

Þetta er mjög venjulegt fyrirkomulag hjá þjóðríkjum almennt.

  • Ég er mjög viss um það að mikill fj. uppreisnarmanna í Tétníu, voru handteknir án þess að þeim væri birtar ákærur.
  • Reyndar þ.s. Pútín koma á ógnarstjórn í Tétníu, þá er vitað að "mikill fj. fólks hefur verið látinn hverfa." Einfaldlega ekki vitað hve margir - - en við erum að tala um þúsundir.
Þegar við erum að tala um nærri 200þ. fallna eins og í Tétníu af einnrar milljóna manna þjóð - - þá geta sannarlega verið til staðar "málefnalegar ástæður" til að rannsaka það stríð - sem tilraun til þjóðarmorðs.

-----------------------------

Ég ítreka enn eina ferðina að ásökun um nasisma er fáránleg - - þú setur niður í hvert sinn, sem þú notar það orðalag. Þegar sú ásökun er augljóslega ekki sannleikanum skv.

Aðgerðir Pútíns gegn Téténum - - voru margfalt mannskæðari en þær aðgerðir sem rússn.mælandi uppreisnarmenn standa frammi fyrir.

Það mundi koma mér mjög á óvart, ef komið verður á "skipulagrði ógnarstjórn" í Luhanks og Donetsk sbr. v. þá ógnarstjórn, sem Pútín skipaði í Tétníu í kjölfar hernaðarsigurs rússn. hersins. Og að auki á ég ekki heldur von á því, að þúsundir verði látnir hverfa næstu árin eins og í Tétníu í tíð ógnarstjórnarinnar.

  • Allur þinn málatilbúnaður - virðist akskaplega "partisan." 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.7.2014 kl. 03:29

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þó að töluverður fjöldi leggi á flótta, þá er það ekki "endilega" vísbending um stríðsglæpi.

Þvert á móti er það ákaflega rökrétt af venjulegum borgurum, að flýja átök. 

  • Það að hvetja borgara til að flýja - getur einmitt verið "mannúðleg aðgerð" ætlað að draga úr líkum þess, að þeir "láti lífið."

Þ.s. menn skoða fyrst og fremst, þegar kemur að rannsóknum á hugsanlegum stríðsglæpum. Eru "hugsanleg skipulögð fjöldamorð."

En orustur, þegar báðir aðilar skjóta á hvorn annan, þó þær leiði til dauðsfalla - teljast ekki "skipulögð fjöldamorð." Það hefur hingað til ekki tíðkast - að skilgreina "stríð" sem slíkt - sem stríðsglæp. Eða bardaga og útkom bardaga, sem stríðsglæpi.

  1. Þ.s. menn rannsaka, er hvernig farið er með fanga. Þ.e. stríðsfanga, hvort þeir fá mannúðlega meðferð. Sérstaklega hvort dæmi eru um skipulögð dráp á þeim eftir að þeir hafa gefist upp.
  2. Hvort þ.e. ástundað að skipulega myrða almenna borgara. En þó að almennir borgarar láti lífið - - er það ekki endilega vísbending um stríðsglæpi. Almennir borgarar ætíð láta lífið, þegar barist er í þéttbýli. Sem dæmi um skipulögð morð á almennum borgurum voru hrannmorð í Rúvanda, voru morð sem framin voru í Bosníustríðinu þ.s. það kom fyrir að hermenn "stöðvuðu hópa almennra borgara á flótta" - "skipuðu þeim að marsera á afvikinn stað og síðan skutu allan hópinn." Fjöldi fjöldagrafa hafa fundist þ.s. fólk hefur verið drepið allt í einu með augljóst skipulögðum hætti. Engin dæmi eru um morð með þeim hætti í Úkraínu og ekki líklegt að slíkt muni eiga sér stað.

Það er aldei ólöglegt fyrir ríkisstjórn - að kveða niður ólöglega vopnaða uppreisn. Þó svo að það leiði til þess að "almennir borgarar falla." Og þó svo það þíði að mikill fj. uppreisnarmanna lætur lífið í bardögum.

Slíkt telst ekki til stríðsglæpa í sjálfu sér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.7.2014 kl. 03:41

10 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er frekar illt við að eiga ef þú tekur alls eingar upplýsingar eða álit gild nema þær komi úr herbúðum Swoboda. Stríðsaðilar eiga það til að fara með fleipur.

Borgþór Jónsson, 8.7.2014 kl. 10:08

11 identicon

Sæll Einar Björn

Rússneskumælandi íbúar hafa verið að flýja yfir til Rússlands í þúsundum talið vegna stríðsins þarna í Austurhluta Rússlands, en þessar nýlegu fréttir hins vegar af öllum þessum aftökum á öllum karlmönnum á aldrinum 20 til 60 ára í Austurhluta Úkraínu eru ekkert annað en stríðsglæpir. En þessar nýju fréttir eiga sennilega bara eftir að auka flóttamanna strauminn yfir til Rússlands. 

Nú og að varpa phosphorus sprengjum yfir íbúabyggðir þarna í Austurhluta Úkraínu eins og Úkraínski flugherinn hefur verið að gera, eru ekkert annað en stríðsglæpir, þar sem það er brot á alþjóðalögum að nota phosphorus  sprengjur inni í íbúabyggðum.  

Það er því ekki lengur spurning hvort  Petro Poroshenko og hans lið hafi framið stríðsglæpi, en vonandi verður þetta mál allt saman á hendur Petro Poroshenko og hans liði fljótlega tekið fyrir.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.7.2014 kl. 11:05

12 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fransis Boyle er ekki bara einhver fræðimaður í Bandaríkjunum ,heldur starfandi lögfræðingur á sviði stríðsglæparéttarhalda og vann meðal annars í Bosíustríðinu.

Ég er nokkuð klár á að hann hefur ekki síðri kunnáttu á alþjóðalögum en þú hefur, auk þess sem möguleikar hans til upplýsingaöflunar eru án vafa miklu meiri en við höfum yfir að ráða.

Þar að auki hefur hann vegna reynslu sinnar á vettvangi slíkra glæpa mun meiri möguleika á að vinsa út upplýsingar sem eru marktækar frá áróðurskjaftæðinu.

Tilraunir þínar til að gera manninn ómerkan eru því einskis virði.

Varðandi nasismann þá er það ágætlega skjalfest í bókum Evrópusambandsins og á heimasíðu Swoboda þangað til þeir fóru í andlitsliftingu fyrir síðustu kosningar.

Þó að þeir hafi fyrir síðustu kosningar,að ráðleggingu almannatengla,lagt af beinar tengingar við þýska nasistaflokkinn hafa þeir ekkert breyst.

Þó þeir hætti að nota gömlu nasistakveðjuna og hakakrossinn og komi með útfærða gerðaf sömu merkjum eru þeir samt nasistar af gamla skólanum.Það er ekki lookið heldur hugarfarið sem gildir.

Tillögur þeirra í þinginu bera einnig með sér að þeir séu nasistar og ofbeldisfull beiting þeirra á hernum og sérsveitum sem meðal annars brenndu inni fólkið í Odessa er einmitt handbrögð nasista.

Tillögur þeirra í þinginu um skert mannréttindi "ethnic russians" ,að þeir séu merktir sérstaklega og að líkja þeim við dýr og kalla þá "sub human" og fleira í þeim dúr er einmitt tekið upp úr gömlu nasistabókunum auk þess að þetta eru þekkt skref í undirbúningi þjóðarmorðs.

Það er undarlegt að þó þetta fólk nánast reki hakakrossinn upp að nefinu á þér og orgi heil Hitler ertu samt algerlega ófær um að átta þig á að þeir eru nasistar.

Borgþór Jónsson, 8.7.2014 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 103
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 847060

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 397
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband