Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku

Sl. miðvikudag urðu vestrænir fréttamenn vitni að "stjórnarbyltingu" í Donetsk borg, þegar vel vopnaður og bersýnilega þrautskipulagður hópur - lagði undir sig stjórnarbyggingar. Síðan þá hefur foringi þessa hóps, Vostok liðssveitin - tekið yfir að því er best verður séð, stjórn mála í Donetsk héraði.

Þeir sem misstu völdin, voru hópar úkraínskumælandi uppreisnarmanna, sem verður að segjast - að alltaf virtust ákaflega illa skipulagðir.

Eitt sem yfirtaka Donetsk hópsins virðist boða, er betra skipulag á hinni vopnuðu uppreisn.

Hver er Boris Borodai?

Hann er rússneskur ríkisborgari, starfaði áður í Moskvuborg. En þ.s. vekur athygli er að hann er "últra-þjóðernissinni" af rússnesku tagi, hann nánar tiltekið trúir á svokallaðan "pan slavism" sem er gömul stefna sem Rússland fylgdi á 19. öld, og snerist um að sameina "alla slava" undir rússneskri stjórn.

Þannig séð má líta á þá stefnu, sem vissa spegilmynd hugmyndar nasista, um "drottnun germana." Nema að "pan slavism" er töluvert eldri hugmynd.

  • Það sem vekur athygli, að þetta er ekki í fyrsta sinn, að þessi einstaklingur fer fyrir vopnaðri liðssveit í átökum, þ.s. hagsmunir Rússlands komu við sögu.

In Ukraine War, Kremlin Leaves No Fingerprints

  1. "In an interview, Mr. Borodai said that he and Mr. Strelkov, the Russian rebel commander in Slovyansk, had both gone to Transnistria, a breakaway area in Moldova, to defend the rights of Russians in the 1990s."
  2. "He named the cities in Russia that volunteers have come from, including Novosibirsk, Vladivostok and Chita."
  3. "He said he believed in the idea of a Greater Russia, and that he had come to Ukraine to realize it."
Donetsk leader dismisses Kremlin support claims
  • "He said that the Vostok Battalion active in Donetsk was “not the same” as the military formation of the same name formed in 1999 in Chechnya, which had support from Russia’s military intelligence service, the GRU."

Þessi maður virðist vera nokkurs konar "reddari" sem "opinberlega" starfar sjálfstætt, svo að stjórnvöld í Rússlandi geti viðhaldið "deniability" en samt dúkkar hann ítrekað upp, þ.s. "Rússland" þarf á honum að halda.

Allt frá Téténíu, Moldavíu, yfir í Georgíu átökin, Krím-skaga þ.s. hann gegndi um tíma starfi ráðgjafa "sem líklega þíðir að hann var sennilega maðurinn sem gaf skipanir" setts forsætisráðherra Krímskaga, og nú er hann dúkkaður upp í Donetsk, einmitt þegar uppreisnin þar hefur verið undir vaxandi þrýstingi frá stjórnarher Úkraínu - - og bersýnilega þarf á betri skipulagningu ef hún á jafnvel ekki að verða undir.

Og að sjálfsögðu, hafa rússn.stjv. ekkert með hann að gera - og þ.e. hrein tilviljun að málaliðasveit undir akkúrat sama nafni, var stödd í Téténíu 1999.

Þarna eru Rússar að taka "deniability" nánast út í það að verða absúrd."

En sjálfsagt er engin leið að sanna tengsl þessa manns - - sem nú flaggar titlinum "forsætisráðherra" Donetsk alþýðulýðveldisins.

En þ.s. virðist hafa gerst - er að rússneskir flugumenn virðist hafa tekið yfir stjórn uppreisnarinnar í A-Úkraínu.

Formlega hafi þeir engin tengsl við Moskvu, en ekki nokkur heilvita maður held ég að muni trúa því, að  Boris Borodai sé ekki nákvæmlega þ.s. hann virðist vera, flugumaður Rússlands.

 

Niðurstaða

Það er athyglisverð þróun, að rússn.ríkisborgarar virðist í vaxandi mæli, vera í hlutverkum lykilstarfsmanna, uppreisnarinnar í A-Úkraínu. Skv. rússn.stjv. eru þetta óháðir einstaklingar, sem hafa hrifist af þjóðernisanda og ástríðufullri ást á rússneski þjóð. Séu á eigin vegum, að hætta lífi og limum.

Það sé að sjálfsögðu alger tilviljun, að sumir a.m.k. sömu einstaklingar er vitað, að voru einnig innviklaðir í atburðarásina á Krímskaga. Og það megi rekja feril a.m.k. sumra þeirra svo langt aftur sem til átakanna í Téténíu, rétt fyrir 2000.

Mér virðist þetta sterk vísbending þess, að Pútín raunverulega stjórni nú uppreisninni í A-Úkraínu. 

En með "full deniability maintained."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn
Þetta í vestrænum fjölmiðlum núna á greinilega að vera eitthvað svo merkilegt, og það þegar að vitað er til þess að mikið af þessu fólki í Austurhluta Úkraínu er með tvo vegabréf, eitt Rússneskt og annað Úkraínskt, einfaldlega vegna þess að margt af því  talar alls ekki Úkraínsku heldur Rússnesku og sækir því menntun og annað til Rússlands.

Það sem að gleymist í öllum þessum áróðri vestræna fjölmiðla gegn Rússlandi og Rússum er að fyrir tíma Nikita Kruschev tilheyrðu þessi landsvæði þarna í Austur- og suðurhlutanum svo og Krímskagi Rússlandi í yfir 300 ár, og auðvita styðja vestrænir fjölmiðlar Bandarísk og Úkraínsk stjórnvöld allar þessar herðaraðgerðir gegn öllu þessu rússnesku ættaða og talandi fólki þarna í Austurhluta Úkraínu, heldur en einhverjar samninga- og friðarumleitanir. Því að eins og þeir segja þá veltur það bara á því hvort það sé hagstætt fyrir Bandaríkjunum og Evrópu að þetta land (eða landsvæði) fá sjálfstæði og ekki hver vilji fólksins er þarna, ekki satt? Hvað kom til að Kosovo, Suður Súdan og eyjarnar við Argentínu (eða Falklandseyjar) fengu sjálfstæði?     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 10:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þessi maður er ekki fæddur í Úkraínu eða uppalinn þar, þó það sé til fólk með 2-vegabréf, erum ekki verið að tala um þannig fólk í þessu tilviki - - heldur einstaklinga sem eru fæddir innan landamæra núverandi Rússlands, hafa alið nær allan sinn aldur í landinu Rússlandi. Og nánar tiltekið hafa "árum saman verið annað af tvennu akvívistar sem tengst hafa átökum Rússa hér og þar, eða að þeir eru þ.s. ég tel - flugumenn rússl.stj. sem hafa starfað -under cover- fyrir þau árum saman og tengst þeim deilum sem Rússland hefur staðið í á eða við eða jafnvel innan landamæra Rússlands." Það að akkúrat slíkir einstaklingar séu bersýnilega orðnir mjög áhrifamiklir innan "svokallaðrar" uppreisnar í A-Úkraínu, að slíkir einstaklingar virðast hafa mestu tekið stjórn mála. Sem það verður yfirgnæfandi líklegt að stjv. í Rússl. stjórni nú nær alfarið "uppreisninni" í A-Úkraínu. Ég trúi því miklu frekar að þeir séu flugumenn rússn.stjv. heldur en að þeir séu "aktívistar" eða "aðgerðasinnar" sem hafa þ.s. hugsjón, að styðja baráttu Rússa hvar sem slík á sér stað hvort sem þ.e. Téténía innan Rússlands, Trans Djéstría á landamærum við Moldavíu, S-Ossetía á landamærum við Georgíu, Krímskagi, og nú A-Úkraína. Sérstaklega þegar um er að ræða einstaklinga - - sem virðast statt og stöðugt dúkka upp þegar slík átök verða. Þá eru þeir augljóslega ekki "Úkraínumenn" með 2-vegabréf, mjög sennilega akkúrat þ.s. þeir virðast vera, þ.e. flugumenn rússn. stjv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2014 kl. 10:39

3 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Ég hef ekkert séð sem bendir til þess að þessi flugmaður Aleksandr Borodai sé fæddur í Rússlandi, en hann er með Rússneskan ríkisborgarétt rétt eins og fleiri þarna, og það er erfitt að taka eitthvað mark á þessum neocon fjölmiðlum, þegar að rússneskumælandi og svo rússneskuættuðu fólki hefur verið bannað að feraðst til Úkraínu. Eitt er þó víst að aðgerðarsinnar gegn stjórnvöldum í Kænugarði eru alls ekki að nota flugher eða flugvélar til varpa sprengjum og skotum á skaklausaborgara, eins og Úkraínski herinn er og hefur verið gera í Austurhluta Úkraínu, og reyndar á saklausaborgara í gær. En eins og þú veist þá má alls ekkert fjallað um svona morð á saklausum borgurum í þessum neocon fjölmiðlum er styðja stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kænugarði, þar sem að allt gegn bæði stjórnvöldum í Bandaríkjunum og Kænugarði er litið á sem áróður og ber að hafna starx, ekki satt?   

Explosion in Lugansk, Ukraine kills five

OSCE confirms fatal attack on Lugansk admin building was air raid

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 11:54

4 identicon

Eftir nánari athugun á þessu með hann Aleksandr Borodai þá er hann hvorki flugmaður eða flugumaður, en hann sjálfur Aleksandr karlinn hefur reyndar opinberlega lýst því yfir að hann sé með Rússneskan ríkisborgararétt, og við það tækifæri sagði reyndar að hann væri “einstaklingur”. Þetta er reyndar bara gamlar frétt frá 18 maí sl. að telja, um Aleksandr Borodai hafi Rússneskan ríkisborgararétt, því er það ekkert sem bendir til þess að hann sé flugumaður eða hvað þá einhver sönnun fyrir því að Rússnesk stjórnvöld stjórni þarna einhverju inn í landi sem lýst hefur yfir sjálfstæði.

"I am a Russian citizen but I am a private individual so you cannot accuse the Russian government of having a hand in what's going on in the Donetsk people's republic because of my presence here"

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2014 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband