Stuðningur minnkar í Evrópu við svokallað "Evrópuferli"

Það kom fram í heimsfjölmiðlum, að ný könnun Pew rannsóknarseturs bandaríska þingsins í Washington City, hefði sýnt minnkaðan stuðning við - frekari dýpun samstarfsins meðal aðildarþjóða ESB.

Ég tek hérna gott yfirlit yfir þær myndir sem fram koma í könnuninni!

The New Sick Man of Europe: the European Union

Sérstaklega er áhugavert hve stuðningur við Evrópusambandið hefur minnkað á einu ári!

Jafnvel enn áhugaverðara, hve hratt hann minnkar við frekari dýpkun samstarfsins.

2013-EU-01

  • Ótrúlegt hrun stuðnings í Frakklandi, hlýtur að vera stuðningsmönnum ESB í Evrópu, áhyggjuefni.
  • En þetta getur staðið í samhengi, við það - - - að Frakkar virðast einna svartsýnastir allra.
Sjáið síðan hrun í stuðningi við - Dýpkun samstarfsins!

2013-EU-25

Einnig verulegt fall í trausti Evrópumanna á stofnunum ESB.

Þó of langt væri enn gengið að tala um hrun, þá hlýtur sú þróun að vekja áhyggjur í Brussel!

2013-EU-26

  • En sérstaklega hlýtur það vekja ugg í Brussel, að stuðningur við ESB hrapar jafnvel enn meir meðal ungra Evrópumanna!
  • Það er ekki gott fyrir framtíðina, en þekkt er að fólk mótar skoðanir gjarnan á yngri árum, sem sitja síðan eftir er það fullorðnast!

2013-EU-29

Evran hefur samt enn mikinn stuðning Evrópubúa!

Þrátt fyrir kreppu og atvinnuleysi, það hlýtur þá að vera, að almenningur sé ekki að tengja evruna við vandamál Evrusvæðis. Öðrum þáttum sé kennt um, af almennum borgurum.

2013-EU-30

  1. Sérstök athygli er vakin á stöðu Þýskalands annars vegar og hins vegar Frakklands.
  2. En þ.e. eins og Frakkar og þjóðverjar séu staddir inni í sitt hvorum veruleikanum.
  3. Svo ólík er sýn þeirra.

2013-EU-02

  • Takið eftir að 91% Frakka eru þeirrar skoðunar að staða efnahagsmála í Frakklandi sé slæm, og þ.e. aukning um 10% milli ára. 
  • Stuðningur Frakka við ESB hefur einnig minnkað verulega milli ára.
  • Og ótrúlegt að 77% Frakka telja að aukin efnahagsleg tengsl innan Evrópu, hafi veikt stöðu Frakklands - efnahagslega.
  • Engum kemur á óvart, að Hollande nýtur lítils álits í dag.

Áhugaverð mæling sýnir að bilið á milli afstöðu Frakka og Þjóðverja - breikkar!

Rétta orðið er frekar - gjá, en bil!

2013-EU-34

Annar áhugaverður samanburður er sýnir svart á hvítu hve líkt afstaða almennings í Frakklandi er að þróast afstöðu almennings í S-Evrópu!

2013-EU-36

En ástæðan kemur líklega til, vegna þess að franska hagkerfið hefur sl. rúmt hálft ár, virst vera nánast í frjálsu falli.

Sterkar vísbendingar eru uppi, að Frakkland sé komið yfir í samdrátt, og sé líklega á leið inn í suður hópinn.

Í stað þess að hafa fram að þessu, verið líkari Norður hópnum.

Takið eftir hvernig Frakkar hugsa líkt S-Evrópu þjóðunum!
Þeir eru mjög svipað bölsýnir um Framtíðina og þær!
2013-EU-16
En skv. næstu mynd, eru Frakkar líka farnir að finna fyrir kreppunni!

  • Fækkun þeirra sem telja sig í góðum málum, segir áhugaverða sögu.
  • Aftur, takið eftir Þýskalandi! 
Ekki furða að Þjóðverjar líta öðrum augum á málin, þ.s. efnahagslegar aðstæður almennings hafa batnað, meðan yfir sama tímabil fara þær versnandi hjá hinum þjóðunum!

2013-EU-17

Þetta skýrir örugglega af hverju sýn Þjóðverja er svo ólík sýn hinna þjóðanna!

Takið eftir órúlegri svartsýni í öðrum löndum en Þýskalandi!

Hérna má sjá, að Þýskaland í reynd skilur hinar þjóðirnar eftir - frá og með 2010.

2013-EU-15

Hvað ætli sé efnahagsvandamál nr. 1 hjá Evrópubúum?

  • Atvinnumál að sjálfsögðu! 
  • Aftur skera Þjóðverjar sig frá, hafa litlar áhyggjur af atvinnumálum.

2013-EU-23

Næsta mynd, finnst mér - skuggaleg!

  • Magnað að 37% svarenda sem segjast lág innkomu, samtímis segjast í vandræðum með það að eiga fyrir mat.
  • Að hlutfallið sé 32% á Spáni, kemur mér ekki á óvart.
En ég er undrandi að hlutfallið sé þetta hátt í Frakklandi!
Frakkland kemur einnig ílla út í öðrum liðum, þegar kemur að kjörum lág innkomu.

2013-EU-22

 

Niðurstaða

Ég hugsa að hættulegasta ástandið fyrir framtíð ESB, geti verið hið hratt vaxandi bil milli Frakklands og Þýskalands. En hingað til, hefur það verið svo að samstarfið um ESB hefur getað haldið áfram. Þegar Frakkar og Þjóðverjar voru sammála eða a.m.k. gátu náð samkomulagi, um sameiginlega stefnu.

Frakkland virðist með mjög ákveðnum hætti, vera á leið í Suður hópinn. 

Meðan að hópur fylgiþjóða Þýskalands, flest ríki af smærra taginu í N-Evr. er enn fyrir hendi.

Miðað við þessa könnun, mun það vera ákaflega erfitt fyrir Hollande forseta, að fá fram stuðning innan Frakklands. Fyrir frekari dýpkun samstarfsins um - evruna.

Þó fylgið við hinn sameiginlega gjaldmiðil sé enn sterkt. Þá er andstaðan við, frekari yfirfærslu til Brussel. Greinilega orðin mikil - - til mjög mikil. Einna mest í Frakklandi.

Þetta hlýtur eiginlega að vera vatn á myllu "Front National" í Frakklandi og leiðtoga þess flokks, Marine Le Pen.

Þetta niðurbrot samskipta Frakka og Þjóðverja, getur leitt til vaxandi sundrungar og sundurþykkju innan sambandsins - skilað því að mikilvægar ákvarðanir verði ekki teknar. 

Sem getur stuðlað að því, að vandamál evrusvæðis verði ekki leyst!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er nú að hlusta á Tv France:  Rök: Vandamálið Evrópsku grunn Sameingunni er frekar stjórnsýslulegt en efnahagslegt.   Mörg ríki eiga nóg af efnum.  Frakkar segja eftirspurn almennra  Frakka á þeirra borgar mörkuð  [consumption] halda áfram að dragast saman á Íbúa. Það þurfi að réttlæta fleiri störf.  

Þjóðverjar séu til fyrirmyndar   leggi áherslu á fjölgun dýrari starfsmanna í öllum geirum. Skilið þá í samheingi hlutafallslegar jafnar dreifingar velferðakerfis skatta á útborgaðar tekjur fyrir skilgreinda vinnu og sama gildi um loka söluskatta.  þessa sem snú að almennum neytendum. Vsk bíður nefnlega upp á leggja mismundi prósentur á milliliði. Grunnur ber ekki meira en 2,0% söluskatt og 2,0%  flata arð af eiginfé= stöðugt öll 30 ár. Galdurinn við grunn stöðugleikan.   2,0% af eigin fé er kannasi nema 0,1% af veltu.  Það er nú ekki mikli skattur lagður á grunni í EU og USA en stjórnsýslu aðhaldið er gott: hækki [eigin fé] arður þá er það rannsakað.

Lykil Franskir menntamenn er hvorki bjartsýnir eða svartsýnir , í efnislegum rök skiptum, efnisrökin með og efnisrökin á móti er eru samþykkt alltaf rétt, svo staðreyndir byggðar á emperiskri reynslu.

þeir þjást ekki að tilfinnglegri þörf til að hafa rétt fyrir sér.   Almenningur er allstaðar eins stjórnast að tilfinngum því hann hefur hvorki greind IQ eða 24 ára heila formótun til gera annað. 
Íslendingar ætla að græða á annarra ríkja mörkuðum með okri á grunnverðum í vöruviðskiptum síðan ég man eftir mér.  Sjúklegar væntingar.  Framlag Íslands til að lækka raunvirði í grunni allra markaða jarðar er hinsvegar vel þegið.   það þýðir líka að 2,01%, 30 ára meðal álaging um fram gjöld lækkar í upphæðum.  Hagsmunir borgaranna í borgum vega þyngra, lýðræðislega er þetta 80% íbúa minnst. Þjóðverjar og Englendingar vilja frekar fisk en Pöddur.

Málið er þau ríki EU sem er náttúrleg sjálfbær  efnislega og greindarlega vita alveg hvernig má þróast.  Það þarf að taka fjárforræðið af ríkjum sem kunna ekkert með það fara.  Aðferðafræðin er leyndar mál en upplýsist almenningi sýnilega eftir á. 

Frakkar og þjóðverjar vinna vel saman eftir stjórnmálegum leiðum.  Vonda löggan og góða löggan. UK er líka með sín útspil vill ekki meiri Samruna í þá átt að bera sameiginlega ábyrð á öllum með EU passa.  EU passinn er viðbót en kemur ekki staðinn fyrir Ríkispassan.  þetta eru stjórnskrárlög.  S-EU er vandamál , hægri Frakkar efðust um hæfi þeirra á sínum tíma.   Þjóðverjar hinsvegar ekki.  S-EU um 1970 var sjálfþurftarbúskapur  og heimvinna, sem mælist sem mjög lágar reiðufjár PPP eða þjóðar tekjur.  Bókhaldslega getur hagræðingi í grunni og samvinna þannig hækkað PPP samanburðar tekjurnar, en ekki nauðsynlega raunvirði hávirðisaukaútfluttings ríkja.    S-EU og A-EU hafa litið breyst efnsilega. Vesturlönd í heildina eru fátækari efnislega.   Neysla utan þeirra vex á hverjum degi í nýjum borgum heimsins.  Þörf fyrir útflutting hrá efna og orku minnkar til Vesturlanda.

þjóðverjar hafa greinilega vitað þetta um 1970 og hafa ekki sofnað á verðinum.

Júlíus Björnsson, 15.5.2013 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 847101

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband