Munu lífeyrissjóðirnir ógna gengi krónunnar þegar höftin eru losuð?

Eitt sem hefur ekki farið hátt í umræðunni um svokallaða skafla eða snjóhengjur, þegar kemur að umræðu um það fjármagn sem líklega mun vilja út úr landinu. Þegar höftin eru losuð. Er fjármagn lífeyrissjóðanna. En það var áhugaverð grein á Bloomberg fréttaveitunni, sem kom einmitt inn á snjóhengjuvanda á Íslandi.

Swelling Iceland Cash Raises Capital Control Risks, TM CEO Says

En blaðamaður tók viðtal við forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, Sigurð Viðarsson. Sigurður gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. En hann benti á að háir vextir - gerðu í reynd íllt verra.

Því að þeir stækkuðu hraðar en ella, þá snjóhengju sem þyrfti hleypa út. En meðan að höft eru til staðar, þá þyrfti allt fé sem til verður hérlendis að ávaxta sig hér innanlands.

Hann bendir á, að Seðlabankinn sé farinn að óttast verðþróun á hlutabréfamarkaði hér, en ummerki séu uppi um að verðhækkanir sem hafi átt sér stað undanfarið, séu hugsanlega ekki raunhæfar.

  1. "“All the valuables that are created in Iceland are stuck in Iceland,” he said. “If you take the pension funds, they alone have to invest for 134 billion kronur every year -- net. To put this figure into perspective, the combined value of the shares offered in TM Insurance and VIS Insurance, which also recently went public, was 19 billion kronur.”"
  2. "“When the capital controls are abolished, the pension funds should be among the first ones to get out,” said Vidarsson."

Það er einmitt seinni punkturinn hjá honum sem vakti athygli mína - - en ef við erum að tala um árlega fjármögnunarþörf vel yfir 100ma.kr. hjá lífeyrissjóðunum.

Þá getur verið um frekar skuggalegar upphæðir að ræða - sem sjóðirnir geta haft áhuga á að senda úr landinu, miðað við að höftin hafa verið á síðan hrunið átti sér stað í október 2008.

  • Til samanburðar, er upphæðin sem leitast er við að fá kröfuhafa til að afskrifa að sem stærstum hluta, 800ma.kr.
  • Þarna sé um að ræða - aðra snjóhengju.

 

Hvað á ég við!

Í ritinu Fjármálastöðugleiki kom fram eftirfarandi aðvörun frá Má Guðmundss.

  1. "Að sama skapi liggur ljóst fyrir að gjaldeyrir til að losa úr landi krónueignir gömlu bankanna og núverandi kvikar krónueignir erlendra aðila getur ekki komið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og krefst því annars gjaldeyrisinnstreymis. "
  2. "Hröð losun þessara eigna, t.d. í tengslum við nauðasamninga, getur þannig ekki átt sér stað nema verðlagning og viðskiptagengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum feli í sér verulega lækkun frá mælingu þessara eigna nú í erlendum gjaldmiðlum miðað við bókfært verð þeirra og álandsgengi krónunnar. "
  3. "Takist vel til varðandi þetta gæti eftirleikurinn við losun fjármagnshafta orðið mun auðveldari fyrir vikið. "

-----------------------------------

Þetta er aðvörun þess efnis, að ekki sé nægur gjaldeyrir til að borga út hinum erlendu eigendum 800ma.kr. snjóskaflsins sem vitað er, að þeir hafa áhuga á að færa úr landinu.

Málið er, að það sama hlýtur rökrétt að eiga við um peningalegar eignir sem lífeyrissjóðirnir, líklega munu hafa áhuga á að færa úr landi. Ef höft eru losuð.

  • Þetta þíðir að gengið lækkar, ef leitast er við að færa þá peninga úr landi!

Það er eiginlega algerlega öruggt, að sjóðirnir muni vilja færa þá peninga einmitt úr landi.

Nema, að eitthvert tilboð komi til frá stjórnvöldum, sem sé svo áhugavert fyrir sjóðina.

Eða auðvitað, að þeim verði bannað sérstaklega að færa sitt fé úr landi.

  1. Einn möguleiki enn, er að vísitalan verði fryst - tímabundið eða sett á hana þak, einnig tímabundið (eða varanlega ef út í þ.e. farið).
  2. Þannig, að ef sjóðirnir kjósa að færa sitt fé úr landi, þá samtímis virðislækki þeir það fé sem þeir eiga hér heima. 
  • Þá væru þeir þannig settir milli tveggja elda!

En ég er á því að þetta geti verið nauðsynlegt, því ef vísitalan væri ekki fryst eða sett á hana þak, gætu þeir fært sitt fé úr landi - án þess að taka eigin áhættu með það fé sem þeir eiga hér heima.

Þ.s. verðtryggingin þá sjálfvirkt passar upp á að þeir tapi engu, þá líklega myndu þeir færa mun meira fé úr landinu, en ef þeir eru með ofangreindum hætti - settir í spennu.

En það væri mjög slæmt að leyfa þeim, að hækka kannski lán heimila 20%-30%.

Ekki síst vegna þess, hve ílla það myndi fara með nýlega veitt loforð Framsóknarflokksins til heimila, um leiðréttingu skulda :)

En auðvitað ekki síður, vegna þess að við slíka hækkun skulda heimila, yrðu líklega mjög mörg heimili hreinlega gjaldþrota.

-----------------------------------

Þarna er í reynd komið enn eitt vandamálið fyrir nýja ríkisstjórn, voru þó önnur vandamál ærin.

Þetta þíðir þó ekki, að tilgangslaust sé að semja við eigendur 800ma.kr. um sem mesta niðurfærslu af þeirra hálfu á því fé, því að minnka það fjármagn sem mest að umfangi.

Að sjálfsögðu smættar verulega þá gengissveiflu sem annars verður.

  • Ég er ekki með heildartölu á það fé sjóðanna sem má vera að vilji út.
  • En það getur vel verið hátt á 4 hundrað milljarð króna.

 

Væri þetta betra innan annars gjaldmiðils?

Vandamálið snýst um það, að meira fjármagn vill út úr landinu. En raunverulega er til staðar - innistæða fyrir að greiða á "réttu" virði - rétt skoðast þá sem núverandi virði. 

Ég bendi á Kýpur sem lenti í því nýverið, að þar skapaðist vandamál innan fjármálakerfisins - og þar varð að setja á höft. Til að takmarka streymi peninga úr landi.

Það er einmitt vegna þess, að meir fé vill úr landi en þjóðin í reynd getur staðið við, að borga út á "réttu andvirði."

  • Innan evru er til staðar nokkurs konar yfirdráttarheimild aðildarþjóða þ.e. "Target 2."
  • Vandi við allar yfirdráttarheimildir, er að þ.e. takmarkað hve mikið hver og einn ræður við að skulda.
  • Það á alls ekki síður við um þjóðríki en um einstaklinga.

Kýpur var einmitt búið að sprengja sig á yfirdrættinum, búð að taka yfirdráttarlán upp á nærri 60% af þjóðarframleiðslu, er aðildarþjóðirnar settu Kýpur stólinn fyrir dyrnar, og heimtuðu að Kýpur tæki annarskonar fjármögnun þ.e. "björgunarlán" ásamt ýmsum afarströngum skilyrðum.

Ég sannast sagna - sé ekki með hvaða hætti Kýpverjar geta afnumið sín höft.

Nema þeir hreinlega stærstum hluta afskrifi "sparifé þjóðarinnar" sem og fyrirtækja.

Það þíðir væntanlega að auki, að lífeyrissparnaður væri stærstum hluta farinn í glatkistuna.

En kýpverska ríkið er orðið það skuldsett, að það getur ekki gert meir til að baktryggja fjármálakerfi eyjaskeggja.

-------------------------------------

Ef við værum búin að taka upp einhliða t.d. dollar, en hefðum lent í sambærilegum snjóhengjuvanda, vegna þess að bankar hefðu fallið - við sett á höft til að stöðva útstreymi.

En værum að velta fyrir okkur því, að taka þau af.

Þ.s. þá gerist auðvitað er að ekkert verður gengisfallið - - en á móti, þá snýst útvegun peninga aftur um getu ríkissjóðs til að skuldsetja sig, svo fjármagn í umferð sé tryggt að nægilegt sé.

Hún er - takmörkuð getan sú.

Ef hann verður krunk - þ.e. springur á limminu.

Getur landið hreinlega - tæmst af peningum í kjölfarið. Og tekið við ástand peningaþurrðar.

En þá er ekki til peningur í umferð sem er nægur, til þess að nærri öll þau viðskipti sem vilja fara fram, það geti gert í því formi. Að peningar skipti um hendur.

Ég er að tala um, að landið gæti endað í "barter."

-------------------------------------

  • Punkturinn er að áhættan er langt í frá augljóslega minni, ef við værum með gjaldmiðil í notkun hérlendis, sem við sjálf ráðum ekki yfir.
  • Vandinn gæti þvert á móti orðið erfiðari úrlausnar, en við getum ávallt t.d. tryggt að nægt fé sé í umferð hérlendis, en Seðlabankinn getur ávallt séð um að fé í umferð sé til staðar án þess að skuldsetning ríkisins þurfi til.
  • Þannig að það reynir ekki á - styrk ríkisins frá þeim sjónarhól.

Við höfum fræðileg neyðarúrræði - tja, eins og "gjaldmiðilsskipti."

Þ.e. skipta úr krónum í nýjar krónur, eða "ríkisdal."

Þetta að mínu viti, skapar okkur - betri samningsstöðu gagnvart eigendum fjármagns. 

En ef við værum búin að taka upp gjaldmiðil, sem við höfum ekki full umráð yfir.

 

Niðurstaða

Það hefur enginn haldið því fram að það verði auðvelt verk að afnema höftin. En hve lengi þau hafa verið uppi. Hefur stækkað mjög verulega þá gengissveiflu sem af hlýst - sbr. peningar lífeyrissjóðanna. Og það vandamál versnar að sjálfsögðu áfram, ef höftin verða ekki tekin af frekar fljótlega.

En slík uppsöfnun að sjálfsögðu gengur ekki, það hlýtur að enda með einhverjum hætti - ílla.

En mér virðist líklegt - - að nauðsynlegt sé að hafa vísitöluna a.m.k. tímabundið í frysti, meðan höftin eru tekin af.

Þó svo að 800ma.kr. í eigu kröfuhafa, séu að stórum eða jafnvel stærstum hluta afskrifaðir.

Á móti kemur, að afskrift þeirra eykur traust, sem ætti að fækka þeim sem ákveða að færa sína peninga úr landi.

En um það verður óhjákvæmilega óvissa. En þ.e. ekki síður út af þeirri óvissu, ekki einungis út af því að miklar líkur eru á miklu fjármagnsútstreymi af hálfu lífeyrissjóðanna, að líklega þarf að hafa vísitöluna í frysti meðan höftin eru aflnumin og um einhverja hríð á eftir.

---------------------------

Þ.e. ekki fyrr en rykið sest eftir losun hafta, að staðan verður ljós.

Nokkrum mánuðum eftir þá stund, ættu málin vera farin að skírast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lífífeyrisjóðum eru lögríkis tyggðar tekjur með skatti á starfsmannaveltur allra fyrirtækja á Íslandi til fjármagna svo hlutabréfa bréfa [reiðfjámögnun] sölu sumra lögaðila í Kauphöll? Er þetta free and fair market í framkvæmd. Hvers vegna mega fyrirtæki og einstaklingar ekki lækka sínar skuldir beint og eða fjámagn þá lögaðila sem þeir vilja að eiginvali?  Er þessi hringvitleysa til að laða erlenda fjárfesta  að að þeim lögðum sem  ríkislífeyrsjóðarnir fjármagna? 

Júlíus Björnsson, 14.5.2013 kl. 00:05

2 identicon

Lífeyrissjóðirnir eru helsta ástæðan fyrir því að gengi krónu lækkar reglulega. Ástæðan er verðtrygga kerfið.

Flowell (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 01:06

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gengið fer upp og niður og 5,0% niður á öllum fimm árum í samanburði. Hér búa morons. Sem selja ódýran starfkraft.

Júlíus Björnsson, 14.5.2013 kl. 01:16

4 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Hvað lífeyrissjóði varðar þá er rétt að hafa í huga að þeir munu í framtíðinni þurfa að flytja fé aftur til landsins til þess að greiða út lífeyri, sérstaklega þegar aldurssamsetningin þróast á þann veg að hlutfall aldraðra á móti ungum eykst.

Það fé sem lífeyrissjóðir flytja úr landi er því alls ekki glatað fé m.t.t. efnahagskerfis landsins.

Þorgeir Ragnarsson, 14.5.2013 kl. 12:05

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hlutfall aldraðar skiptir engu máli fyrir dreyfingu þjóðar tekna í Borgríkjum nútímans. Írar er með lægri meðalaldur en Ísland og USA aðeins hærri.  Til að auka PPP á heimamarkaði og komi inn í kerfið þá verður að fá söluskatts kvittun.  Þjóðverjar á öllu aldri hafi reiðufé geta tryggt eftirsprun eftir framleiðslu inn á borgarmarkaði Þýsklands.

Aldursamsetning  er Íslensk ranghugmyndin.  Í sérhæfðu séreingar tryggingafélagi þá getur verið innstreymi iðgjadda sé mest frá greiðendum 30 til 65 ára.  Í heilda litið þá er hægt skipt þjóðar tekjum jafnt í öllu bóta grunnum.        EF fleiri gammlir eru ekki skráðir í vinnu þá hækka tekjur og launinn  á þeim, hjá þeim sem fá tekjur fyrir vinnu.

 

Júlíus Björnsson, 14.5.2013 kl. 16:57

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er alveg rétt Þorgeir, að það fé kemur inn aftur síðar meir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2013 kl. 17:58

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skýrslan var að tap lífetisjjóðanna hefði verði í erlendu braski aðallega, end er fjárfestinga á Alþjóðgrunni ekki fyrir morons. Björgólfur Thor er ekki með Íslenskan heila.

Júlíus Björnsson, 14.5.2013 kl. 18:34

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Einar eins og þín er von og venja.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.5.2013 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 30
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847112

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband