Atvinnuleysi hafi gert S-Evrópu mögulegt að stöðva viðskiptahallann!

Ég rakst á mjög áhugaverða grein eftir hagfræðinginn Gavyn Davies: The dramatic adjustment in eurozone trade imbalances. En samkvæmt nýlega fram komnum tölum virðist Suður Evrópa við það að vera að klára að loka gati sem nefnist - viðskiptahalli. En ég er ekki bara að tala um vöruskiptahalla, heldur að þær séu að ná því að jafna heildarviðskipti sín með teknu tilliti til fjármagnshreyfinga þ.e. svokallaður "Current Account."

Gavyn Davies vitnar í annan hagfræðing, Raphael Auer:

Rapid current-account rebalancing in the southern Eurozone

Raphael Auer hefur teiknað upp neðangreinda mynd, sem sýnir ferla 4 landa, þ.e. Grikklands, Ítalíu, Spánar og Portúgals.

  1. "Current-account deficits have been the smallest in Italy (red dotted line), where the deficit was in the range of -2 to -4% of current GDP during 2008 to 2011. Reflecting the low need for adjustment, the country’s CA deficit has only improved somewhat during the second half of 2012, nearly reaching 0 during July 2012."
  2. The monthly current-account deficit of Spain (blue dashed line) peaked at over -10% of GDP in 2008 and substantially improved to -5% in the course of 2009. During the third quarter of 2012, the magnitude of the deficit has been lower than a per cent of GDP, on a seasonally adjusted basis even reaching positive territory in October.
  3. The monthly current-account deficit of Portugal (orange dash-dotted line) had exceeded -10% of GDP for large parts of 2008 and 2009. It has substantially improved thereafter and, during the third quarter of 2012, it was less than -2% of GDP on a seasonally adjusted basis.
    In 2007 and 2008, the monthly current-account deficit of Greece (green solid line) had at times exceeded -15% of GDP. The country’s current account improved to the -10% region during 2010 and then rapidly improved to a deficit of around a per cent of GDP during the third quarter of 2012 (when adjusted seasonally).

Portúgal og Grikkland voru ekki alveg komin í höfn skv. tölum lokamánaða sl. árs, en sannarlega - verður því ekki neitað, að gott er að vera laus við halla á jöfnuðinum gagnvart útlöndum.

En þ.e. mikilvægt að því leiti, að þá getur verið að viðkomandi land hætti að safna skuldum gagnvart útlöndum.

Það er gott - - það reyndar í besta falli heldur hlutum í járnum. En heildarafgang þarf, ef á að minnka skuldir. En þ.e. önnur saga.

 

Svo hvernig hafa löndin farið að þessu?

Niðurstaða greiningar Gavyn Davies, er að löndin hafi stærstum hluta náð þessu fram með minnkun innflutnings - - eins og er í tilviki Íslands.

Mjög óverulega, með aukningu útflutnings. Það sama á við okkur einnig.

En óhugnanlegi þátturinn er - - að atvinnuleysið er stór þáttur í þessu.

Neysla þeirra sem séu atvinnulausir, hafi minnkað mjög mikið, og það sé líklega stór þáttur í jöfnun þ.e. minnkun innflutnings.

Þetta er mynd sem Gavyn Davies hefur teiknað upp, og eins og sjá má - - þá hefur orðið töluverð lækkun á kostnaði per vinnustund "labour costs" á Spáni, en flest löndin eigi þó enn langt í land með það, að ná Þýskalandi.

En eins og sést, þá eru löndin í besta falli að nálgast að ná til baka hækkun kostnaðar per vinnustund, sem átti sér stað frá og með í kringum 2000.

En á sama tíma, hefur Þýskaland ekki staðið kyrrt, þar hafi á sama tíma dregið úr kostnaði per vinnustund, Þjóðverjar yfir sama tímabil lækkað verulega sinn kostnað per vinnustund.

Þannig að enn er breitt bil! 

Þó það hafi mjókkað!

Gavyn Davies:

  1. "...it is implausible to attribute the huge improvement in trade deficits to the decline in relative labour costs, even though all of the troubled economies have taken strides in that direction."
  2. "The deterioration in competitiveness relative to Germany was so large during the boom years that much of it still remains in place despite the good work of recent times."

Gavyn Davies:
  • "If the troubled economies were to reverse their fiscal tightening in order to try to reduce unemployment, there would probably be a rapid return to rising trade deficits as imports grow more rapidly than domestic demand."
  • " Without the option of devaluing their nominal exchange rates to improve their competitiveness in one fell swoop, they are faced with a choice which is familiar to many deficit nations in the past: high unemployment, or trade imbalances which are difficult to finance within the euro."

Með öðrum orðum, þau hafi slegið af viðskiptahallann með atvinnuleysi í bland við launahækkanir, og niðurskurð ríkisins.

Ef þau myndu grípa til aðgerða, til að örva atvinnulífið þannig að störfum fjölgaði, myndi viðskiptahallinn koma aftur.

  1. Skv. þessu, verða þau að viðhalda háu atvinnuleysi, svo unnt verði áfram að knýja fram launalækkanir.
  2. Því það sé eina leiðin að geta útrýmt því einhverntíma, að loka samkeppnishæfnisgatinu við Þýskaland.

Miðað við það hve vítt það gat enn er, virðist ljóst að ennþá eru "ár" mikils atvinnuleysis framundan.

Meðan, enn verður þrýst á launalækkanir, neysla mun jafnhliða áfram dragast saman.

Ef einhver von á að vera um hagvöxt, mun þurfa að auka útflutning - - því meðan að neysla dregst áfram saman, verður það sem rekakkeri á hagvöxt.

 

Niðurstaða

OK, þ.e. árangur að hafa ekki lengur viðskiptahalla. Það þíðir að halli innan svokallaðs Target 2 millifærslukerfis evrusvæðis. Er þá væntanlega hættur að aukast. Getur meira að segja verið að sá sé eitthvað farinn að minnka.

En vegna þess hve atvinnuleysi virðist stór þáttur í því að minnka neyslu, sem dregur úr innflutningi.

Og vegna þess að löndin eiga enn töluvert langt í land með að loka samkeppnishæfnis gatinu við Þýskaland.

Virðast enn vera einhver ár framundan, á meðan löndin munu enn þurfa að þvinga fram frekari launalækkanir, sem mun halda áfram að draga úr neyslu. Sem getur fræðilega a.m.k. skapað einhvern viðskiptaafgang - með tíð og tíma.

Stóra vonin um viðsnúning virðist beinast að útflutningi.

En höfum í huga, þó að löndin séu ef til vill ca. hætt að safna skuldum út á við, eru ríkissjóðirnir enn reknir með umtalsverðum halla. Skuldir þeirra eru enn að hlaðast upp.

Og meðan að neysla er enn að minnka, þá eru þau samdráttaráhrif enn til staðar. Spurning hvenær utanríkisviðskipti hafa náð því að vaxa að nægilegu marki, að hagkerfið kemst upp fyrir "0".

  • Eitt virðist þó klárt, að nokkur ár eru enn eftir af þessari kreppu. 
  • En miðað við þann hraða sem til staðar um lækkun launakostnaðar, tekur vart minna en 3-4 ár til viðbótar fyrir þau, að loka samkeppnishæfnisgatinu við Þýskaland.

Það verður áhugavert áfram að fylgjast með því, hvernig almenningur í þessum löndum, tekur því að upplifa ár eftir ár eftir ár, af versnandi kjörum.

----------------------------------

Nýleg skýrsla ESB virðist staðfesta að jöfnun ójafnaðarins, hafi einkum verið í formi lækkunar lífskjara: COUNTRY ADJUSTMENT IN THE EURO AREA: WHERE DO WE STAND? 

Í þessari áhugaverðu ritgerð, kemur fram að í þeim löndum sem hafi sveigjanlegan gjaldmiðil, hafi aðlögun ójafnaðar í viðskiptum út á við, leitt til mun minna atvinnuleysi:

Rethinking Exchange Rate Arrangements after the Crisis

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Atvvinuleysi er minna ráðstöfunar fé til kaupa innfluttning er málið. Útflutningur hækkar allta í tölu sem getur skeggt myndina.  Störf við sölu með vsk. er líka þau sem skipta öllu máli.  Alskonar þjónustu störf auka ekki PPP tekjur.   Production er notað yfir allt með vsk.  Ekki bara framleiðu í lávirðsgrunni. 

Júlíus Björnsson, 13.5.2013 kl. 01:07

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Atvinnuleysi er böl.

Þrælahald er böl.

Ríki sem ekki hefur efni á öðru en böli fyrir borgarana, er ekki þess virði að halda því í byggð.

Ef engin er heilbrigð og raunveruleg verðmætasköpunin, atvinnan og útflutnings-afkomuvonin, með mannsæmandi laun fyrir fleiri en banka/lífeyrissjóðs-siðblindingja, þá er þetta búið.

Það er staðreynd sem við þurfum ekki að láta aðrar þjóðir segja okkur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2013 kl. 08:43

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En þetta er ákaflega vond aðferð til að minnka viðskiptahalla.Og í raun mjög heimskuleg þar sem hún endar í algjörri stöðnun á endanum.Hvernig í ósköpunum geta sumir hagfræðingar haldið því fram að það þurfi atvinnuleysi til að halda þjóðfélagi gangandi?

Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2013 kl. 10:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sannarlega vond aðferð, baki henni er örugglega töluverð örvænting. En það gat ekki gengið fyrir löndin að safna sér endalausum bing af skuldum innan "Targe 2" en það virkar ekki ósvipað og að löndin hafi yfirdráttarheimild innan evrukerfisins. Geta skuldsett sit til að útvega sér fé, svo peningamagn í umferð minnki ekki - þegar fé nettó streymir úr landi. Þegar nettó útstreymi leiðir til stöðugt hækkandi skuldsetningar, er gjaldþrot endipunktur þeirrar vegferðar. Með viðskiptahallann afnumin, er a.m.k. ekki lengur hætta að sístækkandi skuld innan millifærslukerfis evrusvæðis ógni tilvist evrunnar sjálfrar. En þetta mikla atvinnuleysi er gríðarlega skaðlegt - - og mig grunar að sú leið að hafa tekið gengisfellingu og verðbólgu kannski upp í 15-20% hefði í reynd skilað skárri útkomu fyrir samfélagið. En eins og í hagfræðil. greiningu sem ég hlekkja á að ofan, hafa löndin sem aðlagað sig hafa með gengissveiflu, náð aðlögun viðskiptajafnaðar með mun minna atvinnuleysi. Svo mikið atvinnuleysi í mörg ár til, á eftir að reynast gríðarl. böl eftir því sem frá lýður. En gríðarl. fj. ungra - sem ekki fá neina vinnu þessi árin, geta lent síðar meir milli stafs og hurðar á vinnumarkaðinum. Þ..e. misst þannig séð af bátnum, en vinnumarkaðurinn er tregari að ráða þá sem eru að nálgast þrítugt með enga reynslu en þá sem eru kringum tvítugt. Fjöldi fólks gæti endað varanlega án vinnu, og verið samfélaginu uppspretta óstöðugleika og samfélagslegra vandamála sbr. fylgi v. öfgahreyfingar, í mjög mörg ár í framhaldinu.

Einar Björn Bjarnason, 13.5.2013 kl. 10:37

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar.

Ekki gleyma mannsæmandi kaupmætti,  sem  allir  þurfa, til að hafa húsaskjól og næringu.

Öll plön sem útiloka húsaskjól og mannsæmandi næringu, eru plön aftökusveita heimsbankaræningjanna.

Þrælahald, í boði banka/lífeyrissjóðs-ræningja er ekki ásættanlegt. Það er mikilvægt að stjórnendur stjórnmála-samningaliðsins siðmenntaða skilji það.

Siðblind græðgi er dauðans alvara, og mesta böl jarðar-tilverustigsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2013 kl. 12:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mannsæmandi kjör fyrir alla, krefst mjög öflugs atvinnulífs. Að framleiðslan í landinu sé kröftug og skili samfélaginu miklum verðmætum.

Ef framleiðslan hefur orðið fyrir miklum hnekki, þá getur tekið mörg ár að endurreisa þá glötuðu framleiðslu, eða þá skapa einhverja aðra framleiðslu er skapar a.m.k. jafn mikil verðmæti.

Þ.e. vísbending þess skv. því sem kemur í færslunni að ofan, að þjóðirnar í S-Evr. hafi beðið það mikið hagkerfistjón, að þau standa frammi fyrir tveim slæmum valkostum.

Þ.e. atvinna fyrir alla, en á mjög lágum launum.

Eða atvinnuleysi fjölmargra, en sæmileg laun fyrir þá sem hafa störf. En þá ertu komin með stéttaskiptingu þ.e. þá sem hafa vinnu með mun betri kjör en stétt þeirra sem ekki hafa atvinnu. Það væri ógnun við samfélagslegan frið, uppskrift að stéttastríði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.5.2013 kl. 12:59

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar. Ef ekki er mögulegt að bjarga þeim verst stöddu í jeppa/sumarbústaða/flottræfilshættinum, þá er siðferðislega fátæktin of mikil.

Það er ekki öllum ljóst hversu alvarleg fátækt er á Íslandi.

Fyrsta hjálp er til að bjarga lífi og heilsu.

Það má bjarga mörgu, ef byrjað er á forgangsatriðum mannúðlegs og siðaðs samfélags. Það er í raun bara skiptimynt fyrir þá stóru, að bjarga húsnæði og lífsafkomu fyrir þá sem minnst mega sín.

Það kemst enginn flokkur/stjórnarsáttmálasmiður frá þessu fyrsta lífsnauðsynlega verkefni.

Vonandi skilja það sem flestir.

M.b.kv.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2013 kl. 15:50

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað er sjálfþurtar búskapur ? þá er til 50% íbúa  hálfbændur í skuldlausu húsnæði 5 til 12 í heimili.  Ein til tveir geta komið með reiðfé heim, smá sala niðri bæ  skila reiðfé til kaupa það sem ekki er framleitt heima.  12 manns [heimvinnandi flestir ] eyða þá um 200.000 kr. á mánuði til auka efirspurn vsk. framleiðlu.    Hagræðing sem þjóðverjar gerðu í S-EU var að réttlæta störf fyrir 10 af þessum 12 . þanni að 12 x 100.000 = 1,2 myndu þá bæði hækka bókuð  heildarlaun og aukingu á PPP á íbúa. 


Þessi borgar viðskiptahugmyndfræði hefur aldrei verið hefð hér eða í grunn ákvarðanna frumstæðar stjórnsýslu.  Tryggja eftir spurn á heimamarkaði með fjölda einstaklinga með 100.000 kr. eftir öruggt svefn pláss til láta peninganna vinna.

Hér vegna persónuafláttar er aðgangur að lálaun vinnu  eignarhaldfélaga [eiga kanski 10 , 30 mannafyrirtæki]  seldur til að hámarka eignakörfu tekjur baklandsins, gæði þjónustu virðisauka í lágmarki. Skattar á vinnu er notaðir til borga verlferðakerfi erlendis : útsvar og lífeyris gjald atvinnunrekenda og starfsmanna til dæmis : um 18-20%.  Þetta er líka tekið að öðrum tekjum þeirra sem fá ekki útborgað fyrir vinnu eftir áramót. Lagt á þá sem hafa kaupið til taka af aftur strax. Svindla á 300 og þrír sem kvarta fá leiðrétt. Stórgróði.  Galdur að ráða heimska eða ólæsa.

UK fann upp persónu aflátt fyrir um 35 árum Danir og Íslendingar tóku þetta stramanna leigu og sölu kerfi upp . EU tölfræði kallar svo netto kaup, vexti, leigu , arð , 0=opinberar millieignarfærslur,, .. Heildar tekjur allra , hér þýtt heildar laun. 

Júlíus Björnsson, 13.5.2013 kl. 16:51

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjá umboðsmanni skuldara, eða réttara sagt lögfræði-eitthvað í turninum stóra, var mér sagt að ég yrði að skila bílnum sem ég er háð, vegna örorku minnar, og svo fengi ég að vita um framhaldið.

Ég neitaði að skila bílnum, og sagði þessu lögfræði-eitthvað að taka óseljanlega afdala-lóð, sem er á mínu nafni, upp í skuldina. Það vildi þetta lögfræði-eitthvað í glerturninum í Borgartúninu ekki þiggja upp í skuldir.

Bíllinn sem gæti skapað mér möguleika á að vinna eitthvað, skyldi fara fyrst, að mati þeirra valdamiklu lögfræði-eitthvað, í glerturninum í Borgartúninu.

Ég gekk út og afþakkaði "mögulega kannski" afskriftir skulda, sem kannski yrðu samþykktar eftir að ég skilaði bílnum.

Ég bað umboðsmann skuldara aldrei um afskriftir, heldur skuldadreifingu og afkomukaupmátt til að standa við mínar skuldbindingar. Skuldbindingar sem voru samþykktar af greiðslumati í bankanum! Greiðslumati sem talsmenn bankanna virðast ætla að fría sig allri ábyrgð af!

Greiðslumat bankanna er ábyrgt fyrir blekkingunum í bönkunum!

Stuttu eftir rökstudd mótmæli mín við afgreiðsluna í háhýsinu í Borgartúni, fékk ég bréf frá þessari lögfræði-eitthvað, um að neitunar-afstaða mín um afhendingu á bílnum, hefði verið send til umboðsmanns skuldara. Og það fylgdi með í bréfinu, að það yrði að koma ó-vefengjanleg og ásættanleg skýring frá umboðsmanni skuldara, á minni neitun!

Lítið skeði eftir það, annað en að ég fékk svo jólabréf frá umboðsmanni skuldara, nokkrum dögum fyrir síðustu jól, um að ég mætti ekki fara til útlanda, mætti ekki gefa gjafir, og mætti ekki styðja félagasamtök. 

Það eina sem dugar mér, er að vera uppreisnarseggur, á mannlegum, rökstuddum og réttlætanlegum friðarnótum, og með sannleikans rökstuðningi.

Hvað verður um þá sem ekki hafa þrek, viljastyrks og þrjósku, til að verjast banka-árásunnum, og Borgartúns-glerturna-starfsfólkinu kerfisstýrða og glæpsamlega?

Ég er svo lánssöm að geta barist með mínum rökum og kjafti fyrir réttlætinu. Það þakka ég fyrir, og dreifi minni reynslu hér, til að benda á hvar þeir standa, sem ekki geta barist á sama hátt og ég get þó enn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2013 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband