Neysludrifinn hagvöxtur er virkilega ekki fær leið á Íslandi!

Dr. Stefán Ólafsson, þreytist ekki á að halda á lofti hugmyndinni, að hækka laun - til þess að skapa störf, koma atvinnulífinu af stað, skapa hagvöxt. Ásakar menn um "láglaunastefnu."

Þjóðarsátt um lág laun næstu 3-4 árin? "Raunar hefur Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, lagt áherslu á að hækkun launa (ekki þó hæstu launa) sé góð leið út úr kreppu. Þegar heimilin eru á kafi í afborgunum of mikilla skulda hjálpar kauphækkun við að auka eftirspurnina í hagkerfinu. Hún örvar einkaneysluna og hagvöxtinn. Snýr hjólum atvinnulífsins hraðar. Býr til störf."

Ég ætla ekkert sérstaklega að hnýta í Krugman, en vara við þeirri hugsun að álíta hagfræðikenningar "algildar."

Þvert á móti þurfi ávallt að skoða samhengið, í þessu tilviki þá leggur Krugman þetta til í Bandaríkjunum, sem eru 1.000 falt stærra samfélag en Ísland.

Sem er dvergríki með innan við milljón íbúa.

Þetta skipti öllu máli - - en líklega er nægilega hátt hlutfall neysluvara framleiddar innan Bandaríkjanna, til þess að "hækkun launa" geti hugsanlega virkað sem - innspýting fyrir hagvöxt.

------------------------------

En það skiptir öllu máli í þessu samhengi, hve mikið af neysluvarningi er innfluttur!

Á Íslandi, þ.s. 90% alls neysluvarnings er fluttur inn, fyrir utan mat.

Myndi launahækkun, fyrst og fremst búa til - viðskiptahalla.

En ekki hagvöxt!

  1. Við þekkjum hvað gerist - að í viðskiptahalla gengur á gjaldeyri í gjaldeyrissjóði Seðlabanka.
  2. Að lokum er hann of smár til að tryggja innflutning, þá stöndum við alltaf frammi fyrir valkostunum, að fella gengið eða taka upp innflutningshöft. 
  • Hugmynd Dr. Stefáns væri uppskrift að kollsteypu - í samhengi Íslands.

 

Stefán Ólafsson - "Við sáum það gerast hér á Íslandi á árinu 2011. Þá var góður hagvöxtur í tengslum við góða kaupmáttaraukningu." - "Kaupmátturinn hefur batnað lítillega, einkum á árinu 2011, en alltof hægt 2012 og 2013. Við erum enn of nálægt botni kjaraskerðingarinnar. Þess vegna eru allir óhressir með kjör sín."

Þarna er Stefán mjög íllilega að misskilja samhengi hlutanna!

Það var ekki vegna kaupmáttaraukningarinnar - sem það var hagvöxtur!

Heldur, var það ár mjög góð makrílganga + mjög góð loðnuveiði + verð á fiskmörkuðum fóru upp það ár + auk þess að það var gott ferðamanna ár.

Næstu ár á eftir, hefur ekki vegnað eins vel, því að kreppan í Evrópu hefur ágerst þannig að fiskverð hafa ekki verið eins hagstæð - síðan þó makríllinn hafi verið hér enn, fengum við einungis góðu loðnuveiðina að auki það árið, þó hefur enn verið aukning í ferðamennsku.

Síðan sl. ár, hafa fiskverð farið niður, það hefur enn frekar hægt á hagvexti því það hægði á aukningu gjaldeyristekna, og þá að sjálfsögðu - er ekki eins mikil kaupmáttaraukning.

 

Stefán Ólafsson - "Það þarf ekki slíka láglaunastefnu í grannríkjunum til að ná stöðugleika eða samkeppnishæfni – eða hagvexti."

Stefán hefur gaman að bera saman epli og appelsínur, fyrir utan að einhverra hluta vegna - virðist hann ekki telja Írland með þegar hann talar um "nágrannaríki." En þá virðist hann eiga við Norðurlönd.

Sem eru lönd, sem ekki lentu í alvarlegri efnahagskreppu og að auki ekki eru í skuldakreppu.

Ég hef margbent Stefáni á að, skuldakreppa og efnahagskreppa, vanalega hafi mjög neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Og hann þarf ekki að fara lengra en til nágrannalandsins Írlands.

En skv. Stefáni "...með hruninu gekk mesta kaupmáttarskerðing sem orðið hefur í Evrópu yfir íslensk heimili, með um 20% rýrnum ráðstöfunartekna."

Ég ætla ekkert sérstaklega að rengja þær tölur, en ég bendi á að laun ríkisstarfsmanna voru lækkuð um 30% á Írlandi. Þ.e. ekki víst að laun hafi lækkað eins mikið meðal atvinnulífs. 

Laun ríkisstarfsmanna voru lækkuð um ca. 40% í Eistlandi, það voru einnig miklar launalækkanir í hinum Eystrasaltríkjunum - - og ég hef heyrt tölur nefndar um kjaraskerðingu að meðaltali sem er kringum 25%. En í þessum löndum var fyrir kreppu hressilegur viðskiptahalli þ.e. á bilinu 8-12% af þjóðarframleiðslu. Halla sem eytt var með kjaraskerðingu.

Ég er næsta viss, að hún var a.m.k. ekki smærri en sú tala sem Stefán nefnir.

Að auki hafa orðið miklar kjaraskerðingar í Grikklandi og Portúgal - ég efa að það sé minni skerðing en sú sem Stefán nefnir.

  • Þannig, að ef tala Stefáns er rétt, er það örugglega ekki rétt lengur - - að hér hafi orðið mesta kjaraskerðingin.

 

Stefán Ólafsson - "Nú vilja atvinnurekendur framlengja það ástand um þrjú til fjögur ár til viðbótar – til að auka “stöðugleika”. Ef það gengi eftir væri búið að festa þjóðina á láglaunakjörum í hátt í áratug."

Nú verð ég að halda til haga, aðvörun Seðlabanka Íslands: Fjármálastöðugleiki!

  1. "Á árunum 2014-2017 er áætlað að afborganir innlendra aðila annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans af erlendum lánum muni á hverju ári nema að meðaltali um 5½% af landsframleiðslu."
  2. Til samanburðar má geta þess að undirliggjandi viðskiptaafgangur,
    þ.e. það sem í raun var til ráðstöfunar af tekjum þjóðarinnar til að greiða niður
    erlend lán, nam rétt liðlega 3% af landsframleiðslu á síðasta ári.
  3. "Vandinn gæti aukist við það, að
    óbreyttu, að horfur eru á því að þessi afgangur fari minnkandi á næstu árum þar sem þjóðhagslegur
    sparnaður nær ekki að halda í við aukna fjárfestingu." 
  • "...ljóst að koma þarf til endurfjármögnunar á þessum skuldum ef forðast á umtalsverðan þrýsting á gengi krónunnar."
  • "Hún fæli í sér að skuldirnar yrðu greiddar niður á lengri tíma, annaðhvort með samningum við núverandi kröfuhafa eða með nýjum og lengri lánum."

--------------------------------------

Ég verð að gera ráð fyrir að Stefán hafi ekki kynnt sér þessar aðvaranir!

En skv. þessu, blasir við landinu - kjaraskerðing.

Á sama tíma á augljóslega við, að ekki er grundvöllur fyrir launahækkunum.

  1. Þess í stað þarf ný ríkisstjórn að fara í hreina björgunaraðgerð, til þess að koma í veg fyrir hina yfirvofandi lífskjarakserðingu. Á meðan verður Stefán, líklega í fylkingarbrjósti þeirra, sem í fullkomnu skeytingarleysi við veruleikann. Munu heimta launahækkanir.
  2. En einungis með því að framlengja þau lán sem Seðlabankinn vísar til annaðhvort með beinum samningum við eigendur þeirra lána, eða með því að útvega önnur lán með hagstæðari greiðslukjör greiða hin fyrri upp; er hugsanlega unnt að forða þeirri kjaraskerðingu.
  • En þá er ekki enn búið að skapa nokkrar forsendur - lífskjaraaukningar.
  • Og þvert ofan í þ.s. Stefán heldur, er virkilega ekki fær leið - að einfaldlega hækka launin.

En ég held að við getum ekki treyst því, þó að okkar samningamenn verði allir af vilja gerðir, að þeim takist að ná fram meiri lækkun greiðslubyrði en þeirri - sem dugar til þess að verjast hinni yfirvofandi kjaraskerðingu.

En það mun ekki duga hrópendum eins og Stefáni, sem munu benda á miklu mun betur stæð lönd eins og Noreg eða Svíþjóð, og hrópa. Af hverju eru launin ekki eins góð og þar?

Algerlega halda áfram að leiða hjá sér ítrekaðar ábendingar þess - - að erlendu gjaldeyrisskuldirnar, virkilega raunverulega séu að lækka lífskjörin okkar.

Hvernig geta menn verið svona sprenglærðir!

En svona arfa vitlausir á sama tíma?

 

Niðurstaða

Maður verður nánast dasaður yfir vitleysunni sem dettur upp úr mínum gamla kennara í HÍ. En hann hefur ágæta þekkingu á því að gera spurningakannanir, á því að vinna félagsfræðilega rannsóknir. En þegar kemur að hagfræðilegum málefnum. Þá er eins og að öll hans skynsemi - fari út um gluggann.

Það virðist ekki mögulegt að ná til hans með einfalda hluti eins og, að þegar þjóð skuldar mikið, þá hefur það neikvæð áhrif á lífskjör.

Það sé ekki mögulegt, að hafa hér hærri lífskjör en svo, að það sé til nægur afgangur af gjaldeyristekjum, til að greiða af þeim skuldum - svo landið verði ekki gjaldþrota.

--------------------

Ps: Hagvaxtartölur fyrir evrusvæði fyrir áhugasama:

Eurostat - Flash estimate for the first quarter of 2013

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er að láviriðis eining [virkju eða súrálbræðla]   skapar hvað mörg störf á Íslandi? Íljósi reynslu reynlunnar síðsutu 30 ár. þá byrjuðu tossar hér að segja þetta skapaði 6 hliðar störf, einmitt í stórborgum kaupenda lávirðisins.

Hér vegna fjarlægðar og fámennis er hægt að skapa ríki sem er rekið á eigin forsendum, með miklu hærri almennri kröfum til raunvirðis neytendakörfu.    

"90% alls neysluvarnings er fluttur inn, fyrir utan  mat."

Mikið er flutt inn af mat.  Hér er líka fasteigna byggingar efni flutt inn og vinnuafl leigt. Nýbyggingar er ekki að endurspegla það í verðum á markaði.

Málið er mest af þessum innflutting fellur undir það sem telst seljast almennt sem lávirði.  Við flytjum nánast allt út sem lávirði í skiptum fyrir innflutt lávirði.  Þess vegna hafa raunvirði Meðallauna hér síðustu 30 ár mælt á PPP í samhengi OCED ríkja  lækkað að raunvirði um 30% og eru nú lægri en á Írlandi. Allir hafa tapað.   

Ísland þarf losna úr viðjum regluverks EU ,  semja um afhendingu á ákveðnu magni lávirðis orku og þess lávirðis sem á að fara til almennar neyslu í EU.  

Loka landinu fyrir ríkis borgurum sem er ódýrari en í Norgi , USA eða Sviss.  Auka sölu líkur út úr  landinu með fjölga skatta einingu sem flytja hávirðisauka in á hávirðauka markaði alls heimsins.  Netið auðveldar þetta og mikið meiri kröfur til verðandi menntamanna.

Grunn skatta módel á vsk. lögaðila í borgum erlendi er  að  A = aðföng [allt nema mannleg vinna]  sölu einingar og V=útborgaða reiðufé fyrir vinnu  og velferðar skattar eru 40% og veltu söluskattur 20% . Þá er heildar skattur   (A + V x 1.4) x 1.2 = A x 1,2 + V x  1,68.     

Með að innleiða hér persónu aflátta á starfmann [UK, Danmörk vandmál]  og lækka skatta á arð þá  hagar markaður sér að eignarhaldis aðili stofnar kanski 30 fyrirtæki ódýrra 30 manna . Alls 900 strafsmenn sem skila 900 x 50.000 þúsund krónum í afslátt. 30 eru á meðalaunum en 890 á lægstu launum og jafnvel lægri.   lægstu laun er 1/3 af meðallaunum.    890 x 1/3  meðallaun eru 277 meðallaun , alls greitt  307 meðalaun.   Með 45 milljóna strafsmanna afslætti í hverju mánuði.

Síðan eru sviðsettar skuldir á fyritækin til að hækka það sem er kallað aðföng hér að ofan  tilað sýna hærri verð út á neytenda markaði.  Innfluttings eignhaldfélög  stunda svo að  kaup drasl erlendis og selja í gegnum erlenda lögaðila á okur verði til að falsa raunvirðið hér ennþá meira sem hagtossar hér mæla svo til lækkunar meðallauna.

Opinberir strafsmenn eiga að vera á föstum heildalaunum sem taka mið af meðal [utanlands]ferðum , eftir vinnu, nefndarsetum og risnu, þannig eru sett eðlilega hámörk á þörf til sýna afköst. Sá sem er búinn með sinn kvóta getur þá farið fram á að annar innan kerfis með kvóta leysi hann af.  Þetta hækkar þá grunnlaun þeirra í samanburði.   þetta gildir um flesta prókúruhafa í hlutfélögum í USA. til að vernd hlutahafa fyrir arðráni að innan. Aðilar geta látið múta sér til gera samninng sem er góður í 5 ár og svo fer allt til fjandans.

  þeir sem aldrei hafa rekið eigið fyrirtæki  á eigin ábrygð eða rekið það og ekki getað haldið strafkarfti  eiga ekki vera ræða það hvað þjóðinni er fyri bestu í fjármálum heima fyrir. Fáir þekkja erlendu hefiðirnar frá fyrstu hendi.

Ísland með allan þennan inn og útfluting miðar ekki við Alþjóða PPP raun veðhæft viðskipta gengi heldur heima bókað fjármálagengi [sem er hægt að fegra] þess vegna geta óprúttnir aðilar haldið hér fjármála genginu meðan eru tryggja sér rætur hér í grunni efnahags og svo nátturlega þegar öll örugg veð eru búinn dregið úr eftir fjármála flot krónu eftirspurn.  

Gallar hér í skattlögum og innri viðskipta og fjárlaga rammar eru svo götóttir og rökvitlausir að erlendir bóklærðir menntamenn geta ekki gefið sér það sem orsendu þegar þeir eru ræða um Ísland, þeir hafa ekki ímyndunarafl.   þetta skekkir myndina fyrir Íslendingum heima fyrir. 

Ef við gátum ekki lifað að rekstratekjum sem voru 30% hærri að raunvirði fyrir 30 árum í samhengi  OCED ríkja, hvernig er það hægt í dag.  Ef við eigum ekkert PPP óveðsett til baktrygginga í dag, hver fer þá að ofbjóða í gengið hér næst 30 ár. Ísland er með heimsmet í hagræðingu , hefur lækkað meðaraunvirði á orku og fiski  á öllum mörkuð heims mælt PPP.  þegar búið er leiðarétta fyrir vöxtum og sköttum yfir meðalagi.

Yfirtaka kaupenda erlendis fer þannig fram að kaupir vaxtaskuldir héðan gegn langtíma viðskipta samningu um að greiða í framtíðinn á raunvirði.  Til að auka sinna hagnað og keppnis hægni heima fyrir.

Mommon veit að: margt smátt geri eitt stórt og þolinmæði þrautir vinnur allar.

Upplýsingar sem kauphallar keppnisaðilar útvarpa verður alltaf að rannsaka í [s]kjölin, Banki í keppni til auka hlutdeild sína á árs reiðufjár uppskeru á lokuðum keppnismarkaði,   getur gefið út að hann hafi greitt svo góðum stafkrafti ofur Bónus,   þá til að hinir geri það líka þótt þeir eigi ekki varasjóði.  þá getur sá sem átti varasjóði byrjað hækka sig minna en hinir: hagvöxtur er rólega hækkandi  í eðlilegu árferði til að örva skattarlegar millifærslur. þá fara þeir á hausinn.  Eins dauði er annarrs brauð.

Mammon hefur ekkert breyst og er eldri en allir hagfræðingar.

Júlíus Björnsson, 16.5.2013 kl. 02:36

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ein spurning til þín.Ef skattalækkun og hækkun persónuafsláttar kæmi í stað kauphækkunar en sambærileg hækkun skatts kæmi á innfluttar munaðarvörur.Er þetta eitthvað sem væri mögulegt?Engin skattalækkun kæmi þá til fyrirtækjanna sem mér skilst að sé í farvatninu því í staðinn myndi launastöðvunin létta undir með þeim í staðinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2013 kl. 04:43

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér litist eiginlega einna best á hugmynd verslunarinnar, þá að lækka vask, en verslun virðist vera að leita úr landinu sbr. utanlandsferðir í verslunarerindum. Bent hefur verið á að erlend verslun sé orðin ein meginfataverslun landsins. Án þess að starfa hérendis.

Kostur, vinnur gegn verðbólgu. Lækkar verðlag. Hækkar ekki lán.

Þetta þarf einnig þó að bíða þangað til að tekist hefur að semja um erlendu gjaldeyrislánin.

-------------------------

Það þyrfti þá sennilega að setja aukinn vask á allar vörur nema matvörur. En það þarf að gæta vel að reglum EES sem banna mismunun. Einnig eru reglur um beitingu skattlagningar sem er unnt að rökstyðja að sé ígildi tolla, mjög strangar.

Galli verðbólguvaldandi. Hækkar lán.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2013 kl. 10:47

4 Smámynd: Höfundur ókunnur

Stefán er iðjót og ber að túlka hann sem slíkan.

Höfundur ókunnur, 16.5.2013 kl. 11:06

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

þú talar um verðbólguvaldandi og það muni hækka lán.sjálfsagt ef þú hækkar innkaupsverð á vörunni.En getur þetta ekki einfaldlega verið tilfærsla á sköttum.Þú lækkar (afnemur hluta)skattinn hjá launamanninum en Hækkar hann(bætir við) hjá heildsalanum sem flytur inn vöruna.Og þótt hann hækki verðið á moti þá ætti minna að vera flutt inn (minnkandi eftirspurn)Þannig að krónan ætti ekki að gefa eftir(vöruskiptajöfnuður í plús).Varðandi verðbólguna og hækkun lána minnst mér ekki vera hætta á ef allt er eðlilegt.Gerist það ekki bara þegar verðtryggingin er virk.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2013 kl. 14:54

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Álagðir skattar sem hlutfalla af heildar GDP[PPP]  [alþjóðalegt raunvirðis viðskiptagengi á öllu nýjum eigunum sem seljast í reiðfé á hverju ári] eru 40%.

Skattar eru hreinir nýir beinir: skattar lagðir á nýjar áunnar eigninir starfandi [Salary, wages] útborgaða reiðufjárveltu til starfsmanna vsk. lögaða.
Svo söluskattar lagðir á heildarsöluveltu vsk. lögaðila.
Tollar er söluskattar til draga úr innflutning mismuna en tollar á móti tollum ekki.

Ríkið leggur svo aftur skatta á sömu eignir á sama ári, fasteigna skattar, og skattar á einga tilfærslur [fjármagnstekjur]  : arður, leiga
óbeinir eru skattar á ekki vsk. aðila : þjónustu gjöld vaxtaskattar , og allir skattar á þessa lögaðila.

það er skattar á nýjar eignir beint og óbeint á það sem búið er skattleggja einu sinni.

Skattar eru lagðir á til taka af aftur: Skattar á strafsmanna veltu er  til fjármagna grunnvelferða kerfi einstakalinga og besta að dreifa hlutfallalega  jafnt [án persónu afsláttar]  
Þegar útborgað kaup fer yfir 1/3 af meðalvinnu kaupi byrjar venjulega  tekjuskattur á uppgjörsbili[1 þrepi] frá 1/3 af meðalvinnulaunum til meðalauna [útborgað eingir + álagning: skattar, lífeyrisjóðir.
stéttarfélgsgjöld] .  Þessar auka prósentur á uppgjörtíma bilum  [þrepum] er til að gera meiri kröfur til þeirra sem fá meira útborgað.  Vaxandi meiri í samræmi við ofurmenninn.  Lögaðilar leggja á fyrir þessu og hirða með sölu.   

Söluskattur er svo lagður á til fjármagna þjónustu við geira skipta vsk. lögaðil eftir eðli og þá í samræmi  við veltu.  Stórir risar í fákeppni grunni lávirðis greiða minnst í söluskatt um max 1,99% , milliliðir með minnu veltur borga milli sölu skatta, og loka söluaðilar á almennum neytenda mörkuðum leggja á hæstu prósentu. Í Vsk. þrepa söluskattskerfi kerfi þá leggur loka sali sölu skatt á en má draga frá honum þá upphæð sem hann hefur greitt á 1.þrepi og milli þrepi.  Upphæð sem hann skilar er því  meiri sem verslar minna inn söluskattskylt. Huglæg þjónusta. 

 Erlendis er talað um income tax[ innkomu skatt] Tekjuskattur er úrelt og merkir bókstaflega að ríkið tekur hluta af uppskeru af sjálfþurftar einingu, hún greiðir svo í fríðu: vaðmál, egg, og fisk , sem er svo selt í einoknunar verslum konungins í borgum. Taka hlutfall af vörunni.

Umræður um skatta mál á Íslendi einkennast af þessu frumstæðu verslunar háttum.  Meiriháttar vandamál til skekkja og flækja alla rökrétta nútíma umræðu þá í samhengi þroskaðar stöndugra, sjálfbærra borgríkja í miklum við út og inn við aðra efnahagslögsögur.

40% af er 67% á beint og óbeint.  þetta er spurning um stjórnsýslulega markaðs sálfræði hvernig þessi 67 % álagning er innheimt. Til að fjármagn alla aðra en PPP-geiranna.

Best er dreifa öllu hlutfalslega jafnt og tyggja lágmörk og hámörk umfram tekju lögaðil.  Lögaðili sem stundar undirboð  það er sama og svört markað starfsemi, og Persónuafláttur föst upphæð á starfsmanna, kyndir undir vöxt látekju reksturs og þræla halds. 

Verðbólga gerist þegar ríkið markaðsetur reiðufé umfram það magn sem sama magn á neytendenda kostaði í tölu ári á undan.  þetta kemur svo fram í  sýnishorni af t.d. verði neytendakörfu : 80% í meðaltekjum. Vigtin er pengur á annarri skál og raunverðmæti hinum megin.  inflation er þegar upphæða peninganna hækkar en raunvirði óbreytt.

Ef almennir frakkar hafa ekki matarlist þá virkar hagvöxturinn ekki.  Ríki sem eiga nóg til að metta fjöldan hafa ekkert við hagvöxt að gera.

Eftirspurn innan Fakklands eftir PPP hefur minnkað  sennilega vegna fullvissu um vaxandi meiri erfiðleika í ósjálfbærum Meðlima ríkjum.
kreppu hræðsla er óþörf í ríkjum sem geta brauðfætt sig.  

Ríkið verður alltaf að markaðsetja reiðufé sem tryggir minnst sama magn neyslu á hvern íbúa af nýjum eignum, eða skera niður kostnað við lögaila sem ekki greiða skatt vegna sölu nýrra eigna.   

Skekkja umfram fyrri selda eftirspurn er nauðsynlegur hagvöxtur.  Krafan er 2,5% eða 5,0% ef almenningur er ekki nógu virkur að fjárfesta eða áherslur á kauphallar reksrti eru miklar.

Eignamillfærslur er skattskildar en þann skatt verður að greiða með hluta af sölutekjum nýrra eigna.  Eignamillfærslutekjur skattar er hugsaðir til skerða eigntekju körfur fárra lögaðila eða lögaðila, Vernda Ríkið fyrir að myndist ríki innan í Ríkinu.  það er líka hægt að setja hámörk og lágmörk á eignaupptökur á sama skatta ári.

Inflation  á að hækka allt hlutfallslega jafnt til við hlutfalslegum stöðugleika.   Passa upp á eignakröfur vax ekki fram úr hófi og mikið reiðufé safnist á fárra hendur [ í skjóli engar verðbólgu]  svo þessi aðilar geti valdið hypo inflation með að dæla uppsöfninu  inn á almenna markaði all í einu.  Eða orðið ríki í ríkinu.

Fyrst vex kartafla svo kaupir ríkið eina [beint eða óbeint] og þá er mynt orðin virk. reiðufé endar svo  í kauphöll eða banka.

Á Íslandi hækkar skammtíma hagvöxtur , húsnæðis kostnað á langtímaforsendum.  Verðbólga þarf ekki að hækka skammtíma neyslu veðskuldir í ríkju sem hafa nóg af efnum.   Almenningur getur minnkað eftirspurn  á skamtíma lánum og aukið eftirspurn eftir langtíma.  það er hægt þegar skýr skil eru á milli verðtyggingar [langtíma forsendu grunnur 5 ár minnst] og ávöxtuna umfram hana [skammtíma grunnforsendur:  allt annað samhengi.

80% er langtíma verðtryggt  fylgir viðskipta gengi liðinna ára, 20% er væntingar um ávöxtum leiðréttar með sköttum.  hækki 80 ein. um 5% þá eru það 5 ein. sem fara upp í ekki vsk geira og valda  25% hækkun á secondary market.

10% ríkust hirða um 24% til 35% af heildar raunveltu meir því hærri sem meðallaun eru. 80% fá alltaf sinn hlutfallslega skerf.  þess vegna  eru meðlaun reiknuð og gefin upp með gefa upp hlut þeirra 10% ríkustu og hlut 10% fátækustu í heildar tekjum. þetta er til friða þá sem kunna ekki að reikna eru ekki fjárlæsir. Millstéttin verður vanalega brjáluð ef 10% ríkustu auka sinn hlut á hennar kostnað. AGS mun ekki hafa trúað að nægði bara skipta um ríkstjórn hér til viðhalda sama geðveika forsendu grunni.

Engin skil á verðtyggingu og ávöxtum umfram viðskipta gengi.  Hækka persónu afslátt [setja á slíkar niðurgreiðlur] af velferðartekju stofni er ekki inn í USA. þar vilja Demokratar  leggja 5,0% á í viðbót: medi care.  2,5% skila stafsmenn og 2,5% skilar lögaðila sem leggur 5,0% á innkomu.   Hvernig á að fjármagna heilsugeira grunn ellilífeyri og eða grunnframfærslu lífeyri ef ekki má leggja á velferðaskatta? 35% er lagt á í USA í dag og skila starfsmenn 17,5% og atvinnurekendur 17,5%  að upphæðum 2,1 kr útborgaðar. frá 2,1 til um 6,0 miljónir  er lagt á  um 22% sem strafsmenn skila þetta er þrepa tekju skattur.  þess vegna er auðveldara að borga út hærra kaup til stafsmanna í USA, en á Íslandi.  fyrir lögaðila er þetta spurning um heildar velferðarskatta á útborgðað kaup allra starfsmanna.     Fjölga virkum sjálfbærum vsk. aðilum er kostur allir borga minna upphæðir en meira í heildina: hér er nóg af efnum til manneldis.  Velferðaskattar og söluskattar borga framfærslu hagfræði og stjórnmála  prófessora til dæmis.  Spurning er hvort þessi strykur sé að auka þjóðartekjur hér PPP. Hinsvegar hafa þeir greinlega enga áhuga á PPP eða hvað kemur í hlut 10% ríkustu hér  eða hlut 80% þar fyrir neðan.  10% fátækust fá erlendis um 1,5% til 2,0%[Sviss] AF HEILDAR TEKJUM ALLARA EINSTKLINGA Á HVERJU ÁRI.  þetta kallast ekki aðalatriði til velta sér upp úr, minna en lámarks hagvaxtar skekkja.     Ég gæti trúað að 35% einstaklinga hér fá 8,0% að heildarlaunum.  80% millistétt fái 50% og 10% ríkust um 42%.
Allavegna er aldrei birtar myndir hér sem sýna netto og brutto dreifingu á tekjum einstaklinga.

þetta lyktar sem fals og prettir. Skapar ranghugmyndir. 

Júlíus Björnsson, 16.5.2013 kl. 15:51

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef Smári Ásmundsson "..."Og þótt hann hækki verðið á moti þá ætti minna að vera flutt inn (minnkandi eftirspurn)Þannig að krónan ætti ekki að gefa eftir(vöruskiptajöfnuður í plús)"

-------------------------

Mundu eftir innkaupaferðum. Ef þú eykur tekjur almennings með lækkun skatts á laun en á móti hækkar vask, muntu líklega fá aukningu á innkaupaferðum.

Þá sleppur almenningur við vask greiðslur hér, en nær að krækja sér í aukningu á gjaldeyrisneyslu.

Það fækkar störfum í verslun hérlendis, skatttekjur af launum við verslun innanlands minnka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.5.2013 kl. 16:01

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Raise That Wage

Hækka útborgað reiðufé hinna vinnandi til auka virka almenn eftirsprun ef söluskatts skildri vöru og þjónustu er það sem Krugmann á við , í öllum þorpum og borgum USA hækka
PPP á mörkuðum USA.   þetta á við ef Ríki, borgir sveitarfélög, heimil, einstaklingar hafa efni á því.

Ekki hækka vaxtagengið á secondary markaði  hinn 10 % ríkustu: það er drífa hagvöxt á fjármálgengi [eignupptökum.

Frakklandsforseti er útskýra núna vandamál:Meðlima Ríkju EU [Suður] munu ekki vera sátt við ef hagvöxtur PPP=neysla eykst hlutfallslega mest í Þýsklandi og Fakklandi.  þetta er auðskiljanlegt.

USA, Norgur , Sviss  hafa líka skyldur að auka ekki raunvirði kaupmáttkaupmáttar sinna millistétta mikið meira en en annarrstaðar á Vestulöndum. Vegn áhrifa á almenning í nágranna ríkjum.

Kínverjar spila líka inn í hagstjórn USA, þeir vilja fá fleiri dollara fyrir sínar vörueiningar því þar er bullandi neylsu haghvöxtur.

Ísland getur hinsvegar réttlætt að raunvirði útborgaðar framfærslutekjum hinna 80% -90% fátækustu í tölu ef það skilar auknu framboði vsk. vöru og þjónustu sem endar í endurvinnslu sana árið. Þar sem hér er PPP orðið 30% lægra miðað við öll önnur ríki OCED á 30 árum. Minna en á Írlandi.  Vegna ranghugmynda um að hægt sé hækka raunvirði þjóðarframleiðslu með hækkun á fjármagnskostnaði: sköttum, þjónusgjöldum, vöxtum , lífeyrisjóðgjöldum, stéttarfélagsgjöldum  + öllum hækkum hjá ekki vsk. aðilum.

EU regluverkið miðar við íbúafjölda Meðlima ríkja líka áður en verða formlegir Meðlimir N.B.  Skoðið á netinu Wolverhampton.    http://en.wikipedia.org/wiki/Wolverhampton

Darling segir í minningum að Ísland sé sambærilegt PPP eða fjármálalega. Ég sagi það sama ef ég væri með EU heildarsamhengi í huga sem rökin með Innlimun.

Þarna er  íbúasamsetning hliðstæð stefnu hér, þéttbýli 250.000 og umhverfis sveitarfélög um 250.000, 10.000 ríkistafsmenn , 24.000 háskóla nemar.   

Mjög hagsýnt og til fyrir myndar að mati EU borgara.

competition:the activity or condition of competing against others. Ecology: interaction between species or organisms which share a limited environmental resource.

merkir tvennt í EU samkeppni meðlima ríka á mörkuðum utan EU, en inn á almennu  mörkuðum Meðlima-Ríka keppni um að auka eftirspurn eftir vsk. vöru og þjónustu á hverju ári. Þetta í framhaldi eykur raunvirði á nafnvirði hlutabréfa allra á framleiðslu ferlinu , nama á lávirði stöðuleika fákeppni grunninum með max og min  verðmörk . Grundvöllur stöðuleika er nýta sér ekki neyð borgara til til eigin ávöxtunar.

Matvæli sem er til Íslands í kæli gámun eða fryst [eða með lítið geymslu þol],  kosta um 500 kr. á stykki , vegna fluttings , trygginga og vaxta.    

þar heildar skattar af PPP: efnislegu færanlegu raunvirði GDP(PPP) þjóðar tekna er 40 % ári. og veð 80%  fátækustu er með  60 % af því.  Meðlaun allra íbúa : 5.040.000 kr.  á ári. þár eru meðalaun þessara 80% : um 3.780.000 kr. ári eða 315 kr. á mánuði. Skattar=laun og húsnæðistengt. liífeyrissjóðir millifærslur ? 60% af  126.000 kr meðal útborgaðar tekjur 80% fátækusti til að fjárfesta í neyslu vörum.  Hér þarf að breyta tekjudreifinu[útborguðu ráðstöfunarfé] á ársgrundvelli. þannig að allir geti fjárfest mest í langvarandi hagvexti inn lögsögu: gróska mikill á almennum gæða mörkuðum.    Hráefni til fasteinga bygginga ber sölu skatt [hér inn í neyslu hagvaxta vísitölu]  þetta skekkir líka mynduna, eykur þannig mældan hagvöxt max. 5 ár, en krefst svo tekna  til efnisleg viðhalds og skatta og trygginga og starfsemi innan hús það sem eftir er.    Ofur dýrkun Íslendinga á húsnæði má líkja tengja við gjaldeyris höft frá landnámi þanngað til fyrir nokkrum árum.   Bullarar hér segja að við höfum búið við gjaldeyris höft í 60 ár. Almenningur hafði nú engin ráð á að kaupa neinn gjaldeyri í heimum fyrir 60 árum, og samið var um vöruskipti hvað varðaði tegundir og magn milli ríkja. OCED Ríki notuð þá PPP vigt til að leiðrétta ef uppskeru brestur varð í öðru ríki.   þá mátti borga mismun í gulli t.d.  Global free traite [possbilities] koma um 1970 og PPP er útvíkkað og vigtar allt sem selt er á allri jörðinni.  Leiðréttingar geta því verið borgað í hverju sem er sem er færanlegt í vöruviðskiptum.  USA áskilur sér rétt til láta Kína svindla á sér. Falsa raun virði í sendingum. því marg smátt gerir eitt stórt á 30 árum. Rétti til refsa eða hefna. Réttlæta spennu og störf hervarna.

Þetta samhengi hefur verið þaggað niður opinberlega eftir 1970, en umræður voru opinberlega mikið skýrari fyrir 1970 og eldri sögubókmenntir eru fullar af berorðum myndlíkingu  á ríkja samskiptum  og aðalsmanna fortíðar [10% ríkustu] . Fólk hefur víst ekki langtíma minn almennt, þess vegna er Ísland í slæmun málum.

Eftir stjórnmálalegum leiðum er samið um að raunvirði PPP milli ríkja  sé t.d. 5000 miljarða í báðar á öllum 5 árum. EU segir sennilega 80% sé fastbundið[í langtíma viðskipta samningum lögaðila: undir regluverki] í magni og tegundum. 20% er almennt.

Ísland skilur ekki að global free market er fair market vegna PPP.  Samanber bullið í ný-frjálshyggju aðilum hér sem snúa öllu upp í hreinan kommúnisma. Allir flokkar eins í grunni.

Ísland stundað inn á ESS að lækka raunvirði innflutings PPP, til valda þar samdrætti og atvinnuleysi.  Til að m.a. réttlæta laun hagfræðinga,  það þarf að hagræða í skattamálum lækka útborgað reiðufé sumra  til að koma nýjum inn.  þá átti einmitt lækkun á raunvirði almenns  manneldis að lækka hér [PPP gleymdist]  þá byrjaði gróðinn hér og réttlæta að hækka verð á húsnæðiskostnaði almennings [uppsöfnum lífeysisjóða ríkisins]. 

Erlendis átti að lækka manneldis kostnað millistéttaborgara til að fjölga viðskiptafærslum í öðru, kaupa oftar inn á öllum 30 árum, kaupa nýjungar tvölur og diska, flatskjái, námskeið með söluskatti.  80% hafa alltaf haft 74% af heildarrástöfunar fé til ráðstöfnur í þýsklandi. 

S-EU skar niður sjálfþurftar búskap, flutti inn vinnuafl í skíta störf að mati innfæddra 8sem urðu fínir] og hækkaði laun allra toppa og réttlætti með fleiri námsmönnum og lengri námstíma til að koma í móts við þarfir þeirra, minnka brottfall.   Á Kanary var almenn lestra kennsla engin fram til 1955. þegar menntunar æðið gekk yfir þá reistu þeir múrteins háskóla: ódýra, 55 ára lærðu að lesa , og nú er þar fullt af ódýrum jarðfræðingum og sagnfræðingum.  Á Spáni um 1970 var 1/3 unglinga vart læs.  Svo gerast breytingar og dagblöð hætta að seljast , hagvöxtur verður enginn í þessum geira. 

Blanda öllu saman er ekki rökrétt.  Fair traite og hlutfallslega jöfn dreifing skatta er best. passa upp á að 80% meðaltekju einstaklinga   fá allt af útbogað það sama prósentulega af heildar tekjum á öllum 100 árum.

Eldirborgarar, atvinnuleitendur, öryrkjar, námsmenn,..  réttlæta launuð störf í EU, réttlæta líka arðbær störf en þessi hópur fær fé til að fjárfesta í PPP aukningu á heimamarkaði.
Nýjast hagfræði hugmynd í EU þinginu í dag er fjölga í ríkis löggæslu og heimavarnaliði, aðal rökin eru hryðjuverk og vaxandi glæpa tíðni [uppreisin í S-EU gætu breiðst út.    UK er nýbúið að lækka laun löggæslumanna hjá sér til að undirbúa fjölgun og strangari landmæra gæslu og segir það gegn glæpa lið frá öðrum Meðlima Ríkjum og liði sem vill komast í velferðatekjustofna innfæddra.

Íslenskar umræður snúast ekki um markvissa stjórnsýslu heldur einhvers konar illa ígrundaða ísl. hag-stærðfræðilega tilraunstarfsemi.  Ef hér er stofnað hávirðisaukamatvælaverksmiðja sem sem sem selur innlands almennt og fáum uppum erlendis þá lækkar heimframreilðslu kostnar á vöru einingu. Ríkið græði því mesta á að allir starfsmenn hafi sem mest útborgað til auka heildar upp velferðaskatt einstaklinga. 20 kr. 1 þrep. 60 kr. 2. þrep. 120 kr. 3. þrep. 460 kr.  frá lávirði til hávirðis: látekju almennig til hátekju almenningis. 

UK sagði ef þið viljið ná í CACH  til að minnka uppsafnaðar skuldir við UK banka [sem ekki megas eiga viðskipti við sjóði með 4,5% áhættu grunnvexti og engin bakveð] þá getið þið stofnaði útbú samkvæmt ESS, hinsvegar til að við getum tryggt þessi útbú þá verða þau að greiða fulla skatta til okkar fyrir þjónustuna. þetta þótti nú sérfæðingum hér súrt í broti. þá kæmi enginn gróði Til Íslands?  Græða á annarra ríkja mörkuðum er ekki líðandi, nema þau gráti biðji um láta arðræna sig. Utantekningar eru til.

Gains [<Gewinne er ávinningur : umfram meðatal]  and losses [afföll eða ndir meðatali]  samhengi skilgreindra markaða.  EU segir þannig að allir sitji við sama borði á öllum fimm árum. þannig getur sá grætt sem á hverjum degi kaupir bréf hjá þeim sem er yfir og selur áður en fer undir] í kauphallar mörkuðum. Fair play.      Milli ríkja [eftir að Nýlendutíma lauk] þá er Ávinningur geymdur til eiga á móti affölum næsta ár allavega þannig að aðilar sitja við saman borið á öllum fimm árum.   Verðtygging [security against infaltion] er alveg raunvaxta laus á öllum 5 árum. Í því felst örggið og langtíma stöðuleiki.  þjóðverjar er langbestir að lámarka alla áhættu af verðtryggingum sem hafa enga merkiningu á styttri tíma bilum en 5 ár.

government policy: PLANS, strategy, stratagem, approach, code, system, guidelines, theory; line, position, stance, attitude.

a course or principle of action adopted or proposed by an organization or individual.
Innan rammlaga óháð einstalingum sem uppfylla skyldurnar.

Flugstjóri hefur litið val um stjórnar hætti og þegar bregður út afvenju þá er hann líka viðbúin að fara eftir reglum.  þetta veitir farþegum öryggistilfinngu eins ógeðveik verðtrygging.

það er fullt af svona hefðum á Íslandi sem eyðileggja heildar hagsmuni Íslands í Alþjóðsamhengi.  Ísland keppir ekkert við látekjuhluta markaða í Kína og Indlandi. Vegna veðurfars.

Lækki vaskur þá lækkar hann lika á einkainnflutningi.  Hér þarf vegn fámennis, og laða að túrista, að stofna meir að sjálfstæðum max 12 manna sölu fyrirtækjum með  [með ekkert eignarhalds félag bak við tjöldin].  Setja reglur upp aftur bókabúð,ir reiðhjólverslanir , ferskvöru,  leggja niður eða minnka vægi keðja og eignarhaldsfélaga á bakvið sem mjólka margar í gengum banka. þá verður nóg að gera í öllum sérverlsunum vöru og þjónustu sem standa sig, þá er líka nauðsynlegt að almennir neytendur vilji bara gæði, nenni að standa í því að panta á netinu  og vera ekki eins og meirihlutinn í nærhverfinu.

það þarf að réttlæta störf  sem auka PPP og skila því sem þarf til fjámagna nauðsynlegt grunn velferða kerfi.  Einfalda kjara samninga.  Semja um grunnlaun sem taka ekki mið af aldri , aðilar geta samið sjálfir um umframið.  Ríkið ákveður lámarksfrærslu tryggingu  allra og eykur þegar ástæður kerfjast þess. Veikinda daga og banrseignafrí verði greitt út úr sameiginlegum velferða sjóði allrra lögaðila.   Til að fyrirtækin sérhæfð geti einhenti sér í auka raunvirði sinnar sölu eða GÆÐI GÆÐI SINNAR EKKI VSK. ÞJÓNUSTU.

Fyrirtæki leggur  40% á allt úborgað kaup upp að 2,1.  leggur svo auka 5,0% á reiðufé innkomu þeirra starfsmanna sem eru umfram 2,1 milljónum og undir 6,0 milljónum.  Endurgreiðslur velferðskatta greiðast út 1. apríl árið eftir. hjón, eftirlifandi makar, barna fjölskyldur.   Lögaðilinn sem verður að selja fyrir áunnin eign starfsmans og sköttum sem henni fylgja í borgum hingað til.

Svo til að vernda starfmenn þá má setja dæmið þannig upp 173 tímar kosta minnst  141.000 í reiðfé út  skattur á 50%  72.000. lækkar ef gerður er samningur til eins árs í 40 %.

Tímakaup miða við þetta er: 815 kr. út í reiðufé  Skattur 60% á staka tíma sem ná ekki 173 tímum á mánuði. 489 kr. Vinnustund fyrir alla lögila þá  1304.  Svo færa hann magn afslátt og fastráðingar afslátt.  Stöndug fyritæki með eðlilega  endur nýjun á starfkrafti græði lang mest á þessu.

Leiðréttingar eru svo greiddar úr 1.apríl árið eftir eða gjaldfelldar.  þá er komin auto virkini í grunni sem er mjög ódýr. t.d taxti fyrir yngri en 18 ára.

Íslendingum kemur ekkert við tölfræði skilgreining EU á heildar innkomu allra ríkisborgara  sem er nálgun á raunvirði þjóðar framreiðslu PPP. Heildar inkoma [hér heildar laun kallað]  er inkoma vegna áunnar vinnueignar,  vegna leigu , arðs vaxta, eignasölu , skattar og nettó bætur=hagfræði eignatilfærslu, vaxta bætur húsleigubætur ,,.... Meðllaun  fást svo með deila ífjölda íbúa.

Þetta er PPP skatta control umboðstjórnar sem þjóðverjar eru höfundar að.

Íslendingar eru smábörn í skatta málum. Langbest væri  ef fyrirtæki eru mörg og lítil að Lögaðili skilaði öllum skatti í sínu nafni  og strafsmaður skili engum sköttum í sínum heila. þá getur hann bara látið sig dreyma um hærra útborgað reiðufé.   Hinsvegar ef skatta lögregla eru auminjar eða siðspilt þá er best, að starfmaður skili formlega öllum velferðaskatti og lögaðili sé ekki bókaður fyrir neinum , þótt hann afhendi velferðsjóði  skattinn en ekki skráðum strafsmanni.   þetta er hugsað sem strafsmanna control í Svíþjóð. [Af skattmann bak við tjöldin] . USA segir 50% 50%.
þá er þetta karp um skatta búið hér.

Lögaðilar vsk. greiða vsk. fyrir sitt rekstrar öryggi erlendis.  Hinir lögaðilarnir greiða þykjustu skatta.  kallað einkavæðing á ríkislögaðilum er formsbreyting á eignarhaldi ekki regluverki eða rekstrar starfssemi.   Tilgangur lækka beinar skattatekjur ríkis og  minnka skuldir í efnahagsreikingi á kennitölu Ríkisins.  Dreifa á margar nýjar kennitölur.    þetta er sálfræði fyrst og fremst. Börnin hér misskyldu þetta.  Skilja hluti í samhengi og séð að ofan og anallýsa niður í sérfræði atriðinn sem skipta almennnt engu máli. 

Rangur forsendur grunnur skilar röngum hugmyndum og niðurstöðum . Ísland er ekki eins og Nýlendu Ríki í laga grunni og hefðum. 

Fyrirvar EU einkavæðinagar tilskipunar var að öll Meðlima ríki byggju á sama lagabókhalds regluverksgrunni þannig skipti formbreyting ekki máli. Samfara að Seðla Bankar máttu ekki lána hvör öðrum beint í framhaldi: innri samkeppni truflandi Seðlabankar gætu hjálpast að gegn uðru ríki minnka þess þjóðartekjur.   Til að fylgjast með fjámagnflutningum  allra lögaðila þarf allt að bara í gegnum prívat [leyndarbanka]  banka og kauphallir. Fjárstýrt undireftirliti umboðstjónar með tilboðs meðmælum.  Þetta átti réttlæta störf, fleiri færslur í  tölubókhaldi umfangsmeiri fjámálastarfsemi. Mikið miskilið hér samanber flækustigið.  þjóðverjar í toppi hugsa ekki flækjum. Flækjustigið sem kemur upp er sönnum um vanlæsi sérfræðinganna.  Hæfust stofnanir EU fara yfir allt sem kemur frá umboðstjórn. það eru engir tossar þar. Gæði sérfræðinga skipta máli í Þýsklandi t.d.  þar eru gæða fræðinga þrep  líka.  1, flokkur, 2. flokkur og 3 flokkur. Þetta er EU menning frá upphafi.  það er keppni milli Meðlima ríkja. Þau hjálpa ekki hvort öðru ef þau tapa á því. Talsmenn eru allir hollir sínu ríki, ekki Íslandi.  Eins dauði er annarrs brauð. 

Júlíus Björnsson, 16.5.2013 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 847106

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband