Reiknað með að Frakkland komi undir þrýsting!

Þetta kemur til af því að skv. fréttum þá mun Framkvæmdastjórn ESB birta nk. föstudag spá sína um framvindu efnahagsmála í einstökum aðildarríkjum, ásamt spá um stöðu reksturs einstakra ríkissjóða. Frakkland er þegar búið að viðurkenna, að yfirlíst markmið um lækkun halla. Munu ekki nást sbr.: Low growth forces Hollande retreat. En það kemur til vegna þess, að spá ríkisstjórnar Frakklands um framvindu efnahagsmála er augljóst ekki að standast - og er það sennilega nokkuð víð gjá milli.

  • Það getur því verið nokkuð forvitnilegt að sjá, hvað Framkvæmdastjórn ESB telur framvindu efnahagsmála líklega vera, og að auki hve mikill hún telur halla franska ríkisins verða í ár.
  • Útlit er fyrir að franska ríkið ætlist til þess, að samt verði ekki farið fram á við Frakka að frekar verði skorið niður - til að ná fyrirhuguðu viðmiði.
  • En það er einnig atriði sem áhugavert verður að fylgjast með, hvort Framkvæmdastjórnin mun krefjast - frekari niðurskurðar. Eða hvort að frönsk stjv. ná að fá fram vægari meðferð.

Sem setur í skemmtilegt samhengi, að á þriðjudag 19/2 mun Hollande koma í opinbera heimsókn til Grikklands, þ.s. reiknað er með því - að Hollande muni leggja ríkt á við grísk stjv. að standa við undirrituð markmið m.a. um niðurskurð: Hollande wrestles with austerity demands.

"Jörg Asmussen, German member of the European Central Bank’s executive board, left no doubt about what he thought last week. “(I) believe personally that it is particularly important that France reduces its deficit below 3 per cent this year,” he said, adding that France and Germany have a “particular responsibility” to set an example to the rest of the eurozone."

Ljóst um viðhorf fulltrúa Þýskalands í stjórn Seðlabanka Evrópu. 

En þetta er auðvitað punktur - að sama skuli gilda um alla.

Fyrst að löndin 2, þ.e. Frakkland og Þýskaland séu að krefja ríki í vanda um niðurskurð og launalækkanir, þá líti það ekki sérlega vel út - ef þau sjálf neita að beita sig því sama.

Þetta má kalla "sanngirnisrök" - á hinn bóginn, er óvíst að þetta sé hagfræðilega snjallt.

En niðurskurður Frakka, auðvitað bætist ofan á niðurskurðaraðgerðir í S-Evrópu. Og þá enn frekar minnkar eftirspurn innan Evrusvæðis.

Sem meðan að einkahagkerfið er klárt skv. hagtölum ekki í vexti, myndi að líkum auka á samdrátt enn frekar.

Aftur á hinn bóginn, ef Frakkar bersýnilega eru að láta aðrar reglur gilda um sig - þá getur það minnkað enn frekar vilja ríkisstjórna í S-Evrópu. Að fylgja kröfum Frakka og Þjóðverja.

 

Niðurstaða

Þó staða Frakkland sé áhugaverð, þar sem sterkar vísbendingar eru um samdrátt. Þá verður einnig áhugavert að sjá spá Framkvæmdastjórnarinnar um framvindu mála fyrir önnur aðildarríki. Ekki síst Þýskaland, sem var með enn meiri samdrátt á síðustu 3. mánuðum 2012 þ.e. -0,6% en Frakkland eða -0,3%. 

En spennan verður ekki einungis um það, hvort Frakkland hangir ofan við 0% þetta ár, heldur ekki síður hvort það mun eiga við sjálft Þýskaland.

Ég þykist nokkuð viss um að Frakkland verður með samdrátt. Kannski ekki meiri en á bilinu 0,5-1%. Jafnvel, á bilinu 0,2-0,6%. En ekki er síður áhugavert - hvort að Þýskaland verður einnig togað niður af kreppunni á evrusvæði. 

Þá vegna samdráttar í útflutningi til S-Evr. landa. Sem hafa verið mikilvægir markaðir fyrir bæði löndin þ.e. Frakkland og Þýskaland.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 847115

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 440
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband