Getur Berlusconi unnið næstkomandi sunnudag?

Svarið er einfalt - Já. En þar kemur margt til. Þetta snýst ekki bara um það að Berlusconi er mjög góður í því að reka kosningaherferðir. Heldur, kemur einnig til að hann er heppinn - ekki bara heppinn, heldur mjög svo. Það kemur þannig til sú heppni, að helsti andstæðingurinn. Sá sem lengi hefur litið út fyrir að vera nær öruggur með sigur. Hans flokkur er nú hamlaður af alvarlegu hneykslismáli.

Skv. síðustu skoðanakönnunum - hefur vinstrifylgin Bersani enn að meðaltali um 5% forskot. 

En kannanir undanfarið benda til þess, að fylgi vinstrifylkingarinnar sé á niðurleið.

Á sama tíma, er hneykslið vatn á myllu mótmæla flokks náunga sem heitir Grillo, og það má vel vera að þeir vinstrimenn sem séu að yfirgefa vinstrifylkinguna. Séu að ganga til liðs við hann.

Útkoman getur því í reynd verið frekar á þá leið, að Bersani tapi kosningunni yfir til Berlusconi. 

 

Hvaða hneyksli er þetta?

Þetta snýst um elsta banka í heimi, þ.e. Monte dei Paschi í borginni Síena, sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Og borgarstjórn Síena, virðist djúpt innvikluð í hneykslið tengt falli bankans. Og þar fer flokkur Bersani með völd.

Þó Bersani beri enga ábyrgð beint, þá virðist þetta skaða ímynd vinstrifylkingarinnar, sem nokkurs konar tiltölulega "heiðarlegur" valkostur.

-----------------------------

Það er mjög mikil heppni fyrir Berlusconi, að þetta mál virðist vera að blossa upp af sífellt meiri krafti - einmitt þegar kosningabaráttan er á fullum gangi.

Þó má vel vera, að fjölmiðlar þeir sem eru í eigu Berlusconi sjálfs, séu að gera sitt besta - til að magna upp málið í augum kjósenda.

Þetta er samt hvalreki fyrir hann.

 

Óttinn við Berlusconi er farinn að valda skjálfta í Berlín!

Tja Merkel kvá algerlega fyrirlíta Berlusconi - þannig að með Berlusconi mun aftur vera frost á milli Berlínar og Rómar. Der Spiegel: Berlin Warns Italians against Berlusconi

German Finance Minister Wolfgang Schäuble...in an interview with the Italian newsmagazine l'Espresso late last week... "Silvio Berlusconi may be an effective campaign strategist," ... "But my advice to the Italians is not to make the same mistake again by re-electing him."

"German Foreign Minister Guido Westerwelle told the center-left Süddeutsche Zeitung - "We are of course not a party in the Italian campaign," "But whoever ends up forming the next government, we are emphatic that (Rome's) pro-European path and necessary reforms are continued."

Þó Westerwelle tali undir rós, þá er ljóst að vegna þess, að Berlusconi hefur með mjög áberandi hætti, beint kosningaherferð sinni gegn, niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar Mario Monti á sl. ári; að hann er að segjast vonast eftir því að einhver annar en gamli bragðarefurinn nái kjöri.

 

Síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar má engar kannanir birta!

Ítalía er eitt af ríkjum Evrópu með þessa reglu. Þannig að síðustu kannanir sem heimilt var að opinbera, komu fram fyrir tveim vikum.

Það verður nú kosið um næstu helgi. Engin leið að vita hvort að áfram hefur fjarað undan vinstrifylkingunni hans Bersani. Eða hvort að honum hefur tekist að ná vopnum sínum, lokadagana.

Kosningin getur því farið þannig að Berlusconi vinni meirihluta í neðri deild ítalska þingsins, þ.e. nauman meirihluta.

Á hinn bóginn, þ.s. flestir fréttaskýrendur eru sammála um. Að nær útilokað sé að hann sigri í efri deildinni, sem eins og Öldungadeild Bandaríkjaþings eru fulltrúar einstakra héraða. Þannig að þá þarf að vinna í hverju héraði fyrir sig. Til að ná þar meirihluta.

Og vegna þess, að bæði Mario Monti sem fræðilega myndi hafa fylgi er dygði í því tilviki til að mynda meirihluta samsteypustjórn, og Bersani. Hafa algerlega hafnað samstarfi við Berlusconi.

Reyndar hefur Bersani sagt e-h á þá leið, að þá verði kosið aftur.

Þá getur Ítalía staðið frammi fyrir 2-földum kosningum með 3-mánaða millibili. Eins og Grikkland gekk í gegnum á sl. ári.

Og á meðan, ríki pólitískt kaos.

  • Ótti manna er augljós - að slík útkoma myndi starta evrukrísunni aftur

 

Niðurstaða

Sannarlega má einnig vera, að vinstrifylking Bersani sigri með nokkrum yfirburðum. En a.m.k. 1/3 ítalskra kjósenda er enn óákveðinn, eða var það fyrir tveim vikum. En eins og staðan var þegar lokakannanirnar komu fram. Virtist vera að fjara undan vinstrifylkingunni, vegna tjónsins sem hún hefur orðið fyrir af völdum hneykslismáls tengt elsta banka í heimi, í borg undir stjórn flokks Bersanis.

Flokkur Grillo, sem hefur risið upp sem allsherjar mótmælaflokkur gegn spillingu í bankakerfinu - innan pólitíska kerfisins, og einnig sem hróp hluta almennings gegn hnignandi lífskjörum. Yrði sannarlega sigurvegari kosninganna. En sá flokkur virtist í síðustu könnunum, vera á siglingu. Sennilega einna helst að græða á tilteknu hneykslismáli.

Ef flokkur Grillo tekur nægilega mikið fylgi af vinstrifylkingu Bersani - en flokkur Grillo virðist alls ekki höfða til líklegra kjósenda hægri fylkingar Berlusconi; þá getur vel farið þannig að Berlusconi vinni nauman sigur í neðri deild ítalska þingsins.

Sem líklega þíðir pólitískt kaos á Ítalíu. Þ.s. hinir flokkarnir hafa gefið út. Að þeir neita að vinna með Berlusconi. Margir óttast, að slík útkoma geti startað evrukrísunni á ný.

  • Fylgjast með á sunnudaginn nk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Það sem er hlægilegt í þessu máli að sjálft esb er farið að leiðbeina Ítölsku kjósendum að kjósa ekki Berlusconi, ella hlýtur þeir verra af.

Hér á árum áður var það ekki liðið að önnur ríki hlutast til um innanríkismál annars ríkis. Þurfum við ekki að standa upp og verja lýðræðið.

Ómar Gíslason, 20.2.2013 kl. 20:18

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir óttast Berlusconi. Þ.e. málið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.2.2013 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband