Einungis einn af hverjum þrem Bretum vill áframhaldandi aðild að ESB!

Sá þessa frétt á vef Financial Times, sjá: Only one in three wants UK to stay in EU. En könnunin er á vegum samstarfsfyrirtækis FT. Þannig að ég á von á því að hún hafi verið vandlega unnin.

Þátttakendur í FT Harris Poll, 2.114 fullveðja einstaklingar. Framkvæmd milli 29. janúar og 6. febrúar sl.

----------------------------------------------------

Niðurstöður

  1. 50% myndu kjósa, að Bretland fari úr ESB.
  2. 33% myndu kjósa, að Bretland verði áfram meðlimur.
  3. 17% myndu kjósa hvorugan kostinn.
  1. 50% styðja að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram.
  2. 21% eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild.

Þeir sem völdu að Bretland myndi fara, voru spurðir nánar.

  1. 12% af þeim sögðust örugglega skipta um skoðun, ef Bretland nær fram sínum markmiðum í samningum við ESB.
  2. 47% þeirra sögðu, að það væri hugsanlegt að þeir myndu skipta um skoðun, ef Bretland nær markmiðum sínum í samningum við ESB.
  3. 41% þeirra sögðu, að það væri af og frá að niðustaða samninga, hefði áhrif á þeirra skoðun. 

Önnur áhugaverð svör:

  • 45% svarenda telja að Bretland græði nettó á aðild.
  • 34% telja að svo sé ekki.
  • 86% óttast, að verið geti að óvissan um aðildina skaði hagkerfið. 
  • einungis 31% telja að breska hagkerfið væri veikara utan ESB.
  • "Harris (Poll) found that voters ranked the EU at only 14th in a list of 15 priorities for the UK, with healthcare, education and economic growth in the first three slots."

----------------------------------------------------

Niðurstaða

Miðað við þessa útkomu. Þá virðist blasa við. Að þeir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB. Muni leitast við að magna upp hræðsluna við afleiðingar þess, að ef Bretland fer. En miðað við svör virðist ótti vera ein hugsanleg leið til að hafa áhrif á kjósendur. Hin leiðin verði, að tala upp hverja þá niðurstöðu sem verður. Af útkomu saminga ríkisstjórnar Bretlands við aðildarríkin. En eins og sést af könnuninni. Þá er töluverður hluti Nei-ara til í að skipta um skoðun. Ef þeir sannfærast um ágæti samkomulags.

Eitt er þó ljóst að annarsvegar er niðurstaðan eftir 3 ár ekki fyrirfram gefin, og hinsvegar að þeir sem vilja að Bretland verði áfram meðlimur að ESB - eiga á brattann að sækja miðað við núverandi afstöðu almennings í Bretlandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 470
  • Frá upphafi: 847121

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband