Magnað sjónarspil í Rússlandi! Loftsteinn springur yfir borg!

Þetta er ekki síst magnað vegna þess, að slíkir atburðir geta verið á svo víðum stærðarskala. Sambærilegur atburður átti sér síðast stað á Jörðinni 1908 yfir Tunguska. Þegar loftsteinn eða halastjarna sprakk yfir Tunguska, sprenging sem orsakaði eyðileggingu á svæði 2.150 ferkílómetrar að stærð. Til að setja það í annað samhengi. Cirka sambærilegt að umfangi og dygði til að leggja í auðn eina af stærri milljónaborgum Jarðar. Atburður sem getur því drepið milljónir manna í einu vetfangi.

see caption

Sprengingin felldi tugi milljóna trjáa, áætlað að sprengikrafturinn hafi verið á bilinu 10-15 megatonn. Eða margfaldur kraftur Hiroshima eða Nagasaki sprengnanna.

Enginn fórst, en ef loftsteinninn sem sprakk nú yfir Rússlandi, hefði verið sambærilega stór. Þá væri vart nokkur til frásagnar af þeim atburði í Chelyabinsk.

Horfið á vídeóið. Og ímyndið ykkur stærðarskala Tunguska sprengingarinnar, til samanburðar. Þá hefðu ekki rúður brotnað - bara. Heldur eins og í myndum gerðar af ímynduðum kjarnorkusprengingum, veggur af lofti hefði þeytt byggingum niður í radíus að umfangi 30-40 km. Líklega dugað til að ekkert hefði staðið eftir af Chelyabinsk.

Sjá - Tunguska atburðurinn.

Meteor Explosion in Russia Hurts Hundreds of People: Reports

'Significant Thermal Explosion': Meteorite Strike in Russia Injures Almost 1,000

Meteor strike injures hundreds in central Russia

Russian meteor will teach us about future bigger hits

Það er ekki af ástæðulausu að vísindamenn hafa talað reglulega fyrir því, að eitthvað sé gert til að bregðast við þessari hættu.

Fræðilega er það hægt, sbr:

How Will We Stop Armegeddon?

TOP 10 WAYS TO STOP AN ASTEROID

En engin þessara leiða er auðveld í framkvæmd - auk þess, að rétta tæknin þarf að vera fyrir hendi. Þannig að slíkt sé yfirleitt framkvæmanlegt.

Ekkert er unnt að gera, ef viðkomandi hlutur er ekki uppgötvaður með a.m.k. hálfs til eins árs fyrirvara.

Síðan er mjög erfitt að áætla með vissu, hvort hlutur sé að stefna á Jörðina. Þegar sá er enn þetta langt frá. En mjög lítil stefnubreyting dugar til að hluturinn hittir ekki. Ef sá er enn t.d. milljón km. frá Jörðu.

Þess vegna fræðilega getur dugað t.d. að lýsa á viðkomandi hlut, með gígantískum laser á braut um Jörðu - svo maður nefni dæmi. Sem sennilega yrði að vera kjarnorkuknúinn. Því orkan þarf að vera svo mikil. En ef ein hlið er hituð, getur uppgufunin út í geyminn ein og sér dugað, ef hluturinn er enn milljón km. í burtu eða meir.

Sennilega væri risalaser minna pólitískt erfiður, en t.d. batterí af eldflaugum í geimstöð á sporbaug umhverfis Jörðu, hlaðnar kjarnasprengjum.

Tölvuteiknuð mynd af geimkanna knúinn af sólarsegli!

File:IKAROS solar sail.jpg

Og risalaser getur þess á milli, gert margt gagnlegt. T.d. knúið geimför frá braut Jarðar, með því að lýsa á sólarsegl. Þau mættu vera lengra í burtu. T.d. á leið til Mars. Laserinn væri þá mótorinn staðsettur á sporbaug yfir Jörðu. En geimfarið hefði ekkert eldsneyti. Enga eldflaugahreyfla. Nema þau för sem ættu að lenda. Einnig gætu þetta verið geimkannar, á leið héðan hvert sem er - eiginlega.

Þetta er ein af hinum vinsælu framtíðarhugmyndum. Að sameina í einu tæki, varnarkerfi Jarðar og leið til að senda með hagkvæmum hætti geimkanna eða geimför, um Sólkerfið. Væri mjög skilvirkt.

 

Niðurstaða

Sprengingin yfir hinni Rússnesku borg. Minnir okkur á að mennirnir eru enn fjarska litlir gagnvart náttúrunni. En geimurinn getur hvenær sem er, orsakað atburði sem geta eitt hér öllu lífi. Eða þá einungis einstökum borgum. Eða siðmenningu mannsins.

Það er vel mögulegt að verja Jörðina gagnvart þeirri vá. Ég lýsi einni hugmynd. Þeirri sem mér persónulega líst best á.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Einar.

Já sannarlega er þetta áminning um það hve menn mega sín lítils í raun gagnvart atburðum sem slíkum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 847124

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 449
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband