Fitch Rating hækkar lánshæfi Íslands / Mikill efnahagssamdráttur á evrusvæði!

Tvær fréttir:

  1. Fitch Rating hefur hækkað lánshæfi Íslands úr BBB- í BBB.
  2. Skv. Eurostat er mældur efnahagssamdráttur á evrusvæði, 4. ársfjórðung 2012 0,6%. Mesta fall síðan 1. ársfjórðung 2009. Þegar atburðarásin vegna falls Lehmans bankans var í fullum gangi.

Sjá Reuters um ákvörðun Fitch Rating: Fitch raises Iceland's long-term foreign currency issuer default rating

Röksemdafærsla Fitch:

  1. "The Icelandic economy has displayed the ability to adjust and recover at a time when many countries with close links to Europe have stumbled in the face of adverse developments in the eurozone. The economy grew by a little over 2% in 2012, notwithstanding continued progress with deleveraging economy-wide. Macroeconomic imbalances have corrected and inflation and unemployment have continued to fall."
  2. "Iceland has continued to make progress with fiscal consolidation following its successful completion of a three-year IMF-supported rescue programme in August 2011. Fitch estimates that the general government realised a primary surplus of 2.8% of GDP in 2012, its first since 2007, and a headline deficit of 2.6% of GDP. Our forecasts suggest that with primary surpluses set to rise to 4.5% of GDP by 2015, general government balance should be in sight by 2016."
  3. "In contrast to near rating peers Ireland ('BBB+') and Spain ('BBB'), Iceland's general government debt/GDP peaked at 101% of GDP in 2011 and now appears to be set on a downward trajectory, falling to an estimated 96% of GDP in 2012. Fitch's base case sees debt/GDP falling to 69% by 2021. Net public debt at 65% of GDP in 2012 is markedly lower than gross debt due to large government deposits. This also contrasts with Ireland (109% of GDP) and Spain (81% of GDP). Renewed access to international capital markets has allowed Iceland to prepay 55% of its liabilities to the IMF and the Nordic countries."
  4. "Risks of contingent liabilities migrating from the banking sector to the sovereign's balance sheet have receded significantly following the favourable legal judgement on Icesave in January 2013 that could have added up to 19% of GDP to public debt in a worst case scenario. Meanwhile, progress in domestic debt restructuring has been reflected by continued falls in commercial banks' non-performing loans from a peak of 18% in 2010 to 9% by end-2012. Nonetheless, banks remain vulnerable to the lifting of capital controls, while the financial position of the sovereign-owned Housing Finance Fund (HFF) is steadily deteriorating and will need to be addressed over the medium term."
  5. "Little progress has been made with lifting capital controls and EUR2.3bn of non-resident ISK holdings remain 'locked in'. However, Fitch estimates that the legal framework for lifting capital controls will be extended beyond the previously envisaged expiry at end-2013, thereby reducing the risk of a disorderly unwinding of the controls. Fitch acknowledges that Iceland's exit from capital controls will be a lengthy process, given the underlying risks to macroeconomic stability, fiscal financing and the newly restructured commercial banks' deposit base. However, the longer capital controls remain in place, the greater the risk that they will slow recovery and potentially lead to asset price bubbles in other areas of the economy."
  6. "Iceland's rating is underpinned by high income per capita levels and by measures of governance, human development and ease of doing business which are more akin to 'AAA'-rated countries. Rich natural resources, a young population and robust pension assets further support the rating."
------------------------------
  • Ríkisstjórnin má eiga það. Að hún raunverulega hefur skorið töluvert niður útgjöld.

Á hinn bóginn hefur aðferðin verið gölluð þ.e. skera jafnt á alla liði þ.e. þvert yfir - ár eftir ár eftir ár eftir ár. Afleiðingin af slíkum niðurskurði, getur verið stór reikningur síðar.

Eins og sést á ástandi bygginga Landspítala sem virðast ekki hafa fengið nærri því nægilegt viðhald sl. 4 ár, að auki hefur ekki verið nægt fé til endurnýjunar tækja o.s.frv. Eins og fram hefur komið undanfarið, virðist ástand mála nærri brún hruns innan heilbrigðiskerfisins.

Sennilega vita sérfræðingar Fitch ekki af þessu. En í ástandi húseigna ríkisins getur legið mjög stór bakreikningur ef skortur á viðhaldi hefur endurtekið sig, einnig þvert yfir kerfið - eins og niðurskurðurinn.

  • Vandi við flatann niðurskurð, er sá að hann er yfirleitt ekki raunveruleg útgjaldaminnkun til lengri tíma litið. En er þó ásættanleg bráðaaðgerð þegar áfall kemur. En þá einungis til að vinna tíma, svo raunverulegur niðurskurður geti farið fram.

Raunveruleg útgjaldastaða ríkissjóðs litið fram til næstu ára. Getur því verið umtalsvert lakari en áætlanir ísl. stjórnvalda, sem þeir virðast hafa til hliðsjónar þegar þeir meta ástandið hérna.
------------------------------

Hagvöxtur sl. 4 ár hefur verið vegna gengisfalls krónunnar sbr. aukningu ferðamanna. En einnig vegna hagstæðra aðstæðna í hafinu þ.e. góð loðnuveiði og ekki má gleyma makrílnum. Sem hefur gengið hingað í vaxandi mæli þessi ár. Mjög heppilegt að fá nýja verðmæta afurð.

Ríkisstjórnin fékk þannig séð lottóvinning frá móður náttúru. 

Ég þannig séð, kvarta ekki - því annars hefði ástandið verið töluvert lakara.

Á hinn bóginn. Er erfitt að sjá að unnt sé að treysta á slíka lottóvinninga áfram. En makrílinn getur bæði farið sem komið, loðna er mjög sveiflukennd einnig eins og við þekkjum, sem skammlífar tegundir alltaf eru þ.e. lifir 2 ár hrygnir og deyr, ef fá seiði komast á legg eitt skiptið er sá árangur miklu minni og veiði þá kannski tugum prósentum minni þegar sá árgangur hrygnir. 

  • Það er megin galli ríkisstjórnarinnar. Að hafa ekki komið af stað neinni framtíðaruppbyggingu. Landið er statt núna. Í gamla klassíska hagkerfinu þ.e. fiskveiði. Ríkisstj. hefur ekkert gert til að hefja okkur aftur úr því fari.
  • En það hagkerfi er mjög sveiflukennt. Eins og ber að skilja, þegar einstakir stofnar geta sveiflast í veiði um prósentu tugi milli einstakra ára.

------------------------------

Starfsmenn Fitch réttilega benda á að sigurinn í Icesave skiptir miklu máli.

------------------------------

Samanburður Fitch á stöðu Ísland vs. Spánar vs. Írlands. Er áhugaverður. En skv. honum virðist staða ríkissjóðs Íslands vera ívið skárri. 

Skuldastaða 2021 69% telja þeir líklegt. Sem þíðir þá væntanlega að skuldalega ættum við að uppfylla skilyrðin um evruna rétt fyrir 2025.

Eða innan næstu 12 ára. 

Ég held að það sé mögulegt að lækka þessar skuldir enn hraðar - - en það mun krefjast þess að takist að hefja kröftuga atvinnu-uppbyggingu.

En það á að stefna helst að því að skuldir fari niður fyrir 40%.

En ég bendi á að 60% staða er langt í frá örugg sbr. þ.s. kom fyrir Spán. En spænska ríkið skuldaði rétt innan við 60% v. upphaf árs 2009. En síðan hefur sigið hratt á ógæfuhliðina.

Þegar Ísland lenti í hruninu voru skuldir mjög nærri 20%. 

  • Óstöðugt hagkerfi - - þarf sennilega á því að halda, að ríkisskuldir séu mjög lágar.  
  • En Ísland getur tekið mjög snöggar djúpar dýfur, og þá getur afgangur af ríkisrekstri mjög snögglega orðið að stórum halla. Þannig, að mjög brýnt er að hafa fremur drjúgt borð fyrir báru.

------------------------------

Starfsmenn réttilega benda á að höftin feli í sér hættu á bólumyndun. Það er hætta sem þarf að taka á. Ein hættan er ekki síst vegna lífeyrissjóðanna. Sem geta ekki fjárfesta allt það fé sem þeir fá frá greiðslum launþega.

Sú hugmynd er uppi, að tímabundið lækka iðgjöld um helming. Bæta þannig hag launamanna í nær tíma. En meðan að lífeyrissjóðir geta hvort eð er ekki komið peningunum í lóg með hagkvæmum hætti. Þá eru lífeyrisþegar ekki að tapa nokkru skv. þeirri aðgerð.

En þeirri mótbáru hefur verið fleygt fram - að lækkun iðgjalda úr 12% í 6% skerði réttindi. En það stenst ekki. Meðan að sjóðirnir ráða ekki við að koma umframfénu í hagkvæmar fjárfestingar. Þess í stað, fer dæmum fjölgandi þ.s. sjóðirnir eru að kaupa upp hlutabréf - eignir. Hækka verð þeirra, án þess að vísbendingar séu um það að þær hækkanir séu í samræmi við hagþróun eða stöðu þeirra fyrirtækja sem við á.

Klár vísbending um hugsanlega bóluþróun í startholum. Þetta er fræðilega unnt að stöðva með lækkun iðgjalda - - meðan höftin eru enn til staðar. En ef sú bóla springur - verður tjón sjóðanna algerlega örugglega, mjög umtalsvert.

Um leið og þau hafa verið losuð, lágmarks jafnvægi komist á annað fjármagnsstreymi. Má ef til vill heimila sjóðunum, að senda fé úr landi - til að fjárfesta það.

  • En peningar sjóðanna mega ekki flæða út samtímis og aðrir peningar eru að fara, því þá myndi gengið lækka enn meir. Það getur þítt, að höft verði að vera á sjóðina um eitt extra ár


Kreppa á evrusvæði!

Euro-Area Economy Shrinks Most Since Depths of Recession

Eurozone economy falls short of forecasts

Eurozone recession hits Germany hard

Skv. fréttum er samdráttur sá er mældist á 4. ársfjórðungi 2012. Ívið meiri en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir. T.d. virðist Þýskaland hafa dregist saman um 0,6%. Frakkland um 0,3%.

Það er töluvert meiri samdráttur en sama tímabil 2011 er Þýska hagkerfið skrapp saman um 0,3% en síðan reis aftur um 0,1% 1. fjórðung 2012. Svo það má setja spurningamerki við það, hvort líklegt sé að Þýskaland hefji sig upp í 0,1% í plús eftir svo stóran skell síðustu 3 mánuði 2012?

  • Þetta getur nefnilega verið vísbending þess, að kreppan sé verri á evrusvæði. En sérfræðingar stofnana ESB hafa talið.

Það þarf því að fylgjast mjög vel með því hvað kemur út úr tölum fyrir 1. fjórðung 2013.

En ef Þýskaland segjum mælist með -0,2 þá er það skv. reglum Framkvæmdastj. ESB komið í kreppu.

Það væri sama sveifla milli tímabila og Q4 2011 vs. Q1 2012.

 

Niðurstaða

Það er mikilvægt að lánstraust Íslands fer batnandi. En sú staða sýnir einnig. Að það er tækifæri til staðar til að lyfta þeirri stöðu enn frekar. 

Við vitum að ríkisstjórnin gerði nánast ekki neitt til að lyfta hagvexti. Þannig, að útkoma hagkerfisins er þrátt fyrir ríkisstjórnina - ekki hennar vegna. 

Hún má hún eiga, að hún a.m.k. skaðaði ekki þá litlu uppsveiflu sem verið hefur í gangi. En lágmarkið er að ef þú ert ekki að gera gagn - - að a.m.k. ekki vinna tjón. 

Kannski stóðst hún það lágmark. En kannski ekki.

  1. En ég tel að nýir stjórnendur verði þegar í byrjun, að láta framkvæma úttekt á húseignum ríkisins. Til að komast að því hvort það er falinn kostnaður af völdum viðhaldsleysis á flr. byggingum en húseignum ríkisspítalanna.
  2. Að auki má vera að falinn kostnaður vegna dráttar á endurnýjun nauðsynlegs búnaðar megi finna stað víðar en á spítölunum.

Best að álykta ekki fyrirfram um líklega stöðu þessara þátta.

------------------------------

Kreppan á 4. fjórðungi 2012 er verulega dýpri en hún var á 4. fjórðungi 2011. Hagkerfi evrusvæðis náði að klóra sig í mjög smáan hagvöxt 1. fjórðung 2012. Eiginlega kyrrstaða. En 1. fjórðung 2013 virðist mér síður líklegt að sú útkoma verði endurtekin. 

Lakari útkoma 4. fjórðungs 2012 getur því gefið vísbendingu þess efnis. Að evrusvæðis kreppan fari versnandi - eins og ég hef talið líklegra en ekki.

Tölur fyrir 1. fjórðung þessa árs koma þó líklega ekki fram fyrr en rétt eftir mánaðamót febrúar/mars.

Þó munu óháðar niðurstöður liggja fyrir fyrr. Og gefa vísbendingar.

Ég held að evrusvæði verði í samdrætti hvern einasta fjórðung þessa árs. Það verði ekki viðsnúningur seinni hluta ársins - eins og Seðlabanki Evrópu heldur fram annað árið í röð. En sama spá fyrir sl. ár stóðst ekki, en Seðlabanki Evr. hefur ekki gefist upp á að reikna með því að stefnan gangi upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Johnson

Voru það ekki þessir heiðursmenn með yfirburðargáfu í fjármálum sem gáfu Íslandi hæstu einkunn 3 daga fyrir hrun. Allir lyfti upp hendi fyrir þeim! Prump.

Örn Johnson, 15.2.2013 kl. 01:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki alveg útilokað að menn læri af reynslunni. Annars raunverulega hætta allir að taka á þeim hið minnsta mark.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.2.2013 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 454
  • Frá upphafi: 847101

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 430
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband