Bankar á Wall Street búa sig undir uppbrot evru

Þetta hefur rækilega komið fram í fréttum á Íslandi, að Financial Times var með eftirfarandi frétt - Wall St banks prepare for euro break-up - þar sem fram kemur nokkur lýsing á þeim undirbúningi sem stórir bandarískir bankar hafa verið með, ef ske kann að lönd í vanda innan evru, hrekjast af evrusvæði.

  • Hið augljósa er - það ætti engum að koma á óvart, að stórir bankar erlendis séu á fullu að gera öryggisráðstafanir, til að lágmarka tjón af slíkri atburðarás.
  • Enn sem komið er, virðast þeir reikna með, að slík atburðarás leiði ekki til endaloka evrunnar - heldur einungis til þess að aðildarlöndum hennar fækki!
  • En málið er - að það er langt í frá öruggt að evran myndi yfirleitt hafa það af, ef slík atburðarás á sér stað: en
  1. Frakkland verður örugglega gjaldþrota ef Ítalía verður gjaldþrota, vegna gríðarlegs tjóns fyrir franska bankakerfið, sem líklega myndi neyða frönsk stjv. til að, bjarga frönskum bönkum.
  2. Og Ítalía er örugglega toguð niður, ef Spánn verður gjaldþrota.
  3. Að auki mun Belgía örugglega fara niður með Frakklandi, vart þarf að nefna að Portúgal líklega einnig fer niður ef Spánn fer. Grikkland þarf vart að nefna.
  • Það er auðvitað þess vegna, sem svo mikilvægt er að hindra brotthvarf Spánar út úr evru - - en það má nánast fullyrða að evran standi eða falli með Spáni.

Eins og fram kemur í fréttinni - eru aðilar á WallStreet að leitast við að tryggja, að þeir fái áfram greitt í evrum, ef t.d. Grikkland eða Portúgal eða Spánn; hrekst út úr evru.

"One senior Wall Street executive said his bank was approaching derivatives counterparties to say:

  • “‘We’ve got this contract, it’s in euros, what I want to know is in the event that Spain were to be redenominated are we going to end up being adversaries on this or can we just agree that this is a euro contact?
  • Let’s just move it to London law so we each agree that we know where we stand.’" -
  • "“If they don’t … when that contract matures there’s not going to be any roll-over.”
  • - "A trader heading a eurozone crisis unit at another US bank said counterparties were being told to use collateral that could not suddenly switch from the euro to a new currency." -
  • "“You can make sure you post collateral that has less redenomination risk,”

Engum ætti að koma á óvart - að aðilar séu að leitast við að lágmarka "tjón."

Líkur á alvarlegri atburðarás á evrusvæði eru einfaldlega orðnar það miklar.

Að það væri ábyrgalaust annað - en að taka fullt tillit til hættunnar af uppbroti evrusvæðis.

Í reynd eru lög t.d. í Bandaríkjunum um ábyrgð stjórnenda gagnvart hluthöfum þannig, að þeir geta orðið persónulega ábyrgir ef sannað telst - að þeir hafi með aðgerðum sínum valdið hluthöfum tjóni ef unnt er að sýna fram á að það tjón hafi sannarlega verið fyrirsjáanlegt.

Þannig að einnig vegna þeirra laga, verða stjórnendur að bregðast við.

 

Tilboð Mario Draghi frá sl. viku getur verið síðasta tækifæri evrusvæðis!

Ég ræði um það tilboð Draghi hér: Hvað felst í tilboði Mario Draghi?

En það hefur raunverulega takmarkanir, og er langt í frá öruggt að það bjargi evrunni.

Á hinn bóginn - ef það kemst til framkvæmda, getur það a.m.k. keypt tíma.

En þ.e. svo gersamlega augljóst að björgunarsjóðsleiðin gat ekki mögulega gengið - ekki þegar lönd í vanda eru Spánn og Ítalía.

Vandinn er sá, að löndin sem eftir eru - treysta sér ekki til að skuldbinda sig til að baktryggja svo mikið sem þ.e. sem Ítalía og Spánn skulda lagt saman.

En svo mikil skuldbinding getur ógnað stöðu sumra - t.d. Frakka, og alveg örugglega stöðu Belgíu.

Þannig að björgunarsjóðs aðferðin er komin á leiðarenda - hún gekk þegar um var að ræða Portúgal, Grikkland og Írland. En ekki 5 stærsta og 3 stærsta hagkerfi evrusvæðis.

Þannig, að tilboð Mario Draghi fyrir hönd Seðlabanka Evrópu - - getur verið lokatækifæri evrunnar!

Og það kemur ekki í ljós sennilega fyrr en í september í fysta lagi - hvort af hans útspili raunverulega verður.

En það krefst þess að pólitískir leiðtogar evrusvæðis taki tilteknar ákvarðanir - þ.e. virkjun "ESM" (framtíðarbjörgunarsjóðs evrusvæðis) í því að kaupa ríkisbréf aðildarríkja á markaði.

En ECB vill að ESM veiti "cover" eða skjól fyrir ECB, þ.e. ECB er til í að kaupa ríkisbréf ríkja í vanda, ef ESM er fyrri til að hefja kaup.

En þetta sníst ekki síst um það, að einungis ESM getur krafið aðildarríki um tilteknar efnahagsaðgerðir þ.e. niðurskurð og aðhald, auk þess að einungis ESM getur neytt þau til að skuldbinda sig til að beita slíkum aðgerðum - gegnt því að sjóðurinn beiti sér með tilteknum hætti.

Það krefst þess einnig, að land óski eftir því að ESM beiti sér - þannig að það óski formlega aðstoðar, sem eins og við þekkjum, fylgja alltaf mjög hörð skilyrði. Þ.e. frá aðildarríkjum evru, sem ráða yfir ESM og samþykkja ekki að veita fjármagn, nema gagnvart mjög hörðum aðhaldsaðgerðum. Eða þ.e. reynslan fram að þessu - en þessi þættir munu örugglega virka mjög svipað og innan ESFS þ.e. fyrri björgunarsjóðnum.

Aftur - þ.e. ekki vitað hvort að aðildarríkin muni samþykkja að virkja kaup ESM á ríkisbréfum aðildarríkja í vanda, svo tilboð Seðlabanka Evrópu geti virkjast.

En líklegt er að tiltekin ríki verði andvíg því, að ECB grípi til svo mikillar prentunar sem slíkum kaupum myndi fylgja - en þau koma þá ofan á fyrri tvær prentunaraðgerðir þ.e. LTRO1 og LTRO2 sem beindust að bankakerfi evrusvæðis.

En þau ríki verða þá einfaldlega að ákveða sig:

  1. Hvort evran á að lifa.
  2. Eða evran á að farast! 

Pólitíkusar endurtaka að allt verði að gera til að bjarga evrunni - en þá er nú komið að því að láta gerðir fylgja orðum.

Þessi aðgerð þó líklega aðeins kaupir tíma.

  1. Þetta bjargar því ekki að þau aðildarríki sem eru í vanda - eru í erfiðu kreppuástandi, og frekari aðahaldsaðgerðir munu gera þá kreppu verri - ekki fyrirsjáanlegt að niðurskurður geri annað en að framkalla frekari atvinnuleysi og efnahagshrun, a.m.k. nk. ár eða tvö.
  2. Hugsanlega snýr Ítalía fyrr við en Spánn, en þó getur eitrun frá Spáni haldið áfram að skaða Ítalíu.
  3. Möguleiki á einhverskonar þjóðfélagslegri uppreisn fer auðvitað vaxandi - því verra sem atvinnuástand verður - - mér sýnist augljóst að atvinnuleysi Spánar fer í 30%.
  4. Að auki bendir hagfræðingurinn Gavyn Davies á áhugaverðann punkt í: Draghi breaks the ultimate euro taboo. Að kaup ECB á skuldum Spánar - sennilega svo Ítalíu einnig, en Ítalía líklega fer í slíkt prógramm í kjölfar þess að Spánn fer fram á slíkt, ef af verður - - muni sennilega ekki stöðva upphleðslu skulda þeirra sömu landa innan svokallaðs "Target2" millifærslukerfis. Það er, ef fjármagnsflótti heldur áfram verði seðlabanki viðkomandi ríkis enn slá lán frá seðlabanka innan seðlabankakerfis evrusvæðis sem á fjármagn á lausu. Og láta á móti skuldabréf á viðkomandi ríki. Sem þá heldur áfram að auka skuldir ríkja í vanda innan "Target2." Á hinn bóginn, ef tilboð Draghi eykur trúverðugleika framvindu Spánar, þá er ábending Davies ekki endilega alvarleg. En þá ætti að draga úr fjármagnsflótta frá Spáni. Svo því ætti hraðinn á upphleðslu skulda innan "Target2" að minnka.
  5. Svo benda viðbrögð markað við því að þeir séu að taka vel nú í hugmynd Draghi skv. því sem gerðist á mánudag 6/8. Spanish and Italian bonds rally - "Yields on two-year Spanish government bonds, which were trading at 7 per cent at the end of July, fell 46 basis points to 3.5 per cent on Monday, while yields on equivalent Italian paper fell 9bp to 3.04 per cent." Þetta er mikil breyting sérstaklega á 2-ára spönskum ríkisbréfum. Sem bendir til þess, að stórfellt hafi nú dregið úr ótta fjárfesta varðandi Spán. Með öðrum orðum að markaðurinn veðji nú á, að tilboð Mario Draghi komist til framkvæmda.
  6. Því má þó ekki gleyma - að þrátt fyrir að lántökukostnaður Spánar og Ítalíu verði niðurgreiddur með aðgerð ECB. Þá getur endapunkturinn verið sá, að það muni þurfa að framkv. hluta-afskrift ríkisskulda þeirra beggja. Skiptir ekki megin máli með hvaða hætti, hvort höfuðstóll væri formlega lækkaður og lánstími hafður temmilegur. Eða ef annarri aðferð væri beitt, að lengja lánin t.d. í 100 ár eins og Bretar hafa gert þrisvar, og vextir samtímis hafðir lágir. Ég held að líkurnar séu meiri en minni á því, að skulda-endurskipulagningar verði þörf hjá báðum fyrir rest.

Það verður að koma í ljós - en Þýskaland starir nú í hyldýpið, en tjón þess yrði óskaplegt ef evran félli, þannig að nokkrar líkur eru sennilega á því, að Þýskaland muni heimila fyrir sitt leiti "ESM" þ.e. framtíðarbjörgunarsjóð Evrusvæðis, að hefja inngrip á markað fyrir ríkisbréf aðildarríkja evrusvæðis.

Sambandsþing Þýskalands þarf að samþykkja - þegar það kemur úr frýi væntanlega í september.

En það eru andstaða til staðar á sambandsþinginu - en ég sé ekkert annað útspil sem getur komið í staðinn. Svo valkostir þingmanna eru - evran stendur/evran fellur.

Og þetta er líklega ekki annað en gálgafrestur - - þ.e. óvissan í reynd heldur áfram.

En líklega velja menn frekar, áframhaldandi óvissu um framtíð evru, í stað fullvissu um fall.

 

Niðurstaða

Lokaútspil til björgunar evrunnar líklega kom fram í sl. viku, í formi tilboðs Seðlabanka Evrópu um kaup á ríkisbréfum aðildarríkja í vanda - sem best verður séð að sé tilboð um ótakmörkuð kaup. En þ.e. skilyrt tilboð, eins og ég hef útskýrt. En markaðurinn er klárt á mánudag og sl. föstudag, að veðja á að - það tilboð komist til framkvæmda. Þetta sést af því að vaxtakrafa fyrir spönsk og ítölsk ríkisbréf hefur lækkað verulega á undanförnum tveim virkum dögum. Markaðurinn vegna tilboðs Mario Draghi fyrir hönd Seðlabanka Evrópu, óttast síður nú að Spánn hrekjist út úr evru, fari síðan í greiðsluþrot. Það yrði síðan án efa hlutskipti Ítalíu einnig snarlega í kjölfarið.

Það verður að koma í ljóst hvort markaðurinn hefur rétt fyrir sér - að pólitíkusar evrusvæðis muni taka þær ákvarðanir sem til þarf, svo tilboð Mario Draghi komist í framkvæmd.

--------------------------

Hættan á niðurbroti evrusvæðis er ekki liðin ennþá.

Þ.e. mjög skiljanlegt að aðilar á markaði hafi undanfarið verið, að gera sitt til að lágmarka hugsanlegt tjón sín og sinna umbjóðenda, ef ske kann að það versta á sér stað.

Ps: Útlit fyrir að markaðir séu að hækka 3 virka daginn í röð í dag þriðjudag 7/8.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Sæll Einar

Er ekki Mario Draghi bara að segja það að þeir ætli að halda áfram með „Back-Door Bazooka" á fullum krafti! Er þetta ekki það eina sem þeir geta gert

Ómar Gíslason, 6.8.2012 kl. 23:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jú, eini aðilinn sem getur bjargað evrunni er Seðlabankinn með prentunarvaldi. Þ.e. útkoman.

Alls ekki ófyrirséð útkoma.

Kostnaður verður í formi verðbólgu sem klárt verður meiri í löndum eins og Þýskalandi, Hollandi, Finnlandi og Austurríki. En í löndum eins og Spáni, Ítalíu, Portúgal o.flr. - því í þeim löndum kemur á móti að þær umfangsmiklu niðurskurðaraðgerðir sem eiga sér stað, munu hamla á móti verðbólgu í löndunum í vanda. Sem þíðir að verðbólga í þeim verður lægri.

Þannig að auki hjálpar prentunin þeirri kostnaðaraðlögun milli aðildarríkjanna sem þarf að eiga sér stað.

En löndin sem standa tiltölulega vel, verða að ákveða að umbera hærri verðbólgu á nk. áratug en áratuginn á undan - hugsanlega verulega hærri. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.8.2012 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 832
  • Frá upphafi: 849009

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 766
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband