Best væri að loka Hörpu sem fyrst!

Það er ljóst að ekkert hefur gengið upp af rekstraráætlunum hörpu hvað kemur að tekjum af rekstrarþáttum, en skv. fréttum virðist að tekjur séu minni af öllu því sem átti að gefa húsinu tekjur, á sama tíma og kostnaður við rekstur hússins er meiri en reiknað var með. Niðurstaða er 400 milljóna króna rekstrartap. Eða það segja fréttir.

Til samanburðar bendi ég á, að 400 milljónir er hvað ný mjög mikilvæg greiningarvél myndi kosta, sem Landspítalinn er í vandræðum með í dag, önnur biluð hin sögð gömul geta bilað þá og þegar. Krabbameinssjúklingar þurfa á henni að halda, svo þeir hreinlega haldi lífi - stikkið á 400 millur.

Og Spítalinn hefur ekki efni á þessu - skv. frétt að neðan sýnist mér að í stað þess að reka Hörpu væri unnt að endurnýja báðar vélar Landspítalans, sitt hvort árið.

Svo menn átti sig á því hvað það kostar - að bæta 400 milljóna kostnaði á ríkið, af kostnaði sem er gersamlega óþarfur, hjá ríkissjóði þ.s. rekstur er í járnum - hvarvetna verið að beita aðhaldi!

Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár

Rekstur Hörpu áhættusamur

"Þetta þýðir með öðrum orðum að Harpa tapar 1,1 milljón króna á sólarhring  eða tæplega 50.000 krónum á hverri einustu klukkustund allt árið um kring. Í skýrslunni segir að ástæður þessa taps séu þær helstar að fasteignagjöld verði hærri en áætlað var, rekstur hússins sé dýrari en gert var ráð fyrir og að tekjur af ráðstefnum, veitingasölu og bílastæðahúsi skili sér hægari en gert var ráð fyrir."

Ég á þó ekki von á því að húsinu verði lokað - - enda líta menningarvitar svo á, og þeir hafa mikil áhrif innan Samfylkingar - - að menning sé mikilvægari en mannslíf.

Eða það er það sem við stöndum frammi fyrir - mannslíf eða menning.

Og mér sýnist valið vera augljóst - það verður - - > menning.

  • Ég var alltaf þeirrar skoðunar að opnun hússins ætti að bíða nokkur ár.
  • Á sínum tíma var Þjóðleikhúsið opnað nokkrum árum eftir það sem upphaflega var áætlað - ekki varð húsið verra fyrir það.
  • Það er ekki of seint að taka þá ákvörðun, og spara nokkur hundruð milljónir af taprekstri nk. árs og kannski 150 millj. af taprekstri þessa árs.
  • En ég held að öruggt sé að vinir hússins, muni tryggja það með ítökum sínum innan Samfylkingar, að sá valkostur verði ofan á - - að þetta hús verði samt haldið í rekstri, þó ástandið á sjúkrahúsum landsins sé svo alvarlegt sem það er.
  • Að auki hefur vel komið fram í fréttum, að t.d. Útlendingastofnun hefur ekki næga peninga, svo mál eru ekki afgreidd svo mánuðum skiptir, reyndar nálgast að tafir fari í ár eða þar um bil, meðan er fólkið sem á í hlut í óvissu og örvæntingu - niðurstaðan sem við höfum orðið ítrekað vitni að, að hælieleitendur reyna hvað þeir geta til að smygla sér til 3 landa. Til að laga þetta þarf mun minna fé en 400 millur per ár.

Þessar 400 millur per ár - ef dreift á stofnanir í vanda, geta í reynd lagað eitt og annað í rekstri þjóðmikilvægra stofnana. Stofnana sem raunverulega eru mikilvægar - þ.s. mannslíf eru í húfi.

Ekki má gleyma lögreglunni - og sjúkrabílum, bílafloti beggja er að úreldast hratt - að verða of gamall, fram hefur komið í fréttum að meirihluti sjúkrabíla landsins eru reknir á undanþágu, því þeir eru orðnir og gamlir reglum skv. - lögreglan er ekki í betri málum.

Svona má lengi telja - víða um rekstur ríkisins eru þættir að hrörna, því fjármagn er of lítið svo unnt sé að sinna hlutum svo vel sé.

Á sama tíma á samt að reka þetta hús - Hörpuna!

Ég er svo 100% viss að það verður ofan á - að loka því ekki, þó augljóslega ábyrgðalaust sé að viðhalda hýtinni meðan mál eru víða svo erfið sem þau eru.

Það er rangt að kreppan sé búin - þó fiskverð hafi verið há sl. ár, vel hafi veiðst af loðnu og makríl, ferðamönnum hafi fjölgað sl. ár og þetta ár, enn sé vel veitt af makríl.

Þá eru óveðursský uppi - vegna kreppunnar í Evr., fiksverð eru þegar lægri þetta ár en sl., óvíst er að Ísland komist upp með að veiða áfram svo mikinn makríl sem það gerir, svo að auki þá hafa Norðmenn og Rússar ákveðið að auka afla á þorski úr 750þ. tonnum í kringum 1 milljón tonn í Barentshafi. Það er viðbót í þorski sem kemur inn á Evr. markaði á nk. ári sem er meiri en nemur öllum okkar þorskafla.

Mér sýnist klárt að hrun í fiskverði blasi við á nk. ári - sem verður þá stórt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki eins stórt og bankahrunið en samt verulegt.

Það getur farið saman við að Ísland verði neytt til að minnka veiða á makríl.

Þannig að það er rangt hjá talsmanni reksturs Hörpu eins og kom fram í fréttum - - að fáránlegt væri að loka húsinu, þegar það versta er afstaðið - - málið er að það er langt í frá ljóst að það versta sé afstaðið.

Ástandið í Evr. er það dökkt framundan! Og við erum svo háð Evr. mörkuðum! 

Þvert á móti er það skortur á ábyrgð að halda rekstri Hörpu áfram - meðan ástandið er sem það er.

Við eigum því að loka húsinu sem fyrst!

Halda því við að sjálfsögðu - ekki láta eignina skemmast.

En opna það ekki fyrr en raunverulega er farið að ára betur -- þá þarf fyrst auðvitað vera búið að laga eitt og annað sbr. endurnýja tæki spítala, bifreiðakost sjúkraflutninga og lögreglu, sjálfagt eru e-h annað sem einnig ætti að hafa hærri forgang.

Svo þegar búið er að laga bráðavanda af slíku tagi í ríkisrekstrinum - þá fyrst væri ábyrgt að opna Hörpu aftur, og síðan að reka það með halla per ár.

En það er það sem þarf að muna, að rekstur slíkra húsa - er lúxus

Ekki nauðsyn!

Við höfum ekki efni á lúxus - fyrr en staðan er komin í frekar gott lag!

 

Niðurstaða

Það átti aldrei að opna Hörpu mitt í ástandi verstu kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum síðan á 4. áratugnum. Að sjálfsögðu á að loka Hörpu sem allra fyrst. Enda eru alvarleg vandræði víða í ríkiskerfinu, mjög víða er ljóst að grunnþjónusta stefnir fyrirséð í alvarlegann vanda af völdum fjárskorts. Á sama tíma er mannslíf eru í hættu, í vaxandi hættu vegna fjárskorts, vilja menningarvitar halda rekstri Hörpu áfram - - ljóst er að þeir eru að velja rekstur Hörpu í stað mannslífa. Ég er ekki að íkja neitt er ég held því fram.

Þvert á móti væri það ábyrgt að loka Hörpu.

Meðan að óábyrgt er að reka hana mitt í alvarlegu kreppuástandi.

Nei kreppan er ekki búin - - það sem við höfum verið að upplifa í ár, er meir líkt því að vera stödd í auga fellibylsins.

Stormurinn er við það að skella aftur á af fullum þunga - vegna kreppunnar á evrusvæðinu sem er versnandi, þannig að verð fyrir okkar afurðir fara nú lækkandi eftir hækkun sl. árs og ljóst að stefnir í frekari lækkanir af völdum kreppunnar þar.

Svo bætist við að þorskveiði í Barentshafi mun fara úr 750þ. tonnum  í um milljón á nk. ári, þessi mikla aukning ofan í versnandi kreppuástand þíðir augljóslega stórt verðfall á okkar mikilvægustu útflutningsafurð.

Þetta þíðir ekkert annað en að Ísland verður aftur í efnahagsstormi á nk. ári - þ.s. ofan í erfiðan niðurskurð undanfarinna ára þarf stórfelldan viðbótar niðuskurð.

Og menn vilja reka Hörpuna!

Horfið í augun á þeim þegar þeir segja þetta?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er engin lausn að stoppa það sem er nú þegar komið til að vera. Lausnin verður að byggjast á eftirfylgni við það sem nú þegar er komið, með hagsýni og virkjun listasamfélags heimsins inni í það dæmi.

Það er ill-mögulegt að lifa án listar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2012 kl. 15:22

2 Smámynd: Björn Emilsson

Mikið rétt Einar Björn. Fyrst, Best væri að selja glerhúsið. Kannske kínverjinn geti notað það í sambandi við fyrirhugaða hótelbyggingu á svæðinu. Svo , að auka fiskveiðikvótann uppí 1.0 milljon tonn, eins og norðmenn og rússar, og bandaríkjamenn gerðu í Alaska. Kæmi vel til greina að selja aðgang að kvótanum útlendingum, rétt eins og grænlendingar gera. Myndi þá snarvænkast hagur skrymptu.

Björn Emilsson, 4.8.2012 kl. 15:30

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tek undir orð Björns Emilssonar um að auka fiskveiðikvótann. Ekkert réttlætir að kvótinn verði ekki aukinn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2012 kl. 17:39

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Harpa er mistök - á þessum stað. Ég á leið þar framhjá oft í viku og alltaf þegar ég sé þetta svarta ferlíki birtist mér önnur sýn; smábátahöfn eins og þær gerast bestar í öðrum sjávarborgum erlendis.

Ekki undarlegt að reksturinn gangi illa í þessu húsi.

Kolbrún Hilmars, 4.8.2012 kl. 17:53

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna Sigríður - það er engin hætta á að Ísland sé án listar ef Hörpu er lokað, ekki opnuð fyrr en betur árar. Listamenn láta sér þá nægja lélegri aðstöðu sem kostar ekki þessar formúgur að reka. Óperan fer aftur á sinn gamla stað. Sinfónían aftur í Háskóla Bíó. Það mun augljóslega ekki ganga að reka þetta hús með hagnaði. Slík hús eru yfirleitt ekki rekin með hagnaði. Þess vegna á að loka því þangað til að við höfum efni á að borga með því - á hverju ári.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2012 kl. 19:13

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Björn - ef við veiddum milljón tonn. Fræðingarnir segja stofninn ekki þola nærri það mikið. Þá held ég að verðið yrði mjög lágt í Evrópu, muna að þ.e. kreppa. Svo er það spurning um þá rúllettu sem við værum að taka með stofninn. Ef þeir sem segja það eigi að veiða, fræðin séu vitleysa - hafa rangt fyrir sér?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.8.2012 kl. 19:16

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Þetta er kannski rétt hjá þér, að rekstur Hörpu sé óviðráðanlegur fyrir íslendinga, líkt og svo margt annað. Má ekki leigja eða selja einhverjum erlendum áhugamönnum þetta hús? Er einhver eða eitthvað sem stendur í vegi fyrir því?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2012 kl. 09:09

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Ég gleymdi að segja í síðustu færslu, að ég er sammála þeim sem segja að pólitísku fiskifræði-leiðbeiningarnar eiga ekki við raunveruleg rök að styðjast. Þú veist þetta, ef þú hefur kynnt þér staðreyndirnar. Halldór Ásgrímsson hlýtur að hafa upplýst þig um þessar staðreyndir, fyrst hann er ennþá velkominn í höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötuna (við hliðina á Danska sendiráðinu).

Það er svo mikið sem ekki er uppi á yfirborðinu, af því sem hefur verið sagt og gert í fiskveiðistjórnun Íslands, Evrópu og heimsins alls. Það er ekki mögulegt að viðhalda þessari blekkingu lengur. Við búum í upplýstu samfélagi núna. Gömlu blekkingar-aðferðirnar eru dauðadæmdar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2012 kl. 11:49

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég mundi nú ekki endilega selja húsið. En þ.e. örugglega unnt að reka það með annarskonar starfsemi. Mætti íhuga að bjóða út leigu á því til einkaaðila, sjá hvað myndi koma út úr því.

 Varðandi fiskveiðimál, hef ég haldið mig á hliðarlínunni. Mér finnst gagnrýnendur vera of vissir í sinni sök að unnt sé að veiða svo mikið meir en nú er gert. Eins og ég þykist skilja málið er í reynd óvissa um hve mikill fiskur er raunverulega í sjónum. En vandinn með óvissu er að hún virkar ekki endilega þannig að hún þíðir að það sé mikið meiri fiskur, hún getur einnig virkað í hina áttina. Að það sé mikið minni.

Mér hefur ekki fundist grisjunerkenningin vera "sennileg.". Hún er byggð á stöðuvötnum, lífkerfi þeirra, meðan lífkerfi hafsins er miklu flóknara, sbr. að ef þú grysjar eina tegund þá getur önnur tegund komið inn rutt þeirri á brott sem þú varst að grysja. Í lokuðu vistkerfi stöðuvatna gerist slíkt ekki. Því virkar grysjun eðlilega. En í galopnu vistkerfi, með fj. tegunda sem hver keppir við næstu, í opnu hafi - er held ég raunverulega unnt að ryðja tegundum með varanlegum hætti. Þannig framkalla skemmd sem getur reynst vera varanleg.

Að auki eru fiskiskip gríðarlega afkastameiri í dag en t.d. 100 árum síðan, að auki hafa menn 3 víddar dýptarmæla og skanna sem unnt er að sjá torfur með mjög mikilli nákvæmni. Fiskur á mun erfiðara með að sleppa frá veiðitækjum í dag en áður fyrr.

Svo mér finnst það trúverðugt að unnt sé að ofveiða.

Það þíðir ekki að allt sé rétt í núverandi veiðistefnu. Það má vera að tímabundið megi auka veiði, til að brúa bil t.d. um 100þ. tonn, sem á sér stað í hagkerfinu.

Að auki má vera að rangt sé að hafa möskva stóra, þvert á móti eigi að hafa þá smáa eins og var áður fyrr. 

En það má vera fullnægjandi skýring á minni veiði í dag en t.d. fyrir 30 árum, að samsetning t.d. þorsks sé óhagstæðari - því stórir fiskar lifa mun síður en smáir. Sem þíðir að meir sé af smáum kynþroska fiski. Það fækki tonnum af fiski veiddum til lengri tíma litið, því smái fiskurinn tekur yfir plássið í vistkerfinu frá þeim stóra.

Það er sú niðurstaða sem ég hef prívat komist að. Að sennilega eigi að smækka möskva aftur, mig grunar á 20 árum myndi jöfnun dauðalíka jafna til baka hlutfall milli stórs og lítils fisks meðal þorks En þ.s. í dag er mun meira af smáum myndi meir vera framan af veitt af honum. Þá sníst dæmið við of veiðin ryður smáum á brott sem aftur býr til pláss í vistkerfinu fyrir stórann.

Á 20 árum ætti þá tonn af veiddum fiski aukast á ný smám saman ná því sem áður var.

Þetta er mín prívat kenning eftir lestur kenninga beggja fylkinga.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.8.2012 kl. 13:06

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Að smækka möskva er eðlileg aðferð við grisjun. Brottkast er svo óréttlætanleg afleiðing pólitíska stjórnleysisins fáránlega. Svo vantar breytingar og þróun veðráttunnar inn í rörsýnis-útreikninga pólitískra ríkja-samninga.

Þar liggur brenglunin.

Stjórnvöld allra ríkja eru komin í rökþrot með sinn málflutning, því lög, reglur og samningar stangast á við réttlætið og raunveruleikann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2012 kl. 13:39

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Anna - þ.s. mér lýst ekki á eru hugmyndir um stórfellt aukna kvóta. Tel að smækkun möskva einsömul, sé líkleg til að snúa við þeirri tilteknu öfugþróun að hlutfall lítils fisks fari vaxandi í stofninum. En þ.e. rökrétt afleiðing þess að veiða bara stórann eða leggja megináherslu á að veiða stórann - þá er dánartala stórs fisks mun meiri af því leiðir að hlutfall smás kynþroska fisks eykst. Það ætti að duga að smækka möskva aftur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.8.2012 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 837
  • Frá upphafi: 849014

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 770
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband