Forsætisráðherra Spánar segist íhuga að taka tilboði Mario Draghi!

Þetta er sennilega áhugaverðasta fréttin af evrusvæði í dag, sbr: Rajoy to consider using rescue fund. Mariano Rajoy sagði:

“I want to know first what these measures are, what they could mean, and if they are adequate … and then in view of the circumstances we can make one decision or another, but I have not taken any decision,” - “I will do what I consider to be in the general interest of Spaniards,”

Í fréttinni kemur fram að hann ætlar fljótlega að ræða við Mario Draghi, og fá nánari úrskýringu á tilboði hans frá því í gær sbr.: Hvað felst í tilboði Mario Draghi?

Þegar orð Mariano Rajoy spurðust út, brugðust markaðir vel við: Periphery yields fall on ECB buying hint.

"In secondary markets, yields on Spanish two-year government bonds fell 87 basis points to 3.96 per cent, while yields on equivalent Italian debt were down 61bp at 3.13 per cent." - "Yields on 10-year Spanish debt were 32bp lower at 6.85 per cent..."

Markaðir hafa í dag hækkað nokkuð aftur eftir fall gærdagsins.

Virðist að aðilar séu að endurmeta sín fyrstu viðbrögð við tilboði Mario Draghi - en í gær féllu markaðir verulega, en í dag virðist sem að aðilum lítist ívið betur á það tilboð en þeir gerðu í gær.

Eins og ég útskýri í grein minni frá því í gær - hlekkjað á að ofan - er tilboð hans alls ekki galið!

Það er auðvitað ekki öruggt að það komist til framkvæmda.

Skv. viðbrögðum Spánarstjórnar, getur farið að styttast í að hún óski formlega eftir aðstoð björgunarsjóðs evrusvæðis - en skv. tilboði Draghi er það forsenda að viðkomandi ríki fyrst komi sér í björgunarprógramm, en það yrði þó með nokkuð breyttu sniði eins og útskýrt - þó ekki þannig að slakað sé á kröfum um aðhald og niðurskurð.

 

Eitt athyglisvert blogg: Stephen King - HSBC’s chief economist - Now for a dose of Draghi’s monetary medicine

  • "An Italian bank hoping to borrow money for a year or so has to pay an interest rate of 2.7 per cent. "
  • "A Spanish bank pays 3.8 per cent. "
  • A German bank pays nothing at all"

Mér finnst þetta áhugaverðar upplýsingar en sbr. ísl. bankar eins og frægt er, að aðalkaupandinn skuldabréfa á Íslandi eru lífeyrissjóðirnir, sem krefjast 3,5% lágmarks ávöxtunar.

Þetta hefur verið talið ein af meginástæðum hás lántökukostnaðar.

Svo ef lán frá öðrum bönkum eru orðin þetta dýr hjá spænskum bönkum, eru ný lán frá þeim þá fyrir bragðið einnig orðin afskaplega dýr.

Áhugavert í því samhengi að evrusinnar halda því alltaf fram að lántökukostnaður myndi lækka hérlendis við evruaðild - en eins og fram kemur í bloggi herra King, þá hefur dregið gríðarlega úr lánveitingum milli banka á evrusvæði sérstaklega til S-Evr. landanna.

Það er auðvitað bein ávísun á hærri vexti.

En þ.e. ein sú meginbreyting er átt hefur sér stað á evrusvæði vegna vandans, að fjárfestar hafa allt í einu áttað sig á því - að það er misöruggt að lána.

Ríki verða ekki sjálfvirkt eins örugg og Þýskaland við það eitt að taka upp evru.

Það þarf að skoða stöðu hagkerfisins - gæði hagstjórnar, auðvitað skiptir einnig máli hvort þ.e. forsaga óstöðugleika.

Með öðrum orðum, áhættumat fjárfesta hefur stökkbreyst.

Þannig að ég fullyrði - að vextir hérlendis myndu ekki stökkbreytast niður á við, þó svo þeir hafi gert það á sl. áratug innan evrusvæðis, hafa fjárfestar nú lært af þeim mistökum. Átta sig á því að ríki verða áfram mis áhættusöm - sem þíðir vextir verða áfram ólíkir þ.e. hærri í sumum löndum.

Málið er að Ísland er óstöðugt hagkerfi - yrði það áfram.

Áhætta við veitingu lána hingað - yrði alltaf meiri áfram, en til t.d. Hollands, Danmerkur eða Svíþjóðar. Svo lán yrðu hér ávallt umtalsvert dýrari - því eins og með Spanska og Ítalska banka í dag, myndu þeir vera neyddir til að greiða hærri vexti en bankar í eldri og stöðugari hagkerfum á meginlandinu.

 

Niðurstaða

Spánn að íhuga að taka tilboði Mario Draghi. Það verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 835
  • Frá upphafi: 849012

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 769
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband